No translated content text
Umhverfis- og skipulagsráð
Ár 2013, miðvikudaginn 23. janúar kl. 09.10, var haldinn 3. fundur umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð. Ráðssal. Viðstaddir voru: Páll Hjalti Hjaltason, Hjálmar Sveinsson, Elsa Hrafnhildur Yeoman, Karl Sigurðsson, Kristín Soffía Jónsdóttir, Júlíus Vífill Ingvarsson, Gísli Marteinn Baldursson og Torfi Hjartarson. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Björn Axelsson, Ólafur Bjarnason og Marta Grettisdóttir. Fundarritari var Örn Sigurðsson
Þetta gerðist:
(A) Skipulagsmál
1. Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, fundargerð Mál nr. SN010070
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar skipulagsfulltrúa Reykjavíkur dags. 18. janúar 2013.
2. Kvosin, Landsímareitur, breyting á deiliskipulagi Kvosarinnar Mál nr. SN120528
Kynning á framvindu á endurskoðun deiliskipulagsvinnu Kvosarinnar vegna Landsímareits.
Fulltrúar Ask arkitekta, Páll Gunnlaugsson, Þorsteinn Helgason og Gunnar Örn Sigurðsson kynntu. Einnig sátu fundinn undir þessum lið Lilja Grétarsdóttir verkefnisstjóri og Margrét Einarsdóttir landslagsarkitekt.
3. Tangabryggja 14-16, breyting á deiliskipulagi (04.023) Mál nr. SN130037
Vinnustofan Þverá ehf, Laufásvegi 36, 101 Reykjavík
Hrísar ehf, Asparfelli 12, 111 Reykjavík
Lagt fram erindi Kristjáns Sverrissonar f.h. Hrísar ehf. dags. 17. janúar 2013 varðandi breytingu á deiliskipulagi Bryggjuhverfis vegna lóðarinnar nr. 14-16 við Tangabryggju. Í breytingunni felst að breyta atvinnuhúsnæði í blandað atvinnu- og íbúðarhúsnæði ásamt að því að afmarka lóð fyrir sorpskýli og skýli fyrir reiðhjól, samkvæmt uppdr. Vinnustofunnar Þverá ehf. dags. 16. janúar 2013. Einnig er kynnt minnisblað umhverfis-og samgöngusviðs dags. 21. janúar 2013.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu.
Vísað til borgarráðs.
Lilja Grétarsdóttir verkefnisstjóri kynnti.
4. Sogamýri, breyting á aðalskipulagi Mál nr. SN120218
Lagt fram erindi umhverfis- og skipulagssviðs dags. 21. nóvember 2012 varðandi breytingu á aðalskipulagi Sogamýrar. Í breytingunni felst breytt landnotkun, samkvæmt uppdr. umhverfis- og skipulagssviðs dags. 14. september 2012.
Lögð fram tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins Júlíusar Vífils Ingvarssonar og Gísla Marteins Baldurssonar
#GLTillögu að breytingu á aðalskipulagi Sogamýri verði vísað í vinnu að nýju aðalskipulagi Reykjavíkur sem tekur til áranna 2010 - 2030. Stefnt er að aukafundi í borgarstjórn 9. apríl nk. þar sem aðalskipulagstillaga ásamt umhverfisskýrslu verður lögð fram til afgreiðslu og í auglýsingu. Mikilvægt er að aðalskipulag marki heildarsýn. Á fundi skipulagsráðs 27. apríl 2011 bókuðu fulltrúar sjálfstæðisflokksins um þetta sama mál eftirfarandi: Það er á skjön við vinnubrögð skipulagsráðs að taka einstakar lóðir út fyrir sviga með þessum hætti og láta heildarhugsun í skipulagi víkja. #GL
Tillagan felld með með 6 atkvæðum fulltrúa Besta flokksins Páls Hjaltasonar, Elsu Hrafnhildar Youman og Karls Sigurðssonar ásamt fulltrúum Samfylkingarinnar Hjálmars Sveinssonar og Kristínar Soffíu Jónsdóttur og fulltrúa Vinstri hreyfingarinnar Græns framboðs Torfa Hjartarsonar gegn 2 atkvæðum fulltrúa Sjálfstæðisflokksins Júlíusar Vífils Ingvarssonar og Gísla Marteins Baldurssonar
Lagt fram erindi umhverfis- og skipulagssviðs dags. 21. nóvember 2012 varðandi breytingu á aðalskipulagi Sogamýrar. Í breytingunni felst breytt landnotkun, samkvæmt uppdr. umhverfis- og skipulagssviðs dags. 14. september 2012.
Samþykkt að forkynna fyrirliggjandi tillögu, sbr. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga með 6 atkvæðum fulltrúa Besta flokksins Páls Hjaltasonar, Elsu Hrafnhildar Yeoman og Karls Sigurðssonar, fulltrúum Samfylkingarinnar Hjálmars Sveinssonar og Kristínar Soffíu Jónsdóttur og fulltrúa Vinstri hreyfingarinnar Græns framboðs Torfa Hjartarsonar. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Júlíus Vífill Ingvarsson og Gísli Marteinn Baldursson sátu hjá við afgreiðslu málsins
Haraldur Sigurðsson verkefnisstjóri kynnti.
5. Sogamýri, breyting á deiliskipulagi Mál nr. SN110157
Lögð fram lýsing skipulags- og byggingarsviðs Reykjavíkur dags. 7. maí 2012 vegna deiliskipulags í Sogamýri. Einnig lagt fram erindi umhverfis- og skipulagssviðs dags. 21. nóvember 2012 varðandi breytingu á deiliskipulagi Sogamýri. Breytingin felur í sér þrjár nýjar lóðir austan, lóðanna við Suðurlandsbraut 68-70, ásamt hliðrun á göngustíg, samkvæmt uppdrætti umhverfis- og skipulagssviðs dags. 21. nóvember 2012.
Marta Guðjónsdóttir tók sæti á fundinum kl. 11:53.
Kynnt.
Björn Ingi Edvardsson verkefnisstjóri kynnti.
(B) Byggingarmál
6. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, Fundargerð Mál nr. BN045423
Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð nr. 715 frá 22. janúar 2013.
7. Bókhlöðustígur 2, Stækkun kjallara, svalir (01.183.107) Mál nr. BN045163
Völundur Snær Völundarson, Bókhlöðustígur 2, 101 Reykjavík
YUZU ehf., Bókhlöðustíg 2, 101 Reykjavík
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 13. nóvember 2012 þar sem sótt er um leyfi til að stækka kjallara til austurs og innrétta í honum eldhús og veitingasal fyrir 40 gesti og veitingaflokk II en á hæðinni og undir risi er íbúð í húsinu sem byggt var 1882 á lóðinni nr. 2 við Bókhlöðustíg. Erindi var grenndarkynnt frá 22. nóvember til og með 20. desember 2012. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir: Vilhjálmur Hjálmarsson og Borghildur Óskarsdóttir dags. 29. nóvember 2012, Helga Þorsteinsdóttir Stephensen dags. 8. desember 2012, Hulda Jósefsdóttir dags. 17. desember 2012 og húseigendur og íbúar við Laufásveg dags. 17. desember 2012. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 11. janúar 2013.
Meðfylgjandi eru umsagnir Minjasafns Reykjavíkur dags. 26. október 2012 og Húsafriðunarnefndar dags. 29. október 2012.Stærðir: 365,4 ferm., 1.055,2 rúmm.Stækkun: 62,8 ferm., 306,2 rúmm.Gjald kr. 8.500 + 26.027
Hjálmar Sveinsson vék af fundi við umræðu, afgreiðslu og bókun málsins.
Á síðasta fundi umhverfis- og skipulagsráðs áttu sér stað mistök í bókun vegna málsins þar sem láðist að geta þess í fundargerð að Hjálmar Sveinsson hafi vikið af fundi við umræður, afgreiðslu og bókun málsins, leiðréttist það hér með. Að neðan er rétt afgreiðsla málsins
Hjálmar Sveinsson vék af fundi við umræðu, afgreiðslu og bókun málsins.
Skipulagsráð fellst ekki á erindið með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags, 11. janúar 2013.
Vísað til fullnaðarafgreiðslu byggingarfulltrúa.
Gísli Marteinn Baldursson og Hildur Sverrisdóttir sátu hjá og óskuðu bókað:
#GLStefna borgarinnar er að hverfi hennar verði sjálfbær og þar sé rúm fyrir fleira en eingöngu íbúðir. Inn á fundinn hefur borist erindi um opnun lítils, heimilislegs veitingastaðar á Bókhlöðustíg 2, sem loka myndi klukkan 23 á kvöldin. Meirihluti ráðsins hefur synjað því erindi. Stækkun hússins sem sótt er um er öll neðanjarðar og engin mun sjá hana, nema viðkomandi sé inni á veitingastaðnum.
Athugasemdir nágranna ganga allar út á að ónæði muni hljótast af fólki sem er að koma að borða á staðnum, og fara af honum. Eitthvað af þessu fólki gæti einnig staðið úti á gangstétt meðan á máltíð stendur, til dæmis til að reykja. Að okkar mati er það fagnaðarefni að líf sé á götum og göngustígum í hverfum borgarinnar, slíkt eykur öryggi og er dæmi um heilbrigt borgarlíf, svo framarlega sem næturró fólks sé ekki raskað. Lítil hætta er á að þessi staður geri það. Minna má á að veitingastaðir inni í hverfum, svosem Þrír frakkar ofar í Skólavörðuholtinu, færa skemmtilegt líf inn í hverfið í góðu sambýli við nágranna staðarins. Þannig borg viljum við skapa. Ástæða þess að við sitjum hjá, en greiðum ekki atkvæði gegn synjuninni, er sú að betri gögn vantar um rask á framkvæmdatíma.
Fulltrúar Besta flokksins Páll Hjaltason. Elsa Hrafnhildur Yeoman og Karl Sigurðsson og fulltrúi Samfylkingarinnar og Kristín Soffía Jónsdóttir óskuðu bókað:
#GL Fulltrúar Sambest og Vinstri grænna benda á að ekki er til deiliskipulag af svæðinu sem um ræðir og við grenndarkynningu á tillögunni kom fram mikil andstaða íbúa í nærliggjandi húsum. Veitingahúsarekstur á þessu svæði samrýmist heldur ekki þróunaráætlun miðborgar. Hins vegar eru fulltrúar Sambest og Vinstri grænna almennt ekki fráhverfir hugmyndum um veitingastaði í flokki 2 í íbúðahverfum en telja ekki stætt að samþykkja slíkan rekstur ef deiliskipulag liggur ekki fyrir.#GL
(E) Umhverfis- og samgöngumál
8. Fundargerðir Sorpu bs., Mál nr. US130002
Lagðar fram fundargerðir Sorpu bs. nr. 308 frá 26. nóvember 2012 og nr. 309 frá 14. desember 2012. nr. 310 frá 7. janúar 2013 ásamt fskj. nr. 311 frá 14. janúar 2013 ásamt fskj.
Björn Halldórsson framkvæmdastjóri Sorpu kynnti, einnig tók sæti á fundinum undir þessum lið Guðmundur B. Friðriksson skrifstofustjóri Umhverfisgæða.
9. Hverfisgata, Endurgerð Mál nr. US130020
Lögð fram til kynningar greinargerð Eflu Verkfræðistofu dags. 17. janúar 2013 varðandi mismundandi þversniðs Hverfisgötu.
Kynnt.
10. Hjólreiðaáætlun, Samningur við ríkið Mál nr. US130025
Lagt fram samkomulag Reykjavíkurborgar og Vegagerðarinnar dags. 31. júlí 2012 varðandi samkomulag um að Vegagerðin greiði helming kostnaðar við gerð ákveðinna hjólreiða-og göngustíga samkvæmt meðfylgjandi uppdrætti dags. í maí 2012. Einnig er kynnt yfirlit greiðsluflæðis 2012-2014 dags. 26. október 2012.
11. Nordic Built, Kynning á Nordic Built sáttmálanum Mál nr. SN130043
Kynning á Nordic Built sáttmálanum um sjálfbærni í manngerðu umhverfi.
Helga J. Bjarnadótti ráðgjafi á Eflu verkfræðistofu kynnti, einnig tók sæti á fundinum undir þessum lið Guðmundur B. Friðriksson skrifstofustjóri Umhverfisgæða.
12. Sorpa bs, Strætó bs., Eigendastefna Sorpu bs. og Strætó bs. Mál nr. US130018
Erindi frá SSH til byggðaráða aðildarsveitarfélaganna - Eigendastefna fyrir Sorpu bs og Strætó bs. Lagt fram bréf borgarstjórans í Reykjavík dags. 23. nóvember 2012 ásamt fylgiskjölum. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs varðandi Sorpu 19. janúar 2013
Umsögn um eigendastefnu Sorpu dags. 19. janúar 2013 samþykkt með þeim breytingum sem fram komu á fundinum.
Umsögn um eigendastefnu Strætó frestað.
Guðmundur B. Friðriksson skrifstofustjóri Umhverfisgæða kynnti
13. Strætó, farþegatalningar Mál nr. US130026
Lögð fram skýrsla Strætó bs. um farþegatalningar haustið 2012 og þróun á farþegafjölda.
Frestað.
14. Gönguljós í borginni, Mál nr. US130004
græntími fyrir fótgangandi á umferðarljósagatnamótum
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs dags. 21. janúar 2013 ásamt minnispunktum Vinnustofunnar Þverá ehf. dags. 15. janúar 2013 varðandi græntíma fyrir fótgangandi á umferðarljósagatnamótum.
Frestað.
15. Snorrabraut, þrenging til bráðabirgða Mál nr. US130032
Lagt fram bréf Umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngudeild dags. 21. janúar 2013 ásamt tillögu að aðgerðum á Snorrabraut.
Frestað.
16. Göngubrautarskýrsla Vegagerðarinnar, skýrsla Mannvits Mál nr. US130024
Lögð fram skýrsla Mannvits dags. í desember 2012 varðandi forgang og öryggi gangandi vegfarenda á gönguþverunum.
Frestað.
17. Hundagerði, framkvæmdir á árinu 2012 Mál nr. US130030
Kynntar framkvæmdir við þrjú ný hundagerði í Reykjavík sem sett voru upp til að mæta óskum íbúa. Gerðin eru öll um 600 fermetrar að stærð með 1,2 metra hárri girðingu umhverfis og við þau hefur verið komið fyrir bekkjum og ruslastömpum. Gerðið í neðra Breiðholti er sunnan við Arnarbakka og austan Breiðholtsbrautar; í Laugardal er gerðið staðsett milli Engjavegar og Suðurlandsbrautar og í miðborginni er það við Vatnsmýrarveg rétt hjá Umferðarmiðstöðinni (BSÍ).
Frestað.
18. Vatnsvernd fyrir höfuðborgarsvæðið, heildarendurskoðun Mál nr. US130033
Lögð fram verklýsing dags. desember 2012 fyrir heildarendurskoðun á vatnsvernd höfuðborgarsvæðisins. Einnig er lögð fram umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 21. janúar 2013.
Frestað.
19. Sæmundargata - Hringbraut, framkvæmdir Mál nr. US130029
Lagt fram bréf samgöngustjóra dags. 18. janúar 2013 varðandi umbætur á Sæmundargötu, gönguleið yfir Hringbraut og 30km afmörkun á svæði Háskóla Íslands skv. meðfylgjandi uppdrætti dags. í janúar 2013.
Frestað.
(D) Ýmis mál
20. Betri Reykjavík, Jólalokun á Bankastræti og Laugavegi rétt fyrir jólMál nr. US130007
Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík
Lögð fram ein af fimm efstu hugmyndum frá Betri Reykjavík frá 30. nóvember 2012 #GLJólalokun á Bankastræti og Laugavegi rétt fyrir jól#GL
ásamt samantekt af umræðum og rökum.
Frestað.
21. Betri Reykjavík, Carpooling verði ekki hallærislegt Mál nr. US130011
Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík
Lögð fram ein af fimm efstu hugmyndum frá Betri Reykjavík frá 30. nóvember 2012#GLCarpooling verði ekki hallærislegt #GL ásamt samantekt af umræðum og rökum.
Frestað.
22. Betri Reykjavík, Slipparóló leikvöllur og kaffihús í skipi í miðborginni Mál nr. SN130030
Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík
Lögð fram efsta hugmynd í skipulagsflokki á Betri Reykjavík frá 31. desember 2012 #GLSlipparóló leikvöllur og kaffihús í skipi í miðborginni #GL ásamt samantekt af umræðum og rökum.
Frestað.
23. Umhverfis- og skipulagsráð, Mál nr. SN130041
leiðbeiningar um ritun fundargerða sveitarstjórna
Lögð fram til kynningar drög að leiðbeiningum um ritun fundargerða sveitarstjórna dags. 1. nóvember 2012.
Frestað.
24. Umhverfis- og skipulagsráð, Mál nr. US130028
fyrirspurn frá fulltrúum sjálfstæðisflokksins
Á fundi Umhverfis- og skipulagsráðs 16. janúar 2013 var lögð fram eftirfarandi fyrirspurn frá fulltrúum Sjálfstæðisflokksins #GLVíða má sjá fjúkandi jólatré í borgarlandinu og sums staðar hafa þau skapað hættu fyrir vegfarendur. Nokkuð mismunandi virðist eftir hverfum hvort borgarbúum hafi staðið til boða að jólatré verði fjarlægð gegn gjaldi. Hefur umhverfis og skipulagssvið upplýsingar um þau úrræði sem standa borgarbúum til boða að þessu leyti? Mun verða gert átak í að hreinsa þau jólatré sem nú eru fjúkandi um borgina?#GL Einnig er lagt fram skriflegt svar umhverfis- og skipulagssviðs dags. 23. janúar 2013.
25. Blikastaðavegur 2-8, breytt deiliskipulag vegna gagnavers(02.4) Mál nr. SN120228
Arkís arkitektar ehf, Höfðatúni 2, 105 Reykjavík
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 11. janúar 2013 um samþykkt borgarráðs 10. janúar 2013 um auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi fyrir Blikastaðaveg 2-8.
26. Sundlaugavegur 30, breyting á deiliskipulagi Mál nr. SN120563
Framkvæmda- og eignasvið Reykja, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 11. janúar 2013 um samþykkt borgarráðs 10. janúar 2013 um auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi Laugardals vegna lóðarinnar að Sundlaugavegi 30.
27. Húsahverfi svæði C, (02.84) Mál nr. SN120562
breyting á skilmálum vegna húsagerðar E8 og E9
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 11. janúar 2013 um samþykkt borgarráðs 10. janúar 2013 um auglýsingu á breytingu á skilmálum í deiliskipulagi fyrir Húsahverfi svæði C.
Páll Hjaltason vék af fundi kl 13.58
Fundi slitið kl. 14.00.
Fundargerð lesin upp og undirrituð
Hjálmar Sveinsson
Elsa Hrafnhildur Yeoman Karl Sigurðsson
Kristín Soffía Jónsdóttir Júlíus Vífill Ingvarsson
Gísli Marteinn Baldursson Marta ´Guðjónsdóttir
Torfi Hjartarson
Afgreiðsla byggingarfulltrúa samkv. samþykkt nr. 161/2005
Árið 2013, þriðjudaginn 22. janúar kl. 10.50 fyrir hádegi hélt byggingarfulltrúinn í Reykjavík 715. fund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn í fundarherberginu 2. hæð Borgartúni 12-14. Þessi sátu fundinn: Óskar Torfi Þorvaldsson, Björn Stefán Hallsson, Harri Ormarsson, Eva Geirsdóttir, Jón Hafberg Björnsson, Sigurður Pálmi Ásbergsson og Björn KristleifssonFundarritari var Harri Ormarsson
Þetta gerðist:
Nýjar/br. fasteignir
1. Ásholt 2-42 (01.242.005) 103030 Mál nr. BN045365
Ásholt 2,húsfélag, Ásholti 2, 105 Reykjavík
Jóna Helga Jónsdóttir, Ásholt 24, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að setja svalalokanir, ál- og glerkerfi með braut ofan og neðan í fjölbýlishúsinu nr. 2 á lóð nr. 2-42 við Ásholt.
Jákvæð fyrirspurn BN044660 fylgir.
Stærðir B- rýma í 200,8 ferm. og rúmm. 502 brúttó - svalalokanir.
Gjald 8.500 + 45.180
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
2. Baldursgata 18 (01.186.203) 102232 Mál nr. BN045471
Óli Þór Barðdal, Þingholtsstræti 27, 101 Reykjavík
Margrét Agnes Jónsdóttir, Þingholtsstræti 27, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að breyta innra fyrirkomulagi á fyrstu og annarri hæð og fjarlægja glugga og byggja kvisti á þakhæð hússins á lóðinni nr. 18 við Baldursgötu.
Umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 17. janúar 2013 fylgir erindinu.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.
3. Baldursgata 32 (01.186.321) 102274 Mál nr. BN045490
Dán tán ehf., Suðurlandsbraut 12, 108 Reykjavík
Sótt er um takmarkað byggingarleyfi fyrir jarðvinnu og undirstöðum nýbyggingar á lóðinni nr. 32 við Baldursgötu sbr. erindi BN045138 frá 4. desember 2012.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Samþykktin fellur úr gildi við útgáfu á endanlegu byggingarleyfi. Vegna útgáfu á takmörkuðu byggingarleyfi skal umsækjandi hafa samband við yfirverkfræðing embættis byggingarfulltrúa.
4. Baldursgata 34 (01.186.322) 102275 Mál nr. BN045489
Dán tán ehf., Suðurlandsbraut 12, 108 Reykjavík
Sótt er um takmarkað byggingarleyfi fyrir jarðvinnu og undirstöðum nýbyggingar á lóðinni nr. 34 við Baldursgötu sbr. erindi BN045139 frá 4. desember 2012.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Samþykktin fellur úr gildi við útgáfu á endanlegu byggingarleyfi. Vegna útgáfu á takmörkuðu byggingarleyfi skal umsækjandi hafa samband við yfirverkfræðing embættis byggingarfulltrúa.
5. Bankastræti 14 (01.171.202) 101383 Mál nr. BN045469
Húsfélagið Bankastræti 14, Pósthólf 75, 121 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að klæða að utan með álklæðningu, breyta gluggum og koma fyrir frönskum svölum á norður- og suðurhlið hússins nr. 14 á lóðinni nr. 14-14B við Bankastræti.
Ástandsskýrsla dags. 08.01.2010 fylgir erindinu.
Umsögn skipulagsfulltrúa (v.fyrirspurnar) dags. 18.11.2011 fylgir erindinu. Bókun af fundi skipulagsráðs þann 30.11.2011. fylgir erindinu.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
6. Barmahlíð 56 (01.710.112) 107152 Mál nr. BN045462
Ingvi Örn Ingvason, Barmahlíð 56, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að síkka stofuglugga kjallaraíbúðar og útbúa verönd á suðurhlið hússins á lóðinni nr. 56 við Barmahlíð.
Samþykki meðeigenda í húsinu nr. 54-56 við Barmahlíð (á teikn.) fylgir erindinu.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
7. Bauganes 25A (01.673.007) 106824 Mál nr. BN045145
Sigurður Einar Sigurðsson, Bauganes 25a, 101 Reykjavík
Ottó Eðvarð Guðjónsson, Bauganes 25a, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að stækka íbúð 1. hæðar inn í bílskúr, byggja svalir og stækka íbúð 2. hæðar útyfir þak, endurnýja ytra byrði og styrkja burðarviði húss á lóð nr. 25A við Bauganes.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 9. nóvember 2012 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 9. nóvember 2012.
Jákvæð fyrirspurn BN044715 fyrir stækkun efri hæðar. Umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 20. des. 2012 fylgir.
Stækkun: 10,36 ferm. 30,41 rúmm.
Gjald kr. 8.500 + 9.000 + 2.585
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við lokaúttekt.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
8. Búðavað 2-4 (04.791.608) 209917 Mál nr. BN045431
Unnur Björk Lárusdóttir, Búðavað 4, 110 Reykjavík
Bygg Ben ehf, Vesturlbr Fífilbrekku, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að breyta lítillega útliti og innra fyrirkomulagi á baðherbergi á annarri hæð í parhúsi nr. 4 á lóðinni nr. 2-4 við Búðavað.
Gjald kr. 9.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
9. Bústaðavegur 79 (01.818.314) 108224 Mál nr. BN045478
Guðríður Sturludóttir, Bústaðavegur 79, 108 Reykjavík
Sævar Örn Sævarsson, Bústaðavegur 79, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að áfangaskipta erindi BN044601 samþ. 3.7. 2012, sem er endurnýjun á erindi BN030757, áfangaskiptin felast í að skilgreina hækkun á þaki sem 1. áfanga erindisins en útbygging er 2. áfangi og byggist síðar við fjölbýlishús á lóð nr. 79 við Bústaðaveg.
Gjald kr. 9.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst til þess að samþykktin öðlist gildi.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
10. Dalbraut 1 (01.350.006) 104124 Mál nr. BN045373
Austurströnd ehf, Austurströnd 14, 170 Seltjarnarnes
Sótt er um leyfi til að innrétta bakarí og kaffihús á 1. hæð í húsi á lóð nr. 1 við Dalbraut.
Samþykki meðeigenda ódags. fylgir.
Gjald kr. 8.500
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
11. Fossagata 13 (01.636.608) 106725 Mál nr. BN045453
Gunnhildur Björg Emilsdóttir, Fossagata 13, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að endurnýja erindið BN026111 samþykkt 3. des. 2002 þar sem samþykkt var áður gerð stækkun kjallara og leyfi til þess að skipta einbýlishúsi í tvær íbúðir með sameiginlegu stigahúsi og sameign í hluta kjallara íbúðarhússins á lóð nr. 13 við Fossagötu.
Stærð: Áður gerð stækkun kjallara 14,6 ferm., 36,7 rúmm.
Gjald kr. 9.000 + 3.303
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst til þess að samþykktin öðlist gildi.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
12. Frakkastígur 16 (01.182.125) 101839 Mál nr. BN045468
F-16 ehf, Efstasundi 26, 104 Reykjavík
Ananda Marga Pracaraka Samgha, Efstasundi 26, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að innrétta jógamiðstöð og breyta póstum lítillega á 2. hæð í húsinu Frakkastíg 16 á lóð nr. 23 við Njálsgötu.
Stærðir: Kjallari 73,2 ferm., 1. hæð 94,6 ferm., 2. hæð 91,1 ferm.
Samtals 258,9 ferm., 923,2 rúmm.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
13. Guðrúnartún 10 (00.000.000) 102760 Mál nr. BN045460
SRE-S10 ehf., Austurhrauni 7, 210 Garðabær
Sótt er um leyfi til að innrétta kaffisölu í hluta verslunar á 1. hæð í húsi á lóð nr. 10 við Guðrúnartún.
{Gjald kr. 9.000
Frestað.
Samkvæmt gögnum embættisins er lágmarksgjald ógreitt.
14. Guðrúnartún 8 (01.216.303) 102760 Mál nr. BN045442
SRE-S10 ehf., Austurhrauni 7, 210 Garðabær
Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi á 6. hæð, einnig að breyta formi flóttastiga á suðvesturhlið og stoðveggjum og römpum í porti sunnan við verslunar- og skrifstofuhús á lóð nr. 8 við Guðrúnartún.
Gjald kr. 9.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
15. Hamarshöfði 14A (04.061.311) 110619 Mál nr. BN045440
Orkuveita Reykjavíkur, Bæjarhálsi 1, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að klæða með álplötum dreifistöð OR á lóðinni nr. 14A við Hamarshöfða.
Gjald kr. 9.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
16. Haukdælabraut 116 (05.113.302) 214827 Mál nr. BN045448
Hallur Arnarsson, Laxakvísl 10, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta áður samþykktu erindi BN044324 þannig að breytt verður glugga í 0102 og 0201 í húsinu á lóð nr. 116 við Haukdælabraut.
Gjald kr. 9.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
17. Háahlíð 18 (01.730.205) 107340 Mál nr. BN045426
Jóhanna V Þórhallsdóttir, Háahlíð 18, 105 Reykjavík
Óttar Guðmundsson, Háahlíð 18, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta áður samþykktu erindi BN044588, baðherbergi breytt, og gluggum til samræmis við núverandi glugga í húsi á lóð nr. 18 við Háuhlíð.
Bréf frá hönnuði dags. 7. jan. 2013 og ljósmyndir.
Gjald kr. 9.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
18. Háaleitisbraut 103 (01.291.401) 103776 Mál nr. BN045473
Björg Ingadóttir, Háaleitisbraut 103, 108 Reykjavík
Sótt er um endurnýjun á erindi BN003290 þar sem leyft var að byggja yfir svalir úr gleri á norðurenda fjölbýlishúss á lóð nr. 103 við Háaleitisbraut. Stækkun: 1. hæð 6,8 ferm., 2. hæð 6,8 ferm., 3. hæð 6,8 ferm., 4. hæð 6,8 ferm.
Samtals 27,2 ferm., 73 rúmm.
Gjald kr. 9.000 + 6.570
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
19. Hverafold 1-5 (02.874.201) 110375 Mál nr. BN045366
Jón I. Garðarsson ehf, Hverafold 5, 112 Reykjavík
Sótt er um samþykki fyrir núverandi fyrirkomulagi íbúðar á þriðju hæð í húsi nr. 5 á lóðinni nr. 1-5 við Hverafold.
Gjald kr. 8.500
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
20. Í landi Fitjakots 125677 (00.026.002) 125677 Mál nr. BN045389
Jón Jóhann Jóhannsson, Búðavað 10, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta þegar samþykktu húsi á þann veg að kúluhús úr timbri og gleri er fjarlægt og íbúð er innréttuð í steyptum hluta hússins með steyptri þakplötu.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 18. janúar 2013 fylgir erindinu.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
21. Kirkjustétt 2-6 (04.132.201) 188525 Mál nr. BN045456
Smáragarður ehf., Bíldshöfða 20, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta áður samþykktu erindi BN044864 þar sem breytt er að það komi rennihurð í stað hurðar, sturta starfsfólks færð og handlaug bætt við í rýminu 0102 í húsinu á lóð nr. 2-6 Kirkjustétt.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
22. Klettagarðar 5 (01.330.901) 103890 Mál nr. BN045428
Klettaskjól ehf, Klettagörðum 5, 104 Reykjavík
Stólpi-gámar ehf, Klettagörðum 5, 104 Reykjavík
Sótt er um stöðuleyfi til eins árs fyrir tjaldskemmu með burðargrind úr galvaniseruðu stáli á lóð nr.5 við Klettagarða.
Samþykki OR fyrir tjaldinu með tölvupósti dags. 17. desember 2012, bréf frá skipulagstjóra dags. 24. október 2012, bréf frá Brunahönnuði dags. 10 október 2012 og samþykki meðlóðarhafa og eigenda aðliggjandi lóða ódagsett fylgja erindi ásamt útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 18. janúar 2013 og umsögn skipulagsfulltrúa dags. 18. janúar 2013.Stærð: 240 ferm., og 1.164 rúmm.
Gjald kr. 9.000 + 104.760
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði og umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 18. janúar 2013.
23. Krókháls 4 (04.326.002) 111047 Mál nr. BN045151
G.Th.Eggertsson ehf, Krókhálsi 4, 110 Reykjavík
Sótt er um samþykki á reyndarteikningum þar sem rými 0102 hefur verið skipt upp í 0102 og 0103, rými 0102 verður nýtt sem vörugeymsla og 0103 verður notað sem frysti- og geymslurými í húsinu á lóð nr. 4 við Krókháls.
Leyfi matvælastofnunar gildir frá 13. nóv. 2012 og bréf frá eiganda dags. 16. jan. 2013 fylgir.
Gjald kr. 8.500 + 9.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
24. Ljósheimar 14-18 (01.437.101) 105383 Mál nr. BN043068
Ljósheimar 14-18,húsfélag, Ljósheimum 14-18, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að setja gustlokun á svalaganga á norðausturhlið úr samlímdu öryggisgleri í fjölbýlishúsinu á lóð nr. 14-18 við Ljósheima.
Erindi fylgir umsögn brunahönnuðar dags. 8. júlí 2011.
Stærðir: 2.587,2 rúmm.
Gjald kr. 8.000 + 8.500 + 206.976
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
25. Neshagi 16 (01.542.212) 106389 Mál nr. BN045326
Háskóli Íslands, Sæmundargötu 2, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi á 1 og 3. hæð í húsinu á lóð nr. 16 við Neshaga.
Gjald kr. 8.500 + 9.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
26. Nesjavallaleið 9 (05.844.101) 193132 Mál nr. BN045335
Innanríkisráðuneytið, Sölvhólsgötu 7, 150 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja fangelsi úr steinsteypu á einni hæð með flötu þaki og tæknirými á annarri hæð, einangrað og klætt að utan að mestu leyti með viðhaldsfrírri málmklæðningu, á Hólmsheiði á lóð nr. 9 við Nesjavallaleið.
Meðfylgjandi er bréf arkitekts dags. 20.11. 2012, einnig bréf arkitekts dags. 19.12. 2012 og bréf Orkuveitu Reykjavíkur dags. 8.1. 2013.
Stærðir samtals: 3.595,3 ferm., 14.516,3 rúmm.
Gjald kr. 9.000 + 1.306.467
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.
27. Njarðargata 43 (01.186.606) 102302 Mál nr. BN044690
Sigurður Már Hilmarsson, Suðurmýri 32, 170 Seltjarnarnes
Sótt er leyfi fyrir lítils háttar breytingum á byggingarleyfisumsókn BN040981 sem samþykkt var 30. mars 2010. Þar var sótt um leyfi fyrir áður gerðum breytingum á innra fyrirkomulagi, þar sem innréttað er gistiheimili með ellefu rúmum, tvö herbergi með eldunaraðstöðu á 1. hæð, fjögur herbergi með eldunaraðstöðu á 2. hæð og íbúðarherbergi til langtímaleigu á rishæð hússins á lóðinni nr. 43 við Njarðargötu.
Gistiheimilið er rekið í tengslum við gistihúsið Áróru á Freyjugötu 24 í um 20 metra fjarlægð. Þar er móttaka og þjónusta við gesti.
Ath. grunnmynd annarrar hæðar er leiðrétt (vaskur í ræstiskáp) því nýjar teikningar..
Gjald kr. 8.500 + 9.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
28. Norðurgarður 1 (01.112.-95) 100030 Mál nr. BN045472
HB Grandi hf., Norðurgarði 1, 101 Reykjavík
Sótt er um takmarkað byggingarleyfi fyrir steypt þrifalag og lagnir í plötu hússins á lóðinni nr. 1 við Norðurgarð sbr. erindi BN045127.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Samþykktin fellur úr gildi við útgáfu á endanlegu byggingarleyfi. Vegna útgáfu á takmörkuðu byggingarleyfi skal umsækjandi hafa samband við yfirverkfræðing embættis byggingarfulltrúa.
29. Skildinganes 24 (01.671.303) 106782 Mál nr. BN045391
Nanna Björk Ásgrímsdóttir, Lúxemborg, Sótt er um leyfi til að breyta gluggum á norðurhlið jarðhæðar og koma fyrir nýjum gluggum og garðhurð á vesturhlið jarðhæðar í húsi á lóð nr. 24 við Skildinganes. sbr. BN035139.
Umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 13. jan. 2013 og bréf frá hönnuði ódags. fyrlgir.
Gjald kr. 8.500
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
30. Skipasund 34 (01.357.111) 104422 Mál nr. BN045464
Arnar Halldórsson, Skipasund 34, 104 Reykjavík
Vegna eignaskiptasamnings er sótt um samþykki fyrir núverandi innra fyrirkomulagi tvíbýlishússins á lóðinni nr. 34 við Skipasund.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
31. Skuggasund 3 (01.151.213) 100994 Mál nr. BN045463
Arkiteo ehf, Bollagötu 12, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi kjallara, 2. 3. og 4. hæð sem fela í sér breytingum á eldhúsi, salernum , kaffiaðstöðu, ræstiskáp og búningsherbergi í húsinu á lóð nr. 3 við Skuggasund.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
32. Skúlagata 40 (01.154.401) 101132 Mál nr. BN045474
Hraunbraut ehf., Síðumúla 12, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að breyta innra fyrirkomulagi við baðherbergi og eldhús í íbúðum 0201 og 0202 á annarri hæð húss nr. 40 á lóðinni 40 - 40B við Skúlagötu.
{Gjald kr. 9.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
33. Sólvallagata 18 (01.160.212) 101160 Mál nr. BN045330
Örn Arnþórsson, Laugarnesvegur 87, 105 Reykjavík
Vegna eignaskiptayfirlýsingar er sótt um samþykki fyrir áður gerðri viðbyggingu (kolageymslu) að norðausturhlið hússins á lóðinni nr. 18 við Sólvallagötu.
Nýjar skráningartöflur fyrir matshl. 01 (hús) og 02 (bílskúr) fylgja erindinu.
Virðingargjörð dags. 21.6.1929 fylgir erindinu. Afsal dags. 20. júlí 1962 fylgir erindinu.
Skoðunarskýrsla byggingarfulltrúa dags. 21. janúar 2013 fylgir erindinu.
Samþykki meðeigenda (á teikn.) fylgir erindinu.
Stærð: Stækkun xx.
Gjald kr. 8.500 + xx
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
34. Spöngin 25-27 (00.000.000) 177193 Mál nr. BN045461
Reitir I ehf, Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að koma upp öryggishliði við aðalinnganginn í mhl.04 í rými 0101 í húsinu á lóð nr. 25-31 við Spöngina.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Vísað til athugasemda eldvaraeftirlits á umsóknarblaði.
35. Stekkjarbakki 4-6 (04.602.201) 180655 Mál nr. BN045437
S10 ehf, Lágmúla 7, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta vörugeymslu í matvöruverslun, breyta bílastæðum á lóð, breyta útliti, fjarlægja milliloft, koma fyrir sorp og pressu gámi á vesturhlið hússins nr. 4 á lóð nr. 4-6 við Stekkjarbakka.
Bréf frá Umhverfis- og skipulagssviði dags. 25. okt. 2012.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 18. janúar 2013 fylgir erindinu.Gjald kr. 9.000
Synjað.
Með vísan til umsagnar úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 18. janúar 2013.
36. Sundaborg 1-15 (01.336.701) 103911 Mál nr. BN045465
Arion banki hf., Borgartúni 19, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að innrétta báðar hæðir, stigagang í eignarhlutum 0129, 0125, 0134, 0229, 0225 og 0271, setja upp girðingu úti með innkeyrsluhlið fyrir framan nr. 15, setja flóttahurð á vestur gafl, loka inngangi í stigagang norðan megin í húsunum nr. 13-15 á lóð nr. 1-15 við Sundaborg.
Bréf frá hönnuði dags. 14. jan. 2013. Umsögn burðarvirkihönnuðar dags. 11 jan. 2013. Bréf frá eiganda dags. 13. des. 2012 og samþykki húsfélags Sundaborgar dags. 28.des. 2012 fylgir.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
37. Sundagarðar 2B (01.335.303) 213922 Mál nr. BN045435
KFC ehf, Garðahrauni 2, 210 Garðabær
Sótt er um leyfi til að reisa skilti fyrir KFC matsölustað á lóð nr. 2B við Sundagarð.
Meðfylgjandi er samþykki meðeiganda á lóð ódags.
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
38. Tjarnargata 30 (01.142.001) 100922 Mál nr. BN045026
Ragnar Ómarsson, Hraunbær 72, 110 Reykjavík
Melissa Ann Berg, Bandaríkin, Nathaniel Berg, Bandaríkin, Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi, koma fyrir þakgluggum á vesturhlið og inngangi í kjallara, setja útihurð á sólstofu og hlið á innkeyrslu, byggja sólpall m/setlaug í garði, færa glugga og skrautlista til upprunalegs horfs, útbúa geymslu fyrir reiðhjól undir verönd og breyta í einbýli, fjölbýlishúsi á lóð nr. 30 við Tjarnargötu.
Stækkun: 29 ferm., 64 rúmm.
Gjald kr. 8.500 + 9.000 + 5.760
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Skilyrt er að þinglýst verði yfirlýsingu um samruna eigna eigi síðar en við lokaúttekt.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
39. Tunguháls 10 (04.329.201) 179475 Mál nr. BN045386
Hólmsteinn Helgason ehf, Hafnarbraut 6, 675 Raufarhöfn
Sótt er um leyfi til að færa millivegg frá módellínu 10 að módellínu 9 þannig að stækkun verður á skrifstofu og lager aðstöðu á 2 hæð í húsinu á lóð nr. 10 við Tunguháls.
Samþykki meðeigenda á dags. 15. jan. 2013 fylgir.
Gjald 8.500
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
40. Vegamótastígur 4 (01.171.404) 101413 Mál nr. BN045207
Ölstofa Kormáks og Skjaldar ehf, Lindargötu 25, 101 Reykjavík
Vegamótastígur 4 hf, Huldubraut 32, 200 Kópavogur
Sótt er um leyfi til að breyta fyrirkomulagi snyrtinga, og fyrir áður gerðu útisvæði framan við veitingahús í flokki III á lóð nr. 4 við Vegamótastíg.
Gjald kr. 8.500
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
41. Vesturás 44 (04.385.405) 111512 Mál nr. BN045434
Katrín Þórðardóttir, Vesturás 44, 110 Reykjavík
Sótt er um samþykki fyrir áður gerðu yndishúsi, útigeymslu, setlaug og girðingu við einbýlishús á lóð nr. 44 við Vesturás.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 18. janúar 2013 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 17. janúar 2013.
Yndishús: 24 ferm., 54 rúmm.
Útigeymsla: 14,4 ferm., 33,1 rúmm.
Gjald kr. 9.000 + 7.893
Frestað.
Með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 17. janúar 2013.
42. Vesturbrún 6 (01.380.203) 104741 Mál nr. BN045470
Ragna Sif Þórsdóttir, Vesturbrún 6, 104 Reykjavík
Ágúst H Björnsson, Vesturbrún 6, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að lengja 1. og 2. hæð núverandi húshluta auk viðbyggingu á 1. hæð til vestur í húsinu á lóð nr. 6 við Vesturbrún.
Umsögn skipulagsstjóra dags. 8. nóv. 2012 fylgir
Stækkun: 101,4 ferm. XX rúmm.
Gjald kr. 9.000 + XX
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
43. Vínlandsleið 2-4 (04.121.101) 188022 Mál nr. BN045281
Vínlandsleið ehf, Stangarhyl 5, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að innrétta lögreglustöð í hluta af 2. hæð og millipalls hússins á lóð nr. 2-4 við Vínlandsleið.
Bréf frá hönnuði dags. 5. des. 2012 fylgir.
Gjald kr. 8.500 + 9.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.
Fyrirspurnir
44. Borgartún 31 (00.000.000) 102776 Mál nr. BN045439
Byggingarfélag Gylf/Gunnars hf, Borgartúni 31, 105 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að byggja viðbyggingu á norðurhlið 2. og 3. hæðar verslunar- og skrifstofuhúss á lóð nr. 31 við Borgartún.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 18. janúar 2013 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 18. janúar 2013.
Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 18. janúar 2013.
45. Ferjuvogur 2 (01.440.101) 105399 Mál nr. BN044425
Stephen M Christer, Fjölnisvegur 2, 101 Reykjavík
Spurt er hvort breyta megi 300 ferm. hluta af bílakjallara í skólarými og geymslur og fækka bílastæðum þar með um 17 í Vogaskóla á lóð nr. 2 við Ferjuvog.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 18. janúar 2013 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 17. janúar 2013.
Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 17. janúar 2013.
46. Háaleitisbraut 29-35 (01.291.202) 103767 Mál nr. BN045494
Daniela Ilea Gunnarsson, Háaleitisbraut 35, 108 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að innrétta nuddstofu í kjallara og á 1. hæð raðhúss nr. 35 á lóð nr. 29-35 við Háaleitisbraut.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.
47. Hjallavegur 68 (01.384.017) 104879 Mál nr. BN045458
Lára Björk Hördal, Vesturgata 20, 101 Reykjavík
Sigrún Margrét Einarsdóttir, Klettar, 801 Selfoss
Spurt er hvort leyft yrði að byggja bílskúr á lóðinni nr. 68 við Hjallaveg.
Nei.
Samræmist ekki deiliskipulagi.
48. Kirkjustræti 8 (00.000.000) 100886 Mál nr. BN045466
Alþingi, Kirkjustræti, 150 Reykjavík
Spurt er hvort breyta megi gluggum og hurðum á Suðurhlið Skjaldbreiðar á lóð nr. 8 við Kirkjustræti.
Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingarleyfi.
49. Rauðarárstígur 1 (01.222.101) 102837 Mál nr. BN045413
Geir Steinþórsson, Ægisgata 5, 101 Reykjavík
Spurt er hvort leyfi fengist til að breyta verslunarrými í tvær íbúðir í húsinu á lóð nr. 1 við Rauðarárstíg.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 18. janúar 2013 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 16. janúar 2013.
Nei.
Með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 16. janúar 2013.
50. Sóleyjargata 5 (01.185.003) 102134 Mál nr. BN045421
Svavar Örn Svavarsson, Kvíslartunga 19, 270 Mosfellsbær
Spurt er hvort leyft yrði að innrétta hárgreiðslustofu í viðbyggingu við einbýlishús á lóð nr. 5 við Sóleyjargötu.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 18. janúar 2013 fylgir erindinu.
Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingarleyfi.
Byggingarleyfisumsókn verður grenndarkynnt berist hún.
51. Templarasund 5 (01.141.209) 100900 Mál nr. BN045467
Alþingi, Kirkjustræti, 150 Reykjavík
Spurt er hvort hækka megi þak í stað valma, koma fyrir lyftu sem gengur á allar hæðir og byggja anddyri við jarðhæð á bakhlið Þórshamars á lóð nr. 5 við Templarasund.
Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingarleyfi.
Fundi slitið kl. 12.10.
Björn Stefán Hallsson
Björn Kristleifsson Harri Ormarsson
Jón Hafberg Björnsson Sigurður Pálmi Ásbergsson
Óskar Torfi Þorvaldsson Eva Geirsdóttir