Umhverfis- og skipulagsráð - og skipulagsráð

Umhverfis- og skipulagsráð

Framkvæmdaráð

Ár 2006, mánudaginn 13. nóvember, var haldinn 41. fundur framkvæmdaráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn í Skúlatúni 2 og hófst kl. 08:30. Þessir sátu fundinn: Óskar Bergsson, Bolli Thoroddsen, Davíð Ólafur Ingimarsson, Kjartan Eggertsson, Kristján Guðmundsson, Steinunn Valdís Óskarsdóttir og Tryggvi Friðjónsson. Einnig sátu fundinn: Hrólfur Jónsson, Ámundi Brynjólfsson, Jón Halldór Jónasson og Lech Pajdak.
Fundarritari var Ágúst Jónsson.

Þetta gerðist:

Mál nr. 2006080089
1. Lagt fram bréf skrifstofustjóra Framkvæmdasviðs, dags. 23.10.2006, ásamt bréfi Vilhjálms Húnfjörð ehf. og Blikalóns ehf., dags. 25.9.2006, þar sem lagt er til að Blikalón ehf. verði meðlóðarhafi Vilhjálms Húnfjörð ehf. að lóðinni nr. 13 við Kistumel með öllum sömu skilmálum.
Samþykkt.

Mál nr. 2006060028
2. Lagt fram bréf fulltrúa skrifstofustjóra Framkvæmdasviðs, dags. 7.11.2006, varðandi framsal byggingarréttar á lóðinni nr. 13-17 við Ferjuvað frá Bygg Ben ehf. til VBS fjárfestingabanka hf. með öllum sömu skilmálum.
Samþykkt.

Mál nr. 2006100071
3. Lagt fram yfirlit yfir viðskipti Framkvæmdasviðs Reykjavíkurborgar við innkaupa- og rekstrarskrifstofu í október 2006.

Mál nr. 2006060163
4. Lagt fram bréf ritara framkvæmdaráðs, dags. 8.11.2006, um embættisafgreiðslur ritara á eftirtöldum málum:

a) Mál nr. 2006100182
Köllunarklettsvegur 3 og 5, Héðinsgata 1, 2 og 3, Kassagerðarreitur.
b) Mál nr. 2006100198
Holtavegur 23, Langholtsskóli, umferðarmál.
Vísað til mannvirkjaskrifstofu.
c) Mál nr. 2002050034
Kleppsvegur 2-6, erindi húsfélagsins.
Vísað til mannvirkjaskrifstofu.

Samþykkt.

5. Lögð fram á ný starfs- og fjárhagsáætlun Framkvæmdasviðs 2007.

Mál nr. 2006110043
6. Lagt fram bréf Lech Pajdak, deildarstjóra Landupplýsinga, dags. 9.11.2006, varðandi breytingar á gjaldskrá LUKR. Einnig lögð fram tillaga að breyttri gjaldskrá LUKR.
Frestað.

Mál nr. 2006030002
7. Lagt fram bréf skrifstofustjóra mannvirkjaskrifstofu, dags. 9.11.2006, þar sem lagt er til að framkvæmdaráð samþykki meðfylgjandi áætlun fyrir árið 2007 um endurgerð eldri leikskólalóða.
Samþykkt.

- Kl. 9:05 tók Stefán Benediktsson sæti á fundinum.

Mál nr. 2006020233
8. Lagt fram bréf skrifstofustjóra mannvirkjaskrifstofu, dags. 8.11.2006, þar sem lagt er til að framkvæmdaráð samþykki meðfylgjandi áætlun fyrir árið 2007, um endurgerð eldri grunnskólalóða.
Samþykkt.

Mál nr. 2006090093
9. Lagt fram bréf skrifstofustjóra mannvirkjaskrifstofu, dags. 8.11.2006, ásamt greinargerð vegna félagshúss Leiknis og annarra framkvæmda, dags. s.d. Lagt er til að framkvæmdaráð samþykki greinargerðina.
Samþykkt.

Mál nr. 2006110039
10. Lagt fram bréf aðstoðarsviðsstjóra Framkvæmdasviðs, dags. 8.11.2006, varðandi undirbúning lagningar Hallsvegar frá Víkurvegi að Vesturlandsvegi.
Samþykkt með 4 samhljóða atkvæðum. Fulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna sátu hjá.

Fulltrúar Samfylkingarinnar og Vinstri grænna í framkvæmdaráði óskuðu bókað:

Við sitjum hjá við afgreiðslu málsins vegna þess fyrirvara sem kemur fram í minnisblaði Ólafs Bjarnasonar um að Hallsvegur geti í framtíðinni orðið fjögurra akreina vegur.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks óskuðu bókað:

Rétt er að taka fram að samþykkt framkvæmdaráðs um að hefja undirbúning að hönnun Hallsvegar á þessum hluta tekur einungis til tveggja akreina brautar. Meirihluti framkvæmdaráðs mun leita eftir samráði við hagsmunaaðila í þeirri hönnunarvinnu sem nú fer af stað.

Fleira gerðist ekki og var fundi slitið kl. 09:50.

Óskar Bergsson
Bolli Thoroddsen Kristján Guðmundsson
Steinunn Valdís Óskarsdóttir Stefán Benediktsson
Davíð Ólafur Ingimarsson Tryggvi Friðjónsson