Umhverfis- og skipulagsráð - og skipulagsráð

Umhverfis- og skipulagsráð

Ár 2013, miðvikudaginn 27. febrúar 2013 kl. 09.15, var haldinn 8. fundur umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð. Ráðssal. Viðstaddir voru: Páll Hjalti Hjaltason, Elsa Hrafnhildur Yeoman, Karl Sigurðsson, Torfi Hjartarson, Gísli Marteinn Baldursson og Marta Guðjónsdóttir
Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Björn Axelsson, Ólafur Bjarnason og Marta Grettisdóttir. Fundarritari var Örn Sigurðsson

Þetta gerðist:

(E) Umhverfis- og samgöngumál

1. Laugavegur, vinnulag ásamt tillögu vegna samkeppni á göturými. Mál nr. US130057
Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Lagt fram minnisblað ásamt tillögu umhverfis- og skipulagssviðs dags. 8. febrúar 2013 varðandi vinnulag við samkeppni um skipulag og útfærslu á göturými Laugavegar.
Samþykkt.

Hjálmar Sveinsson tók sæti á fundinum kl. 9:17

2. Laugavegur, Bréf íbúasamtaka miðborgar Mál nr. US130064
Íbúasamtök Miðborgar, Skúlagötu 21, 101 Reykjavík

Lagt fram bréf íbúasamtaka miðborgar dags. 23. janúar 2013 varðandi reglur um akstur hópferðabíla um miðborgina. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 20. febrúar 2013.
Umsögn umhverfis- og skipulagsráðs dags. 20. febrúar 2013 samþykkt.

3. Strætóbiðskýli, snjóbræðslur í strætóbiðskýli Mál nr. US130067
Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Lagt fram bréf samgöngustjóra dags. 18. febrúar 2013 ásamt frumdrögum verkfræðistofunnar Verkís dags. 11. febrúar 2013 að snjóbræðslu í strætóbiðskýli.
Samþykkt.

Kristín Soffía Jónsdóttir tók sæti á fundinum kl. 9:30

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Gísli Marteinn Baldursson og Marta Guðjónsdóttir bókuðu:
#GLSnjóbræðsla við strætóskýli er eitt af þessum litlu málum sem geta skilað miklum árangri. Með því að hita upp gönguleiðir að strætóskýlum, umhverfis og inni í þeim mun slysum fækka, heildarupplifun farþega batnar, strætó verður hreinni innandyra og þeir sem erfitt eiga með gang treysta sér frekar til að taka vagninn.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins báru þessa tillögu upp fyrir um ári og hljóðaði hún svona:
Gólfin í biðskýlum Strætó í Reykjavík verði upphituð þar sem því verður við komið. Einnig verði gerð áætlun um upphitun gönguleiða að og frá helstu biðskýlum Strætó.
Það er fagnaðarefni að þessi tillaga sé nú komin í framkvæmd. Óskandi hefði verið að borgin treysti sér til að hita fleiri en 2 stöðvar á þessu ári, en því er treyst að biðstöðvarnar við Vesturlandsveg, Austurberg og í Lækjargötu verði teknar í gegn eigi síðar en að ári#GL.

4. Bríetartún 1, gjaldskylda Mál nr. US130069
Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Lagt fram erindi umhverfis og skipulagssviðs dags. 21. febrúar 2012 þar sem lagt er til að gjaldskylda bílastæða við Bríetartún taki einnig til fjögurra bílastæða við Bríetartún 1, áður Skúlagötu 51. Um er að ræða gjaldsvæði í flokki 2.
Samþykkt.


(A) Skipulagsmál

5. Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, fundargerð Mál nr. SN010070

Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar skipulagsfulltrúa Reykjavíkur dags. 22. febrúar 2013.

6. Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030, verkefnalýsing ásamt matslýsingu Mál nr. SN110200
Skipulagsstofnun, Laugavegi 166, 150 Reykjavík

Lögð fram verkefnalýsing ásamt matslýsingu aðalskipulags Reykjavíkur dags. 28. febrúar 2013 vegna nýrrar skipulagsreglugerðar nr. 90/2013 sb. ákvæði til bráðabyrgðar um reglugerðarskil.
Samþykkt til kynningar og umsagnar, sbr. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Vísað til borgarráðs.

Haraldur Sigurðsson verkefnastjóri aðalskipulags Reykjavíkur sat fundinn undir þessum lið.

7. Mýrargata, breyting á aðalskipulagi Reykjavíkur 2001-2024 (01.13) Mál nr. SN130115

Lögð fram verkefnislýsing skipulagsgerðar og umhverfismats dags. 22. febrúar 2013 um að falla frá stokkalausn á Mýrargötu í aðalskipulagi Reykjavíkur 2001-2024.
Samþykkt til kynningar og umsagnar, sbr. 1. mgr. 30. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010.
Vísað til borgarráðs.

Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins Marta Guðjónsdóttir sat hjá við afgreiðslu málsins.

Haraldur Sigurðsson verkefnastjóri aðalskipulags Reykjavíkur sat fundinn undir þessum lið.

(B) Byggingarmál

8. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, Fundargerð Mál nr. BN045423
Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð nr. 720 frá 26. febrúar 2013.

9. Lækjargata MR, Þingholtsstræti 18, endurgerð austur- og vesturhlið (01.180.001) Mál nr. BN045277
Fasteignir ríkissjóðs, Borgartúni 7, 150 Reykjavík

Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 4. desember 2012 þar sem sótt er um samþykki fyrir áður gerðri klæðningu á austur- og vesturhlið Þingholtsstrætis 18, á lóðinni Lækjargata MR. Erindi var grenndarkynnt frá 14. desember 2012 til og með 15. janúar 2013. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir, Sigurður Björnsson f.h. íbúa við Þingholtsstræti dags. 14. janúar 2013. Erindi fylgir bréf frá rektor dags. 4. október og greinargerð hönnuðar dags. 8. nóvember 2012. Einnig Einnig er lagt fram bréf íbúa Þingholtsstrætis 13 og 17 dags. 13. september 2012 . Einnig er lögð fram umsögn skipulags- og byggingarfulltrúa dags. 20. febrúar 2013.
Umhverfis- og skipulagsráð gerir ekki athugasemdir við erindið með vísan til umsagnar skipulags- og byggingarfulltrúa dags. 20. febrúar 2013
Vísað til fullnaðarafgreiðslu byggingarfulltrúa.

Margrét Þormar verkefnastjóri sat fundinn undir þessum lið.

(C) Ýmis mál

10. Hólmsheiði, fangelsislóð, framkvæmdaleyfi (05.8) Mál nr. SN130109
Orkuveita Reykjavíkur, Bæjarhálsi 1, 110 Reykjavík

Lagt fram erindi Orkuveitu Reykjavíkur dags. 21. febrúar 2013 um framkvæmdaleyfi vegna lagningar á vatnsveitu- og hitaveitulögnum frá Almannadal og Reynisvatnsheiði auk háspennustrengs að fangelsi Hólmsheiði, samkvæmt uppdr. Verkís hf. dags. 4. febrúar 2013.
Frestað.

11. Betri Reykjavík, Matarmarkaður við höfnina á sumrin Mál nr. SN120486
Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Á fundi skipulagsstjóra 9. janúar 2013 var lögð fram efsta hugmynd í skipulagsflokki á Betri Reykjavík frá 31. október 2012 #GL Matarmarkaður við höfnina á sumrin#GL ásamt samantekt af umræðum og rökum. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 14. desember 2012. Erindinu var vísað til meðferðar skrifstofustjóra skipulags byggingar og borgarhönnunar og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn dags. 22. febrúar 2013.
Umsögn umhverfis-og skipulagssviðs dags. 22. febrúar 2013 samþykkt.

Hildur Gunnlaugsdóttir verkefnastjóri sat fundinn undir þessum lið.

12. Betri Reykjavík, Göngustígur frá Grafarvogi yfir í Korputorg Mál nr. US130051
Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Lögð fram efsta hugmynd í málaflokknum samgöngur á Betri Reykjavík frá 31. janúar 2013 #GLGöngustígur frá Grafarvogi yfir í Korputorg#GL ásamt samantekt af umræðum og rökum. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 21. febrúar 2013.
Umsögn umhverfis-og skipulagssviðs dags. 21. febrúar 2013 samþykkt.

13. Betri Reykjavík, Undirgöng undir eða göngubrú yfir Bústaðaveg. Mál nr. US130070
Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Lögð fram efsta hugmynd í málaflokknum samgöngur á Betri Reykjavík frá 29. júní 2012 #GLUndirgöng undir eða göngubrú yfir Bústaðaveg#GL ásamt samantekt af umræðum og rökum. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 21. febrúar 2013.
Umsögn umhverfis-og skipulagssviðs dags. 21. febrúar 2013 samþykkt.

14. Betri Reykjavík, Refsa fyrir að henda rusli í borgina Mál nr. US130054
Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Lögð fram fjórða efsta hugmynd janúarmánaðar 2013 á samráðsvefnum Betri Reykjavík og kom úr málaflokknum Umhverfismál #GLRefsa fyrir að henda rusli í borgina#GL ásamt samantekt af umræðum og rökum. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 22. febrúar 2013.
Umsögn umhverfis-og skipulagssviðs dags. 21. febrúar 2013 samþykkt.

15. Nelson Mandela torg, bréf Arkitektur- og designhögskolen i Oslo Mál nr. SN120474

Á fundi skipulagsfulltrúa frá 8. febrúar 2013 var lagt fram bréf Arkitektur- og designhögskolen i Oslo dags. 5. október 2012 varðandi útfærslu á Nelson Mandela torgi í Reykjavík. Einnig eru lagðar fram umsagnir menningar og ferðamálaráðs dags. 30. janúar 2013 og skipulagsfulltrúa dags. 13. febrúar 2013.
Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 13. febrúar 2013 samþykkt.


16. Úlfarsfell, fjarskiptamannvirki, kæra (02.6) Mál nr. SN130114
Umhverfis- og samgöngusvið Reyk, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík

Lögð fram kæra Umhverfis- og samgöngusvið Reykjavíkur, dags. 25. febrúar 2013 vegna ákvörðunar Skipulagsstofnunar frá 30. janúar 2013 um að synja um meðmæli vegna veitingu byggingarleyfis fyrir fjarskiptamannvirki á toppi Úlfarsfells.
Samþykkt.

Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins Marta Guðjónsdóttir sat hjá við afgreiðslu málsins.

Harri Ormarsson lögfræðingur umhverfis- og skipulagssviðs sat fundinn undir þessum lið.

17. Búðavað, gestabílastæði, kæra 16/2013 (04.79) Mál nr. SN130103
Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skúlagötu 21, 101 Reykjavík

Lagt fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 15. febrúar 2013 ásamt kæru dags. 14. febrúar 2013 vegna neikvæðrar afgreiðslu umhverfis- og skipulagsráðs frá 16. janúar s.l. varðandi gestabílastæði við Búðavað.
Vísað til umsagnar skrifstofu sviðsstjóra.




18. Nesjavallaleið 9, fangelsi, kæra 3/2013, umsögn (05.8) Mál nr. SN130068
Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skúlagötu 21, 101 Reykjavík

Lagt fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 30. janúar 2013 ásamt kæru, dags. 28. janúar 2013, vegna ákvörðunar skipulagsráðs Reykjavíkur frá 19. desember 2012 um breytt deiliskipulag á Hólmsheiði vegna fangelsislóðar að Nesjavallaleið 9. Einnig lögð fram umsögn lögfræðings umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 25. febrúar 2013.
Umsögn lögfræðings umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 25. febrúar 2013 samþykkt.

19. Nesjavallaleið 9, fangelsi, kæra 4/2013, umsögn (05.8) Mál nr. SN130067
Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skúlagötu 21, 101 Reykjavík

Lagt fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 30. janúar 2013 ásamt kæru, dags. 28. janúar 2013, vegna ákvarðana byggingarfulltrúans í Reykjavík frá 15. janúar 2013 um stækkun lóðar nr. 9 við Nesjavallaleið og frá 22. janúar 2013 um að samþykkja leyfi til að byggja fangelsi úr steinsteypu á Hólmsheiði á nefndri lóð. Einnig lögð fram umsögn lögfræðings umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 25. febrúar 2013.
Umsögn lögfræðings umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 25. febrúar 2013 samþykkt.

20. Útilistaverk, eftir Rafael Barrios Mál nr. SN120493
Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 19. febrúar 2013 vegna samþykktar borgarstjórnar 12. febrúar 2013 varðandi uppsetningu útilistaverks eftir Rafael Barrios í Borgartúni.

21. Umhverfis- og skipulagssvið, fjárhagsáætlun 2014 Mál nr. US130071

Lagðar fram megináherslur umhverfis- og samgöngusviðs, framkvæmdasviðs og skipulags- og byggingarsviðs fyrir árið 2013.


Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl. 13.30.

Fundargerðin lesin yfir og undirrituð

Páll Hjalti Hjaltason

Hjálmar Sveinsson Elsa Hrafnhildur Yeoman
Karl Sigurðsson Kristín Soffía Jónsdóttir
Torfi Hjartarson Gísli Marteinn Baldursson
Marta Guðjónsdóttir

Afgreiðsla byggingarfulltrúa samkv. samþykkt nr. 161/2005

Árið 2013, þriðjudaginn 26. febrúar kl. 10.20 fyrir hádegi hélt byggingarfulltrúinn í Reykjavík 720. fund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn í fundarherberginu 2. hæð Borgartúni 12-14. Þessi sátu fundinn: Björn Stefán Hallsson, Sigrún Reynisdóttir, Harri Ormarsson, Eva Geirsdóttir, Sigurður Pálmi Ásbergsson, Óskar Torfi Þorvaldsson og Björn Kristleifsson. Fundarritari var Harri Ormarsson

Þetta gerðist:

Nýjar/br. fasteignir

1. Alþingisreitur (01.141.106) 100886 Mál nr. BN045597
Alþingi, Kirkjustræti, 150 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að endurgera ytra byrði og breyta hurðum í glugga frá fyrri samþykkt sbr. fyrirspurn BN045466 hússins Skjaldbreiðar á lóð nr. 8 við Kirkjustræti.
Meðfylgjandi eru ódagsettar skýringar arkitekts og umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 18.1. 2013.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

2. Bankastræti 6 (01.170.204) 101332 Mál nr. BN045520
Eldhraun ehf, Bankastræti 6, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að koma fyrir stiga milli 1. og 2. hæðar og til að innrétta tvær íbúðir á 3. hæð íbúðar- og atvinnuhúss á lóð nr. 6 við Bankastræti.
Erindi fylgir samþykki meðeigenda dags. 13. febrúar 2013 og umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 12. febrúar 2013.
Gjald kr. 9.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við lokaúttekt.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

3. Barmahlíð 56 (01.710.112) 107152 Mál nr. BN045462
Ingvi Örn Ingvason, Barmahlíð 56, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að síkka stofuglugga kjallaraíbúðar og útbúa verönd á suðurhlið hússins á lóðinni nr. 56 við Barmahlíð.
Samþykki meðeigenda í húsinu nr. 54-56 við Barmahlíð (á teikn.) fylgir erindinu.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

4. Bergstaðastræti 28A (01.184.316) 102055 Mál nr. BN045111
Sigríður Halldórsdóttir, Bergstaðastræti 28a, 101 Reykjavík
Sótt er leyfi fyrir áður gerðri íbúð þar sem fyrir 1999 var hárgreiðslu- og snyrtistofa á 1. hæð í húsi á lóð nr. 28A við Bergstaðastræti.
Gjald kr. 8.500
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

5. Blikahólar 2-12 (04.642.301) 111909 Mál nr. BN045534
Fínverk ehf, Álfkonuhvarfi 53, 203 Kópavogur
Sótt er um leyfi til að taka hluta burðarveggjar, setja stálbita í staðinn og stækka þar með gat milli stofu og eldhúss í íbúð 304 í fjölbýlishúsi á lóð nr. 12 við Blikahóla.
Meðfylgjandi er bréf frá burðarvirkishönnuði dagsett 31.1. 2013 og tölvupóstur frá þeim sama dags. 15.2. 2013 um einangrun og klæðningu bita.
Gjald kr. 9.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

6. Borgartún 8-16 (01.220.107) 199350 Mál nr. BN045135
Höfðatorg ehf., Stórhöfða 34-40, 110 Reykjavík
Sótt er um samþykkt á reyndarteikningu af bílakjallara B1 og B2 og sótt um að bílastæðakrafa verði lækkuð úr 1/35 í 1/50 í B1 á lóð nr. 8-16 við Borgartún.
Einnig er sótt um leyfi fyrir breyttu innra fyrirkomulagi í rými 0101 í sama húsi.
Erindi fylgir bílastæðabókhald dags. 8. janúar 2013 og bréf frá umsækjanda dags. 21. febrúar 2013.
Gjald kr. 8.500
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

7. Borgartún 8-16 (01.220.107) 199350 Mál nr. BN045590
Höfðatorg ehf., Stórhöfða 34-40, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að flytja framreiðslueldhús og matsal sem einungis tekur við tilbúnum mat úr skrifstofurými 0601 og það rými verður gert aftur að skrifstofurými í skrifstofurými 0902 í Höfðatúni 2 á lóð nr. 8-16 við Borgartún.
Gjald kr. 9.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

8. Brúnaland 2-40 3-21 (01.852.002) 108765 Mál nr. BN045484
Pétur Guðjónsson, Bær 1, 276 Mosfellsbær
Sótt er um leyfi til að byggja yfir svalir, fjarlægja útvegg og gera tröppur niður í garð raðhúss nr, 8 á lóð nr. 2-40 og 3-21 við Brúnaland.
Erindi fylgir samþykki meðeigenda í húsi nr. 2-10 áritað á uppdrátt og fsp. BN045101.
Stækkun 10,4 ferm., 27 rúmm.
Gjald kr. 9.000 + 2.430
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

9. Brúnavegur 13 (01.351.001) 104174 Mál nr. BN045620
Valgarð Briem, Sörlaskjól 2, 107 Reykjavík
Benta Margrét Briem, Sörlaskjól 2, 107 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja sólstofu við endaraðhús nr. 21 við Jökulgrunn á lóð Hrafnistu nr. 13 við Brúnaveg.
Stærð: Sólskáli 12 ferm., 25,5 rúmm.
Gjald kr. 9.000 + 2.295
Frestað.
Lagfæra skráningartöflu.

10. Eyjarslóð 1 (01.111.502) 100028 Mál nr. BN045316
Sjávarréttir ehf., Vatnagörðum 8, 104 Reykjavík
Potter ehf., Hátúni 2B, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innra fyrirkomulagi þannig að komið verður fyrir eldhúsi, frysti og vinnslusal í mhl. 02 rými 0101 í húsinu á lóð nr. 1 við Eyjarslóð.
Samþykki meðeigenda dags. 11. feb. 2013 fylgir.
Gjald kr. 8.500
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.

11. Fiskislóð 11-13 (01.089.103) 209663 Mál nr. BN045558
FF 11 ehf., Fiskislóð 11, 101 Reykjavík
Sótt er um samþykki á reyndarteikningum sbr. BN038305 vegna lokaúttektar sem stendur yfir í húsnæðinu á lóð nr. 11-13 við Fiskislóð.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Vísað til athugasemda eldvarnaeftirlits á umsóknarblaði.

12. Fiskislóð 39 (01.086.601) 209697 Mál nr. BN045615
Hverfi-prent ehf., Hverfisgötu 78, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að innrétta rými 0201, 0202, 0103 og fækka eignarhlutum í tvo í húsinu á lóð nr. 39 við Fiskislóð.
Gjald kr. 9.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

13. Grensásvegur 3-7 (01.461.001) 105664 Mál nr. BN045610
Poulsen ehf., Skeifunni 2, 108 Reykjavík
Sótt eru um leyfi til að uppfæra aðaluppdrætti, grunnmynd og snið ásamt endurgerð brunavarna á 1. hæð húsanna nr. 3, 5 og 7 á lóð nr. 3-7 við Grensásveg.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

14. Gylfaflöt 5 (02.575.103) 179187 Mál nr. BN045582
SORPA bs., Gylfaflöt 5, 112 Reykjavík
Kór ehf, Auðnukór 6, 203 Kópavogur
Sótt er um leyfi til að breyta áður samþykktu erindi BN045424 þannig að fjarlægt er gólfniðurfall á salerni fatlaðra og salerni karla, þar sem gólfniðurfall er á salerni kvenna og opið undir hurðir á hinum salernum í húsinu á lóð nr. 5 við Gylfaflöt.
Gjald kr. 9.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

15. Haukdælabraut 38 (05.114.606) 214799 Mál nr. BN045607
Ólafur Páll Snorrason, Ólafsgeisli 5, 113 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta áður samþykktu erindi BN045160 þannig að innra skipulag breytist á 1. hæð í húsinu á lóð nr. 38 við Haukadælabraut .
Gjald kr. 9.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

16. Haukdælabraut 5-9 (05.113.803) 214785 Mál nr. BN045546
Gæðahús ehf, Logafold 25, 112 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að breyta rennihurð að verönd og útbúa óupphitað lagnarými á neðri hæð húss nr. 9, breyta fyrirkomulagi við anddyri, koma fyrir glugga á norðvesturgafli húss nr. 7 og breyta útliti glugga á bakhlið (suðvesturhlið) raðhússins á lóðinni nr. 5-9 við Haukdælabraut.
Stækkun v. lagnarýmis 0002 í matshl. 03:
Botnflötur (virkisrými) 73,3 ferm. og 219,9 rúmm.
Gjald kr. 9.000 + 19.791
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

17. Haukdælabraut 70 (05.114.804) 214811 Mál nr. BN045641
Grétar Már Bárðarson, Krókamýri 58, 210 Garðabær
Sótt er um takmarkað byggingarleyfi fyrir jarðvinnu að Haukdælabraut 70 Um er að ræða jarðvinnu fyrir erindi nr. BN044937; einbýlishús úr forsteyptum einingum sem samþykkt var 02.10 2012.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Samþykktin fellur úr gildi við útgáfu á endanlegu byggingarleyfi. Vegna útgáfu á takmörkuðu byggingarleyfi skal umsækjandi hafa samband við yfirverkfræðing embættis byggingarfulltrúa.

18. Háagerði 12 (01.817.107) 108143 Mál nr. BN045504
Snorri Þorgeir Ingvarsson, Háagerði 12, 108 Reykjavík
Þórdís Ingadóttir, Háagerði 12, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja tveggja hæða viðbyggingu við austurhlið og til að breyta innra skipulagi í einbýlishúsi á lóð nr. 12 við Háagerði.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 1. febrúar 2013 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 22. maí 2012.
Erindi fylgir fsp. dags. 25. september 2012.
Stækkun: 41,5 ferm., 137,9 rúmm.
Gjald kr. 9.000 + 12.411
Frestað.Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Málinu vísað til skipulagsfulltrúa til ákvörðunar um grenndarkynningu. Vísað er til uppdrátta nr. 1.1-01, 1.1-02 og 1.1-04 síðast breytt 18. febrúar 2013.


19. Hátún 14 (01.234.002) 102923 Mál nr. BN045595
Íþróttafélag fatlaðra Reykjavík, Pósthólf 5214, 125 Reykjavík
Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að reisa áhaldageymslu og 60 m bogfimivöll með 400 cm. hárri öryggisgirðingu við enda vallar og 170 cm. á hliðum og neti upp í 4 metra hæð og skothlífum yfir að ofan og jafnframt er fallið frá fyrirhugaðri byggingu á annari hæð yfir anddyri við íþróttahús Íþróttafélags Fatlaðra á lóð nr. 14 við Hátún.
Samhljóðandi erindi, BN039096,var samþykkt 29. september 2009. Meðfylgjandi því erindi er bréf frá arkitekt dags. 4. nóvember 2008 með vísan í erlendar reglur. Einnig minnisblað um öryggismál dags. 6.2. 2013 ásamt útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 22. febrúar 2013 og umsögn skipulagsfulltrúa dags. 22. febrúar 2013.
Stærðir, stækkun: 21,7 ferm., 60,7 rúmm.
Stærðir samtals fyrir breytingar: 2.052,8 ferm., 10.967,3 rúmm.,
Samtals minnkun: 384,1 ferm., 1.533,2 rúmm.
Samtals stærð eftir breytingar: 1.668,7 ferm., 9.434,1 rúmm.
Gjöld kr. 9.000 + 5.463
Frestað.
Með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 22. febrúar 2013.

20. Hestháls 2-4 (04.323.001) 111033 Mál nr. BN045625
Nói-Siríus hf., Hesthálsi 2-4, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta veggjum, stækkun milliloft s 0105 með loft hæð 150 cm yfir hluta af vinnusal, og nýtt milliloft 0107 og útbyggingu við vinnslusal við suðurhlið hússins á lóð nr. 2-4 við Hestháls.
Stækkun viðbyggingu: 6.5 ferm., 21,0 rúmm.
Stækkun millilofts 184,3 ferm
Gjald kr. 9.000 + 1.890
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

21. Hofteigur 8 (01.364.003) 104601 Mál nr. BN045626
Þórður Geir Jónasson, Ásgerði 6, 730 Reyðarfjörður
Lárus Helgi Guðbjartsson, Bandaríkin, Hulda Brá Magnadóttir, Bandaríkin, Sótt er um leyfi til að fjarlægja vegg og koma fyrir í staðinn stálbitum og stálstoðum á 2. hæð í húsinu á lóð nr. 8 við Hofteig.
Samþykki meðeigenda dags. 16. feb. 2013 fylgir sem og áritun burðarvirkishönnuðar á teikn. dags. 21.feb. 2013
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Lagæra skráningartöflu.

22. Hverfisgata 21 (01.151.409) 101003 Mál nr. BN045624
RR hótel ehf., Laugavegi 182, 105 Reykjavík
Sótt er um samþykki á reyndarteikningum sem felast aðallega í lítillega breyttum skábrautum og tröppum úti, breyttri hæð á stigahandriðum innanhúss, tilfærslu á fyrirkomulagi snyrtinga, fyrirkomulagi björgunaropa og annarra smávægilegra breytinga á útfærslu við innréttingu gistiheimilis í fl.II, teg.B í húsi Jóns Magnússonar á lóð nr. 21 við Hverfisgötu.
Gjald kr. 9.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

23. Hverfisgata 33 (01.151.507) 101012 Mál nr. BN045592
Ergo fjármögnunarþjónusta Íslan, Suðurlandsbraut 14, 155 Reykjavík
Brennheitt ehf, Skúlagötu 17, 101 Reykjavík
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 19. febrúar 2013 þar sem sótt er um leyfi til að innrétta veitingastað í flokki II/III fyrir 75 gesti á 1. hæð og í kjallara og fyrir útiveitingar á sumrin fyrir 25 gesti við vesturhlið húss á lóð nr. 33 við Hverfisgötu.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Erindið er til umfjöllunar hjá skipulagsfulltrúa.

24. Hyrjarhöfði 2 (04.060.301) 110596 Mál nr. BN045578
N1 hf., Dalvegi 10-14, 201 Kópavogur
Sótt er um leyfi til að innrétta sjö sjálfstæð iðnaðarbil með millilofti og breyta gluggum í iðnaðarhúsi á lóð nr. 2 við Hyrjarhöfða.
Stærðir brúttó: 1. hæð + milliloft, 864 ferm.,
Samtals 864 ferm., 3.474 rúmm.
Gjald kr. 9.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

25. Kvistaland 17-23 (01.863.201) 108805 Mál nr. BN045628
Guðlaug Stella Brynjólfsdóttir, Kvistaland 19, 108 Reykjavík
Þorgrímur Leifsson, Kvistaland 19, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja viðbyggingu, steypta á staðnum við suð-austurhorn einbýlishússins nr. 19 á lóð nr. við Kvistaland.
Stækkun viðbyggingar: XX ferm., XX rúmm.
Gjald kr. 9.000 + XX
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

26. Laugav 22/Klappars 33 (00.000.000) 101456 Mál nr. BN045549
X-Strengur ehf., Laugavegi 22, 101 Reykjavík
Sótt er um samþykki fyrir breytingum á eldvörnum og leyfi til þess að færa til sorpgeymslu á fyrstu hæð hússins Laugavegur 22 á lóðinni Laugav 22/Klappars 33.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

27. Laugavegur 20-20A (01.171.503) 101419 Mál nr. BN045516
Grandavör ehf, Þingholtsstræti 27, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að breyta brunahólfun í kjallara hússins nr. 20A á lóðinni nr. 20-20A við Laugaveg.
Samþykki eiganda í tölvubréfi dags. 21. febrúar 2013 fylgir erindinu.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Vísað til athugasemda eldvarnaeftirlits á umsóknarblaði.

28. Laugavegur 164 (01.242.101) 103031 Mál nr. BN045438
Framkvæmdasýsla ríkisins, Borgartúni 7, 150 Reykjavík
Fasteignir ríkissjóðs, Borgartúni 7, 150 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja yfir þaksvalir, setja valmaþak, einangra og klæða að utan með málmklæðningu, breyta innra skipulagi og innrétta skjalasafn í iðnaðarhúsi á lóð nr. 164 við Laugaveg.
Erindi fylgir minnisblað frá Almennu verkfræðistofunni um ástand steyptra veggja dags. 23. janúar 2013.
Stækkun: 35 ferm., 1.932,1 rúmm.
Gjald kr. 9.000 + 173.889
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsráðs.

29. Laugavegur 55 (01.173.020) 101507 Mál nr. BN045265
Casa ehf, Bæjarlind 6, 201 Kópavogur
Sótt er um leyfi til að fjölga herbergjum í íbúð 0201 um þrjú í íbúðar- og atvinnuhúsi á lóð nr. 55 við Laugaveg.
Gjald kr. 8.500
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

30. Lágmúli 7 (01.261.302) 103508 Mál nr. BN045627
Reitir I ehf, Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík
Sótt er um samþykki á reyndarteikningum sbr. erindi BN044226 á 1. hæð vegna ýmissa innri breytinga vegna lokaúttektar í verslunarrými í húsi á lóð nr. 7 við Lágmúla.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

31. Ljósvallagata 20 (01.162.316) 101289 Mál nr. BN044561
Hrafn Gunnarsson, Ljósvallagata 20, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að fjarlægja núverandi svalir á annarri hæð og í framhaldi byggja svalir á annarri og þriðju hæð.
Jafnframt er gerð grein fyrir núverandi innra fyrirkomulagi íbúða 0201 og 0301 í húsinu á lóðinni nr. 20 við Ljósvallagötu.
Samþykki meðeigenda í húsi dags. 06.03.2012 fylgir erindi.
Samþykki eins meðeiganda (tölvubréf frá BNA) dags. 21.06.2012 fylgir erindi.
Samþykki nágranna í húsum nr. 18 og 22 við Ljósvallagötu dags. 07.05.2012 fylgir erindi ásamt útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 29. júní 2012 og umsögn skipulagsstjóra dags. 28. júní 2012.
Ný skráningartafla fylgir erindinu.
Gjald kr. 8.500
Frestað.
Málinu vísað til skipulagsfulltrúa til ákvörðunar um grenndarkynningu. Vísað er til uppdráttar A-1 dags. 20. febrúar 2013.

32. Lóuhólar 2-6 (04.642.701) 111914 Mál nr. BN045553
Reginn A3 ehf., Hagasmára 1, 201 Kópavogur
Sótt er um samþykki fyrir núverandi fyrirkomulagi veitingastaðarins Búálfurinn (rými 01-16) í húsi nr. 2-4 á lóðinni nr. 2-6 við Lóuhóla.
Gerð er grein fyrir nýrri rennihurð við vesturinngang og áður gerðum neyðarútgangi á norðurhlið hússins
[Um er að ræða veitingastað í flokki III. Hámarksfjöldi gesta er 45 manns skv. uppdráttum.
Leyfisbréf dags. 19. janúar 2009 fylgir erindinu..
Gjald kr. 9.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

33. Lækjargata 2A (01.140.505) 100865 Mál nr. BN045622
Reitir I ehf, Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að breyta fyrirkomulagi veitingahúsa á annarri hæð hússins nr. 2A við Lækjargötu.
Gjald kr. 9000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

34. Miklabraut 68 (01.710.001) 107116 Mál nr. BN045604
Antanas Mazonas, Dalshraun 5, 220 Hafnarfjörður
Sótt er um samþykki á reyndarteikningu vegna eignaskiptayfirlýsingar af mhl. 01, kjallara fjöleignahúss á lóð nr. 68 við Miklubraut.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

35. Njarðargata 45 (01.186.605) 102301 Mál nr. BN045623
Spur ehf, Freyjugötu 24, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi fjölbýlishúss á lóð nr. 45 við Njarðargötu.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

36. Njálsgata 52A (01.190.305) 102438 Mál nr. BN045555
Frosti Friðriksson, Njálsgata 52a, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja í 1. áfanga svalir á annarri hæð og setja þar hurð í staðinn fyrir glugga, sbr. fyrirspurn BN045336, 2. áfanga er sótt um að byggja kvist á báðum þakhliðum eins og samþykkt var 27. júlí 1989 á húsinu á lóð nr. 52 við Njálsgötu.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 22. febrúar 2013 fylgir erindinu.
Fyrirspurn BN045555 fylgir erindinu dags. 11. des. 2012.
Stækkun: 10,8 rúmm.
Gjald kr. 9.000 + 972
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.


37. Skarfagarðar 2 (01.321.701) 210413 Mál nr. BN045609
Smáragarður ehf., Bíldshöfða 20, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að koma fyrir girðingum norðaustur hlið og suðvesturhlið og sett verður ökufært hlið í suðurhorni og einnig frá Skarfabakka fyrir aðkomu slökkviliðs að húsinu á lóð nr. 2 við Skarfagarða.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

38. Skeifan 11 (01.462.101) 195597 Mál nr. BN045583
Fönn - Þvottaþjónustan ehf, Skeifunni 11, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að innrétta rými 0101 í mhl. 03 þannig að inni á lagersvæði verða settar snyrtingar, ræstiherbergi, kaffiaðstaða og skrifstofurými í húsinu á lóð nr. 11 við Skeifan .
Gjald kr. 9.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

39. Skeifan 2-6 (01.461.201) 105667 Mál nr. BN045611
Poulsen ehf., Skeifunni 2, 108 Reykjavík
Sótt eru um leyfi til að uppfæra aðaluppdrætti , grunnmynd og snið, ásamt endurgerð brunavarna og stækkun á kaffistofu á 2. hæð í húsinu nr. 2-4 á lóð nr. 2-6 við Skeifuna.
Samþykki meðeigenda á teikningu fylgir.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

40. Skógarhlíð 10 (01.703.401) 107073 Mál nr. BN045524
Landleiðir ehf, Akralind 4, 201 Kópavogur
Sótt er um leyfi til að sameina mhl. 01 og 02 og breyta notkun fyrstu og annarrar hæðar í gistiskála í flokki II með 23 herbergum fyrir 100 gesti í húsinu á lóð nr. 10 við Skógarhlíð.
Bréf frá hönnuði dags. 19. feb. 2013
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

41. Snorrabraut 67 (01.247.005) 103329 Mál nr. BN045552
Samtök um kvennaathvarf, Pósthólf 1486, 121 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi á 2. hæð, bæta við baðherbergi á efstu hæð og innrétta nýtt eldhús á 1. hæð fjölbýlishúss á lóð nr. 67 við Snorrabraut.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

42. Stelkshólar 8-12 (04.648.401) 112001 Mál nr. BN045603
Stelkshólar 8-12,húsfélag, Stelkshólum 8-12, 111 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að setja upp svalalokanir með 90#PR lokun á allar íbúðir nema íbúð 02 - 0203 í fjölbýlishúsinu á lóð 8- 12 við Stelkshóla..
Sjá einni erindi BN044129.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

43. Suðurlandsbraut 4-4A (00.000.000) 103513 Mál nr. BN045545
Mænir Reykjavík ehf., Klettatröð 1, 235 Keflavíkurflugvöllu
Sótt er um leyfi til að innrétta veitingaverslun fyrir 70 gesti á 1. hæð í vesturenda húss á lóð nr. 4 við Suðurlandsbraut.
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

44. Súðarvogur 18 (01.454.106) 105623 Mál nr. BN045481
Páll Steingrímsson, Garðastræti 2, 101 Reykjavík
Stefán og Ólafur sf, Hæðargarði 54, 108 Reykjavík
Þuríður Rúrí Fannberg, Sólbrekka, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN044913 þannig að rýmisnúmer á teikningu verða breytt vegna eignarskiptasamnings á húsinu á lóð nr. 18 við Súðavog.
Gjald kr. 9.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst til þess að samþykktin öðlist gildi.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

45. Sörlaskjól 78 (01.531.019) 106134 Mál nr. BN044991
Snorri Pétur Eggertsson, Sörlaskjól 78, 107 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja kvist á norðurhlið, svalir á suðurhlið 1. hæðar, verönd og hurð út í garð úr kjallara og til að byggja hjólaskýli við norðurhlið bílskúrs við parhús á lóð nr. 78 við Sörlaskjól.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 12. október 2012 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 10. október 2012 og samþykki meðeigenda dags. 15. desember 2012 ásamt útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 22. febrúar 2013. Erindið var grenndarkynnt frá 18. janúar til og með 18. febrúar 2013. Engar athugasemdir bárust.
Kvistur: 3,2 rúmm.
Hjólageymsla: 6 ferm., 13,9 rúmm.
Stækkun: 6 ferm., 17,1 rúmm.
Gjald kr. 8.500 + 1.539
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við lokaúttekt.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

46. Templarasund 5 (01.141.209) 100900 Mál nr. BN045598
Alþingi, Kirkjustræti, 150 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja nýtt anddyri, setja lyftu, bæta við stiga og gera breytingar á þaki sbr. fyrirspurn BN045467 á húsi á lóð nr. 5 við templarasund.
Meðfylgjandi er bréf arkitekts og byggingarlýsing í A-4, ódagsett, einnig umsögn Minjastofnunar Íslands dags,. 18.1. 2013.
Stærðir stækkun: xx ferm., xx rúmm.
Gjald kr. 9.000 + xx
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

47. Tryggvagata 16 (01.132.104) 100213 Mál nr. BN045605
Kápan ehf, Baughúsum 33, 112 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta þaki, setja kvisti með skúrþaki á báðar hliðar, svalir á suðurhlið og innrétta íbúðir á 4. og 5. hæð íbúðar- og atvinnuhúss á lóð nr. 16 við Tryggvagötu.
Erindi fylgir þinglýst eignaskiptayfirlýsing dags. 15. september 2005 og samkomulag eigenda Tryggvagötu 16 (ekki þinglýst), dags. 7. desember 2004 og fsp. dags. 20. nóvember 2012.
Stækkun: xx ferm., xx rúmm.
Gjald kr. 9.000 + xx
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

48. Tryggvagata 19 (01.118.301) 100095 Mál nr. BN045618
Fasteignir ríkissjóðs, Borgartúni 7, 150 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja einfalda ljósastýrða skábraut með inn- og útkeyrslu á vesturhlið (Naustin) og koma fyrir 85 bílastæðum á þaki og til að breyta gluggum og hurðum á jarðhæð norðurhliðar tollhússins á lóð nr. 19 við Tryggvagötu.
Jafnframt er erindi BN044261 dregið til baka.
Stækkun: xx ferm.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

49. Vatnagarðar 8 (01.337.703) 103914 Mál nr. BN045363
Reginn hf., Hagasmára 1, 201 Kópavogur
Reginn A1 ehf., Hagasmára 1, 201 Kópavogur
Sótt er um leyfi til þess að breyta innra fyrirkomulagi, koma fyrir nýjum innkeyrsludyrum, breyta flóttaleiðum og nýta sem þrjár séreignareiningar atvinnuhúsið á lóðinni nr. 8 við Vatnagarða.
Gjald kr. 8.500
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

50. Vatnsveituv. Fákur (04.712.001) 112366 Mál nr. BN045617
Sigurbjörn Magnússon, Bleikjukvísl 11, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að fjölga séreignum í hesthúsi nr. 10 við Faxaból 4 (matshl. 41) á lóðinni Vatnsveituv. Fákur.
Samþykki eigenda hússins (á teikn. vantar tvo) fylgir erindinu.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

51. Þingholtsstræti 3-5 (01.170.303) 206266 Mál nr. BN045619
Miðbæjarhótel/Centerhotels ehf., Aðalstræti 6, 101 Reykjavík
Batteríið Arkitektar ehf., Burknabergi 8, 220 Hafnarfjörður
Sótt er breytingar á innra skipulagi kjallara Centerhotels á lóð nr. 3-5 við Þingholtsstræti.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

52. Þjórsárgata 3 (01.636.702) 106728 Mál nr. BN045601
Karlotta María Leósdóttir, Þjórsárgata 3, 101 Reykjavík
Sótt er um til þess að útbúa björgunarop við svefnherbergi á efri og neðri hæð og koma fyrir handlaugum í svefnherbergjum.
Jafnframt er gerð grein fyrir áður gerðu baðherbergi á efri hæð hússins á lóðinni nr. 3 við Þjórsárgötu.
Gjald kr. 9000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.


53. Þórufell 2-20 (04.682.101) 112292 Mál nr. BN045599
þórufell 2-20,húsfélag, Þórufelli 16, 111 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að hækka svalahandri ð í 120 cm og klæða þau að utan samfara múrviðgerðum og gluggaskiptum, einnig er sótt um að koma reyklúgu fyrir í stigagangi og loka svölum 95#PR með ál/glerkerfi á íbúðum í húsi nr.6, 203 og 403, nr. 16, 201 og 303, nr. 18 nr. 303 og 403 og í nr. 20, 201, 301, 302, 304, 401 og 403 í fjölbýlishúsi á lóð nr. 2-20 við Þórufell.
Meðfylgjandi er bréf aðalhönnuðar dags. 20.2. 2013 og fundargerð aðalfundar húsfélagsins dags. 19.3. 2012.
Stærðir samtals brúttó sbr. ofanskráða upptalningu: 54,83 ferm.. 125,73 rúmm.
Gjald kr. 9.000 + 11.316
Frestað.
Vísað til athugasemda eldvarnaeftirlits á umsóknarblaði.


Ýmis mál

54. Hallveigarstígur 8 (01.180.205) 101693 Mál nr. BN045649
Leiðrétt er hér með bókun frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa þann 5. febrúar 2013. Erindi BN045274 - Hallveigarstígur 8 var ranglega bókað svo:
#GLSótt er um leyfi til þess að byggja kvist á norðausturþekju og koma fyrir tveimur kvistum og svölum á suðvesturþekju hússins á lóðinni nr. 8 við Hallveigarstíg.#GL
Rétt bókun erindisins hljóðar svo:
#GLSótt er um leyfi til þess að byggja tvo kvisti á norðausturþekju og koma fyrir tveimur kvistum og svölum á suðvesturþekju hússins á lóðinni nr. 8 við Hallveigarstíg.#GL
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

55. Hólmsheiði/Reynisvatnslönd Mál nr. BN045634
Með tilvísun til minnisblaðs dags. 18.2.2013, rituðu af Magnúsi Sædal Svavarssyni, er þess farið á leit að eftirtaldar lóðir, sem allar eru í eigu Reykjavíkurborgar, verði felldar úr fasteignaskrá og sameinaðar óútvísuðu landi Reykjavíkurborgar, landnr. 218183:
Vesturlandsv. Reynisv. 113411
Vesturlandsv. Reynisv. 113412
Vesturlandsv. Reynisv. 113415
Vesturlandsv. Reynisv. 113419
Vesturlandsv. Reynisv. 113421
Vesturlandsv. Reynisv. 113424
Vesturlandsv. Reynisv. 113427
Vesturlandsv. Reynisv. 113428
Vesturlandsv. Reynisv. 113432
Vesturlandsv. Reynisv. 113436
Vesturlandsv. Reynisv. 113437
Vesturlandsv. Reynisv. 113438
Vesturlandsv. Reynisv. 113439
Vesturlandsv. Reynisv. 113441
Vesturlandsv. Reynisv. 113444
Vesturlandsv. Reynisv. 113445
Vesturlandsv. Reynisv. 113446
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

56. Hringbraut 35-41 (01.541.001) 106321 Mál nr. BN045645
Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans til að breyta mörkum lóðarinnar Hringbraut 35-41 ( staðgr. 1.541.001 ), eins og sýnt er á meðsendum uppdrætti Landupplýsingadeildar dags. 18. 2. 2013.
Lóðin Hringbraut 35-41 ( staðgr. 1.541.001 ) er 2670 m², sbr. þinglýst skjal Ltra Þ4 nr. 175, dags. 29. 12. 1943, við lóðina er bætt 1084 m², úr óútvísuðu landi (landnr. 218177), skv. skipulagi, og sbr. samþykkt skipulagsnefndar 01. 07. 1985 og samþykkt borgarráðs 02. 07. 1985. Lóðin Hringbraut 35-41 ( staðgr. 1.541.001 ) verður 3754 m², þar með talið ca. 51 m² svæði undir verslun, sbr. afsal Ltra Ö4 nr. 273, dags. 20. 06. 1944.
Ath. Mæliblað, útgefið 21. 02. 1951, tekur ekki tillit til yfirlýsingar Ltra þ4 nr. 175.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Fyrirspurnir

57. Grensásvegur 16 (01.295.403) 103850 Mál nr. BN045606
The studio slf., Fljótaseli 3, 109 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að starfrækja hárgreiðslustofu á fyrstu hæð hússins nr. 16 við Grensásveg.
Í húsnæðinu var áður rekin myndbandaleiga.
Bréf Heilbrigðiseftirlits dags. 6. febrúar 2013 og umsögn Heilbrigðiseftirlits dags. 5. febrúar 2013 fylgja erindinu.
Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingarleyfi.

58. Hafnarstræti 20/Læk5 (01.140.302) 100836 Mál nr. BN045616
Háspenna ehf, Pósthólf 11, 172 Seltjarnarnes
Spurt er hvort leyft yrði að innrétta spilasal í rýmum 0101, 0103 og 0105 á jarðhæð verslunar- og skrifstofuhúss á lóðinni Hafnarstræti 20/Læk5.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

59. Hjallavegur 68 (01.384.017) 104879 Mál nr. BN045629
Sigrún Margrét Einarsdóttir, Klettar, 801 Selfoss
Spurt er hverju þurfi að breyta til að samþykkt fáist fyrir íbúð í kjallara húss á lóð nr. 68 við Hjallaveg.
Frestað.
Vísað til athugasemda á fyrirspurnarblaði.

60. Hverfisgata 117 (01.222.114) 102850 Mál nr. BN045614
Ólafur Pálsson, Hverfisgata 117, 105 Reykjavík
Spurt er hvort samþykki fengist fyrir íbúð í húsnæði þar sem áður var rekinn söluturn í húsinu nr. 117 við Hverfisgötu.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

61. Jónsgeisli 91 (04.113.306) 189863 Mál nr. BN045621
Sigurður Gestsson, Ólafsgeisli 20, 113 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að breyta iðnaðarhúsi í parhús á tveimur hæðum á lóð nr. 91 við Jónsgeisla.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

62. Laugarásvegur 69 (01.384.208) 104905 Mál nr. BN045537
THG Arkitektar ehf., Faxafeni 9, 108 Reykjavík
Spurt er hvort leyfi fengist til að stækka kjallarana og koma fyrir sólstofu ofaná kjallaraviðbygginguna á húsinu á lóð nr. 69 við Laugarásveg.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 22. febrúar 2013 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 20. febrúar 2013
Jákvætt.
Með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 20. febrúar 2013. Byggingarleyfisumsókn verður grenndarkynnt berist hún.

63. Laugavegur 30B (01.172.212) 101467 Mál nr. BN045584
Hildur Bjarnadóttir, Hofteigur 20, 105 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að starfrækja gistiheimili í húsinu á lóðinni nr. 30B við Laugaveg.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 22. febrúar 2013 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 21. febrúar 2013.
Jákvætt.
Með vísan til leiðbeininga á fyrirspurnarblaði. Sækja þarf um byggingarleyfi.
Samanber umsögn skipulagsfulltrúa dags. 21. febrúar 2013.

64. Skipholt 15 (01.242.211) 103037 Mál nr. BN045612
Sigurjón Björnsson, Silungakvísl 3, 110 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að skrá atvinnuhúsnæði sem íbúð á fyrstu hæð í húsinu á lóðinni nr. 15 við Skipholt.
Fastanúmer húsnæðisins er 226-7515
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.


Fundi slitið kl. 12.40.

Björn Stefán Hallsson

Björn Kristleifsson Sigrún Reynisdóttir
Harri Ormarsson Sigurður Pálmi Ásbergsson
Óskar Torfi Þorvaldsson Eva Geirsdóttir