No translated content text
Umhverfis- og skipulagsráð
Skipulagsráð
Ár 2012, miðvikudaginn 28. nóvember kl. 09.13, var haldinn 296. fundur skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð. Ráðssal. Viðstaddir voru: Páll Hjalti Hjaltason, Hjálmar Sveinsson, Elsa Hrafnhildur Yeoman, Kristín Soffía Jónsdóttir, Júlíus Vífill Ingvarsson, Gísli Marteinn Baldursson, Jórunn Ósk Frímannsd Jensen og áheyrnarfulltrúinn Torfi Hjartarson. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Ágústa Sveinbjörnsdóttir, Björn Axelsson,Ólafur Bjarnason, Gunnar Már Jakobsson og Marta Grettisdóttir, Auk þess gerðu eftirtaldir embættismenn grein fyrir einstökum málum: Margrét Þormar, Lilja Grétarsdóttir, Margrét Leifsdóttir, Valný Aðalsteinsdóttir og Björn Ingi Edvardsson. Fundarritari var Einar Örn Thorlacius.
Þetta gerðist:
(A) Skipulagsmál
1. Afgreiðslufundir skipulagsstjóra Reykjavíkur, fundargerð Mál nr. SN010070
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar skipulagsstjóra Reykjavíkur frá 23. nóvember 2012.
2. Kvosin, Landsímareitur, breyting á deiliskipulagi Kvosarinnar Mál nr. SN120528
Fram fer kynning á vinnu við endurskoðun á deiliskipulagi Kvosarinnar vegna Landsímareits.
Fulltrúar ASK arkitekta Páll Gunnlaugsson, Þorsteinn Helgason og Gunnar Örn Sigurðsson kynntu.
3. Hverfisgata 57 59 og 61 og Frakkastígur 6B, (01.152.5) Mál nr. SN120513
breyting á deiliskipulagi
Plúsarkitektar ehf, Laugavegi 59, 101 Reykjavík
Hverfill ehf., Helluvaði 1, 110 Reykjavík
Lagt fram erindi Hverfils ehf. dags. 16. nóvember 2012 varðandi breytingu á deiliskipulagi reits 1.152.5 vegna lóðanna nr. 57, 59 og 61 við Hverfisgötu og 6B við Frakkastíg. Í breytingunni felst stækkun á byggingarreit og hækkun hússins að Hverfisgötu 57, á lóðinni Hverfisgötu 59 verði heimilaður bílakjallari og sameiningu lóðanna að Hverfisgötu 61 og Frakkastíg 6B, samkvæmt uppdr. Plúsarkitekta ehf. dags. 27. nóvember 2012.
Frestað.
Páll Hjaltason vék af fundi við afgreiðslu málsins
4. Pósthússtræti 11, breyting á deiliskipulagi (01.140.5) Mál nr. SN120519
Hótel Borg ehf, Borgartúni 26, 105 Reykjavík
THG Arkitektar ehf., Faxafeni 9, 108 Reykjavík
thg#ATTverkmattur.is] Lagt fram erindi Borgarinnar okkar dags. 21. nóvember 2012 varðandi breytingu á deiliskipulagi reits 1.140.5, Pósthússtrætisreitur, vegna lóðarinnar nr. 11 við Pósthússtræti. Í breytingunni felst aukning á byggingarmagni, stækkun byggingarreits o.fl. , samkvæmt uppdr. 1 og 2, THG Arkitekta dags. 12. nóvember 2012.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu.
Vísað til borgarráðs.
5. Sóleyjarimi 4 og 6, breyting á deiliskipulagi (02.534.5) Mál nr. SN120526
Lagt fram erindi Hans Olav Andersen dags. 23. nóvember 2012 varðandi breytingu á deiliskipulagi Smárarimi/Sóleyjarrimi vegna lóðanna nr. 4 og 6 við Sóleyjarima. Í breytingunni felst sameining lóða, breyting á byggingarreit og bílastæðum samkv. uppdrætti Teiknistofunnar Traðar dags. 20. nóvember 2012.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu.
Vísað til borgarráðs.
6. Rauðarárholt v/ Brautarholt 7, breyting á deiliskipulagi Mál nr. SN120514
Lögð fram breyting á deiliskipulagi Rauðarárholts v/ lóðarinnar nr. 7 við Brautarholt dags. 16. nóvember 2012. Í breytingunni felst að horfið er frá atvinnustarfsemi/ stofnun á lóðinni nr. 7 við Brautarholt, en þess í stað rísi á lóðinni byggingar sem hýsi litlar íbúðir / einingar fyrir stúdenta samkvæmt uppdrætti Arkþing dags. 16. nóvember 2012.
Samþykkt að kynna framlagða tillögu fyrir hagsmunaaðilum á svæðinu.
7. Í Úlfarsárlandi 123800, Fjarskiptaskýli og tréstaurar (00.074.001 Mál nr. BN045023
Fjarskipti hf., Skútuvogi 2, 104 Reykjavík
Á fundi skipulagsstjóra 9. nóvember 2012 2012 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 2. október 2012 þar sem sótt er um leyfi til að byggja tækjaskýli, 15,1 ferm. og 46,8 rúmm. að stærð og reisa tvo 10 metra tréstaura vegna fjarskiptaþjónustu á lóð nr. 173282 á toppi Úlfarsfells. Einnig er lögð fram umsögn Flugmálastjórnar Íslands dags. 17. október 2012, umsögn Isavia ohf. dags. 17. október 2012, umsögn Geislavarna ríkisins dags. 1. nóvember 2012, umsögn Póst- og fjarskiptastofnunar um aðstöðu dags. 13. október og um byggingarleyfi fyrir sendistað dags. 29. október 2012 og bókun skipulagsnefndar Mosfellsbæjar dags. 31. október 2012. Erindinu var vísað til meðferðar lögfræði og stjórnsýslu og er nú lagt fram að nýju ásamt minnisblaði lögfræði og stjórnsýslu dags. 15. nóvember 2012.
Gjald kr. 8.500 + 3.978
Samþykkt að óska meðmæla Skipulagsstofnunar fyrir framkvæmdinni skv. 1. tl. ákvæðis til bráðabirgða í skipulagslögum nr. 123/2010. Áfram verði unnið samkvæmt sameiginlegri yfirlýsingu Mosfellsbæjar og Reykjavíkurborgar dags. 6. júní 2012 sem samþykkt var í skipulagsráði 22.08.2012, um skipulag og umgengni á Úlfarsfelli, þar sem m.a. er gert ráð fyrir að unnið verði deiliskipulag fyrir svæðið.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Júlíus Vífill Ingvarsson Gísli Marteinn Baldursson og Jórunn Frímannsdóttir sitja hjá við afgreiðslu málsins og óska bókað. #GL Úlfarsfellið er mikilvægt útivistarsvæði. Sterk viðbrögð og mótmæli fjölmargra við fyrirhugaðri uppsetningu tækjaskýlis og mastra á toppi Úlfarsfells á fyrri stigum þessa máls ættu að vera skýr skilaboð til borgaryfirvalda um að vinna deiliskipulag af svæðinu. Ekki er hægt að fallast á að nýtt verði undanþáguákvæði laga og farin sú leið að fá heimild Skipulagsstofnunar til þess að setja upp mannvirki á Úlfarsfelli. Sé talin ástæða til þess að reisa mannvirki á þessu svæði er eðlilegt að það verði gert með heimildum í deiliskipulagi. Deiliskipulagsferlið er lögbundið samráðsferli þar sem gæta verður sjónarmiða allra sem hagsmuna eiga að gæta. Ljóst má vera að deiliskipulag af svæðinu mun staðfesta Úlfarsfellið sem útivistarsvæði og mannvirkjum mun verða haldið í algjöru lágmarki. Þau mannvirki sem talin eru æskileg á útivistarsvæðum eða nauðsynleg af öðrum ástæðum verða að falla að heildarhugsun í deiliskipulagi.
Fulltrúar Besta flokksins Páll Hjaltason og Elsa Hrafnhildur Yoeman og fulltrúar Samfylkingarinnar Hjálmar Sveinsson og Kristín Soffía Jónsdóttir óska bókað. #GL Fjarskiptamöstur eru mikilvægur grundvöllur samskipta í samfélögum nútímans. Póst og fjarskiptastofnun hefur komist að þeirri niðurstöðu að Úlfarsfellið er besti kosturinn fyrir slík möstur. Uppsetning þeirra er mikilvægt hagsmunamál allra borgarbúa. Skipulagsráð samþykkir að óska meðmæla Skipulagsstofnunar fyrir framkvæmdinni skv. 1. tl. ákvæðis til bráðabirgða í skipulagslögum nr. 123/2010. Áfram verði unnið samkvæmt sameiginlegri yfirlýsingu Mosfellsbæjar og Reykjavíkurborgar dags. 6. júní 2012, samþykkt í skipulagsráði 22.08.2012, um skipulag og umgengni á Úlfarsfelli. Þar er meðal annars gert ráð fyrir að unnið verði deiliskipulag fyrir svæðið.
8. Sléttuvegur, Hrafnista, breyting á deiliskipulagi (01.79) Mál nr. SN120500
Sjómannadagsráð Rvíkur/Hafnarfj, Laugarási Hrafnistu, 104 Reykjavík
THG Arkitektar ehf., Faxafeni 9, 108 Reykjavík
Lagt fram erindi Sjómannadagsráðs Reykjavíkur/Hafnarfjarðar dags. 15. nóvember 2012 varðandi breytingu á deiliskipulagi Sléttuvegar lóðar Hrafnistu. Í breytingunni felst að bílakjallara undir B1 og B2 verði sleppt, færsla á byggingarreit o.fl., samkvæmt uppdr. THG Arkitekta dags. 10. nóvember 2012
og skýringarmynd dags. 26. nóvember 2012.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu.
Vísað til borgarráðs.
9. Gufunes, höggmyndagarður (02.2) Mál nr. SN120498
Hallsteinn Sigurðsson, Ystasel 37, 109 Reykjavík
Á fundi skipulagsstjóra 9. nóvember 2012 var lagt fram erindi Hallsteins Sigurðssonar dags. 8. nóvember 2012 varðandi afmörkun svæðis fyrir höggmyndagarð í Gufunesi ásamt uppdrætti umhverfis- og skipulagssviðs dags. 22. nóvember 2012.
Tillaga að lóðarafmörkun samþykkt með vísan til d-liðar 12.gr. samþykktar um skipulagsráð.
10. Seljahverfi, breyting á deiliskipulagi (04.9) Mál nr. SN120520
Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs dags. 21. nóvember 2012 varðandi breytingu á deiliskipulagi Seljahverfis. Í breytingunni felst nýjar stígatengingar á nokkrum stöðum í Seljahverfi við nýjan göngustíg sem liggur á sveitafélagsmörkum Reykjavíkur og Kópavogs, samkvæmt uppdr. umhverfis- og skipulagssviðs dags. 15. nóvember 2012.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu.
Vísað til borgarráðs.
Jafnframt var samþykkt að vekja athygli hagsmunaðila á auglýsingunni með bréfi, ásamt að kynna tillöguna fyrir umhverfis- og samgönguráði.
11. Holtsgöng, nýr Landspítali, breyting á aðalskipulagi Mál nr. SN080245
Að lokinni auglýsingu er lögð fram tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2001-2024 vegna Holtsganga nýr Landspítala dags. 7. nóvember 2011 breytt í maí 2012 ásamt greinargerð og umhverfisskýrslu dags. í maí 2012. Einnig er lögð fram umsögn Hafnarfjarðar dags. 9. maí 2012, umsögn Umhverfisstofnunar dags. 9. maí 2012, umsögn skipulagsnefndar Mosfellsbæjar dags. 10. maí 2012 og umsögn Vegagerðarinnar dags. 21. maí 2012 og umsögn skipulagsnefndar og bæjarstjórnar kópavogs dags. 24. maí 2012. Tillagan var auglýst frá 10. júlí 2012 til og með 4. september 2012. Auglýsing var framlengd til 19. október 2012. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir: Þórir Einarsson dags. 4. sept, Friðrik Kjarrval, dags. 4. sept. Metróhópur Háskóla Íslands dags. 4. sept. Guðrún Bryndís Karlsdóttir dags. 4. sept., Íbúasamtök 3. hverfis dags. 4. sept., Guðrún D. Harðardóttir dags. 4. sept., Sturla Snorrason dags. 4. sept.,Hörður Einarsson dags. 4. sept., Hverfisráð Hlíða dags. 4. sept., Steinunn H. Yngvadóttir dags. 4. sept. og Kjartan T. Hjörvar. Jafnframt er lögð fram umsögn Skipulagsstofnunar um umhverfisskýrslu dags. 4. september 2012. Eftirtaldir aðilar sendu inn tölvupóst þar sem óskað var eftir framlengingu á fresti til að senda inn athugasemdir: Þóra Andrésdóttir dags. 4. sept., Guðríður Adda Ragnarsdóttir dags. 3. sept., Björn B. Björnsson dags. 4. sept. og bréf Jónína Birna Halldórsdóttir dags. 4. sept. 2012. Einnig er lagt fram minnisblað umhverfis- og samgöngusviðs dags. 5. nóvember 2012 varðandi framtíðarþróun umferðar í nágrenni við nýjan Landspítala.
Athugasemdir kynntar.
Afgreiðslu frestað.
12. Nýr Landspítali við Hringbraut, lýsing, nýtt deiliskipulag(01.19) Mál nr. SN110037
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Spital ehf. dags. 13 september 2010, lýsing Spital vegna Landspítala við Hringbraut dags. 25. janúar 2011, drög að endurskoðaðu varðveislumati dags. 2. febrúar 2011 ásamt umsögnum hagsmunaaðila og umsögn Skipulagsstofnunar dags. 2. mars 2011 og fornleifaskráningu Minjasafns Reykjavíkur dags. 1. desember 2011. Einnig er lögð fram tillaga SPITAL að deiliskipulagi Landsspítala við Hringbraut samkvæmt deiliskipulags- og skýringaruppdráttum dags. 8. mars 2012 br. 26. mars 2012 ásamt ásýndarmyndum og skuggavarpi dags. 10. ágúst 2011 br. 8. mars 2012, greinargerð og skilmálar dags. 8. mars 2012 br. 26. mars 2012 , uppfærð 7. júní 2012, ásamt minnisblaði dags. 12. apríl 2011, bréf Spital til skipulagsráðs dags. 28. apríl 2011, bókun umhverfis- og samgöngusviðs dags. 10. maí 2011, þrívíddarmyndir dags. 19. maí 2011, minnisblað SPITAL dags. 7. júní 2011, minnisblað SPITAL varðandi umferðardreifingu dags. 7. júní 2011, minnisblað SPITAL vegna bílastæða dags. 20. júní 2011, minnisblað verkefnisstjóra dags. 28. júní 2011, minnisblað SPITAL dags. 1. júlí 2011 og minnisblað skipulags- og byggingarsviðs dags. 5. júlí 2011, breytt 17. ágúst 2011. Einnig eru lagðar fram eftirfarandi skýrslur: ,,greinargerð um samgöngur#EFK#EFK dags. 19. mars 2012, ,,þyrlupallur forsendur#EFK#EFK dags. 18. apríl 2011, ,,flutningur hættulegra efna um Hringbraut´´, ,,áhættugreining´´ dags. 4. mars 2011, ,gróður á lóð Landspítalans #EFK#EFK dags. 10. maí 2011, breytt 12. mars 2012, samgöngustefna 1. útgáfa dags. í maí 2011, kynningarbréf dags. 30. maí 2011 og ,, hljóðvistarskýrsla´´dags. 20. mars 2012., ásamt hljóvistarkortum. Einnig er lögð fram lokaskýrsla Fornleifaverndar ríkisins, Grænaborg #GL Úr borg í bæ#GL, útgáfuár 2012 vegna rannsókna á fornleifum á lóð Landspítalans sumarið 2011. Tillagan var hagsmunaaðilakynnt til og með 1. október 2011. Athugasemdir og ábendingar bárust. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis og samgöngusviðs dags. 29. september 2011, umferðarskýrsla umhverfis og samgöngusviðs dags. 19. mars 2012 minnisblaði SPITAL dags. 30. nóvember 2011, drög að greinargerð SPITAL dags. 8. janúar 2012 um samgöngur vegna deiliskipulags fyrir nýjan Landspítala við Hringbraut, minnisblað Haraldar Ólafssonar veðurfræðings dags. í febrúar 2012 um vindafar við nýjan Landsspítala Háskólasjúkrahús, minnisblað SPITAL dags. 28. febrúar 2012, snið 1 snið G vegna sjúkrahótels og áhættugreining vegna tengibrúa dags. 27. janúar 2012. Jafnframt er lögð fram athugasemd Einars Eiríkssonar og Ásdísar Ólafar Gestsdóttur f.h. Átakshóps Suður Þingholtanna #GLVerjum hverfið#GL dags. 4. maí 2012. Tillagan var auglýst frá 10. júlí til og með 19. október 2012. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir dags. 28. ágúst 2012: Gunnar Gunnarsson. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir dags. 30. ágúst 2012: Páll Halldór Halldórsson, Guðrún Finnbogadóttir, Þorsteinn Halldórsson, Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, Kristín G. Ingimundardóttir, Sigurjón Stefánsson, Kári Þór Samúelsson, Erla S. Ingólfsdóttir, Kristbjörg Sveinbjörnsdóttir, Jónas Hallgrímsson, Kristbjörg Björnsdóttir, Sigrún Rafnsdóttir, Jóna Ann Pétursdóttir, Guðrún Thorsteinsson, 62 samhljóða bréf bárust. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir dags. 31. ágúst 2012: Magnús Baldursson og Áslaug Arna Stefánsdóttir, Einar Eiríksson og Ásdís Ólöf Gestsdóttir f.h. Átakshóps Suður Þingholtanna #GLVerjum hverfið#GL, 6. samhljóða bréf bárust. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir dags. 1. september 2012: Hrefna Ingólfsdóttir, Bergþór Haraldsson, Elsa Eiríksdóttir. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir dags. 2. september 2012: Magnús Grétarsson, 5 samhljóða bréf bárust. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir dags. 3. september 2012: Gyða Einarsdóttir, Einar Valur Ingimundarson, Íris Ágústsdóttir, Jóhanna Svala Rafnsdóttir, Helga Ágústsdóttir, Breki Karlsson, Ólafur Haraldsson, Páll Torfi Önundarson, Sigrún Theodórsdóttir, Gunnar Roach, Brimrún Hrönn Hafsteinsdóttir, Bjarni Magnússon, Roald Viðar Eyvindsson, Pétur Húni Björnsson, Urður Hákonardóttir ásamt Jóni Atla Jónassyni og Kríu Ragnarsdóttur, Valgerður Árnadóttir, Olgeir Helgason, Guðríður Adda Ragnarsdóttir, 49. samhljóða bréf bárust. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir dags. 4. september 2012: Rakel Edda Ólafsdóttir og Karl Arnar Arnarson, Júlíus Valsson, Ragnheiður Haraldsdóttir, Sigríður Arna Arnþórsdóttir, Anna K. Kristjánsdóttir, Jón Birgir Magnússon, Herdís L. Storgaard, Hallgerður Hallgrímsdóttir, Ólafur Þórðarson, Ólafur Rúnarsson, Sverrir Páll Erlendsson, Ólafur Rögnvaldsson, Sólveig Rós Másdóttir, Anna Hugadóttir, Sigurður Jónsson, Gunnar Guðbjörnsson, Jarþrúður Karlsdóttir, Margrét M. Norðdahl, Ásdís Schram, Haraldur Unason Diego, Árni Gunnarsson, Þórunn Lárusdóttir, Guðný Einarsdóttir, Sigurður H. Sigurðsson, Björn Kristins f.h. Metróhóps Háskóla Íslands, Kristín Atladóttir, Ólöf Pétursdóttir, Bergur Ólafsson, Birgir Jón Birgisson, Katrín Georgsdóttir, Magnús Sævar Magnússon, Þóra Marteinsdóttir, Hilda G. Birgisdóttir, Ólafur G. Sigurðsson, María Rún Bjarnadóttir, Linda María Þorsteinsdóttir, Jórunn Edda Helgadóttir, Steinunn H. Yngvadóttir, Ólafía Sólveig Einarsdóttir, Auður Styrkársdóttir, Þórir Einarsson, Ilmur Dögg Gísladóttir, Ragna Þyrí Dögg Guðlaugsdóttir, Helgi Borg Jóhannsson, Ásta Sóllilja Guðmundsdóttir, Gunnlaugur Friðrik Friðriksson, Þórir Bergsson, Steinunn Gestsdóttir, Kolbrún Jarlsdóttir, Hrönn Guðmundsdóttir, Jón Guðmundsson, Ásgeir Erlendur Ásgeirsson, Ingunn Ingimarsdóttir, Þórunn Sigurðardóttir, Viktoría Áskelsdóttir, Steinunn Friðriksdóttir, Alda Björk Óskarsdóttir, Margrét, Þ. Johnson, Ragnheiður Aradóttir, Jón Rafn Jóhannsson, Fríða Britt Bergsdóttir, Helga Björnsdóttir, Sigurður Halldórsdóttir,Guðrún Bryndís Karlsdóttir, Guðlaugur Gauti Jónsson, Friðrik Kjarrval, Katrín Þorsteinsdóttir, Eyjólfur Einar Bragason, Grímur Garðarsson, Gunnar Árni Gunnarsson, Sturla Snorrason, Andrea Þormar, Ísak S. Hauksson, Tómas Örn Stefánsson, Þórunn Brandsdóttir, Herdís Anna Jónasdóttir, Guðrún D. Harðardóttir, Svala Jónsdóttir, Kristín L. Ragnarsdóttir, Alfreð Sturla Böðvarsson, Auðbjörg Erlingsdóttir, Steinunn Þórhallsdóttir f.h Íbúasamtaka 3. Hverfis, Þóra Andrésdóttir, Hilmar Sigurðsson f.h Hverfisráðs Hlíða, Eyvindur Karlsson, Björgólfur Thorsteinsson, Gunnar Grímsson, Kristinn Ingi Þórarinsson, Ástvaldur Kristjánsson, Hörður Einarsson, Kjartan Valgarðsson, Hafdís Þórisdóttir, Atli Már Jósafatsson, 283 samhljóða bréf bárust. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir dags. 5. september 2012: Nína Helgadóttir, Björg Sigurðardóttir, Ingunn Hjaltadóttir, Stefánía Pálsdóttir, 14. samhljóða bréf bárust. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir dags. 6. september 2012: Páll Birgir Wolfram, Sævar Jónatansson og Þórunn Þorgilsdóttir, Dómhildur Karlsdóttir, Þorgeir Steingrímsson, Róbert Grétar Gunnarsson og 11 samhljóðandi bréf bárust. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir dags. 7. september 2012: Svava Ágústa Júlíusdóttir, Stefán Sveinsson, Íris Gunnarsdóttir, Erna Grétarsdóttir og Gunnar Árni Þorkelsson, Jónatan Karlsson, 7 samhljóða bréf bárust. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir dags. 8. september 2012: Kristinn Tómasson, Björk Jóhannesdóttir, 3 samhljóða bréf bárust. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir dags. 9. september 2012: Ingunn Hjaltadóttir. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir dags. 10. september 2012: Þrándur Sigurjón Ólafsson. Eftirtaldir aðilar senu inn athugasemdir dags. 12. september 2012: Guðrún Erla Leifsdóttir, 2. samhljóða bréf bárust. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir dags. 15. september 2012: Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Helga Helgadóttir, Júlía G. Björnsdóttir, Guðrún Árnadóttir og Ólafur H. Ólafsson, Jón Ingi Árnason, Þorsteinn Sæmundsson, Hildur Jónsdóttir. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir dags. 16. september 2012: Theódóra Anna Torfadóttir, Gauti Kjartan Gíslason. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir dags. 17. september 2012: Birgir Grímsson, Vilborg Traustadóttir, Hrönn Hjálmarsdóttir, 31 samhljóða bréf bárust. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir dags. 18. september 2012: Júlía Björnsdóttir, Magnús Skúlason f.h. Íbúasamtök miðborgar, Guðrún Indriðadóttir, Kristín Aðalsteinsdóttir, Bryndís Ragnarsdóttir, Arnþór Ragnarsson, Kristín B Óladóttir og Þórður Á Hjaltested f.h Kennarasambands Íslands, 4 samhljóða bréf bárust. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir dags. 19. september 2012: Jakob Emilsson, Aron Ólafsson, Olga Dís Sævarsdóttir, Steinunn Pálsdóttir, Halldóra Kristjánsdóttir, Kristín Sjöfn Sigurðardóttir, María Guðmundsdóttir, Helgi Máni Sigurðsson, Heiðar Reyr Ágústsson, Sigurður Einar Gylfason, Elín H. Laxdal, Gunnar Bill Björnsson, Steinar Guðsteinsson, Snorri Gunnarsson, Jón Ármann Steinsson, Ragnar Halldórsson, Óli Jón Sigurðsson, Ragnheiður K. Karlsdóttir, Margrét Breiðfjörð, Kristinn Leifsson, Jóhann Kristján Eyfells, Þorbjörg Roach Gunnarsdóttir, Bergljót Brand, Guðrún Birna Finnsdóttir, Andrea Kristinsdóttir, Hinrik Morthens, Jóhannes Hauksson, Sigurður Guðmundsson, Vigfús Björnsson,Tinna Finnbogadóttir, Lilja Sólrún Halldórsdóttir, Kristín Pálsdóttir, Sesselja Magnúsdóttir, Bjarki Þór Jóhannesson, Ásbjörg Hjálmarsdóttir, Unnur Valdís Kristjánsdóttir, Brynhildur S. Björnsdóttir, Ósk Laufey Óttarsdóttir, Eygló Þorgeirsdóttir, Guðrún Á Jónsdóttir, Tryggvi Hjörvar, Gísli Gestsson, Ólafur Kjartansson, Barði Ólafsson, H. Hrannar Ásgrímsson, Bjarni Kjartansson, Guðbjörg Á Guðmundsdóttir, Bjarni Kjartansson, Ragnhildur Hólm, Lára Emilsdóttir, aðsend grein á vísir.is eftir Þóru Andrésdóttur, Guðrún Kristín Jóhannsdóttir, Hildur Jörundsdóttir, Ingifríður R. Skúladóttir, Valdimar Þór Brynjarsson, Kolbrún Karlsdóttir, Gunnar Þór Kjartansson, Sveinn Ragnarsson, Þröstur Már Bjarnason, Kristlaug S. Sverrisdóttir, Arnar Sigurjónsson, Ingvar Ragnarsson, Kristín R. Magnúsdóttir, Margrét Brynjólfsdóttir, Sólbjörg G. Sólversdóttir, Hildur Arna Gunnarsdóttir, Hrund Magnúsdóttir, Jón Helgi Þórarinsson, Páll Guðmundsson, Kristinn Guðmundsson ásamt Önnu G. Ólafsdóttur og Önnu V. Pálsdóttur, Karl Haraldsson, William Kristjánsson, Bjarmi Freyr Sigurðsson, Ingibjörg og Georg, Ingibjörg Þórisdóttir, Daði Hannesson, Jóhannes Vilhjálmsson, Laufey Hrönn Jónsdóttir, Sæbjörn Konráðsson, Kristinn Roach Gunnarsson, Reynir Valdimarsson, Dóra Ósk Bragadóttir, Kristín Marselíusardóttir, Helga Þórhallsdóttir, Gunnar Sveinbjörnsson, Ásbjörn Torfason, María Ívarsdóttir, Elín Birna Vigfúsdóttir, Reynir Valdimarsson, Andrea Marta Vigfúsdóttir, Reynir Pálmason, Sigurborg í Hólm, 15 samhljóða bréf bárust. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir dags. 20. september 2012: Þórdís Björgvinsdóttir ásamt Stefáni Ingvari Guðmundssyni, Soffíu Rós Stefánsdóttur, Kristfríði Rós Stefánsdóttur og Steinþóri Stefánssyni, Arndís Bjarnadóttir, Fríða Nicholls-Hauksdóttir, Þorvaldur Gylfason, Jommi, Oddný Bergþóra Helgadóttir, Guðríður Sigurbjörnsdóttir, Kristján Ingólfsson, Una N. Svane, Þóra Jónsdóttir, Baldur Jóhannesson, Þóra Jónsdóttir, Elísabet Anna Vignir, Þórunn María Einarsdóttir, Þórður Eggert Viðarsson, Una Björg Magnúsdóttir, Sigurður Arnarsson, Didda Scheving Björnsdóttir, Árni Jónsson og Ingunn Guðrún Árnadóttir, Lilja Sigrún Jónsdóttir, Erling Smári Jónsson ásamt Hafþóri Úlfari Erlingssyni og Kristínu Helgu Erlingsdóttur, Gunnar Brynjólfur Gunnarsson, Unnþór Bergmann Halldórsson, Sveinhildur Vilhjálmsdóttir, Einar Jónsson, Hólmfríður Traustadóttir, Ólafur Jónsson, Hugrún Margrét Óladóttir, Björk Baldursdóttir, Valgerður Anna Einarsdóttir, 22 samhljóða bréf bárust ásamt. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir dags. 21. september 2012: Árni Kjartansson. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir dags. 24. september 2012: Hanna S. Kjartansdóttir. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir dags. 25. september 2012: Kristinn Lund. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir dags. 3. október 2012: Anna Beta Gísladóttir ásamt Önnu Fjalarsdóttur og Gísla Skúlasyni. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir dags. 18. október 2012: Eva Thorstensen, Þórður Ólafur Búason f.h skipulags- og mannvirkjanefndar Seltjarnarnesbæjar. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir dags. 19. október 2012: Einar Baldvin Pálsson, Kjartan T. Hjörvar. Einnig er lögð fram umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 19. september 2012. Eftirtaldir aðilar sendu inn tölvupóst þar sem óskað var eftir framlengingu á fresti til að senda inn athugasemdir/umsagnir: Kristín Lóa Ólafsdóttir f.h. Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 29. ágúst, Þóra Andrésdóttir dags. 30. ágúst, Guðríður Adda Ragnarsdóttir, Björn B. Björnsson dags. 4. sept. og Jónína Birna Halldórsdóttir dags. 4. sept. 2012. Jafnframt er lagt fram bréf Jóns Heiðars Þorsteinssonar dags. 8. september þar sem athugasemd er dregin tilbaka. Allar athugasemdir í einu skjali. Einnig er lagt fram minnisblað umhverfis og samgöngusviðs dags. 5. nóvember 2012 varðandi framtíðarþróun umferðar í nágrenni við nýjan Landspítala.
Athugasemdir kynntar.
Afgreiðslu frestað.
Júlíus Vífill Ingvarsson vék af fundi kl 13:00 þá var einnig búið að afgreiða liði 14-23 í fundargerðinni.
Páll Hjaltason vék af fundi kl 13:03 þá var einnig búið að afgreiða liði 14-23 í fundargerðinni
13. Hringbraut, breyting á deiliskipulagi færslu Hringbrautar Mál nr. SN120092
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga Landmótunar varðandi breytingu á deiliskipulagi Hringbrautar. Í breytingunni felst að felldur er úr gildi hluti deiliskipulagsins umhverfis Hlíðarfót. Svæðið verður innan deiliskipulagsmarka Landsspítala Háskólasjúkrahúss, samkvæmt uppdrætti Landmótunar dags. 22. nóvember 2011, breytt. 12. mars 2012. Tillagan var auglýst frá 10. júlí til og með 20. september 2012. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir: Friðrik Kjarrval dags. 4. sept., Sturla Snorrason dags. 4. sept. Guðrún D. Harðardóttir dags. 4. sept., Steinunn H. Yngvadóttir dags. 4. sept., og Hörður Einarsson dags. 4. september.
Athugasemdir kynntar.
Afgreiðslu frestað.
(B) Byggingarmál
14. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð Mál nr. BN044003
Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð nr. 709 frá 27. nóvember 2012.
15. Stakkholt 2-4, Fjölbýlishús (01.241.103) Mál nr. BN045197
Arcus ehf, Fossaleyni 16, 112 Reykjavík
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 13. nóvember 2012 þar sem sótt er um leyfi til að byggja staðsteypt íbúðar- og atvinnuhús einangrað að utan og klætt áli. Húsið skiptist í sex matshluta, fimm mishá stigahús með 139 2-4 herbergja íbúðum, verslunar- og þjónusturýmum og bílakjallara fyrir 144 bíla og verður nr. 2A, 2B, 4A, 4B og 3A og 3B á lóð nr. 2-4 við Stakkholt.
Stærðir:Mhl.01, bílakjallari: 4500 ferm.Mhl.02, íbúðir: 4415,7 ferm.Mhl.03, íbúðir: 2.338,3 ferm.Mhl.04, íbúðir: 3.795,3 ferm.Mhl.05, íbúðir: 1.573,8 ferm.Mhl.06, íbúðir: 2.227 ferm.Samtals 12.120 ferm., 41.430 rúmm.Gjöld kr. 8.500 + 3.521.550
Ráðið gerir ekki athugasemdir við erindið. Samræmist deiliskipulagi.
Vísað til fullnaðarafgreiðslu byggingarfulltrúa.
(C) Fyrirspurnir
16. Hafnarstræti 17-19, (fsp) stækkun lóðar og fl. (01.118.5) Mál nr. SN120276
THG Arkitektar ehf., Faxafeni 9, 108 Reykjavík
Á fundi skipulagsstjóra 8. júní 2012 var lögð fram fyrirspurn THG Arkitekta ehf. dags. 6. júní 2012 varðandi hækkun á byggingarmagni og stækkun lóðarinnar nr. 17 við Hafnarstræti og fl. ásamt að byggja yfir svalir á lóðinni nr. 19 við Hafnarstræti, samkvæmt tillögu THG Arkitekta dags. 5. júní 2012.
Skipulagsráð tekur jákvætt í að unnin verði tillaga að deiliskipulagsbreytingu, á reitnum milli Hafnarstrætis og Tryggvagötu austan Pósthússtrætis.
Jórunn Frímannsdóttir vék af fundi kl. 12:00 þá átti eftir að taka liði 11, 12 og 13 fyrir á fundinum.
17. Austurhöfn-TRH, (fsp) breyting á deiliskipulagi vegna skiltis(01.11)Mál nr. SN120441
Á fundi skipulagsstjóra 5. október 2012 var lögð fram fyrirspurn forstjóra Hörpu dags. 28. september 2012 varðandi breytingu á deiliskipulagi Austurhafnar vegna breyttrar staðsetningar skiltis við Hörpu.
Frestað.
18. Tjarnargata 11, (fsp) - Flotbryggja við kaffihús ráðhússins (01.141.401)Mál nr. BN044451
Studio Granda ehf, Smiðjustíg 11b, 101 Reykjavík
Lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 8. maí 2012 þar sem spurt er hvort leyft yrði að staðsetja u.þ.b. 30 fermetra flotbryggju við suðurhlið ráðhúss Reykjavíkur á lóð nr. 11 við Tjarnargötu samkv. meðfylgjandi uppdrætti.
Notkun bryggjunnar verður tengd veitingarekstri kaffistofu ráðhússins. Erindi var vísað til umsagnar umhverfis- og samgöngusviðs og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn dags. 30. október 2012.Bréf hönnuðar dags. 02.05.2012 fylgir erindinu.
Frestað.
(D) Ýmis mál
19. Barónsstígur 47, endurupptaka máls BN044274 (01.193.1) Mál nr. SN120481
Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík
Lagt fram bréf lögfræði og stjórnsýslu, dags. 30. október 2012, varðandi endurupptöku máls BN044274 með tilvísun til 24.gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Um er að ræða byggingarleyfisumsókn vegna breytinga á 1. og 2. hæð að Barónsstíg 47 sem synjað var í skipulagsráði 16. maí 2012.
Endurupptaka að ósk húseiganda samþykkt og fyrri ákvörðun skipulagsráðs frá 16. maí 2012 breytt á þann veg að umbeðin breytt notkun á byggingunni telst samræmast deiliskipulagi og er því samþykkt.
Húsið við Barónsstíg 47 er fyrsta sérhannaða húsið fyrir heilsuvernd á Íslandi og gegnir sem slíkt veigamiklu menningarsögulegu hlutverki. Ráðið telur því æskilegast að það gegni áfram því hlutverki sem því var ætlað upprunalega.
Skipulagsráð telur þó við nánari athugun og einnig með hliðsjón af nýlegum úrskurði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála í máli nr. 20/2012 að hótelstarfsemi í umræddri byggingu sé ekki í andstöðu við gildandi deiliskipulag. Ráðið leggur ríka áherslu á að fyrirspyrjandi vandi afar vel til vinnslu byggingarleyfisumsóknar og er lögð áhersla á að haft verði gott samráð við Minjasafn Reykjavíkur. Um er að ræða friðað hús og eina af perlum byggingarlistar í Reykjavík. Bent er sérstaklega á niðurlag umsagnar borgarminjavarðar vegna samsvarandi umsóknar frá árinu 2010 en þar stendur m.a.;¿ ...því er áréttað að þar sem húsið er friðað þarf samþykki Húsafriðunarnefndar fyrir öllum breytingum.¿ Ráðið leggur einnig áherslu á að varlega verði farið í allar breytingar sem þarf að ráðast í vegna breyttrar starfsemi.
20. Betri Reykjavík, Matarmarkaður við höfnina á sumrin Mál nr. SN120486
Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík
Lögð fram efsta hugmynd í skipulagsflokki á Betri Reykjavík frá 31. október 2012 #GL Matarmarkaður við höfnina á sumrin#GL ásamt samantekt af umræðum og rökum.
Vísað til meðferðar skipulagsstjóra
21. Þorragata 1, stækkun á lóð (01.635.7) Mál nr. SN120485
Árni Þorvaldur Jónsson, Miklabraut 40, 105 Reykjavík
Lagt fram erindi Árna Þ. Jónssonar arkitekts dags. 31. október 2012 fh. lóðarhafa varðandi stækkun á lóðinni nr. 1 við Þorragötu um 3 metra til norðurs.
Frestað.
22. Útilistaverk, eftir Rafael Barrios Mál nr. SN120493
Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík
Lagt fram bréf Menningar- og ferðamálasviðs dags. 2. nóvember 2012 þar sem óskað er eftir umsögn um staðsetningu útilistaverks eftir Rafael Barrios. Einnig er lögð fram tillaga safnsstjóra Listasafns Reykjavíkur dags. 17. september 2012 að staðsetningu listaverksins upp á hringtorgi á mótum Borgartúns og Höfðatúns.
Frestað.
23. Ráðning skipulagsfulltrúa, Mál nr. SN120518
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 16. nóvember 2012 vegna samþykktar borgarráðs frá 15. nóvember 2012 um að ráða Björn Axelsson sem skipulagsfulltrúa.
Fundi slitið kl. 13.10.
Hjálmar Sveinsson
Elsa Hrafnhildur Yeoman Kristín Soffía Jónsdóttir Gísli Marteinn Baldursson
Afgreiðsla byggingarfulltrúa samkv. samþykkt nr. 161/2005
Árið 2012, þriðjudaginn 27. nóvember kl. 10.40 fyrir hádegi hélt byggingarfulltrúinn í Reykjavík 709. fund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn í fundarherberginu 2. hæð Borgartúni 12-14. Þessi sátu fundinn: Sigrún Reynisdóttir, Harri Ormarsson, Björn Stefán Hallsson, Eva Geirsdóttir, Jón Hafberg Björnsson, Sigurður Pálmi Ásbergsson og Óskar Torfi Þorvaldsson. Fundarritari var Harri Ormarsson
Þetta gerðist:
Nýjar/br. fasteignir
1. Aragata 15 (01.630.502) 106675 Mál nr. BN045193
Ingigerður Á Guðmundsdóttir, Aragata 15, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta áður samþykktu erindi, BN043742, þannig að sorpgeymsla sem er staðsett inni í bílskúr er stækkuð. Við það færist hurðarop á framhlið bílskúrs og þak á bílskúr verður gert einhalla að húsi á lóð nr. 15 við Aragötu.
[Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 16. nóvember 2012 fylgir erindinu.
Gjald kr. 8.500
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
2. Austurbakki 2 (01.119.801) 209357 Mál nr. BN045250
Totus ehf., Austurbakka 2, 101 Reykjavík
Sigurður Einarsson, Sólberg 2, 221 Hafnarfjörður
Sótt er um leyfi til að breyta rými 6. og 7. hæðar þar sem innrétta á eldhús sem tengist starfsemi þessara svæða og aðrar innri breytinga í Tónlistar- og ráðstefnuhúsinu Hörpu á lóð nr. 2 við Austurbakka.
Bréf frá hönnuði dags. 20. nóv. 2012.
Gjald kr. 8.500
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.
3. Austurstræti 6 (01.140.403) 100846 Mál nr. BN044793
Austur 6 ehf, Borgartúni 31, 105 Reykjavík
Microbar ehf., Útvík, 551 Sauðárkrókur
Sótt er um leyfi til þess að breyta vínveitingaleyfi úr flokki ll í flokk lll og og breyta lítillega innra fyrirkomulagi kráar á fyrstu hæð hússins á lóðinni nr. 6 við Austurstræti.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra dags. 14. maí 2012 (vegna fyrirspurnarerindis BN044439) fylgir erindinu.
Hljóðvistarskýrsla dags. 19.06.2012 fylgir erindinu.
Bréf hönnuðar dags. 19. júlí 2012 fylgir erindinu.Gjald kr. 8.500
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.
4. Baldursgata 32 (01.186.321) 102274 Mál nr. BN045138
Dán tán ehf., Suðurlandsbraut 12, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja úr steinsteypu, einangrað að innan og með bárujárnsklæddu timburþaki fjögurra hæða og sjö íbúða fjölbýlishús á lóð nr. 32 við Baldursgötu.
Sótt er um undanþágu frá nýrri byggingarreglugerð sbr. gr. 17.1.2 ákvæði til bráðabirgða í bréfi arkitekts dags. 16. nóvember 2012.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 9. nóvember 2012 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 9. nóvember 2012.
Einnig mótmæli frá eiganda 0102 og eiganda 0103 í Freyjugötu 14 dags. 26. nóvember 2012.
Stærðir:
1. hæð 145 ferm., 2. hæð 140,8 ferm., 3. hæð 111,4 ferm., 4. hæð 55,3 ferm.
Samtals 452,6 ferm., 1.351,3 rúmm.
Gjald kr. 8.500 + 114.861
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
5. Baldursgata 32 (01.186.321) 102274 Mál nr. BN043948
Dán tán ehf., Suðurlandsbraut 12, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til niðurrifs, vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar skv. skipulagi frá 2009 og BN045139, einbýlishússins á lóðinni nr. 32 við Baldursgötu.
Meðfylgjandi er bréf arkitekts dags. 8. desember 2011. Einnig bréf byggingarfulltrúa vegna trjágróðurs dags. 29. júní 2011 og minnispunktar frá byggingarfulltrúa ódagsettir.
Niðurrif: Fastanr. 200-7689, merkt 01 0101 einbýlishús 201 ferm.
Gjald kr. 8.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
6. Baldursgata 34 (01.186.322) 102275 Mál nr. BN043949
Dán tán ehf., Suðurlandsbraut 12, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til niðurrifs, vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar skv. skipulagi frá 2009, og erindi BN045138, einbýlishússins á lóðinni nr. 34 við Baldursgötu.
Meðfylgjandi er bréf arkitekts dags. 8.12. 2011 og minnispunktar byggingarfulltrúa ódags.
Niðurrif: Fastanr. 200-7690 merkt 01 0101 raðhús 98,7 ferm.
Gjald kr. 8.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
7. Baldursgata 34 (01.186.322) 102275 Mál nr. BN045139
Dán tán ehf., Suðurlandsbraut 12, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja úr steinsteypu, einangrað að innan og með bárujárnsklæddu timburþaki þriggja hæða og þriggja íbúða fjölbýlishús með undirgangi á lóð nr. 34 við Baldursgötu.
Sótt er um undanþágu frá nýrri byggingarreglugerð sbr. gr. 17.1.2, ákvæði til bráðabirgða í bréfi arkitekts dags. 23. október 2012.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 9. nóvember 2012 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 9. nóvember 2012. Samþykki eigenda Þórsgötu 14 fylgir með.
Stærðir:
1. hæð 54,3 ferm., 2. hæð 63,4 ferm., 3. hæð 37,6 ferm.
Samtals 155,3 ferm., 504,3 rúmm.
B-rými 13,4 ferm.
Gjald kr. 8.500 + 42.865
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
8. Bíldshöfði 9 (04.062.001) 110629 Mál nr. BN039315
Umtak fasteignafélag ehf., Borgartúni 19, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja geymslu til að geyma gaskúta, utan á atvinnuhúsið á lóð nr. 9 við Bíldshöfða.
Bréf frá hönnuði dags. 22. nóv. 2012 og Bréf frá N1 dags. 27.jan. 2012 Stækkun: 17,9 ferm og 46,8 rúm.
Gjöld kr. 7.300 + 8.500 + 3.978
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
9. Bjargarstígur 2 (01.184.310) 102049 Mál nr. BN045263
Bjargarstígur 2,húsfélag, Bjargarstíg 2, 101 Reykjavík
Sótt er um samþykki á reyndarteikningu vegna eignaskiptasamnings fyrir fjölbýlis á lóð nr. 2 við Bjargarstíg.
Meðfylgjandi er bréf aðalhönnuðar dags. 20.11. 2012, fundargerð húsfundar dags. 19.11. 2012, bréf eiganda 0201 dags. 22.11. 2012, greinargerð eiganda 0201 dags. 21.11. 2012, afsal dags. 22.4. 1987, virðingarmat dags. 1.8. 1942.
Mótmæli eins eigenda (tölvubréf dags. 22. nóvember 2012) fylgir erindinu.
Gjald kr. 8.500
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
10. Borgartún 8-16 (01.220.107) 199350 Mál nr. BN045135
Höfðatorg ehf., Stórhöfða 34-40, 110 Reykjavík
Sótt er um samþykkt á reyndarteikningu af bílakjallara B1 og B2 og sótt um að bílastæðakrafa verði lækkuð úr 1/35 í 1/50 í B1 á lóð nr. 8-16 við Borgartún.
Einnig er sótt um leyfi fyrir breyttu innra fyrirkomulagi í rými 0101 í sama húsi.
Gjald kr. 8.500
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.
11. Borgartún 8-16 (01.220.107) 199350 Mál nr. BN045133
Höfðatorg ehf., Stórhöfða 34-40, 110 Reykjavík
Sótt er um að fjölga eignum á Höfðatorgi samkvæmt meðfylgjandi töflu.
Eignirnar verða:
Eign 01 0101 - B1 - Borgartún 12-14
Eign 03 0101 - H1 - Turninn/Höfðatún 2
Eign 04 0101 - Fyrirhuguð hótelbygging
Eign 05 0101 - mhl.05 (Höfðatún 12), mhl. 06 (Höfðatún 12A) og mhl. 07 (Skúlagata 63).
(Meðfylgjandi er bréf arkitekts dags. 7.11. 2012, breytt 19.11. 2012 og minnisblað vegna brunahönnunar dags. 8.11. 2012).
Á lóðinni Borgartún 8-16.
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
12. Bókhlöðustígur 2 (01.183.107) 101929 Mál nr. BN045163
Völundur Snær Völundarson, Bókhlöðustígur 2, 101 Reykjavík
YUZU ehf., Bókhlöðustíg 2, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að stækka kjallara til austurs og innrétta í honum eldhús og veitingasal fyrir 40 gesti og veitingaflokk II en á hæðinni og undir risi er íbúð í húsinu sem byggt var 1882 á lóðinni nr. 2 við Bókhlöðustíg.
Meðfylgjandi er umsögn Minjasafns Reykjavíkur dags. 26.10. 2012 og Húsafriðunarnefndar dags. 29.10. 2012.
Stærðir: 365,4 ferm., 1.055,2 rúmm.
Stækkun: 81,2 ferm., 306,2 rúmm.
Gjald kr. 8.500 + 26.027
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
13. Dalsel 12 (04.948.701) 113071 Mál nr. BN045182
Vigdís Sveinsdóttir, Dalsel 12, 109 Reykjavík
Sveinn Ingi Ólafsson, Hnjúkasel 2, 109 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að byggja svalalokanir yfir svalir á suðvesturhlið og klæða með steniklæðningu sömu hlið húss nr. 12 á lóðinni nr. 6-22 við Dalsel.
Samþykki meðeigenda dags. 1. júní 2012 fylgir erindinu.
Stærð: Svalalokanir 20,3 x 8, eða 162,4 rúmmetrar.
Gjald kr. 8.500 + 13.804
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
14. Dragháls 14-16 (04.304.504) 111026 Mál nr. BN045256
Skák ehf, Lyngbarði 3, 220 Hafnarfjörður
Sótt er um samþykki á áður gerðum breytingum sem eru ? og að breyta brunavörnum í húsinu á Fossháls 13-15 á lóð 13-15 og 14-16 við Dragháls.
Skýrsla brunahönnuðar dags. nóv. 2012.
Stækkun: ??? ferm.
Gjald 8.500
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
15. Elliðavað 13-17 (04.791.603) 209924 Mál nr. BN045253
Skeiðarvogur ehf, Móvaði 41, 110 Reykjavík
Sótt er um aðskilið byggingarleyfi, sjá BN036526, vegna byggingastjóraskipta á húsi nr. 13 á lóð nr. 13-17 við Elliðavað.
Gjald kr. 8.500
Frestað.
Samþykki eiganda vantar.
16. Fannafold 120-122 (02.854.402) 110043 Mál nr. BN045259
Sigurður Ófeigsson, Fannafold 120, 112 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir viðbyggingu við mhl. 01, parhúsið nr. 120 á lóð nr. 120-122 við Fannafold. Einnig er er sótt um að ógilda erindið BN044589 sem samþykkt var 26. Júní 2012.
Viðbygging mhl. 01: 23,5 ferm., 70,7 rúmm.
Gjald kr. 8.500 + 6.009
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
17. Fiskislóð 3 (01.089.502) 197244 Mál nr. BN045280
Hnotskurn ehf, Sóltúni 26, 105 Reykjavík
Óskað er eftir að takmarkað byggingaleyfi verði veitt vegna eftirfarandi verkþátta:
Anddyri, stækkun
Uppsetning á salerni við starfsmannaaðstöðu
Uppsetning á léttum veggjum fyrir kæla og frysti
Uppsetning á lausum innréttingum
Uppsetning ruslalúgu á NV gafli
Uppsetning á #GLbake-off#GL aðstöðu í SA-enda verslunar, við inngang, i.e. handlaug og tækjavaskur ásamt ofni til upphitunar og frystiskáp
Breyting og aðlögun á vatnsúðakerfi
Breyting og aðlögun á neysluvatnslögnum og frárennsli fyrir salerni og bake-off
Kerfi og búnaður sem tilgreindur er á Aðaluppdráttum, .s.s eldvarnarkerfi, á lóðinni nr. 3 við Fiskislóð sbr. erindi BN045192.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Samþykktin fellur úr gildi við útgáfu á endanlegu byggingarleyfi. Vegna útgáfu á takmörkuðu byggingarleyfi skal umsækjandi hafa samband við yfirverkfræðing embættis byggingarfulltrúa.
18. Fiskislóð 43 (01.086.603) 209699 Mál nr. BN045264
Miðfell ehf., Suðurlandsbraut 54, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja skrifstofuhús, 2 hæðir og 3 hæðir að hluta úr forsteyptum einingum á lóð nr. 43 við Fiskislóð.
Jafnframt er erindi BN037690 fellt úr gildi.
Erindi fylgir kaupsamningur dags. 20. nóvember 2012.
Stærðir: 1. hæð 930,5 ferm., 2. hæð 344,7 ferm., 3. hæð 467,9 ferm.
Samtals 2.343,1 ferm., 7.812,5 rúmm.
Gjald kr. 8.500 + 664.063
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
19. Grjótasel 4 (04.933.702) 112870 Mál nr. BN045156
Guðmundur Björgvin Helgason, Grjótasel 4, 109 Reykjavík
Vegna lekavandamála er sótt um leyfi til þess að setja bárujárnsþak yfir þaksvalir á þriðju hæð parhússins nr. 4 við Grjótasel (matshl. 02) á lóðinni Gljúfrasel 3, Grjótasel 4.
Ný skráningartafla fylgir erindinu.
Samþykki meðlóðarhafa, Gljúfraseli 3, dags. 30.10.2012 fylgir erindinu.
Gjald kr. 8.500
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
20. Grænlandsleið 25 (04.112.505) 192039 Mál nr. BN045236
Úlfar Árnason, Grænlandsleið 25, 113 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að byggja sólskála að suðurhlið annarrar hæðar tvíbýlishússins á lóðinni nr. 25 við Grænlandsleið.
Sjá einnig erindi BN044892 sem samþykkt var 11.09.2012.
Ný skráningartafla fylgir erindinu.
Samþykki meðeigenda (ódags.) fylgir erindinu.
Stærð: Viðbygging, sólskáli 8.0 ferm. og 21,2 rúmm.
Gjald kr. 8.500 + 1.802
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við fokheldi.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
21. Haukdælabraut 38 (05.114.606) 214799 Mál nr. BN045160
Hulda Nanna Lúðvíksdóttir, Biskupsgata 39, 113 Reykjavík
Ólafur Páll Snorrason, Ólafsgeisli 5, 113 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja staðsteypt einbýlishús á tveimur hæðum með innbyggðri bílgeymslu á lóð nr. 38 við Haukdælabraut.
Jafnframt er óskað eftir leyfi til að nota undanþáguákvæði í grein 17.1.2 í nýrri byggingareglugerð. Erindi fylgir greinargerð um undanþágu dags, 20 nóvember 2012.
Stærð; 1. hæð íbúð 100,4 ferm., bílgeymsla 26,3 ferm., 2. hæð 170 ferm.
Samtals 296,7 ferm., 1.027,5 rúmm.
Gjald kr. 8.500 + 87.338
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
22. Haukdælabraut 66 (05.114.802) 214809 Mál nr. BN045084
Gunnar Ás Vilhjálmsson, Bakkastaðir 57, 112 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja staðsteypt tveggja hæða einbýlishús, einangrað að utan og klætt með málmi, timbri og múr, með innbyggðri tvöfaldri bílgeymslu á lóð nr. 66 við Haukdælabraut.
Stærð: 1. hæð íbúð 55,6 ferm., bílgeymsla 55,6 ferm., (lagnakjallari
156,3 ferm.,) 2. hæð íbúð 281,3 ferm.
Samtals 415,5 ferm., 1.914,2 rúmm.
Gjald kr. 8.500 + 162.707
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
23. Heiðargerði 72 (01.802.204) 107669 Mál nr. BN043153
Arnar Hilmarsson, Heiðargerði 72, 108 Reykjavík
Siglir ehf, Skólagerði 35, 200 Kópavogur
Sótt er um leyfi til að sameina eignarhluta, stækka stofu til suðvesturs, bæta við glugga og hurð á suðausturhlið, hækka útbyggingu til norðausturs og setja á hana skúrþak og gerð grein fyrir áður gerðri stækkun á kvisti á norðvesturhlið húss á lóð nr. 72 við Heiðargerði.
Stækkun: 29,2 ferm., 70.4 rúmm.
Gjald kr. 8.000 + 5.632
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Skilyrt er að þinglýst verði yfirlýsingu um samruna eigna eigi síðar en við fokheldi.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
24. Hestháls 2-4 (04.323.001) 111033 Mál nr. BN045041
Nói-Siríus hf., Hesthálsi 2-4, 110 Reykjavík
Sótt er um samþykki á reyndarteikningum vegna innanhúss breytinga í mhl. 01 í atvinnuhúsinu á lóð nr. 2-4 Hesthálsi
Gjald kr. 8.500
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
25. Hjallavegur 8 (01.353.110) 104228 Mál nr. BN045224
Hermann Þór Geirsson, Hjallavegur 8, 104 Reykjavík
Sótt er um samþykkt á reyndarteikningu af þríbýlishúsi á lóð nr. 8 við Hjallaveg.
Jafnframt er erindi BN039756 dregið til baka.
Gjald kr. 8.500
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst til þess að samþykktin öðlist gildi.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
26. Hraunbær 102A (04.343.301) 111081 Mál nr. BN045108
Blásteinn sportbar ehf, Rauðagerði 33, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til breytinga innanhúss í Blásteini sportbar á lóð nr. 102A við Hraunbæ.
Gjald kr. 8.500
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
27. Hraunbær 102D og 102E (04.343.301) 111081 Mál nr. BN045162
Hraunbraut ehf., Síðumúla 12, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að breyta atvinnuhúsnæði á fyrstu hæð í sex íbúðir í húsum nr. 102D og 102E (matshl. 07 og 08) á lóðinni nr. 102 við Hraunbæ.
Samþykki hluta meðeigenda (ódags.) fylgir erindinu.
Umsögn skipulagsstjóra dags. 10.08.2012 fylgir erindinu.
Gjald kr. 8.500
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
28. Hraunbær 123 (04.340.102) 189576 Mál nr. BN045231
Skátasamband Reykjavíkur, Hraunbæ 123, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að gera gat í steyptan vegg á milli brunahólfs E og brunahólfs F og öðrum áðurgerðum innri breytingum í húsinu á lóð nr. 123 við Hraunbæ. Sbr. erindi BN024449
Umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 21.11.2012
Gjald kr. 8.500
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
29. Höfðabakki 9 (04.075.001) 110681 Mál nr. BN045094
Reitir II ehf, Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi í vesturenda mhl. 01, koma fyrir nýjum hurðum á norðurhlið í húsi á lóð nr. 9 við Höfðabakka.
Gjald kr. 8.500 + 8.500
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.
30. Jötnaborgir 9-11 (02.341.307) 175230 Mál nr. BN045247
Pálmar Guðmundsson, Bleikjukvísl 12, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi þar sem geymslu verður komið fyrir í bílskúr, hurð inn í íbúð frá geymslu, þvottahús og aðalbaðherbergi fært til og komið fyrir nýju hjónaherbergi í parhúsinu nr. 9 á lóð nr. 9-11 við Jötnaborg.
Umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 14. nóv. 2012 og umboð frá seljanda hús dags. 15. nóv. 2012 fylgir.
Gjald kr. 8.500
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
31. Klettháls 9 (04.346.101) 188541 Mál nr. BN045100
Bílson ehf., Ármúla 15, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að innrétta bilaverkstæði og gerð grein fyrir áður gerðum breytingum sem fela í sér stækkanir millipalla í húsi á lóð nr. 9 við Klettháls.
Bréf frá brunahönnuði dags. 16. október 2012. Samþykki meðeigenda og bréf frá hönnuði sent á tölvupósti dags. 19. nóv. 2012 fylgir.
Stækkun: 192,5 ferm.
Gjald kr. 8.500
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við lokaúttekt.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.
32. Kringlan 5 (01.723.302) 107299 Mál nr. BN044563
Reitir V ehf, Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja neyðarstiga úr stáli, við norðurhlið að lóðamörkum við nr. 7, við skrifstofuhús á lóð nr. 5 við Kringluna.
Erindi fylgir brunahönnun frá VSI dags. 15. maí 2012 og greinargerð um breytingar ódagsett ásamt útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 22. júní 2012 og umsögn skipulagsstjóra dags. 21. júní 2012.
Gjald kr. 8.500 + 8.500
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við lokaúttekt.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
33. Lambhagavegur 2-4 (02.643.101) 210781 Mál nr. BN045260
Lambhagavegur fasteignaféla ehf, Pósthólf 670, 121 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir breytingum á áður samþykktum teikningum sbr. erindum BN037315 dags 12.2.2008 og BN039295 dags. 16.12.2008 sem felast í breytingu í veitingasölu í verslunarhúsi á lóð nr. 2-4 við Lambhagaveg.
Gjald kr. 8.500
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
34. Laufásvegur 19 (01.183.510) 197991 Mál nr. BN045258
Teiknistofan Arkitektar ehf, Brautarholti 6, 105 Reykjavík
Sendiráð Bandaríkjanna, Pósthólf 40, 121 Reykjavík
Vegna lekavandamála er sótt um leyfi til þess að setja uppstólað einhalla þak ofan á bílskúr/skrifstofu (matshl. 02) á lóðinni nr. 19 við Laufásveg.
(Ný skráningartafla fylgir erindinu.
Stærð: Stækkun - matshl. 02 - 72,2 rúmm.
Gjald kr. 8.500 + 6.137
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
35. Laugavegur 105 (01.240.005) 102974 Mál nr. BN045257
Hostel LV 105 hf., Hafraþingi 5, 203 Kópavogur
Sótt er um leyfi til að breyta fyrirkomulagi baðherbergja á 4. hæð í nýsamþykktu erindi, sjá BN045029, í gistiskála í húsi á lóð nr. 105 við Hverfisgötu.
Gjald kr. 8.500
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
36. Laugavegur 12 (01.171.401) 101410 Mál nr. BN045170
Laugaberg hf, Burknabergi 8, 221 Hafnarfjörður
Sótt er um leyfi til þess að bæta við flóttaleið að porti, auka við leyfilegan fjölda gesta og breyta vegg milli veitingasalar og salerna á fyrstu hæð veitingahússins að Bergstaðastræti 1 (matshl. 02) á lóðinni Laugavegur 12.
Minnisblað eldvarnahönnuðar dags. 30.10.2012 fylgir erindinu.
Gjald kr. 8.500
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
37. Laugavegur 20A (01.171.503) 101419 Mál nr. BN045240
Blautur ehf., Laugavegi 20a, 101 Reykjavík
Sótt er um samþykki á þegar byggðum vegg og gluggagötum á honum fyrir innan útvegg úr gleri sem snýr að Laugavegi á veitingahúsi á lóð nr. 20A við Laugaveg.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 23. nóvember 2012 fylgir erindinu.
Gjald kr. 8.500
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
38. Laugavegur 28 (01.172.206) 101461 Mál nr. BN045126
Reykjavík backpackers ehf., Laugavegi 28, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að innrétta veitingasal í kjallara og á 1. hæð fyrir 130 gesti í farfuglaheimili á lóð nr. 28 við Laugaveg.
Erindi fylgir brunahönnun frá verkfræðistofunni EFLA síðast endurskoðuð 6. nóvember 2012.
Gjald kr. 8.500 + 8.500
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
39. Laugavegur 55 (01.173.020) 101507 Mál nr. BN045265
Casa ehf, Bæjarlind 6, 201 Kópavogur
Sótt er um leyfi til að fjölga herbergjum í íbúð 0201 um þrjú í íbúðar- og atvinnuhúsi á lóð nr. 55 við Laugaveg.
Gjald kr. 8.500
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
40. Laugavegur 7 (01.171.012) 101358 Mál nr. BN045187
Basalt ehf, Pósthólf 806, 121 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að opna á milli tveggja rýma 0102 og 0103 tímabundið í húsinu á lóð nr. 7 við Laugaveg.
Gjald kr. 8.500
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
41. Lautarvegur 30 (01.794.606) 213581 Mál nr. BN045234
Ragnar Þór Hannesson, Geitland 2, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja staðsteypt raðhús á þremur hæðum, með innbyggðri bílgeymslu á lóð nr. 30 við Lautarveg.
Jafnframt er óskað eftir leyfi til að nota undanþáguákvæði í grein 17.1.2 í nýrri byggingareglugerð.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 23. nóvember 2012 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 23. nóvember 2012.
Kjallari 97,1 ferm., 1. hæð 93,1 ferm., bílgeymsla 42 ferm., 2. hæð 89 ferm.
Samtals 321,2 ferm., 1.039,1 rúmm.
B-rými XX ferm.
Gjald kr. 8.500 + 88.324
Frestað.
Með vísan til umsagnar skipulagsstjóra dags. 23. nóvember 2012 og athugasemda á umsóknareyðublaði.
42. Lækjargata MR (01.180.001) 101665 Mál nr. BN045124
Fasteignir ríkissjóðs, Borgartúni 7, 150 Reykjavík
Sótt er um samþykki á þegar gerðum breytingum á veggjaklæðningum 2ja stofa á 2. hæð og veggja- og loftaklæðningum á göngum á 1. og 2. hæð og fyrir lögnum sem lagðar hafa verið í loft á gangi á 1. hæð v. slökkvikerfis, einnig eru sýnd fellistigar og björgunarop frá 1977 á Menntaskólanum í Reykjavík á lóð nr. 7 við Lækjargötu.
Erindi fylgir umsögn Húsafriðunarnefndar dags. 19. nóvember 2012.
Gjöld kr. 8.500
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
43. Nauthólsvegur 89 (01.755.204) 214257 Mál nr. BN045262
Skólafélagið Bak-Hjallar ehf, Vífilsstaðavegi 123, 210 Garðabær
Sótt er um bráðabirgðaleyfi fyrir 24 bílastæði og aðkeyrslu á lóð nr. 89 við Nauthólsveg vegna starfsemi barnaskólans Öskju á lóð nr. 87 við Nauthólsveg.
Gjald kr. 8.500
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.
44. Njálsgata 23 (01.182.125) 101839 Mál nr. BN045153
F-16 ehf, Efstasundi 26, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta leyfilegum gestafjölda í jógamiðstöð í nýsamþykktu erindi, BN044449, úr 45 í 90 í húsi við Frakkastíg nr. 16 á lóð nr. 23 við Njálsgötu.
Gjald kr. 8.500
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Skilyrt er að lóðarskiptasamningur sé samþykktur fyrir útgáfu byggingarleyfis, honum verður þinglýst eigi síðar en við lokaúttekt.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
45. Norðurgarður 1 (01.112.-95) 100030 Mál nr. BN045275
HB Grandi hf., Norðurgarði 1, 101 Reykjavík
Sótt er um takmarkað byggingarleyfi fyrir uppsteypu á sökklum og að leggja lagnir í jörð fyrir frystigeymslu á lóðinni nr. 1 við Norðurgarð sbr. erindi BN045127.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Samþykktin fellur úr gildi við útgáfu á endanlegu byggingarleyfi. Vegna útgáfu á takmörkuðu byggingarleyfi skal umsækjandi hafa samband við yfirverkfræðing embættis byggingarfulltrúa.
46. Nökkvavogur 22 (01.441.201) 105442 Mál nr. BN045176
Magnús Haukur Magnússon, Nökkvavogur 22, 104 Reykjavík
Valborg Kjartansdóttir, Nökkvavogur 22, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að innrétta fataherbergi og herbergi í rishæð koma fyrir kvist á norðurhlið og kvist og svalalokun vesturhlið í húsinu á lóð nr. 22 við Nökkvavog.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 23. nóvember 2012 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 19. nóvember 2012.
Stækkun: 10,2 rúmm.
Gjald kr. 8.500 + 867
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði og umsagnar skipulagsstjóra dags. 19. nóvember 2012.
47. Óðinsgata 15 (01.184.519) 102124 Mál nr. BN045255
Ólöf Sigurðardóttir, Óðinsgata 15, 101 Reykjavík
Sigurgísli Bjarnason, Óðinsgata 15, 101 Reykjavík
Sótt er um samþykki fyrir núverandi fyrirkomulagi bílastæða á lóð fjölbýlishúss nr. 15 við Óðinsgötu.
Gjald kr. 8.500
Frestað.
Milli funda.
48. Skildingatangi 1 (01.675.101) 106899 Mál nr. BN045243
Gunnar I Hafsteinsson, Skildinganes 58, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að endurnýja erindið BN042079 þar sem sótt var um leyfi til að byggja steinsteypt einbýlishús, einangrað að utan og múrhúðað með steindum mulningi, á einni hæð með geymslu og bílageymslu í kjallara, sbr. fyrirspurn BN040724 og erindi BN041695 sem var synjað 24.8. 2010, á lóð nr. 1 við Skildingatanga.
Stærðir: Kjallari, trappa og geymsla 50,3 ferm., bílgeymsla 56,9 ferm., bílskýli (B rými) 41,2 ferm., samtals kjallari 148,4 ferm. 1. hæð 251,3 ferm., samtals 399,7 ferm., 1.365,8 rúmm.
Nýting: 399,7 frem. - 17,9 (hálfur gluggalaus kjallari) = 381,8 ferm.
deilt með 932 ferm. lóð = nýtingarhlutfall 0,4
Gjald kr. 8.500 + 116.093
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
49. Skipholt 70 (01.255.208) 103493 Mál nr. BN045228
Pizza King ehf, Skipholti 70, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innra fyrirkomulagi í rými 0101 í húsi á lóð nr. 70 við Skipholt.
Gjald kr. 8.500
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
50. Smáragata 12 (01.197.407) 102742 Mál nr. BN043952
Þórhallur Bergmann, Smáragata 12, 101 Reykjavík
Guja Dögg Hauksdóttir, Smáragata 12, 101 Reykjavík
Einar Jónsson, Smáragata 12, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að gera breytingar innanhúss, endurnýja þak og byggja þrjá kvisti, byggja nýjar svalir til vesturs, fjarlægja skorstein, byggja úr steinsteypu með timburþaki geymsluskúr á lóð, gera nýjan sérinngang á austurhlið og útgang úr kjallara, sbr. fyrirspurn BN043116, á íbúðarhúsi á lóð nr. 12 við Smáragötu.
Meðfylgjandi er samkomulag eigenda dags. 12. desember 2011, þinglýstur eignaskiptasamningur frá apríl 1992 og afsal frá júní 1992 og íbúðarskoðun byggingarfulltrúa dags. 3. febrúar 2012. Einnig meðfylgjandi samþykki eigenda á smækkuðum (A-3) teikningum.
Stækkun húss: 8,96 rúmm.
Geymsluskúr: 25 ferm., 67,3 rúmm.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 20. apríl 2012 ásamt umsögn skipulagsstjóra frá 18. apríl 2012 fylgja erindinu. Einnig útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 14. september 2012, bréf skipulagsstjóra dags. 17. september 2012, útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 23. nóvember 2012 og mótmæli frá Guju Dögg Hauksdóttur dags. 16. nóvember 2012.
Gjald kr. 8.000 + 5.384 + 762
Synjað.
Þar sem samþykki meðeiganda skortir.
51. Sóleyjarimi 6 (02.534.501) 192054 Mál nr. BN045190
Isavia ohf., Reykjavíkurflugvelli, 101 Reykjavík
Flugfjarskipti ehf, Sóleyjarima 6, 112 Reykjavík
Sótt er um samþykkt á reyndarteikningu vegna lokaúttektar,sjá erindi BN042942, og BN043812 á húsi á lóð nr. 6 við Sóleyjarima.
Gjald kr. 8.500
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
52. Stakkholt 2-4 (01.241.103) 103018 Mál nr. BN045197
Arcus ehf, Fossaleyni 16, 112 Reykjavík
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 13. nóvember 2012 þar sem sótt er um leyfi til að byggja staðsteypt íbúðar- og atvinnuhús einangrað að utan og klætt áli. Húsið skiptist í sex matshluta, fimm mishá stigahús með 139 2-4 herbergja íbúðum, verslunar- og þjónusturýmum og bílakjallara fyrir 144 bíla og verður nr. 2A, 2B, 4A, 4B og 3A og 3B á lóð nr. 2-4 við Stakkholt.
Stærðir:
Mhl.01, bílakjallari: 4500 ferm.
Mhl.02, íbúðir: 4415,7 ferm.
Mhl.03, íbúðir: 2.338,3 ferm.
Mhl.04, íbúðir: 3.795,3 ferm.
Mhl.05, íbúðir: 1.573,8 ferm.
Mhl.06, íbúðir: 2.227 ferm.
Samtals 12.120 ferm., 41.430 rúmm.
Gjöld kr. 8.500 + 3.521.550
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
53. Steinagerði 4 (01.816.110) 108093 Mál nr. BN045261
Agnar Bergmann Birgisson, Steinagerði 4, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta áður samþykktu erindi BN033206 þannig að hurð frá baðherberg út á verönd verður fjarlægð, loft tekið niður að hluta í eldhúsi, gang og anddyri svo og aðrar innanhússbreytingar á húsinu á lóð nr. 4 við Steinagerði.
Gjald kr. 8.500
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
54. Tjarnargata 30 (01.142.001) 100922 Mál nr. BN045026
Ragnar Ómarsson, Hraunbær 72, 110 Reykjavík
Melissa Ann Berg, Bandaríkin, Nathaniel Berg, Bandaríkin, Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi, koma fyrir þakgluggum á vesturhlið og inngangi í kjallara, setja útihurð á sólstofu og hlið á innkeyrslu, byggja sólpall m/setlaug í garði, færa glugga og skrautlista til upprunalegs horfs, útbúa geymslu fyrir reiðhjól undir verönd og breyta í einbýli, fjölbýlishúsi á lóð nr. 30 við Tjarnargötu.
Stækkun: xx ferm., xx rúmm.
Gjald kr. 8.500 + xx
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
55. Veghús 7-17 (02.843.501) 109737 Mál nr. BN045252
Guðbjörg Harpa Ingimundardóttir, Veghús 9, 112 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að opna á milli íbúð 0102 yfir í bílskúr 0104 í mhl. 02 í fjölbýlishúsinu nr. 9 á lóð 7-17við Veghús.
Gjald kr. 8.500
Frestað.
Vantar umsögn burðarvirkishönnuðar.
56. Viðarás 91-101 (04.387.802) 111562 Mál nr. BN045226
Hrafnhildur Vala Grímsdóttir, Viðarás 91, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja viðbyggingu við austurhlið raðhúss nr. 91 á lóð nr. 91-101 við Viðarás.
Erindi fylgir jákv. fsp. dags. 8. maí 2012.
Stækkun 10 ferm., 28,3 rúmm.
Gjald kr. 8.500 + 2.406
Frestað.
Vantar samþykki meðlóðarhafa.
Ýmis mál
57. Árleynir 4 og Keldnaholt (00.000.000) 109210 Mál nr. BN045268
Tækniskólinn ehf, Skólavörðuholti, 101 Reykjavík
Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans til að breyta mörkum lóðarinnar Keldnaholt (Staðgr. 2.9--.998, landnr. 109210), þannig að hún deilist upp í tvær lóðir eins og sýnt er á meðsendum uppdrætti Landupplýsingadeildar dagsettum 21. 11. 2012.
Lóðin Keldnaholt (Staðgr. 2.9--.998, landnr. 109210) er talin 31,3 ha, lóðin reynist 308885 m², teknir 2612 m² af lóðinni og gert að nýrri lóð nefnd Árleyni 4 (Staðgr. 2.920.101, landnr. 109210).
Lóðin Keldnaholt (Staðgr. 2.9--.998, landnr. 109210) verður 306273 m².
Ný lóð, Árleynir 4 (Staðgr. 2.920.101, landnr. 109210): verður 2612 m²
Sjá meðfylgjandi bréf umhverfis- og skipulagssviðs frá 26. 10 . 2012, undirskrifað af Einari Erni Thorlacius lögfræðingi, #GLUmsögn lögfræði og stjórnsýslu um lóðaskiptingu á lóðinni nr. 4 við Árleyni?.
Sjá einnig meðfylgjandi #GLLóðaleigusamning#GL um lóðaspildu við Keldnaholt í Reykjavík milli Fjármálaráðuneytisins og Tækniskólans, dags. 20. ágúst 2012.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Fyrirspurnir
58. Háagerði 59 (01.815.710) 108058 Mál nr. BN045269
Valtýr Trausti Harðarson, Háagerði 59, 108 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að færa að lóðarmörkum byggingarreit fyrir bílskúr austan við húsið á lóðinni nr. 59 við Háagerði.
Nei.
Samræmist ekki deiliskipulagi.
59. Hjallavegur 19 (01.354.304) 104299 Mál nr. BN045203
Gísli Egill Hrafnsson, Hjallavegur 19, 104 Reykjavík
Spurt er hvort leyfi fáist til að breyta skúrþaki í mænisþak, síkka glugga, koma fyrir þakglugga og endurnýja klæðningu og einangra bílskúrinn á lóð nr. 19 við Hjallaveg.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 23. nóvember 2012 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 22. nóvember 2012.
Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingarleyfi.
60. Logafold 188 (02.871.004) 110318 Mál nr. BN045245
Björn Axelsson, Logafold 188, 112 Reykjavík
Vilborg Ölversdóttir, Logafold 188, 112 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að hækka þak á austurhelmingi húss og nýta sem hluta íbúðar í einbýlishúsi á lóðinni nr. 188 við Logafold.
Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingarleyfi.
61. Sogavegur 119 (01.823.011) 108342 Mál nr. BN045241
Friðrik Karl Weisshappel, Sogavegur 119, 108 Reykjavík
Spurt er hvort leyfi fengist til að byggja frístandandi atvinnuhúsnæði á steyptum kjallara, heildarstærð 100 ferm á lóð nr. 119 við Sogaveg.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagstjóra frá 23. nóvember 2012 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 23. nóvember 2012.
Nei.
Með vísan til umsagnar skipulagsstjóra dags. 23. nóvember 2012.
62. Sundlaugavegur 37 (01.347.108) 104103 Mál nr. BN045200
Baldur Andrésson, Bugðulækur 14, 105 Reykjavík
Manta ehf., Bugðulæk 14, 105 Reykjavík
Spurt er hvort leyfi fengist til að opna tímabundið á milli íbúða 201-7140 (0201) og 201-7141 (0202). án þess að sameina þær í húsi á lóð nr. 37 við Sundlaugaveg.
Bréf umsækjanda (ódags.) fylgir erindinu.
Ekki er gerð athugasemd við erindið.
63. Vesturgata 6-10A/Tryggvagata 18 (01.132.113) 216605 Mál nr. BN045188
Arnar Már Þórisson, Sólvallagata 14, 101 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að breyta úr flokki I í flokk III veitingahúsi nr. 6-10A við Vesturgötu á lóðinni Vest.6-10A/Tryggv.18.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 23. nóvember 2012 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 21. nóvember 2012.
Nei.
Með vísan til umsagnar skipulagstjóra dags. 21. nóvember 2012.
64. Þórsgata 15 (01.181.107) 101744 Mál nr. BN045248
Símon Sigurðsson, Noregur, Spurt er hvort leyfi fengist að setja upp svalir og hurð út á svalir á húsið á lóð nr. 15 við Þórsgötu.
Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingarleyfi.
Fundi slitið kl. 13.30.
Björn Stefán Hallsson
Sigrún Reynisdóttir Sigurður Pálmi Ásbergsson
Harri Ormarsson Óskar Torfi Þorvaldsson
Jón Hafberg Björnsson Eva Geirsdóttir