Umhverfis- og skipulagsráð - og skipulagsráð

Umhverfis- og skipulagsráð

Ár 2013, miðvikudaginn 8. maí 2013 kl. 11.00, var haldinn 16. fundur umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð. Ráðssal. Viðstaddir voru: Páll Hjalti Hjaltason, Hjálmar Sveinsson, Elsa Hrafnhildur Yeoman,
Kristín Soffía Jónsdóttir, Sóley Tómasdóttir, Júlíus Vífill Ingvarsson og Gísli Marteinn Baldursson.
Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Björn Axelsson, Ólafur Bjarnason, Marta Grettisdóttir og Helena Stefánsdóttir.
Fundarritari var Örn Sigurðsson.

Þetta gerðist:

(E) Umhverfis- og samgöngumál

1. Sorpa bs., fundargerðir Mál nr. US130002

Lagðar fram fundargerðir Sorpu bs. nr. 319 frá 29. apríl 2013.

2. Umhverfis- og skipulagsráð, undirbúningur að meðhöndlun á lífrænum úrgangi Mál nr. US130100
Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Kynntur undirbúningur að meðhöndlun á lífrænum úrgangi.
Björn Halldórsson framkvæmdastjóri Sorpu og Gunnar Herbertsson fulltrúi Mannvits kynntu.

Eygerður Margrétardóttir og Guðmundur B. Friðriksson sátu fundinn undir þessum lið.

Hildur Sverrisdóttir tók sæti á fundinum kl. 11.08 og Karl Sigurðsson tók sæti á fundinum kl. 11.12.

3. Umhverfis- og skipulagssvið, umhverfisstefna Mál nr. US130132
Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Lögð fram til kynningar umhverfisstefna umhverfis- og skipulagssviðs dags. 30. apríl 2013.
Hrönn Hrafnsdóttir deildarstjóri kynnti.

4. Samgöngumiðstöð, leiðakerfi Strætó. Mál nr. US130083
Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Kynnar hugmyndir að nýju leiðakerfi Strætó bs. vegna nýrrar staðsetningar Samgöngumiðstöðvar.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Júlíus Vífill Ingvarsson, Hildur Sverrisdóttir og Marta Guðjónsdóttir lögðu fram eftirfarandi spurningar:
1. Hversu stór hluti heildarferða í kerfinu mun breytast við þessa leiðarkerfisbreytingu?
2. Hvaða áhrif hefur þetta á fjölda skiptinga í kerfinu?
3. Í ljósi þess að allar stærri leiðarkerfisbreytingar til þessa hafa skilað farþegafækkun, er spurt: Hversu mikil er farþegafækkunin áætluð í kjölfar þessara breytinga?
Frestað.
5. Umhverfis- og skipulagssvið, þrívíddarverkefni Mál nr. US130097

Kynning á stöðu þrívíddarverkefni umhverfis- og skipulagssviðs.
Lech Róbert Pajdak deildarstjóri kynnti.

6. Gylfaflöt, bílastæði Mál nr. US130129
Kór ehf, Auðnukór 6, 203 Kópavogur
Sævar Sveinsson, Auðnukór 6, 203 Kópavogur

Lagt fram erindi Sævars Sveinssonar dags. 24. apríl 2013 varðandi bílastæði við Gylfaflöt í Grafarvogi. Einnig lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 6. maí 2013.
Umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 6. maí 2013 samþykkt.

7. Aðalstræti, breytt notkun á bílastæði Mál nr. US130136
Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssvið dags. 2. maí 2013 varðandi breytingu á notkun bílastæða í Aðalstræti.
Samþykkt.

8. Þórunnartún (Skúlatún), umferð Mál nr. US130133

Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngur dags. 2. maí 2013 þar sem lagt er til að í stað einstefnu verði forgangur umferðar til suðurs þar sem gatan þrengist til móts við hús nr. 2 við Þórunnartún.
Samþykkt.

9. Grafarholt, umferðatengingar Mál nr. US130135
Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Lögð fram meðfylgjandi tillaga borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokks um umferðartengingar við Grafarholt er hér með f.h. borgarráðs vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagsráðs.
#GLBorgarráð samþykkir að í samstarfi við Vegagerð ríkisins og Strætó bs. verði kannaðir tiltækir kostir við að bæta umferðartengingar við Grafarholt, íbúum hverfisins til hagsbóta og með það að markmiði að fjölga möguleikum Strætó bs. á að bæta þjónustu við hverfið. Athugaðir verði kostir þess að leggja afrein af Suðurlandsvegi (norðurstefnu) inn á Krókháls til austurs í átt að Grafarholti og/eða afrein af Vesturlandsvegi (austurstefnu) inn í hverfið að vestanverðu#GL.
Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngur.

(A) Skipulagsmál

10. Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, fundargerð Mál nr. SN010070

Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar skipulagsfulltrúa Reykjavíkur dags. 3. maí 2013.

11. Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030, aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030 Mál nr. SN110200
Skipulagsstofnun, Laugavegi 166, 150 Reykjavík

Lögð fram drög að tillögum fyrir borgarhlutana, skipulag borgarhluta. Nánari lýsing stefnu um landnotkun og uppbyggingu í hverfum borgarinnar. Leiðbeinandi markmið um eflingu borgarhluta og hverfa. (B-hluti aðalskipulagsins 2010-2030)
Samþykkt að vísa drögum að tillögum að nýju aðalskipulagi 2010-2030 (A-hluti, B-hluti og C-hluti), sbr. 2. mgr. 30. gr. til kynningar til eftirfarandi aðila: Hverfisráða í öllum borgarhlutum, Íbúasamtaka í öllum borgarhlutum, Náttúruverndarnefnd, Miðborgin okkar, Samtaka kaupmanna og fasteignaeigenda við Laugaveg og Félags Kráareigenda.

Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins Júlíus Vífill Ingvarsson bókaði: Skipulag borgarhluta í drögum að tillögu að Aðalskipulagi Reykjavíkur er nú vísað til kynningar hjá hagsmunaaðilum. Drögin eru ekki endanleg niðurstaða umhverfis- og skipulagsráðs en þó er fallist á að tímabært er að kynna þau. Í því felst ekki samþykki á tillögunni.

Haraldur Sigurðsson verkefnisstjóri sat fundinn undir þessum lið.

12. Gamla höfnin - Vesturbugt, breyting á deiliskipulagi (01.0) Mál nr. SN120436

Lögð fram að nýju lýsing vegna deiliskipulags Vesturbugtar dags. 1. október 2012. Skipulag Vesturbugtar afmarkast af Ánanaustum í vestri og að Slippnum í austri. Einnig eru kynnt drög að deiliskipulagi svæðisins samkvæmt upprætti ALARK arkitekta ehf. dags. 6. maí 2013.
Samþykkt að kynna framlagða tillögu fyrir hagsmunaaðilum á svæðinu.

Hildur Gunnlaugsdóttir verkefnisstjóri sat fundinn undir þessum lið.

13. Reitur 1.13, Nýlendureitur, breyting á deiliskipulagi (01.13) Mál nr. SN130122

Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs varðandi breytingu á deiliskipulagi Nýlendureits, reitur 1.13. Í breytingunni felst breyting á afmörkun o.fl., samkvæmt drögum að tillögu umhverfis- og skipulagssviðs dags. apríl 2013.
Samþykkt að kynna framlagða tillögu fyrir hagsmunaaðilum á svæðinu.

Elsa Hrafnhildur Yeoman vék af fundi við afgreiðslu málsins.

Margrét Þormar verkefnisstjóri sat fundinn undir þessum lið.

14. Hólmgarður 34, breyting á deiliskipulagi (01.818.3) Mál nr. SN130091
ALARK arkitektar ehf, Dalvegi 18, 201 Kópavogur

Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi Alark arkitekta ehf. dags. 12. febrúar 2013 varðandi breytingu á deiliskipulagi Bústaðahverfis vegna lóðarinnar nr. 34 við Hólmgarð. Í breytingunni felst að byggja ofan á húsið, skv. uppdrætti Alark arkitekta ehf. dags. 7. febrúar 2013. Tillagan var grenndarkynnt frá 25. febrúar til og með 25. mars. 2013. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir: Ásta Guðjónsdóttir dags. 12. mars 2013 og Björg Jóhannesdóttir, Ómar Axelsson, Hrefna Markúsdóttir og Bára Sigurríksdóttir dags. 25. mars 2013. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 30. apríl 2013.
Samþykkt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 30. apríl 2013.

Lilja Grétarsdóttir verkefnisstjóri sat fundinn undir þessum lið.

15. Efstaleiti 5, breyting á deiliskipulagi (01.745.4) Mál nr. SN130213
BYGGIÐN - Félag byggingamanna, Borgartúni 30, 105 Reykjavík
Teiknistofan Tröð ehf, Hávallagötu 21, 101 Reykjavík

Á fundi skipulagsfulltrúa 26. apríl 2013 var lagt fram erindi Byggiðnar - Félags Byggingarmanna dags. 19. apríl 2013 varðandi breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar nr. 5 við Efstaleiti. Í breytingunni felst aukning á nýtingarhlutfalli vegna viðbyggingar, Samkvæmt uppdr. Teiknistofunnar Traðar ehf. dags. 24. apríl 2013.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu.
Vísað til borgarráðs.

Valný Aðalsteinsdóttir verkefnisstjóri sat fundinn undir þessum lið.

16. Hólmsheiði, fangelsislóð, breyting á deiliskipulagi (05.8) Mál nr. SN130197
Framkvæmdasýsla ríkisins, Borgartúni 7, 150 Reykjavík
Arkís arkitektar ehf, Höfðatúni 2, 105 Reykjavík

Lagt fram erindi Framkvæmdasýslu ríkisins dags. 15. apríl 2013 varðandi breytingu á deiliskipulagi Hólmsheiði, fangelsislóðar. Í breytingunni felst að afmarkaður er byggingarreitur fyrir dreifistöð á lóð, samkvæmt uppdr. Arkís ehf. dags. 5. apríl 2013.
Samþykkt með vísan til 12. gr. samþykktar um umhverfis- og skipulagsráð. Samþykkt að falla frá grenndarkynningu þar sem breytingin varðar einungis hagsmuni lóðarhafa.

Lilja Grétarsdóttir verkefnisstjóri sat fundinn undir þessum lið.

(B) Byggingarmál

17. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, Fundargerð Mál nr. BN045423

Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð nr. 729 frá 7. maí 2013.

(C) Ýmis mál

18. Hólmsheiði, fangelsislóð, framkvæmdaleyfi (05.8) Mál nr. SN130109
Orkuveita Reykjavíkur, Bæjarhálsi 1, 110 Reykjavík

Lagt fram erindi Orkuveitu Reykjavíkur dags. 21. febrúar 2013 um framkvæmdaleyfi vegna lagningar á vatnsveitu- og hitaveitulögnum frá Almannadal og Reynisvatnsheiði auk háspennustrengs að fangelsi Hólmsheiði, samkvæmt uppdr. Verkís hf. dags. 4. febrúar 2013. Einnig er lögð fram greinargerð Minjasafns Reykjavíkur dags. apríl 2013 varðandi skráningu menningarminja á lóð fangelsis og aðveitu.
Samþykkt með vísan til d-liðar 12. greinar samþykktar um umhverfis-og skipulagsráð.

19. Heiðmörk, Vatnsendakrikar, framkvæmdaleyfi Mál nr. SN130178
Orkuveita Reykjavíkur, Bæjarhálsi 1, 110 Reykjavík

Á fundi skipulagsfulltrúa 26. apríl 2013 var lagt fram að erindi Orkuveitu Reykjavíkur dags. 4. apríl 2013 um framkvæmdaleyfi vegna safnæða og rafstrengja frá Kaldavatnsborholu VK2 Vatnsendakrika í Heiðmörk ásamt umsögn heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 18. apríl 2013. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 3. maí 2013.
Samþykkt með vísan til d-liðar 12. greinar samþykktar um umhverfis-og skipulagsráð.


20. Austurberg 3, heilsurækt við Breiðholtslaug (04.667.1) Mál nr. SN120363
Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Á fundi skipulagsfulltrúa 22. febrúar 2013 var lagt fram bréf borgarstjóra dags. 11. febrúar 2013 vegna samþykktar á svohljóðandi tillögu á fundi borgarráðs 7. febrúar 2013. : Lagt er til að borgarráð feli umhverfis- og skipulagssviði að undirbúa breytingu á deiliskipulagi við Breiðholtslaug vegna líkamsræktaraðstöðu. Jafnframt að borgarráð feli íþrótta- og tómstundaráði að auglýsa eftir samstarfsaðilum í forvali, til að koma upp og reka líkamsræktaaðstöðu við Breiðholtslaug. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt gögnum íþrótta og tómstundasviðs og umhverfis- og skipulagssviðs varðandi forval vegna aðstöðu fyrir líkamsrækt við Breiðholtslaug dags. mars 2013.
Samþykkt.

Rúnar Gunnarsson verkefnisstjóri sat fundinn við afgreiðslu málsins.

21. Götuheiti, 4 ný götuheiti í Reykjavík Mál nr. SN130166

Lagt fram bréf byggingarfulltrúa dags. 22. mars 2013 vegna fjögurra tillagna um ný götuheiti í Reykjavík sem samþykkt voru í nafnanefnd 18. s.m.
Tillaga byggingarfulltrúa um Spilhúsastíg, Langavatnsveg og Mjódalsveg samþykkt einróma.
Vísað til borgarráðs.

22. Sóknarfæri höfuðborgarsvæðisins, Mál nr. US130128

Lagt fram bréf borgarráðs dags. 16. apríl 2013 varðandi sóknarfæri höfuðborgarsvæðisins ásamt verkefnatillögu dags. 15. febrúar 2013, samningi um framkvæmd sóknaráætlunar samtaka höfuðborgarsvæðisins dags. 22. mars 2013 og sóknaáætlun höfuðborgarsvæðisins dags. 5. apríl 2013.

23. Útilistaverk, listaverkagjöf CCP Mál nr. SN130196
Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Lagt fram bréf menningar- og ferðamálaráðs dags. 10. apríl 2013 varðandi fyrirhugaða listaverkagjöf CCP til Reykjavíkurborgar, einnig er lögð fram umsögn Listasafns Reykjavíkur dags. 5. apríl 2013, ásamt erindi CCP.
Frestað.

24. Umhverfis- og skipulagssvið, kynjuð fjárhags- og starfsáætlanagerð Mál nr. US130095
Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Fulltrúi vinstri hreyfingarinnar Græns framboðs Sóley Tómasdóttir lagði fram eftirfarandi tillögu:
Umhverfis- og skipulagsráð samþykkir að til viðbótar við þegar samþykkt tilraunaverkefni, verði áhrif hverfisskipulagsvinnu borgarinnar á konur og karla metin. Ljóst er að hverfisskipulagsáætlanir og aukin nærþjónusta mun hafa umtalsverð áhrif á hagi barnafjölskyldna og má leiða að því líkum að í kjölfarið muni verkaskipting á heimilum breytast til batnaðar sem svo aftur hefur áhrif á tækifæri kynjanna á vinnumarkaði.
Samþykkt.

25. Betri Reykjavík, barnagjald í strætó þótt greitt sé með peningum Mál nr. US130109
Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Lögð fram fjórða vinsælasta hugmynd marsmánaðar 2013 frá samráðsvefnum Betri Reykjavík og kemur úr málaflokknum Samgöngur #GLBarnagjald í strætó þótt greitt sé með peningum#GL ásamt samantekt af umræðum og rökum.
Frestað.

26. Betri Reykjavík, tvöfalda reiðhjólastíg suður með Árbæjarstíflunni Mál nr. US130111
Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Lögð fram fimmta efsta hugmynd marsmánaðar 2013 frá samráðsvefnum Betri Reykjavík sem kemur úr málaflokknum Samgöngur #GLTvöfalda reiðhjólastíg suður með Árbæjarstíflunni#GL ásamt samantekt af umræðum og rökum
Frestað.

27. Betri Reykjavík, betri aðstöðu fyrir hunda á Geirsnefi Mál nr. US130112
Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Lögð fram efsta hugmynd marsmánaðar 2013 frá samráðsvefnum Betri Reykjavík í flokknum Skipulagsmál #GLBetri aðstöðu fyrir hunda á Geirsnefi#GL ásamt samantekt af umræðum og rökum.
Frestað.

28. Betri Reykjavík, tiltektardagur í Reykjavík Mál nr. US130115
Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Lögð fram efsta hugmynd marsmánaðar 2013 frá samráðsvefnum Betri Reykjavík í flokknum Ýmislegt #GLTiltektardagur í Reykjavík#GL ásamt samantekt af umræðum og rökum.
Frestað.

29. Nýlendugata 9, friðun (01.132.009) Mál nr. BN045954

Lagt fram bréf Minjastofnunar Íslands dags. 9. apríl 2013 ásamt bréfi Mennta- og menningarmálaráðuneytisins dags. 31. desember 2012, að friða húsið að Nýlendugötu 9 (fastanúmer 200-0478). Friðunin nær til ytra byrðis hússins.

30. Þingholtsstræti 1, friðun (01.170.305) Mál nr. BN045955

Lagt fram bréf Minjastofnunar Íslands dags. 12. apríl 2013 ásamt bréfi Mennta- og menningarmálaráðuneytisins dags. 31. desember 2012, að friða húsið nr. 1 við Þingholtsstræti (fastanúmer 200-4361). Friðunin nær til ytra byrðis hússins og viðbyggingar sem reist var árið 1907.

31. Vesturgata 61, friðun (01.133.107) Mál nr. BN045956

Lagt fram bréf Minjastofnunar Íslands dags. 12. apríl 2013 ásamt bréfi Mennta- og menningarmálaráðuneytisins dags. 31. desember 2012, að friða húsið nr. 61 við Vesturgötu (fastanúmer 200-0635). Friðunin nær til ytra byrðis Jórunnarsels sem reist var 1881 og Litlasels sem byggt var árið 1889.

32. Skildinganes 15, Reynistaður, friðun (01.671.401) Mál nr. BN045957

Lagt fram bréf Minjastofnunar Íslands dags. 10. apríl 2013 ásamt bréfi Mennta- og menningarmálaráðuneytisins dags. 31. desember 2012, að friða húsið að Skildinganesi 15 (fastanúmer 202-9415). friðunin nær til ytra byrðis hússins sem byggt var 1874 og seinni tíma viðbygginga.

33. Skólavörðustígur 4, friðun (01.171.205) Mál nr. BN045959

Lagt fram bréf Minjastofnunar Íslands dags. 10. apríl 2013 ásamt bréfi Mennta- og menningarmálaráðuneytisins dags. 31. desember 2012, að friða húsið nr. 4 við Skólavörðustíg (fastanúmer 200-4497). Friðunin nær til ytra byrðis hússins.

34. Vesturgata 50, friðun (01.130.207) Mál nr. BN045961

Lagt fram bréf Minjastofnunar Íslands dags. 10. apríl 2013 ásamt bréfi Mennta- og menningarmálaráðuneytisins dags. 31. desember 2012, að friða húsið nr. 50 við Vesturgötu (fastanúmer 200-0284). Friðunin nær til ytra byrðis hússins.

35. Vesturgata 57, friðun (01.133.219) Mál nr. BN045962

Lagt fram bréf Minjastofnunar Íslands dags. 11. apríl 2013 ásamt bréfi Mennta- og menntamálaráðuneytisins dags. 31. desember 2012, að friða húsið nr. 57 við Vesturgötu. ( fastanúmer 200-0709). Friðunin nær til ytra byrðis hússins sem byggt var árið 1882 og seinni tíma viðbygginga.

36. Laufásvegur 5, friðun (01.183.105) Mál nr. BN045963

Lagt fram bréf Minjastofnunar Íslands dags. 9. apríl 2013 ásamt bréfi Mennta- og menningarmálaráðneytisins dags. 31. desember 2012 að friða steinhlaðna húsið nr. 5 við Laufásveg (fastanúmer 200-6560, 200-6561, 200-6562, 200-6563). Friðunin nær til ytra byrðis steinhlaðna framhússins sem byggt var árið 1880.

37. Holtsgata 41B, friðun (01.133.404) Mál nr. BN045964

Lagt fram bréf Minjastofnunar Íslands dags. 9. apríl 2013 ásamt bréfi Mennta- og menningarmálaráðuneytisins dags. 31. desember 2012, að friða steinbæinn nr. 41B við Holtsgötu (fastanúmer 200-0795 og 200-0796). Friðunin nær til ytra byrðis hússins.

38. Ingólfsstræti 23, friðun (01.180.218) Mál nr. BN045965

Lagt fram bréf Minjastofnunar Íslands dags. 9. apríl 2013 ásamt bréfi Mennta- og menningarmálaráðuneytisins dags. 31. desember 2012 að friða steinhúsið nr. 23 við Ingólfsstræti (fastanúmer 200-5740). Friðunin nær til ytra byrðis hlaðna steinhússins og seinni tíma viðbygginga.

39. Reykjavíkurhöfn, elstu mannvirkin, friðun Mál nr. BN045968

Lagt fram bréf Minjastofnunar Íslands dags. 26. apríl 2013 ásamt bréfi Mennta- og menningarmálaráðuneytisins dags. 20. desember 2012 að friða elstu mannvirki við Gömlu höfnina í Reykjavík. Friðunin nær til eftirfarandi steinhleðslna sem gerðar voru á árunum 1913 til 1945: Ingólfsgarður (1913), Norðurgarður (1915), steinhleðslur við Suðurbugt (1928-1930), eystri hleðslu Ægisgarðs (1932-1935) og steinhleðslur við Víkina og Verbúðarbryggjur, frá Rastargötu til Bótabryggju (1940-1945).

40. Bergstaðastræti 37, friðun (01.184.407) Mál nr. BN045969

Lagt fram bréf Minjastofnunar Íslands dags. 12. apríl 2013 ásamt bréfi Mennta- og menningarmálaráðuneytisins dags. 31. desember 2013, að friða fastar innréttingar á jarðhæð Hótels Holt (fastanúmer 200-7038). Friðunin nær til fastra innréttinga í veitingasal í norðurenda auk hliðarherbergis, í gestamóttöku auk setustofu, í bókaherbergi/koníaksstofu og í ráðstefnu og veitingasalnum Þingholti í suðurenda.


Fleira er ekki á dagskrá. Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl. 15.35.

Fundargerðin lesin yfir og undirrituð

Páll Hjalti Hjaltason

Hjálmar Sveinsson Elsa Hrafnhildur Yeoman
Karl Sigurðsson Kristín Soffía Jónsdóttir
Sóley Tómasdóttir Júlíus Vífill Ingvarsson
Gísli Marteinn Baldursson Hildur Sverrisdóttir



Afgreiðsla byggingarfulltrúa samkv. samþykkt nr. 161/2005

Árið 2013, þriðjudaginn 7. maí kl. 10.30 fyrir hádegi hélt byggingarfulltrúinn í Reykjavík 729. fund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn í fundarherberginu 2. hæð Borgartúni 12-14. Þessi sátu fundinn: Björn Stefán Hallsson, Sigurður Pálmi Ásbergsson, Harri Ormarsson, Eva Geirsdóttir, Jón Hafberg Björnsson, Óskar Torfi Þorvaldsson og Sigrún Reynisdóttir
Fundarritari var Harri Ormarsson.

Þetta gerðist:

Nýjar/br. fasteignir

1. Aðalstræti 4 (01.136.501) 100591 Mál nr. BN045953
Miðbæjarhótel/Centerhotels ehf., Aðalstræti 6, 101 Reykjavík
Best ehf., Suðurlandsbraut 48, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi, opna milli húsa 4 og 6 og innrétta fyrir hótelrekstur og breyta fyrirkomulagi flóttaleiða í húsi á lóð nr. 4 við Aðalstræti.
Erindi fylgir yfirlýsing óundirrituð dags. 7. ágúst 2008 og samþykki Centerhotels dags. 30. apríl 2013.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

2. Aðalstræti 6 (01.136.502) 100592 Mál nr. BN045952
Miðbæjarhótel/Centerhotels ehf., Aðalstræti 6, 101 Reykjavík
Reitir I ehf, Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi, opna milli húsa 4 og 6 og innrétta fyrir hótelrekstur og breyta fyrirkomulagi flóttaleiða í húsi á lóð nr. 6 við Aðalstræti.
Erindi fylgir yfirlýsing óundirrituð dags. 7. ágúst 2008 og samþykki Centerhotels dags. 30. apríl 2013.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

3. Aðalstræti 8 (01.136.503) 100593 Mál nr. BN045950
Miðbæjarhótel/Centerhotels ehf., Aðalstræti 6, 101 Reykjavík
Reitir I ehf, Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi, opna milli húsa 4 og 6 og innrétta fyrir hótelrekstur og breyta fyrirkomulagi flóttaleiða í húsi á lóð nr. 8 við Aðalstræti.
Erindi fylgir yfirlýsing óundirrituð dags. 7. ágúst 2008 og samþykki Centerhotels dags. 30. apríl 2013.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

4. Austurbakki Mál nr. BN045971
JHC ehf., Másstöðum 2, 301 Akranes
Sótt er um stöðuleyfi frá 1. maí til 30. sept. 2013 fyrir 20 feta gám/vinnuskúr í gömlu höfn við Austurbakka.
Bréf frá umsækjanda dags. 29. apríl 2013 og bréf frá Faxaflóahöfnum dags. 11. maí 2013 fylgir.
Gjald kr. 9.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

5. Árland 2-8 (01.854.001) 108772 Mál nr. BN045938
Björn Kristmann Leifsson, Árland 8, 108 Reykjavík
Sótt er um að leyfi til að breyta erindi BN045559 þannig að í staðinn fyrir að viðbygging verði úr timbri verður hún staðsteypt og hætt verður við að hafa sorp í sorpgeymslu í bílgeymslu hússins nr. 8 á lóð nr. 2-8 við Árland.
Stækkun: 0,30 ferm., 0,9 rúmm.
Gjald kr. 9.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

6. Árvað 1 (04.734.401) 206710 Mál nr. BN045880
JÁVERK ehf, Gagnheiði 28, 800 Selfoss
Sótt er um leyfi til að byggja steinsteypt fjölbýlishús, þrjár hæðir og kjallara undir hluta húss, með 11 íbúðum á lóð nr. 1 við Árvað.
Erindi fylgir útreikningur heildarvarmatapsramma dags. 26. apríl 2013.
Stærð: Kjallari 151,2 ferm., 1. hæð 379,3 ferm., 2. og 3. hæð 383,8 ferm.
Samtals 1.297,9 ferm., 3.927,2 rúmm.
Gjald kr. 9.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

7. Borgartún 25 (01.218.101) 102773 Mál nr. BN045863
Fasteignafélagið Sjávarsíða ehf, Borgartúni 25, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi á 3. og 4. hæð þannig að kaffistofa er flutt frá 3. hæð upp á 4. hæð svo og að tvö fundarherbergi og gangur eru sameinuð í eitt rými í húsinu á lóð nr. 25 við Borgartún.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Vísað til athugasemda eldvarnaeftirlits á umsóknarblaði.

8. Borgartún 6 (01.220.002) 102778 Mál nr. BN045943
BS-eignir ehf., Kirkjustétt 2-6, 110 Reykjavík
Karl Magnús Karlsson, Hafravellir 2, 221 Hafnarfjörður
Sótt er um leyfi fyrir innri breytingum þar sem komið er fyrir skrifstofum á 3. hæð í húsinu á lóð nr. 6 við Borgartún.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Samkvæmt gögnum embættisins er lágmarksgjald ógreitt.

9. Brynjólfsgata 1 (01.552) Mál nr. BN045408
Háskóli Íslands, Sæmundargötu 2, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja staðsteypta byggingu, þrjár hæðir og kjallara, einangrað að innan og klætt utan að hluta með standandi viðarklæðingu, ásamt tengigangi undir Suðurgötu að Háskólatorgi, fyrir stofnun Vigdísar Finnbogadóttur á lóð nr. 1 við Brynjólfsgötu.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 1. febrúar 2013 fylgir erindinu ásamt umsögn samgöngudeildar dags. 28. janúar 2013.
Stærð mhl. 01: Kjallari, bílgeymsla 564 ferm., kennslurými 915,7 ferm., 1. hæð kennslurými 738,8 ferm., 2. hæð kennslurými 865,7 ferm., 3. hæð skrifstofur 874,3 ferm. Mhl. 01 samtals 3.958,5 ferm., 18.102,8 rúmm.
Stærð mhl. 02: 172,8 ferm., 653 rúmm.
Samtals: 4.131,3 ferm., 18.755,8 rúmm.
Gjald kr. 9.000 + 1.688.022
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

10. Fiskislóð 39 (01.086.603) 209697 Mál nr. BN045912
Hverfi-prent ehf., Hverfisgötu 78, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta áður samþykktu erindi BN045615 þannig að innra fyrirkomulag breytist í línu 12,A til 15,A á 1. hæð í húsinu á lóð nr. 39 við Fiskislóð.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Vísað til athugasemda eldvarnaeftirlits á umsóknarblaði.

11. Grandagarður 2 (01.115.301) 100058 Mál nr. BN045745
Sögusafnið ehf., Lindarflöt 36, 210 Garðabær
Eignasjóður Reykjavíkurborgar, Borgartúni 12-14, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til breytinga innanhús á 1. hæð og innrétta þar fyrir Sögusafnið með veitingasal fyrir 45 gesti í flokki II, kaffihús, sölu minjagripa og með aðstöðu til myndsýninga fyrir 10-20 manns, endurnýja þakjárn, lagfæra veggi með endurgerð glugga og hurða, rífa byggingu í sundi milli matshluta í áföngum og gera nýjan inntaksklefa í Alliance húsinu á lóð nr. 2 við Grandagarð.
Meðfylgjandi er umsög Minjasafns Reykjavíkur dags. 21.3. 2013, einnig umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 5.4. 2013 og bréf arkitekts dags. 16.4. 2013 og minnisblað vegna eldvarna dags. 16.4. 2013.
Gjald kr. 9.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.

12. Grjótháls 7-11 (04.304.001) 111019 Mál nr. BN045937
Kolefni ehf., Borgartúni 27, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta vatnsúðakerfi og raflögnum og breyta hillukerfi í mhl. 03 í húsinu á lóð nr. 7-11 við Grjótháls.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

13. Gylfaflöt 9 (02.575.702) 109502 Mál nr. BN045903
Landsnet hf., Gylfaflöt 9, 112 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að koma fyrir kælisamstæðu á svölum 3. hæðar atvinnuhúss á lóð nr. 9 við Gylfaflöt.
Erindi fylgir minnisblað um hljóðvist frá verkfræðistofunni Mannvit dags. 22. apríl 2013.
Gjald kr. 9.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

14. Hamarsgerði 6 (01.830.014) 108466 Mál nr. BN045930
Davíð Þór Einarsson, Hamarsgerði 6, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að rífa reykháf á vesturhlið og byggja steinsteyptan bílskúr að sömu hlið hússins á lóðinni nr. 6 við Hamarsgerði.
Stærð: Bílskúr, matshl. 02, 34,6 ferm. og 112,6 rúmm.
Gjald kr. 9.000 +10.134
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

15. Haukdælabraut 11-15 (05.113.305) 214786 Mál nr. BN045949
Monika Sigurlaug Baldursdóttir, Hverafold 46, 112 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja staðsteypt raðhús, þrjá matshluta, á einni hæð með kjallara undir vesturhluta (mhl. 03) á lóð nr. 11-15 við Haukdælabraut.
Farið er fram á að erindið BN045137 verði fellt úr gildi.
Stærð: Mhl. 01: Íbúð 173,3 ferm., bílgeymsla 26,6 ferm. Samtals 1199,9 ferm., 658,5 rúmm.
Mhl. 02: Íbúð 170,7ferm., bílgeymsla 26,6 ferm. Samtals 197,3 ferm., 658,5 rúmm.
Mhl. 03: 1. hæð íbúð 85,9 ferm., 2. hæð íbúð 146,7 ferm., bílgeymsla 26,6 ferm. Samtals 259,2 ferm., 739,5 rúmm.
Mhl. 01, 02, 03: 656,4 ferm., 2056,5 rúmm.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

16. Hlíðargerði 13 (01.815.108) 107970 Mál nr. BN045689
Tryggvi G Guðmundsson, Hlíðargerði 13, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að rífa forstofu og kvisti og endurbyggja og hækka mæni þaks, endurbyggja kvisti og byggja viðbyggingu og svalir á vesturhlið einbýlishúss á lóð nr. 13 við Hlíðargerði.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 26. júní 2013 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 8. mars 2013. Erindið var grenndarkynnt frá 20. mars til og með 22. apríl 2013. Engar athugasemdir bárust.
Niðurrif: 5,8 ferm., 27,6 rúmm.
Stækkun: 1. hæð 7 ferm., 18,9 rúmm., 2. hæð 6,3 ferm., 70,5 rúmm.
Samtals 13,3 ferm., 89,4 rúmm.
Gjald kr. 9.000 + 8.046
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

Sigrún Reynisdóttir vék af fundi við afgreiðslu málsins.

17. Hverfisgata 18 (01.171.005) 101351 Mál nr. BN045505
Hverfiseignir ehf., Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík
Linda Mjöll ehf, Hverfisgötu 18, 101 Reykjavík
Sótt er um stöðuleyfi dagana 6., 7. og 8. júní 2013 fyrir 180 ferm. tjald húðflúrmeistara á bílastæði á baklóð húss á lóð nr. 18 við Hverfisgötu.
Meðfylgjandi er brunavarnarskýrsla dags. 22.1. 2013
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

18. Hverfisgata 56 (01.172.103) 101441 Mál nr. BN045875
Austur-Indíafélagið ehf, Hverfisgötu 56, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi og stækka veitingahús inn í fyrrum kvikmyndahús á jarðhæð hús á lóð nr. 56 við Hverfisgötu.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Vísað til athugasemda eldvarnaeftirlits á umsóknarblaði.

19. Hverfisgata 57 (01.152.517) 101089 Mál nr. BN044977
Hverfill ehf., Helluvaði 1, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að byggja úr steinsteypu tvær hæðir og rishæð, samtals sex íbúðir, ofan á hús sem nú er ein hæð og kjallari, skráð ein íbúð, á lóðinni nr. 57 við Hverfisgötu.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 9. nóvember 2012 fylgir erindinu.
Ný skráningartafla fylgir erindinu.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 12. apríl 2013 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 10. apríl 2013.
Stærð: Fjölbýlishús - stækkun xx ferm. og xx rúmm.
Gjald kr. 8.500 + 8.500 + xx.
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

20. Ingólfsstræti 2A (01.170.005) 101323 Mál nr. BN045972
P. Petersen ehf., Suðurlandsbraut 18, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til útiveitinga með sætum fyrir 48 gesti á þaksvölum á þriðju hæð hússins á lóðinni nr. 2A við Ingólfsstræti.


Frestað.Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

21. Kambsvegur 22 (01.354.108) 104276 Mál nr. BN045800
Drífa Ísleifsdóttir, Kambsvegur 22, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja tvo kvisti og breyta innra skipulagi í þakhæð fjölbýlishúss á lóð nr. 22 við Kambsveg.
Stækkun: 27,5 rúmm.
Gjald kr. 9.000 + 2.475
Frestað.
Grenndarkynningu ólokið.

22. Kambsvegur 8 (01.352.603) 104200 Mál nr. BN044674
Dröfn Björgvinsdóttir, Kambsvegur 8, 104 Reykjavík
Þorgeir Jónsson, Kambsvegur 8, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að rífa svalir, byggja viðbyggingu að suður- og vesturhlið og nýta þak hinnar nýju viðbyggingar sem svalir íbúðar annarrar hæðar í húsinu á lóðinni nr. 8 við Kambsveg.
Erindið var grenndarkynnt frá 25. febrúar til og með 25. mars 2013. Engar athugasemdir bárust.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 8. júní 2012 fylgir erindinu. Umsögn skipulagsstjóra (v. fyrirspurnar) dags. 7. júní 2012. fylgir erindinu. Einnig fylgir útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 04. apríl 2013.
Ný skráningartafla fylgir erindinu.
Stærð: Stækkun, viðbygging 40,6 ferm. og 112,5 rúmm.
Gjald kr. 8.500 + 9.563
Frestað.
Lagfæra skráningartöflu.

23. Laugavegur 12 (01.171.401) 101410 Mál nr. BN045929
Guðfinnur Sölvi Karlsson, Vesturtún 45, 225 Álftanes
Laugaberg hf, Burknabergi 8, 221 Hafnarfjörður
Sótt er um leyfi til þess að breyta opnunartíma og innra fyrirkomulagi á fyrstu til þriðju hæð í veitingahúsi (matshl. 01) á lóðinni nr. 12 við Laugaveg.
Hámarksgestafjöldi staðarins er sagður vera 80 manns í lýsingu erindis.
Umsögn skipulagsfulltrúa dags 12. febrúar 2013 fylgir erindinu.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

24. Laugavegur 18 (01.171.501) 101417 Mál nr. BN045940
Kaupangur eignarhaldsfélag ehf., Laugavegi 18, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að breyta rými 0403 úr skrifstofu í gistirými og breyta reyklúgu í stigahúsi hússins á lóðinni nr. 18 við Laugaveg.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Samkvæmt gögnum embættisins er lágmarksgjald ógreitt.

25. Laugavegur 28C (01.172.210) 101465 Mál nr. BN045761
Reykjavík backpackers ehf., Laugavegi 28, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að innrétta gistiskála í flokki II fyrir 10 gesti (sem rekinn yrði í tengslum við farfuglaheimili á Laugavegi 28) í einbýlishúsi á lóð nr. 28C við Laugaveg.
Umsögn Minjasafns Reykjavíkur dags. 2. maí 2013 fylgir erindinu ásamt umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 29. apríl 2013.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Með vísan til umsagnar Minjasafns Reykjavíkur dags. 2. maí 2013.

26. Logafold 1 (02.875.001) 110382 Mál nr. BN045946
Framkvæmda- og eignasvið Reykja, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að koma fyrir stofu fyrir sérkennslu á 3. hæð í Foldaskóla húsi 1 á lóð nr. 1 við Logafold.
Gjald kr. 9.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

27. Lyngháls 10 (04.327.001) 111051 Mál nr. BN045960
Hraunbraut ehf., Síðumúla 12, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að rífa tvö léttbyggð anddyri, setja innkeyrsluhurðir í 0101, 0102, 0103 og 0104 og fjölga eignarhlutum úr 13 í 17 í verslunar- og skrifstofuhúsi á lóð nr. 10 við Lyngháls.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

28. Miklabraut 101 (01.285.001) 103737 Mál nr. BN045854
S fasteignir ehf., Borgartúni 28, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að fjarlægja fjóra eldri eldsneytistanka og endurnýja með tveim nýjum í tveim áföngum á eldsneytisafgreiðslustöðinni á lóð nr. 101 við Miklubraut.
Gjald kr. 9.000 + 9.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

29. Mýrargata 2-8 (01.116.401) 100072 Mál nr. BN045948
Slippurinn, fasteignafélag ehf., Stórhöfða 25, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta áður samþykktu erindi BN044340 þar sem búningsklefi starfsmanna er fluttur í kjallara, undirbúningseldhúsi komið fyrir og á 1. hæð er eldhúsi breytt, bætt við björgunaropi og geymslu við bar er tvískipt í Marina hótel á lóð nr. 2-8 við Mýrargötu.
Skýrsla brunahönnuðar dags. 30. apríl. 2013 fylgir.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

30. Norðurgarður 1 (01.112.-95) 100030 Mál nr. BN045799
HB Grandi hf., Norðurgarði 1, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að fella niður sprinklerkerfi, breyta millilofti yfir lyftarageymslu og byggja nýjan stoðvegg við spennistöð í frystigeymslu á lóð nr. 1 við Norðurgarð.
Meðfylgjandi er eldvarnarskýrsla dags. 22. mars 2013 og umsögn Matvælastofnunar dags. 2. maí 2013.
Stækkun: 2,4 ferm.
Gjald kr. 9.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.


31. Nökkvavogur 44 (01.445.004) 105544 Mál nr. BN045905
Oddrún Albertsdóttir, Nökkvavogur 44, 104 Reykjavík
Þorbergur Ormsson, Nökkvavogur 44, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að koma fyrir á svalahurð á fyrstu hæð og svalapalli með tröppum niður í garð á suðurhlið hússins á lóð nr. 44 við Nökkvavog.
Gjald kr. 9.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við lokaúttekt.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

32. Ofanleiti 2 (01.743.101) 107427 Mál nr. BN045945
Reginn A1 ehf., Hagasmára 1, 201 Kópavogur
Sótt er um leyfi til að breyta notkun úr skólabygginu í skrifstofubyggingu þar sem innréttað er nýtt eldhús og matsalur á 1. hæð og á 2. - 5. hæð verða opin skrifstofurými í húsinu á lóð nr. 2 við Ofanleiti.
Bréf frá hönnuði dags. 30. apríl 2013.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

33. Pósthússtræti 9 (01.140.515) 100874 Mál nr. BN045932
VH fjárfesting ehf., Pósthússtræti 9, 101 Reykjavík
Hótel Borg ehf, Borgartúni 26, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir útiveitingaaðstöðu á gangstétt fyrir framan hús nr. 9 (og hús nr. 11) við Pósthússtræti.
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

34. Síðumúli 20 (01.293.105) 103806 Mál nr. BN045941
Lyf og heilsa hf., Sundagörðum 2, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi á 2. hæð í skrifstofuhúsi (Mhl. 02) á lóð nr. 20 við Síðumúla.
Gjald kr. 9.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

35. Skaftahlíð 24 (01.274.201) 103645 Mál nr. BN045947
Reitir I ehf, Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að koma fyrir sex gervihnattadiskum á þaki lyftuhúss í húsinu á lóð nr. 24 við Skaftahlíð.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Samkvæmt gögnum embættisins er lágmarksgjald ógreitt.

36. Skeifan 11 (01.462.101) 195597 Mál nr. BN045939
Fönn - Þvottaþjónustan ehf, Skeifunni 11, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta áður samþykktu erindi BN045583 þar sem flutt er til ræsting og skipulag verslunar í húsinu á lóð nr. 11 við Skeifuna.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

37. Skólastræti 3 (01.170.202) 101330 Mál nr. BN045942
Rakel Óttarsdóttir, Skólastræti 3, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að breyta lítillega útliti nýsamþykktrar viðbyggingar og hafa, í stað timburgólfs, steinsteypt svalagólf í húsinu á lóðinni nr. 3 við Skólastræti.
Sjá einnig erindi BN045321 og BN045765.
Gjald kr. 9.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Þinglýsa skal lóðarskiptasamningi eigi síðar en við fokheldi.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

38. Smábýli 5 (70.000.030) 125869 Mál nr. BN045864
Guðný H Kúld, Merkjateigur 4, 270 Mosfellsbær
Sótt er um leyfi til að byggja steinsteypt einbýlishús, mhl. 01 með timburþaki og torfhleðslum á þaki og veggjum og bílskúr með geymslu og sorpgeymslu, mhl. 02 úr timbri á steyptum undirstöðum og sömuleiðis með torfhleðslum sbr. erindi BN031094 samþ. 10.5. 2005 á lóðinni Smábýli nr. 5 á Kjalarnesi, landnúmer 125869.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 3. maí 2013 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 2. maí 2013.
Mæliblað sem sýnir skiptingu lands.
Stærðir: einbýlishús 105,4 ferm., 383,1 rúmm.
Bílskúr 32 ferm., 93,4 rúmm.
Samtals 137,4 ferm., 476,5 rúmm.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði og umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 2. maí 2013.

39. Sóleyjarimi 6 (02.534.502) 192054 Mál nr. BN045944
Isavia ohf., Reykjavíkurflugvelli, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja nýbyggingu sem verður mhl. 10 úr steinsteypu á einni hæð fyrir varaaflstöð sem mun hýsa varaaflvélar og töflurými á lóð nr. 4-6 við Sóleyjarima.
Stærð mhl. 10. 59,7 ferm., 215,5 rúmm.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

40. Strýtusel 15 (04.922.308) 112594 Mál nr. BN045926
Olga Þórarinsdóttir, Strýtusel 15, 109 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að koma fyrir heitum potti á svölum annarrar hæðar húss á lóð nr. 15 við Strýtusel.
Samþykki meðeigenda dags. 24 apríl. 2013 og umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 4. mars. 2013
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

41. Templarasund 5 (01.141.209) 100900 Mál nr. BN045598
Alþingi, Kirkjustræti, 150 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja nýtt anddyri, setja lyftu, bæta við stiga og gera breytingar á þaki sbr. fyrirspurn BN045467 á húsi á lóð nr. 5 við templarasund.
Meðfylgjandi er bréf arkitekts og byggingarlýsing í A-4, ódagsett, einnig umsögn Minjastofnunar Íslands dags,. 18. janúar 2013 og Minjasafns Reykjavíkur dags. 18. apríl 2013.
Stækkun: 29,2 ferm., 170,7 rúmm.
Gjald kr. 9.000 + 9.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

42. Tryggvagata 16 (01.132.104) 100213 Mál nr. BN045605
Kápan ehf, Baughúsum 33, 112 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta þaki, setja kvisti með skúrþaki á báðar hliðar, svalir á suðurhlið og innrétta íbúðir á 4. og 5. hæð íbúðar- og atvinnuhúss á lóð nr. 16 við Tryggvagötu.
Erindi fylgir þinglýst eignaskiptayfirlýsing dags. 15. september 2005 og samkomulag eigenda Tryggvagötu 16 (ekki þinglýst), dags. 7. desember 2004 og fsp. dags. 20. nóvember 2012 ásamt úrksrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 8. mars 2013 og umsögn skipulagsfulltrúa dags. 6. mars 2013.
Stækkun: xx ferm., xx rúmm.
Gjald kr. 9.000 + xx
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.


43. Tunguháls 8 (04.342.101) 179593 Mál nr. BN045923
Drómi hf., Lágmúla 6, 108 Reykjavík
Sótt er um samþykkt á reyndarteikningu, viðbygging við norðurenda er felld niður og milligólf í mhl. 01 er fellt burt í atvinnuhúsi á lóð nr. 8 við Tunguháls.
Jafnframt er erindi BNO39209 og BN041330 dregið til baka.
Nýjar stærðir eftir breytingu:
Mhl. 01: 1.080 ferm., 6.061,2 rúmm.
Mhl. 02: 3.120,2 ferm., 13.901,4 rúmm.
Samtals: 4.200,2 ferm., 19.962,6 rúmm.
Stækkun: XXX ferm., XXX rúmm.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

44. Víðimelur 62 (01.524.003) 106000 Mál nr. BN045958
Ari Ingimundarson, Víðimelur 62, 107 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að hækka ris, byggja tvo kvisti og svalir á fjölbýlishús á lóð nr. 62 við Víðimel.
Stækkun: xx ferm., xx rúmm.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

45. Þrastargata 7 (01.553.110) 106536 Mál nr. BN045916
DAP ehf, Litlu-Tungu, 270 Mosfellsbær
Sótt er um leyfi til að rífa hús og byggja nýtt einbýlishús, ein hæð og ris, burðarvirki úr timbri, klætt aluzinki á steyptum sökkli á lóð nr. 7 við Þrastargötu.
Erindi fylgir umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 14. mars 2013 og Minjasafns Reykjavíkur dags. 4. apríl 2013.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 3. maí 2013 fylgir erindinu.
Niðurrif: 51,5 ferm.
Nýbygging: 1. hæð 62 ferm., 2. hæð 51,8 ferm.
Samtals 113,8 ferm., 291,4 rúmm.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Vísað til athugasemda eldvarnaeftirlits á umsóknarblaði.

Ýmis mál

46. Langholtsvegur 17 (01.355.204) 104344 Mál nr. BN045976
Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans til að breyta mörkum lóðarinnar Langholtsvegur 17, (landnúmer 104344, staðgreinir 1.355.204), eins og sýnt er á meðsendum uppdrætti landupplýsingadeildar dags. 2. 5. 2013.
Lóðin Langholtsvegur 17, (landnúmer 104344, staðgreinir 1.355.204) er talin 780 m², lóðin reynist 779m². Teknir eru 19m² af lóðinni og gerðir að borgarlandi (landnr. 218177).
Lóðin Langholtsvegur 17, (landnúmer 104344, staðgreinir 1.355.204) verður 760 m².
Sbr. samþykkt skipulagsráðs 7. 9. 2005, samþ, borgarráðs 10. 11. 2005 og auglýsingu í B-deild Stjórnartíðinda þann 8. 2. 2006.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Fyrirspurnir

47. Aðalstræti 4 (01.136.501) 100591 Mál nr. BN045931
Miðbæjarhótel/Centerhotels ehf., Aðalstræti 6, 101 Reykjavík
Spurt er hvort leyfi fengist fyrir stiga án stigapalls milli móttökusalar á fyrstu hæð og morgunverðarsalar í kjallara hótelsins á lóðinni nr. 4 við Aðalstræti.
Frestað.
Gera betur grein fyrir erindinu.

48. Barmahlíð 43 (01.710.019) 107134 Mál nr. BN045922
Ingólfur Bruun, Barmahlíð 43, 105 Reykjavík
Margrét Helga Hjartardóttir, Barmahlíð 43, 105 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að hækka þak og innrétta íbúðarherbergi í risi fjölbýlishússins á lóð nr. 43-45 við Barmahlíð.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 3. maí 2013 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 2. maí 2013.
Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingarleyfi og með vísan til leiðbeininga í umsögn skipulagsfulltrúa dags. 2. maí 2013.

49. Fálkagata 9 (01.554.213) 106599 Mál nr. BN045973
Hilmar Steinn Grétarsson, Fálkagata 9, 107 Reykjavík
Elín Þórðardóttir, Fálkagata 9, 107 Reykjavík
Spurt er hvort leyfi fengist til að gera upp tvennar svalir á fyrstu hæð þannig að steyptur verði nýr botn á svölum og handrið verði úr stáli klædd með álplötum á húsinu á lóð nr. 9 við Fálkagötu.
Ljósmynd fylgir
Nei.
Útlit svala þarf að vera samræmt á 1. og 2. hæð.

50. Frakkastígur 6A (01.152.513) 101085 Mál nr. BN045927
Landslagnir ehf, Geitlandi 2, 108 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að hækka ris, byggja viðbyggingu í skot á bakhlið og byggja svalir á suðurhlið, byggja nýjan kvist á bakhlið og breyta í fjölbýlishús með fjórum íbúðum einbýlishúsi á lóð nr. 6A við Frakkastíg.
Erindi fylgir umsögn Minjastofnunar dags. 8. febrúar 2013 og bréf arkitekts dags. 25. apríl 2013.
Frestað.
Vísað til athugasemda á fyrirspurnarblaði.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

51. Grandagarður 14 (01.114.501) 100041 Mál nr. BN045974
Magnús Magnússon, Holtagerði 37, 200 Kópavogur
Spurt er hvort leyft yrði að starfrækja kaffihús á fyrstu hæð skrifstofuhúss á lóðinni nr. 14 við Grandagarð.
Samþykki f.h. eiganda (á fyrirspurnarblaði) fylgir erindinu.
Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingarleyfi og með vísan leiðbeininga á fyrirspurnarblaði.

52. Hólavallagata 3 (01.161.006) 101187 Mál nr. BN045928
Baldur Ólafur Svavarsson, Hlíðarbyggð 14, 210 Garðabær
Spurt er hvort leyft yrði að starfrækja gistiheimili eða heimagistingu í húsinu nr. 3 við Hólavallagötu.
Bréf hönnuðar dags. 26. apríl 2013 fylgir erindinu. Virðingargjörð dags. 1. maí 1942 fylgir erindinu.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

53. Hverfisgata 103 (01.154.407) 101135 Mál nr. BN045967
Sigurður Andrésson, Ásland 3, 270 Mosfellsbær
Spurt er hvort leyft yrði að byggja hótelbyggingu sem er tvöfaldur kjallari og fjórar hæðir með 100 herbergjum og aðstöðu fyrir 198 næturgesti á lóðinni nr. 103 við Hverfisgötu.
Stærð byggingarinnar er 1025 fermetrar fyrir utan kjallara.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

54. Katrínartún 9 (01.223.010) 102885 Mál nr. BN045951
Sturla Míó Þórisson, Katrínartún 9, 105 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að lyfta þaki, breyta innra skipulagi 1. hæðar, lækka land við suðurhlið og breyta gluggum og hurðum á einbýlishúsi á lóð nr. 9 við Katrínartún.
Erindi fylgir greinargerð hönnuðar dags. 30. apríl 2013.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

55. Laugavegur 56 (01.173.112) 101529 Mál nr. BN045721
Ljóshólar ehf, Austurgerði 10, 108 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að byggja fjögurra hæða hús með verslunum á jarðhæð og 8-10 íbúðum á efri hæðum á lóð nr. 56 við Laugaveg.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

56. Stekkjarbakki 2 (04.602.002) 111716 Mál nr. BN045834
Löður ehf., Sundagörðum 2, 104 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að gera aðkomuakrein norðan bilaþvottastöðvar á lóðinni nr. 2 við Stekkjarbakka.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 3. maí 2013 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 2. maí 2013.
Nei.
Samræmist ekki deiliskipulagi.

57. Þórsgata 9 (01.181.111) 101747 Mál nr. BN045966
Hermann Þorsteinsson, Espigerði 2, 108 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að byggja hæð ofan á einbýlishús á lóð nr. 9 við Þórsgötu.
Nei.
Samræmist ekki deiliskipulagi.

Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl. 12.05

Björn Stefán Hallsson Harri Ormarsson
Sigrún Reynisdóttir Jón Hafberg Björnsson
Sigurður Pálmi Ásbergsson Óskar Torfi Þorvaldsson
Eva Geirsdóttir