Umhverfis- og skipulagsráð - og skipulagsráð

Umhverfis- og skipulagsráð

Umhverfis- og samgönguráð


Ár 2010, þriðjudaginn 23. mars kl. 14.00 var haldinn 47. fundur umhverfis- og samgönguráðs í Hofi að Borgartúni 12-14. Fundinn sátu Gísli Marteinn Baldursson, Áslaug Friðriksdóttir, Kolfinna Jóhannesdóttir, Gerður Hauksdóttir, Dofri Hermannsson, Friðrik Dagur Arnarson og Dagný Ósk Aradóttir. Enn fremur sátu fundinn Þórólfur Jónsson, Stefán Agnar Finnsson, Eygerður Margrétardóttir, Árný Sigurðardóttir og Örn Sigurðsson, sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Reykjanesfólkvangur.
Ólafur Örn Haraldsson, formaður stjórnar, kynnti verkefni og áherslur hennar.

- Ólafur F. Magnússon kom á fundinn kl. 14.25.

Fulltrúar Vinstri grænna, Samfylkingar og Ólafur F. Magnússon lögðu fram svohljóðandi bókun:
Reykjanesfólkvangur er hluti þeirrar náttúruperlufestar sem liggur í hálfhring í kringum Reykjavík, frá Esju í norðri, um Hengilssvæðið í austri til Reykjanestáar í vestri. Það er einstakt að jafn fjölbreytt náttúrusvæði sé við bæjardyrnar hjá íbúum höfuðborgar. Möguleikar til útivistar, afþreyingar, náttúruskoðunar, friðsældar eða ferðamannaþjónustu eru fjölbreyttir og því er óhætt að telja svæðið meðal helstu auðlinda á SV-horni landsins. Því miður er þessari auðlind ógnað með margvíslegum hætti. Þó öðru sé haldið fram, fara stórframkvæmdir og útvist yfirleitt ekki vel saman og þær spilla landslagi, ímynd og upplifun á náttúrusvæðum. Auk þess hefur svæðið ótvírætt verndargildi vegna jarðminja og forleifa, ekki aðeins á landsvísu heldur heimsvísu. Ef ekki verður staldrað við og hagsmunir útivistar og ferðaþjónustu skilgreindir og síðan ákveðið með hvaða hætti þessir hagsmunir verða varðir fyrir ágangi margvíslegra framkvæmda, mun verðmæti svæðisins rýrna verulega. Því ber að fagna hugmyndum um eldfjallaþjóðgarð, eins og fyrri hugmyndum um eldfjallafriðland á Reykjanesskaga. Þar til að einhver slík friðun er komin á svæðið þarf að standa öflugan vörð um Reykjanesfólkvang og tryggja að landvarsla þar verði efld og treyst í sessi.

2. Bílastæði fyrir hreyfihamlaða í miðborg Reykjavíkur.
Lagðar fram tillögur umhverfis- og samgöngusviðs.
Tillögurnar voru samþykktar einróma.

3. Bætt umferðaröryggi gangandi vegfarenda í Laugardal.
Lagðar fram tillögur hagsmunaaðila mars 2010 og umsögn framkvæmdastjóra Bílastæðasjóðs dags. 19. mars 2010.
Ráðið tekur undir tillögur hópsins og felur umhverfis- og samgöngusviði að undirbúa tillögurnar til samþykktar ráðsins.

4. Göngustígur við Framnesveg.
Lagt fram bréf umhverfis- og samgöngusviðs dags. 19. mars 2010.
Frestað.

5. Tilmæli frá hverfisráði Hlíða.
Lögð fram orðsending skrifstofu borgarstjóra dags. 15. mars 2010.
Umhverfis- og samgöngusviði falið að svara erindinu.

6. Göngustíganöfn í Reykjavík.
Lagt fram bréf byggingafulltrúans í Reykjavík dags. 11. mars 2010.
Magnús Sædal, byggingafulltrúi, kom á fundinn og kynnti tillögur að nöfnum á göngustíga borgarinnar.
Frestað.

7. Náttúruvísindagarðar.
Lagt fram bréf Norræna hússins dags. 3. febrúar 2010.
Þuríður H. Kristjánsdóttir og Max Dager, Norræna húsinu, komu á fundinn.

8. Lesið í skóginn.
Lagður fram samstarfssamningur.
Ólafur Oddsson kom á fundinn og kynnti verkefnið.
Ráðið gerði ekki athugsemdir við samstarfssamninginn.

9. Fuglalíf Tjarnarinnar árið 2009.
Lögð fram á ný skýrsla Ólafs K. Nielsen og Jóhanns Óla Guðmundssonar, desember 2009. Lagt fram á ný minnisblað umhverfis- og samgöngusviðs dags. 8. mars 2010.
Lögð fram á ný svohljóðandi tillaga fulltrúa Samfylkingar og Vinstri grænna:
Fulltrúar Vinstri grænna og Samfylkingar leggja til að Umhverfis- og samgöngusvið bjóði Kvennaskólanum og Menntaskólanum í Reykjavík samstarf um vöktun og rannsóknir á lífríki Tjarnarinnar.“
Tillagan var samþykkt einróma og Umhverfis- og samgöngusviði falið að taka upp samstarf við skólana.

10. Fundargerðir.
a. Lagðar fram til kynningar 135. fundargerð stjórnar Strætó bs.

11. Frumvarp til laga um almenningssamgöngur.
Lagt fram frumvarp ásamt tillögu að umsögn ráðsins.
Ráðið gerði ekki athugasemdir við umsögnina.

Fundi slitið kl. 16.20

Gísli Marteinn Baldursson
Áslaug Friðriksdóttir Kolfinna Jóhannesdóttir
Gerður Hauksdóttir Dofri Hermannsson
Friðrik Dagur Arnarson Dagný Ósk Aradóttir.