Umhverfis- og skipulagsráð - og skipulagsráð

Umhverfis- og skipulagsráð

Skipulagsráð

Ár 2009, miðvikudaginn 29. apríl kl. 9.08, var haldinn 172. fundur skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12-14, 7. hæð. Ráðssal. Viðstaddir voru: Júlíus Vífill Ingvarsson, Ragnar Sær Ragnarsson, Guðlaugur G Sverrisson, Stefán Þór Björnsson, Stefán Benediktsson, Björk Vilhelmsdóttir og áheyrnarfulltrúinn Magnús Skúlason. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Magnús Sædal Svavarsson, Ágúst Jónsson og Marta Grettisdóttir. Auk þess gerðu eftirtaldir embættismenn grein fyrir einstökum málum:, Bragi Bergsson, Margrét Þormar, Örn Þór Halldórsson, Björn Axelsson og Haraldur Sigurðsson.
Fundarritari var Harri Ormarsson.

Þetta gerðist:

(A) Skipulagsmál

1. Afgreiðslufundir skipulagsstjóra Reykjavíkur, fundargerð Mál nr. SN010070
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar skipulagsstjóra Reykjavíkur frá 24 apríl 2009.

2. Túngötureitur, deiliskipulag, staðgreinireitur 1.137.4(01.137.4) Mál nr. SN080622
Lögð fram tillaga skipulags- og byggingarsviðs Reykjavíkur dags. 19 mars 2009 að deiliskipulagi Túngötureits. Reiturinn afmarkast af Túngötu, Bræðraborgarstíg Hávallagötu og Hofsvallagötu. Einnig er lögð fram forsögn skipulagsstjóra dags. í desember 2007 og athugasemdir úr forkynningu sem stóð yfir frá 17. des. 2007 til 8. janúar 2008 frá Áshildi Haraldsdóttur, Túngötu 44, Guðrúnu Bjarnadóttur og Ingólfi Hannessyni Hávallagötu 36, Geir Svanssyni Bræðraborgarstíg 23a, Irmu Erlingsdóttur Bræðraborgarstíg 23a, Eddu Einarsdóttur Hávallagötu 48, Haraldi Ólafssyni Hávallagötu 48, Arthur Bogasyni o.fl. Túngötu 40, Elísabetu Þórðardóttur og Einari Gunnarsyni Hávallagötu 34. Einnig er lögð fram orðsending borgarstjóra dags. 22. apríl 2008.

Svandís Svavarsdóttir tók sæti á fundinum kl. 09:15
Frestað.

(B) Byggingarmál

4. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð Mál nr. BN039736
Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð nr. 535 frá 28 apríl 2009.

5. Óðinsgata 24A, endurnýjun á byggingarleyfi BN031413(01.184.434)Mál nr. BN039535
Ólína Torfadóttir, Hafnarstræti 100, 600 Akureyri
Kristín Haralda Cecilsdóttir, Óðinsgata 24a, 101 Reykjavík
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 24. febrúar 2009 þar sem sótt er um endurnýjun á erindi BN031413 þar sem veitt var leyfi til að byggja kvisti á norður- og vesturþekju, byggja svalir að suðurhlið, breyta stiga milli annarrar hæðar og rishæðar, endurnýja útveggjaklæðningu og breyta eignamörkum íbúða hússins á lóðinni nr. 24A við Óðinsgötu. Erindið var grenndarkynning frá 5. mars til og með 2. apríl 2009. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir: Listasafn Hótel Holt og Hausta ehf. dags. 30. mars. Einnig lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 24. apríl 2009.
Frestað.

(D) Ýmis mál

6. Skipulagsráð, menningarmerkingar Mál nr. SN090152
Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík
Lagt fram bréf frá Menningar- og ferðamálasviðs dags. 16. apríl 2009 varðandi menningarmerkingar í Reykjavík.
Vísað til meðferðar skipulagsstjóra.

7. Skipulagsráð, tillaga., Glaðari gaflar / Gengið að göflunum Mál nr. SN090058
Á fundi skipulagsráðs 18. febrúar 2008 var lögð fram eftirfarandi tillaga skipulagsráðs; #GLSkipulagsráð samþykkir að fela skipulagsstjóra að undirbúa hugmyndaleit meðal almennings um leiðir og möguleika til að gæða gafla miðborgarinnar lífi. Slík hugmyndaleit felur í sér margskonar sóknarfæri og möguleika fyrir skapandi fólk, listamenn og arkitekta, unga og aldna, handverksfólk og iðnaðarmenn og gæti þannig orðið atvinnuskapandi. Um gæti verið að ræða gróður, myndlist eða nýja og óvænta efnisnotkun#GL.
Tillögunni var vísað til nánari meðferðar embættis skipulagsstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt forsögn að hugmyndaleit dags. 5. apríl 2009.
Frestað.

8. Úlfarsfell, skíðahús (02.6) Mál nr. SN060733
Skíðasamband Íslands, Glerárgötu 26, 600 Akureyri
Á fundi skipulagsstjóra 13. júlí 2007 var lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 19. júní 2007, varðandi samþykkt borgarráðs frá 14. s.m. að vísa umsókn formanns og stjórnarformanns Skíðasambands Íslands, dags. 11. júní 2007, um lóð í hlíðum Úlfarsfells til byggingar á skíðahúsi til skipulagsráðs.
Skipulagsráð vísar erindinu til forsagnarvinnu um miðsvæðið í Úlfarsárdal.

Guðlaugur G. Sverrisson vék af fundi kl.10:20

Fulltrúi Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs; Svandís Svavarsdóttur og fulltrúar Samfylkingarinnar Stefán Benediktsson, og Björk Vilhelmsdóttir sátu hjá við afgreiðslu málsins og óskuðu bókað: #GLFulltrúar Vinstri grænna og Samfylkingar hafa miklar efasemdir um að vísa erindinu til forsagnarvinnu við þau ytri skilyrði sem nú ríkja. Tímasetningin orkar verulega tvímælis og eru jafnframt settir fullir fyrirvarar við afstöðu til málsins á síðari stigum.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Júlíus Vífill Ingvarsson, Ragnar Sær Ragnarsson og fulltrúi framsóknarflokksins Stefán Þór Björnsson óskuðu bókað: Umsókn stjórnarformanns Skíðasambands Íslands, dags. 11. júní 2007, var vísað frá borgarráði til skipulagsráðs14. júlí sama ár. Þessu erindi hefur ekki enn verið svarað. Í byrjun þessa mánaðar var óskað eftir því að erindið fengið afgreiðslu. Ekki er tekin efnisleg afstaða til umsóknarinnar á þessum fundi skipulagsráðs en því er vísað inn í forsagnarvinnu um miðsvæði í Úlfarsárdal. Erindi Skíðasambandsins kemur aftur fyrir ráðið þegar það hefur fengið faglega umfjöllun og þá verður tekin efnisleg afstaða til þess.

9. Skipulagsráð, gerð skipulags í Reykjavík 1924-1966 Mál nr. SN090159
Gerð skipulags í Reykjavík 1924-1966
-nokkur sögubrot-
Haraldur Sigurðsson skipulagsfræðingur kynnti.


Fundi slitið kl. 11.15.

Júlíus Vífill Ingvarsson
Ragnar Sær Ragnarsson Stefán Þór Björnsson
Svandís Svavarsdóttir Stefán Benediktsson
Björk Vilhelmsdóttir


Afgreiðsla byggingarfulltrúa samkv. samþykkt nr. 161/2005

Árið 2009, þriðjudaginn 28. apríl kl. 10:28 fyrir hádegi hélt byggingarfulltrúinn í Reykjavík 535. fund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn í fundarherberginu 2. hæð Borgartúni 12-14. Þessi sátu fundinn: Magnús Sædal Svavarsson, Bjarni Þór Jónsson, Þórður Búason, Sigrún Reynisdóttir, Björn Kristleifsson, Jón Hafberg Björnsson og Karólína Gunnarsdóttir.
Fundarritari var Bjarni Þór Jónsson.

Þetta gerðist:


Nýjar/br. fasteignir

1. Aflagrandi 40 (01.522.301) 105979 Mál nr. BN039790
Þórður Sigurðsson, Boðagrandi 2, 107 Reykjavík
Ingunn Birna Magnúsdóttir, Boðagrandi 2, 107 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að endurbyggja og stækka sólskála úr áli og gleri á svölum íbúðar 12.02 í fjölbýlishúsi á lóð nr. 40 við Aflagranda.
Stærðir xx ferm., xx rúmm.
Gjald kr. 7.700 + xx
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

2. Almannadalur 17-23 (05.865.301) 208505 Mál nr. BN039637
Hestamannafélagið Fákur, Vatnsendav Víðivöllum, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir afmörkun á afnotarétti bílastæðaplans fyrir lóðir nr. 21 og 23 annars vegar og nr. 17 og 19 hins vegar við hesthús á lóð nr. 17-21 við Almannadal.
Bréf eigenda dags. 25. mars 2009 fylgir erindinu sem og samþykki eigenda.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 17. apríl 2009 fylgir erindinu.
Gjald kr. 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

3. Alþingisreitur (01.141.106) 100886 Mál nr. BN039779
Alþingi, Kirkjustræti, 150 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að flytja hús af sökkli sínum á lóð nr. 12 við Vonarstræti yfir á nýjan, hærri sökkul á fornleifauppgreftri við Kirkjustræti nr. 4, Mhl. 03, að endurbyggja Skjaldbreið á lóð nr. 8 við Kirkjustræti Mhl. 04, til að byggja steinsteypta nýbyggingu Mhl.07 á milli þessara tveggja húsa og tengja öll húsin ásamt Kirkjustræti 8B og 10 við þjónustubyggingu Alþingis á Alþingisreit.
Jafnframt er erindi BN039619 dregið til baka.
Erindi fylgir fyrirspurn BN039505 dags. 24. febrúar 2009, umsögn Minjasafns Reykjavíkur dags. 2. mars 2009, Húsafriðunarnefndar dags. 3. mars 2009 og skýrsla um brunavarnir dags. 6. janúar 2009.
Meðfylgjandi er Fornleifaverndar ríkisins dags. 14. apríl 2009, einnig ný umsögn Húsafriðunarnefndar dags. 26. mars 2009, einnig bréf hönnuða dags. 17. apríl 2009 og brunaskýrsla útgáfa 2 dags. 20. apríl 2009.
Stærðir nýbyggingar, Mhl. 07: Kjallari 381,5 ferm., 1. hæð 212 ferm., 2. hæð 287,1 ferm., 3. hæð 162,7 ferm.
Samtals 1.043,3 ferm., 3.844,8 rúmm.
Gjald kr: 7.700 + 296.050
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra vegna skipulagsákvæða.

4. Barmahlíð 54 (01.710.111) 107151 Mál nr. BN039787
Ómar R. Valdimarsson, Barmahlíð 54, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að saga úr svalahandriði, byggja timburstiga af svölum niður í garð, til að útbúa hlið milli bílskúrs og húss og til að útbúa sólpall í garðinum við fjölbýlishúsið á lóð nr. 54 við Barmahlíð.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

5. Barónsstígur 27 (01.174.325) 101660 Mál nr. BN039377
Skapa & Skerpa arkitektar ehf, Barónsstíg 27, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta verslunarrými 1. hæðar í íbúð með geymslu í kjallara í húsi á lóð nr. 27 við Barónsstíg.
Samþykki meðeigenda dags. 8. mars 2009.
Gjald kr. 7.700 + 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

6. Bergstaðastræti 37 (01.184.407) 102068 Mál nr. BN039795
Geirlaug Þorvaldsdóttir, Stigahlíð 80, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta brunavörnum og innihurðum í hótelbyggingu á lóð nr. 37 við Bergstaðarstræti.
Bréf frá hönnuði dags 21.maí 2009 fylgir.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

7. Bergstaðastræti 66 (01.197.004) 102692 Mál nr. BN039630
Þórður Víkingur Friðgeirsson, Bergstaðastræti 66, 101 Reykjavík
Sótt er um endurnýjun á byggingarleyfi nr. BN035398 dags. 20. feb. 2007, sem felst í að hækka þak á vesturhluta 1. hæðar, byggja kvist á norðaustur- og suðvesturþekju, rífa núverandi skúr á baklóð, byggja viðbyggingu við kjallara á vestari hluta baklóðar og pall að kjallara og 1. hæð suðvesturhliðar einbýlishússins á lóð nr. 66 við Bergstaðastræti.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 24. apríl 2009 fylgir erindinu.
Stærð: Niðurrif ósamþykktrar skúrbyggingar 30,5 ferm.
Samtals stækkun 58,3 ferm., 127,7 rúmm.
Gjald kr. 7.700 + 9.833
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997. .
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

8. Bíldshöfði 20 (04.065.101) 110673 Mál nr. BN039772
Bíldshöfði ehf, Bíldshöfða 20, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að innrétta apótek, gleraugnaverslun og stækka matvöruverslun á 1. hæð í atvinnuhúsnæði á lóð nr. 20 við Bíldshöfða.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

9. Borgartún 26* (01.230.002) 102911 Mál nr. BN039792
Orkuveita Reykjavíkur, Bæjarhálsi 1, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að rífa spennistöð, Mhl. 01 á lóð nr. 26* við Borgartún.
Stærð niðurrifs: Mhl. 01 39,9 ferm. Landnr. 102911, fastanúrmer 201-0017.
Gjald kr. 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.

10. Bólstaðarhlíð 3 (01.270.209) 103586 Mál nr. BN039793
Orkuveita Reykjavíkur, Bæjarhálsi 1, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að rífa spennistöð, Mhl. 01 á lóð nr.3 við Bólstaðarhlíð.
Stærð niðurrifs: Mhl. 01 12,4 ferm. Landnr. 103586, fastanúrmer 201-3019.
Gjald kr. 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.

11. Búðavað 5-7 (04.791.802) 209904 Mál nr. BN039777
Valgerður Hrund Skúladóttir, Breiðavík 24, 112 Reykjavík
Sótt er um útgáfu á aðskildu byggingarleyfi vegna byggingarstjóraskipta fyrir parhúsið nr. 7 á lóð nr. 5-7 við Búðavað.
Gjald kr. 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Vegna byggingastjóraskipta skal umsækjandi óska fokheldis- og stöðuúttektar áður en byggingastjóraskipti fara fram þ.e. skráning nýs byggingarstjóra.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

12. Bæjarflöt 15 (02.576.203) 179498 Mál nr. BN039766
Spöng ehf, Bæjarflöt 15, 112 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta klæðningu á aðalhúsi úr trapizulaga í báruformaða málmklæðningu, setja harðviðarklæðningu í stað forveðraðs kopars á hornbyggingu og breyta póstasetningu og opnalegum fögum í húsi á lóð nr.15 við Bæjarflöt. Sjá byggingaleyfi BN020930.
Samþykki meðeigenda fylgir dags. 2. mars 2009.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda eldvarnaeftirlits.

13. Elliðavatnsland Jaðar (08.1--.-75) 113465 Mál nr. BN039791
Orkuveita Reykjavíkur, Bæjarhálsi 1, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að rífa geymslur, Mhl. 04 og 05 á Elliðavatnslandi við Jaðar.
Stærð niðurrifs: Mhl. 04 15,0 ferm. Mhl. 05 20,0 ferm. Landnr. 113465, fastanúrmer 205-7637.
Gjald kr. 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.

14. Engjateigur 11 (01.367.301) 104712 Mál nr. BN039774
Húsfélagið Engjateigi 11, Engjateigi 11, 105 Reykjavík
Engjateigur 11 hf, Engjateigi 11, 105 Reykjavík
Kiwanisumdæmið á Íslandi, Engjateigi 11, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að fjölga bílastæðum um 19, þar af tveim fyrir fatlaða, á norðausturhorni lóðar nr. 11 við Engjateig.
Gjald kr. 7.700
Synjað.
Er ekki í samræmi við deiliskipulag og gengur þvert á markmið þess.

15. Faxaskjól 26 (01.532.112) 106189 Mál nr. BN039769
Þórunn Lárusdóttir, Faxaskjól 26, 107 Reykjavík
Snorri Petersen, Faxaskjól 26, 107 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að rífa núverandi bílskúr og byggja nýjan úr steinsteypu, byggja við íbúðarhús til norðurs og einnig til suðurs og byggja tvo nýja kvisti og útbúa íbúð í kjallara einbýlishúss á lóð nr. 26 við Faxaskjól.
Bílskúr: Niðurrif, xx ferm., xx rúmm. Nýbygging xx ferm., xx rúmm.
Viðbygging: xx ferm., xx rúmm.
Gjald kr. 7.700 + xxx
Frestað.
Ekki í samræmi við byggingarreglugerð að gera nýja íbúð í kjallara.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.

16. Furugerði 1 (01.807.001) 107807 Mál nr. BN039800
Félagsbústaðir hf, Hallveigarstíg 1, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta gluggum á 9. hæð, salernum og eldhúsum íbúða 0901, 0902,0905, 0906 og aðgengi að sorprennum sbr. nýsamþykkt erindi BN039414 dags. 20.1. 2009, í fjölbýlishúsi á lóð nr. 1 við Furugerði.
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

17. Grandagarður 2 (01.115.301) 100058 Mál nr. BN039762
Hugmyndalist ehf, Grandagarði 2, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að opna frumkvöðlasetur með fyrirlestra- og sýningarsal og koma fyrir snyrtiaðstöðu í atvinnuhúsi á lóð nr. 2 við Grandagarð.
Bréf frá Verkefnistjóra Hugmyndahúss Háskólanna dags. 14. apríl 2009 fylgir erindinu og einnig bréf frá Ingunni Wernersdóttur dags. 15. apríl 2009.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

18. Grjótháls 7-11 (04.304.001) 111019 Mál nr. BN039652
G-7 ehf, Grjóthálsi 7-11, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir minni háttar breytingum á erindi BN037405, dags. 18. desember 2007 og til að reisa tveggja metra háa girðingu á lóðamörkum við atvinnuhúsið á lóð nr. 7-11 við Grjótháls.
Meðfylgjandi er bréf hönnuðar dags. 25.3. 2009 sem útskýrir stækkun. Meðfylgjandi er einnig bréf Umhverfis- og samgöngusviðs dags. 15. apríl 2009. Sömuleiðis bréf hönnuðar dags. 22. apríl 2009 varðandi girðingu á lóðamörkum.
Stækkun: 55,3 ferm., 6.739 rúmm.
Gjald kr. 7.700 + 7.700 + 518.903
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Umsækjandi taki fullt tillit til þeirra atriða er fram koma í bréfi Umhverfis- og samgöngusviðs frá 15. apríl 2009.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

19. Hábær 35 (04.353.103) 111244 Mál nr. BN039789
Tryggvi Jóhannsson, Hábær 35, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja úr timbri og stáli við 1. hæð núverandi einhýlishúss á lóð nr. 35 við Hábæ.
Stækkun: xxx ferm. xxx rúmm.
Gjald kr. 7.700
Synjað.
Er ekki í samræmi við deiliskipulag meðal annars er byggingarmagn of mikið.

20. Háteigsvegur 54A (01.270.010) 103553 Mál nr. BN039794
Orkuveita Reykjavíkur, Bæjarhálsi 1, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að rífa spennistöð, Mhl. 01 á lóð nr. 54A við Háteigsveg.
Stærð niðurrifs: Mhl. 01 12,0 ferm. Landnr. 103553, fastanúrmer 201-2840.
Gjald kr. 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.

21. Holtavegur 8-10 (01.408.101) 104960 Mál nr. BN039797
Landsafl ehf, Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta samþykktum eldvarnarkröfum á vegg milli verslana í atvinnuhúsinu á lóð nr. 10 við Holtaveg.
Gjald kr. 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

22. Holtavegur 8-10 (01.408.101) 104960 Mál nr. BN039798
Landsafl ehf, Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að setja upp sölubás og til að breyta innra skipulagi í verslunarhúsinu á lóð nr. 8-10 við Holtaveg.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

23. Hringbraut Landsp. (01.198.901) 102752 Mál nr. BN039562
Landspítali, Eiríksgötu 5, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja við úr steinsteypu og setja þar nýtt eldhús/sölubúð, fjarlægja núverandi eldhús/sölubúð og koma þar fyrir setustofu í barnaspítala á lóð Landspítalans við Hringbraut. Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 6. mars 2009 fylgir erindinu.
Bréf frá brunahönnuði hússins dags. 21.apríl 2009.
Stækkun: 18,2 ferm og 82,1 rúmm.
Gjald kr. 7.700 + 7.700 + 6322
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

24. Kringlan 4-12 (01.721.001) 107287 Mál nr. BN039796
Landic Ísland ehf, Kringlunni 4-12, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að sameina einingar S-375 og S-377 undir númeri S-375, bæta starfsmannaðstöðu og koma fyrir lager, á 3. hæð verslunarhússins Kringlunnar á lóð nr. 4-12 við Kringluna
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda eldvarnaeftirlits.

25. Kvistaland 1 (01.863.301) 108806 Mál nr. BN039749
Svava Þorgerður Johansen, Bakkaflöt 8, 210 Garðabær
Björn K Sveinbjörnsson, Bakkaflöt 8, 210 Garðabær
Sótt er um leyfi til breytinga á nýsamþykktu erindi, BN039848, þar sem breytt er innra skipulagi og lóð einbýlishússins nr. 1 á lóð nr. 1-7 við Kvistaland.
Þar með fellur takmarkað byggingarleyfi BN039848 dags. 6. feb. 2009 úr gildi.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Lagfæra skráningu

26. Laufásvegur 68 (01.197.207) 102722 Mál nr. BN039427
Stefán Hilmar Hilmarsson, Laufásvegur 68, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta hæðarlegu í suðvesturhorni lóðar, færa heitan pott í garði og bæta gönguhurð á bílgeymslu einbýlishúss á lóð nr. 68 við Laufásveg.
Meðfylgjandi er umboð frá Vegvísi, Helga Hrafni Hilmarssyni til Stefáns Hilmars Hilmarssonar vegna umsóknar um byggingarleyfi. Útskrift úr gerðabók skipulagsstjóra frá 24. apríl 2009 fylgir erindinu.
Gjald kr. 7.700
Synjað.
Vantar samþykki lóðarhafa á Smáragötu 11.
Er ekki í samræmi við deiliskipulag þar sem byggt er út fyrir byggingareit.

27. Laugateigur 24 (01.364.306) 104636 Mál nr. BN039474
Laugateigur ehf, Rauðanesi 3, 311 Borgarnes
Símon Steingrímsson, Laugateigur 24, 105 Reykjavík
Adda Bára Sigfúsdóttir, Laugateigur 24, 105 Reykjavík
Sigfús Bjarnason, Svíþjóð, Sótt er um leyfi til að grafa frá kjallara að hluta, til að grafa ljósagryfjur og koma fyrir nýjum gluggum og hurðum á kjallara, til að breyta innra fyrirkomulagi og innrétta sem íbúð 1. hæð og kjallara verslunar- og íbúðarhússins nr. 24 við Laugateig.
Meðfylgjandi er samþykki meðeigenda dags. 3.2.2009.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 20. febrúar 2009 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagssstjóra dags. 20. febrúar 2009.
Stækkun: xx rúmm.
Gjald kr. 7.700 + xx
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

28. Laugavegur 141 (01.222.123) 102859 Mál nr. BN039763
Sverrir Guðmundsson, Laugavegur 141, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi íbúðar í kjallara í fjölbýlishúsi á lóð nr. 141 við Laugaveg.
Samþykki burðavirkishönnuðar dags. 14. apríl 2009.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

29. Laugavegur 42 (01.172.223) 101478 Mál nr. BN039782
Landic Ísland ehf, Kringlunni 4-12, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að innrétta veitinga- og kaffihús í flokki 2 á 1. hæð í húsi á lóð nr. 42 við Laugaveg.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.

30. Laugavegur 60 (01.173.115) 101532 Mál nr. BN039563
Pétur Heiðar Egilsson, Breiðvangur 2, 220 Hafnarfjörður
Rosita Yufan Zhang, Breiðvangur 2, 220 Hafnarfjörður
Sótt er um leyfi til að innrétta veitingastað í flokki 2 á 1. hæð í húsi á lóð nr. 60 við Laugaveg.
Meðfylgjandi samþykki meðeigenda dags. 24. feb. 2009
Gjald kr. 7.700 + 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

31. Miðstræti 4 (01.183.114) 101936 Mál nr. BN039799
Hrefna Tynes, Ítalía, Sótt er um leyfi til að byggja tvo kvisti á götuhlið, minnka kvist á garðhlið, koma fyrir tveimur þakgluggum og breyta innra fyrirkomulagi rishæðar fjölbýlishússins á lóð nr. 4 við Miðstræti.
Erindi fylgir umboð eiganda 1. hæðar dags. 11. apríl 2009, samkomulag eigenda Miðstrætis 4 dags. 18. apríl 2009 og samþykki meðeigenda áritað á uppdrætti.
Stækkun: 1,4 ferm., 2 rúmm.
Gjald kr. 7.700 + 154
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Málinu vísað til skipulagsstjóra til ákvörðunar um grenndarkynningu.
Vísað er til uppdrátta 101-104 dags. 8. apríl 2009.

32. Naustanes 125737 (00.058.000) 125737 Mál nr. BN039673
Þorbjörg Gígja, Naustanes, 116 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja við á tveimur stöðum, kjallara úr steinsteypu, hæð og ris úr timbri, ásamt því að skipta um glugga og klæða með borðaklæðningu húsið á jörðinni Naustanes land nr. 125737 á Kjalarnesi.
Erindinu fylgir fyrirspurn BN039604 sem fékk jákvæða umfjöllun 17. mars 2009 og bréf frá hönnuði dags 19. mars 2009
Stækkun: 163,2 ferm og 595,1rúmm.
Gjald kr. 7.700 + 45.823
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

33. Naustanes 125737 (00.058.000) 125737 Mál nr. BN039819
Þorbjörg Gígja, Naustanes, 116 Reykjavík
Sótt er um takmarkað byggingarleyfi vegna jarðvinnu og aðstöðugerð á lóðinni Naustanes Kjalarnesi landnr. 125737.Sótt er um takmarkað byggingarleyfi vegna jarðvinnu og aðstöðugerð á lóðinni Naustanes Kjalarnesi landnr. 125737.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Samþykktin fellur úr gildi við útgáfu á takmörkuðu byggingarleyfi. Vegna útgáfu á takmörkuðu byggingarleyfi skal umsækjandi hafa samband við yfirverkfræðing embættis byggingarfulltrúa.

34. Prestastígur 6-8 (04.133.301) 190771 Mál nr. BN039806
Búmenn hsf, Kletthálsi 1, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja létt þak yfir efstu svalir og koma fyrir glerlokun á öllum svölum fjölbýlishússins nr. 8 á lóð nr. 6-8 við Prestastíg.
Svalalokanir (16) samtals: 169,6 ferm., 467,2 rúmm.
Gjald kr. 7.700 + 35.974
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

35. Seiðakvísl 43 (04.215.411) 110839 Mál nr. BN039784
Jón Þórarinn Sverrisson, Seiðakvísl 43, 110 Reykjavík
Sigrún Skúladóttir, Seiðakvísl 43, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi að byggja garðskúr úr timbri í norðvesturhorni einbýlishússlóðar nr. 43 við Seiðakvísl.
Samþykki eigenda Seiðakvíslar 39 og 41 fylgir ásamt tölvupósti frá Sigrúnu Skúladóttur dags. 8. sept. 2008.
Stærð: 5 ferm og 10,7 rúmm.
Gjald kr. 7.700 + 824
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.

36. Skipholt 19 (01.242.213) 103039 Mál nr. BN039803
RT veitingar ehf, Skipholti 19, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að setja upp borð og stóla fyrir útiveitingar í tengslum við núverandi veitingastað á lóð nr. 19 við Skipholt.
Málinu fylgir bréf Framkvæmda- og eignasviðs dags. 6. apríl 2009.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

37. Skógarvegur 6A (01.794.102) 213560 Mál nr. BN039767
Orkuveita Reykjavíkur, Bæjarhálsi 1, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja dreifistöð úr steinsteypu og einangrað að innan, þakplata er steinsteypt á lóð nr. 6A við Skógarveg.
Stærð: 32,9 ferm. og 135,5 rúmm.
Gjald kr. 7.700 + 10.433
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

38. Smáragata 13 (01.197.209) 102724 Mál nr. BN039805
Stefán Einar Matthíasson, Smáragata 13, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að rífa bílskúr og byggja nýjan, og til að byggja steinsteypta viðbyggingu við einbýlishúsið á lóð nr. 13 við Smáragötu.
Jafnframt er erindi BN038585 dregið til baka.
Stærðir: Niðurrif: 22,8 ferm., 79,8 rúmm.
Nýr bílskúr: 72 ferm., 255,6 rúmm.
Viðbygging: 26,3 ferm. 81,5 rúmm.
Stækkun alls: 98,3 ferm., 337,1rúmm.
Gjald kr. 7.700 + 25.957
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

39. Smárarimi 52 (02.526.303) 109368 Mál nr. BN039783
Jón Geir Eysteinsson, Smárarimi 52, 112 Reykjavík
Ásta Jensdóttir, Smárarimi 52, 112 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að stækka innbyggðan bílskúr á 2. hæð úr steinsteypu ásamt tilheyrandi breytingum á 1. hæð sbr. fyrirspurn BN036823, sem fékk jákvæða umfjöllun 18. sept. 2007, í tvíbýlishúsi á lóð nr. 52 við Smárarima.
Samþykki meðeiganda fylgir á teikningu.
Stækkun xxx ferm., xx rúmm.
Gjald kr. 7.700 + xxx
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.

40. Súðarvogur 36 (01.454.401) 105639 Mál nr. BN039532
Sólrún Jónsdóttir, Súðarvogur 36, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja sólskála yfir hluta svala og til að breyta gluggum á austurhlið íbúðar í atvinnuhúsinu á lóð nr. 36 við Súðarvog.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 3. apríl 2009 fylgir erindinu. Erindið var grenndarkynnt frá 5. mars til og með 2. apríl 2009. Engar athugasemdir bárust.
Samþykki meðlóðarhafa og lóðarhafa aðliggjandi lóða dags. 20. október 2008 og 15. apríl 2009 fylgir.
Stækkun: 13,8 ferm., 45,8 rúmm.
Gjald kr. 7.700 + 3.527
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997. Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst fyrir útgáfu á byggingarleyfi.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

41. Tunguháls 15 (04.327.102) 111055 Mál nr. BN039804
Kvarnir ehf, Lómasölum 3, 201 Kópavogur
Sótt er um leyfi til að setja upp auglýsingaskilti á borgarlandi á miðri eyju á milli götu og bílastæði nr. 13
við Tunguháls.
Bréf frá hönnuði og 3 st. ljósmyndir fylgja.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skrifstofu gatna- og eignaumsýslu.

42. Vagnhöfði 27 (04.063.203) 110642 Mál nr. BN039713
Lýsing hf, Ármúla 3, 108 Reykjavík
Sótt er um leyf til að byggja staðsteypta viðbyggingu við suðurgafl atvinnuhússins á lóð nr. 27 við Vagnhöfða.
Stækkun: 351,8 ferm og 1590,1rúmm.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 17. apríl 2009 fylgir erindinu.
Bréf frá hönnuði dags. 9. apríl 2009 og 22.apríl 2009
Gjald kr. 7.700 + 7.700 + 124.438
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Sýna niðurstöðu vegna þeirra atriða er komu fram á fundi, sbr. bréf hönnuðar frá 22. apríl 2009.

43. Vitastígur 18 (01.190.214) 102417 Mál nr. BN039785
Kathleen Chue-Ling Cheong, Vitastígur 18, 101 Reykjavík
Kristján Ingi Sveinsson, Vitastígur 18, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að stækka, bæta við hæð og risi úr timbri og útbúa tvær íbúðir í húsi á lóð nr. 18 við Vitastíg.
Ódagsett bréf frá Verkfræðiþjónustunni fylgir með.
Fyrirspurn BN036205 varðandi niðurrif fékk jákvæða umfjöllun 3. júlí 2007 og önnur BN037801 varðandi stækkun sem fékk neikvæða umfjöllun 11. mars 2008 fylgja.
Stækkun: xxx ferm og xxx rúmm.
Gjald kr. 7.700 + xxx
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.

Fyrirspurnir

44. Bolholt 6-8 (01.251.203) 103441 Mál nr. BN039775
Guðmundur Kristján Unnsteinsson, Rauðás 16, 110 Reykjavík
Spurt er hvort leyfi fengist til að breyta þakhæð í íbúðarhótel í atvinnuhúsi á lóð nr. 6 við Bolholt.
Neikvætt.
Með vísan til afstöðu eldvarnareftirlits sem fram kemur á fyrirspurnarblaði.
Ekki hefur heldur verið sýnt fram á samþykki meðeigenda.

45. Dofraborgir 3 (02.344.802) 173229 Mál nr. BN039778
Rakel Ólafsdóttir, Dofraborgir 3, 112 Reykjavík
Spurt er hvort leyfi fengist til að byggja sólskála við suðurhlið einbýlishúss á lóð nr. 3 við Dofraborgir.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.

46. Framnesvegur 22A (01.133.236) 100265 Mál nr. BN039781
Steinunn J Kristjánsdóttir, Framnesvegur 22a, 101 Reykjavík
Spurt er hvort deiliskipulag sem samþykkt var fyrir Famnesreit 1.133.2 þann 3. mars 2005 sé enn í gildi fyrir lóð nr. 22a við Framnesveg.
Já.

47. Gnoðarvogur 62 (01.444.204) 105537 Mál nr. BN039788
Guðmundur Þórisson, Gnoðarvogur 62, 104 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að byggja við efstu hæð til norðurs og til að byggja sólskála yfir svalir á suðurhlið fjölbýlishússins á lóð nr. 62 við Gnoðarvog.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.

48. Klapparstígur 17 (01.152.402) 101048 Mál nr. BN039816
Hafsteinn Gunnar Hafsteinsson, Kjartansgata 10, 105 Reykjavík
Spurt er nánar út í bílastæðakröfu vegna endurbyggingar fjölbýlishússins á lóð nr. 17 við Klapparstíg.
Á Klapparstíg 17 voru samþykktar tvær íbúðir. Gera verður ráð fyrir að þeim hafi fylgt tvö bílastæði í götukassa. Þar sem ekki er gerð grein fyrir fjölda bílastæða í deiliskipulagi gilda ákv. 64. gr. byggingarreglugerðar nr. 441/1998.

49. Lambhagavegur 23 (02.684.101) 189563 Mál nr. BN039802
Hafberg Þórisson, Vesturlbr Lambhagi, 113 Reykjavík
Spurt er hvort leyfi fengist til að setja upp bráðabirgða, gróðurhús úr plastklæddri stálgrind á steyptum sökklum, stærð 32 x 44 m að grunnfleti á lóð nr. 23 við Lambhagavegi
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.

50. Laugavegur 46A (01.173.103) 101520 Mál nr. BN035446
Guðni Stefánsson, Laugavegur 46a, 101 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að stækka 1. hæð, stækka kvisti, stækka útihús og byggja flóttasvalir á hús á lóð nr. 46A við Laugaveg.
Erindi fylgir umsögn Húsafriðunarnefndar dags. 14. júní 2007 og umsögn Minjasafns Reykjavíkur ódagsett.
Framlögð gögn ófullnægjandi. Ekki er hægt að taka afstöðu til erindis á grundvelli þeirra.

51. Melsel 1-9 (04.961.402) 113086 Mál nr. BN039764
Einar Júlíusson, Melsel 5, 109 Reykjavík
Spurt er hvort leyfi fáist fyrir þegar byggðu gróðurskýli við raðhús nr. 5 á lóð nr. 1-9 við Melsel.
Frestað.
Ekki er hægt að taka afstöðu til fyrirspurnarinnar á grundvelli framlagðra gagna. Sjá ennfremur athugasemdir á fyrirspurnarblaði.

52. Súðarvogur 7 (01.453.002) 105615 Mál nr. BN039768
Nasi ehf, Súðarvogi 7, 104 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að byggja tvær hæðir ofan á framhús (Mhl. 02) og innrétta 21 íbúð á 3. 4. og 5. hæð atvinnuhússins á lóð nr. 7 við Súðarvog.
Einnig er gerð grein fyrir fyrirkomulagi á öðrum hæðum þar sem einnig eru nokkrar íbúðir.
Erindi fylgir bréf umsækjanda dags. 7. apríl 2009
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.

53. Urðarstígur 12 (01.186.402) 102277 Mál nr. BN039801
Jósef Halldórsson, Urðarstígur 12, 101 Reykjavík
Sólveig Arnarsdóttir, Urðarstígur 12, 101 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að byggja við og hækka einbýlishúsið á lóð nr. 12 við Urðarstíg.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.

54. Vættaborgir 55-57 (02.343.201) 175913 Mál nr. BN039773
Guðný Eysteinsdóttir, Vættaborgir 57, 112 Reykjavík
Spurt er hvort leyfi fengist til að byggja sólstofu yfir hluta af svölum í parhúsi á lóð nr. 57 við Vættaborgir.
Nei
Samræmist ekki deiliskipulagi.


Fundi slitið kl. 12.37.

Magnús Sædal Svavarsson
Bjarni Þór Jónsson Þórður Ólafur Búason
Sigrún Reynisdóttir Björn Kristleifsson
Jón Hafberg Jónsson Karólína Gunnarsdóttir