Umhverfis- og skipulagsráð - og skipulagsráð

Umhverfis- og skipulagsráð

Skipulagsráð

Ár 2009, miðvikudaginn 28. október kl. 09:05, var haldinn 188. fundur skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð. Ráðssal. Viðstaddir voru: Júlíus Vífill Ingvarsson, Ragnar Sær Ragnarsson, Ásgeir Ásgeirsson, Brynjar Fransson, Sóley Tómasdóttir, Stefán Benediktsson, Björk Vilhelmsdóttir og áheyrnarfulltrúinn Magnús Skúlason. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Magnús Sædal Svavarsson, Ólafur Bjarnason, Ágúst Jónsson og Marta Grettisdóttir. Auk þess gerðu eftirtaldir embættismenn grein fyrir einstökum málum: Lilja Grétarsdóttir, Gunnhildur S Gunnarsdóttir og Margrét Þormar
Fundarritari var Helga Björk Laxdal.

Þetta gerðist:

(A) Skipulagsmál

1. Afgreiðslufundir skipulagsstjóra Reykjavíkur, fundargerð Mál nr. SN010070
Lagðar fram fundargerðir afgreiðslufundar skipulagsstjóra Reykjavíkur frá 16 og 23. október 2009.

2. Fossvogur, endurskoðun deiliskipulags, forsögn(01.85) Mál nr. SN090166
Að lokinni hagsmunaaðilakynningu er lögð fram að nýju forsögn skipulags- og byggingarsviðs Reykjavíkur dags. maí 2009 að deiliskipulagi Fossvogshverfis. Svæðið afmarkast af staðgreinireitum 1.849-1.871, Fossvogsdal, Eyrarlandi, Bústaðavegi og Stjörnugróf. Kynning stóð til 18. september. Eftirtaldir aðilar sendu inn ábendingar: Pétur Guðjónsson, dags. 1. sept. 2009, Sigurbjörn Búi Sigurðsson, dags. 2 sept. 2009, Anna og Árni Norðfjörð dags. 3. sept. 2009, Stefán Svavarsson dags. 7. sept. 2009, Sigrún Þórðardóttir f.h. 32 íbúa við Markland, dags. 10. sept. 2009, Þröstur Olaf Sigurjónsson dags. 12. sept. 2009, Bæring Bjarnar Jónsson, dags. 17. sept. 2009, Þorgeir H. Níelsson og Sigrún Þórðardóttir dags. 18. sept. 2009, eigendur að Kúrlandi 7, 9 ,11 og 13, dags. 17. sept. 2009, Gylfi Guðmundsson, dags .18. sept. 2009, Katrín Olga Jóhannesdóttir, dags. 19. sept. 2009.
Richard Briem arkitekt kynnti stöðu vinnunnar.

3. Melar, reitur 1.540, deiliskipulag Mál nr. SN090134
Að lokinni hagsmunaaðilakynningu er lögð fram að nýju forsögn skipulags- og byggingarsviðs Reykjavíkur að deiliskipulagi Mela dags. apríl 2009. Skipulagssvæðið afmarkast af Hagamel, Hofsvallagötu, Hringbraut og Furumel. Hagsmunaaðilakynningin stóð til og með 10. júní 2009. Eftirtaldir aðilar sendu inn ábendingar: Ásdís R. Magnúsdóttir, dags. 28. maí, Ólafur Jónsson, dags. 30. maí, Jón Torfason dags. 3. júní, Guðrún Jóhannesdóttir dags 10.júní.
Bæring Bjarnar Jónsson og Sigbjörn Kjartansson arkitektar kynntu stöðu vinnunnar.

4. Húsahverfi svæði C, (02.84) Mál nr. SN090006
breyting á skilmálum vegna húsagerðar E8 og E9
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga skipulags- og byggingarsviðs Reykjavíkur dags. 8. janúar 2009 breytt 2. júní 2009 að breytingu á skilmálum deiliskipulags #GLHúsahverfi Grafarvogur III svæði C#GL, vegna húsagerðarinnar E8 og E9. Breytingin felst í því að hækkun heimildar vegna hámarks byggingarmagns og heimildum til útbygginga er breytt. Tillagan var auglýst frá 2. febrúar til og með 16. mars 2009. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir: Lex Lögmannstofa f.h. eigenda að Suðurhúsum 2, dags. 17. febrúar 2009 og 12. mars, Björn Z. Ásgrímsson og Jónína Sóley Ólafsdóttir, dags. 16. mars 2009. Einnig er lagt fram minnisblað skipulags- og byggingarsviðs dags. 10. ágúst 2009 og ný tillaga skipulags- og byggingarsviðs Reykjavíkur dags. 10. ágúst 2009 að breytingu á skilmálum deiliskipulags #GLHúsahverfi Grafarvogur III svæði C#GL, vegna húsagerðarinnar E8 og E9.
Tillagan var auglýst frá 26. ágúst til og með 7. október 2009.
Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Björn A. Bjarnason og Sigurbjörg Hjörleifsdóttir dags. 3. október, Ólafur Bergmann, 3. október, Bryndís Helgadóttir og Baldur P. Erlingsson, dags. 4. október, Elvar M. Ríkharðsson og Valgerður Hilmarsdóttir, dags. 4. október, Lex lögmansstofa, dags. 5. október, Elísabet H. Einarsdóttir og Reynir Elíeserson, dags. 5. október, Bjarni Snorrason og Kristín L. Steingrímsdóttir, dags. 6. október, Guðjón Þorbjörnsson og Christine Savard, dags. 8. október 2009, Inga M. Guðmundsdóttir og Elvar Hallgrímsson, dags. 7. október 2009, einnig lögð fram drög að umsögn skipulagsstjóra dags. 14. október 2009.
Athugasemdir kynntar.
Frestað.

(B) Byggingarmál

5. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð Mál nr. BN040584
Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð nr. 559 frá 20. október 2009 og nr 560 frá 27. október 2009.

6. Alþingisreitur, flutningur á húsi ofl. (01.141.106) Mál nr. BN039779
Alþingi, Kirkjustræti, 150 Reykjavík
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 28. apríl 2009 þar sem sótt er um leyfi til að flytja hús af sökkli sínum á lóð nr. 12 við Vonarstræti yfir á nýjan, hærri sökkul á fornleifauppgreftri við Kirkjustræti nr. 4, Mhl. 03, að endurbyggja Skjaldbreið á lóð nr. 8 við Kirkjustræti Mhl. 04, til að byggja steinsteypta nýbyggingu Mhl.07 á milli þessara tveggja húsa og tengja öll húsin ásamt Kirkjustræti 8B og 10 við þjónustubyggingu Alþingis á Alþingisreit.
Jafnframt er erindi BN039619 dregið til baka.
Erindi fylgir fyrirspurn BN039505 dags. 24. febrúar 2009, umsögn Minjasafns Reykjavíkur dags. 2. mars 2009, Húsafriðunarnefndar dags. 3. mars 2009 og skýrsla um brunavarnir dags. 6. janúar 2009. Meðfylgjandi er bréf Fornleifaverndar ríkisins dags. 14. apríl 2009, einnig ný umsögn Húsafriðunarnefndar dags. 26. mars 2009, einnig bréf hönnuða dags. 17. apríl 2009 og brunaskýrsla útgáfa 2 dags. 20. apríl 2009. Stærðir nýbyggingar, Mhl. 07: Kjallari 381,5 ferm., 1. hæð 212 ferm., 2. hæð 287,1 ferm., 3. hæð 162,7 ferm. Samtals 1.043,3 ferm., 3.844,8 rúmm. Gjald kr: 7.700 + 296.050
Lagðir fram nýjir uppdrættir Batterísins dags. 20. október 2009.
Frestað.

(D) Ýmis mál

7. Skipulagslög, frumvarp Mál nr. SN080167
Lagt fram bréf skipulags- og byggingarsviðs Reykjavíkur dags. 26. október 2009 til Umhverfisráðuneytisins vegna frumvarps til skipulagslaga.
Bréf skipulags- og byggingarsviðs samþykkt

8. Skipulagsráð, siðareglur kjörna fulltrúa Mál nr. SN090374
Lagðar fram siðareglur fyrir kjörna fulltrúa hjá Reykjavíkurborg sem staðfestar voru í borgarráði 20. október 2009.

9. Aðalskipulag Reykjavíkur 2008-2032, stofnun vinnuhópa Mál nr. SN090118
Lögð fram tillaga Skipulags- og byggingasviðs Reykjavíkur dags. 22. október 2009 um stofnun vinnuhóps vegna endurskoðunar aðalskipulags Reykjavíkur : Vinnuhópur um heildarskipulag útivistarsvæða.
Samþykkt.

10. Bensínstöðvar og bensínsölur, stýrihópur um orkustöðvar Mál nr. SN080673
Á fundi skipulagsstjóra 3. júlí 2009 var lagt fram bréf borgarstjóra dags. 11. júní 2009 þar sem óskað er eftir umsögn skipulagsráðs á niðurstöðu stýrihóps um orkustöðvar í Reykjavík dags. 29. maí 2009. Lögð fram umsögn skipulags- og byggingarsviðs dags. 30. september 2009.
Umsögn skipulags- og byggingarsviðs samþykkt.

11. Verslunarhúsnæði, úttekt á auðu verslunarhúsnæði Mál nr. SN090359
Lögð fram skýrsla starfshóps um úttekt á auðu verslunarhúsnæði, dags, 25. september 2009
Sóley Tómasdóttir kynnti

12. Nýr Landspítali við Hringbraut, skipulag svæðis(01.19) Mál nr. SN090372
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 15. okt. 2009, vegna svohljóðandi tillögu í borgarráði s.d.: #GLBorgarráð samþykkir að skipulags- og byggingarsviði verði falið að hraða vinnu við skipulag svæðis nýs Landspítala. Yfir standa viðræður ríkisins og lífeyrissjóða um að ráðist verði í byggingu spítalans og framkvæmdum flýtt til að mæta erfiðu atvinnustigi. Deiliskipulagi fyrir spítalann er ólokið og mikilvægt að markvisst verði unnið að málinu til að óvissa um skipulag tefji ekki hönnun og annan framgang málsins. Jafnframt verði hugað að þeim fjölmörgu sóknarfærum sem skapast geta með návígi spítalans, Háskóla Íslands og Háskólans í Reykjavík í Vatnsmýri, sbr. fyrri tillögur Samfylkingarinnar í því efni#GL. Borgarráð óskar umsagnar skipulagsstjóra um tillöguna.
Lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 26. október 2009.
Umsögn skipulagsstjóra samþykkt.

Skipulagsráð óskar eftir því að verkefnisstjórn nýs háskólasjúkrahúss kynni stöðu skipulagsmála á næsta fundi skipulagsráðs sem haldinn verður þann 4. nóvember nk.

13. Skáldastígur, bréf Mál nr. SN090365
Lögð fram orðsending borgarstjóra ásamt bréfi Kristins E. Hrafnssonar dags. 8. okt. 2009 varðandi Skáldastíg í Grjótaþorpi.
Frestað.

14. Barðastaðir 61, kæra (02.404.3) Mál nr. SN090371
Úrskurðarnefnd skipul/byggmál, Skúlagötu 21, 101 Reykjavík
Lagt fram bréf Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála dags. 19. október 2009 ásamt kæru dags. 8. október 2009 þar sem kærð er gróðursetning trjáa og breyting landslags í landi borgarinnar í grennd við Barðastaði 61 og 63.
Vísað til umsagnar lögfræði- og stjórnsýslu.

15. Dugguvogur 8-10, kæra (01.454.0) Mál nr. SN090360
Úrskurðarnefnd skipul/byggmál, Skúlagötu 21, 101 Reykjavík
Lagt fram bréf Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála dags. 9. október 2009 ásamt kæru dags. 4. september 2009, vegna synjunar á umsókn um innréttingu áður gerðra íbúða að Dugguvogi 8-10.
Vísað til umsagnar lögfræði- og stjórnsýslu.

16. Traðarland 1, Víkingur, kæra (01.875.9) Mál nr. SN090361
Úrskurðarnefnd skipul/byggmál, Skúlagötu 21, 101 Reykjavík
Lagt fram bréf Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála dags. 9. október 2009 ásamt kæru dags. 9. september 2009, vegna deiliskipulagsbreytingar að Traðarlandi 1, íþróttasvæði knattspyrnufélagsins Víkings í Fossvogi.
Vísað til umsagnar lögfræði- og stjórnsýslu.

17. Langholtsvegur 168, kæra, umsögn (01.441.3) Mál nr. SN090003
Úrskurðarnefnd skipul/byggmál, Skúlagötu 21, 101 Reykjavík
Lagt fram bréf Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála dags. 16. des. 2008 ásamt kæru vegna synjunar á byggingarleyfisumsókn vegna fasteignarinnar að Langholtsvegi 168. Einnig lögð fram umsögn lögfræði og stjórnsýslu, dags. 22. okt. 2009.
Umsögn lögfræði- og stjórnsýslu samþykkt.

18. Nýlendugata 24c, kæra, umsögn (01.131.1) Mál nr. SN090004
Úrskurðarnefnd skipul/byggmál, Skúlagötu 21, 101 Reykjavík
Lagt fram bréf Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála dags. 16. desember 2008 ásamt kæru vegna breytingar á deiliskipulagi vegna Nýlendugötu 24c. Einnig lögð fram umsögn lögfræði og stjórnsýslu, dags. 9. október. 2009.
Umsögn lögfræði- og stjórnsýslu samþykkt.

19. Skipulagsráð, fyrirspurn Mál nr. SN090378
Lögð fram eftirfarandi fyrirspurn fulltrúa Samfylkingarinnar Stefáns Benediktssonar og Bjarkar Vilhelmsdóttur og fulltrúa Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs Sóleyjar Tómasdóttur.
#GLFrá því að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson var kosinn í skipulagsráð sem fulltrúi Framsóknarflokksins 21. ágúst á síðasta ári hefur hann lítið sést á fundum. Fulltrúar Samfylkingarinnar og Vinstri grænna í skipulagsráði óska eftir upplýsingum um á hvaða fundi Sigmundur Davíð hefur mætt og á hvaða fundi ekki. Þá er óskað upplýsinga um launakjör hans fyrir umræddan tíma og kostnað við að kalla inn varamenn.#GL

Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl. 12:00.

Júlíus Vífill Ingvarsson
Ragnar Sær Ragnarsson Ásgeir Ásgeirsson
Brynjar Fransson Sóley Tómasdóttir
Stefán Benediktsson Björk Vilhelmsdóttir

Afgreiðsla byggingarfulltrúa samkv. samþykkt nr. 161/2005

Árið 2009, þriðjudaginn 27. október kl. 10:50 fyrir hádegi hélt byggingarfulltrúinn í Reykjavík 560. fund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn í fundarherberginu 2. hæð Borgartúni 12-14. Þessi sátu fundinn: Magnús Sædal Svavarsson, Bjarni Þór Jónsson, Þórður Búason, Björn Kristleifsson, Jón Hafberg Björnsson og Karólína Gunnarsdóttir
Fundarritari var Bjani Þór Jónsson.

Þetta gerðist:

Nýjar/br. fasteignir

1. Aðalstræti 6 (01.136.502) 100592 Mál nr. BN040569
Landic Ísland ehf, Kringlunni 4-12, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til breytinga á erindi BN039321 samþ. 27. janúar 2009 með því að útbúa nýjan inngang á suðurhluta 1. hæðar og innrétta veitingastofu í flokki I (sem tengist matvörubúð í húsi nr. 8) á suðurhluta 1. hæðar nr. 6 við Aðalstræti.
Erindi fylgir bréf hönnuðar dags. 13. október 2009.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 23. október 2009 fylgir erindinu.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

2. Aðalstræti 8 (01.136.503) 100593 Mál nr. BN040571
Landic Ísland ehf, Kringlunni 4-12, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til breytinga á erindi BN039423 samþ. 27. janúar 2009 með því að breyta inngangi, koma fyrir markísum yfir gluggum 1. hæðar og innrétta matvöruverslun (sem tengist veitingastofu á 1. hæð húss nr. 6) á 1. hæð og í kjallara húss nr. 8 við Aðalstræti.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 23. október 2009 fylgir erindinu.
Frestað.Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

3. Austurstræti 18 (01.140.502) 100862 Mál nr. BN040587
Kaffiheimur ehf, Bankastræti 10, 101 Reykjavík
B. Pálsson ehf, Pósthólf 148, 121 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta skilgreiningu veitingahúss úr flokki I í flokk II í Bókaverslun Eymundsson á lóð nr. 18 við Austurstræti.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

4. Borgartún 35-37 (01.219.102) 186012 Mál nr. BN040570
Nýherji hf, Borgartúni 37, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta legu varaaflsstöðvar í atvinnuhúsnæði á lóð nr. 37 við Borgartún.
Jafnframt er erindi BN040105 fellt úr gildi.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

5. Brunnstígur 5 (01.131.005) 100148 Mál nr. BN029498
Daði Guðbjörnsson, Brunnstígur 5, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja steinsteypta vinnustofu með tyrfðu þaki, jafnframt er sótt um leyfi fyrir timburpalli milli íbúðarhúss og vinnustofu í hæð við aðalhæð íbúðarhússins og svala í vinnustofu og steypta veggi á lóðamörkum við einbýlishús á lóð nr. 5 við Brunnstíg.
Stærðir: 77,1 ferm., 245,8 rúmm.
Gjald kr. 7.700 + 18,927
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

6. Elliðabraut 2 (04.772.101) 195947 Mál nr. BN040566
Umtak fasteignafélag ehf, Dalvegi 10-14, 200 Kópavogur
N1 hf, Dalvegi 10-14, 201 Kópavogur
Sótt er um leyfi til að byggja eldsneytis-sjálfafgreiðslustöð með dæluskyggni, 8 dælum og sjálfvirkri þvottastöð á lóð nr. 2 við Elliðabraut.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 23. október 2009 ásamt umsögn skipulagsstjóra frá 26. október 2009 fylgir erindinu.
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

7. Fróðengi 1-11 (02.378.502) 214766 Mál nr. BN040608
Eir,hjúkrunarheimili, Pósthólf 12096, 132 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir reyndarteikningum af öryggis- og þjónustuíbúðahúsi nr. 5 á lóð nr. 1-11 við Fróðengi.
Helstu breytingar frá samþykktum teikningum eru þessar: Gluggaútskotum á göngum fækkað, anddyri stækkuð og ytri hurðum breytt í rennihurðir, eldvörn breytt á hurð í vatnsinntaki í kjallara, sorphurðir lækkaðar, hurð út af gangi 1. hæðar lækkuð, gluggum þvottahúss breytt, reyklosun úr efsta glugga stigahúss verði min. 1 ferm.
Stækkun xx ferm., xx rúmm.
Gjald kr. 7.700 + xx
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

8. Fylkisvegur 6-8 (04.364.101) 111277 Mál nr. BN040598
Íþróttafélagið Fylkir,aðalstj, Fylkisvegi 6, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir veitingarleyfi í flokki III í íþróttarsal á 1.hæð og samkomusal á 2.hæð í íþróttarhúsinu á lóð nr. 6 við Fylkisveg.
Gjald kr. 7.700
Synjað.
Með vísan til umsagnar skipulagsstjóra á umsóknarblaði

9. Goðheimar 9 (01.432.302) 105247 Mál nr. BN040573
Hrönn Þormóðsdóttir, Goðheimar 9, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að skipta plasti í þaki út fyrir einangrað þak með bárujárnsklæðningu og skipta plasti í veggjum út fyrir einangrunargler í sólskýli á þakhæð í húsi á lóð nr. 9 við Goðheima. Samþykki meðeigenda dags. 22. september 2009 fylgir erindinu.
Gjald kr. 7.700
Samþykkt.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

10. Grandagarður 8 (01.115.101) 100046 Mál nr. BN040595
Víkin - Sjóminjasafnið í Re ses, Grandagarði 8, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta texta á aðaluppdrætti á nýsamþykktu erindi BN040504 þannig að veitingasala er skilgreind í flokki II og fjöldi gesta er 50 inni og 50 á útisvæði í húsinu á lóð nr. 8 við Grandagarð.
Gjaldfrítt
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

11. Grjótháls 5 (04.302.301) 111015 Mál nr. BN040511
Össur hf, Grjóthálsi 5, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að setja upp skilti fyrir Össur hf. á lóð nr. 5 við Grjótháls.
Meðfylgjandi er bréf frá arkitekt dags. 20. okt. 2009 og samþykki eiganda dags. 20. okt. 2009.
Gjald kr. 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.

12. Hólmaslóð 2 (01.111.501) 100027 Mál nr. BN040607
Frumherji hf, Hesthálsi 6-8, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir breytingum á rýmum 0101 og 0102 og innrétta þar skoðunarstöð Frumherja hf. í húsi á lóð nr. 2 við Hólmaslóð.
Stækkun rúmm. xx
Gjald kr. 7.700 + xx
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

13. Hólmsheiðarvegur 151 (05.8--.-98) 113452 Mál nr. BN040610
Landsnet hf, Gylfaflöt 9, 112 Reykjavík
Sótt er um takmarkað byggingarleyfi fyrir þéttingu á undirstöðum og uppsetningu búnaðar í núverandi rofareit í tengivirki Landsnet á Geitálsi á lóð nr. 151 við Hólmsheiðarveg.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Samþykktin fellur úr gildi við útgáfu á endanlegu byggingarleyfi. Vegna útgáfu á takmörkuðu byggingarleyfi skal umsækjandi hafa samband við yfirverkfræðing embættisins.

14. Hólmsheiðarvegur 151 (05.8--.-98) 113452 Mál nr. BN040592
Landsnet hf, Gylfaflöt 9, 112 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrrir þéttingu á undirstöðum og uppsetningu búnaðar í núverandi rofareit í tengivirki Landsnets á Geithálsi á lóð nr. 151 við Hólmsheiðarveg.
Gjald kr. 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

15. Hraunbær 102 (04.343.301) 111081 Mál nr. BN040542
Smári Vilhjálmsson, Grundarsmári 9, 201 Kópavogur
Guðfinna Gróa Pétursdóttir, Álfkonuhvarf 55, 203 Kópavogur
Sótt er um leyfi til að endurnýja erindið BN024857 dags. 2. júlí 2002, sem er að breyta innra skipulagi í rými 0102 og jafnframt koma fyrir loftræstitúðum á norðurhlið hússins nr. 102A (matshl. 01) á lóðinni nr. 102 við Hraunbæ.
Umsókn um rekstrarleyfi í flokki I dags. 24. sept. 2009.
Samþykki húsfélagsins dags. 22. okt. 2009 fylgir erindinu.
Gjald kr. 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

16. Ingólfsstræti 22 (01.180.112) 101688 Mál nr. BN040585
Guðspekifélag Íslands, Ingólfsstræti 22, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að rífa bárujárnsklæðningu af útveggjum, gera við upphaflega múrveggi, skipta um glugga og hurðir og færa í upphaflegt horf í samkomuhúsi á lóð nr. 22 við Ingólfsstræti.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

17. Í landi Fitjakots 125677 (00.026.002) 125677 Mál nr. BN039922
Jón Jóhann Jóhannsson, Perlukór 6, 203 Kópavogur
Ingibjörg R Þengilsdóttir, Perlukór 6, 203 Kópavogur
Sótt er um leyfi til að byggja kúlulaga einbýlishús á þrem hæðum úr timbri á steyptum undirstöðum með torfþaki á lóð Perluhvamms úr landi Fitjakots á Álfsnesi.
Meðfylgjandi er bréf frá byggingarfulltrúa dags. 16. júlí 2008, yfirlýsing frá Einari Þorsteini 1. feb. 2006 og afsalsbréf 31. júlí 1995 ásamt bréfi skipulagsstjóra frá 5. júní 2009 og umsagnir skipulagsstjóra dags. 5. júní 2009 og 2. október 2009 ásmt eldri umsögn skipulags- og byggingarsviðs dags. 26. september 2003.
Ennfremur lögð fram bréf lögfræði- og stjórnsýslu dags. 10. júní 2008, bréf umsækjanda dag. 13. aprí 2008 og bréf byggingarfulltrúa
Stærðir: Lagnakjallari 80 ferm., 1. hæð 132,2 ferm., 2. hæð 106,7 ferm., 3. hæð 35,3 ferm.
Samtals: 354,2 ferm., 1.053,6 rúmm.
Gjald kr. 7.700 + 81.127
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Þinglýsa skal þeim skilyrðun sem koma fram í bréfi byggingarfulltrúa 23. október 2002 fyrir útgáfu á byggingarleyfi.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

18. Jöklafold 23-25 (02.857.703) 110135 Mál nr. BN040564
Eiríkur Jónsson, Jöklafold 23, 112 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum stiga milli hæða og að innrétta óuppfylltan kjallara sem tómstundaherbergi í parhúsinu nr. 23 á lóð nr. 23-25 við Jöklafold.
Jafnframt er erindi BN038073 dregið til baka.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 23. október 2009 fylgir erindinu.
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

19. Kringlan 4-12 (01.721.001) 107287 Mál nr. BN040579
Landic Ísland ehf, Kringlunni 4-12, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innra fyrirkomulagi einingar S-240 og mynda nýja einingu S-240-1 í verslunarmiðstöðinni Kringlunni á lóð nr. 4-12 við Kringluna.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

20. Kringlan 4-12 (01.721.001) 107287 Mál nr. BN040591
Landic Ísland ehf, Kringlunni 4-12, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir reyndarteikningar af rými S-356 í verslunarmiðstöðinni Kringlunni á lóð nr. 4-12 við Kringluna.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

21. Kringlan 4-12 (01.721.001) 107287 Mál nr. BN040590
Landic Ísland ehf, Kringlunni 4-12, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að stækka verslunareiningu S-287 í verslamiðstöðinni Kringlunni á lóð nr. 4-12 við Kringluna.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

22. Laugarnesvegur 48 (01.360.104) 104506 Mál nr. BN040531
Jón Trausti Jónsson, Laugarnesvegur 48, 105 Reykjavík
Vilhjálmur Auðunn Albertsson, Laugarnesvegur 48, 105 Reykjavík
Bjarni Helgason, Laugarnesvegur 48, 105 Reykjavík
Sótt er um samþykki fyrir áður gerðri viðbyggingu við suðurhlið bílskúrs á lóð fjölbýlishússins nr. 48 við Laugarnesveg.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 16. september 2009 fylgir erindinu.
Einnig tölvubréf frá Bjarna Helgasyni dags. 15. október 2009.
Áður gerð stækkun: 3,2 ferm., 16,7 rúmm.
Gjald kr. 7.700 + 7.700 + 1.286
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

23. Lækjargata 2/ Austurstræti 22 (01.140.506) 100866 Mál nr. BN040447
Framkvæmda- og eignasvið Reykja, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að endurbyggja timburhúsin Austurstræti 22 og Lækjargötu 2 á steyptri 1. hæð og að byggja steinsteypta álmu aftan við og sambyggt Lækjargötu 2 í stað Nýja Bíós, sem þarna stóð, jafnframt er sótt um leyfi fyrir kjallara undir húsunum, sem verða nýtt sem skrifstofur, verslunarhús, og veitingahús í flokki II, á sameinaðri lóð
nr. 2 við Lækjargötu og nr. 22 við Austurstræti.
Meðfylgjandi er Brunahönnun dags. 6. okt. 2009, bréf um verkfræðihönnun dags. 15. sept. 2009, bréf frá arkitektum dags. 15. sept. 2009, bréf frá vinnueftirliti dags. 6. okt. 2009, bréf frá Minjasafni Reykjavíkur dags. 5. okt. 2009, bréf frá Húsafriðunarnefnd dags. 18. febrúar 2009 og 28. sept. 2009. Einnig tvær teikningar á A4 dags. okt. 2009, sem sýna frágang við Lækjargötu 2A, samþykktar af eiganda þess húss.
Stærðir: kjallari 808,1 ferm., 1. hæð 554,7 ferm., 2. hæð 478,1 ferm., 3. hæð 381,9 ferm., 4. hæð 169,6 ferm., tæknirými 26,5 ferm.,
Samtals 2.418.9 ferm., 9.133,9 rúmm.
Gjald: 7.700 + 7.700 + 702.117
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

24. Melhagi 7 (01.542.207) 106385 Mál nr. BN040597
Guðrún Pétursdóttir, Þykkvibær 16, 110 Reykjavík
Sótt er um hvort leyfi til að breyta áður samþyktu erindi BN036534 dags. 21. ágúst 2007 og lengja svalir framan við suðurkvisti á 3. hæð fjölbýlishúss á lóð nr. 7 við Melhaga.
Neikvæð fyrirspurn BN040399 dags. 29. sept. 2009 fylgir erindinu.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

25. Miklabraut 68 (01.710.001) 107116 Mál nr. BN040580
Árni Pálsson ehf, Miklubraut 68, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að opna brauð- og kökuverslun í verslunarrými mhl 2 - 0101, ekki verður bakað á staðnum í húsinu á lóð nr. 68 við Miklubraut.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

26. Mosavegur 15 (02.376.101) 172445 Mál nr. BN040515
Fasteignir ríkissjóðs, Borgartúni 7, 150 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta kennarastofu í kennslustofu og innrétta rými á gangi sem kennarastofu í Borgarholtsskóla á lóð nr. 15 við Mosaveg.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

27. Skólavörðustígur 11 (01.182.011) 101817 Mál nr. BN040586
Kaffiheimur ehf, Bankastræti 10, 101 Reykjavík
Landic Ísland ehf, Kringlunni 4-12, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta skilgreiningu veitingahúss úr flokki I í flokk II í Bókaverslun Eymundsson á lóð nr. 11 við Skólavörðustíg.
Gjald kr. 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

28. Skólavörðustígur 8 (01.171.206) 101387 Mál nr. BN040559
Kornelíus ehf, Bankastræti 6, 101 Reykjavík
Núðluskálin ehf, Bergstaðastræti 19, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að innrétta veitingastað til meðtöku í rými sem merkt er E/0105 í atvinnuhúsinu á lóð nr. 8 við Skólavörðustíg.
Erindi fylgir neikvæð fsp. dags. 29. september 2009, bréf hönnuðar dags. 29. september 2009 og samþykki eiganda dags. 18. september 2009.
Gjald kr. 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

29. Smáragata 13 (01.197.209) 102724 Mál nr. BN040518
Stefán Einar Matthíasson, Smáragata 13, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta útfærslu bílskúrsþaks og svalagólfs , sjá erindi BN039805 dags. 12. maí 2009, einbýlishússins á lóð nr. 13 við Smáragötu.
Gjald kr. 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

30. Stigahlíð 43 (01.712.102) 107209 Mál nr. BN040512
Stefán Bjarni Stefánsson, Stigahlíð 43, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að grafa frá hluta suðurhliðar og til að gera hurð úr eldhúsi í kjallara út í garð við fjölbýlishúsið á lóð nr. 43 við Stigahlíð.
Erindi fylgir samþykki meðlóðarhafa áritað á uppdrátt.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til fyrri athugasemda á umsóknarblaði.

31. Suðurhús 8 (02.848.808) 109901 Mál nr. BN040551
Gaukur Pétursson, Suðurhús 8, 112 Reykjavík
Elínborg Bjarnadóttir, Suðurhús 8, 112 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja yfir svalir, gera útigeymslu undir tröppum og til að útbúa svalir ofaná bílskúrsþaki einbýlishússins á lóð nr. 8 við Suðurhús.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 23. október 2009 ásamt umsögn
skipulagsstjóra frá 23. október 2009 fylgir erindinu.Gjald kr. 7.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði og athugasemda skipulagsstjóra.

32. Sundagarðar 2 (01.335.301) 103906 Mál nr. BN034872
Olíuverslun Íslands hf, Pósthólf 310, 121 Reykjavík
Sótt er um samþykkt á áorðnum breytingum á innréttingum, engar breytingar eru á útliti né lóð, í húsinu á lóðinni nr. 2 við Sundagarða.
Gjald kr. 6.100 + 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda eldvarnareftirlits á umsóknarblaði.

33. Tjarnargata 10A (01.141.310) 100913 Mál nr. BN040588
Félagsbústaðir hf, Hallveigarstíg 1, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir reyndarteikningu og breytingu á skráningartöflu fyrir íbúð 0401 og 0501 í fjölbýlishúsinu á lóðinni nr. 10A við Tjarnargötu.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

34. Úthlíð 3 (01.270.108) 103570 Mál nr. BN040168
Gunnar Thorberg Sigurðsson, Úthlíð 3, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að stækka kvist á vesturhlið, koma fyrir kaminu, reykröri og gera inni breytingar á íbúð í fjölbýlishúsi á lóð nr. 3 við Úthlíð.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreislufundar skipulagsstjóra frá 23. október 2009 fylgir erindinu.Stækkun 6,2 ferm., 15,7 rúmm.
Gjald kr. 7.700 + 1.209
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997. Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst fyrir útgáfu á byggingarleyfi.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

35. Vesturbrún 16 (01.380.208) 104746 Mál nr. BN038832
Þórdís Rós Harðardóttir, Vesturbrún 16, 104 Reykjavík
Jón Gunnar Vilhelmsson, Vesturbrún 16, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta teikningum af útliti bílskúrs sem var samþykktur þann 10.09.1970 á lóð nr. 16 við Vesturbrún.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 17. október 2008 fylgir erindinu.
Tillagan var grenndarkynnt frá 11. september til og með 9. október 2008. Engar athugasemdir bárust.
Minnisblað frá Lögfræði og stjórnsýslu dags. 10. sept. 2009.
Stærð: 30,4 ferm., 100 rúmm.
Gjöld kr. 7.300 + 7.300
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

36. Vesturhólar 9-15 (04.660.403) 112022 Mál nr. BN040574
Margrét Sigfússon, Bandaríkin, Sótt er um leyfi til að endurnýja erindið BN034799 dags. 10. okt. 2006 sem fjallar um að byggja opið skýli yfir gangstétt frá húsgafli að aðalinngangi, veggir og þak verða úr stáli og gleri, við einbýlishúsið nr. 11 á lóð nr. 9-15 við Vesturhóla.
Stærð skýlis 19 ferm., og 57,2 rúmm.
Gjald kr. 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.

37. Víðihlíð 28-34 (01.782.609) 107544 Mál nr. BN040596
Guðjón Guðmundsson, Víðihlíð 34, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að innrétta íbúð í fyrrum skrifstofurými og fjölga gluggum á kjallara húss nr. 34 á lóð nr. 28-34 við Víðihlíð.
Sbr. fyrirspurn BN033554, sem fékk jákvæða umfjöllun, enda sé sami eigandi að báðum íbúðum.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

38. Víðihlíð 28-34 (01.782.609) 107544 Mál nr. BN040594
Stefán B Gunnarsson, Víðihlíð 32, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að innrétta íbúð í fyrrum skrifstofurými og fjölga gluggum á kjallara húss nr. 32 á lóð nr. 28-34 við Víðihlíð.
Sbr. fyrirspurn BN033553 sem fékk jákvæða umfjöllun, enda sé sami eigandi að báðum íbúðum.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

Ýmis mál

39. Holtavegur 1 (01.422.201) 179973 Mál nr. BN040611
Faxaflóahafnir sf, Tryggvagötu 17, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til breytinga á lóð Samskipa við Holtaveg 1. Breytingin fellst í eftirfarandi:
Lóðin Holtavegur er 38.241m2
Tekið undir baksvæði hafnarbakka - 14.725 m2
Viðbót gerð með landfyllingu
að norðanverðu 20.899 m2
Lóðin verður 44.435 m2
Baksvæði hafnarbakka verður eftir breytingu 23.243 m2. Breytingin tekur ekki til lóðar með staðgreinir 1.409.201, þar sen endanlegur frágangur hennar er enn ógerður. Málinu fylgir bréf Faxaflóahafna s.l. dags. 21. október 2009 ásamt fylgiskjölum A3.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.

Fyrirspurnir

40. Fróðasveigur 25 - Öskjuhlíð (01.778.101) 218666 Mál nr. BN040602
Ásatrúarfélagið, Pósthólf 8668, 128 Reykjavík
Spurt er hvort komi megi fyrir minnismerki úr tveim náttúrusteinum með lágmynd á lóð Ásatrúarfélagsins nr. 25 við Fróðasveig.
Já.

41. Hafnarstræti 20/Læk5 (01.140.302) 100836 Mál nr. BN040589
Kjartan Jónsson, Sjafnargata 4, 101 Reykjavík
Spurt er hvort leyfi fengist til að stækka núverandi kaffihús til vestur þar sem nú er gleraugnaverslun ásamt því að innrétta ísbúð austan megin í verslunarhúsnæðinu á lóð nr. 20 við Hafnarstræti.
Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingarleyfi.
Sjá ennfremur athugasemdir skipulagsstjóra.

42. Hrísateigur 1 (01.360.405) 104531 Mál nr. BN040558
Skúli Rúnar Jónsson, Rauðalækur 36, 105 Reykjavík
Spurt er hvort leyfi fengist til að byggja ofan á auka hæð á einbýlishúsið á lóð nr. 1 við Hrísateig.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 23. október 2009 fylgir erindinu.
Jákvætt.
Með vísan til umsagnar skipulagsstjóra enda verði sótt um byggignarleyfi.

43. Klettháls 7 (04.342.601) 188540 Mál nr. BN040582
Ómar Sigurbergsson, Hólmgarður 64, 108 Reykjavík
Spurt er hvort leyfi fengist til að byggja 52,6 ferm. viðbyggingu við suðurgafl húss og stækka geymslu um 100 ferm norðan megin á atvinnuhúsnæðinu á lóð nr. 7 við Klettháls.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.

44. Langagerði 48 (01.832.105) 108551 Mál nr. BN040577
Magdalena Elísabet Andrésdóttir, Langagerði 48, 108 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að byggja geymslu við bílskúr á lóð einbýlishússins á lóð nr. 48 við Langagerði.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.

45. Laugavegur 27 (01.172.009) 101431 Mál nr. BN040539
Reynar Davíð Ottósson, Safamýri 67, 108 Reykjavík
Spurt er hvort leyfi fengist fyrir vínveitingarleyfi í flokki II í kaffihúsinu 10 dropar á lóð nr. 27 við Laugaveg.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 23. októbr 2009 fylgir erindinu.
Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum enda verði sót um byggingarleyfi.

46. Mímisvegur 2-2A (01.196.107) 102648 Mál nr. BN040578
Auður Gná Ingvarsdóttir, Hvassaleiti 34, 103 Reykjavík
Spurt er hvað þarf til að fá samþykkta afmarkaða rishæð yfir öllu húsinu nr. 2 og 2A sem íbúð í fjölbýlishúsinu á lóð nr. 2-2a við Mímisveg.
Afgreitt.
Vísað er til uppdrátta dags. 10. júní 2008, sem nú eru fallnir úr gildi.

47. Sundlaugavegur 30 (01.37-.101) 104720 Mál nr. BN040439
FoodCo hf, Bolholti 4, 105 Reykjavík
Spurt er hvort samþykkt verði afmörkun lóðar utan um pylsuvagninn í Laugardal sem nýverið fékk fastanúmer hjá fasteignaskrá 227-7732 á lóð nr. 32 við Sundlaugaveg. Í framhaldi af því er óskað eftir gerð lóðarleigusamnings til þess að fasteignin fáist skáð hjá sýslumanni í Reykjavík.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 23. október 2009 fylgir erindinu.
Nei.
Með vísan til útskriftar úr gerðabók afgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 23. október 2009.

Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl. 12:20.
Magnús Sædal Svavarsson
Bjarni Þór Jónsson
Þórður Ólafur Búason
Björn Kristleifsson
Jón Hafberg Björnsson
Karólína Gunnarsdóttir