Umhverfis- og skipulagsráð - og skipulagsráð

Umhverfis- og skipulagsráð

Skipulagsráð

Ár 2012, miðvikudaginn 3. október kl. 09.15, var haldinn 289. fundur skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð. Vindheimum. Viðstaddir voru: Páll Hjalti Hjaltason, Hjálmar Sveinsson, Elsa Hrafnhildur Yeoman, Kristín Soffía Jónsdóttir, Júlíus Vífill Ingvarsson, Hildur Sverrisdóttir og Snorri Hjaltason. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Ágústa Sveinbjörnsdóttir, Björn Stefán Hallsson, Ágúst Jónsson, Ólafur Bjarnason og Marta Grettisdóttir. Auk þess gerðu eftirtaldir embættismenn grein fyrir einstökum málum: Haraldur Sigurðsson, Anna María Bogadóttir og Björn Axelsson. Auk þeirra kynnti Salvör Jónsdóttir greinargerð varðandi borgarbúskap.
Fundarritari var Einar Örn Thorlacius.

Þetta gerðist:

(A) Skipulagsmál

1. Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030, Mál nr. SN110200
aðalskipulag 2010-2030, drög að tillögu
Skipulagsstofnun, Laugavegi 166, 150 Reykjavík
Lögð fram drög að greinargerð aðalskipulags Reykjavíkur dags. júlí 2012. Lögð fram skjölin #GL Miðborgarstefna og borgarbúskapur#GL
Samþykkt að vísa framlögðum skjölum, #GLMiðborgarstefna og borgarbúskapur#GL til umræðu og kynningar hjá íþrótta- og tómstundaráði, mannréttindaráði, menningar- og ferðamálaráði, skóla- og frístundaráði, velferðarráði, umhverfis- og samgönguráði, stjórn Faxaflóahafna og Orkuveitunni.

Fulltrúar Sjálfsstæðisflokksins Júlíus Vífill Ingvarsson og Hildur Sverrisdóttir óskuðu bókað:
#GLDrögum að tillögu að nýju aðalskipulagi er nú vísað til nefnda og ráða borgarinnar. Rétt er að ítreka að drögin eru alls ekki endanleg niðurstaða skipulagsráðs enda þótt umsagna sé leitað. Ekki er því ástæða til þess að fara efnislega í drögin á þessu stigi. Afstaða okkar til tillögu að aðalskipulagi bíður endanlegrar afgreiðslu frá skipulagsráði#GL.

(B) Byggingarmál

2. Suðurgata 18, Fjögur bílastæði (01.161.203) Mál nr. BN044829
Guðni Ásþór Haraldsson, Suðurgata 18, 101 Reykjavík
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 14. ágúst 2012 þar sem sótt er um leyfi til þess að breyta fyrirkomulagi og staðsetja fjögur bílastæði á framlóð hússins nr. 18 við Suðurgötu. Einnig er lagt fram bréf Sveins Magnússonar og Kristínar Bragadóttur dags. 6. ágúst 2012 ásamt þinglýstu samkomulagi um notkun stígs milli húsanna á lóðunum nr. 18 og 22 við Suðurgötu frá 19. febrúar 1985.
Umsögn skipulagsstjóra, vegna fyrirspurnarerindis SN120095, dags. 21. maí 2012 fylgir erindinu.
Bréf eigenda hússins ásamt samþykki þeirra dags. 3. júlí 2012 fylgir erindinu.
Samþykki eigenda Suðurgötu 20 og Suðurgötu 22 (vantar einn, sjá athugasemdir) dags. 6. ágúst 2012 fylgir erindinu.
Synjað.
Umsækjanda er bent á bókun skipulagsráðs frá 23. maí 2012.
3. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð Mál nr. BN044003
Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð nr. 702 frá 2. október 2012.

(C) Fyrirspurnir

4. Starhagi, borgarland sunnan, (01.555) Mál nr. SN120419
(fsp) aðflugslýsing vestan Suðurgötu
Isavia ohf., Reykjavíkurflugvelli, 101 Reykjavík
Lögð fram fyrirspurn Isavia mótt. 10. september 2012 vegna uppsetningar aðflugsljósa á borgarlandi vestan flugbrautarenda við Suðurgötu, sunnan við Starhaga, ásamt uppdráttum Bjarna Snæbjörnssonar arkitekts . dags. 4. júlí 2012. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 24. september 2012.
Frestað.
(D) Ýmis mál

5. Skipulagsráð, Mál nr. SN120442
tillaga frá Júlíus Vífli Ingvarssyni fulltrúa Sjálfstæðisflokksins varðandi útilistaverkið
#GLSvörtu keiluna#GL
Lögð fram tillaga Júlíusar Vífils Ingvarssonar dags. 3. október 2012 #GL Óskað er eftir því að byggingarleyfi vegna uppsetningar listaverksins Svörtu Keilunnar á Austurvelli komi fyrir skipulagsráð áður en það er afgreitt. Þá er óskað álits skipulagsstjóra á því hvort mannvirki af þessari stærðargráðu samræmist gildandi deiliskipulagi.

6. Gamla höfnin, (01.0) Mál nr. SN120423
rammaskipulag frá Grandagarði að Hörpu R12070091
Kynnt rammaskipulag Gömlu hafnarinnar frá Grandagarði að Hörpu.

Júlíus Vífill Ingvarsson vék af fundi kl 10:45

Kynnt.

(A) Skipulagsmál

7. Gamla höfnin, lýsing (01.0) Mál nr. SN120436
Lögð fram drög að lýsingu vegna deiliskipulags Vesturbugtar dags. 1. október 2012.
Skipulag Vesturbugtar afmarkast af Ánanaustum í vestri og að Slippnum í austri.
Lýsing samþykkt til kynningar og umsagnar með vísan til 1. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Samþykkt að vísa lýsingunni til umsagnar Skipulagsstofnun, Hverfisráð Miðborgar-Hlíða og Hverfisráð Vesturbæjar, Umhverfis- og samgönguráðs og skóla- og frístundaráðs.

Lýsingin verður aðgengileg á vef skipulags- og byggingarsviðs.

Fundi slitið kl. 11.30.

Páll Hjalti Hjaltason

Hjálmar Sveinsson Elsa Hrafnhildur Yeoman
Kristín Soffía Jónsdóttir Hildur Sverrisdóttir

Afgreiðsla byggingarfulltrúa samkv. samþykkt nr. 161/2005

Árið 2012, þriðjudaginn 2. október kl. 09.45 fyrir hádegi hélt byggingarfulltrúinn í Reykjavík 702. fund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn í fundarherberginu 2. hæð Borgartúni 12-14. Þessi sátu fundinn: Björn Stefán Hallsson, Sigrún Reynisdóttir, Harri Ormarsson, Eva Geirsdóttir, Jón Hafberg Björnsson, Sigurður Pálmi Ásbergsson og Óskar Torfi Þorvaldsson. Fundarritari var Harri Ormarsson

Þetta gerðist:

Nýjar/br. fasteignir

1. Aðalstræti 6 (01.136.502) 100592 Mál nr. BN045021
Reitir I ehf, Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta gluggum og útliti austurhliðar jarðhæðar, þeir verða settir í gólfhæð og rennihurð sett í gluggaflöt, skyggni yfir jarðhæð verður að einni heild í stað þriggja, í anddyri verður opnuð aftur hurð inn í rými hótelsins i húsi nr. 6 við Aðalstræti.
Jákvæð fyrirspurn BN044498 um skiptingu gluggafleta á jarðhæð og 2 hæð fylgir.
Gjald kr. 8.500
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

2. Austurstræti 9 (01.140.210) 100832 Mál nr. BN045030
Austurstræti 9 ehf, Pósthólf 8011, 128 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi í veitingasal og innrétta #GLalmenningsþvottahús#GL og #GLsetustofu#GL í flokki III fyrir 120 gesti á 2. hæð í húsi á lóð nr. 9 við Austurstræti.
Gjald kr. 8.500
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

3. Bjargarstígur 16 (01.184.420) 102080 Mál nr. BN044177
Svava Kristín Ingólfsdóttir, Bjargarstígur 16, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum svölum úr áli og timbri á suðurhlið einbýlishúss á lóð nr. 16 við Bjargarstíg.
Erindi fylgir umsögn Húsafriðunarnefndar dags. 2. mars og Minjasafns Reykjavíkur dags. 9. mars bæði 2012 þar sem hvorugur gerir athugasemd við erindið.
Erindi var grenndarkynnt frá 20. apríl til og með 22. maí 2012. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Einar Guðjónsson dags. 22. maí 2012 og Tinna Jóhannsdóttir dags. 22. maí 2012. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 29. maí 2012.
Áður gerð geymsla 3,9 ferm., 10,4 rúmm.
Gjald kr. 8.500 + 8.500 + 884
Frestað.
Lagfæra skráningartöflu.

4. Borgartún 26 (01.230.002) 102910 Mál nr. BN044963
LF6 ehf, Álfheimum 74, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að setja 2 ný loftnet frá símanum á þak hússins á lóð nr. 26 við Borgartún.
Gjald kr. 8.500
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

5. Borgartún 33 (01.219.101) 102777 Mál nr. BN044978
Reginn A1 ehf., Hagasmára 1, 201 Kópavogur
Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN044277, hætt er við að rífa hringstiga og hann framlengdur ofan í kjallara, þakvirki er breytt sem og innra skipulagi á öllum hæðum í verslunar- og skrifstofuhúsi á lóð nr. 33 við Borgartún.
Stækkun: 274,7 rúmm.
Gjald kr. 8.500 + 23.350
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Skilyrt er að þinglýst verði yfirlýsingu um samruna eigna eigi síðar en við fokheldi.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

6. Borgartún 8-16 (01.220.107) 199350 Mál nr. BN045009
Höfðatorg ehf., Stórhöfða 34-40, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi í skrifstofurými 1201 á 12. hæð í Höfðatúni 2 á lóðinni 8-16 við Borgartún.
Gjald kr. 8.500
Frestað.
Vísað til athugasemda eldvarnaeftirlits á umsóknarblaði.

7. Fífusel 25-41 (04.970.403) 113154 Mál nr. BN044983
Nova ehf., Lágmúla 9, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að setja upp farsímaloftnet á þak og tækjaskáp í kjallara á fjölbýlishússins nr. 35-37 á lóð nr. 25-41 við Fífusel.
Samþykki húsfélags dags. 13 júlí 2012 fylgir.
Gjald kr. 8.500
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

8. Fossaleynir 14 (02.467.303) 180149 Mál nr. BN044989
Íslenska Kristsk fast.félag ehf, Fossaleyni 14, 112 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að flytja til hurð og stækka á vesturgafli , gluggum á útbyggingu breytt og innra skipulagi og brunatáknum breytt í húsinu á lóð nr. 14 við Fossaleyni.
Gjald kr. 8.500
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

9. Geirsgata 9 (01.117.309) 100088 Mál nr. BN044975
Kaldidalur ehf, Stangarhyl 5, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að innrétta verslun í sal í s-v hluta og breyta útliti glugga þar og bæta við hurð, breyta aðkomu/aðgengi, stækka stigapall og steypa skjólvegg og setja stærri hurð inn í veitingasal að austanverðu á húsi á lóð nr. 9 við Geirsgötu.
Gjald kr. 8.500
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

10. Haukdælabraut 70 (05.114.804) 214811 Mál nr. BN044937
Grétar Már Bárðarson, Krókamýri 58, 210 Garðabær
Sótt er um leyfi til að byggja einbýlishús úr forsteyptum einingum með innbyggðum bílskúr og að hækka gólfkóta húss um 40 cm og flytja bílastæði á lóð miðað við skipulag á lóð nr. 70 við Haukdælabraut.
Vottun eininga dags. 4. maí 2012 fylgir ásamt útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 28. september 2012 fylgir erindinu og umsögn skipulagsstjóra dags. 20. september 2012.
Stærð húss: 322,9 ferm., 1077,9 rúmm.
Gjald kr. 8.500 + 91.621
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
Ef gera þarf breytingar á borgarlandi vegna færslu bílastæða greiðist sá kostnaður af lóðarhafa.

11. Hátún 10-12 (01.234.001) 102923 Mál nr. BN045020
Sjálfsbjörg landssamb fatlaðra, Hátúni 12, 105 Reykjavík
Sótt eru um leyfi til að breyta tveimur skrifstofurýmum í meðferðarrými með því að koma fyrir handlaugum í rýmum á 1. hæð í húsinu nr. 12 á lóð nr. 10-12 við Hátún.
Gjald kr. 8.500
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

12. Hringbraut 12 (01.622.101) 209170 Mál nr. BN044791
N1 hf., Dalvegi 10-14, 201 Kópavogur
Sótt er um leyfi til þess að breyta innra fyrirkomulagi og koma fyrir dyrum að lager á austurhlið bensínstöðvar á lóðinni nr. 12 við Hringbraut.
Gjald kr. 8.500
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

13. Hörgshlíð 2 (01.730.101) 107331 Mál nr. BN045028
Jón Ingi Árnason, Hörgshlíð 2, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að setja svalaskýli á íbúð ? úr opnanlegum glerflekum úr hertu öryggisgleri með 95#PR opnun í braut og að grafa út óútgrafið rými í fjölbýlishúsinu á lóð nr. 2 við Hörgshlíð.
Samþykki sumra meðeigenda ódags. fylgir.
Stækkun húss : XX ferm. XX rúmm. Svalalokun: XX rúmm.
Gjald kr. 8.500 + XX
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

14. Í Úlfarsárlandi 173282 (00.074.001) 173282 Mál nr. BN045023
Fjarskipti hf., Skútuvogi 2, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja tækjaskýli, 15,1 ferm. og 46,8 rúmm. að stærð og reisa tvo 10 metra tréstaura vegna fjarskiptaþjónustu á lóð nr. 173282 á toppi Úlfarsfells.
Gjald kr. 8.500 + 3.978
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.

15. Kirkjustétt 2-6 (04.132.201) 188525 Mál nr. BN045010
BS-eignir ehf., Kirkjustétt 2-6, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi í sal og eldhúsi og fjölga gestum úr 110 í 200 gesti í mhl 02 rými 0102 í húsi B lóð nr. 2-6 við Kirkjustétt.
Gjald kr. 8.500
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

16. Kirkjustétt 36-40 (04.135.104) 187988 Mál nr. BN044954
Agnes Björk Jóhannsdóttir, Kirkjustétt 38, 113 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að stækka stofu til samræmis við mhl.01 og mhl.03 og til að koma fyrir útigeymslu á baklóð raðhúss nr. 38 á lóð nr. 36-40 við Kirkjustétt.
Erindi fylgir samþykki lóðarhafa Kirkjustéttar 14 og Kirkjustéttar 36 dags. 12. september og Kirkjustéttar 40 ódagsett.
Stækkun húss: 4,3 ferm., 11,7 rúmm.
Útigeymsla: 10 ferm., 18,5 rúmm.
Gjald kr. 8.500 + 2.567
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

17. Kringlan 5 (01.723.302) 107299 Mál nr. BN044563
Reitir V ehf, Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja neyðarstiga úr stáli, við norðurhlið að lóðamörkum við nr. 7, við skrifstofuhús á lóð nr. 5 við Kringluna.
Erindi fylgir brunahönnun frá VSI dags. 15. maí 2012 og greinargerð um breytingar ódagsett ásamt útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 22. júní 2012 og umsögn skipulagsstjóra dags. 21. júní 2012.
Gjald kr. 8.500 + 8.500
Frestað.
Deiliskipulagsferli ólokið.

18. Kringlan 7 (01.723.101) 107298 Mál nr. BN044828
Hús verslunarinnar sf, Kringlunni 7, 103 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að breyta eignarhaldi á hluta sameignar á fyrstu hæð og breyta flóttaleið í kjallara í Húsi verslunarinnar á lóðinni nr. 7 við Kringluna.
Samþykki meðeigenda ódags. fylgir erindinu.
Gjald kr. 8.500
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst til þess að samþykktin öðlist gildi.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

19. Krummahólar 2 (04.645.201) 111958 Mál nr. BN044890
Krummahólar 2,húsfélag, Suðurlandsbraut 30, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að breyta flóttaleiðum í kjallara og á fyrstu hæð fjölbýlishúss á lóðinni nr. 2 við Krummahóla.
Afrit af fundargerð húsfundar dags. 16. september 2012 fylgir erindinu.
Stærð: Stækkun, kjallaragangur 6,7 ferm. og 18.0 rúmm.
Gjald kr. 8.500 + 1530
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

20. Laugavegur 105 (01.240.005) 102974 Mál nr. BN045029
Laugavegur 105 ehf., Bíldshöfða 14, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að innrétta gistirými fyrir 314 gesti í flokki ? á 3. 4. og 5. hæð, koma fyrir flóttastiga á bakhlið og gera nýjar dyr á sorpgeymslu í íbúðar- og atvinnuhúsi á lóð nr. 105 við Laugaveg.
Gjald kr. 8.500
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

21. Laugavegur 176 (01.251.101) 103435 Mál nr. BN044930
Reitir I ehf, Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík
Saga Film ehf, Pósthólf 5490, 125 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta tækjalager á 2. hæð í mhl 02 í kaffieldhús í húsinu á lóð nr. 176 við Laugaveg.
Gjald kr. 8.500
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

22. Látrasel 9 (04.928.410) 112791 Mál nr. BN044998
Einar Erlingsson, Látrasel 9, 109 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta klæðningu utanhúss, þar sem klætt er með flísum í stað álklæðningar og yfir timburklæðningu er klætt með sams konar flísum á einbýlishúsinu á lóð nr. 9 við Látrasel.
Gjald kr. 8.500
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

23. Mýrargata 26 (01.115.303) 100059 Mál nr. BN045042
Byggakur ehf, Lyngási 11, 210 Garðabær
Ofanritaður sendir hér með inn umsókn um takmarkað byggingarleyfi vegna niðurrifs á 2. og 3. hæð og styrkingar núverandi burðarvirkja í kjallara og á 1. hæð að Mýrargötu 26.
Niðurrifin á 2. og 3. hæð ásamt einni súlu á 1. hæð eru til samræmis við þær teikningar sem samþykktar voru á fundum byggingarnefndar 17. júlí 2012 (BN035993) og 11. september 2012 (BN044699 minniháttar breyting).
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Samþykktin fellur úr gildi við útgáfu á endanlegu byggingarleyfi. Vegna útgáfu á takmörkuðu byggingarleyfi skal umsækjandi hafa samband við yfirverkfræðing embættis byggingarfulltrúa.

24. Nauthólsvegur 50 (01.619.601) 106641 Mál nr. BN045025
Reitir I ehf, Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum á innra skipulagi á 1. hæð og í kjallara og til að byggja nýja sorpgeymslu og gasgeymslu við skábraut ofan í kjallara á norðurhlið hótels nr. 52 á lóð nr. 50 við Nauthólsveg.
Sorpgeymsla B-rými: 48,3 ferm., 152,1 rúmm.
Gasgeymsla B-rými: 7,6 ferm.
Gjald kr. 8.500 + 12.929
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

25. Njálsgata 33B (01.190.030) 102367 Mál nr. BN044153
Unnur Guðjónsdóttir, Svíþjóð, Sótt er um leyfi til að rífa vegna veggjatítlufaraldurs timburhluta, eignarhluta 0101 og 0201, tvíbýlishúss á lóð nr. 33B við Njálsgötu.
Ósk um frekari uppbyggingu á lóðinni kemur síðar, en til viðmiðunar eru samþ. teikningar dags. 14.2. 2012.
Meðfylgjandi er bréf umboðsmanns eiganda dags. 15. febrúar 2012 (A), umsögn Húsafriðunarnefndar dags. 12. júní 2012 (B), umsögn Minjasafns Reykjavíkur dags. 30. maí 2012 (C), bréf umboðsmanns eiganda dags. 27. júní 2012 (D), greinargerð vegna ástands burðarvirkis dags. 26. júní 2012 (E), bréf Erlings Ólafssonar 31. nóvember 2011 (F), samþykki meðeiganda, eignarhluta 0102 dags. 31. ágúst 2012 (G), samþykki þetta á ekki lengur við þar sem einn eigandi er að báðum eignarhlutunum, umsögn Minjasafns Reykjavíkur dags. 13.8. 2012 (H), umsögn Húsafriðunarnefndar dags. 13.8. 2012 (I), bréf umboðsmanns eiganda dags. 24.9. 2012 (J), og annað dags 27.9. 2012 (K) í því koma fram stærðir þess sem rífa á og frágangi á sameign eignahluta 0101, 0201 og 0102 við niðurrifið.
Stærðir niðurrif: Eignahluti 0101 55 ferm., 129,49 rúmm.
Kjallari niðurrif, sameign beggja eignahluta 37 ferm., 64,75 rúmm.
Samtals niðurrif: 92 ferm., 194,24 rúmm.
Húshluti 0102 og rými fyrir inntök verður lokað á vatnsheldan hátt og einangrað til bráðabyrgða eftir niðurrif.
Gjald kr. 8.500 + 8.500
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Þinglýsa skal nýrri eignaskiptayfirlýsingu eigi síðar en við fokheldi nýbyggingar.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

26. Reynimelur 61 (01.524.303) 106038 Mál nr. BN044604
Betsy R Halldórsson, Reynimelur 61, 107 Reykjavík
Frank M Halldórsson, Reynimelur 61, 107 Reykjavík
Sótt er um samþykki fyrir áður gerðri íbúð í kjallara húss og áður gerðu garðskýli við bílskúr á lóðinni nr. 61 við Reynimel.
Virðingargjörð dags. 08.01.1968 fylgir erindinu.
Útskrift úr gerðarbók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 20. júlí 2012 fylgir erindinu.
Ný skráningartafla fylgir erindinu.
Íbúðarskoðun byggingafulltrúa dags. 18. janúar 2007 fylgir erindinu.
Stærð: Stækkun áður gert garðskýli við bílskúr 15,6 ferm. og 38,0 rúmm.
Gjald kr. 8.500 + 8.500 + 3.230
Frestað.
Vísað til athugasemda eldvarnaeftirlits á umsóknarblaði.

27. Sigtún 37 (01.364.312) 104642 Mál nr. BN045024
Jón Valur Jónsson, Sigtún 37, 105 Reykjavík
Sótt er um samþykki á áður gerðum breytingum á geymslum og þvottahúsi í kjallara fjölbýlishúss á lóð nr. 37 við Sigtún.
Samþykki sumra ódags.
Gjald kr. 8.500
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

28. Skeifan 19 (01.465.101) 195606 Mál nr. BN044960
Eik fasteignafélag hf., Sóltúni 26, 105 Reykjavík
Nammibarinn ehf., Reykjavíkurvegi 60, 220 Hafnarfjörður
Sótt er um leyfi til að breyta hluta 1. hæðar innanhúss og innrétta þar sælgætisverslun í verslunarhúsi á lóð nr. 19 við Skeifuna.
Meðfylgjandi er samþykki meðeigenda á lóð.
Gjald kr. 8.500
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

29. Skildinganes 24 (01.671.303) 106782 Mál nr. BN045033
Nanna Björk Ásgrímsdóttir, Lúxemborg, Sótt er um leyfi til að endurnýja samþykkt erindi BN035139 þar sem sótt var um leyfi til breytinga á innra skipulagi og til að koma fyrir nýjum glugga á norðurhlið kjallarans í einbýlishúsinu á lóðinni nr. 24 við Skildinganes.
Gjald kr. 8.500
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

30. Skólavörðustígur 40 (01.181.404) 101794 Mál nr. BN045037
S40 ehf., Pósthólf 8814, 128 Reykjavík
Sótt er um takmarkað byggingarleyfi vegna niðurrifs á núverandi húsnæði á lóð nr. 40 við Skólavörðustíg og graftrarleyfi fyrir fyrirhugaðri byggingu á lóðinni nr. 40 við Skólavörðustíg sbr, erindi BN044819.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Samþykktin fellur úr gildi við útgáfu á endanlegu byggingarleyfi. Vegna útgáfu á takmörkuðu byggingarleyfi skal umsækjandi hafa samband við yfirverkfræðing embættis byggingarfulltrúa.

31. Smáragata 7 (01.197.213) 102728 Mál nr. BN044766
Marz sjávarafurðir ehf, Aðalgötu 5, 340 Stykkishólmi
Sótt er um leyfi til þess að byggja bílskúr og vinnustofu á baklóð, gera nýjan inngang í kjallara á bakhlið íbúðarhúss og breyta innra fyrirkomulagi í kjallara og á annarri hæð hússins á lóðinni nr. 7 við Smáragötu.
Útskriftir úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 11 maí 2012 og 20. júlí 2012 fylgja erindinu.
Kaupsamningur undirritaður 10. maí 2012 fylgir erindinu.
Stærð: Matshluti 70 - Bílskúr, vinnustofa og sorpgeymsla - Bílskúr 39,2 ferm. og 104,5 rúmm. Vinnustofa 36,6 ferm. og 101,6 rúmm. Sorpgeymsla 2,6 ferm. og 4,2 rúmm.
Sjá einnig erindi BN044855 #GLniðurrif - bílskúr#GL sem samþykkt var 21.08.2012. Gjald kr. 8.500 + 17.876
Frestað.
Deiliskipulagsferli ólokið.

32. Sogavegur 162 (01.831.002) 108494 Mál nr. BN045036
Lúðvík Óskar Árnason, Kambasel 83, 109 Reykjavík
Helga Vilhelmína Pálsdóttir, Kambasel 83, 109 Reykjavík
Sótt er um takmarkað byggingarleyfi fyrir jarðvinnu og undirstöðum á lóðinni nr. 162 við Sogaveg sbr. erindi BN044591.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Samþykktin fellur úr gildi við útgáfu á endanlegu byggingarleyfi. Vegna útgáfu á takmörkuðu byggingarleyfi skal umsækjandi hafa samband við yfirverkfræðing embættis byggingarfulltrúa.
33. Sóleyjarimi 19-23 (02.536.101) 196697 Mál nr. BN045034
Sóleyjarimi 19-23,húsfélag, Sóleyjarimi 19-23, 112 Reykjavík
Sótt er um endurnýjun á byggingarleyfi BN043321 sem samþykkt var 16.08.2011. Þar var sótt um #GLleyfi til að setja svalalokun á allar einkasvalir og undir svalir á jarðhæð fjölbýlishússins á lóð nr. 19 -23 við Sóleyjarima#GL.
Fundargerð húsfélags dags. 19. apríl 2010 fylgdi erindi BN043321 ásamt samþykki 39 íbúða af 45 dags. 31. maí 2011.
Stækkun: 685 rúmm.
Gjald kr. 8.500 + 58.225
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

34. Suðurlandsbraut 66 (01.471.402) 201340 Mál nr. BN044984
Nova ehf., Lágmúla 9, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að setja upp farsímaloftnet á þak og tækjaskáp í kjallara á hjúkrunarheimilið Mörk á lóð nr. 66 við Suðurlandsbraut.
Samþykki eiganda húss dags. 26 júní 2012 fylgir.
Gjald kr. 8.500
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

35. Súðarvogur 6 (01.452.101) 105606 Mál nr. BN045011
Reginn hf., Hagasmára 1, 201 Kópavogur
Sótt er um endurnýjun á erindi BN044210 og BN042928 þar sem sótt er um samþykki fyrir reyndarteikningu sem sýnir breytt innra fyrirkomulag og ytra útlit, sem og endurbættar brunavarnir í atvinnuhúsi (mhl.01) á lóð nr. 6 við Súðarvog.
Gjald kr. 8.500
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

36. Sörlaskjól 80 (01.531.018) 106133 Mál nr. BN044662
Páll Óskar Hjálmtýsson, Sörlaskjól 80, 107 Reykjavík
Ingibjörg Þóra Garðarsdóttir, Sörlaskjól 80, 107 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að síkka kjallaraglugga á norðurhlið, breyta innra skipulagi og fækka íbúðum úr þremur í tvær í fjölbýlishúsi á lóð nr. 80 við Sörlaskjól.
Erindi fylgir umboð frá Kristínu Þórarinsdóttur dags. 4. september 2012.
Gjald kr. 8.500
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við lokaúttekt.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

37. Tjarnargata 30 (01.142.001) 100922 Mál nr. BN045026
Ragnar Ómarsson, Hraunbær 72, 110 Reykjavík
Melissa Ann Berg, Bandaríkin, Nathaniel Berg, Bandaríkin, Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi, koma fyrir þakgluggum á vesturhlið og inngangi í kjallara, setja útihurð á sólstofu og hlið á innkeyrslu, byggja sólpall m/setlaug í garði, færa glugga og skrautlista til upprunalegs horfs og breyta í einbýlishús fjölbýlishúsi á lóð nr. 30 við Tjarnargötu.
Gjald kr. 8.500
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.
Ýmis mál

38. Víðines hjúkrunarh. 125773 (00.082.001) 125773 Mál nr. BN045040
Framkvæmda- og eignasvið Reykja, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík
Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans til að breyta mörkum lóðarinnar Víðines, landnúmer 125773, eða þannig að til verði ný lóð úr henni, 16839 m² að stærð, með landnúmeri 221114 og staðgreini 36.375.101, eins og sýnt er á meðsendum uppdrætti Landupplýsinga-deildar dags. 1. 10. 2012.
Við breytinguna minnkar lóðin Víðines, landnúmer 125773, sem því nemur.
Samanber samþykkt skipulagsráðs 25. 1. 2012.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Fyrirspurnir

39. Barónsstígur 28 (01.190.314) 102447 Mál nr. BN045031
Eyþór Ingi Kristinsson, Lækjarfit 11, 210 Garðabær
Spurt er hvort leyft yrði að rífa bárujárnshús sem byggt var árið 1905 og byggja í þess stað sjö íbúða steinsteypt fjölbýlishús sem er kjallari, þrjár hæðir og rishæð, samtals u.þ.b. 445 fermetrar á lóðinni nr. 28 við Barónsstíg.
Bréf hönnuðar dags. 20.03.2012 og 21.09.2012 fylgja erindinu.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.

40. Bauganes 37A (01.673.108) 106835 Mál nr. BN044974
Arnar Þór Másson, Bauganes 37a, 101 Reykjavík
Ásdís Káradóttir, Bauganes 37a, 101 Reykjavík
Spurt er hvort leyfi fengist til að byggja skýli sem er ca. 22 ferm. að stærð sem nýta á sem hjólageymslu, geymslu fyrir garðverkfæri og endurvinnslu sorps og á að vera staðsett fyrir innan bílastæði út við götu á lóð nr. 37A við Bauganes.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 28. september 2012 fylgir erindinu.
Yfirlýsing nágranna og teikningar á A4 fylgir.
Jákvætt.
Ekki gerð athugasemd að fyrirspyrjandi láti gera breytingu á deiliskipulagi á eigin kostnað sem grenndarkynnt verður berist hún.

41. Fellsmúli 28 (01.297.101) 103858 Mál nr. BN045013
Berta Guðrún Þórhalladóttir, Rauðavað 11, 110 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að innrétta veitingaverslun (kaffisölu) í flokki l á fyrstu hæð hússins nr. 28 á lóðinni nr. 24-30 við Fellsmúla.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.

42. Fljótasel 1-17 (04.972.002) 113176 Mál nr. BN044987
Anna Jeppesen, Kleppsvegur 62, 104 Reykjavík
Grímur H Leifsson, Kleppsvegur 62, 104 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að skipta í tvær íbúðir raðhúsi nr. 5 við á lóðinni nr. 1-17 við Fljótasel.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 28. september 2012 ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 27. september 2012.
Nei.
Samanber umsögn skipulagsstjóra dags. 27. september 2012.

43. Háagerði 12 (01.817.107) 108143 Mál nr. BN044483
Snorri Þorgeir Ingvarsson, Háagerði 12, 108 Reykjavík
Þórdís Ingadóttir, Háagerði 12, 108 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að byggja tveggja hæða viðbyggingu við austurhlið einbýlishúss á lóð nr. 12 við Háagerði.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 24. maí 2012 og 28. september 2012 fylgja erindinu ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 22. maí 2012
Einnig fylgja athugasemdir arkitekts við umsögn skipulagsstjóra dags. 27. ágúst 2012.
Jákvætt.
Með vísan til skilyrða í umsögn skipulagsstjóra dags. 22. maí 2012. Byggingarleyfisumsókn sem unnin yrði í samræmi við umsögn yrði grenndarkynnt.

44. Hringbraut 106 (01.139.217) 100782 Mál nr. BN045012
Katrín Ingjaldsdóttir, Hringbraut 106, 101 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að byggja bílskúr austan hússins á lóðinni nr.106 við Hringbraut.
Húsið er parhús á lóðunum nr. 106 og 108 við Hringbraut.)
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.

45. Hverfisgata 50 (01.172.005) 101428 Mál nr. BN045015
Dóra Takefusa, Hverfisgata 50, 101 Reykjavík
Spurt hvort leyft yrði að útbúa þaksvalir á þaki hússins á lóðinni nr. 50 við Hverfisgötu.
Samþykki meðeigenda (vantar einn af fjórum) dags. 14. júní 2012 fylgir erindinu.
Umsögn skipulagsstjóra dags. 3. mars 2011 fylgir erindinu.
Eignaskiptayfirlýsing unnin í júní 2003 og samþykkt f.h. byggingarfulltrúa þann 6. ágúst 2003 fylgir erindinu.
Kaupsamningur dags. 25. júlí 2001 fylgir erindinu.
Frestað.
Vísað til athugasemda á fyrirspurnarblaði.

46. Langagerði 32 (01.832.016) 108543 Mál nr. BN044979
Sembygg ehf, Langagerði 32, 108 Reykjavík
Spurt er hvort leyfi fengist til að setja ris með kvistum á einbýlishúsið sem hefur skúrþak á lóð nr. 32 við Langagerði.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 28. september 2012 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 28. september 2012.
Nei.
Samanber umsögn skipulagsstjóra dags. 28. september 2012.

47. Laugarnesvegur 77 (01.345.205) 104049 Mál nr. BN045017
Þráinn Ómar Svansson, Laugarnesvegur 77, 105 Reykjavík
Vegna fyrirhugaðra viðgerða á þaki er spurt um tvennt.
Í fyrsta lagi hvort leyft yrði að stækka kvist á suðausturþekju húss.
Í öðru lagi hvort leyft yrði að breyta þakformi þannig að rishæð hússins á lóðinni nr. 77 við Laugarnesveg yrði án kvista.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.

48. Laugavegur 30 (01.172.211) 101466 Mál nr. BN044952
Hildur Bjarnadóttir, Hofteigur 20, 105 Reykjavík
Spurt er hvort leyfi fengist til að setja tjald (partý tjald) þar sem fólk væri boðið að tylla sér til 22 á kvöldin á lóð nr. 30 við Laugaveg.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 28. september 2012 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 24. september 2012.
Nei.
Samanber umsögn skipulagsstjóra dags. 24. september 2012.

49. Lofnarbrunnur 40-42 (05.055.604) 206096 Mál nr. BN045014
Magnús Gunnar Erlendsson, Vesturbrún 35, 104 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að breyta innra skipulagi á efri hæð og í kjallara, bæta við hurð og glugga í kjallara og innrétta gluggalaus rými í sökkli parhúss nr. 42 á lóð nr. 40-42 við Lofnarbrunn.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.

50. Sundlaugavegur 30 (01.37-.101) 104720 Mál nr. BN045032
Framkvæmda- og eignasvið Reykja, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík
Spurt er hvort byggja megi tveggja hæða varðturn úr steinsteypu ofan á núverandi búningsaðstöðu Laugardalslaugarinnar á lóð nr. 30 við Sundlaugarveg.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.

Fundi slitið kl. 11.20.

Björn Stefán Hallsson

Sigrún Reynisdóttir Jón Hafberg Björnsson
Sigurður Pálmi Ásbergsson Harri Ormarsson
ÓskarTorfi Þorvaldsson Eva Geirsdóttir