Umhverfis- og skipulagsráð - og skipulagsráð

Umhverfis- og skipulagsráð

Skipulagsráð

Ár 2009, miðvikudaginn 6. maí kl. 9.10, var haldinn 173. fundur skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12-14, 7. hæð. Ráðssal. Viðstaddir voru: Júlíus Vífill Ingvarsson, Ragnar Sær Ragnarsson, Brynjar Fransson, Stefán Þór Björnsson, Sóley Tómasdóttir, Stefán Benediktsson og Björk Vilhelmsdóttir. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Magnús Sædal Svavarsson, Ágúst Jónsson, Ólafur Bjarnason og Marta Grettisdóttir. Auk þess gerðu eftirtaldir embættismenn grein fyrir einstökum málum: Haraldur Sigurðsson, Björn Axelsson, Margrét Þormar og Þórarinn Þórarinsson.
Fundarritari var Helga Björk Laxdal.

Þetta gerðist:

(A) Skipulagsmál

1. Túngötureitur, deiliskipulag, staðgreinireitur 1.137.4(01.137.4) Mál nr. SN080622
Lögð fram tillaga skipulags- og byggingarsviðs Reykjavíkur dags. 19 mars 2009 að deiliskipulagi Túngötureits. Reiturinn afmarkast af Túngötu, Bræðraborgarstíg Hávallagötu og Hofsvallagötu. Einnig er lögð fram forsögn skipulagsstjóra dags. í desember 2007 og athugasemdir úr forkynningu sem stóð yfir frá 17. des. 2007 til 8. janúar 2008 frá Áshildi Haraldsdóttur, Túngötu 44, Guðrúnu Bjarnadóttur og Ingólfi Hannessyni Hávallagötu 36, Geir Svanssyni Bræðraborgarstíg 23a, Irmu Erlingsdóttur Bræðraborgarstíg 23a, Eddu Einarsdóttur Hávallagötu 48, Haraldi Ólafssyni Hávallagötu 48, Arthur Bogasyni o.fl. Túngötu 40, Elísabetu Þórðardóttur og Einari Gunnarsyni Hávallagötu 34. Einnig er lögð fram orðsending borgarstjóra dags. 22. apríl 2008.
Frestað.

Ólafur F. Magnússon tók sæti á fundinum kl. 9:15.

2. Melar, reitur 1.540, deiliskipulag Mál nr. SN090134
Lögð fram tillaga Skipulags- og byggingarsviðs að forsögn deiliskipulags Mela dags. apríl 2009. Skipulagssvæðið afmarkast af Hagamel, Hofsvallagötu, Hringbraut og Furumel.
Tillaga skipulags- og byggingarsviðs að forsögn samþykkt.
Samþykkt að kynna framlagða forsögn fyrir hagsmunaaðilum á svæðinu.

3. Búrfellslína, Kolviðarhólslína, Suðvesturlínur, Mál nr. SN070190
breyting á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2001-2024
Landsnet ehf, Krókhálsi 5c, 110 Reykjavík
Að lokinni forkynningu er lögð fram tillaga skipulags- og byggingarsviðs dags. 4. maí 2009 að breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2001-2024, ásamt umhverfisskýrslu dags. í janúar 2009. Ennfremur er lagt fram bréf Landsnets dags. 10. nóvember 2008, skýrsla verkfræðistofunnar Efla dags. 6. nóvember 2008 og bréf Landsnets ásamt kynningargögnum, dags. 3. desember 2008. Einnig er lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar dags. 5. desember 2008, bréf Landsnets dags. 1. desember 2008, bréf Skipulagsstofnunar dags. 16. desember 2008, umsögn Fornleifaverndar ríkisins dags. 6. febrúar 2009, bréf skipulags- og byggingarnefndar Mosfellsbæjar dags. 10. febrúar 2009, bréf Kópavogsbæjar dags. 20. febrúar um samþykkt bæjarráðs 19. s.m. um AR breytingu.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu í samræmi við 1. mgr. 18. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.

Fulltrúi Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs Sóley Tómasdóttir óskaði bókað: Ekki eru gerðar athugasemdir við auglýsingu tillögunnar á þessu stigi með hefðbundnum fyrirvörum um endanlega afstöðu að auglýsingu lokinni.

4. Grandagarður/Geirsgata, Mál nr. SN090056
Aðalskipulag Reykjavíkur 2001-2024, breyting
Faxaflóahafnir sf, Tryggvagötu 17, 101 Reykjavík
Teiknistofa ark Gylfi G/fél ehf, Skólavörðustíg 3, 101 Reykjavík
Að lokinni forkynningu er lagt fram að nýju erindi Faxaflóahafna dags. 16. febrúar 2009 að breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2001-2024. Í breytingunni felst breytt landnotkun verbúða við Grandagarð 13a til og með 35, samkvæmt uppdrætti dags. 12. febrúar 2009.
Frestað.

5. Víðidalur, Fákur, breyting á deiliskipulagi ll (04.76) Mál nr. SN090164
Lögð fram tillaga Landslags ehf., dags. 5. maí 2009 að breytingu á deiliskipulagi athafnasvæðis hestamannafélagsins Fáks í Víðidal. Einnig er lagt fram bréf Hestamannafélagsins Fáks dags. 22. apríl 2009 og tillaga formanns skipulagsráðs um endurskoðun skipulagsins sem samþykkt var á fundi skipulagsráðs þann 22. apríl 2009. Einnig lagt fram minnisblað yfirlögfræðings skipulags- og byggingarsviðs dags. 20. apríl 2009.

Formaður skipulagsráðs Júlíus Vífill Ingvarsson óskaði bókað: Leiki vafi á því í huga borgarfulltrúa hvort hann geti verið vanhæfur við afgreiðslu máls ber honum að víkja sæti þar til ljóst er að hæfisreglur leiði ekki til vanhæfis. Þetta gerði ég við afgreiðslu deiliskipulags Víðidals á fundi skipulagsráðs þann 18. febrúar sl. og síðan á fundi borgarráðs þann 26. s.m. Á þeim tíma lá ekki fyrir lögfræðilegt álit í þessu máli. Nú hefur Helga Björk Laxdal yfirlögfræðingur skipulags- og byggingarsviðs, gert minnisblað þar sem hún kemst að þeirri óyggjandi niðurstöðu að ég sé ekki vanhæfur til að afgreiða áðurnefnt mál. Þetta minnisblað var, að minni ósk, afhent mér áður en ég fundaði með fulltrúum Hestamannafélagsins Fáks, fulltrúum Stangaveiðifélags Reykjavíkur og Veiðimálastofnunar seinni part mánudagsins 20 apríl sl. um að fela skipulags- og byggingarsviði að vinna að breytingum á skipulaginu. Þakka ég henni fyrir að taka af allan vafa hvað þetta verðar.

Framlögð tillaga kynnt.
Frestað.

Fulltrúi Frjálslyndra og óháðra Ólafur F. Magnússon óskaði bókað: Þrátt fyrir ítrekaðar óskir um að fulltrúar Veiðimálastofnunar og aðrir fagaðilar mæti á fund borgarráðs og skipulagsráðs hafa fulltrúar meirihlutans þverskallast við og viljað vinna þetta mál að mestu að tjaldabaki. Þetta er óviðunandi, ólýðræðislegt og ófaglegt. Kjörnir fulltúar verða að hitta fagaðila og fá fræðslu frá þeim milliliðalaust í svona mikilvægu máli. Ekki er of seint að iðrast í þessu máli og enn er hægt að forða umhverfis- og skipulagsslysi við Elliðaárnar. Nóg eru dæmin um alla borg um slík mistök og þarf ekki að fara út fyrir þennan stað þ.e. Höfðatorgsreit til að sjá dæmin um hroðvirknisleg vinnubrögð í skipulags- og umhverfismálum. Vönduð og opin fagleg og lýðræðisleg umfjöllun getur komið í veg fyrir slíkt.

Aðalfulltrúar í skipulagsráði óskuðu bókað:
Mál þetta er enn í vinnslu og er nú frestað á milli funda. Allar
nauðsynlegar upplýsingar verða dregnar fram og kynntar fulltrúum
skipulagsráðs. Áhyggjur borgarfulltrúans eru því með öllu ónauðsynlegar og
lítt skiljanlegar.



(B) Byggingarmál

6. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð Mál nr. BN039844
Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerðir nr. 536 frá 5. maí 2009.

7. Óðinsgata 24A, endurnýjun á byggingarleyfi BN031413(01.184.434)Mál nr. BN039535
Ólína Torfadóttir, Hafnarstræti 100, 600 Akureyri
Kristín Haralda Cecilsdóttir, Óðinsgata 24a, 101 Reykjavík
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 24. febrúar 2009 þar sem sótt er um endurnýjun á erindi BN031413 þar sem veitt var leyfi til að byggja kvisti á norður- og vesturþekju, byggja svalir að suðurhlið, breyta stiga milli annarrar hæðar og rishæðar, endurnýja útveggjaklæðningu og breyta eignamörkum íbúða hússins á lóðinni nr. 24A við Óðinsgötu. Erindið var grenndarkynning frá 5. mars til og með 2. apríl 2009. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir: Listasafn Hótel Holt og Hausta ehf. dags. 30. mars. Einnig lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 24. apríl 2009.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.

(D) Ýmis mál

8. Skipulagsráð, menningarmerkingar Mál nr. SN090152
Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík
Lagt fram bréf frá Menningar- og ferðamálasviðs dags. 16. apríl 2009 varðandi menningarmerkingar í Reykjavík.
Signý Pálsdóttir skrifstofustjóri menningarmála og Finnur Malmquist hönnuður kynntu.

9. Skipulagsráð, tillaga. Glaðari gaflar / Gengið að göflunum Mál nr. SN090058
Lögð fram tillaga skipulagsráðs dags. 18. febrúar 2009 um glaðari gafla /gengið að göflunum. Einnig er lögð fram forsögn skipulagsstjóra að hugmyndaleit dags. 5. apríl 2009.
Frestað.

Stefán Þór Björnsson vék af fundi kl. 10:30

10. Mosfellsbær, Búrfellslína 3, aðalskipulag Mosfellsbæjar Mál nr. SN090162
Mosfellsbær, Þverholti 2, 270 Mosfellsbær
Lögð fram til kynningar tillaga Mosfellsbæjar að breytingu á Aðalskipulagi Mosfellsbæjar vegna lagningar háspennulínu og tengivirkis um Sandskeið samkvæmt meðfylgjandi uppdrætti Teiknistofu arkitekta Gylfi Guðjónsson og félagar dags. í mars 2009. Einnig lögð fram umhverfisskýrsla dags í mars 2009.

11. Hólatorg 2, kærur, umsögn (01.160.3) Mál nr. SN090086
Úrskurðarnefnd skipul/byggmál, Skúlagötu 21, 101 Reykjavík
Lögð fram umsögn lögfræði- og stjórnsýslu skipulags- og byggingarsviðs dags. 6. apríl 2009 vegna kæru á ákvörðun skipulagsráðs frá 1. október 2008 að breyta deiliskipulagi að Hólatorgi 2.
Umsögn lögfræði og stjórnsýslu samþykkt.

12. Skipholt 11-13, kæra, umsögn, úrskurður (01.242.3) Mál nr. SN080008
Úrskurðarnefnd skipul/byggmál, Skúlagötu 21, 101 Reykjavík
Lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála frá 28. apríl 2009 vegna kæru á ákvörðun borgarráðs frá 17. janúar 2009 um að samþykkja breytt deiliskipulag á lóðinni nr. 11-13 við Skipholt. Úrskurðarorð:
Hafnað er kröfu kærenda um ógildingu ákvörðunar borgarráðs frá 17. janúar 2008, um að samþykkja breytt deiliskipulag lóðar nr. 11-13 við Skipholt í Reykjavík.

13. Húsverndarsjóður Reykjavíkur, Úthlutun styrkja 2009 Mál nr. SN090008
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 24. apríl 2009 um samþykkt borgarráðs s.d. vegna styrkja úr Húsverndarsjóði Reykjavíkur fyrir árið 2009.

14. Úlfarsárdalur, breyting á deiliskipulagi (02.6) Mál nr. SN090133
Framkvæmda- og eignasvið Reykja, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 24. apríl 2009 um samþykkt borgarráðs s.d. vegna auglýsingar á breytingu á deiliskipulagi fyrir hverfi 4 í Úlfarsárdal.

15. Kjalarnes, Brautarholtsvegur, lega stofnstígs Mál nr. SN090106
Landmótun sf, Hamraborg 12, 200 Kópavogur
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 24. apríl 2009 um samþykkt borgarráðs s.d. vegna auglýsingar á deiliskipulagi fyrir Brautarholt á Kjalarnesi, lega stofnstígs.

16. Bústaðavegur 130, söluskýli, breyting á deiliskipulagi(01.871.0) Mál nr. SN090128
JARL ehf, Krókabyggð 3a, 270 Mosfellsbær
Sævar Þór Geirsson, Hrólfsstaðir, 560 Varmahlíð
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 24. apríl 2009 um samþykkt borgarráðs s.d. vegna auglýsingar á breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðina númer 130 við Bústaðaveg.


Fundi slitið kl. 10.50.

Júlíus Vífill Ingvarsson
Ragnar Sær Ragnarsson Brynjar Fransson
Sóley Tómasdóttir Stefán Benediktsson
Björk Vilhelmsdóttir


Afgreiðsla byggingarfulltrúa samkv. samþykkt nr. 161/2005

Árið 2009, þriðjudaginn 5. maí kl. 10:20 fyrir hádegi hélt byggingarfulltrúinn í Reykjavík 536. fund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn í fundarherberginu 2. hæð Borgartúni 12-14. Þessi sátu fundinn: Magnús Sædal Svavarsson, Sigrún Reynisdóttir, Þórður Búason, Bjarni Þór Jónsson, Jón Hafberg Björnsson og Eva Geirsdóttir.
Fundarritari var Bjarni Þór Jónsson.

Þetta gerðist:

Nýjar/br. fasteignir

1. Asparfell 2-12 (04.681.001) 112291 Mál nr. BN038812
Æsufell 2-6,húsfélag, Æsufelli 4, 111 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að fjölga bílastæðum um 44 við fjölbýlishús við Æsufell 2-6 á lóð nr. 2-12 við Asparfell og nr. 2-6 við Æsufell.
Samþykki Húsfélags Æsufells 2, 4, 6 dags 11. júlí 2008 og Asparfells 2 - 12 dags. 2. mars 2009.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 5. september 2008 fylgir erindinu.
Gjald kr. 7.300 + 7.700
Frestað.
Nýjum uppdráttum vísað til skipulagsstjóra, þar sem málið er til umfjöllunar.

2. Austurbrún 6 (01.381.102) 104774 Mál nr. BN039759
Félagsbústaðir hf, Hallveigarstíg 1, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að skrá fjölbýlishús úr einni eign yfir í 71 eigna fjöleignahús á lóð nr. 6 við Austurbrún.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda eldvarnaeftirlits.

3. Austurstræti 14 (01.140.409) 100852 Mál nr. BN039825
Austurstræti 14 ehf, Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að koma fyrir borðum og stólum til útiveitinga fyrir 96 manns á lóð nr. 12A og 14 við Austurstræti.
Bréf frá hönnuði dags 28.apríl 2009 fylgir, sömuleiðis
samþykki húseiganda dags 22. april 2009
Tölvupóstur frá skrifstofu gatna- og eignaumsýslu dags. 30. apríl 2009 fylgir málinu.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda eldvarnaeftirlits.

4. Austurstræti 7 (01.140.206) 100830 Mál nr. BN039832
Eik fasteignafélag hf, Sóltúni 26, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að innrétta veitingastað á 1., 2. og 3. hæð í húsi á lóð nr. 7 við Austurstræti.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

5. Álfab. 12-16/Þönglab. (04.603.503) 111722 Mál nr. BN039826
Gáski ehf, Bolholti 6, 105 Reykjavík
Aðalbakki sf, Staðarseli 6, 109 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi 2. hæðar í sjúkraþjálfunarmiðstöð í atvinnuhúsinu á lóð nr. 1 við Þönglabakka.
Jafnframt er erindi BN039727 dregið til baka.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda eldvarnaeftirlits.

6. Álfheimar 29 (01.432.201) 105232 Mál nr. BN039757
Njörður Stefánsson, Álfheimar 29, 104 Reykjavík
Friðrik Guðjónsson, Lúxemborg, Erlendur Jónsson, Álfheimar 29, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir reyndarteikningum vegna gerðar eignaskiptayfirlýsingar fyrir fjölbýlishús á lóð nr. 29 við Álfheima.
Gjald kr. 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst til þess að samþykktin öðlist gildi.

7. Barónsstígur 41 (01.191.120) 102506 Mál nr. BN039814
Ólafur Vilhjálmsson, Smárabraut 20, 780 Höfn
Sótt er um leyfi fyrir breyttu skipulagi innan íbúðar 0301 og stækkunar hennar út á stigagang í fjölbýlishúsi á lóð nr. 41 við Barónsstíg.
Meðfylgjandi er samþykki meðeigenda dags. jan. 2009.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

8. Bláskógar 3 (04.941.102) 112932 Mál nr. BN039822
Bjarki Viðarsson, Bláskógar 3, 109 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að innrétta óuppfyllta sökkla og gera nýja glugga á kjallara einbýlishússins á lóð nr. 3 við Bláskóga.
Stækkun: 76,4 ferm., 197,3 rúmm.
Gjald kr. 7.700 + 15.192
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.

9. Grensásvegur 11 (01.461.102) 105666 Mál nr. BN039831
Sætrar ehf, Gerðhömrum 27, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta áður samþykktu erindi BN034409 og stækka kjallarahæð við norðurhlið til að koma fyrir geymslu og steypa tengibyggingu í staðinn fyrir að byggja hana úr gleri í atvinnuhúsi á lóð nr. 11 við Grensásveg.
Stækkun XXX ferm og XXX rúmm.
Gjald kr. 7.700 + XXX
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

10. Grettisgata 54 (01.190.109) 102384 Mál nr. BN039174
Benoný Benónýsson, Gefjunarbrunnur 13, 113 Reykjavík
Þórður Daníel Ólafsson, Urðarstígur 4, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að koma fyrir þakglugga yfir stiga, fyrir breyttu fyrirkomulagi innan húss og að fá samþykkta #GLósamþykkta#GL íbúð í risi fjölbýlishússins á lóð nr. 54 við Grettisgötu.
Erindi fylgir skoðunarskýrslur byggingarfulltrúa dags. 20. febrúar 2008 og dags. 4. desember 2008.
Gjald kr. 7.300
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

11. Grænlandsleið 9 (04.112.405) 187848 Mál nr. BN039282
Kolbeinn Björnsson, Grænlandsleið 9, 113 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja viðbyggingu úr timburgrind, útveggir einangraðir og klæddir hvítri álklæðningu á parhúsi á lóð nr. 9 við Grænlandsleið.
Samþykki lóðarhafa dags. 22. feb. 2009.
Stækkun: 39.5 ferm. og 130 rúmm.
Gjöld kr. 7.300 + 7.700 + 9.490
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst fyrir útgáfu á byggingarleyfi.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

12. Hamrahlíð 10 (01.731.001) 107355 Mál nr. BN039829
Fasteignir ríkissjóðs, Borgartúni 7, 150 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að endurnýja innréttingu og tæki í mötuneyti Menntaskólans við Hamrahlíð á lóð nr. 10 við Hamrahlíð.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

13. Háagerði 71 (01.815.716) 108064 Mál nr. BN038269
Markús Guðjónsson, Hörðaland 18, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir afmörkun á áður gerðri íbúð sem er ósamþykkjanleg í kjallara fjölbýlishússins á lóð nr. 71 við Háagerði.
Erindinu fylgir bréf hönnuðar dags. 7. maí 2008, þinglýstur eignaskiptasamningur dags. 2. febrúar 1961 og tengiskýrsla frá RR dags. 27. september 1961. Ennfremur þinglýstir kaupsamningar og afsöl dags. 18. október 1994, 28. október 1988, 24. febrúar 1992, 14. október 1993 og 1. september 1999 og íbúðarskoðun byggingarfulltrúa dags. 26. ágúst 2008.
Á teikningar er áritað samþykki meðlóðarhafa ódagsett.
Gjald kr. 7.300
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Afmörkun íbúðar er gerð með vísan til 15. gr. reglugerðar nr. 910/2000.
Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst til þess að samþykktin öðlist gildi.

14. Holtsgata 14 (01.134.314) 100363 Mál nr. BN039828
Ásgeir Alexandersson, Holtsgata 14, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að fjarlægja í risi innveggi við geymslur 0301 og 0305 í tvíbýlishúsi á lóð nr. 14 við Holtsgötu.
Gjald kr. 7.700
Synjað.
Með vísan til ákvæða gr. 81 í byggingarreglugerð nr. 441/1998

15. Hólmsland (08.2--.-99) 113490 Mál nr. BN039810
Orkuveita Reykjavíkur, Bæjarhálsi 1, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að rífa spennistöð, mhl. 46 á lóð við Hólmsland.
Stærð niðurrifs: Mhl. 46 2,0 ferm. Landnr. 113490, fastanúmer 205-7721.
Gjald kr. 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.

16. Höfðabakki 1 (04.070.001) 110677 Mál nr. BN039738
Guðmundur H Sigurðsson, Tunguvegur 17, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innréttingum í veitingasölu í fl. 1 (veitingar til meðtöku) á 1. hæð í húsi á lóð nr. 1 við Höfðabakka.
Meðfylgjandi er A - afrit af leyfisbréfi, sem er í gildi, dags. 28.6. 2005, B - bréf frá rekstraraðila dags. 22.4. 2009, C - staðfesting eiganda og nágranna um aðgengi og flóttaleið dags. 22.4. 2009, D - staðfesting um að ljós sé í lagi, dags 10.4. 2009
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

17. Kjalarvogur 17A (01.422.602) 178346 Mál nr. BN039809
Orkuveita Reykjavíkur, Bæjarhálsi 1, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að rífa spennistöð, mhl. 01 á lóð nr. 17a við Kjalarvog.
Stærð niðurrifs: Mhl. 01 stærð 13,8 ferm. landnr. 178346, fastanúmer 223-4143.
Gjald kr. 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.

18. Kvistaland 1-7 (01.863.301) 108806 Mál nr. BN039749
Svava Þorgerður Johansen, Bakkaflöt 8, 210 Garðabær
Björn K Sveinbjörnsson, Bakkaflöt 8, 210 Garðabær
Sótt er um leyfi til breytinga á nýsamþykktu erindi, BN038904, þar sem breytt er innra skipulagi og lóð einbýlishússins nr. 1 á lóð nr. 1-7 við Kvistaland.
Þar með fellur takmarkað byggingarleyfi BN039848 dags. 6. feb. 2009 úr gildi.
Gjald kr. 7.700 + 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

19. Köllunarklettsvegur * (01.328.401) 103874 Mál nr. BN039812
Orkuveita Reykjavíkur, Bæjarhálsi 1, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að rífa spennistöð, mhl. 16 á lóð við Köllunarklettsveg.
Stærð niðurrifs: Mhl.16 stærð 66,6 ferm. landnr. 103874, fastanúmer 222-8143.
Gjald kr. 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.

20. Laugavegur við nr. 90 (01.174.320) 101655 Mál nr. BN039811
Orkuveita Reykjavíkur, Bæjarhálsi 1, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að rífa spennistöð, mhl. 01 á lóð nr. 90 við Laugaveg.
Stærð niðurrifs: Mhl. 01 stærð 53,2 ferm. landnr. 101655, fastanúmer 200-5575.
Gjald kr. 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.

21. Lágmúli 9 (01.261.303) 103509 Mál nr. BN039807
Orkuveita Reykjavíkur, Bæjarhálsi 1, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að rífa spennistöð, mhl. 04 á lóð nr. 9
við Lágmúla.
Stærð niðurrifs: Mhl. 04 stærð 13,0 ferm. landnr. 103509, fastanúmer 201-2652.
Gjald kr. 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.

22. Reykjanesbr Öskjuhlíð * (01.76-.-99) 107474 Mál nr. BN039808
Orkuveita Reykjavíkur, Bæjarhálsi 1, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að rífa spennistöð, mhl.18 á lóð við Reykjanesbr. Öskjuhlíð.
Stærð niðurrifs: Mhl.18 stærð 12,9 ferm. landnr. 107474, fastanúmer 221-7388.
Gjald kr. 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.

23. Silungakvísl 21 (04.212.705) 110790 Mál nr. BN039835
Bergþóra Njálsdóttir, Silungakvísl 21, 110 Reykjavík
Fróði Ólafsson, Silungakvísl 21, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja svalir með tröppum niður í garð og til að gera inngang í kjallara tvíbýlishússins á lóð nr. 21 við Silungakvísl.
Meðfylgjandi er samþykki meðeigenda.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Lagfæra skráningu.

24. Stýrimannastígur 4 (01.135.208) 100457 Mál nr. BN039685
Gunnar Gunnarsson, Stýrimannastígur 4, 101 Reykjavík
Valva Árnadóttir, Stýrimannastígur 4, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja við til austurs, kjallara úr steinsteypu, 1. hæð og ris úr trégrind klæddri með bárujárni og hækka þak um 70 cm á húsi á lóð nr. 4 við Stýrimannastíg.
Stækkun: xxx ferm. og xxx rúmm.
Gjald kr. 7.700 + XXX
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Að þeim uppfylltum verður málinu vísað til skipulagsstjóra til ákvörunar um grenndarkynningu.

25. Suðurgata Háskóli Ísl/Sæmundargata 2 (01.60-.-99) 106638 Mál nr. BN039827
Háskóli Íslands, Suðurgötu, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að gera endurbætur á fyrirkomulagi bílastæða og garðsvæða, sem felur í sér að sérmerkja bílastæði fyrir fatlaða og koma fyrir pressugámi við Háskóla Íslands á lóð nr. 2 við Sæmundargötu.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.

26. Sunnuvegur 27 (01.386.206) 104945 Mál nr. BN039591
Andri Sveinsson, Bretland, Sótt er um leyfi til að hækka núverandi og bæta við nýjum veggjum á lóðarmörkum, færa anddyri innar í húsið, koma fyrir heitum potti og koma sorptunnum fyrir í geymslu í húsi á lóð nr. 27 við Sunnuveg.
Samþykki nágranna vegna lóðamarka fylgir dags. 25. mars 2009
Minnkun: 5,4 ferm., 13,8 rúmm.
Gjald kr. 7.700 + 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Þinglýsa skal yfirlýsingu um samruna eigna til þess að samþykktin öðlist gildi.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

27. Tunguháls 15 (04.327.102) 111055 Mál nr. BN039804
Kvarnir ehf, Lómasölum 3, 201 Kópavogur
Sótt er um leyfi til að setja upp auglýsingaskilti á borgarlandi á miðri eyju á milli götu og bílastæði nr. 13
við Tunguháls.
Bréf frá hönnuði og þrjár ljósmyndir fylgja ásamt umsögn framkvæmda- og eignasviðs dags. 4. maí 2009.
Gjald kr. 7.700
Synjað.
Með vísan til umsagnar framkvæmda- og eignasviðs dags. 4. maí 2009.

28. Túngata 26 (01.137.201) 100655 Mál nr. BN039003
Landspítali, Eiríksgötu 5, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að staðsetja 3.130 kg. súrefniskút norðan við aðalbyggingu á baklóð Landakotsspítala á lóð nr. 26 við Túngötu.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 24. október 2008 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 24. október 2008.
Gjald kr. 7.300
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

29. Veltusund 3B (01.140.420) 100860 Mál nr. BN039842
Balance ehf, Álagranda 27, 107 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta eldvarnarmerkingu á hurð í nýsamþykktu erindi BN039248 í húsi á lóð nr. 3B við Veltusund.
Gjald kr. 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

Ýmis mál

30. Vesturgata 21 (01.136.005) 100508 Mál nr. BN039843
Byggingarfulltrúi leggur til að fasteignir á lóðinni Vesturgata 21, (landnúmer 100508) verði sem hér segir:
Matshluti 01, fastanúmer 200-1615 og 200-1616 verði áfram tölusettur sem Vesturgata 21.
Matshluti 02, fastanúmer 226-6603 og 226-6604 verði Vesturgata 21A.
Matshluti 03, fastanúmer 200-1614 og 228-4506 verði Vesturgata 21C.
Matshluti 04, fastanúmer 200-1617, 228-4510, 228-4511 og 228-4512 verði Vesturgata 21B.
Eigendum voru tilkynnt fyrirhuguð áform með bréfi dags. 13. febrúar 2009 og rann athugasemdarfrestur út þann 15. mars. Engar athugasemdir bárust.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.

Fyrirspurnir

31. Bjarmaland 17-23 (01.854.102) 108775 Mál nr. BN039820
Magnús Arnarsson, Bjarmaland 19, 108 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að rífa núverandi bílgeymslu og byggja stærri við einbýlishúsið nr. 19 á lóð nr. 17-23 við Bjarmaland.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.

32. Brautarholt 29 (01.251.001) 103432 Mál nr. BN039818
Sjómannaheimilið Örkin, Brautarholti 29, 105 Reykjavík
Spurt er hvort skipta megi stáli út fyrir ál á þaki og þakköntum færeyska sjómannaheimilisins á lóð nr. 29 við Brautarholt. Ekki eru gerðar útlitsbreytingar.
Jákvætt.
33. Gnoðarvogur 64 (01.444.205) 105538 Mál nr. BN039817
Guðmundur Rúnar Þórisson, Gnoðarvogur 64, 104 Reykjavík
Halldóra Kristín Kristinsdóttir, Gnoðarvogur 64, 104 Reykjavík
Spurt er hvort leyfi fengist til að byggja sólpall við suðurhlið fjölbýlishúss á lóð nr. 64 við Gnoðarvog.
Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum enda liggi fyrir samþykki meðeigenda.

34. Gufunes Áburðarverksm (02.220.001) 108955 Mál nr. BN039823
Kornsalan ehf, Brautarholti 10, 116 Reykjavík
Spurt er hvort leyfi fengist til að nýta skemmu með landnúmeri 108955 sem geymslu fyrir ósekkjaða kornvöru sem er fóðurbætir á lóð Áburðarverksmiðjunnar í Gufunesi.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar Heilbrigðiseftirlits.

35. Háteigsvegur 1 (01.244.203) 103187 Mál nr. BN039813
Háteigsvegur 1 ehf, Brekkutanga 1, 270 Mosfellsbær
Spurt er hvort leyfi fengist fyrir stækkun til að koma fyrir hótelrekstri í atvinnuhúsinu á lóð nr. 1 við Háteigsveg.
Bréf frá Háteigsvegi 1 ehf dags. 22. apríl 2009 og bréf frá arkitekt dags. 14. feb. 2009
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.

36. Holtsg.1-3,Bræðrab.30 (01.134.609) 205011 Mál nr. BN039747
Páll Þórhallsson, Bræðraborgarstígur 30, 101 Reykjavík
Þórdís Kjartansdóttir, Bræðraborgarstígur 30, 101 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að byggja yfir svalir á suðvestur- og norðausturhlið og til að nýta þak sem svalir á 4. hæð fjölbýlishússins á lóð nr. 1-3 við Holtsgötu og 30 við Bræðraborgarstíg.
Erindi fylgir samþykki lóðarhafa dagsett í september 2008, þrjár ljósmyndir og eignaskiptayfirlýsing dags. 12. febrúar 2007.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.

37. Laugavegur 21 - Klapp (01.171.108) 101374 Mál nr. BN039830
Íslenzka Kaupfélagið ehf, Sólvallagötu 48B, 101 Reykjavík
Valný Aðalsteinsdóttir, Kóngsbakki 6, 109 Reykjavík
Spurt er hvot leyfi fengist til að staðsetja 6 ferm. pylsuvagn á hjólum á lóð nr. 21 við Laugaveg.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.

38. Logafold 77 (02.875.707) 110411 Mál nr. BN039833
Margrét Þóra Baldursdóttir, Logafold 77, 112 Reykjavík
Spurt er hvernig skipta eigi upp lóð þar sem samþykkt hefur verið aukaíbúð í húsi á einbýlishúsalóð.
Ekki kemur til greina að skipta lóðinni í tvær sjálfstæðar lóðir. Hægt er í eignaskiptayfirlýsingu að ákveða sérnotafleti hvers eignahluta um sig enda sé um það fullt samkomulag eigenda sbr. ákvæði fjöleignarhúsalaga nr. 26/1994.

39. Sigluvogur 12 (01.414.115) 105110 Mál nr. BN039821
Hafþór Rúnar Gestsson, Sigluvogur 12, 104 Reykjavík
Spurt er hvort leyfi fengist til að setja svalir á suðurhlið fjölbýlishúss á lóð nr. 12 við Sigluvog.
Bréf frá fyrirspyrjanda ódagsett fylgir fyrispurninni
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.

40. Vitastígur Iðnskóli (01.192.001) 102508 Mál nr. BN039824
Plúsarkitektar ehf, Laugavegi 59, 101 Reykjavík
Spurt er hvort samþykktar verði breytingar á innra skipulagi og komið fyrir lyftu í vesturenda Tækniskóla (Iðnskólans) á Skólavörðuholti.
Frestað.
Vísað til athugasemda á fyrirspurnarblaði.
Gera betur grein fyrir erindinu.

Fundi slitið kl. 11.45.

Magnús Sædal Svavarsson
Bjarni Þór Jónsson Sigrún Reynisdóttir
Þórður Búason Jón Hafberg Björnsson
Eva Geirsdóttir