Umhverfis- og skipulagsráð
Ár 2013, miðvikudaginn 30. janúar kl. 09.10, var haldinn 4. fundur umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð. Ráðssal. Viðstaddir voru: Páll Hjalti Hjaltason, Hjálmar Sveinsson, Hólmfríður Ósmann Jónsdóttir, Karl Sigurðsson, Kristín Soffía Jónsdóttir, Torfi Hjartarson, Júlíus Vífill Ingvarsson, Gísli Marteinn Baldursson og Hildur Sverrisdóttir. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Björn Axelsson, Ólafur Bjarnason, Stefán Finnsson, Guðmundur B. Friðriksson og Marta Grettisdóttir. Auk þess gerðu eftirtaldir embættismenn grein fyrir einstökum málum: Lilja´Grétarsdóttir og Hrönn Hrafnsdóttir. Fundarritari var Örn Sigurðsson
Þetta gerðist:
(E) Umhverfis- og samgöngumál
1. Strætó, farþegatalningar Mál nr. US130026
Lögð fram skýrsla Strætó bs. um farþegatalningar haustið 2012 og þróun á farþegafjölda.
Einar Kristjánsson sviðsstjóri skipulags- og þróunarsviðs Strætó bs. kynnti.
2. Göngubrautarskýrsla Vegagerðarinnar, skýrsla Mannvits Mál nr. US130024
Lögð fram skýrsla Mannvits dags. í desember 2012 varðandi forgang og öryggi gangandi vegfarenda á gönguþverunum.
Hörður Bjarnason frá Mannvit kynnti.
3. Sorpa bs, Strætó bs., Eigendastefna Sorpu bs. og Strætó bs. Mál nr. US130018
Erindi frá SSH til byggðaráða aðildarsveitarfélaganna - Eigendastefna fyrir Sorpu bs og Strætó bs. Lagt fram bréf borgarstjórans í Reykjavík dags. 23. nóvember 2012 ásamt fylgiskjölum. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs varðandi Strætó bs. dags. 29. janúar 2013
Umsögn um eigendastefnu Strætó bs. dags.29. janúar 2013 samþykkt.
(A) Skipulagsmál
4. Kvosin, Landsímareitur, breyting á deiliskipulagi Kvosarinnar Mál nr. SN120528
Lögð fram tillaga Ask arkitekta að breytingu á deiliskipulagi Kvosin - Landsímareitur dags. 25. janúar 2013.
Í breytingunni felst breytt uppbygging á reitnum samkvæmt deiliskipulagsuppdráttum
1 og 2 ásamt skýringaruppdrætti. Skipulagssvæðið afmarkast af Aðalstræti, Vallarstræti, Thorvaldsensstræti og Kirkjustræti.
Samþykkt að tillagan verði í fyrstu kynnt næstu hagsmunaðilum, s.s. eigendur Aðalstrætis 9 o.fl. Síðan verði tillagan kynnt á opnum kynningarfundi, sem hagsmunaaðilar verði boðaðir sérstaklega til, auk þess sem uppdrættir verða kynntir í þjónustuveri Höfðatorgs og í Ráðhúsi Reykjavíkur
Páll Gunnlaugsson arkitekt og Lilja Grétarsdóttir verkefnastjóri tóku sæti á fundinum undir þessum lið.
5. Gamla höfnin - Vesturbugt, breyting á deiliskipulagi (01.0) Mál nr. SN120436
Lögð fram að nýju lýsing vegna deiliskipulags Vesturbugtar dags. 1. október 2012. Skipulag Vesturbugtar afmarkast af Ánanaustum í vestri og að Slippnum í austri. Einnig eru kynnt drög að deiliskipulagi svæðisins dags. í janúar 2013.
Jakob Líndal arkitekt og Kristján Ásgeirsson arkitekt kynntu.
Hildur Gunnlaugsdóttir verkefnastjóri tók sæti á fundinum undir þessum lið.
6. 1.171.1 Hljómalindarreitur, lýsing, breytt deiliskipulag01.171.1) Mál nr. SN120137
Laugavegsreitir ehf., Hagasmára 1, 201 Kópavogur
Að lokinni auglýsingu er lagt fram að nýju erindi Laugavegsreita ehf. dags. í júní 2012 varðandi breytingu á deiliskipulagi Hljómalindareit 1.171.1. Í breytingunni felst uppbygging á svokölluðum Hljómalindarreit samkvæmt deiliskipulagsuppdrætti, skilmálateikningu og skuggavarpi Studíó Granda dags. 7. nóvember 2012. Skipulagssvæðið afmarkast af Hverfisgötu, Klapparstíg, Laugavegi og Smiðjustíg. Hagsmunaaðilakynning stóð til og með 4. október 2012. Athugasemdir og ábendingar bárust. Einnig er lögð fram bókun Húsafriðunarnefndar frá 18. október 2012, umsögn Húsafriðunarnefndar dags. 23. október 2012 og umsögn Minjasafns Reykjavíkur dags. 6. nóvember 2012. Tillagan var auglýst frá 21. nóvember 2012 til og með 4. janúar 2013. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir : Bréf frá #GLMiðborginni ykkar#GL dags. 12. nóvember 2012, Máni Sær Viktorsson ódags,, Haukur Í. Jóhannsson dags. 18. nóvember 2012, Páll Þorsteinsson dags. 21. nóvember 2012 og Íbúasamtök Miðborgar dags. 11. desember 2012. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 7. janúar 2013.
Samþykkt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 7. janúar 2013.
Umhverfis- og skipulagsráð leggur áherslu á að framkvæmdaaðili upplýsi með skiltum um framkvæmdaráætlanir, byggingartíma og annað það sem skiptir íbúa máli.
Vísað til borgarráðs.
Hólmfríður Jónsdóttir vék af fundi kl. 13:30
7. Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, fundargerð Mál nr. SN010070
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar skipulagsfulltrúa Reykjavíkur dags. 25. janúar 2013.
(B) Byggingarmál
8. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, Fundargerð Mál nr. BN045423
Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð nr. 716 frá 29. janúar 2013.
(E) Umhverfis- og samgöngumál
9. Umhverfis- og auðlindamál, Mál nr. US130040
heildarstefna Reykjavíkurborgar í umhverfis- og auðlindamálum.
Kynntar tillögur stýrihóps um mótun heildarstefnu Reykjavíkurborgar í umhverfis- og auðlindamálum.
Samþykkt að vísa tillögunni til borgarráðs.
Hrönn Hrafnsdóttir verkefnastjóri kynnti.
10. Snorrabraut, þrenging til bráðabirgða Mál nr. US130032
Lagt fram bréf Umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngudeild dags. 21. janúar 2013 ásamt tillögu að aðgerðum á Snorrabraut.
Frestað.
11. Sæmundargata - Hringbraut, framkvæmdir Mál nr. US130029
Lagt fram bréf samgöngustjóra dags. 18. janúar 2013 varðandi umbætur á Sæmundargötu, gönguleið yfir Hringbraut og 30km afmörkun á svæði Háskóla Íslands skv. meðfylgjandi uppdrætti dags. í janúar 2013.
Frestað.
Kristín Soffía vék af fundi kl. 14:55
12. Vatnsvernd fyrir höfuðborgarsvæðið, heildarendurskoðun Mál nr. US130033
Lögð fram verklýsing dags. desember 2012 fyrir heildarendurskoðun á vatnsvernd höfuðborgarsvæðisins. Einnig er lögð fram umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 21. janúar 2013.
Frestað.
13. Hundagerði, framkvæmdir á árinu 2012 Mál nr. US130030
Kynntar framkvæmdir við þrjú ný hundagerði í Reykjavík sem sett voru upp til að mæta óskum íbúa. Gerðin eru öll um 600 fermetrar að stærð með 1,2 metra hárri girðingu umhverfis og við þau hefur verið komið fyrir bekkjum og ruslastömpum. Gerðið í neðra Breiðholti er sunnan við Arnarbakka og austan Breiðholtsbrautar; í Laugardal er gerðið staðsett milli Engjavegar og Suðurlandsbrautar og í miðborginni er það við Vatnsmýrarveg rétt hjá Umferðarmiðstöðinni (BSÍ).
Frestað.
14. Náttúruskólinn, Ársskýrsla Náttúruskólans 2012 Mál nr. US130036
Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík
Lögð fram ársskýrsla Náttúruskólans 2012.
Frestað.
15. Vesturbæjarlaug, Framkvæmdir 2013, nýtt pottasvæði Mál nr. US130038
Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík
Kynnt fyrirkomulag, frumkostnaðaráætlun og áætlaður framkvæmdatími vegna Vesturbæjarsundlaugar. Einnig er lagt fram bréf mannvirkjadeildar umhverfis- og samgöngusviðs dags. 18. desember 2012.
Frestað.
16. Gönguljós í borginni, Mál nr. US130004
græntími fyrir fótgangandi á umferðarljósagatnamótum
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs dags. 21. janúar 2013 ásamt minnispunktum Vinnustofunnar Þverá ehf. dags. 15. janúar 2013 varðandi græntíma fyrir fótgangandi á umferðarljósagatnamótum.
Frestað.
17. Reykjavíkurtjörn, skýrsla 2012 Mál nr. US130037
Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík
Lögð fram skýrsla um ástand fuglastofna Tjarnarinnar 2012 dags. í febrúar 2012.
Frestað.
18. Rauðalækur, Lokun fyrir gegnumakstri eða hægaksturs/vistgata. Mál nr. US130035
Rætt um tvær tillögur að lokun Rauðalækjar, önnur tillagan feli í sér íbúatorg sem loki götunni fyrir bílaumferð um miðju en hin hægakstursgötu með þrengingum og fegrun götunnar.
Frestað.
19. Reykjavegur Suðurlandsbraut, hjólastígur. Mál nr. US130042
Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík
Lögð fram til kynningar tillaga Landslags að hjóla- og göngustíg dags. í janúar 2013 yfir Reykjaveg við Suðurlandsbraut. Einnig lagt fram minnisblað VSB Verkfræðistofu dags. 25. janúar 2013.
Frestað.
20. Gatna og umhverfismál, framkvæmdir Mál nr. US130043
Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík
Kynnt áætlun um framkvæmdir gatna og umhverfismála 2013.
Frestað.
(D) Ýmis mál
21. Betri Reykjavík, Jólalokun á Bankast. og Laugavegi rétt fyrir jól Mál nr. US130007
Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík
Lögð fram ein af fimm efstu hugmyndum frá Betri Reykjavík frá 30. nóvember 2012 #GLJólalokun á Bankastræti og Laugavegi rétt fyrir jól#GL ásamt samantekt af umræðum og rökum.
Frestað.
22. Betri Reykjavík, Carpooling verði ekki hallærislegt Mál nr. US130011
Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík
Lögð fram ein af fimm efstu hugmyndum frá Betri Reykjavík frá 30. nóvember 2012#GLCarpooling verði ekki hallærislegt #GL ásamt samantekt af umræðum og rökum.
Frestað.
23. Betri Reykjavík, Slipparóló leikvöllur og kaffihús í skipi í miðborginni Mál nr. SN130030
Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík
Lögð fram efsta hugmynd í skipulagsflokki á Betri Reykjavík frá 31. desember 2012 #GLSlipparóló leikvöllur og kaffihús í skipi í miðborginni #GL ásamt samantekt af umræðum og rökum.
Frestað.
24. Erindisbréf, Sundhöll Reykjavíkur Mál nr. US130044
Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík
Lagt fram erindisbréf umhverfis- og skipulagssviðs dags. 28. janúar 2013 varðandi skipan í starfshóp vegna samkeppni um viðbyggingu við Sundhöll Reykjavíkur.
Frestað.
25. Umhverfis- og skipulagsráð, Mál nr. SN130041
leiðbeiningar um ritun fundargerða sveitarstjórna
Lögð fram til kynningar drög að leiðbeiningum um ritun fundargerða sveitarstjórna dags. 1. nóvember 2012.
Frestað.
26. Grundarstígur 10, kæra, umsögn, úrskurður (01.183.3) Mál nr. SN120433
Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skúlagötu 21, 101 Reykjavík
Lögð fram kæra til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 3. sept. 2012, þar sem kærð er útgáfa byggingarleyfis þann 14. mars 2012 vegna samþykktar umsóknar þann 3. janúar 2012 um leyfi til að byggja við kjallara sal úr steinsteypu, steypa vegg á lóðamörkum að Grundarstíg 8, setja op og hlið í vegg að Skálholtsstíg og breyta nýtingu í blandaða atvinnustarfsemi á lóð nr. 10 við Grundarstíg. Einnig lögð fram umsögn lögfræði og stjórnsýslu, dags. 7. sept. 2012. Lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 24. janúar 2013. Úrskurðarorð: Kærumáli þessu er vísað frá nefndinni.
Frestað.
Fundi slitið kl. 15.00.
Fundargerð lesin yfir og undirrituð
Páll Hjalti Hjaltason
Hjálmar Sveinsson Karl Sigurðsson
Torfi Hjartarson Júlíus Vífill Ingvarsson
Gísli Marteinn Baldursson Hildur Sverrisdóttir
Afgreiðsla byggingarfulltrúa samkv. samþykkt nr. 161/2005
Árið 2013, þriðjudaginn 29. janúar kl. 10.30 fyrir hádegi hélt byggingarfulltrúinn í Reykjavík 716. fund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn í fundarherberginu 2. hæð Borgartúni 12-14. Þessi sátu fundinn: Óskar Torfi Þorvaldsson, Sigrún Reynisdóttir, Björn Stefán Hallsson, Eva Geirsdóttir, Jón Hafberg Björnsson, Bjarni Þór Jónsson og Björn Kristleifsson. Fundarritari var Bjarni Þór Jónsson
Þetta gerðist:
Nýjar/br. fasteignir
1. Baldursgata 18 (01.186.203) 102232 Mál nr. BN045471
Margrét Agnes Jónsdóttir, Þingholtsstræti 27, 101 Reykjavík
Óli Þór Barðdal, Þingholtsstræti 27, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að breyta skyggni á norðurhlið, breyta innra fyrirkomulagi á annarri og þriðju hæð og fjarlægja glugga og byggja kvisti á þakhæð (3.h.) hússins á lóðinni nr. 18 við Baldursgötu.
Umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 17. janúar 2013 fylgir erindinu.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
2. Bankastræti 14 (01.171.202) 101383 Mál nr. BN045469
Húsfélagið Bankastræti 14, Pósthólf 75, 121 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að klæða að utan með álklæðningu, breyta gluggum og koma fyrir frönskum svölum á norður- og suðurhlið hússins nr. 14 á lóðinni nr. 14-14B við Bankastræti.
Ástandsskýrsla dags. 08.01.2010 fylgir erindinu.
Umsögn skipulagsfulltrúa (v.fyrirspurnar) dags. 18.11.2011 fylgir erindinu. Bókun af fundi skipulagsráðs þann 30.11.2011. fylgir erindinu.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Til yfirferðar með hönnuði.
3. Bárugata 23 (01.135.501) 100495 Mál nr. BN045483
Svana Friðriksdóttir, Bárugata 17, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja viðbyggingu við suðausturhlið einbýlishúss á lóð nr. 23 við Bárugötu.
Jafnframt er erindi BN044211 dregið til baka.
Stækkun: 43,1 ferm., 125 rúmm.
Gjald kr. 9.000 + 11.250
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.
4. Borgartún 33 (01.219.101) 102777 Mál nr. BN045441
Reginn A1 ehf., Hagasmára 1, 201 Kópavogur
Sótt er um leyfi til að hækka lyftuhús upp á 4. hæð, til að koma fyrir flóttastiga á bakhlið í stað svala og til að breyta innra skipulagi og innrétta mötuneyti á 4. hæð verslunar- og skrifstofuhúss á lóð nr. 33 við Borgartún.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Lagfæra skráningartöflu.
5. Borgartún 8-16 (01.220.107) 199350 Mál nr. BN045491
Höfðatorg ehf., Stórhöfða 34-40, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að innrétta skrifstofurými fyrir 178 starfsstöðum í bæði lokuðum og opnum skrifstofurýmum og framreiðslueldhús fyrir stafsmenn í rými 0402 og 0501 í höfðatún 2 Höfðatorg H1 á lóð nr. 8-16 við Borgartún.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
6. Bókhlöðustígur 2 (01.183.107) 101929 Mál nr. BN045163
YUZU ehf., Bókhlöðustíg 2, 101 Reykjavík
Völundur Snær Völundarson, Bókhlöðustígur 2, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að stækka kjallara til austurs og innrétta í honum eldhús og veitingasal fyrir 40 gesti og veitingaflokk II en á hæðinni og undir risi er íbúð í húsinu sem byggt var 1882 á lóðinni nr. 2 við Bókhlöðustíg.
Meðfylgjandi er umsögn Minjasafns Reykjavíkur dags. 26. október 2012 og Húsafriðunarnefndar dags. 29. október 2012 ásamt minnisblaði um brunavarnir frá verkfræðistofunni EFLU dags. 17. desember 2012.
Stærðir: 365,4 ferm., 1.055,2 rúmm.
Stækkun: 81,2 ferm., 306,2 rúmm.
Gjald kr. 8.500 + 26.027
Synjað.
Með vísan til afgreiðslu Umhverfis- og skipulagsráðs frá 23. janúar 2013.
7. Brúnaland 2-40 3-21 (01.852.002) 108765 Mál nr. BN045484
Pétur Guðjónsson, Bær 1, 276 Mosfellsbær
Sótt er um leyfi til að byggja yfir svalir, fjarlægja útvegg og gera tröppur niður í garð raðhúss nr, 8 á lóð nr. 2-40 og 3-21 við Brúnaland.
Erindi fylgir samþykki meðeigenda í húsi nr. 2-10 dags. í október 2012 og fsp. BN045101.
Stækkun 10,4 ferm., 27 rúmm.
Gjald kr. 9.000 + 2.430
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
8. Fákafen 11 (01.463.402) 105679 Mál nr. BN045507
ÞEJ fasteignir ehf, Bíldshöfða 16, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN045196 þar sem neyðarútgangur í kjallara 0002 er færður til í húsinu á lóð nr. 11 við Fákafen.
Bréf frá hönnuð dags. 6. nóv. 2012 fylgir.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Samkvæmt gögnum embættisins er lágmarksgjald ógreitt.
9. Fákafen 11 (01.463.402) 105679 Mál nr. BN045508
ÞEJ fasteignir ehf, Bíldshöfða 16, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN045141 þar sem neyðarútgangur frá kjallara er færður í húsinu á lóð nr. 11 við Fákafen.
Bréf frá hönnuði dags. 6. nóv. 2012 fylgir.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Samkvæmt gögnum embættisins er lágmarksgjald ógreitt.
10. Frakkastígur 7 (01.173.030) 101517 Mál nr. BN045436
Linda Mjöll ehf, Hverfisgötu 18, 101 Reykjavík
Ísar Nói ehf, Kríuási 33, 221 Hafnarfjörður
Sótt er um leyfi til þess að breyta innra fyrirkomulagi og koma fyrir aðstöðu til húðgötunar í núverandi geymslurými húðflúrstofu í kjallara hússins á lóðinni nr. 7 við Frakkastíg.
Samþykki meðeigenda dags. 21.01.2013 fylgir erindinu.
Gjald kr. 9.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
11. Grandagarður 16 (01.114.301) 100040 Mál nr. BN045482
Faxaflóahafnir sf., Tryggvagötu 17, 101 Reykjavík
Sótt er um samþykki vegna reyndarteikninga sbr. BN044029 þar sem kemur fram breyting í stigahúsi 0101 ásamt breytinum í innri rýmum á 2. hæð hússins á lóð nr. 16 við Grandargarð.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Samkvæmt gögnum embættisins er lágmarksgjald ógreitt.
12. Grundarstígur 4 (01.183.305) 101957 Mál nr. BN042348
Hleðsluhús ehf, Strandgötu 25, 220 Hafnarfjörður
Einar Ólafur Valdimarsson, Stakkahlíð 17, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta verslunarhúsnæði í íbúð og loka gati yfir í fyrrverandi sambyggða verslun á lóð nr. 2a á 1. hæð í húsi á lóð nr. 4 við Grundarstíg.
Meðfylgjandi er ódags. bréf hönnuðar.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
13. Guðrúnartún 10 (01.216.303) 102760 Mál nr. BN045460
SRE-S10 ehf., Austurhrauni 7, 210 Garðabær
Sótt er um leyfi til að innrétta kaffisölu í hluta verslunar á 1. hæð í húsi á lóð nr. 10 við Guðrúnartún.
Gjald kr. 9.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
14. Gufunes Áburðarverksm (02.220.001) 108955 Mál nr. BN045496
Íslenska gámafélagið ehf., Gufunesi, 112 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að koma fyrir áfyllingarstöð fyrir metangas á starfssvæði Íslenska Gámafélagsins í Gufunesi, mhl. 07, landnúmer 108955.
Stækkun??nýtt??
Gjald kr. 9.00 + ??
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
15. Gylfaflöt 5 (02.575.103) 179187 Mál nr. BN045424
SORPA bs, Gylfaflöt 5, 112 Reykjavík
Kór ehf, Auðnukór 6, 203 Kópavogur
Sótt er um samþykki á reyndarteikningum sbr. BN044075 þar sem gerð er grein fyrir innanhússskipulagi 1. hæðar í vesturenda hússins á lóð nr. 5 við Gylfaflöt.
Gjald kr. 9.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
16. Haðaland 2-8 (01.864.301) 108812 Mál nr. BN045509
Gísli Jón Hermannsson, Haðaland 8, 108 Reykjavík
Sigurður Þ K Þorsteinsson, Brautarland 20, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að endurnýja þak og byggja valmaþak eins og samþykkt var skv. BN004487 dags. 27.8. 1992 en ekki var farið í framkvæmdir á einbýlishús nr. 8 á lóð nr. 2, 4, 6 og 8 við Haðaland.
Stækkun xx ferm., xx rúmm.
Gjald kr. 9.000 + xx
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.
17. Hagatorg 1 (01.55-.-97) 106504 Mál nr. BN045488
Hótel Saga ehf., Hagatorgi 1, 107 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að koma fyrir nýrri vængjarhurð og koma fyrir handriði úr hertu gleri til afmörkunar á þaksvölum á 8. hæð á Hótel Sögu á lóð nr. 1 við Hagatorg.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
18. Hallveigarstígur 8 (01.180.205) 101693 Mál nr. BN045274
Vigdís Hjaltadóttir, Hallveigarstígur 8, 101 Reykjavík
Steingrímur Gunnarsson, Austurbrún 4, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að byggja kvist á norðausturþekju og koma fyrir tveimur kvistum og svölum á suðvesturþekju hússins á lóðinni nr. 8 við Hallveigarstíg.
Samþykki eigenda Hallveigarstígs 6 fylgir erindinu.
Stærð: Stækkun kvistir 18,9 rúmm.
Gjald kr. 8.500 + 1.701
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
19. Háagerði 12 (01.817.107) 108143 Mál nr. BN045504
Snorri Þorgeir Ingvarsson, Háagerði 12, 108 Reykjavík
Þórdís Ingadóttir, Háagerði 12, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja tveggja hæða viðbyggingu við austurhlið og til að breyta innra skipulagi í einbýlishúsi á lóð nr. 12 við Háagerði.
Erindi fylgir fsp. dags. 25. september 2012.
Stækkun: 41,5 ferm., 137,9 rúmm.
Gjald kr. 9.000 + 12.411
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.
20. Heiðarbær 17 (04.351.403) 111143 Mál nr. BN045502
Guðmundur H Magnason, Brautarás 12, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að byggja steinsteypta bílgeymslu, einangraða utan og klædda steinflísum að vesturhlið húss. Jafnframt er sótt um að að breyta lítillega innra fyrirkomulagi og klæðningu og hækka þak norðurhluta einbýlishúss á lóð nr. 17 við Heiðarbæ, sjá. erindi BN044701 sem samþykkt var 11. september 2012.
Jafnframt er erindi BN045171 fellt úr gildi.
Erindi fylgir samþykki lóðarhafa Heiðarbæjar 15 áritað á uppdrátt.
Bílskúr 27,0 ferm. og 84,5 rúmm.,
Stækkun v/hækkunar þaks: xx rúmm.
Gjald kr. 9.000 + xxxx
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
21. Hverfisgata 18 (01.171.005) 101351 Mál nr. BN045505
Hverfiseignir ehf, Pósthólf 414, 121 Reykjavík
Linda Mjöll ehf, Hverfisgötu 18, 101 Reykjavík
Sótt er um stöðuleyfi dagana 6., 7. og 8. júní 2013 fyrir 180 ferm. tjald húðflúrmeistara á bílastæði á baklóð húss á lóð nr. 18 við Hverfisgötu.
Meðfylgjandi er brunavarnarskýrsla dags. 22.1. 2013
Gjald kr. 8.500
Frestað.
Milli funda.
22. Korpúlfsstaðavegur-Go (02.4--.-99) 213909 Mál nr. BN045359
Golfklúbbur Reykjavíkur, Pósthólf 12067, 132 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja eina brú í stað tveggja, sjá erindi BN044351 sþ. 17. apríl 2012, yfir Korpu á golfvelli Golfklúbbs Reykjavíkur við Korpúlfsstaði.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 21. desember 2012 og frá Árna Ísakssonar Fiskistofu dags 11.4. 2012, fylgir erindinu.
Gjald kr. 8.500 + 9.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Enda verði farið eftir leiðbeiningum í umsögn Fiskistofu dags. 11. apríl 2012.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
23. Lambhagavegur 23A (02.684.102) 220865 Mál nr. BN045500
Orkuveita Reykjavíkur, Bæjarhálsi 1, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til breytinga á byggingarlýsingu frá nýsamþykktu erindi BN045092 sem felast í breyttum byggingarefnum stennistöðvar Orkuveitu Reykjavíkur á lóð nr. 23A við Lambhagaveg.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
24. Langholtsvegur 27 (01.357.011) 104400 Mál nr. BN045427
Jón Ingi Friðriksson, Langholtsvegur 27, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að skipta í tvær eignir einbýlishúsi á lóð nr. 27 við Langholtsveg.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Gera grein fyrir bílastæðum á lóð.
25. Laugavegur 15 (01.171.112) 101378 Mál nr. BN045384
Frank Óskar Chatham Pitt, Kópavogsbraut 100, 200 Kópavogur
Menningar/framfarasj Ludv Storr, Laugavegi 15, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta íbúðum á 2. 3. og 4. hæð í gistiheimili fyrir 37 gesti í , innrétta móttöku og starfsmannaaðstöðu í kjallara og gerð grein fyrir núverandi fyrirkomulagi kjallara og 1. hæðar í íbúðar- og atvinnuhúsi á lóð nr. 15 við Laugaveg.
Jafnframt er erindi BN045360 dregið til baka.
Erindi fylgir umboð til hönnuðar dags. 5. desember 2012 og yfirlýsing um burðarþol dags. 18. desember 2012.
Gjald kr. 8.500
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
26. Laugavegur 20B (01.171.504) 101420 Mál nr. BN045406
Stórval ehf, Pósthólf 188, 121 Reykjavík
Gló Laugavegi ehf., Engjateigi 17-19, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að koma fyrir svölum og flóttaleið á vesturhlið annarrar hæðar, síkka glugga á vestur- og suðurhlið, breyta innra fyrirkomulagi og endurinnrétta veitingastað á annarri hæð hússins á lóðinni nr. 20B við Laugaveg.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 25. janúar 2013 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 21. janúar 2013.
Um er að ræða veitingastað í flokki II.
Gjald kr. 8.500
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
27. Logafold 1 (02.875.001) 110382 Mál nr. BN045506
Framkvæmda- og eignasvið Reykja, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN044564 þannig að björgunarop eru færð til og fækkað í húsi nr. 2 á 3. hæð skólans á lóð nr. 1 við Logafold.
Gjald kr. 9.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
28. Malarhöfði 8 (04.055.502) 110558 Mál nr. BN044867
Malarhús ehf., Malarhöfða 8, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta áður samþykktu erindi BN043646 þannig að svalir verða stækkaðar og eldhús í húsvarðaríbúð er fært í húsinu á lóð nr. 8 við Malarhöfða.
Gjald kr. 8.500
Samþykkt. Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
29. Nesjavallaleið 9 (05.844.101) 193132 Mál nr. BN045515
Innanríkisráðuneytið, Sölvhólsgötu 7, 150 Reykjavík
Sótt er um takmarkað byggingarleyfi fyrir jarðvegsframkvæmdum í framhaldi af umsókn nr. BN045335 á lóð nr. 9 við Nesjavallaleið.
Samþykkt.
Samþykktin fellur úr gildi við útgáfu á endanlegu byggingarleyfi. Vegna útgáfu á takmörkuðu byggingarleyfi skal umsækjandi hafa samband við yfirverkfræðing embættis byggingarfulltrúa.
30. Njálsgata 51B (01.190.126) 102401 Mál nr. BN045374
Sara Hlín Marti Guðmundsdóttir, Bretland, Sótt er um leyfi til að lækka kjallaragólf, byggja viðbyggingu sem er kjallari og hæð, koma fyrir kvisti á suðurhlið, og þakglugga á norðurhlið hússins á lóð nr. 51 við Njálsgötu.
Umsögn Húsafriðunarnefndar dags. 19. desember2012, umsögn minjasafns Reykjavíkur, samþykki eiganda Grettisgötu 50B, umsögn burðarvirksihönnuðar dags.21. jan. 2013, bréf frá hönnuði dags. 22. jan. 2013 Umsögn brunahönnuðar dags. 24. jan. 2013 fylgir.
Stækkun : 67,1 ferm. 286 rúmm.
Gjald kr. 8.500 + 24.310
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
31. Norðurgarður 1 (01.112.-95) 100030 Mál nr. BN045517
HB Grandi hf., Norðurgarði 1, 101 Reykjavík
Sótt er um takmarkað byggingarleyfi á stálvirki fyrir frystigeymslu á lóðinni nr. 1 við Norðurgarð sbr. erindi BN045127.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Samþykktin fellur úr gildi við útgáfu á endanlegu byggingarleyfi. Vegna útgáfu á takmörkuðu byggingarleyfi skal umsækjandi hafa samband við yfirverkfræðing embættis byggingarfulltrúa.
32. Ránargata 8A (01.136.018) 100521 Mál nr. BN045479
Þuríður Ólafía Hjálmtýsdóttir, Ránargata 8a, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta áður samþykktu erindi BN044141 þar sem breyta á ?? í heimagistingu í fl. I í húsi á lóð nr. 8A við Ránargötu.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
33. Safamýri 81 (01.284.301) 103726 Mál nr. BN045495
Kristín Ingvarsdóttir, Strandvegur 13, 210 Garðabær
Sótt er um leyfi til að breyta innri skipan þannig að stækkað verður gat á burðarveg og eldhúsi breytt á 2. hæð í húsinu á lóð nr. 81 við Safamýri.
Umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 18. jan. 2013 og samþykki meðeigenda dags. 16 jan. 2013 fylgir.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
34. Sigtún 27 (01.364.209) 104629 Mál nr. BN044951
ÓDT Ráðgjöf ehf, Tjaldanesi 17, 210 Garðabær
Sótt er um leyfi til að endurnýja erindi BN038468, þar sem veitt var um leyfi til breytinga á innra skipulagi í íbúð 0101 í fjölbýlishúsi á lóð nr. 27 við Sigtún.
Samþykki meðeigenda dags. 15. nóvember 2012 fylgir erindi.
Gjald kr 8.500
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
35. Skeifan 11 (01.462.101) 195597 Mál nr. BN045498
Stilling hf, Kletthálsi 5, 110 Reykjavík
Sótt er um samþykki á reyndarteikningum vegna lokaúttektar sbr. BN045310 þar sem kemur fram breyting á eldvörnum, nýjr gluggi, nýtt tröppuþrep og nýjr handlisti fyrir stiga í rýminu 0105 í húsinu nr. 11D á lóð nr. 11 við Skeifuna.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Samkvæmt gögnum embættisins er lágmarksgjald ógreitt.
36. Skúlagata 14-16 (01.152.301) 101036 Mál nr. BN045503
Skuggabyggð ehf., Suðurlandsbraut 12, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir ýmsum breytingum innanhúss í íbúð 1801 í fjölbýlishúsi nr. 18 við Vatnsstíg á lóð nr. 14-16 við Skúlagötu.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
37. Skúlagata 14-16 (01.152.301) 101036 Mál nr. BN045501
Skuggabyggð ehf., Suðurlandsbraut 12, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir ýmsum breytingum innanhúss og til að breyta þremur gluggum/svalahurðum á íbúð 1701, mhl. 10 í fjölbýlishúsi nr. 18 við Vatnsstíg á lóð nr. 14-16 við Skúlagötu.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
38. Skúlagata 4 (01.150.301) 100968 Mál nr. BN045510
Sjávarútvegshúsið (Skúlagata 4), Nóatúni 17, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta áður samþykktu erindi, sjá BN043581, breytt verður innra skipulagi, komið fyrir nýrri útgönguleið á norðvesturhlið og einangrun í þaki yfir 1. hæð verður minnkuð í húsi á lóð nr. 4 við Skúlagötu.
Bréf frá hönnuði dags. 14. janúar 2013 og útreikningur á kólnunartölum frá verkfræðistofunni Ferli dags. 12. október 2011 fylgja erindi.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
39. Smiðshöfði 6 (04.061.301) 110610 Mál nr. BN045377
Íslensk Orkuvirkjun Seyðisf ehf, Garðastræti 37, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að sameina mhl. 01 og 02, breyta akstursdyrum á vesturhlið, minnka milligólf og breyta innveggjum í húsinu á lóð nr. 6 við Smiðshöfða.
Kaupsamningur (ekki þinglýstur) dags. 16. nóvember 2012 fylgir erindi.
Minnkun millipalls: 171,8 ferm.
Gjald kr. 8.500 + 9.000
Frestað.
Vantar samþykkt frá þinglýstum eiganda.
40. Spöngin 25-27 (00.000.000) 177193 Mál nr. BN045461
Reitir I ehf, Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að koma upp öryggishliði við aðalinnganginn í mhl.04 í rými 0101 í húsinu á lóð nr. 25-31 við Spöngina.
Gjald kr. 9.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
41. Stakkholt 2-4 (01.241.103) 103018 Mál nr. BN045197
Arcus ehf, Fossaleyni 16, 112 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja staðsteypt íbúðar- og atvinnuhús einangrað að utan og klætt áli. Húsið skiptist í sex matshluta, fimm mishá stigahús með 139 2-4 herbergja íbúðum, verslunar- og þjónusturýmum og bílakjallara fyrir 144 bíla á tveimur hæðum og verður nr. 2A, 2B, 4A, 4B og 3A og 3B á lóð nr. 2-4 við Stakkholt.
Stærðir:
Mhl.01, bílakjallari: 4.435,2 ferm.
Mhl.02, íbúðir: 4.411,5 ferm.
Mhl.03, íbúðir: 2.338,3 ferm.
Mhl.04, íbúðir: 3.770,1 ferm.
Mhl.05, íbúðir: 1.760,2 ferm.
Mhl.06, íbúðir: 2.275,7 ferm.
Heildarstærð húss: 14.561,6 ferm., 43.489,3 rúmm.
Bílgeymsla: 4.435,2 ferm., 15.223,3 rúmm.
Samtals: 18.996,8 ferm., 58.712,6 rúmm.
Gjald kr. 9.000 + 5.284.134
Samtals 12.120 ferm., 41.430 rúmm.
Gjöld kr. 8.500 + 9.000 + 3.521.550
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
42. Suðurgata 7 (01.141.312) 100915 Mál nr. BN045433
Auður Harðardóttir, Logafold 86, 112 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja kvist á vesturhlið fjölbýlishúss á lóð nr. 7 við Suðurgötu.
Erindi fylgir samþykki meðeigenda ódagsett.
Stækkun: 7 rúmm.
Gjald kr. 9.000 + 630
Frestað.
Lagfæra skráningartöflu.
Málinu vísað til skipulagsfulltrúa til ákvörðunar um grenndarkynningu. Vísað er til uppdrátta nr. 1 og 2 dags. 28. desember 2012.
43. Sundaborg 1-15 (01.336.701) 103911 Mál nr. BN045465
Arion banki hf., Borgartúni 19, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að innrétta báðar hæðir, stigagang í eignarhlutum 0129, 0125, 0134, 0229, 0225 og 0271, setja upp girðingu úti með innkeyrsluhlið fyrir framan nr. 15, setja flóttahurð á vestur gafl, loka inngangi í stigagang norðan megin í húsunum nr. 13-15 á lóð nr. 1-15 við Sundaborg.
Bréf frá hönnuði dags. 14. jan. 2013. Umsögn burðarvirkihönnuðar dags. 11 jan. 2013. Bréf frá eiganda dags. 13. des. 2012 og samþykki húsfélags Sundaborgar dags. 28.des. 2012 fylgir.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Vísað til athugasemda eldvarnaeftirlits.
44. Súðarvogur 18 (01.454.106) 105623 Mál nr. BN045481
Páll Steingrímsson, Garðastræti 2, 101 Reykjavík
Stefán og Ólafur sf, Hæðargarði 54, 108 Reykjavík
Þuríður Rúrí Fannberg, Sólbrekka, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN044913 þannig að rýmisnúmerum á teikningu verður breytt vegna eignarskiptasamnings á húsinu á lóð nr. 18 við Súðavog.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Samkvæmt gögnum embættisins er lágmarksgjald ógreitt.
45. Vesturás 44 (04.385.405) 111512 Mál nr. BN045434
Katrín Þórðardóttir, Vesturás 44, 110 Reykjavík
Sótt er um samþykki fyrir áður gerðu yndishúsi, útigeymslu, setlaug og girðingu við einbýlishús á lóð nr. 44 við Vesturás.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 18. janúar 2013 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 17. janúar 2013.
Einnig fylgir samþykki nágranna ódagsett og tölvupóstur frá eiganda Vesturáss 48 þar sem hann dregur samþykki sitt til baka.
Yndishús: 24 ferm., 54 rúmm.
Útigeymsla: 14,4 ferm., 33,1 rúmm.
Gjald kr. 9.000 + 7.893
Frestað.
Þar sem deiliskipulagsferli er ekki lokið.
46. Vesturbrún 6 (01.380.203) 104741 Mál nr. BN045470
Ágúst H Björnsson, Vesturbrún 6, 104 Reykjavík
Ragna Sif Þórsdóttir, Vesturbrún 6, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að lengja 1. og 2. hæð núverandi húshluta auk viðbyggingar á 1. hæð til vestur í húsinu á lóð nr. 6 við Vesturbrún.
Umsögn skipulagsstjóra dags. 8. nóv. 2012 og tölvupóstur frá hönnuði dags. 28 jan. 2013 fylgja erindinu.
Stækkun: 101,4 ferm. 398,7 rúmm.
Gjald kr. 9.000 + 35.883
Frestað.
Málinu vísað til skipulagsfulltrúa til ákvörðunar um grenndarkynningu.
Vísað er til uppdrátta nr. 101, 111, 311, 411 og 412 dags. 3. janúar 2013.
Ýmis mál
47. Hverafold 1-5 (02.874.201) 110375 Mál nr. BN045525
Á afgreiðslufundi byggingarfulltrúa þann 22. janúar sl. var samþykkt erindi BN045366 svohljóðandi:
Sótt er um samþykki fyrir núverandi fyrirkomulagi íbúðar á þriðju hæð í húsi nr. 5 á lóðinni nr. 1-5 við Hverafold.
Rétt bókun hljóðar svo:
Sótt er um leyfi til að breyta fyrirkomulagi nýsamþykktrar íbúðar, sjá erindi BN044250, í húsi nr. 5 á lóð nr. 1-5 við Hverafold.
Þetta leiðréttist hér með.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
Fyrirspurnir
48. Bankastræti 11 (01.171.018) 101363 Mál nr. BN045486
Senter ehf, Smáratorgi 3, 201 Kópavogur
Spurt er hvort leyft yrði að starfrækja hárgreiðslustofu í bakhúsi sem skráð er vörugeymsla (matshl. 03) á lóðinni nr. 11 við Bankastræti.
Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingarleyfi.
49. Breiðhöfði 11 (04.034.301) 110506 Mál nr. BN045499
Ísaga ehf, Breiðhöfða 11, 110 Reykjavík
Spurt er hvor leyfi fengist til að reisa tvær segldúksskemmur á færanlegum steyptum sökklum sem lagðir eru ofan á malbik og hvort þær séu undanþegnar gatnagerðagjöldum á lóð nr. 11 við Breiðhöfða.
Nei.
Með vísan til umsagnar byggingarfulltrúa.
50. Eyjarslóð 1 (01.111.502) 100028 Mál nr. BN045487
Hjól atvinnulífsins ehf, Bíldshöfða 14, 110 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að hækka um eina hæð til samræmis við hús nr. 3, húsið á lóðinni nr. 1 við Eyjarslóð.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.
51. Framnesvegur 13 (01.134.106) 100316 Mál nr. BN045497
Katrín Ragnars, Framnesvegur 13, 101 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að byggja svalir á suðausturhlið annarrar hæðar hússins á lóðinni nr. 13 við Framnesveg.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.
52. Laugavegur 66-68 (01.174.202) 101606 Mál nr. BN045476
Eggert Guðmundsson, Vesturhólar 1, 111 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að byggja inndregna þakhæð (4.hæð), koma fyrir gluggum á göflum og starfrækja íbúðahótel á efri hæðum hússins á lóðinni nr. 66-68 við Laugaveg.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.
53. Naustavogur 15 (01.456.201) 105648 Mál nr. BN045514
Snarfari,félag sportbátaeigenda, Naustavogi 15, 104 Reykjavík
Spurt er hvort setja megi upp tvær seglskemmur sem bátageymslur á bílaplani austast á athafnasvæði Snarfara á lóð nr. 15 við Naustavog.
Frestað.
Vísað til athugasemda á fyrirspurnarblaði.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.
54. Sogavegur 119 (01.823.011) 108342 Mál nr. BN045485
Friðrik Karl Weisshappel, Sogavegur 119, 108 Reykjavík
Jóhanna Norðdahl, Sogavegur 119, 108 Reykjavík
Spurt er hvort leyfi fengist til að byggja tæplega fimmtíu fermetra bílskúr á lóð nr. 119 við Sogaveg.
Umsögn skipulagsstjóra dags. 23. nóvember 2012 (v. fyrri fyrirspurn) fylgir erindinu.
Nei.
Með vísan til umsagnar skipulagsstjóra dags. 23. nóvember 2012.
55. Súðarvogur 26 (01.454.109) 105626 Mál nr. BN045480
Einar Ásgeirsson, Sunnuvegur 11, 104 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að byggja viðbyggingu að vesturhlið og jafnframt breyta í fjórar íbúðir annarri og þriðju hæð verslunar- og iðnaðarhússins á lóðinni nr. 26 við Súðarvog.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.
Fundi slitið kl. 13.50
Björn Stefán Hallsson
Björn Kristleifsson Bjarni Þór Jónsson
Sigrún Reynisdóttir Jón Hafberg Björnsson
Óskar Torfi Þorvaldsson Eva Geirsdóttir