Umhverfis- og skipulagsráð - og skipulagsráð

Umhverfis- og skipulagsráð

Skipulagsráð

Ár 2012, miðvikudaginn 14. nóvember kl. 09.10, var haldinn 294. fundur skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð. Ráðssal. Viðstaddir voru: Páll Hjalti Hjaltason, Hjálmar Sveinsson, Elsa Hrafnhildur Yeoman, Júlíus Vífill Ingvarsson, Gísli Marteinn Baldursson og áheyrnarfulltrúinn Torfi Hjartarson. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Ágústa Sveinbjörnsdóttir, Bjarni Þ Jónsson, Ólafur Bjarnason, Stefán Finnsson, Magnús Ingi Erlingsson og Marta Grettisdóttir. Auk þess gerðu eftirtaldir embættismenn grein fyrir einstökum málum: Haraldur Sigurðsson og Margrét Leifsdóttir. Fundarritari var Einar Örn Thorlacius .

Þetta gerðist:

(A) Skipulagsmál

1. Afgreiðslufundir skipulagsstjóra Reykjavíkur, fundargerð Mál nr. SN010070
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar skipulagsstjóra Reykjavíkur frá 9. nóvember 2012.

(D) Ýmis mál

2. Landsskipulagsstefna, 2013-2014 Mál nr. SN120496
Skipulagsstofnun, Laugavegi 166, 150 Reykjavík
Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar dags. 24. september 2012 þar sem óskað er eftir umsögn um tillögu að Landsskipulagsstefnu 2013-2014 og umhverfisskýrslu.
Einnig er lögð fram umsögn Umhverfis- og skipulagssviðs dags. 8. nóvember 2012.
Umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 8. nóvember 2012 samþykkt.

Kristín Soffía Jónsdóttir tók sæti á fundinum kl. 9:15
Jórunn Frímannsdóttir tók sæti á fundinum kl. 9:16

3. Þórsgata 13, kæra (01.181.1) Mál nr. SN120501
Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skúlagötu 21, 101 Reykjavík
Lagt fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 7. nóvember 2012 ásamt kæru dags. 7. nóvember 2012 þar sem kærð er synjun á beyðni um breytingu á deiliskipulagi vegna Þórsgötu 13.
Vísað til umsagnar lögfræði og stjórnsýslu.

4. Suðurgata 18, kæra (01.161.2) Mál nr. SN120499
Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skúlagötu 21, 101 Reykjavík
Lagt fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 31. október 2012 ásamt kæru dags. 29. október 2012 þar sem kærð er synjun um leyfi fyrir gerð bílastæða á lóðinni nr. 18 við Suðurgötu.
Vísað til umsagnar lögfræði og stjórnsýslu.

5. Einholt-Þverholt, lýsing, nýtt deiliskipulag (01.244.3) Mál nr. SN120167
ASK Arkitektar ehf., Geirsgötu 9, 101 Reykjavík
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 25. október 2012 um samþykkt borgarráðs s.d. um auglýsingu á nýju deiliskipulagi fyrir Einholt Þverholt.
6. Háskóli Íslands, vestan Suðurgötu, (01.55) Mál nr. SN120454
breyting á deiliskipulagi, Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur
Háskóli Íslands, Sæmundargötu 2, 101 Reykjavík
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 2. nóvember 2012 um samþykkt borgarráðs 1. nóvember 2012 vegna auglýsingar á tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir lóð Háskóla íslands vestan Suðurgötu.

7. Kirkjuteigur 21, breyting á deiliskipulagi (01.361.1) Mál nr. SN120299
Teiknilist ehf, Bolholti 8, 105 Reykjavík
Erlendur Jónsson, Seljugerði 7, 108 Reykjavík
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 26. október 2012 um samþykkt borgarráðs 25. október 2012 á breytingu á deiliskipulagi Teigahverfis vegna lóðarinnar að Kirkjuteig 21.

8. Suðurhlíð 9, Klettaskóli, breyting á deiliskipulagi Mál nr. SN120458
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 2. nóvember 2012 um samþykkt borgarráðs 1. nóvember 2012 vegna auglýsingar á tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir lóð Klettaskóla við Suðurhlíð 9.

(A) Skipulagsmál

9. Holtsgöng, nýr Landspítali, breyting á aðalskipulagi Mál nr. SN080245
Að lokinni auglýsingu er lögð fram tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2001-2024 vegna Holtsganga nýr Landspítala dags. 7. nóvember 2011 breytt í maí 2012 ásamt greinargerð og umhverfisskýrslu dags. í maí 2012. Einnig er lögð fram umsögn Hafnarfjarðar dags. 9. maí 2012, umsögn Umhverfisstofnunar dags. 9. maí 2012, umsögn skipulagsnefndar Mosfellsbæjar dags. 10. maí 2012 og umsögn Vegagerðarinnar dags. 21. maí 2012 og umsögn skipulagsnefndar og bæjarstjórnar kópavogs dags. 24. maí 2012. Tillagan var auglýst frá 10. júlí 2012 til og með 4. september 2012. Auglýsing var framlengd til 19. október 2012. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir: Þórir Einarsson dags. 4. sept, Friðrik Kjarrval, dags. 4. sept. Metróhópur Háskóla Íslands dags. 4. sept. Guðrún Bryndís Karlsdóttir dags. 4. sept., Íbúasamtök 3. hverfis dags. 4. sept., Guðrún D. Harðardóttir dags. 4. sept., Sturla Snorrason dags. 4. sept.,Hörður Einarsson dags. 4. sept., Hverfisráð Hlíða dags. 4. sept., Steinunn H. Yngvadóttir dags. 4. sept. og Kjartan T. Hjörvar. Jafnframt er lögð fram umsögn Skipulagsstofnunar um umhverfisskýrslu dags. 4. september 2012. Eftirtaldir aðilar sendu inn tölvupóst þar sem óskað var eftir framlengingu á fresti til að senda inn athugasemdir: Þóra Andrésdóttir dags. 4. sept., Guðríður Adda Ragnarsdóttir dags. 3. sept., Björn B. Björnsson dags. 4. sept. og bréf Jónína Birna Halldórsdóttir dags. 4. sept. 2012. Einnig er lagt fram minnisblað umhverfis- og samgöngusviðs dags. 5. nóvember 2012 varðandi framtíðarþróun umferðar í nágrenni við nýjan Landspítala.
Afgreiðslu frestað.

10. Nýr Landspítali við Hringbraut, lýsing, nýtt deiliskipulag(01.19) Mál nr. SN110037
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Spital ehf. dags. 13 september 2010, lýsing Spital vegna Landspítala við Hringbraut dags. 25. janúar 2011, drög að endurskoðaðu varðveislumati dags. 2. febrúar 2011 ásamt umsögnum hagsmunaaðila og umsögn Skipulagsstofnunar dags. 2. mars 2011 og fornleifaskráningu Minjasafns Reykjavíkur dags. 1. desember 2011. Einnig er lögð fram tillaga SPITAL að deiliskipulagi Landsspítala við Hringbraut samkvæmt deiliskipulags- og skýringaruppdráttum dags. 8. mars 2012 br. 26. mars 2012 ásamt ásýndarmyndum og skuggavarpi dags. 10. ágúst 2011 br. 8. mars 2012, greinargerð og skilmálar dags. 8. mars 2012 br. 26. mars 2012 , uppfærð 7. júní 2012, ásamt minnisblaði dags. 12. apríl 2011, bréf Spital til skipulagsráðs dags. 28. apríl 2011, bókun umhverfis- og samgöngusviðs dags. 10. maí 2011, þrívíddarmyndir dags. 19. maí 2011, minnisblað SPITAL dags. 7. júní 2011, minnisblað SPITAL varðandi umferðardreifingu dags. 7. júní 2011, minnisblað SPITAL vegna bílastæða dags. 20. júní 2011, minnisblað verkefnisstjóra dags. 28. júní 2011, minnisblað SPITAL dags. 1. júlí 2011 og minnisblað skipulags- og byggingarsviðs dags. 5. júlí 2011, breytt 17. ágúst 2011. Einnig eru lagðar fram eftirfarandi skýrslur: ,,greinargerð um samgöngur#EFK#EFK dags. 19. mars 2012, ,,þyrlupallur forsendur#EFK#EFK dags. 18. apríl 2011, ,,flutningur hættulegra efna um Hringbraut´´, ,,áhættugreining´´ dags. 4. mars 2011, ,gróður á lóð Landspítalans #EFK#EFK dags. 10. maí 2011, breytt 12. mars 2012, samgöngustefna 1. útgáfa dags. í maí 2011, kynningarbréf dags. 30. maí 2011 og ,, hljóðvistarskýrsla´´dags. 20. mars 2012., ásamt hljóvistarkortum. Einnig er lögð fram lokaskýrsla Fornleifaverndar ríkisins, Grænaborg #GL Úr borg í bæ#GL, útgáfuár 2012 vegna rannsókna á fornleifum á lóð Landspítalans sumarið 2011. Tillagan var hagsmunaaðilakynnt til og með 1. október 2011. Athugasemdir og ábendingar bárust. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis og samgöngusviðs dags. 29. september 2011, umferðarskýrsla umhverfis og samgöngusviðs dags. 19. mars 2012 minnisblaði SPITAL dags. 30. nóvember 2011, drög að greinargerð SPITAL dags. 8. janúar 2012 um samgöngur vegna deiliskipulags fyrir nýjan Landspítala við Hringbraut, minnisblað Haraldar Ólafssonar veðurfræðings dags. í febrúar 2012 um vindafar við nýjan Landsspítala Háskólasjúkrahús, minnisblað SPITAL dags. 28. febrúar 2012, snið 1 snið G vegna sjúkrahótels og áhættugreining vegna tengibrúa dags. 27. janúar 2012. Jafnframt er lögð fram athugasemd Einars Eiríkssonar og Ásdísar Ólafar Gestsdóttur f.h. Átakshóps Suður Þingholtanna #GLVerjum hverfið#GL dags. 4. maí 2012. Tillagan var auglýst frá 10. júlí til og með 19. október 2012. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir dags. 28. ágúst 2012: Gunnar Gunnarsson. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir dags. 30. ágúst 2012: Páll Halldór Halldórsson, Guðrún Finnbogadóttir, Þorsteinn Halldórsson, Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, Kristín G. Ingimundardóttir, Sigurjón Stefánsson, Kári Þór Samúelsson, Erla S. Ingólfsdóttir, Kristbjörg Sveinbjörnsdóttir, Jónas Hallgrímsson, Kristbjörg Björnsdóttir, Sigrún Rafnsdóttir, Jóna Ann Pétursdóttir, Guðrún Thorsteinsson, 62 samhljóða bréf bárust. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir dags. 31. ágúst 2012: Magnús Baldursson og Áslaug Arna Stefánsdóttir, Einar Eiríksson og Ásdís Ólöf Gestsdóttir f.h. Átakshóps Suður Þingholtanna #GLVerjum hverfið#GL, 6. samhljóða bréf bárust. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir dags. 1. september 2012: Hrefna Ingólfsdóttir, Bergþór Haraldsson, Elsa Eiríksdóttir. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir dags. 2. september 2012: Magnús Grétarsson, 5 samhljóða bréf bárust. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir dags. 3. september 2012: Gyða Einarsdóttir, Einar Valur Ingimundarson, Íris Ágústsdóttir, Jóhanna Svala Rafnsdóttir, Helga Ágústsdóttir, Breki Karlsson, Ólafur Haraldsson, Páll Torfi Önundarson, Sigrún Theodórsdóttir, Gunnar Roach, Brimrún Hrönn Hafsteinsdóttir, Bjarni Magnússon, Roald Viðar Eyvindsson, Pétur Húni Björnsson, Urður Hákonardóttir ásamt Jóni Atla Jónassyni og Kríu Ragnarsdóttur, Valgerður Árnadóttir, Olgeir Helgason, Guðríður Adda Ragnarsdóttir, 49. samhljóða bréf bárust. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir dags. 4. september 2012: Rakel Edda Ólafsdóttir og Karl Arnar Arnarson, Júlíus Valsson, Ragnheiður Haraldsdóttir, Sigríður Arna Arnþórsdóttir, Anna K. Kristjánsdóttir, Jón Birgir Magnússon, Herdís L. Storgaard, Hallgerður Hallgrímsdóttir, Ólafur Þórðarson, Ólafur Rúnarsson, Sverrir Páll Erlendsson, Ólafur Rögnvaldsson, Sólveig Rós Másdóttir, Anna Hugadóttir, Sigurður Jónsson, Gunnar Guðbjörnsson, Jarþrúður Karlsdóttir, Margrét M. Norðdahl, Ásdís Schram, Haraldur Unason Diego, Árni Gunnarsson, Þórunn Lárusdóttir, Guðný Einarsdóttir, Sigurður H. Sigurðsson, Björn Kristins f.h. Metróhóps Háskóla Íslands, Kristín Atladóttir, Ólöf Pétursdóttir, Bergur Ólafsson, Birgir Jón Birgisson, Katrín Georgsdóttir, Magnús Sævar Magnússon, Þóra Marteinsdóttir, Hilda G. Birgisdóttir, Ólafur G. Sigurðsson, María Rún Bjarnadóttir, Linda María Þorsteinsdóttir, Jórunn Edda Helgadóttir, Steinunn H. Yngvadóttir, Ólafía Sólveig Einarsdóttir, Auður Styrkársdóttir, Þórir Einarsson, Ilmur Dögg Gísladóttir, Ragna Þyrí Dögg Guðlaugsdóttir, Helgi Borg Jóhannsson, Ásta Sóllilja Guðmundsdóttir, Gunnlaugur Friðrik Friðriksson, Þórir Bergsson, Steinunn Gestsdóttir, Kolbrún Jarlsdóttir, Hrönn Guðmundsdóttir, Jón Guðmundsson, Ásgeir Erlendur Ásgeirsson, Ingunn Ingimarsdóttir, Þórunn Sigurðardóttir, Viktoría Áskelsdóttir, Steinunn Friðriksdóttir, Alda Björk Óskarsdóttir, Margrét, Þ. Johnson, Ragnheiður Aradóttir, Jón Rafn Jóhannsson, Fríða Britt Bergsdóttir, Helga Björnsdóttir, Sigurður Halldórsdóttir,Guðrún Bryndís Karlsdóttir, Guðlaugur Gauti Jónsson, Friðrik Kjarrval, Katrín Þorsteinsdóttir, Eyjólfur Einar Bragason, Grímur Garðarsson, Gunnar Árni Gunnarsson, Sturla Snorrason, Andrea Þormar, Ísak S. Hauksson, Tómas Örn Stefánsson, Þórunn Brandsdóttir, Herdís Anna Jónasdóttir, Guðrún D. Harðardóttir, Svala Jónsdóttir, Kristín L. Ragnarsdóttir, Alfreð Sturla Böðvarsson, Auðbjörg Erlingsdóttir, Steinunn Þórhallsdóttir f.h Íbúasamtaka 3. Hverfis, Þóra Andrésdóttir, Hilmar Sigurðsson f.h Hverfisráðs Hlíða, Eyvindur Karlsson, Björgólfur Thorsteinsson, Gunnar Grímsson, Kristinn Ingi Þórarinsson, Ástvaldur Kristjánsson, Hörður Einarsson, Kjartan Valgarðsson, Hafdís Þórisdóttir, Atli Már Jósafatsson, 283 samhljóða bréf bárust. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir dags. 5. september 2012: Nína Helgadóttir, Björg Sigurðardóttir, Ingunn Hjaltadóttir, Stefánía Pálsdóttir, 14. samhljóða bréf bárust. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir dags. 6. september 2012: Páll Birgir Wolfram, Sævar Jónatansson og Þórunn Þorgilsdóttir, Dómhildur Karlsdóttir, Þorgeir Steingrímsson, Róbert Grétar Gunnarsson og 11 samhljóðandi bréf bárust. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir dags. 7. september 2012: Svava Ágústa Júlíusdóttir, Stefán Sveinsson, Íris Gunnarsdóttir, Erna Grétarsdóttir og Gunnar Árni Þorkelsson, Jónatan Karlsson, 7 samhljóða bréf bárust. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir dags. 8. september 2012: Kristinn Tómasson, Björk Jóhannesdóttir, 3 samhljóða bréf bárust. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir dags. 9. september 2012: Ingunn Hjaltadóttir. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir dags. 10. september 2012: Þrándur Sigurjón Ólafsson. Eftirtaldir aðilar senu inn athugasemdir dags. 12. september 2012: Guðrún Erla Leifsdóttir, 2. samhljóða bréf bárust. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir dags. 15. september 2012: Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Helga Helgadóttir, Júlía G. Björnsdóttir, Guðrún Árnadóttir og Ólafur H. Ólafsson, Jón Ingi Árnason, Þorsteinn Sæmundsson, Hildur Jónsdóttir. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir dags. 16. september 2012: Theódóra Anna Torfadóttir, Gauti Kjartan Gíslason. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir dags. 17. september 2012: Birgir Grímsson, Vilborg Traustadóttir, Hrönn Hjálmarsdóttir, 31 samhljóða bréf bárust. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir dags. 18. september 2012: Júlía Björnsdóttir, Magnús Skúlason f.h. Íbúasamtök miðborgar, Guðrún Indriðadóttir, Kristín Aðalsteinsdóttir, Bryndís Ragnarsdóttir, Arnþór Ragnarsson, Kristín B Óladóttir og Þórður Á Hjaltested f.h Kennarasambands Íslands, 4 samhljóða bréf bárust. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir dags. 19. september 2012: Jakob Emilsson, Aron Ólafsson, Olga Dís Sævarsdóttir, Steinunn Pálsdóttir, Halldóra Kristjánsdóttir, Kristín Sjöfn Sigurðardóttir, María Guðmundsdóttir, Helgi Máni Sigurðsson, Heiðar Reyr Ágústsson, Sigurður Einar Gylfason, Elín H. Laxdal, Gunnar Bill Björnsson, Steinar Guðsteinsson, Snorri Gunnarsson, Jón Ármann Steinsson, Ragnar Halldórsson, Óli Jón Sigurðsson, Ragnheiður K. Karlsdóttir, Margrét Breiðfjörð, Kristinn Leifsson, Jóhann Kristján Eyfells, Þorbjörg Roach Gunnarsdóttir, Bergljót Brand, Guðrún Birna Finnsdóttir, Andrea Kristinsdóttir, Hinrik Morthens, Jóhannes Hauksson, Sigurður Guðmundsson, Vigfús Björnsson,Tinna Finnbogadóttir, Lilja Sólrún Halldórsdóttir, Kristín Pálsdóttir, Sesselja Magnúsdóttir, Bjarki Þór Jóhannesson, Ásbjörg Hjálmarsdóttir, Unnur Valdís Kristjánsdóttir, Brynhildur S. Björnsdóttir, Ósk Laufey Óttarsdóttir, Eygló Þorgeirsdóttir, Guðrún Á Jónsdóttir, Tryggvi Hjörvar, Gísli Gestsson, Ólafur Kjartansson, Barði Ólafsson, H. Hrannar Ásgrímsson, Bjarni Kjartansson, Guðbjörg Á Guðmundsdóttir, Bjarni Kjartansson, Ragnhildur Hólm, Lára Emilsdóttir, aðsend grein á vísir.is eftir Þóru Andrésdóttur, Guðrún Kristín Jóhannsdóttir, Hildur Jörundsdóttir, Ingifríður R. Skúladóttir, Valdimar Þór Brynjarsson, Kolbrún Karlsdóttir, Gunnar Þór Kjartansson, Sveinn Ragnarsson, Þröstur Már Bjarnason, Kristlaug S. Sverrisdóttir, Arnar Sigurjónsson, Ingvar Ragnarsson, Kristín R. Magnúsdóttir, Margrét Brynjólfsdóttir, Sólbjörg G. Sólversdóttir, Hildur Arna Gunnarsdóttir, Hrund Magnúsdóttir, Jón Helgi Þórarinsson, Páll Guðmundsson, Kristinn Guðmundsson ásamt Önnu G. Ólafsdóttur og Önnu V. Pálsdóttur, Karl Haraldsson, William Kristjánsson, Bjarmi Freyr Sigurðsson, Ingibjörg og Georg, Ingibjörg Þórisdóttir, Daði Hannesson, Jóhannes Vilhjálmsson, Laufey Hrönn Jónsdóttir, Sæbjörn Konráðsson, Kristinn Roach Gunnarsson, Reynir Valdimarsson, Dóra Ósk Bragadóttir, Kristín Marselíusardóttir, Helga Þórhallsdóttir, Gunnar Sveinbjörnsson, Ásbjörn Torfason, María Ívarsdóttir, Elín Birna Vigfúsdóttir, Reynir Valdimarsson, Andrea Marta Vigfúsdóttir, Reynir Pálmason, Sigurborg í Hólm, 15 samhljóða bréf bárust. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir dags. 20. september 2012: Þórdís Björgvinsdóttir ásamt Stefáni Ingvari Guðmundssyni, Soffíu Rós Stefánsdóttur, Kristfríði Rós Stefánsdóttur og Steinþóri Stefánssyni, Arndís Bjarnadóttir, Fríða Nicholls-Hauksdóttir, Þorvaldur Gylfason, Jommi, Oddný Bergþóra Helgadóttir, Guðríður Sigurbjörnsdóttir, Kristján Ingólfsson, Una N. Svane, Þóra Jónsdóttir, Baldur Jóhannesson, Þóra Jónsdóttir, Elísabet Anna Vignir, Þórunn María Einarsdóttir, Þórður Eggert Viðarsson, Una Björg Magnúsdóttir, Sigurður Arnarsson, Didda Scheving Björnsdóttir, Árni Jónsson og Ingunn Guðrún Árnadóttir, Lilja Sigrún Jónsdóttir, Erling Smári Jónsson ásamt Hafþóri Úlfari Erlingssyni og Kristínu Helgu Erlingsdóttur, Gunnar Brynjólfur Gunnarsson, Unnþór Bergmann Halldórsson, Sveinhildur Vilhjálmsdóttir, Einar Jónsson, Hólmfríður Traustadóttir, Ólafur Jónsson, Hugrún Margrét Óladóttir, Björk Baldursdóttir, Valgerður Anna Einarsdóttir, 22 samhljóða bréf bárust ásamt. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir dags. 21. september 2012: Árni Kjartansson. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir dags. 24. september 2012: Hanna S. Kjartansdóttir. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir dags. 25. september 2012: Kristinn Lund. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir dags. 3. október 2012: Anna Beta Gísladóttir ásamt Önnu Fjalarsdóttur og Gísla Skúlasyni. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir dags. 18. október 2012: Eva Thorstensen, Þórður Ólafur Búason f.h skipulags- og mannvirkjanefndar Seltjarnarnesbæjar. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir dags. 19. október 2012: Einar Baldvin Pálsson, Kjartan T. Hjörvar. Einnig er lögð fram umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 19. september 2012. Eftirtaldir aðilar sendu inn tölvupóst þar sem óskað var eftir framlengingu á fresti til að senda inn athugasemdir/umsagnir: Kristín Lóa Ólafsdóttir f.h. Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 29. ágúst, Þóra Andrésdóttir dags. 30. ágúst, Guðríður Adda Ragnarsdóttir, Björn B. Björnsson dags. 4. sept. og Jónína Birna Halldórsdóttir dags. 4. sept. 2012. Jafnframt er lagt fram bréf Jóns Heiðars Þorsteinssonar dags. 8. september þar sem athugasemd er dregin tilbaka.
Einnig er lagt fram minnisblað umhverfis og samgöngusviðs dags. 5. nóvember 2012 varðandi framtíðarþróun umferðar í nágrenni við nýjan Landspítala.
Afgreiðslu frestað.

11. Hringbraut, breyting á deiliskipulagi færslu Hringbrautar Mál nr. SN120092
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga Landmótunar varðandi breytingu á deiliskipulagi Hringbrautar. Í breytingunni felst að felldur er úr gildi hluti deiliskipulagsins umhverfis Hlíðarfót. Svæðið verður innan deiliskipulagsmarka Landsspítala Háskólasjúkrahúss, samkvæmt uppdrætti Landmótunar dags. 22. nóvember 2011, breytt. 12. mars 2012. Tillagan var auglýst frá 10. júlí til og með 20. september 2012. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir: Friðrik Kjarrval dags. 4. sept., Sturla Snorrason dags. 4. sept. Guðrún D. Harðardóttir dags. 4. sept., Steinunn H. Yngvadóttir dags. 4. sept., Hörður Einarsson dags. 4. sept.
Afgreiðslu frestað.

(B) Byggingarmál

12. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð Mál nr. BN044003
Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð nr. 707 frá 13. nóvember 2012.

(D) Ýmis mál

13. Byggingarreglugerð, kynning Mál nr. SN120483
Björn Karlsson forstjóri Mannvirkjastofnunar kynnir nýja byggingarreglugerð

{Jórunn Frímannsdóttir vék af fundi kl. 12:00}
{Gísli Marteinn Baldursson og Kristín Soffía Jónsdóttir véku af fundi kl 12:07}

Björn Karlsson forstjóri Mannvirkjastofnunar kynnti.

Fundi slitið kl. 12.20.

Páll Hjalti Hjaltason
Hjálmar Sveinsson Elsa Hrafnhildur Yeoman
Júlíus Vífill Ingvarsson

Afgreiðsla byggingarfulltrúa samkv. samþykkt nr. 161/2005

Árið 2012, þriðjudaginn 13. nóvember kl. 10.55 fyrir hádegi hélt byggingarfulltrúinn í Reykjavík 707. fund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn í fundarherberginu 2. hæð Borgartúni 12-14. Þessi sátu fundinn: Sigrún Reynisdóttir, Harri Ormarsson, Eva Geirsdóttir, Jón Hafberg Björnsson, Sigurður Pálmi Ásbergsson, Óskar Torfi Þorvaldsson, Bjarni Þór Jónsson og Björn Kristleifsson. Fundarritari var Harri Ormarsson

Þetta gerðist:

Nýjar/br. fasteignir

1. Aragata 15 (01.630.502) 106675 Mál nr. BN045193
Ingigerður Á Guðmundsdóttir, Aragata 15, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta áður samþykktu erindi BN043742 þannig að sorpgeymsla sem er staðsett inni í bílskúr er stækkuð við það færist hurðarop á framhlið bílskúrs og þak á bílskúr verður gert einhalla að húsi á lóð nr. 15 við Aragötu.
Gjald kr. 8.500
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.

2. Austurstræti 9 (01.140.210) 100832 Mál nr. BN045030
Austurstræti 9 ehf, Pósthólf 8011, 128 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi í veitingasal og innrétta bar og kaffihús án matsölu í flokki III fyrir 120 gesti á 2. hæð í húsi á lóð nr. 9 við Austurstræti.
Gjald kr. 8.500 + 8.500
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.

3. Baldursgata 32 (01.186.321) 102274 Mál nr. BN045138
Dán tán ehf., Suðurlandsbraut 12, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja úr steinsteypu, einangrað að innan og með bárujárnsklæddu timburþaki fjögurra hæða og sjö íbúða fjölbýlishús á lóð nr. 32 við Baldursgötu.
Sótt er um undanþágu frá nýrri byggingarreglugerð sbr. gr. 17.1.2 ákvæði til bráðabirgða.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 9. nóvember 2012 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 9. nóvember 2012.
Stærðir:
1. hæð 145 ferm., 2. hæð 140,8 ferm., 3. hæð 111,4 ferm., 4. hæð 55,3 ferm.
Samtals 452,6 ferm., 1.351,3 rúmm.
Gjald kr. 8.500 + 114.861
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

4. Baldursgata 34 (01.186.322) 102275 Mál nr. BN045139
Dán tán ehf., Suðurlandsbraut 12, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja úr steinsteypu, einangrað að innan og með bárujárnsklæddu timburþaki þriggja hæða og þriggja íbúða fjölbýlishús með undirgangi á lóð nr. 34 við Baldursgötu.
Sótt er um undanþágu frá nýrri byggingarreglugerð sbr. gr. 17.1.2 ákvæði til bráðabirgða.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 9. nóvember 2012 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 9. nóvember 2012.
Stærðir:
1. hæð 54,3 ferm., 2. hæð 63,4 ferm., 3. hæð 37,6 ferm.
Samtals 155,3 ferm., 504,3 rúmm.
B-rými 13,4 ferm.
Gjald kr. 8.500 + 42.865
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

5. Barónsstígur 16 (01.174.213) 101616 Mál nr. BN045198
Sigurþór Hallbjörnsson, Barónsstígur 16, 101 Reykjavík
Áróra Gústafsdóttir, Barónsstígur 16, 101 Reykjavík
Sótt er um samþykkt á reyndarteikningu þar sem gerð er grein fyrir áður gerðu gróðurhúsi á lóð nr. 16 við Barónsstíg.
Stærð: 18,7 ferm., og 50,9 rúmm.
Gjald kr. 8.500 + 4.326
Frestað.
Samkvæmt gögnum embættisins er lágmarksgjald ógreitt.

6. Bauganes 25A (01.673.007) 106824 Mál nr. BN045145
Sigurður Einar Sigurðsson, Bauganes 27, 101 Reykjavík
Ottó Eðvarð Guðjónsson, Bauganes 25a, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að stækka íbúð 1. hæðar inn í bílskúr, byggja svalir og stækka íbúð 2. hæðar útyfir þak, endurnýja ytra byrði og styrkja burðarviði húss á lóð nr. 25A við Bauganes.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 9. nóvember 2012 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 9. nóvember 2012.
Jákvæð fyrirspurn BN044715 fyrir stækkun efri hæðar.
Stækkun: XX ferm. XX rúmm.
Gjald kr. 8.500 + XXX
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði og umsagnar skipulagsstjóra dags. 9. nóvember 2012.

7. Blönduhlíð 9 (01.704.216) 107096 Mál nr. BN044180
Ásmundur Ísak Jónsson, Blönduhlíð 9, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja steinsteyptan bílskúr í norðvesturhorni lóðar fjölbýlishúss á lóð nr. 9 við Blönduhlíð.
Erindið var grenndarkynnt frá 1. júní til og með 29. júní 2012 og samþykkt af skipulagsráði sem vísaði því til fullnaðarafgreiðslu byggingarfulltrúa.
Erindi fylgja fsp. BN044040, BN043234, BN040455 og BN039742 og samþykki meðeigenda áritað á uppdrátt sem dagsettur er 13. október 2011, breytt 10. maí 2012.
Stærð: 35,8 ferm., 112,3 rúmm.
Gjald kr. 8.500 + 9.546
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við fokheldi.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

8. Borgartún 8-16 (01.220.107) 199350 Mál nr. BN045135
Höfðatorg ehf., Stórhöfða 34-40, 110 Reykjavík
Sótt er um samþykkt á reyndarteikningu af bílakjallara B1 og B2 og sótt um að bílastæðakrafa verði lækkuð úr 1/35 í 1/50 í B1 á lóð nr. 8-16 við Borgartún.
Gjald kr. 8.500
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Að athugasemdum uppfylltum verður málinu vísað til skipulagsstjóra.

9. Borgartún 8-16 (01.220.107) 199350 Mál nr. BN045133
Höfðatorg ehf., Stórhöfða 34-40, 110 Reykjavík
Sótt er um að fjölga eignum á Höfðatorgi samkvæmt meðfylgjandi töflu.
Eignirnar verða:
Eign 01 0101 - B1 - Borgartún 12-14
Eign 03 0101 - H1 - Turninn/Höfðatún 2
Eign 04 0101 - Fyrirhuguð hótelbygging
Eign 05 0101 - mhl.05 (Höfðatún 12), mhl. 06 (Höfðatún 12A) og mhl. 07 (Skúlagata 63).
(Meðfylgjandi er bréf arkitekts dags. 7.11. 2012 og minnisblað vegna brunahönnunar dags. 8.11. 2012).
Á lóðinni Borgartún 8-16.
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

10. Bókhlöðustígur 2 (01.183.107) 101929 Mál nr. BN045163
Völundur Snær Völundarson, Bókhlöðustígur 2, 101 Reykjavík
YUZU ehf., Bókhlöðustíg 2, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að stækka kjallara til austurs og innrétta í honum eldhús og veitingasal fyrir 40 gesti og veitingaflokk II en á hæðinni og undir risi er íbúð í húsinu sem byggt var 1882 á lóðinni nr. 2 við Bókhlöðustíg.
Meðfylgjandi er umsögn Minjasafns Reykjavíkur dags. 26.10. 2012 og Húsafriðunarnefndar dags. 29.10. 2012.
Stærðir: 365,4 ferm., 1.055,2 rúmm.
Stækkun: 62,8 ferm., 306,2 rúmm.
Gjald kr. 8.500 + 26.027
Frestað.Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.

11. Bólstaðarhlíð 5 (01.270.211) 103588 Mál nr. BN045147
Jóhanna Svala Rafnsdóttir, Bólstaðarhlíð 5, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að fjarlægja burðarveg að hluta, setja stálbita í staðinn, og breyta innra skipulagi í fjölbýlishúsi á lóð nr. 5 við Bólstaðarhlíð.
Gjald kr. 8.500
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

12. Bragagata 33A (01.186.215) 102244 Mál nr. BN045186
Arnar Már Þórisson, Sólvallagata 14, 101 Reykjavík
Frjálsi hf., Lágmúla 6, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að endurnýja erindið BN042913 þar sem sótt var um leyfi til að breyta innréttingum og búa til sér íbúð í þakhæð fjölbýlishússins á lóð nr. 33A við Bragagötu.
Erindi fylgir bréf frá Húseigendafélaginu dags. 3. janúar 2012.
Gjald kr. 8.500
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

13. Bústaðavegur 79 (01.818.314) 108224 Mál nr. BN045161
Sævar Örn Sævarsson, Suðurhólar 20, 111 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innra fyrirkomulagi á 2. hæð í nýsamþykktu erindi, sjá BN044601 í fjölbýlishúsi á lóð nr. 79 við Bústaðaveg.
Gjald kr. 8.500
Frestað.
Samkvæmt gögnum embættisins er lágmarksgjald ógreitt.

14. Dalsel 12 (04.948.701) 113071 Mál nr. BN045182
Vigdís Sveinsdóttir, Dalsel 12, 109 Reykjavík
Sveinn Ingi Ólafsson, Hnjúkasel 2, 109 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að byggja svalalokanir yfir svalir á suðvesturhlið og klæða með steniklæðningu sömu hlið húss nr. 12 á lóðinni nr. 6-22 við Dalsel.
Samþykki meðeigenda dags. 1. júní 2012 fylgir erindinu.
Gjald kr. 8.500
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

15. Dúfnahólar 2-6 (04.642.001) 111906 Mál nr. BN045113
Hjörtur Sævar Steinason, Dúfnahólar 4, 111 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að endurnýja erindi BN038661 þar sem leyft var að klæða með áli bílskúra sem tilheyra fjölbýlishúsi nr. 4 á lóð nr. 2-6 við Dúfnahóla.
Samþykki eigenda bílskúra á lóð dags. 1. nóvember 2012 fylgir erindi.
Gjald kr. 8.500
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

16. Einholt 2 (01.244.101) 103179 Mál nr. BN045185
Arnar Már Þórisson, Sólvallagata 14, 101 Reykjavík
Fasteignin Einholti 2 ehf, Tunguási 9, 210 Garðabær
Sótt er um leyfi til að endurnýja erindið BN042002 þar sem sótt var um að byggja fernar svalir, innrétta sex íbúðir og byggja sólpalla á baklóð atvinnuhúss á lóð nr. 2 við Einholt.
Gjald kr. 8.500
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

17. Fákafen 11 (01.221.101) 105679 Mál nr. BN045141
Lifandi markaður ehf., Borgartúni 24, 105 Reykjavík
ÞEJ fasteignir ehf, Bíldshöfða 16, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN04493 vegna athugasemda sem fram komu við öryggisúttekt á rými 0101 í atvinnuhúsi á lóð nr. 11 við Fákafen.
Bréf frá hönnuði dags. 6. 11.2012 fylgir þar sem farið er fram á að kjallari verði meðhöndlaður sem ný umsókn með erindi BN045196.
Gjald kr. 8.500
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við lokaúttekt.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

18. Fákafen 11 (01.463.402) 105679 Mál nr. BN045196
ÞEJ fasteignir ehf, Bíldshöfða 16, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta brunavörnum í kjallara hússins á lóð nr. 11 við Fákafen.
Bréf frá hönnuði þar sem hann óskar eftir að kjallarinn verði færður undan byggingarleyfum BN044943 og BN045141.
Gjald Kr. 8.500
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

19. Fiskislóð 3 (01.089.502) 197244 Mál nr. BN045192
Hnotskurn ehf, Sóltúni 26, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að stækka anddyri verslunar til norðaustur sem nemur skyggni með léttri lokun sem er fyrir, flóttahurð á norðvestur er færð til, innri breytingar, vatnsúðakerfi aðlagað breyttu fyrirkomulagi og afgirtu útisvæði er komið fyrir við móttökuhurð hússins á lóð nr. 3 við Fiskislóð.
Bréf frá hönnuði dags. 6. nóv. 2012. Umboð eiganda dags. 6. nóv. 2012. Skýrsla brunahönnuðar dags. 22. okt. 2012.
Stækkun: 16,9 ferm., 52,8 rúmm.
Gjald kr. 8.500 + 4.488
Frestað.
Vísað til athugasemda eldvarnaeftirlits á umsóknarblaði.

20. Fýlshólar 11 (04.641.511) 111895 Mál nr. BN045183
Tama V Bjarnason, Fýlshólar 11, 111 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að gera íbúð í fremri hluta kjallara einbýlishússins á lóðinni nr. 11 við Fýlshóla.
Jákvæð fyrirspurn BN044813 dags. 14. ágúst 2012 fylgir erindi sem og bókun skipulagsstjóra.
Gjald kr. 8.500
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

21. Grandagarður 15-37 (01.115.001) 100045 Mál nr. BN045048
Faxaflóahafnir sf., Tryggvagötu 17, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að innrétta veitingastað í flokki II , breyta ytra útliti koma fyrir nýrri flóttahurð og læstri gasgeymslu við gluggalausa bakhlið norð- vesturhliðar hús nr. 23 á lóð nr. 15-37 við Grandagarð.
Erindi fylgja, yfirlýsing forstöðumanns rekstradeildar Faxaflóahafna dags. 1. október 2012, bréf hönnuðar dags. sama dag, ásamt útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 9. nóvember 2012.
Einnig umsögn frá Húsafriðunarnefnd dags. 23. október 2012 og Minjasafni Reykjavíkur dags. 26. október 2012.
Gjald kr. 8.500
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

22. Grenimelur 46 (01.524.307) 106042 Mál nr. BN045140
Hús Fjárfestingar ehf, Jórsölum 7, 201 Kópavogur
Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN035089, sett er glerhandrið á svalir, bætt við úttröppum og útliti glugga og hurða breytt í húsi á lóð nr. 46 við Grenimel.
Samþykki meðeigenda á teikningum.
Gjald kr. 8.500
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

23. Grettisgata 6 (01.182.105) 101821 Mál nr. BN045202
Bergþóra Berta Guðjónsdóttir, Laugavegur 133, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að bæta við einum þakglugga á rými 0501 í fjölbýlishúsinu á lóð nr. 6 við Grettisgötu.
Gjald kr. 8.500
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

24. Grjótasel 4 (04.933.702) 112870 Mál nr. BN045156
Guðmundur Björgvin Helgason, Grjótasel 4, 109 Reykjavík
Vegna lekavandamála er sótt um leyfi til þess að setja vatnsverjandi plötu úr bárujárni yfir þaksvalir á þriðju hæð parhússins nr. 4 við Grjótasel (matshl. 02) á lóðinni Gljúfrasel 3, Grjótasel 4.
Samþykki meðlóðarhafa Gljúfraseli 3 dags. 30.10.2012 fylgir erindinu.
Gjald kr. 8.500
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

25. Haukdælabraut 11-15 (05.113.305) 214786 Mál nr. BN045137
Monika Sigurlaug Baldursdóttir, Hverafold 46, 112 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja raðhús, þrjá matshluta, á einni hæð með kjallara undir vesturhluta (mhl. 03) úr steinsteyptum samlokueiningum á lóð nr. 11-15 við Haukdælabraut.
Stærð: Mhl. 01: Íbúð 162,9 ferm., bílgeymsla 26 ferm. Samtals 188,9 ferm., 642,4 rúmm.
Mhl. 02: Íbúð 163 ferm., bílgeymsla 26 ferm. Samtals 189 ferm., 642,6 rúmm.
Mhl. 03: 1. hæð íbúð 89,2 ferm., 2. hæð íbúð 125,1 ferm., bílgeymsla 26 ferm. Samtals 233,7 ferm., 936,7 rúmm.
Mhl. 01, 02, 03: 612,6 ferm., 2.222 rúmm.
Gjald kr. 8.500 + 188.845
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

26. Haukdælabraut 38 (05.114.606) 214799 Mál nr. BN045160
Hulda Nanna Lúðvíksdóttir, Biskupsgata 39, 113 Reykjavík
Ólafur Páll Snorrason, Ólafsgeisli 5, 113 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja staðsteypt einbýlishús á tveimur hæðum með innbyggðri bílgeymslu á lóð nr. 38 við Haukdælabraut.
Stærð; 1. hæð íbúð 100,4 ferm., bílgeymsla 26,3 ferm., 2. hæð 170 ferm.
Samtals 296,7 ferm., 1.027,5 rúmm.
Gjald kr. 8.500 + 87.338
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

27. Heiðarbær 17 (04.351.403) 111143 Mál nr. BN045171
Guðmundur H Magnason, Brautarás 12, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess byggja steinsteypta bílgeymslu, einangraða utan og klædda steinflísum að vesturhlið húss. Jafnframt er sótt um að að breyta lítillega innra fyrirkomulagi og klæðningu hússins á lóðinni 17.við Heiðarbæ, sbr. erindi bn044701 sem samþykkt var 11.09.2012.
Samþykki nágranna Heiðarbæ 15, þinglýst 31. október 2012 fylgir erindinu.
Stærð´: Viðbygging bílskúr 27,0 ferm. og 84,5 rúmm.
Gjald kr.8.500 + 7.183
Frestað.
Lagfæra skráningartöflu.

28. Hjallasel 12 (04.937.301) 112907 Mál nr. BN044741
Erna Jónsdóttir, Hjallasel 12, 109 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að stækka svalir á vesturhlið hússins nr. 12 í parhúsi nr. 12-14 við Hjallasel á lóðinni nr. 5-13 við Hagasel.
Samþykki eigenda Hálsasels 21 og Hjallasels 10 og 14 dags. 5. júlí 2012 fylgir erindinu.
Ný skráningartafla fylgir erindinu.
Gjald kr. 8.500
Frestað.
Lagfæra skráningartöflu.

29. Hofsvallagata -sundl. (01.526.101) 106073 Mál nr. BN045159
Framkvæmda- og eignasvið Reykja, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja heitan pott á laugarsvæði Vesturbæjarlaugarinnar á lóð við Hofsvallagötu.
Gjald kr. 8.500
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

30. Hraunbær 102A (04.343.301) 111081 Mál nr. BN045108
Blásteinn sportbar ehf, Rauðagerði 33, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til breytinga innanhúss í Blásteini sportbar á lóð nr. 102A við Hraunbæ.
Gjald kr. 8.500
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

31. Hraunbær 102E (04.343.301) 111081 Mál nr. BN045162
Hraunbraut ehf., Síðumúla 12, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að breyta atvinnuhúsnæði á fyrstu hæð í hús nr. 102E á lóð nr. 102 við Hraunbæ.
Samþykki hluta meðeigenda (ódags.) fylgir erindinu.
Umsögn skipulagsstjóra dags. 10.08.2012 fylgir erindinu.
Gjald kr. 8.500
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

32. Hrefnugata 4 (01.247.302) 103363 Mál nr. BN045035
Hálist ehf, Hrefnugötu 4, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að byggja svalir á suðurhlið fyrstu, annarrar og þriðju hæðar og útbúa sérafnotaflöt fyrir kjallaraíbúð í húsinu á lóðinni nr. 4 við Hrefnugötu.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 8. júní 2012 fylgir erindinu (v. fyrirspurnar, sjá fyrirspurnarerindi BN044556) ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 6. júní 2012.
Samþykki meðeigenda dags. 18.09.2012 fylgir erindinu.
Umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 05.11.2012 fylgir erindinu.
Gjald kr. 8.500
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Nýjum uppdráttum vísað til umsagnar skipulagsstjóra.

33. Hringbraut 26 (01.143.107) 100955 Mál nr. BN045195
Þorsteinn Sæmundsson, Háahlíð 14, 550 Sauðárkrókur
Sótt er um leyfi til að opna út í garð á norðurhlið með tvöfaldri hurð og palli, reisa 2 metra háa skjólveggi úr timbri við norðvestur og norðaustur horn á einbýlishúsinu á lóð nr. 26 við Hringbraut.
Gjald kr. 8.500
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

34. Hverafold 1-5 (02.874.201) 110375 Mál nr. BN044250
Jón I. Garðarsson ehf, Hverafold 5, 112 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að innrétta íbúð á 3. hæð í hverfismiðstöð í húsi nr. 5 á lóð nr. 1-5 við Hverafold.
Erindi fylgja andmæli stjórnarfundar í húsfélagi dags. 29. og 30. mars og 7. maí 2012, frá Tónlistarskólanum í Grafarvogi dags. 8. maí, frá Félagi sjálfstæðismanna í Grafarvogi dags. 10. maí, frá Forum lögmenn 10. maí og tölvupóstur dags. 14. maí 2012, tvö bréf frá Jóni Ingvari Garðarssyni, annað ódagsett og hitt dags. 7. maí 2012, bréf til kærunefndar húsamála dags. 14. maí 2012, þinglýstur kaupsamningur dags. 30. ágúst 2005 og tölvupóstar dags. 10. og 11. maí 2012.
Einnig fylgja erindi bréf frá umsækjanda ódagsett, umsögn lögfræði- og stjórnsýslu dags. 7. maí 2012 og álit kærunefndar húsamála dags. 23. október 2012.
Gjald kr. 8.500
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

35. Hverfisgata 18 (01.171.005) 101351 Mál nr. BN044992
Linda Mjöll ehf, Hverfisgötu 18, 101 Reykjavík
Hverfiseignir ehf, Pósthólf 414, 121 Reykjavík
Sótt er um leyfi til breytinga innanhúss, stækka lækkun á gólfi kjallara um 5,4 ferm., færa kaffistofu starfsmanna og stækka sal í kjallara, gestafjöldi er óbreyttur í veitingahúsi á lóð nr. 18 við Hverfisgötu.
Stækkun 1,6 rúmm.
Gjald kr. 8.500 + 136
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

36. Hverfisgata 20 (01.171.008) 101354 Mál nr. BN045179
I 2011 ehf, Þverholti 5, 270 Mosfellsbær
Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi veitingastaðar í flokki III þar sem kemur fram stækkun millipalls, fjölgun gesta í 300 og breytingar á innra skipulagi í húsi á lóð nr. 20 við Hverfisgötu.
Stækkun: 16,0 ferm.
Gjald kr. 8.500
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

37. Hverfisgata 21 (01.151.409) 101003 Mál nr. BN045166
RR hótel ehf., Laugavegi 182, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að fella niður útilyftu sbr. nýsamþykkt erindi BN044782 og byggja í staðinn upphitaðar skábrautir fyrir framan inngang í hótel á lóð nr. 21 við Hverfisgötu.
Gjald kr. 8.500
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

38. Hverfisgata 57 (01.152.517) 101089 Mál nr. BN044977
Hverfill ehf., Helluvaði 1, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að byggja úr steinsteypu tvær hæðir og rishæð, samtals sex íbúðir, ofan á hús sem nú er ein hæð og kjallari, skráð ein íbúð, á lóðinni nr. 57 við Hverfisgötu.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 9. nóvember 2012 fylgir erindinu.
Ný skráningartafla fylgir erindinu.
Stærð: Fjölbýlishús xx ferm. og xx rúmm.
Gjald kr. 8.500 + xx.
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

39. Hverfisgata 61 (01.152.515) 101087 Mál nr. BN044976
Hverfill ehf., Helluvaði 1, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að byggja steinsteypt fjölbýlishús sem er þrjár hæðir og ris, á lóðinni nr. 61 við Hverfisgötu.
Jafnframt er sótt um leyfi til þess að flytja matshluta 01 (byggður árið 1915), rífa matshluta 02 (byggður árið 1945) og rífa matshluta 03 (byggður árið 1927) á lóðinni nr. 61 við Hverfisgötu.
Sbr. erindi BN044673 #GLNiðurrif - þrír matshl.#GL sem er til umfjöllunar hjá skipulagsstjóra.
Flutningur og niðurrif Hverfisgata 61, landnúmer 101087.
Fastanúmer 200-3352 merkt 01- 0101 - íbúð 48,1 ferm.- verður flutt.
Fastanúmer 200-3353 merkt 01- 0201 - íbúð 47,5 ferm. - verður flutt.
Fastanúmer 200-3354 merkt 02- 0001 - vörugeymsla 126,4 ferm.- v.rifið.
Fastanúmer 200-3355 merkt 02-0101 - verslun 40,0 ferm.- verður rifið.
Fastanúmer 200-3356 merkt 02-0102 - vörugeymsla 86,4 ferm.- v. rifið
Fastanúmer 2003357 merkt 03-0101 - Geymsla 58,8 ferm.-verður rifið.
Samtals 407,2 ferm.
Stærð: Fjölbýlishús xx ferm. og xx rúmm.
Gjald kr. 8.500 + xx
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

40. Höfðabakki 9 (04.075.001) 110681 Mál nr. BN045094
Reitir II ehf, Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi í vesturenda mhl. 01, koma fyrir nýjum hurðum á norðurhlið í húsi á lóð nr. 9 við Höfðabakka.
Gjald kr. 8.500
Frestað.
Vísað til athugasemda eldvarnaeftirlits á umsóknarblaði.

41. Klettagarðar 5 (01.330.901) 103890 Mál nr. BN044938
Klettaskjól ehf, Klettagörðum 5, 104 Reykjavík
Stólpi-gámar ehf, Klettagörðum 5, 104 Reykjavík
Sótt er um stöðuleyfi til eins árs fyrir tjaldskemmu með burðargrind úr galvaniseruðu stáli á lóð nr.5 við Klettagarða.
Umsögn frá brunahönnuði dags. 10. október 2012 fylgir ásamt útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 9. nóvember 2012 og umsögn skipulagsstjóra dags. 24. október 2012.
Stærð: 240 ferm., og 1.164 rúmm.
Gjald kr. 8.500 + 98.940
Synjað.
Með vísan til umsagnar skipulagsstjóra dags. 24. október 2012.

42. Klettháls 15 (04.346.801) 188544 Mál nr. BN043786
Eyja ehf., Kletthálsi 15, 110 Reykjavík
Sótt er um samþykki á reyndarteikningum þar sem sýnt er milliloft og nýjar eldvarnarkröfur settar fram í atvinnuhúsnæði á lóð nr. 15 við Klettháls.
Milliloft: XX ferm.
Gjald kr. 8.000.
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

43. Kringlan 5 (01.723.302) 107299 Mál nr. BN044563
Reitir V ehf, Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja neyðarstiga úr stáli, við norðurhlið að lóðamörkum við nr. 7, við skrifstofuhús á lóð nr. 5 við Kringluna.
Erindi fylgir brunahönnun frá VSI dags. 15. maí 2012 og greinargerð um breytingar ódagsett ásamt útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 22. júní 2012 og umsögn skipulagsstjóra dags. 21. júní 2012.
Gjald kr. 8.500 + 8.500
Frestað.
Lagfæra skráningartöflu.

44. Krókháls 4 (04.326.002) 111047 Mál nr. BN045151
G.Th.Eggertsson ehf, Krókhálsi 4, 110 Reykjavík
Sótt er um samþykki á reyndarteiknum þar sem rými 0102 hefur verið skipt um í 0102 og 0103, rými 0102 verður nýtt sem vörugeymsla og 0103 verður notað sem frysti- og geymslurými í húsinu á lóð nr. 4 við Krókháls.
Gjald kr. 8.500
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

45. Krókháls 9 (04.141.201) 200478 Mál nr. BN045206
Vagneignir ehf., Vagnhöfða 23, 110 Reykjavík
Sótt er leyfi til breytinga á byggingarlýsingu, inntaksgryfjum og raflögnum í kjallara fyrir bílasölu og -verkstæði, á lóð nr. 9 við Krókháls.
Jafnframt er erindi BN044863 dregið til baka,
Gjald kr. 8.500
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

46. Laugarásvegur 67 (01.384.207) 104904 Mál nr. BN045165
Hermann G Björgvinsson, Laugarásvegur 67, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum á fyrirkomulagi í kjallara í húsi á lóð nr. 67 við Laugarásveg.
Jafnframt er erindi BN045070 dregið til baka.
Gjald kr. 8.500
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

47. Laugavegur 12 (01.171.401) 101410 Mál nr. BN045170
Laugaberg hf, Burknabergi 8, 221 Hafnarfjörður
Sótt er um leyfi til þess að bæta við flóttaleið að porti, auka við leyfilegan fjölda gesta og breyta vegg milli veitingasalar og salerna á fyrstu hæð veitingahússins að Bergstaðastræti 1 (matshl. 02) á lóðinni Laugavegur 12.
Gjald kr. 8.500
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

48. Laugavegur 20B (01.171.504) 101420 Mál nr. BN044889
Elvar Ingimarsson, Bræðraborgarstígur 1, 101 Reykjavík
Stórval ehf, Pósthólf 188, 121 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að innrétta veitingastað í flokki lll á fyrstu hæð hússins á lóðinni nr. 20B við Laugaveg.
Innréttuð er aðstaða fyrir starfsfólk veitingastaðarins á annarri hæð hússins.
Hámarksgestafjöldi er fimmtíu og fimm manns.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 20. júlí 2012 (vegna fyrirspurnarerindis BN044764) fylgir erindinu.
Staðfesting og samþykki hönnuðar í tölvubréfi dags. 27.október 2012 fylgir erindinu.
Hljóðvistarskýrsla dags. 22.10.2012 fylgir erindinu.
Yfirlýsing f.h. eiganda dags.18.10.2012 fylgir erindinu.
Gjald kr. 8.500
Frestað.
Vísað til athugasemda heilbrigðiseftirlits á umsóknarblaði.

49. Laugavegur 28 (01.172.206) 101461 Mál nr. BN045126
Reykjavík backpackers ehf., Laugavegi 28, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að innrétta veitingasal í kjallara og á 1. hæð fyrir 120 gesti í farfuglaheimili á lóð nr. 28 við Laugaveg.
Erindi fylgir brunahönnun frá verkfræðistofunni EFLA síðast endurskoðuð 6. nóvember 2012.
Gjald kr. 8.500
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

50. Laugavegur 30 (01.172.211) 101466 Mál nr. BN045134
L30 ehf, Laugavegi 30, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta ný samþykktu erindi BN044603 samþykkt 31. júlí 2012 þannig að eldhússkipan og sætaröðun breytist í kjallara hússins á lóð nr. 30 við Laugaveg.
Gjald kr. 8.500
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

51. Laugavegur 7 (01.171.012) 101358 Mál nr. BN045187
Basalt ehf, Pósthólf 806, 121 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að opna á milli tveggja rýma 0102 og 0103 tímabundið í húsinu á lóð nr. 7 við Laugaveg.
Gjald kr. 8.500
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

52. Leiðhamrar 9 (02.292.804) 109000 Mál nr. BN045152
Georg Eggertsson, Leiðhamrar 9, 112 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að endurnýja erindið BN042755 þar sem sótt var um leyfi til að endurbyggja garðskála með flötu þaki í stað risþaks, einnig til að síkka glugga á vesturhlið til að gera hurð út í garð og til að koma fyrir setlaug vestan megin við einbýlishúsið á lóð nr. 9 við Leiðhamra.
Gjald kr. 8.500
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

53. Logafold 68 (02.877.009) 110451 Mál nr. BN045173
Ingibjörg Þ Sigurþórsdóttir, Logafold 68, 112 Reykjavík
Sótt er um samþykkt á reyndarteikningu, þar sem gerð er grein fyrir áður gerðum breytingum og stækkunum í tvíbýlishúsi á lóð nr. 68 við Logafold.
Áður gerð stækkun: 85 ferm., 212,5 rúmm.
Gjald kr. 8.500 + 18.063
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

54. Malarhöfði 8 (04.055.502) 110558 Mál nr. BN044867
Malarhús ehf., Malarhöfða 8, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta áður samþykktu erindi BN043646 þannig að svalir verða stækkaðar og eldhús í húsvarðaríbúð er fært í húsinu á lóð nr. 8 við Malarhöfða.
Gjald kr. 8.500
Frestað.
Lagfærar skráningartöflu.

55. Miðtún 10 (01.223.005) 102880 Mál nr. BN045131
Hildur Bjarnadóttir, Hofteigur 20, 105 Reykjavík
Sótt er um samþykki fyrir áður gerðum breytingum á innra fyrirkomulagi og útliti og áður gerðri íbúð í kjallara hússins á lóðinni nr. 10 við Miðtún.
Jafnframt er erindi BN042211 dregið til baka.
Skiptayfirlýsing, þinglýst 26.09.1978 fylgir erindinu.
Samþykki meðeigenda dags. 21.09.2012 fylgir erindinu.
Íbúðarskoðun byggingarfulltrúa dags. 24.10.2012 fylgir erindinu.
Gjald kr. 8.500
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst til þess að samþykktin öðlist gildi.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

56. Mímisvegur 2-2A (01.196.107) 102648 Mál nr. BN039312
Auður Gná Ingvarsdóttir, Mímisvegur 2, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til breytinga á erindi BN036053, dags. 20. maí 2008, m. a. að loka stigagati, breyta innra skipulagi, bæta 5 gluggum á þakrými og á kvist og hann stækkaður fjölbýlishúss á lóð nr. 2-2A við Mímisveg.
Samþykki sumra eigenda á Mímisvegi 2-2A fylgir erindinu.
Stækkun: 21,9 ferm., 58,6 rúmm.
Gjöld kr. 7.300 + 4.981
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

57. Mjölnisholt 6 (01.241.013) 103008 Mál nr. BN045122
Jóhannes Gunnlaugsson, Mjölnisholt 6, 105 Reykjavík
Guðmundur Karl Magnússon, Írabakki 30, 109 Reykjavík
Guðrún Jónína Halldórsdóttir, Mjölnisholt 6, Sótt er um samþykkt á reyndarteikningu v/eignaskipta í fjölbýlishúsi á lóð nr. 6 við Mjölnisholt.
Gjald kr. 8.500
Frestað.
Vísað til athugasemda eldvarnaeftirlits á umsóknarblaði.

58. Njálsgata 12A (01.182.212) 101864 Mál nr. BN045055
Lárus Rögnvaldur Haraldsson, Njálsgata 12a, 101 Reykjavík
Hildur Björgvinsdóttir, Njálsgata 12a, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að endurnýja og færa til upprunalegs horfs og byggja kvisti á einbýlishús á lóð nr. 12A við Njálsgötu.
Erindi fylgir umsögn Húsafriðunarnefndar dags. 7. nóvember 2012.
Stækkun: 10,5 rúmm.
Gjald kr. 8.500 + 893.
Frestað.
Skipulagsferli ólokið.

59. Njálsgata 23 (01.182.125) 101839 Mál nr. BN045153
F-16 ehf, Efstasundi 26, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta leyfilegum fjölda í jógamiðstöð í nýsamþykktu erindi, BN044449, úr 45 í 90 í húsi við Frakkastíg nr. 16 á lóð nr. 23 við Njálsgötu.
Gjald kr. 8.500
Frestað.Samkvæmt gögnum embættisins er lágmarksgjald ógreitt.

60. Norðurgarður 1 (01.112.-95) 100030 Mál nr. BN045154
HB Grandi hf., Norðurgarði 1, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að rífa bráðabirgðaskýli, mhl. 02, fella úr gildi erindi BN044012 og draga til baka erindi BN044330 á lóð nr. 1 við Norðurgarð.
Niðurrif: 335 ferm., 1.984,9 rúmm.
Gjald kr. 8.500
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

61. Norðurgarður 1 (01.112.201) 100030 Mál nr. BN045127
HB Grandi hf., Norðurgarði 1, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja á steinsteypum undirstöðum úr stálgrind klæddri með læstri stálklæðningu og einangrað með PIR einangrun, steinull og plasteinangrun frystigeymslu á einni hæð og flokkunarrými á einni hæð með millilofti fyrir skrifstofur og vélarrými á lóð nr. 1 við Norðurgarð.
Meðfylgjandi er bréf arkitekts dags. 22.10. 2012 þar sem farið er fram á undanþágu frá reglugerð 112/2012 hvað varðar atriði í 6. hluta um algilda hönnun og atriði er varða gæðastjórnunarkerfi hönnunarstjóra, bréf um samkomulag um lóðamál milli Faxaflóahafna og HB Granda dags. 19.9. 2012, bréf Húsafriðunarnefndar um Norðurgarð dags. 10.10. 2012, brunahönnun Tómasar Böðvarssonar dags. 22.9. 2012 og tölvupóstur frá Faxaflóahöfnum dags. 29.10. 2012, sem og bréf Matvælastofnunar dags. 30.10. 2012.
Stærðir:
1. hæð frystigeymsla 2.616,4 ferm., 1. hæð flokkunarrými 1.188,0 ferm.
samtals 1. hæð 3.804,4 ferm., milliloft 187,2 ferm.
Samtals 3.991,6 ferm. og 39.814,0 rúmm.
Gjöld kr. + 8.500 + 3.384.190,-
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Í samræmi við 1. tölulið ákvæðis til bráðabirgða í byggingarreglugerð nr. 112/2012 er byggingin undanþegin ákvæðum í 6. - 16. hluta reglugerðarinnar, samanber fylgiskjal með uppdráttum.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

62. Nökkvavogur 22 (01.441.201) 105442 Mál nr. BN045176
Magnús Haukur Magnússon, Nökkvavogur 22, 104 Reykjavík
Valborg Kjartansdóttir, Nökkvavogur 22, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að innrétta fataherbergi og herbergi í rishæð koma fyrir kvist á norðurhlið og kvist og svalalokun vesturhlið í húsinu á lóð nr. 22 við Nökkvavog.
Stækkun: 10,2 rúmm.
Gjald kr. 8.500 + 867
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Málinu vísað til skipulagsstjóra til ákvörðunar um grenndarkynningu. Vísað er til uppdráttar 1, 2 og 3-0 dags. 30.10. 2012.

63. Seljavegur 2 (01.130.105) 100117 Mál nr. BN045136
Seljavegur ehf, Hamraborg 12, 200 Kópavogur
Sótt er um leyfi til að breyta áður samþykktu erindi BN044663, þar sem milliloft var rifið á 5. hæð í húsinu á lóð nr. 2 við Seljaveg.
Niðurrif milliloft: 195,6 ferm.
Gjald kr. 8.500
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við lokaúttekt.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

64. Sigtún 37 (01.364.312) 104642 Mál nr. BN045024
Jón Valur Jónsson, Selvogsgrunn 24, 104 Reykjavík
Sótt er um samþykki á áður gerðum breytingum á geymslum og þvottahúsi í kjallara fjölbýlishúss á lóð nr. 37 við Sigtún.
Samþykki allra fylgir og Karl Arnarson hefur umboð Arnar Karlssonar skv. meðfylgjandi umboði.
Gjald kr. 8.500 + 8.500
Frestað.
Samkvæmt gögnum embættisins er lágmarksgjald ógreitt.

65. Síðumúli 34 (01.295.201) 103840 Mál nr. BN044902
Ferskar kjötvörur ehf., Síðumúla 34, 108 Reykjavík
Sótt er um stöðuleyfi fyrir einn fjörutíu feta gám og tvo tuttugu feta gáma á lóðinni nr. 34 við Síðumúla.
Bréf umsækjanda dags. 24. júlí 2012 fylgir erindinu.
Samþykki eigenda (á teikn. og í tölvubréfi) fylgir erindinu.
Gjald kr. 8.500
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Samþykkt til eins árs.

66. Skólavörðustígur 40 (01.181.404) 101794 Mál nr. BN045175
S40 ehf., Pósthólf 8814, 128 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir ýmsum minni háttar breytingum á nýsamþykktu erindi, BN044819, m. a. að einangra kjallara að utan í fjölbýlishúsi á lóð nr. 40 við Skólavörðustíg.
Stækkun frá fyrra erindi: 9,5 ferm., 19,3 rúmm.
Gjald kr. 8.500 + 1.641
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.

67. Skólavörðustígur 5 (01.171.308) 101408 Mál nr. BN044964
Ófeigur Björnsson, Skólavörðustígur 5, 101 Reykjavík
Hildur Bolladóttir, Skólavörðustígur 5, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að fjarlægja núverandi bárujárnsklæðningu af suðurhlið að Skólavörðustíg og klæða að nýju með láréttri timburklæðningu húsið á lóðinni nr. 5 við Skólavörðustíg.
Meðfylgjandi er umsögn Húsafriðunarnefndar dags. 12.9. 2012 og umsögn Minjasafns Reykjavíkur dags. 16.9. 2012 sem og brunavarnaskýrsla dags. 2.11. 2012.
Gjald kr. 8.500 + 8.500
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

68. Smáragata 12 (01.197.407) 102742 Mál nr. BN043952
Þórhallur Bergmann, Smáragata 12, 101 Reykjavík
Guja Dögg Hauksdóttir, Smáragata 12, 101 Reykjavík
Einar Jónsson, Smáragata 12, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að gera breytingar innanhúss, endurnýja þak og byggja þrjá kvisti, byggja nýjar svalir til vesturs, fjarlægja skorstein, byggja úr steinsteypu með timburþaki geymsluskúr á lóð, gera nýjan sérinngang á austurhlið og útgang úr kjallara, sbr. fyrirspurn BN043116, á íbúðarhúsi á lóð nr. 12 við Smáragötu.
Meðfylgjandi er samkomulag eigenda dags. 12. desember 2011, þinglýstur eignaskiptasamningur frá apríl 1992 og afsal frá júní 1992 og íbúðarskoðun byggingarfulltrúa dags. 3. febrúar 2012. Einnig meðfylgjandi samþykki eigenda á smækkuðum (A-3) teikningum.
Stækkun húss: 8,96 rúmm.
Geymsluskúr: 25 ferm., 67,3 rúmm.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 20. apríl 2012 ásamt umsögn skipulagsstjóra frá 18. apríl 2012 fylgja erindinu og útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 14. september 2012. Einnig fylgir bréf skipulagsstjóra dags. 17.9. 2012.
Gjald kr. 8.000 + 5.384 + 762
Frestað.
Málinu vísað til skipulagsstjóra. til ákvörðunar um grenndarkynningu. Vísað er til uppdrátta nr. 26.01. 01-07 síðast breytt í nóvember 2012.

69. Sogavegur 3 (01.810.-98) 107820 Mál nr. BN045194
Fiskikóngurinn ehf, Sogavegi 3, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta starfsmannarými, færa útidyrahurðir, steypa 90 cm veggi við inngang og Sogaveg og stækka afgreiðsluport með 150 cm háum, steyptum vegg, sjá BN043651, á lóð nr. 3 við Sogaveg.
Gjald kr. 8.500
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

70. Sóleyjarimi 19-23 (02.536.101) 199447 Mál nr. BN045034
Sóleyjarimi 19-23,húsfélag, Sóleyjarimi 19-23, 112 Reykjavík
Sótt er um endurnýjun á byggingarleyfi BN043321 sem samþykkt var 16.08.2011. Þar var sótt um #GLleyfi til að setja svalalokun á allar einkasvalir og undir svalir á jarðhæð fjölbýlishússins á lóð nr. 19 -23 við Sóleyjarima#GL.
Fundargerð húsfélags dags. 19. apríl 2010 fylgdi erindi BN043321 ásamt samþykki 39 íbúða af 45 dags. 31. maí 2011.
Samþykki 40 íbúða af 45 dags. 29.10.2012 fylgir erindinu.
Stækkun: 685 rúmm.
Gjald kr. 8.500 + 58.225
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

71. Sóleyjarimi 6 (02.534.501) 192054 Mál nr. BN045190
Isavia ohf., Reykjavíkurflugvelli, 101 Reykjavík
Flugfjarskipti ehf, Sóleyjarima 6, 112 Reykjavík
Sótt er um samþykkt á reyndarteikningu vegna lokaúttektar,sjá erindi BN042942, og BN043812 á húsi á lóð nr. 6 við Sóleyjarima.
Gjald kr. 8.500
Frestað.
Samkvæmt gögnum embættisins er lágmarksgjald ógreitt.

72. Sóltún 1 (01.230.003) 208475 Mál nr. BN045049
Skuggabyggð ehf., Suðurlandsbraut 12, 108 Reykjavík
Sótt er um samþykki á reyndarteikningum sem felast fyrst og fremst í að eldhús eru færð frá útvegg inn í stofu og herbergjum fjölgað í íbúðum 1.01 - 1.04 - 1.05 - 1.06 - 2.04 - 2.05 - 2.06 - 3.04 - 3.05 - 4.01 - 4.04 - 4.05 - 4.07 og 5.07 og gerðar eru breytingar á eignarhaldi nokkurra geymslna í kjöllurum og merkingum þeirra breytt í fjölbýlishúsinu á lóð nr. 3-5 við Mánatún.
Meðfylgjandi er bréf aðalhönnuðar dags. 22.10. 2012 og samþykki eigenda dags. 22.10. 2012.
Gjald kr. 8.500
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst til þess að samþykktin öðlist gildi.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

73. Spöngin 43 (02.378.501) 215349 Mál nr. BN045204
Framkvæmda- og eignasvið Reykja, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík
Sótt er um takmarkað byggingarleyfi fyrir undirstöðum og botnplötu á lóðinni nr. 43 við Spöngina sbr. erindi 44313.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Samþykktin fellur úr gildi við útgáfu á endanlegu byggingarleyfi. Vegna útgáfu á takmörkuðu byggingarleyfi skal umsækjandi hafa samband við yfirverkfræðing embættis byggingarfulltrúa.

74. Stakkholt 2-4 (01.241.103) 103018 Mál nr. BN045197
Arcus ehf, Fossaleyni 16, 112 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja staðsteypt íbúðar- og atvinnuhús einangrað að utan og klætt áli. Húsið skiptist í sex matshluta, fimm mishá stigahús með 139 2-4 herbergja íbúðum, verslunar- og þjónusturýmum og bílakjallara fyrir 144 bíla og verður nr. 2A, 2B, 4A, 4B og 3A og 3B á lóð nr. 2-4 við Stakkholt.
Stærðir:
Mhl.01, bílakjallari: 4500 ferm.
Mhl.02, íbúðir: 4415,7 ferm.
Mhl.03, íbúðir: 2.338,3 ferm.
Mhl.04, íbúðir: 3.795,3 ferm.
Mhl.05, íbúðir: 1.573,8 ferm.
Mhl.06, íbúðir: 2.227 ferm.
Samtals 12.120 ferm., 41.430 rúmm.
Gjöld kr. 8.500 + 3.521.550
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.

75. Stóragerði 40 (01.803.102) 107722 Mál nr. BN045142
Sigurður Einarsson, Sæviðarsund 54, 104 Reykjavík
N1 hf., Dalvegi 10-14, 201 Kópavogur
Sótt er um samþykkt á reyndarteikningu, þar sem gerð er grein fyrir áður gerðum breytingum í þjónustustöð N1 á lóð nr. 40 við Stóragerði.
Bréf frá hönnuði dags. 23. október 2012 fylgir.
Stækkun: XXX ferm., rúmm.
Gjald kr. 8.500 + XXX
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

76. Stórhöfði 44 (04.077.401) 110684 Mál nr. BN045112
Reitir II ehf, Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN044251, komið er fyrir þvottaaðstöðu í skála 1 og klæðningu er breytt á skála 2 lóð nr. 44 við Stórhöfða.
Gjald kr. 8.500
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

77. Suðurgata 41-43 (01.600.101) 218919 Mál nr. BN045184
Ríkissjóður Íslands, Vegmúla 3, 150 Reykjavík
Sótt er umleyfi til að breyta fyrirkomulagi og fjölda bílastæða og koma fyrir hliðaslá austan við húsið nr. 43 (Setberg) á lóð Þjóðminjasafnsins nr. 41-43 við Suðurgötu.
Sýnd eru 13 bílastæði austan hússins, þar af tvö fyrir fatlaða.Jákvæð fyrirspurn BN044940 fylgir.
Gjald kr. 8.500
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.

78. Sægarðar 3 (01.339.101) 103877 Mál nr. BN045098
Eimskip Ísland ehf, Korngörðum 2, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja steinsteypta viðbyggingu á einni hæð við mhl. 01 á lóð nr. 3 við Sægarða.
Áður gerð stækkun: 362,1 ferm.
Viðbygging: 791,5 ferm., 8.891,3 rúmm.
Gjald kr. 8.500 + 755.761
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

79. Tangarhöfði 8 (04.063.601) 110666 Mál nr. BN045149
Vagneignir ehf., Vagnhöfða 23, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta nýtingu kjallara og fellistigi færður á suðurhlið hússins á lóð nr. 8-12 við Tangarhöfða. Sbr. BN041017.
Gjald kr. 8.500
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

80. Tjarnargata 30 (01.142.001) 100922 Mál nr. BN045026
Ragnar Ómarsson, Hraunbær 72, 110 Reykjavík
Melissa Ann Berg, Bandaríkin, Nathaniel Berg, Bandaríkin, Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi, koma fyrir þakgluggum á vesturhlið og inngangi í kjallara, setja útihurð á sólstofu og hlið á innkeyrslu, byggja sólpall m/setlaug í garði, færa glugga og skrautlista til upprunalegs horfs og breyta í einbýlishús fjölbýlishúsi á lóð nr. 30 við Tjarnargötu.
Gjald kr. 8.500
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

81. Vegamótastígur 4 (01.171.404) 101413 Mál nr. BN045207
Ölstofa Kormáks og Skjaldar ehf, Lindargötu 25, 101 Reykjavík
Vegamótastígur 4 hf, Huldubraut 32, 200 Kópavogur
Sótt er um leyfi til að breyta fyrirkomulagi snyrtinga, og fyrir áður gerðu útisvæði framan við veitingahús í flokki III á lóð nr. 4 við Vegamótastíg.
Gjald kr. 8.500
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

Ýmis mál

82. Árvað 1 - Norðlingabraut 2 (04.734.401) 206710 Mál nr. BN045178
ÞG verktakar ehf, Fossaleyni 16, 112 Reykjavík
Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans til að breyta lóðamörkum lóðarinnar Árvað 1 (staðgr. 4.734.401, landnr. 206710), þannig að hún deilist upp í tvær lóðir og hluti hennar hverfi undir borgarland, eins og sýnt er á meðsendum uppdrætti Landupplýsingadeildar dagsettum 31.10.2012.
Lóðin Árvað 1 (staðgr. 4.734.401, landnr. 206710) er 8792 m², af lóðinni eru fyrst teknir 244 m² og lagðir við borgarlandið (landnr. 218177), og síðan eru teknir 6639 m²
af lóðinni og gert að nýrri lóð, Norðlingabraut 2.
Lóðin Árvað 1 (staðgr. 4.734.401, landnr. 206710) verður 1909 m².
Ný lóð, Norðlingabraut 2 (staðgr. 4.734.402, landnr. 221180) verður 6639 m².
Sbr. deiliskipulag sem samþykkt var borgarráði þann 30. 10. 2008 og á embættisfundi skipulagsfulltrúa 09. 01. 2009.
Sbr. og auglýsingu í B-deild Stjórnartíðinda, dags. 04. 05. 2009.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.

83. Meistari - stálvirkjameistari Mál nr. BN045181
Smári Örn Baldursson, Víðidalur 3, 260 Njarðvík
Ofanritaður sækir um staðbundin réttindi sem stálvirkjameistari í lögsagnarumdæmi Reykjavíkur. Málinu fylgir afrit af meistarabréfi og umsókn um löggildingu.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til bréfs Umhverfisráðuneytisins dags. 25. nóvember 2005.

84. Urðarstígur 8 (01.186.005) 102216 Mál nr. BN045221
Framkvæmda- og eignasvið Reykja, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík
Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans til að breyta lóðamörkum og númeringu lóðarinnar Urðarstígur 8-8A eins og sýnt er á meðsendum uppdrætti landupplýsingadeildar dagsetum 7. 11. 2012.
Lóðin Urðarstígur 8-8A er 272 m², teknir 21 m² af lóðinni og bætt við óútvísað land (landnr. 218177), teknir 114 m² af lóðinni og gert að lóðinni Urðarstígur 8A, það sem eftir er af lóðinni verður lóðin Urðarstígur 8
Lóðin Urðarstígur 8 (staðgr. 1.186.005, landnr. 102216) verður 137 m².
Lóðin Urðarstígur 8A (staðgr. 1.186.004, landnr. 102215) verður 114 m².
Sjá samþykkt skipulagsráðs 04. 11. 2009, samþykkt borgarráðs 12. 11. 2009 og auglýsingu í B-deild Stjórnartíðinda, dags. 03. 02. 2010.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

85. Urðarstígur 8A (01.186.004) 102215 Mál nr. BN045222
Framkvæmda- og eignasvið Reykja, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík
Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans til að breyta lóðamörkum og númeringu lóðarinnar Urðarstígur 8-8A eins og sýnt er á meðsendum uppdrætti landupplýsingadeildar dagsetum 7. 11. 2012.
Lóðin Urðarstígur 8-8A er 272 m², teknir 21 m² af lóðinni og bætt við óútvísað land (landnr. 218177), teknir 114 m² af lóðinni og gert að lóðinni Urðarstígur 8A, það sem eftir er af lóðinni verður lóðin Urðarstígur 8
Lóðin Urðarstígur 8 (staðgr. 1.186.005, landnr. 102216) verður 137 m².
Lóðin Urðarstígur 8A (staðgr. 1.186.004, landnr. 102215) verður 114 m².
Sjá samþykkt skipulagsráðs 04. 11. 2009, samþykkt borgarráðs 12. 11. 2009 og auglýsingu í B-deild Stjórnartíðinda, dags. 03. 02. 2010.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

86. Víðines hjúkrunarh. 125773 (00.082.001) 125773 Mál nr. BN045220
Framkvæmda- og eignasvið Reykja, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík
Óskað er eftir því að samþykkt byggingarfulltrúans frá 2.10.2012 um breytt mörk lóðarinnar Víðines, landnúmer 125773, eða þannig að til varð ný lóð úr henni, 16839 m² að stærð, með landnúmeri 221114 og staðgreini 36.375.101, eins og sýnt var á meðsendum uppdrætti Landupplýsingadeildar dags. 1. 10. 2012, verði dregin til baka.
Í stað hennar er óskað eftir samþykkt byggingarfulltrúans um að breyta mörkum lóðarinnar Víðines, landnúmer 125773, þannig að hún verði 16839 m² að stærð, og með staðgreini 36.375.101, eins og sýnt er á meðsendum uppdrætti Landupplýsingadeildar dags. 12. 11. 2012.
Við breytinguna breytist lóðin Víðines, landnúmer 125772, sem því nemur og landnúmerið 221114 afmáist.
Samanber samþykkt skipulagsráðs 25. 1. 2012.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Fyrirspurnir

87. Brúnaland 2-40 3-21 (01.852.002) 108765 Mál nr. BN045101
Pétur Guðjónsson, Bær 1, 276 Mosfellsbær
Spurt er hvort leyfi fengist til að byggja yfir svalir og fyrir áður gerðri tröppu frá svölum niður í garð í raðhúsi nr. 8 á lóð nr. 2-40 3-21 við Brúnaland.
Samþykki fylgir frá raðhúsi 2 til 10 ásamt útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 26. október 2012 og umsögn skipulagsstjóra dags. 23. október 2012.
Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingarleyfi. og með vísan til umsagnar skipulagsstjóra dags. 23. október 2012.

88. Grandavegur 44 (01.520.402) 216911 Mál nr. BN045216
Þingvangur ehf, Hlíðasmára 9, 201 Kópavogur
Spurt er hvort leyft yrði að byggja 99 íbúða fjölbýlishús, átta hæðir og sú níunda inndregin á lóð nr. 44 við Grandaveg.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.

89. Grensásvegur 50 (01.802.509) 107715 Mál nr. BN045201
Dýralæknastofa Reykjavíkur ehf., Grensásvegi 50, 108 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að starfrækja dýralæknastofu á fyrstu hæð atvinnuhússins á lóðinni nr. 50 við Grensásveg.
Leigusamningur (tölvubréf dags. 16 október 2012) fylgir erindinu
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.

90. Logafold 20-22 (02.874.503) 110381 Mál nr. BN045191
Aðalsteinn Óðinsson, Noregur, Spurt er hvort leyft yrði að koma fyrir svalalokun á brautum á svalir íbúðar á 3. hæð í fjölbýlishúsi á lóð nr. 20-22 við Logafold.
Erindi fylgir samþykki meðlóðarhafa ódagsett.
Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingarleyfi.

91. Mávahlíð 20 (01.702.210) 107054 Mál nr. BN045177
Stefán Logi Sigurþórsson, Mávahlíð 20, 105 Reykjavík
Spurt er hvort leyfi fengist til að koma fyrir tímabundið vegg í bílgeymslu álóð nr. 20 við Mávahlíð.
Nei.
Með vísan athugasemda á fyrirspurnarblaði.

92. Njörvasund 10 (01.411.501) 105027 Mál nr. BN045123
Margrét Herdís Einarsdóttir, Njörvasund 10, 104 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að breyta þakformi og byggja viðbyggingu að norðurhlið bílskúrsins á lóðinni nr. 10 við Njörvasund.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 9. nóvember 2012 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 8. nóvember 2012.
Með vísan til umsagnar skipulagsstjóra dags. 8. nóvember 2012.

93. Orrahólar 7 (04.648.201) 111998 Mál nr. BN045172
Orrahólar 7,húsfélag, Suðurlandsbraut 30, 108 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að breyta ristum í gluggagötum í bílastæðahúss sem verið er að byggja sbr. BN044389 á lóð nr. 7 við Orrahóla.
Teikning af grindum í glugga í mælikvarða 1/10 fylgir erindi.
Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingarleyfi.
Með vísan til athugasemda á fyrirspurnarblaði.

94. Rauðagerði 47 (01.822.204) 108316 Mál nr. BN045205
Ingibjörg Helga Valsdóttir, Bandaríkin, Kristján Sigurðsson, Bandaríkin, Spurt er hvort leyfi fengist til að útbúa tvær íbúðir, þar sem íbúð efri hæðar verður 184 ferm., íbúð neðri hæðar 200 ferm. og taka í notkun óútgrafið rými um 110 ferm. í einbýlishúsinu á lóð nr. 47 við Rauðagerði.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.

95. Skólavörðustígur 22A (01.181.204) 101758 Mál nr. BN045169
Babalú ehf, Skólavörðustíg 22a, 101 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að sameina verslun á fyrstu hæð og kaffihús á annarri hæð í eina eign og starfrækja kaffihús á báðum hæðum hússins á lóðinni nr. 22A við Skólavörðustíg.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.

96. Stakkholt 2-4 (01.241.103) 103018 Mál nr. BN045174
Arcus ehf, Fossaleyni 16, 112 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að byggja staðsteypt íbúðar- og atvinnuhús einangrað að utan og klætt áli. Húsið skiptist í sex matshluta, fimm mishá stigahús með 139 2-4 herbergja íbúðum, verslunar- og þjónusturýmum og bílakjallara fyrir 144 bíla og verður nr. 2A, 2B, 4A, 4B og 3A og 3B á lóð nr. 2-4 við Stakkholt.
Vísað til umsóknar um sama mál BN045197.

97. Tryggvagata 18 (01.132.105) 100214 Mál nr. BN045158
Hol T18 ehf., Pósthólf 182, 121 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að koma fyrir dyraopi milli anddyris (rými 0102) og atvinnuhúsnæðis (rými 0104) í húsinu nr. 18 við Tryggvagötu.
Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingarleyfi.

98. Vest.6-10A/Tryggv.18 (01.132.113) 216605 Mál nr. BN045188
Arnar Már Þórisson, Sólvallagata 14, 101 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að breyta úr flokki I í flokk III veitingahúsi nr. 6-10A við Vesturgötu á lóðinni Vest.6-10A/Tryggv.18
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.

99. Völvufell 11 (04.683.002) 112302 Mál nr. BN045180
Hvítasunnukirkjan Fíladelfía Rv, Hátúni 2, 105 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að breyta í íbúðarhúsnæði, skólahúsi á lóð nr. 11 við Völvufell.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.

100. Þórsgata 21 (01.181.315) 101785 Mál nr. BN045157
Kjartan J Rubner Friðriksson, Skeljagrandi 5, 107 Reykjavík
Spurt er hvort byggja mætti steinsteypta fjögurra hæða viðbyggingu að bakhlið og jafnframt koma fyrir svölum á annarri, þriðju og fjórðu hæð hússins á lóðinni nr.21 við Þórsgötu.
Með vísan til athugasemda á fyrirspurnarblaði

Fundi slitið kl. 15.20.
Bjarni Þór Jónsson

Björn Kristleifsson Sigrún Reynisdóttir
Harri Ormarsson Jón Hafberg Björnsson
Sigurður Pálmi Ásbergsson Óskar Torfi Þorvaldsson
Eva Geirsdóttir