Umhverfis- og skipulagsráð - og skipulagsráð

Umhverfis- og skipulagsráð

Skipulagsráð

Ár 2009, miðvikudaginn 24. júní kl. 9.10, var haldinn 177. fundur skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12-14, 7. hæð. Ráðssal. Viðstaddir voru: Júlíus Vífill Ingvarsson, Ragnar Sær Ragnarsson, Stefán Þór Björnsson, Torfi Hjartarson, Stefán Benediktsson, Björk Vilhelmsdóttir og áheyrnarfulltrúinn Magnús Skúlason. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Magnús Sædal Svavarsson, Ólafur Bjarnason, Marta Grettisdóttir. Auk þess gerðu eftirtaldir embættismenn grein fyrir einstökum málum: Margrét Þormar, Lilja Grétarsdóttir, Þórarinn Þórarinsson, Gunnhildur S Gunnarsdóttir, Bragi Bergsson og Örn Þór Halldórsson.
Fundarritari var Harri Ormarsson.

Þetta gerðist:

(A) Skipulagsmál

1. Afgreiðslufundir skipulagsstjóra Reykjavíkur, fundargerð Mál nr. SN010070
Lagðar fram fundargerðir afgreiðslufundar skipulagsstjóra Reykjavíkur frá 12. og 19. júní 2009.

2. Bústaðavegur 130, söluskýli, breyting á deiliskipulagi(01.871.0) Mál nr. SN090128
JARL ehf, Krókabyggð 3a, 270 Mosfellsbær
Sævar Þór Geirsson, Hrólfsstaðir, 560 Varmahlíð
Að lokinni auglýsingu er lagt fram að nýju erindi Jarl ehf. dags. 31. mars 2009 varðandi breytingu á deiliskipulagi vegna lóðarinnar nr. 130 við Bústaðaveg. Í breytingunni felst stækkun lóðarinnar að Bústaðavegi 130 auk þess sem gert verður ráð fyrir hringakstri samkvæmt uppdrætti VH verkfræðistofunnar dags. 26. mars 2009. Tillagna var auglýst frá 29 . apríl 2009 til og með 12. júní 2009. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir: Stefán Svavarsson dags. 10.júní, Linda Wiium dags. 10. júní, Þorgeir Hjörtur Nielsen og Sigrún Þórðardóttir dags 11.júní, Bryndís Pétursdóttir dags. 11. júní, undirskriftalisti 22 íbúa, dags. 6. maí 2009 og undirskriftalisti 60 íbúa, dags. 9. júní 2009. Einnig lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 19. júní 2009.
Synjað með vísan til umsagnar skipulagsstjóra.
Vísað til borgarráðs.

3. Kvos, Pósthússtrætisreitur, reitur 1.140.5, breyting á deiliskipulagiMál nr. SN090117
Framkvæmda- og eignasvið Reykja, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga Studio Granda dags. 10. mars 2009 varðandi breytingu á deiliskipulagi Pósthússtrætisreits vegna lóðanna Lækjargötu 2 og Austurstræti 20 og 22 samkvæmt uppdrætti dags. 10. mars 2009. Einnig lögð fram umsögn Minjasafns Reykjavíkur dags. 4. mars 2009.
Tillagan var auglýst frá 8. apríl til og með 10. júní 2009. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir: Örn V. Kjartansson fh. Landic Property dags, 27. maí 2009.
Einnig lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 16. júní 2009.
Samþykkt með vísan til umsagnar skipulagsstjóra.
Vísað til borgarráðs.

4. Laugavegur 50, breyting á deiliskipulagi (01.173.1) Mál nr. SN080755
Zeppelin ehf, Laugavegi 39, 101 Reykjavík
ELL-50 ehf, Bæjarlind 6, 201 Kópavogur
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Zeppelin arkitekta f.h. Ell-50 ehf., dags. 18. des. 2008 um breytingu á deiliskipulagi fyrir reit 1.173.1 vegna lóðarinnar nr. 50 við Laugaveg skv. uppdrætti, dags. 16. des. 2008. Í breytingunni felst aukning á byggingarmagni. Erindið nú lagt fram að nýju ásamt umsögn Húsafriðunarnefndar dags. 25. nóvember 2008 og nýjum uppdrætti dags. 23. febrúar 2009. Tillagan var auglýst frá 11. mars til og með 22. apríl 2009. Bréf barst frá Hverfisráði Miðborgar dags. 16. apríl, íbúasamtökum miðborgar dags 21. apríl , Hlín Gunnarsdóttur og Sigurgeir Þorbjörnsson mótt. 22. apríl, undirskrifarlisti 23. íbúa á Timburhúsareit dags. 15. apríl 2009 undirskrifarlisti 26. íbúa á Timburhúsareit dags. 15. apríl 2009. Einnig lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 8. maí 2009.
Samþykkt með vísan til umsagnar skipulagsstjóra.
Vísað til borgarráðs.

5. Urðarstígsreitir, (01.186) Mál nr. SN070727
tillaga að deiliskipulagi. Reitir 1.186.0 og 1.186.4
Að lokinni hagsmunaaðilakynningu er lögð er fram tillaga ADAMSSON hf - teiknistofa að deiliskipulagi Urðarstígsreita, reitir 1.186.0 og 1.186.4, dags. 14. maí 2009. Athugasemdarfrestur var frá 18. maí til 8. júní 2009. Athugasemdarbréf sendu; Helgi Jónsson dags. 7. júní 2009, Úlfur H. Hróbjartsson og Sjöfn Evertsdóttir dags 8. júní 2009, Birna Eggertsdóttir og Rúnar Hrafn Ingimarsson dags 8. júní 2009, Bragi L. Hauksson dags 8.júní 2009, Jósef Halldórsson, dags. 8. júní 2009. Einnig er lögð fram samantekt skipulagsstjóra um athugasemdir dags. 16. júní 2009.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson tók sæti á fundinum kl. 10:50 þá hafði einnig verið fjallað um lið nr.10 í fundargerðinni.

Athugasemdir kynntar
Frestað.

6. Húsahverfi svæði C, (02.84) Mál nr. SN090006
breyting á skilmálum vegna húsagerðar E8 og E9
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga skipulags- og byggingarsviðs Reykjavíkur dags. 8. janúar 2009 að breytingu á skilmálum deiliskipulags #GLHúsahverfi Grafarvogur III svæði C#GL, vegna húsagerðarinnar E8 og E9. Breytingin felst í því að hækkun heimildar vegna hámarks byggingarmagns og heimildum til útbygginga er breytt. Tillagan var auglýst frá 2. febrúar til og með 16. mars 2009. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir: Lex Lögmannstofa f.h. eigenda að Suðurhúsum 2, dags. 17. febrúar 2009 og 12. mars, Björn Z. Ásgrímsson og Jónína Sóley Ólafsdóttir, dags. 16. mars 2009. Einnig er lagt fram minnisblað lögfræði og stjórnsýslu dags. 21. mars 2009 og umsögn skipulagsstjóra dags. 2. júní 2009.
Frestað.

7. Fossvogshverfi, forsögn (01.85) Mál nr. SN090166
Lögð fram drög skipulags- og byggingarsviðs Reykjavíkur að forsögn deiliskipulags Fossvogshverfis dags. maí 2009. Skipulagssvæðið afmarkast af staðgreinireitum 1.849-1.871. Svæðið afmarkast af Fossvogsdal, Eyrarlandi, Bústaðavegi og Stjörnugróf.
Tillaga skipulags- og byggingarsviðs að forsögn samþykkt.
Samþykkt að kynna framlagða forsögn fyrir hagsmunaaðilum á svæðinu.

8. Vogar sunnan Skeiðarvogs, forsögn 2009 (01.4) Mál nr. SN090101
Lögð fram drög að forsögn að deiliskipulagi Voga sunnan Skeiðarvogs dags. 18. júní 2009.
Tillaga skipulags- og byggingarsviðs að forsögn samþykkt.
Samþykkt að kynna framlagða forsögn fyrir hagsmunaaðilum á svæðinu.

(B) Byggingarmál

9. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð Mál nr. BN040049
Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð nr. 542 frá 16. júní 2009 og nr. 543 frá 23. júní 2009.

10. Hverfisgata 61, endurnýjun á byggingarleyfi bn037817(01.152.515)Mál nr. BN039928
Vatn og land ehf, Sigtúni 42, 105 Reykjavík
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 26. maí 2009 þar sem sótt er um leyfi til að endurnýja byggingarleyfi BN037817 til að rífa fjölbýlishúsið á lóðinni nr. 61 við Hverfisgötu.
Niðurrif: Fastanúmer 200-3352 merkt 01 0101 íbúð 48,1 ferm., fastanúmer 200-3353 merkt 01 0201íbúð 47,5 ferm. og geymsla merkt 03 0101 58,8 ferm., fastanúmer 200-3354 merkt 02 0001 vörugeymsla 126,4 ferm., og vörugeymsla merkt 02 0102 86,4 ferm., fastanúmer 200-3355 merkt 02 0101 verslun 40 ferm. Samtals 407,2 ferm. Var fyrst samþykkt 16.maí. 2006 og 4. mars 2008. Gjald kr. 7.700
Frestað.
Skipulagsráð óskar eftir upplýsingum um tímasett uppbyggingaráform á lóðinni, þannig að unnt sé að taka afstöðu til umsóknar um niðurrif bygginga.

11. Austurstræti 7, breyting inni (01.140.206) Mál nr. BN039832
Eik fasteignafélag hf, Sóltúni 26, 105 Reykjavík
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 9. júní 2009 þar sem sótt er um leyfi til að innrétta veitingastað í flokki III á 1. 2. og 3. hæð í húsi á lóð nr. 7 við Austurstræti. Meðfylgjandi er staðfesting burðarvirkishönnuðar dags. 3. júní 2009 og bréf Eikar fasteignafélags hf. dags. 15. júní 2009.
Gjald kr. 7.700
Ekki gerðar athugasemdir við erindið með vísan til umsagnar skipulagsstjóra
Vísað til fullnaðarafgreiðslu byggingarfulltrúa.

12. Laugavegur 21, breyting inni (01.171.108) Mál nr. BN039568
Festar ehf, Klapparstíg 29, 101 Reykjavík
Á fundi skipulagsstjóra 6. mars 2009 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 3. mars 2009 þar sem sótt er um leyfi fyrir fyrirkomulagsbreytingu innanhúss á verslun með kaffisölu í kaffihús þar sem boðið verður uppá ýmsan varning til sölu í húsi á lóð nr. 21 við Laugaveg.Gjald kr. 7.700Erindinu var vísað til umsagnar hjá verkefnisstjóra miðborgar og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 23. júní 2009.
Ekki gerðar athugasemdir við erindið með vísan til umsagnar skipulagsstjóra
Vísað til fullnaðarafgreiðslu byggingarfulltrúa.

13. Skólavörðustígur 14, kaffihús (01.180.302) Mál nr. BN039755
Þröstur Kristbjörn Ottósson, Langholtsvegur 113, 104 Reykjavík
Kína ehf, Skólavörðustíg 16, 101 Reykjavík
Á fundi skipulagsstjóra 24. apríl 2009 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 21. apríl 2009 þar sem sótt er um leyfi til að breyta bakarí/kaffihúsi í Café/Bistró og endurnýjun á veitingaleyfi II í kjallara og á 1. hæð í húsi á lóð nr. 14 við Skólavörðustíg. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnastjóra svæðisins og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 23. júní 2009. Gjald kr. 7.700

Fulltrúar Samfylkingarinnar Stefán Benediktsson, og Björk Vilhelmsdóttir sátu hjá við afgreiðslu málsins.

Ekki gerðar athugasemdir við erindið með vísan til umsagnar skipulagsstjóra
Vísað til fullnaðarafgreiðslu byggingarfulltrúa.

(C) Fyrirspurnir

14. Laugavegur 12, (fsp) veitingahús (01.171.401) Mál nr. BN040038
María Björk Stefánsdóttir, Langahlíð 19, 105 Reykjavík
Lögð fram fyrirspurn frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 16. júní 2009 þar sem spurt er hvort innrétta megi veitingastað í flokki III í húsi á lóð nr. 12 við Laugaveg.
Sjá meðfylgjandi bréf dags. 27. maí 2009 frá skipulagsstjóra.
Neikvætt.

15. Mímisvegur 6, (fsp) portbyggð þakhæð, svalir (01.119.6) Mál nr. SN090220
Holberg Másson, Mímisvegur 6, 101 Reykjavík
Pálmi Guðmundsson Ragnars, Garðastræti 17, 101 Reykjavík
Á fundi skipulagsstjóra 12. júní 2009 var lögð fram fyrirspurn lóðarhafa dags. 10. júní 2009 varðandi portbyggða þakhæð, stækkun svala og gerð nýrra svala til austurs samkvæmt uppdrætti Arkitektastofu Pálma Guðmundssonar, dags. 3. júní 2009. Erindinu var vísað til umsagnar hjá verkefnisstjóra svæðisins og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 18. júní 2009.
Neikvætt með vísan til umsagnar skipulagsstjóra.

16. Sætún 8, (fsp) hækkun húss (01.216.3) Mál nr. SN090201
Landfestar ehf, Suðurlandsbraut 22, 108 Reykjavík
Pálmi Guðmundsson Ragnars, Garðastræti 17, 101 Reykjavík
Lögð fram fyrirspurn Landfesta ehf. dags. 22. maí 2009 varðandi hækkun hússins nr. 8 við Sætún.
Frestað. Fyrirspurninni vísað til skoðunar í yfirstandandi deiliskipulagsvinnu á reitnum.

(D) Ýmis mál

17. Bensínstöðvar og bensínsölur, stýrihópur um orkustöðvar Mál nr. SN080673
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 11. júní 2009 , þar sem óskað er eftir umsögn skipulagsráðs á niðurstöðu stýrihóps um orkustöðvar í Reykjavík dags. 29. maí 2009.
Vísað til skipulagsstjóra.

18. Skipulagsráð, tillaga., Glaðari gaflar / Gengið að göflunum Mál nr. SN090058
Kynnt drög að forsögn dómnefndar að hugmyndaleit að glaðari göflum.
Kynnt.
Samþykkt.

19. Skipulagsráð, nýr fulltrúi og varafulltrúi Mál nr. SN090219
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 3. júní 2009 vegna samþykktar borgarstjórnar 2. júní að Sóley Tómasdóttir taki sæti í skipulagsráði til loka kjörtímabilsins í stað Svandísar Svavarsdóttur og Torfi Hjartarson taki sæti sem varamaður í skipulagsráði í stað Álfheiðar Ingadóttur.

20. Frakkastígur 16, bréf byggingarfulltrúa (01.182.125) Mál nr. BN040088
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa dag. 20. júní 2009 vegna málefna Frakkastígs 16.
Bréf byggingarfulltrúa samþykkt.

21. Láland 17-23, kæra vegna nr. 21 (01.874.1) Mál nr. SN090231
Úrskurðarnefnd skipul/byggmál, Skúlagötu 21, 101 Reykjavík
Lögð fram kæra til Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála þar sem kærð er veiting byggingarleyfis vegna fasteignarinnar að Lálandi 21 í Reykjavík. Í kærunni er gerð krafa um bráðabirgðaúrskurð um stöðvun framkvæmda.
Lagt fram.

22. Fegrunarviðurkenningar Reykjavíkur, skipan fulltrúa Mál nr. SN030308
Minjasafn Reykjavíkur, Pósthólf 10020, 130 Reykjavík
Margrét Þormar, Lokastígur 22, 101 Reykjavík
Bragi Bergsson, Laugateigur 22, 105 Reykjavík
Þórólfur Jónsson, Grundargerði 31, 108 Reykjavík
Skipan fulltrúa í vinnuhóp sem gerir tillögu að viðurkenningum fyrir lóðir fjölbýlishúsa og fyrirtækja/stofnana og uppgerð eldri húsa árið 2008.
Samþykkt að Þórólfur Jónsson deildarstjóri garðyrkjudeildar og Bragi Bergsson starfsmaður skipulags- og byggingarsviðs skipi vinnuhóp varðandi lóðir fjölbýlishúsa og fyrirtækja/stofnanna og Margrét Þormar hjá embætti hjá embætti skipulagsstjóra auk fulltrúa frá Minjasafni Reykjavíkur skipi vinnuhóp vegna eldri húsa.

23. Vatnsmýrin, tilnefning fulltrúa í stýrihóp (01.6) Mál nr. SN080123
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 28. maí 2009, vegna samþykktar borgarráðs s.d. að endurskipa í stýrihóp um heildarskipulag Vatnsmýrarinnar. Samþykkt var að skipa fimm fulltrúa í hópinn: Júlíus Vífill Ingvarsson formaður, Gísli Marteinn Baldursson, Óskar Bergsson, Dagur B. Eggertsson og Sóley Tómasdóttir.

Fulltrúi Samfylkingarinnar Björk Vilhelmsdóttir vék af fundi kl: 12:30.

24. Lokastígur 28, rekstrarleyfi fyrir Cafe Loka (01.181.3) Mál nr. SN090223
Á fundi skipulagsstjóra 12. júní 2009 var lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 5. júní 2009, vegna samþykktar borgarráðs frá 4. s.m. að vísa erindi lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu frá 22. apríl s.l. um rekstrarleyfi fyrir Cafe Loka til skipulagsráðs til skoðunar út frá skipulagslegum forsendum. Einnig lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 27. maí 2009. Erindinu var vísað til umsagnar hjá embætti skipulagsstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 19. júní 2009.

Umsögn skipulagsstjóra samþykkt.

25. Borgartúnsreitir- Norður, breyting á deiliskipulagi Mál nr. SN080568
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 11. júní 2009 um samþykkt borgarráðs s.d. varðandi drög að deiliskipulagi Borgartúnreits norður verði höfð að leiðarljósi varðandi uppbyggingu á svæðinu.

26. Logafold 1, Foldaskóli, (02.875.0) Mál nr. SN090077
breyting á deiliskipulagi vegna boltagerðis
Framkvæmda- og eignasvið Reykja, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 11. júní 2009 um samþykkt borgarráðs s.d. um samþykkt á tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir lóð Foldaskóla að Logafold 1.

27. Traðarland 1, Víkingur, (01.875.9) Mál nr. SN090028
bílastæði breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 18. júní 2009 varðandi samþykkt borgarráðs s.d. á bókun skipulagsráðs 10. s.m. vegna breytts deiliskipulags á athafnasvæði Víkings að Traðarlandi 1.

28. Vallarstræti og suðurhluti Ingólfstorgs, (01.140.4) Mál nr. SN070721
breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 18. júní 2009 varðandi samþykkt borgarráðs s.d. á bókun skipulagsráðs 10. s.m. vegna auglýsingar á breyttu deiliskipulagi Kvosarinnar vegna suðurhluta Ingólfstorgs, Vallarstrætis og lóðanna að Thorvaldensstræti 2, Vallarstræti 2 og Aðalstræti 7.

29. Bergstaðastræti 16-20, Spítalastígur 6b, (01.184.0) Mál nr. SN090116
breyting á deiliskipulagi Bergstaðastrætisreits
KRADS ehf, Hafnarstræti 19, 101 Reykjavík
Laug ehf, Pósthólf 8814, 128 Reykjavík
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 18. júní 2009 varðandi samþykkt borgarráðs s.d. á bókun skipulagsráðs 10. s.m. vegna auglýsingar á breyttu deiliskipulagi Bergstaðastrætisreits vegna lóða nr. 16, 18 og 20 við Bergstaðastræti.

30. Fossvogsdalur, deiliskipulag v/stíga Mál nr. SN090019
Umhverfis- og samgöngusvið Reyk, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 18. júní 2009 varðandi samþykkt borgarráðs s.d. á bókun skipulagsráðs 10. s.m. vegna samþykktar á deiliskipulagi Fossvogsdals vegna lagningar stíga.

Fundi slitið kl. 12.40.

Júlíus Vífill Ingvarsson
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Ragnar Sær Ragnarsson
Stefán Þór Björnsson Torfi Hjartarson
Stefán Benediktsson


Afgreiðsla byggingarfulltrúa samkv. samþykkt nr. 161/2005

Árið 2009, þriðjudaginn 23. júní kl. 09:53 fyrir hádegi hélt byggingarfulltrúinn í Reykjavík 543. fund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn í fundarherberginu 2. hæð Borgartúni 12-14. Þessi sátu fundinn: Magnús Sædal Svavarsson, Bjarni Þór Jónsson, Þórður Búason, Jón Hafberg Björnsson, Eva Geirsdóttir og Karólína Gunnarsdóttir.
Fundarritari var Bjarni Þór Jónsson.

Þetta gerðist:


Nýjar/br. fasteignir

1. Austurstræti 5 (01.140.212) 100833 Mál nr. BN040011
Eik fasteignafélag hf, Sóltúni 26, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að loka hurðargötum milli húsa á lóðum nr. 5 og 7 við Austurstræti.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda eldvarnaeftirlits.

2. Ármúli 32 (01.293.201) 103808 Mál nr. BN040063
Fjörutíu og sex ehf, Ármúla 32, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innra fyrirkomulagi 1.hæðar með að gera opna á milli verslunarrýmis á verslunarhúsinu á lóð nr. 32 við Ármúla.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

3. Efstasund 42 (01.357.013) 104402 Mál nr. BN040047
Snæbjörn Sigurgeirsson, Efstasund 42, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að rífa niður geymslu matshluti 70 og byggja bílskúr með geymslu sem verður staðsteyptur á lóð nr. 42 við Efstasund.
Niðurrif: 12 ferm.
Stærð: Bílskúrs og geymslu 40,4 ferm. 123,9 rúmm.
Gjald kr. 7.700 + 9.540
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.

4. Fannafold 223-223A (02.852.206) 109995 Mál nr. BN039870
Sigurður G Leifsson, Fannafold 223, 112 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta sólstofu í lokað rými í parhúsi á lóð nr. 223 við Fannafold.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Jákvætt að gera umbeðnar breytingar, en skila verður inn breyttum uppdráttum með byggingarleyfisumsókninni.

5. Flókagata 24 (00.000.000) 103419 Mál nr. BN040069
Framkvæmda- og eignasvið Reykja, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir breytingu á fyrirkomulagi eldhús og brunavörnum í menningarhúsinu Kjarvalstaðir á lóð nr. 24 við Flókargötu.
Gjald kr. 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

6. Frakkastígur 8 (01.172.109) 101446 Mál nr. BN040044
GJL Veitingar ehf, Frakkastíg 8, 101 Reykjavík
Vatn og land ehf, Sigtúni 42, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir núverandi skilti á húsi á lóð nr. 8 við Frakkastíg.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Hjá embætti byggingarfulltrúa liggja fyrir tvær byggingarleyfisumsóknir og ein fyrirspurn um skilti á húsi. Umsækjendur og fyrirspyrjandi skulu samræma erindi sín um skilti á húsinu. Ítrekað er að óleyfisskilti skulu öll fjarlægð.

7. Frakkastígur 8 (01.172.109) 101446 Mál nr. BN040064
Cavern ehf, Frakkastíg 8, 101 Reykjavík
Vatn og land ehf, Sigtúni 42, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að setja upp tvö auglýsingaskilti á útvegg hússsins á lóð nr. 8 við Frakkastíg.
Ódagsett bréf umsækjanda fylgir umsókninni.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Hjá embætti byggingarfulltrúa liggja fyrir tvær byggingarleyfisumsóknir og ein fyrirspurn um skilti á húsi. Umsækjendur og fyrirspyrjandi skulu samræma erindi sín um skilti á húsinu. Ítrekað er að óleyfisskilti skulu öll fjarlægð.

8. Friggjarbrunnur 20-22 (05.053.301) 205911 Mál nr. BN040070
Rúnar Ásbergsson, Oddabraut 12, 815 Þorlákshöfn
Guðrún Brynja Bárðardóttir, Oddabraut 12, 815 Þorlákshöfn
Baldur Smári Gunnarsson, Friggjarbrunnur 20, 113 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi á 1. og 2. hæð í parhúsi nr. 22 á lóð nr. 20-22 við Friggjarbrunn
Gjald kr. 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.

9. Granaskjól 54-58 (01.515.304) 105843 Mál nr. BN038629
Ástvaldur Jóhannsson, Granaskjól 58, 107 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja sólstofu við suðurgafl og til að stækka eldhús til norðurs á húsi nr. 58 í raðhúsinu á lóð nr. 54-58 við Granaskjól.
Erindi fylgir samþykki meðlóðarhafa og lóðarhafa Granaskjóls 60 dags. 13. febrúar 2009.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 3. apríl 2009 fylgir erindinu. Tillagan var grennndarkynnt frá 4. mars til og með 1. apríl 2009. Engar athugasemdir bárust.
Viðbygging: 8,3 ferm., 24,41 rúmm.
Sólskáli: 16,1 ferm., 56,6 rúmm
Stækkun samtals: 24,4 ferm., 78 rúmm.
Gjald kr. 7.300 + 6.008
Frestað.
Vísað til fyrri athugasemda á umsóknarblaði.

10. Hafnarstræti 23 Mál nr. BN040093
D-Tours ehf, Síðumúla 13, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að staðsetja vinnuskúr undir hjólaleigu gegnt Arnarhóli á bílaplani bílastæðasjóðs í 3 mánuði.
Tölvupóstur frá Framkvæmdasviði dags.12. júní 2009 fylgir erindinu.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.

11. Hamarshöfði 1 (04.061.306) 110615 Mál nr. BN040043
Bemar ehf, Draumahæð 5, 210 Garðabær
Sótt er um leyfi til að innrétta húsvarðaríbúð á 2. hæð í atvinnuhúsnæðinu á lóð nr. 1 við Hamarshöfða.
Gjald kr. 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
Þinglýsa skal yfirlýsingu fyrir útgáfu byggingarleyfis að húsvarðaríbúðin sé órjúfanlegur hluti af eign 0101.

12. Hábær 35 (04.353.103) 111244 Mál nr. BN039974
Tryggvi Jóhannsson, Hábær 35, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja úr timbri og stáli við 1. hæð einbýlishúss á lóð nr. 35 við Hábæ.
Jákvæð fyrirspurn BN03959 samþykkt 19. maí 2009
Stækkun: 77,2 ferm. 277,3 rúmm.
Gjald kr. 7.700 + 7.700 + 21.352
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

13. Hlíðarfótur 7 (01.755.203) 214256 Mál nr. BN040071
Hjallastefnan ehf, Vífilsstaðavegi 123, 210 Garðabær
Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja leikskóla úr timbri og útveggir klæddir annarsvegar með liggjandi bárustálsklæðningu og álklæðningu á lóð nr. 7 við Hlíðarfót.
Stærðir: Þjónustukjarni 101,3 ferm. 321,7 rúmm.
Kennsluálma 498,3 ferm. 1987,7 rúmm.
Samtals: 599,6 ferm og 2309.4 rúmm.
Gjald kr. 7.700 + 177.824.
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.

14. Hraunbær 102 (04.343.301) 111081 Mál nr. BN039308
Saxhóll ehf, Nóatúni 17, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi veitingastaðar og skilgreina hann í flokki 2 í eignarhluta 0108 í húsi á lóð nr. 102A við Hraunbæ.
Tölvupóstur frá Lögreglustjóranum í Reykjavík 7. maí 2009 fylgir erindinu ásamt béfi frá hönnuði dags 6. júní. 2009 og útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 19. júní 2009.
Gjald kr. 7.300 + 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

15. Hverfisgata 14A (01.171.002) 101348 Mál nr. BN040052
Jökull Tómasson, Bergstaðastræti 3, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að innrétta gistiheimili tvær einingar í áður samþykktu skrifstofuhúsnæði í bakhúsi nr. 14A á lóð nr. 14 við Hverfisgötu.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.

16. Kistumelur 10 (34.533.601) 206618 Mál nr. BN039204
Húsbílahöllin ehf, Pósthólf 374, 212 Garðabær
Sótt er um leyfi til að færa langvegg um 150 mm í nýsamþykktu atvinnuhúsi, BN035351 dags. 20. mars 2007, á lóð nr. 10 við Kistumel.
Gjald kr. 7.300
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst til þess að samþykktin öðlist gildi.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

17. Kvistaland 1-7 (01.863.301) 108806 Mál nr. BN040051
Svava Þorgerður Johansen, Bakkaflöt 8, 210 Garðabær
Björn K Sveinbjörnsson, Bakkaflöt 8, 210 Garðabær
Sótt er um leyfi til að breyta áður samþykktu erindi BN039749 í að koma fyrir þaki yfir útisvæði svo að úr verði B-rými og að koma fyrir viðargrind yfir gluggalínu norðurhliðar hússins á lóð nr. 1 við Kvistaland.
Bréf frá hönnuði fylgir erindinu dags. 9. sept. 2009
Stækkun: XXX ferm. XXX rúmm.
Gjald kr. 7.700 + XXX Gjald
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.

18. Langholtsvegur 115 (01.414.003) 105096 Mál nr. BN040058
Snæland Grímsson ehf, Laugarnesvegi 60, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja svalaskýli úr málmi og perlugleri og bæta við gluggum á 2. hæð á austurhlið fjölbýlishússins á lóð nr. 115 við Langholtsveg.
Stækkun: 16,6 fem. og 40,6 rúmm.
Gjald kr. 7.700 + 3.126
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra, þar sem 2. júní 2009 var samskonar umsókn synjað.

19. Laugalækur 2-8 (01.347.006) 104096 Mál nr. BN040041
Landic Ísland ehf, Kringlunni 4-12, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að loka milli Laugalækjar 6 og 8 og innrétta ísbúð eins og var upphaflega í húsi á lóð nr. 8 við Laugalæk.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

20. Laugavegur 26 (01.172.205) 101460 Mál nr. BN040061
Landic Ísland ehf, Kringlunni 4-12, 108 Reykjavík
Nordic Visitor - Iceland ehf, Laugavegi 26, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innra fyrirkomulagi 5. hæðar í skrifstofur í verslunarhúsi á lóð nr. 26 við Laugarveg.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda eldvarnaeftirlits.

21. Láland 2-8 (01.874.201) 108834 Mál nr. BN039902
Helgi Þór Ágústsson, Svíþjóð, Sótt er um leyfi til að byggja staðsteypta viðbyggingu við suðurhlið einbýlishússins á lóð nr. 8 við Láland.
Samþykki meðlóðarhafa á teikningum
Fyrirspurn BN039740 jákvæð fylgir erindinu.
Stækkun: 29,5 ferm. 87,5 rúmm.
Gjald kr. 7.700 + 7.700 + 6.737
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

22. Miðstræti 4 (01.183.114) 101936 Mál nr. BN039799
Hrefna Tynes, Ítalía, Sótt er um leyfi til að byggja tvo kvisti á götuhlið, minnka kvist á garðhlið, koma fyrir tveimur þakgluggum og breyta innra fyrirkomulagi rishæðar fjölbýlishússins á lóð nr. 4 við Miðstræti.
Erindi fylgir umboð eiganda 1. hæðar dags. 11. apríl 2009, samkomulag eigenda Miðstrætis 4 dags. 18. apríl 2009 og samþykki meðeigenda áritað á uppdrætti ásamt útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 19. júní 2009. Erindið var grenndarkynnt frá15. maí til og með 16. júní 2009. Engar athugasemdir bárust.
Stækkun: 1,4 ferm., 2 rúmm.
Gjald kr. 7.700 + 154
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst fyrir útgáfu á byggingarleyfi.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
Allar nýjar klæðningar verði í flokki I.

23. Njarðargata 25 (01.186.506) 102291 Mál nr. BN040075
Haukur Dór Sturluson, Njarðargata 25, 101 Reykjavík
Þóra Hreinsdóttir, Njarðargata 25, 101 Reykjavík
Sótt er um leyft til að byggja létta hæð og ris ofan á einbýlishúsið á lóð nr. 25 við Njarðargötu.
Erindi fylgir fsp. BN039538
Stækkun: XXX ferm. XXX rúmm.
Gjald kr. 7.700 + XXX
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Málinu vísað til skipulagsstjóra til ákvörðunar um grenndarkynningu. Vísað er til uppdrátta 1og 2, dags. 16. júní 2009.

24. Salthamrar 2 (02.293.301) 109013 Mál nr. BN039992
Einar V Tryggvason, Miðdalur, 270 Mosfellsbær
Sótt er um leyfi til að byggja steinsteypta viðbyggingu við vesturhlið einbýlishússins á lóð nr. 2 við Salthamra.
Stækkun: 12,2 ferm., 40 rúmm.
Gjald kr. 7.700 + 3.080
Frestað.
Vísað til fyrri athugasemda á umsóknarblaði.

25. Selvað 1-5 (04.772.102) 195948 Mál nr. BN039375
Gissur og Pálmi ehf, Staðarseli 6, 109 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta akstursskábraut, færa bílastæði fatlaðra og fjarlægja brunamerkingar á útihurðum út á svalagang í fjölbýlishúsi á lóð nr. 1-5 við Selvað.
Gjald kr. 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

26. Skildinganes 4 (01.671.206) 106775 Mál nr. BN040077
Andrea Jóhanna Ólafsdóttir, Skildinganes 4, 101 Reykjavík
Sótt er um endurnýjun á byggingarleyfi til þess að rífa skúr á lóðinni nr. 4 við Skildinganes.
Landnr. 106775, fastanr. 202-9400, geymsluskúr 27,9 ferm. 56 rúmm.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

27. Skógarhlíð 20 (01.705.903) 107115 Mál nr. BN040073
Fagriás ehf, Brúnastöðum 73, 112 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta skráningu á fasteign með fastanúmer 225-5153 úr félagsheimili og skóla í kirkju Hvítasunnusöfnuðar, fasteignin er á lóð nr. 20 við Skógahlíð. Húsnæðinu hefur ekki verið breytt.
Bréf frá Fagriás dags. 10. júní 2009, bréf frá Hvítasunnukirjunni á Íslandi dags. 15. júní 2009 og bréf frá Ríkisskattstjóra dags. 11. júní 2009 fylgir erindinu.
Gjald kr. 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.

28. Skútuvogur 8 (01.420.601) 105169 Mál nr. BN040074
Landic Ísland ehf, Kringlunni 4-12, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi, skyggni á suðurhlið fjarlægt, innkeyrsluhurðum á suðurhlið fækkað og stækkaðar og bætt við innkeyrslurampa fyrir bíla í atvinnuhúsinu á lóð nr. 8 við Skútuvog.
Veitt er takmarkað byggingarleyfi til undirbúnings framkvæmda.
Yfirlýsing burðarvirkishönnuðar dags 22. júní 2009 fylgir erindinu.Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

29. Smárarimi 70 (02.526.102) 109360 Mál nr. BN039994
Hildur Kristín Einarsdóttir, Smárarimi 70, 112 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir stoðveggjum, skjólveggjum og breyttu fyrirkomulagi á lóð einbýlishússins á lóð nr. 70 við Smárarima.
Erindi fylgir samþykki lóðarhafa aðliggjandi lóða áritað á uppdrætti og eignaskiptayfirlýsing þinglýst 28. sept. 1999
Gjald kr. 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.

30. Snorrabraut 61 (01.247.008) 103332 Mál nr. BN039624
Guðbjörg Kristín Jónsdóttir, Snorrabraut 61, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta herbergjaskipan lítillega sem og brunahólfun og björgunaropum með flóttaleiðum í gistiheimili á lóð nr. 61 við Snorrabraut.
Gjald kr. 7.700 + 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

31. Sólvallagata 10 (01.160.318) 101180 Mál nr. BN040068
Hjördís Líney Pétursdóttir, Skrúðás 9, 210 Garðabær
EddaFilm ehf, Fríkirkjuvegi 3, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi, eldhús fært á milli herbergja, settur arinn í stofu, koma fyrir svalarhurð á austurhlið í staðinn fyrir glugga og gera glugga á norðurhlið húss á lóð nr. 10 við Sólvallagötu.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

32. Spilda úr Vallá 216976 (00.078.004) 216976 Mál nr. BN039944
Silfurskin ehf, Vallá, 116 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja vinnuherbergi, geymslur og bílgeymslu úr steinsteypu með torfi á þaki við sölugallerí og verslun á lóð nr. 1 á Vallá á Kjalarnesi.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 12. júní 2009 fylgir erindinu.
Stærðir: Stækkun 1. hæð 231,1 ferm., 733,8 rúmm.
Gjald kr. 7.700 + 7.700 + 56.503
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

33. Spöngin 9-31 (02.375.201) 177193 Mál nr. BN039981
Landic Ísland ehf, Kringlunni 4-12, 108 Reykjavík
Sótt er leyfi til að breyta innra skipulagi með því að koma fyrir eldhúsi með grilli og loftrás út úr vesturhlið atvinnuhúsnæðis nr. 15 á lóð nr. 9-31 við Spöngina.
Gjald kr. 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

34. Stjörnugróf 9 (01.89-.-99) 108934 Mál nr. BN040065
Ás styrktarfélag, Skipholti 50c, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að stækka glerskála, breyta innra skipulagi í dagheimili á lóð nr. 9 við Stjörnugróf.
Stækkun: 23,6 ferm. XXX rúmm.
Gjald kr. 7.700 + XXX
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.

35. Stuðlasel 35 (04.923.408) 112629 Mál nr. BN040060
Reynir Þrastarson, Stuðlasel 35, 109 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta áður samþykktu erindi BN038802. Breyta byggingarefni útveggjaeininga úr steinsteypu í timbur klætt keramikflísum sem yfirborðsáklæðningu á einbýlishúsinu á lóð nr. 35 við Stuðlasel.
Samþykki Stuðlasel 33 fylgir á teikningu.
Gjald kr. 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

36. Stýrimannastígur 10 (01.135.406) 100484 Mál nr. BN040057
Yngvi Daníel Óttarsson, Stýrimannastígur 10, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að rífa núverandi bílskúr 02 0101 og geymslu 03 0101og byggja í staðinn staðsteypta bílageymslu á suðvestanvert á lóð nr. 10 við Stýrimannastíg
Jákvæð fyrirspurn BN38483 fylgir erindinu.
Rafræn tölvupóstur frá eiganda Stýrimannastígs 12 fylgir erindinu og samþykki eiganda Bárugötu 29 á teikningu.
Niðurrif: Bílskúr 22,1 ferm og geymsla 24,5 ferm.
Stækkun: Bílgeymsla 63,1 ferm og 192 rúmm.
Gjald kr. 7.700 + 14.784
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Málinu vísað til skipulagsstjóra til ákvörðunar um grenndarkynningu. Vísað er til uppdrátta A-00 og A-01 dags. 19. júní 2009.

37. Suðurlandsbraut 18 (01.264.001) 103524 Mál nr. BN040053
Festing ehf, Suðurlandsbraut 18, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að koma fyrir upplýsingaskilti úr áli og með dempaðri lýsingu, sem er 15 ferm. á stærð á lóð nr. 18 við Suðurlandsbraut.
Gjald kr. 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum um skilti í Reykjavík.

38. Súðarvogur 44-48 (01.454.405) 105643 Mál nr. BN039960
Elliðabrú, fasteignafélag ehf, Súðarvogi 46, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að endurnýja byggingarleyfið BN034518 samþykkt 26. feb. 2008 um að breyta 2. og 3. hæð iðnaðarhússins á lóðinni nr. 44-48 við Súðarvog í íbúðir með vinnustofum, alls sex íbúðareiningar og byggja stigagangssvalir á vesturhlið atvinnuhússins á lóðinni nr. 44-48 við Súðarvog. Jafnframt lagt fram afrit af þinglýstu samkomulagi eigenda og eignaskiptayfirlýsingu fyrir Súðarvog 44-48.
Gjald kr. 7.700.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

39. Urðarbrunnur 124-126 (05.054.202) 205808 Mál nr. BN040067
Steinunn Haraldsdóttir, Urðarbrunnur 126, 113 Reykjavík
Gunnar Rúnar Ólafsson, Urðarbrunnur 126, 113 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja steinsteyptar tröppur við norðausturhlið parhússins á lóð nr. 126 við Urðarbrunn.
Samþykki lóðarhafa af Urðarbrunni 128 fylgir erindinu dags 15. júní 2009.
Gjald kr. 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

40. Úlfarsbraut 118-120 (02.698.801) 205754 Mál nr. BN040054
Framkvæmda- og eignasvið Reykja, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta áður samþykktu erindi BN038179 breytingar fela í sér að breyta gluggum á norðurhlið með því að færa þá utar og óupphitað innirými í suðausturhorni neðri hæðar er breytt í heimasvæði og bætt við salerni í því rými. Gluggar á þessum rýmum breytast. Allt í leikskóla á lóð nr. 118-120 við Úlfarsbraut
Stækkun: 63,0 ferm og 192,8 rúmm.
Gjald kr. 7.700 + 14.846
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

41. Vesturberg 8-30 (04.666.404) 112089 Mál nr. BN039011
Vesturberg 8,10,26,28,30,húsfél, Vesturbergi 26, 111 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að klæða með sléttum álplötum á álgrind og einangra með 50 mm veggull suðurgafl og austurhlið og skipta út gluggum á austurhlið fjölbýlishúss nr. 6 - 8 og 26 - 30 á lóð nr. 8 - 30 við Vesturberg.
Umsögn burðarvirkishönnuðar fylgir dags. 23. sept. 2008
Erindi fylgir fundargerð húsfundar dags. 12. júní. 2008
Gjald kr. 7.300
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.



Ýmis mál

42. Barmahlíð 52 (01.710.110) 107150 Mál nr. BN040083
Lagt fram símskeyti Ómars R. Valdimarssonar, Barmahlíð 54 dags. 15. júní 2009, móttekið þann 16.
Í símskeytinu er gerð krafa um að fellt verði grenitré á lóð nr. 52 við Barmahlíð. Jafnframt lagt fram minnisblað byggingarfulltrúa dags. 22. júní 2009
Með vísan til umsagnar byggingarfulltrúa, minnisblað frá 22. júní 2009 er afskiptum af málinu hafnað

43. Barónsstígur - númer Mál nr. BN040086
Byggingarfulltrúi leggur til að lóð Austurbæjarskólans staðgr. 01.192.102, landnr. 102529 verði skráð nr. 32 við Barónsstíg, lóð Vörðuskóla staðgr. 01.194.101, landnr. 102543 verði skráð nr. 34 við Barónsstíg og lóð Sundhallarinnar staðgr. 01.193.004, landnr. 102530 verði skráð nr. 45A við Barónsstíg.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.

44. Frakkastígur - númer Mál nr. BN040085
Byggingarfulltrúi leggur til að lóð Iðnskólans í Reykjavík staðgr. 01.192.001, landnr. 102508 verði skráð nr. 27 við Frakkastíg.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.

45. Hallgrímstorg 1 - númer Mál nr. BN040084
Byggingarfulltrúi leggur til að lóð Hallgrímskirkju staðgr. 01.194.002 landnr. 102542 verði skráð nr. 1 við Hallgrímstorg.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.


46. Mýrargata 14 (01.116.305) 100068 Mál nr. BN040089
Faxaflóahafnir sf, Tryggvagötu 17, 101 Reykjavík
Faxaflóahafnir sf sækja um leyfi til þess að stækka lóð nr. 14 við Mýrargötu um 30 ferm. Lóðin sem hefur staðgr.nr. 1.116.305 og landnr. 100068 er 147 ferm en verður eftir stækkun 177 ferm, sbr. mæliblað 1.116.305, dags. 22. júní 2009.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Breytingin öðlast gildi þegar þinglýst hefur verið yfirlýsingu um lóðarstækkun.


Fyrirspurnir

47. Frakkastígur 8, Laugavegur 45a (01.172.109) 101446 Mál nr. BN040018
Impress ehf, Lækjargötu 1, 220 Hafnarfjörður
Spurt er hvort staðsetja megi skilti og auglýsingamyndir í gluggum verslunar á lóð nr. 8 við Frakkastíg (Laugavegur 45A)
Meðfylgjandi er bréf byggingarfulltrúa dags. 13. maí 2009 og bréf verslunareiganda dags. 8. maí 2009
Frestað.
Hjá embætti byggingarfulltrúa liggja fyrir tvær byggingarleyfisumsóknir og ein fyrirspurn um skilti á húsi. Umsækjendur og fyrirspyrjandi skulu samræma erindi sín um skilti á húsinu. Ítrekað er að óleyfisskilti skulu öll fjarlægð.


48. Grasarimi 14-26 (02.585.504) 109547 Mál nr. BN040062
Sigurður Pálmar Sigfússon, Grasarimi 26, 112 Reykjavík
Spurt er hvort leyfi fengist til að flytja til annað bílastæði af tveim út á austurhlið lóðar við parhúsið nr. 26 á lóð nr. 14-26 við Grasarima.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar gatna- og eignaumsýslu þar sem breytinga er óskað á borgarlandi.

49. Grjótháls 1-3 (04.302.401) 111016 Mál nr. BN040033
Grjótháls ehf, Skúlagötu 63, 105 Reykjavík
Spurt er hvort byggja megi tengibrú úr gleri og stáli milli bygginga á lóðum nr. 1-3 og 5 við Grjótháls.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagstjóra frá 19. júní 2009 fylgir erindinu.
Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum og með vísan til útskriftar úr gerðabók skipulagsstjóra. Áður en hægt er að leggja fram byggingarleyfisumsókn þarf samþykkt breyting á deiliskipulagi að liggja fyrir.

50. Kirkjustétt 24 (04.135.203) 187939 Mál nr. BN040055
Sigurður Hálfdán Leifsson, Kirkjustétt 24, 113 Reykjavík
Spurt er hvort leyfi fengist til að setja 14,4 ferm. sólstofu yfir svalir á einbýlishúsið á lóð nr. 24 við Kirkjustétt.
Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingarleyfi.

51. Klapparstígur 17 (01.152.402) 101048 Mál nr. BN040056
Hafsteinn Gunnar Hafsteinsson, Kjartansgata 10, 105 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að byggja 3. hæða fjölbýlishús með 5 íbúðum eins og sýnt er á meðfylgjandi teikningum á lóð nr. 17 við Klapparstíg.
Nei.
Samræmist ekki deiliskipulagi en með vísan til athugasemda skipulagsstjóra á fyrirspurnarblaði er ekki gerð athugasemd við að fyrirspyrjandi láti gera breytingu á deiliskipulagi á eigin kostnað sem grenndarkynnt verður ef berst.

52. Klapparstígur 30 (00.000.000) 101374 Mál nr. BN040066
Egill Már Guðmundsson, Baughús 36, 112 Reykjavík
Spurt er hvort leyfi fengist til að fresta erindi BN036640 um niðurrifi hússins vegna þess að fyrirhugað er að breyta og endurbæta húsið á lóð nr. 30 við Klapparstíg
Bréf frá hönnuði dags. 15. júní 2009 fylgir erindinu
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.

53. Laugavegur 20B (01.171.504) 101420 Mál nr. BN040045
Íslenzka Kaupfélagið ehf, Sólvallagötu 48B, 101 Reykjavík
Spurt er hvort innrétta megi veitingastað í flokki III í húsi á lóð nr. 20B við Laugaveg.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 19. júní 2009 fylgir umsókninni ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 18. júní 2009.
Nei.
Með vísan til umsagnar skipulagsstjóra.


Fundi slitið kl. 11.58

Magnús Sædal Svavarsson

Bjarni Þór Jónsson Jón Hafberg Björnsson
Þórður Búason Eva Geirsdóttir
Karólína Gunnarsdóttir