Umhverfis- og skipulagsráð - og skipulagsráð

Umhverfis- og skipulagsráð

Skipulagsráð

Ár 2009, miðvikudaginn 22. apríl kl. 9.08, var haldinn 171. fundur skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð. Ráðssal. Viðstaddir voru: Júlíus Vífill Ingvarsson, Brynjar Fransson, Ragnar Sær Ragnarsson, Stefán Þór Björnsson, Sóley Tómasdóttir, Stefán Benediktsson, Björk Vilhelmsdóttir og áheyrnarfulltrúinn Magnús Skúlason. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Magnús Sædal Svavarsson, Ágúst Jónsson og Marta Grettisdóttir.Auk þess gerðu eftirtaldir embættismenn grein fyrir einstökum málum: Örn Þór Halldórsson, Margrét Leifsdóttir, Bragi Bergsson, Margrét Þormar, Lilja Grétarsdóttir og Björn Axelsson.
Fundarritari var Helga Björk Laxdal.

Þetta gerðist:

(A) Skipulagsmál

1. Afgreiðslufundir skipulagsstjóra Reykjavíkur, fundargerð Mál nr. SN010070
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar skipulagsstjóra Reykjavíkur frá 17. apríl 2009.

2. Viðarhöfði 2, breyting á deiliskipulagi (04.077.5) Mál nr. SN090147
Alda fasteignafélag ehf, Snorrabraut 29, 101 Reykjavík
Lagt fram erindi ALDA fasteignafélag ehf. dags. 17. apríl 2009 varðandi breytingu á deiliskipulagi Ártúnshöfða eystri. Í breytingunni felst að breyta nýtingu húsnæðisins að Viðarhöfða 2 í sambýli samkvæmt uppdrætti egg arkitekta dags. 15. apríl 2009.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu.
Vísað til borgarráðs.

3. Borgartúnsreitir- Norður, breyting á deiliskipulagi Mál nr. SN080568
Að lokinni hagsmunaaðilakynningu er lögð fram að nýju tillaga Hornsteina dags. ágúst 2008 að nýju deiliskipulagi Borgartúnsreits norður samkvæmt meðfylgjandi skýringarmyndum og uppdráttum dags. ágúst 2008. Einnig eru lagðar fram athugasemdir úr hagsmunaaðilakynningu. Einnig eru lagðir fram nýjir deiliskipulagsuppdrættir og skýringarmyndir dags. 17. mars 2009.
Kynnt.

4. Grandagarður/Geirsgata, breyting á deiliskipulagi vegna verbúða Mál nr. SN090096
Faxaflóahafnir sf, Tryggvagötu 17, 101 Reykjavík
Lögð fram umsókn Faxaflóahafna dags. 10. mars 2009 að breytingu á deiliskipulagi Slippasvæðis. Í breytingunni felst breytt notkun verbúða við Grandagarð og Geirsgötu, samkvæmt uppdrætti Björns Ólafs dags. 14. apríl 2009. Einnig lögð fram bókun hafnarstjórnar frá 12. september 2008.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu.
Vísað til borgarráðs.

5. Skólastræti 3b, breyting á deiliskipulagi (01.170.2) Mál nr. SN080754
Zeppelin ehf, Laugavegi 39, 101 Reykjavík
Á fundi skipulagsstjóra 19. desember 2008 var lögð fram umsókn Zeppelin arkitekta f.h. Óttars Yngvasonar, dags. 18. des. 2008, um breytingu á deiliskipulagi lóðar nr. 3b við Skólastræti vegna niðurrifs bakhúss og nýbyggingar skv. uppdrætti, dags. 16. des. 2008. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 18. desember 2008. Nú lagt fram erindi Zeppelín arkitekta dags. 23. febrúar 2009 ásamt uppdrætti dags. 5. mars 2009.
Synjað.
Ekki er fallist á að breyta gildandi deiliskipulagi.

6. Hestavað 5-7, breyting á deiliskipulagi (04.733.5) Mál nr. SN090142
NorBygg ehf, Hverfisgötu 46, 101 Reykjavík
Kristinn Ragnarsson,arkit ehf, Ármúla 1, 108 Reykjavík
Lagt fram erindi Norbygg ehf dags. 7. apríl 2009 varðandi breytingu á deiliskipulagi Norðlingaholts vegna lóðarinnar nr. 5-7 við Hestavað. Í breytingunni felst að íbúðum er fjölgað samkvæmt uppdrætti KR arkitekta dags. 13. mars 2009.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu.
Vísað til borgarráðs.

7. Urðarstígsreitir, (01.186) Mál nr. SN070727
tillaga að deiliskipulagi. Reitir 1.186.0 og 1.186.4
Lögð er fram tillaga Arkitekta Gunnars og Reynis sf. að deiliskipulagi Urðarstígsreita, reitir 1.186.0 og 1.186.4, dags. 26. mars 2009. Einnig er lögð fram forsögn skipulagsstjóra dags. í nóvember 2007 og athugasemdir við forkynningu frá Sigurði Áss Grétarssyni, Braga L. Haukssyni, Rúnari Ingimarssyni og Birnu Eggertsdóttur.
Samþykkt að kynna framlagða tillögu fyrir hagsmunaaðilum á reitnum.

8. Vallarstræti og suðurhluti Ingólfstorgs, (01.140.4) Mál nr. SN070721
breyting á deiliskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lögð fram tillaga Björns Ólafs ark., dags. 22. janúar 2008, breytt 7. mars 2008, að breytingu á deiliskipulagi Kvosarinnar vegna suðurhluta Ingólfstorgs, Vallarstrætis og lóðunum Thorvaldsensstræti 2, Vallarstræti 4 og Aðalstræti 7. Lagðar fram umsagnir Framkvæmdasviðs, dags. 21. janúar 2008, húsafriðunarnefndar, dags. 4. og 29. febrúar 2008, umhverfis- og samgönguráðs, dags. 14. febrúar og borgarminjavarðar dags. 27. júní 2008. Auglýsing stóð frá 30. apríl til og með 27. júní 2008. Athugasemdir bárust frá eftirfarandi aðilum: Ásgeir Valur Sigurðsson dags. 5. júní, Guðrún Sveinbjarnardóttir Skálholtsstíg 2, dags. 9. júní, Heimir Þorleifsson Skólabraut 14, mótt. 10. júní, Margrét Ragnarsdóttir Pósthússtræti 13, dags. 10. júní, Gestur Ólafsson f.h. Jóns Hermannssonar, dags. 9. júní, Gestur Ólafsson f.h. ýmissa eigenda við Ingólfstorg, dags. 9. júní, Jón Torfason dags 9. júní, Björgvin Jónsson hrl. fh. Stúdíó 4 ehf mótt. 9. júní, Þór Whitehead Barðastöðum 7, mótt. 10. júní, Sunna Ingólfsdóttir Brekkustíg 8, dags. 10. júní, Ingólfur Steinsson, dags. 10. júní, Ólafur Ólafsson, dags. 10. júní, Þórunn Valdimarsdóttir Bárugötu 5, dags. 10. júní, Björgvin Jónsson hrl. f.h. Stúdíó 4 ehf., dags. 8. júní, Árni Guðjónsson, dags. 10. júní, Edda Einarsdóttir Hávallagötu 48, dags. 11. júní, Eyjólfur Karlsson, dags. 11. júní, Gísli Ólafsson, dags. 10. júní, Þorlákur Jónsson, dags. 10. júní, Gunnar Ólason, dags. 10. júní, Helgi Þorláksson, dags. 10. júní, Norma MacCleave, dags. 10. júní, Bjargmundur Kjartansson, dags. 10. júní, Haraldur Haraldsson og Erna Ludvigsdóttir, dags. 10. júní, Kristján Karlsson, dags. 10. júní, Björn Hallgrímsson, dags. 11. júní, Sylvía Guðmundsdóttir, dags. 11. júní, Grímur Sigurðarson og Guðrún Helgadóttir, dags. 11. júní, Auður Guðjónsdóttir, mótt. 10. júní, 3 íbúar Aðalstræti 9, dags. 11. júní, Forum lögmenn f.h. eigenda fasteigna að Aðalstræti 6 og 8, dags. 11. júní, Grímur Sigurðsson, dags. 11. júní, Snorri Hilmarsson formaður Torfusamtakanna, dags. 11. júní, Þórður Magnússon, dags. 11. júní, Áshildur Haraldsdóttir dags. 11. júní, Guðný Jónsdóttir, dags. 11. júní, Davíð Sigurðarson, dags. 11. júní, María Jensen, dags. 11. júní, Guðríður Ragnarsdóttir, dags. 12. júní, Elísabet Gunnarsdóttir og Sighvatur Arnmundsson, dags. 12. júní, Guðrún Jónsdóttir, dags. 12. júní, Guðmundur Eyjólfsson, dags. 12. júní, Jórunn Helgadóttir, dags. 10. júní, Lena Hákonardóttir, dags. 14. og 10.júní, Katrín Theodórsdóttir, dags. 12. júní, Mjöll Thoroddsen og Jónína Valsdóttir, dags. 20. júní, Edda Níels, dags. 27. júní, Minjavernd, dags. 27. júní, Sunneva Hafsteinsdóttir og Halla Bogadóttir, dags. 27. júní 2008, Torfi Hjartarson dags. 27. júní. Eftir að frestur til athugasemda rann út barst athugasemd ásamt myndum frá Gísla H. Hreiðarssyni dags. 2. júlí 2008 og athugasemd frá Jóni Skafta Gestssyni dags. 14. júlí. Einnig er lögð fram umsögn Björns Ólafs arkitekts dags. 8 júlí 2008. Lagt fram bréf dags. 22. júlí frá eigendum að eignahlutum fasteignarinnar nr. 3 við Austurstræti þar sem er afturkallaðar athugasemdir sem senda voru í óleyfi fyrir þeirra hönd. Lögð fram ný tillaga Björns Ólafs arkitekts dags. 6. apríl 2009 að breytingu á deiliskipulagi Kvosarinnar vegna suðurhluta Ingólfstorgs, Vallarstrætis og lóðunum Thorvaldsensstræti 2, Vallarstræti 4 og Aðalstræti 7.
Frestað.
(B) Byggingarmál

9. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð Mál nr. BN039736
Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð nr. 534 frá 21. apríl 2009.

10. Hrefnugata 3, stækkun rishæðar (01.247.207) Mál nr. BN039168
Fjalar Kristjánsson, Öldugata 24, 101 Reykjavík
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 24. febrúar 2009 þar sem sótt er um leyfi til að byggja bílskúr og rishæð ásamt breytingum inni á 2. hæð í fjölbýlishúsi á lóð nr. 3 við Hrefnugötu. Einnig er lagt fram bréf lóðarhafa Flókagötu 14 dags. 9. mars 2009, tölvubréf frá Ragnheiði Aradóttur, íbúa að Flókagötu 14 dags 9. mars og frá hönnuði/Teiknistofu Ingimundar Sveinssonar, dags. 19. mars ásamt viðbótargögnum. Erindið var grenndarkynnt frá 5. mars til og með 2. apríl 2009. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir: Ragnheiður Aradóttir og Kári Steinar Karlssoni, dags. 27. mars, Vilborg Ólafsdóttir, Jóhanna Ottesen, dags., 30. mars, Elísabet Ohl, dags. 2. apríl og Grétar Þór Gunnarsson, dags. 2. apríl 2009.
Kaupsamningur um byggingarrétt með lausnarskilyrði dags. 29. feb. 2008 fylgir málinu ásamt útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 28. nóvember 2008 og umsögn skipulagsstjóra dags. 27. nóvember 2008 fylgja erindinu. Stækkun: Bílskúr 39,7 ferm 90,9 rúmm. Rishæð 56,6 ferm. 151,4 rúmm. Samtals: 96,3 ferm. 242,3 rúmm. Gjöld kr. 7.300 + 7.700+17.688Einnig lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 16. apríl 2009.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst fyrir útgáfu á byggingarleyfi.
Komi til breytinga á gangstéttum og þvíumlíku skal sá kostnaður greiddur af umsækjanda.

11. Bústaðavegur 9, nýbygging smáhýsi (01.738.101) Mál nr. BN038174
Veðurstofa Íslands, Bústaðavegi 9, 150 Reykjavík
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 27. febrúar 2009 þar sem sótt er um leyfi fyrir smáhýsi úr timbri fyrir Geislavarnir ríkisins á lóð Veðurstofunnar nr. 9 við Bústaðaveg. Tillagan var grenndarkynnt frá 5. mars til og með 2. apríl 2009, framlengd til og með 6. apríl 2009 að beiðni DP lögmanna. Athugasemdir bárust frá: DP lögmönnum, f.h. eigenda að Stigahlíð 87 og 89, dags. 6. apríl 2009. Einnig lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 21. apríl 2009.
Samþykkt með vísan til umsagnar skipulagsstjóra
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

12. Lækjargata 7, bygging á baklóð (01.180.001) Mál nr. BN039626
Menntamálaráðuneyti, Sölvhólsgötu 4, 150 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja steinsteypt skólahús á allt að þremur hæðum með kjallara milli eldri húsa á lóð MR sem afmarkast af Lækjargötu, Amtmannsstíg, Bókhlöðustíg, lóð nr. 6 við Bókhlöðustíg og lóðum húsa nr. 12, 14 og 16 við Þingholtsstræti.
Erindi fylgir skýrsla um ferlimál dags. 6. febrúar 2009, brunnhönnun frá VSI dags. 3. mars 2009, bréf frá Húsafriðunarnefnd dags. 23. mars 2009, bréf arkitekts um niðurrif dags. 24. mars 2009 og bréf arkitekts dags. 23. mars 2009.
Stærðir: Kjallari 1368,9 ferm., 1. hæð 949,4 ferm., 2. hæð 559,1, 3. hæð 395,6 ferm.
Samtals: 3.268 ferm., 12.680,2 rúmm.
Gjöld kr. 7.700 + 976.375
Samþykkt. Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
Áskilin samþykki heilbrigðiseftirlits
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

Sóley Tómasdóttir sat hjá við afgreiðslu málsins

(C) Fyrirspurnir

13. Ingólfstorg, (fsp) breyting á hönnun (01.140) Mál nr. SN090045
Arkitektur.is ehf, Hverfisgötu 26, 101 Reykjavík
Lagðar fram ódagsettar skissur Arkitektur.is, að breytingum á hönnun Ingólfstorgs.
Kynnt.

(D) Ýmis mál

14. Hverfisgata, kynning (01.1) Mál nr. SN090151
Nemendur á fyrsta ári í arkitektúr í Listaháskóla Íslands kynna rannsóknarverkefni sitt um Hverfisgötu í Reykjavík.

15. Miðborg, þróunaráætlun, stofnun vinnuhóps (01.1) Mál nr. SN090149
Lögð fram tillaga skipulags- og byggingarsviðs að stofnun vinnuhóps um endurskoðun Þróunaráætlun Miðborgar.
Samþykkt.
Embætti skipulagsstjóra er falið að óska eftir tilnefningu fulltrúa í hópinn.

16. Suðurlandsvegur, tvöföldun, (05.8) Mál nr. SN080668
breyting á svæðisskipulagi höfðuborgarsvæðisins
Lögð fram orðsending frá skrifstofu borgarstjóra dags. 7. apríl 2009 ásamt samþykktri tillögu að breytingu á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins 2001-2024. Breytingin felur í sér að Suðurlandsvegur frá Norðlingaholti austur að mörkum svæðisskipulagssins við Ölfus verður skilgreindur sem #GLStofnbraut með mislægum gatnamótum#GL. Fyrirhugað er að Suðurlandsvegur verði byggður með tvær akreinar í hvora átt frá Reykjavík til Selfoss með mislægum gatnamótum samkvæmt uppdrætti dags. 21. október 2008. Einnig er lagt fram umhverfismat Verkfræðistofunnar Eflu dags. 20. október 2009.

17. Neshagi 14, kæra, stöðvunarkrafa, umsögn (01.186.6) Mál nr. SN090005
Úrskurðarnefnd skipul/byggmál, Skúlagötu 21, 101 Reykjavík
Lagt fram bréf Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála dags. 16. des. 2008 ásamt kæru vegna byggingarleyfis fyrir svalaskýli að Neshaga 14. Einnig lagt fram bréf úrskurðarnefndar dags. 17. apríl 2009 vegna stöðvunarkröfu og umsögn lögfræði- og stjórnsýslu dags. 20. apríl 2009.
Umsögn lögfræði og stjórnsýslu samþykkt.

18. Reykjavíkurflugvöllur, skipulagsreglur (01.6) Mál nr. SN090121
Flugstoðir ohf, Reykjavíkurflugvelli, 101 Reykjavík
Landslög ehf, Köllunarklettsvegi 2, 104 Reykjavík
Lagt fram bréf Flugstoða, mótt. 23. mars 2009, vegna tillagna að skipulagsreglum samgönguráðuneytisins fyrir Reykjavíkurflugvöll, samkvæmt uppdráttum Tark, dags. 3. mars 2009 ásamt greinargerð og skilmálum, dags. 9. febrúar 2009. Skipulagsreglur geyma m.a. fyrirmæli um skipulag innan flugvallarsvæðis, starfsheimildir og starfsemi þeirra aðila sem starfa innan flugvallarins og hindranafleti flugvallarins sem fela í sér hæðartakmarkanir á mannvirkjum eða gróðri innan og í nágrenni við flugvallarsvæðið. Einnig lögð fram umsögn skipulags- og byggingarsviðs dags. 6. apríl 2009.
Umsögn skipulags- og byggingarsviðs samþykkt

19. Bíldshöfði 9, breyting á deiliskipulagi (04.062.0) Mál nr. SN080756
Eyrarland ehf, Urriðakvísl 18, 110 Reykjavík
Einar V Tryggvason, Miðdalur, 270 Mosfellsbær
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 2. apríl 2009 um afgreiðslu borgarráðs s.d. vegna auglýsingar á breytingu á deiliskipulagi Ártúnshöfða, lóðin að Bíldshöfða 9.

20. Blikastaðavegur 2-8, (02.4) Mál nr. SN080674
breyting á deiliskipulagsskilmálum
Stekkjarbrekkur ehf, Smáratorgi 3, 201 Kópavogur
Arnar Hallsson, Kaplaskjólsvegur 65, 107 Reykjavík
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 2. apríl 2009 um afgreiðslu borgarráðs s.d. vegna auglýsingar á breytingu á deiliskipulagi Stekkjarbrekkna, lóðanna að Blikastaðavegi 2-8.

21. Grandagarður/Geirsgata, Mál nr. SN090056
Aðalskipulag Reykjavíkur 2001-2024, breyting
Faxaflóahafnir sf, Tryggvagötu 17, 101 Reykjavík
Teiknistofa ark Gylfi G/fél ehf, Skólavörðustíg 3, 101 Reykjavík
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 2. apríl 2009 um afgreiðslu borgarráðs s.d. vegna auglýsingar á breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur 2001-2024.

22. Kvos, Pósthússtrætisreitur, reitur 1.140.5, Mál nr. SN090117
breyting á deiliskipulagi
Framkvæmda- og eignasvið Reykja, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 2. apríl 2009 um afgreiðslu borgarráðs s.s. vegna auglýsingar á breytingu á deiliskipulagi Pósthússtrætisreits, lóðanna Austurstræti 20 og 22 ásamt Lækjargötu 2.

23. Miðborg, þróunaráætlun, (01.1) Mál nr. SN970068
breyting á aðalskipulagi Reykjavíkur
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 2. apríl 2009 um afgreiðslu borgarráðs s.d. vegna breytinga á Aðalskipulagi vegna þróunaráætlunar miðborgar.

24. Skálafell, breyting á deiliskipulagi Mál nr. SN080731
Íþrótta- og tómstundaráð Rvíkur, Bæjarhálsi 1, 110 Reykjavík
Lagt fram bréf borgarráðs dags. 2. apríl 2009 um samþykkt borgarráðs s.d. vegna breytinga á deiliskipulagi fyrir skíðasvæði í Skálafelli.

25. Túngata 26, breyting á deiliskipulag Landakotsreits Mál nr. SN090061
THG Arkitektar ehf, Faxafeni 9, 108 Reykjavík
*** Rétt kt. er 410290-1709, , 210 Garðabær
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 2. apríl 2009 um afgreiðslu borgarráðs s.d. vegna auglýsingar á breytingu á deiliskipulagi Landakotsreits, lóð Landakotsspítala að Túngötu 26.

26. Sundahöfn, Skarfabakki, (01.332) Mál nr. SN080667
svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins 2001-2024
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 2. apríl 2009 um afgreiðslu borgarráðs s.d. vegna breytinga á Svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins vegna Skarfabakka í Sundahöfn.

27. Sundahöfn, Skarfabakki, breyting á aðalskipulagi (01.332) Mál nr. SN080446
Lagt fram bréf borgarráðs dags. 2. apríl 2009 um samþykkt borgarráðs s.d. vegna breytinga á Aðalskipulagi Reykjavíkur fyrir Skarfabakka í Sundahöfn.

28. Víðidalur, Fákur, tillaga formanns skipulagsráðs.(04.76) Mál nr. SN080409
Landslag ehf, Skólavörðustíg 11, 101 Reykjavík
Lagt fram bréf Hestamannafélagsins Fáks dags. 22. apríl 2009.

Formaður skipulagsráðs, Júlíus Vífil Ingvarsson lagði fram eftirfarandi tillögu.:
#GLMikilvægt er að sátt ríki um skipulag og uppbyggingu í nágrenni Elliðaánna.
Árnar eru stórkostleg náttúruperla í miðri höfuðborg og að því leyti
einstakar á heimsvísu. Verndun lífríkis og náttúru eru forsendur alls
skipulags svæðis sem umlykur árnar Með tilliti til viðbragða og umræðu að
undanförnu hefur formaður skipulagsráðs, ásamt embættismönnum
skipulagssviðs, fundað með formanni Hestamannafélagsins Fáks,
framkvæmdastjóra og formanni Stangaveiðifélags Reykjavíkur og
veiðimálastjóra ásamt sérfræðingum Veiðimálastofnunar. Voru það opinskáir
og hreinskiptir fundir. Frumkvæði Hestamannafélagsins Fáks í framhaldi af
þessu er þakkarvert.
Lagt er til að bréfi Hestamannafélagsins Fáks verði vísað til
skipulagsstjóra og honum falið að gera tillögu að endurskoðuðu
deiliskipulagi Víðidalsins til að koma enn frekar til móts við þau
sjónarmið sem fram hafa komið frá hagsmunaaðilum og freista þess að ná
betri sátt um nýtingu svæðisins. #GL
Tillaga formanns skipulagsráðs samþykkt.
Vísað til meðferðar hjá embætti skipulagsstjóra.

Fundi slitið kl. 12.10.

Júlíus Vífill Ingvarsson
Brynjar Fransson Ragnar Sær Ragnarsson
Stefán Þór Björnsson Sóley Tómasdóttir
Stefán Benediktsson Björk Vilhelmsdóttir

Afgreiðsla byggingarfulltrúa samkv. samþykkt nr. 161/2005

Árið 2009, þriðjudaginn 21. apríl kl. 09:57 fyrir hádegi hélt byggingarfulltrúinn í Reykjavík 534. fund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn í fundarherberginu 2. hæð Borgartúni 12-14. Þessi sátu fundinn: Magnús Sædal Svavarsson, Bjarni Þór Jónsson, Þórður Búason, Sigrún Reynisdóttir, Björn Kristleifsson og Jón Hafberg Björnsson og Karólína Gunnarsdóttir.

Fundarritari var Bjarni Þór Jónsson.

Þetta gerðist:

Nýjar/br. fasteignir

1. Almannadalur 17-23 (05.865.301) 208505 Mál nr. BN039637
Hestamannafélagið Fákur, Vatnsendav Víðivöllum, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir afmörkun á afnotarétti bílastæðaplans fyrir lóðir nr. 21 og 23 annars vegar og nr. 17 og 19 hins vegar við hesthús á lóð nr. 17-21 við Almannadal.
Bréf eigenda dags. 25. mars 2009 fylgir erindinu.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 17. apríl 2009 fylgir erindinu.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vantar samþykki eins skráðs eiganda.

2. Almannadalur 9-15 (05.865.501) 209395 Mál nr. BN039689
Hestamannafélagið Fákur, Vatnsendav Víðivöllum, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að skipta hestagerði í einingar í samræmi við eignarstærðir við hesthús á lóð nr. 11 við Almannadal.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 17. apríl 2009 fylgir erindinu.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

3. Austurbrún 6 (01.381.102) 104774 Mál nr. BN039759
Félagsbústaðir hf, Hallveigarstíg 1, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að skrá fjölbýlishús úr einni eign yfir í 71 eigna fjöleignahús á lóð nr. 6 við Austurbrún.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Lagfæra skráningartöflu.

4. Álfab. 12-16/Þönglab. (04.603.503) 111722 Mál nr. BN039727
Gáski ehf, Bolholti 6, 105 Reykjavík
Aðalbakki sf, Staðarseli 6, 109 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi 2. hæðar í sjúkraþjálfunarmiðstöð í atvinnuhúsnæðinu á lóð nr. 1 við Þönglabakka.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

5. Álfab. 12-16/Þönglab. (04.603.503) 111722 Mál nr. BN039745
Bakarameistarinn ehf, Stigahlíð 45-47, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum á innra fyrirkomulagi í bakaríi sem felast meðal annars í að koma fyrir kaffiaðstöðu fyrir 62 manns inni sem og í yfirbyggðu svæði framan við aðstöðu bakarísins í einingu 0103 á 1. hæð í húsi á lóð nr. 12 við Álfabakka.
Bréf frá hönnuði dags. 30. mars 2009, bréf frá stjórn svæðisfélags í Mjódd dags, 31, mars 2009 og samþykki húsfélagsins Álfabakka 12 dags. 23. mars 2009.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

6. Álfheimar 29 (01.432.201) 105232 Mál nr. BN039757
Njörður Stefánsson, Álfheimar 29, 104 Reykjavík
Friðrik Guðjónsson, Lúxemborg, Erlendur Jónsson, Álfheimar 29, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir reyndarteikningum vegna gerðar eignaskiptasamnings fyrir fjölbýlishús á lóð nr. 29 við Álfheima.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

7. Ásgarður 18-24 (01.834.203) 108607 Mál nr. BN039585
Guðfríður G Jónsdóttir, Vogaland 14, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að stækka glugga á suðurhlið og til að breyta rými 0204 í mhl 03 þar sem nú er skráð hársnyrtistofa í íbúð í sambýlishúsinu nr. 22-24 á lóð nr. 18-24 við Ásgarð.
Erindi fylgir samþykki sumra meðeigenda
Gjald kr. 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst fyrir útgáfu á byggingarleyfi.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

8. Boðagrandi 9 (01.521.405) 105956 Mál nr. BN039731
Framkvæmda- og eignasvið Reykja, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi í nýsamþykktu erindi, BN038449 dags. 18. júní 2008, einnig til að minnka glugga og breyta litavali úr ljósum marmaramulningi í dökkan íslenskan fjörusalla á leikskólanum á lóð nr. 9 við Boðagranda.
Með erindinu fylgir mæli- og hæðarblað.
Gjald kr. 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

9. Borgartún 8-16 (14) (01.220.107) 199350 Mál nr. BN039533
Zafran ehf, Miðtúni 8, 105 Reykjavík
Höfðatorg ehf, Skúlagötu 63, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að innrétta matsölustað á 1. hæð í austurenda verslunar- og skrifstofuhúsnæðis nr. 12-14 á lóð nr. 8-16 við Borgartún.
Meðfylgjandi er samþykki eigenda dags. 13.mars 2009.
Bréf frá Efla um brunahönnun dags 26.mars 2009.
Gjald kr. 7.700 + 7.700+7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

10. Bræðraborgarstígur 3 (01.135.014) 100436 Mál nr. BN039750
HVH Verk ehf, Logafold 151, 112 Reykjavík
Gunnar Bergmann Stefánsson, Logafold 66, 112 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta kjallara og 1. hæð í gistiheimili í fjölbýlishúsi á lóð nr. 3 við Bræðraborgarstíg.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.

11. Dalaland 1-11 2-16 (01.850.201) 108757 Mál nr. BN039622
Gréta Jóakimsdóttir, Noregur, Sótt er um leyfi til að byggja svalaskýli við íbúð 0301 í fjölbýlishúsi á lóð nr. 3 við Dalaland.
Meðfylgjandi er samþykki flestra meðeigenda dags. feb. 2009
Stærðir 13,5 ferm., 36,5 rúmm.
Gjald kr. 7.700 + 7.700 + 2.811
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Er það í þriðja skiptið sem sömu athugasemdir eru gerðar.

12. Eyjarslóð 7 (01.110.504) 100022 Mál nr. BN039735
Vald ehf, Suðurgötu 10, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir þegar framkvæmdum breytingum innanhúss á 1. og 2. hæð í iðnaðarhúsi á lóð nr. 7 við Eyjarslóð.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

13. Fjölnisvegur 10 (01.196.306) 102673 Mál nr. BN039746
Grímur Alfreð Garðarsson, Fjölnisvegur 10, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að rífa bílskúr, byggja nýjan með tvöföldu bílskýli fyrir framan, til að breyta inngangi og byggja stigahús, byggja kvist og grafa frá og dýpka kjallara og innrétta herbergi í einbýlishúsinu á lóð nr. 10 við Fjölnisveg.
Stækkun mhl. 01 10 ferm., 260 rúmm. mhl. 02 63,4 ferm., 196,6 rúmm., Samtals 73,4 ferm., 464,6 rúmm.
Gjald kr. 7.700 + 35,774
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.

14. Gerðarbrunnur 16-18 (05.056.403) 206054 Mál nr. BN039786
Framkvæmda- og eignasvið Reykja, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík
Samkvæmt ósk Framkvæmda- og eignasviðs sbr. tölvupóst 21. apríl 2009 er byggingaleyfi BN037099 samþykkt 6. maí 2009 þar sem sótt var um leyfi til að byggja tvílyft parhús með innbyggðum bílgeymslum úr forsteyptum einingum á lóð nr. 16-18 við Gerðarbrunn fellt úr gildi.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.

15. Gnoðarvogur 44-46 (01.444.101) 105528 Mál nr. BN039436
Vogaver fasteignafélag ehf, Gnoðarvogi 44, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi kjallara og 1. hæðar matshluta 02 og stækka fiskbúð í verslunarhúsinu á lóð nr. 44 - 46 við Gnoðavog.
Gjald kr. 7.700 + 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

16. Grettisgata 70 (01.191.004) 102462 Mál nr. BN038857
Helga Ingadóttir, Grettisgata 70, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að setja létt handrið í stað steypts handriðs sbr. fyrirspurn BN038687 á svalir risíbúðar í húsi nr. 70 við Grettisgötu.
Meðfylgjandi er skriflegt samþykki flestra eigenda. Meðfylgjandi er bréf frá hönnuði dags. 22.9. 2008
Gjald kr. 7.300
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

17. Grjótháls 7-11 (04.304.001) 111019 Mál nr. BN039765
G-7 ehf, Grjóthálsi 7-11, 110 Reykjavík
Sótt er um endurnýjun á byggingarleyfi BN030325 dags. 31. maí 2005 er varðar að byggja tvö anddyri fyrir vörumóttöku úr stálgrind og yleiningum við norðurhlið húss Ölgerðar Egils Skallagrímssonar (matshluta 02) á lóð nr. 7-11 við Grjótháls,
Stærð: Anddyri 72,3 ferm., 340,8 rúmm.
Gjald kr. 7.700 + 26.242
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

18. Grjótháls 7-11 (04.304.001) 111019 Mál nr. BN039652
G-7 ehf, Grjóthálsi 7-11, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir minni háttar breytingum á erindi BN037405, dags. 18. desember 2007 og til að reisa tveggja metra háa girðingu á lóðamörkum við atvinnuhúsið á lóð nr. 7-11 við Grjótháls.
Meðfylgjandi er bréf hönnuðar dags. 25.3. 2009 sem útskýrir stækkun. Meðfylgjandi er einnig bréf Umhverfis- og samgöngusviðs dags. 15. apríl 2009.
Stækkun: 55,3 ferm., 6.739 rúmm.
Gjald kr. 7.700 + 518.903
Frestað.
Sýna skal á uppdráttum hvernig þau atriði sem tiltekin eru í umsögn Umhverfis- og samgöngusviðs eru leyst.

19. Grænlandsleið 9 (04.112.405) 187848 Mál nr. BN039282
Kolbeinn Björnsson, Grænlandsleið 9, 113 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja viðbyggingu úr timburgrind, útveggir einangraðir og klæddir hvítri álklæðningu á parhúsi á lóð nr. 9 við Grænlandsleið.
Samþykki lóðarhafa dags. 22. feb. 2009.
Stækkun: 39.5 ferm. og 130 rúmm.
Gjöld kr. 7.300 + 7.700 + 9.490
Frestað.
Lagfæra skráningu.

20. Gufunes Áburðarverksm (02.220.001) 108955 Mál nr. BN039758
Faxaflóahafnir sf, Tryggvagötu 17, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að koma fyrir mötuneytiseldhúsi ásamt búri og ræstikompu á 1. hæð í skrifstofubyggingu á lóð með staðgreini 2.220.001 í Gufunesi.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

21. Hafnarstræti 18 (01.140.303) 100837 Mál nr. BN039475
Sola Capital ehf, Suðurlandsbraut 6, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að staðsetja bar í austurhluta húss og breyta snyrtingum á karlasalerni í veitingahúsi á lóð nr. 18 við Hafnarstræti.
Gjald kr.7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

22. Hádegismóar 2 (04.412.301) 194768 Mál nr. BN039621
Klasi ehf, Bíldshöfða 9, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir reyndarteikningum sem fela í sér breytingar á bílastæðabókhaldi skrifstofuhúsnæðis nr. 4 á lóð nr. 2 við Hádegismóa.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 27. mars 2009 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 26. mars 2009.
Gjald kr. 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.

23. Hjallavegur 8 (01.353.110) 104228 Mál nr. BN039756
Hermann Þór Geirsson, Hjallavegur 8, 104 Reykjavík
Katla Einarsdóttir, Hjallavegur 8, 104 Reykjavík
Ólafur Gunnarsson, Hjallavegur 8, 104 Reykjavík
Sótt er um samþykki fyrir núverandi fyrirkomulagi, þar sem gerð er grein fyrir tveimur áður gerðum íbúðum í kjallara og útgröfnu rými í norðausturhorni kjallara ásamt því að sótt er um leyfi til að grafa frá hluta kjallara og gera hurð út í garð.
Jafnframt er erindi BN029098 dregið til baka.
Erindi fylgir virðingargjörð dags. 4. febrúar 1981, þinglýst afsal dags. 18. mars 1993 vegna eignar 0001, bréf hönnuðar dags. 7. apríl 2009 og íbúðarskoðun byggingarfulltrúa (eign merkt 201-7714-01-0001, þ.v.s. eign 0002 í þessu erindi) dags. 8. janúar 2004.
Stækkun: xx ferm., xx rúmm.
Gjald kr. 7.700 + xx
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

24. Holtavegur 8-10 (01.408.101) 104960 Mál nr. BN039663
Landic Property Ísland ehf, Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík
Sótt er um leyfi til breytinga á innra skipulagi Hagkaupa á 1. hæð, verslunin minnkar og tvær minni koma í staðinn, í verslunarhúsi á lóð nr. 10 við Holtaveg.
Meðfylgjandi er bréf hönnuðar dags. 31.3. 2009. Einnig fylgiskjöl 1 - 4, sem sýna breytingar fyrir og eftir dags. 31.3. 2009, og brunatæknileg hönnunarskýrsla dags. apríl 2009.
Gjald kr. 7.700+7700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

25. Holtavegur 8-10 (01.408.101) 104960 Mál nr. BN039646
Landic Ísland ehf, Kringlunni 4-12, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innra fyrirkomulagi verslana á 2. hæð í verslunarhúsi á lóð nr. 10 við Holtaveg.
Meðfylgjandi er bréf frá arkitekt dags. 14. apríl 2009.
Gjald kr. 7.700+7700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

26. Hólmaslóð olíustöð 1 (01.085.001) 100001 Mál nr. BN039770
Olíudreifing ehf, Pósthólf 4230, 124 Reykjavík
Skeljungur hf, Hólmaslóð 8, 101 Reykjavík
Sótt er um reyndarteikningar af olíubirgðatönkum á Olíustöð 1 við Hólmaslóð.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Lagfæra skráningartöflu.

27. Hólmaslóð olíustöð 4 (01.085.301) 100004 Mál nr. BN039771
Skeljungur hf, Hólmaslóð 8, 101 Reykjavík
Olíudreifing ehf, Pósthólf 4230, 124 Reykjavík
Sótt er um reyndarteikningar af olíubirgðatönkum á Olíustöð 4 við Hólmaslóð.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Lagfæra skráningartöflu.

28. Höfðabakki 1 (04.070.001) 110677 Mál nr. BN039738
Guðmundur H Sigurðsson, Tunguvegur 17, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innréttingum í veitingasölu í fl. 1 (veitingar til meðtöku) á
1. hæð í húsi á lóð nr. 1 við Höfðabakka.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

29. Kvistaland 1 (01.863.301) 108806 Mál nr. BN039749
Svava Þorgerður Johansen, Bakkaflöt 8, 210 Garðabær
Björn K Sveinbjörnsson, Bakkaflöt 8, 210 Garðabær
Sótt er um leyfi til að breyta og byggja við einbýlishúsið nr. 1 á lóð nr. 1-7 við Kvistaland. Sbr. BN038904 samþ. 14. okt. 2008. Þar með fellur takmarkað byggingarleyfi BN039848 dags. 6. feb. 2009 úr gildi.
Stækkun: 1. hæð 102,6 ferm., kjallari 12,3 ferm.
Samtals stækkun 114,9 ferm., 387,2 rúmm.
Heildarstærðir húss eftir stækkun: 412,6 ferm. og 1.717,6 rúmm.
Gjald kr. 7.700 + 29.814
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.

30. Langagerði 74 (01.832.208) 108565 Mál nr. BN039431
Kristinn Pálmason, Langagerði 74, 108 Reykjavík
Unnur Eir Björnsdóttir, Langagerði 74, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja við úr steinsteypu og tengja bílskúr íbúðarhúsi, sameina matshluta 01 og 02, stækka svalir á austurhlið og byggja timburverönd við einbýlishús á lóð nr. 74 við Langagerði.
Grenndarkynning stóð frá 11. febrúar til 11. mars 2009. Ein athugasemd barst. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 12. mars 2009.
Stærðir stækkun: 91,6 ferm., 267,6 rúmm.
Gjald kr. 7.700 + 20.605
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

31. Laugarnestangi 71 (01.314.202) 216765 Mál nr. BN038553
Listasafn Sigurjóns Ólafssonar, Laugarnestanga 70, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir steinsteypt geymslu- og verkstæðishús, einangrað og klætt að utan með timburþaki og torfi á þakdúk við Listasafn Sigurjóns Ólafssonar á lóð nr. 71 við Laugarnestanga.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 20. mars 2009 fylgir erindinu ásamt minnisblaði umhverfisstjóra dags. 25. júlí 2008. Meðfylgjandi er bréf arkitekts dags. 22. feb. 2009
Stærðir: 1. hæð 233 ferm., 2. hæð 74,1 ferm., samtals 307,1 ferm., 1.281,6 rúmm.
Gjald kr. 7.300 + 7.700 + 93.557
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

32. Mosgerði 1 (01.815.507) 108029 Mál nr. BN039635
Eiríkur Ellertsson, Mosgerði 1, 108 Reykjavík
Helga Bjarnadóttir, Mosgerði 1, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja sólstofu við bílgeymslu einbýlishússins á lóð nr. 1 við Mosgerði.
Erindi fylgir fsp. dags. 10. febrúar 2009, og samþykki eigenda Mosgerðis nr. 3 og Melgerðis nr. 6 dags. 8. mars 2009.
Erindi fylgir nú samþykki eigenda Melgerðis nr. 6 og 8 og Mosgerðis nr. 3 árituð á uppdrátt.
Stærð: 26 ferm., 83,7 rúmm.
Gjald kr. 7.700 + 6.445
Samþykkt
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

33. Ólafsgeisli 20 - 28 (04.126.601) 186347 Mál nr. BN038103
Jóhann Hákonarson, Ólafsgeisli 20, 113 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir svalalokun á annari hæð ásamt því að fella út á uppdráttum hringstiga milli 1. og 2. hæðar í tvíbýlishúsinu á lóð nr. 20 við Ólafsgeisla.
Stærð svalalokunar 8,5 ferm. 21 rúmm.
Meðfylgjandi er samþykki meðlóðarhafa og aðliggandi lóðarhafa lóðanna nr. 22-24-26 og 28, vegna svalalokunar og bréf Björns Zoëga Björnssonar dags. 23. júní 2008,
Gjald kr. 7.300 + 7.700 + 7.700 + 1.617
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst fyrir útgáfu á byggingarleyfi.

34. Sifjarbrunnur 5 (05.055.203) 211683 Mál nr. BN039751
Páll Harðarson, Hófgerði 22, 200 Kópavogur
Sótt er um leyfi til að breyta áður samþykktu erindi BN038107, samþykkt 6. maí 2008, þar sem glugga á herbergi er breytt í svalahurð og nýjar tröppur settar innanhúss upp að svalahurð, stoðveggir framlengdir og tjörn búin til við einbýlishúsið á lóð nr. 5 við Sifjarbrunn.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

35. Skógarvegur 18-22 (01.793.501) 213551 Mál nr. BN039780
Félagsstofnun stúdenta, Háskólatorgi Sæmundar, 101 Reykjavík
Sótt er um takmarkað byggingarleyfi fyrir sökklum, hús nr. 20, mhl. 3, 2.áfangi á lóð nr. 18-22 við Skógarveg.Sótt er um takmarkað byggingarleyfi fyrir sökklum, hús nr. 20, mhl. 3, 2.áfangi á lóð nr. 18-22 við Skógarveg.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Samþykktin fellur úr gildi viðútgáfu á takmörkuðu byggingarleyfi. Vegna útgáfu á takmörkuðu byggingarleyfi skal umsækjandi hafa samband við yfirverkfræðing embættis byggingarfulltrúa.

36. Skólavörðustígur 14 (01.180.302) 101713 Mál nr. BN039755
Þröstur Kristbjörn Ottósson, Langholtsvegur 113, 104 Reykjavík
Kína ehf, Skólavörðustíg 16, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta bakarí/kaffihúsi í Café/Bistró og endurnýjun á veitingaleyfi II í kjallara og á 1. hæð í húsi á lóð nr. 14 við Skólavörðustíg.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.

37. Skólavörðustígur 22B (01.181.205) 101759 Mál nr. BN039319
Fasteignafélag Reykjavíkur sf, Pósthólf 8031, 128 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi í íbúð í rými 0102 og gerð er grein fyrir kjallara undir íbúðar- og atvinnuhúsinu á lóð nr. 22B við Skólavörðustíg.
Stækkun: xx ferm., xx rúmm.
Gjald kr. 7.300 + xx
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

38. Smáragata 3 (01.197.215) 102730 Mál nr. BN039143
Agla ehf, Brekkubyggð 69, 210 Garðabær
Emilía Sjöfn Kristinsdóttir, Smáragata 3, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi, til að byggja einnar hæðar viðbyggingu við bílskúr og tveggja hæða viðbyggingu við tvíbýlishús ásamt því að fá samþykkta íbúð í kjallara og koma fyrir tveimur nýjum bílastæðum á lóð nr. 3 við Smáragötu.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 14. nóvember 2008 fylgir erindinu.
Erindi fylgir einnig virðingargjörð dags. 1. febrúar 1943 og íbúðarskoðun byggingarfulltrúa dags. 3. desember 2008.
Stækkun: 96,1 ferm., 305 rúmm.
Gjald kr. 7.300 + 7.700 + 23.485
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

39. Snorrabraut 61 (01.247.008) 103332 Mál nr. BN039624
Guðbjörg Kristín Jónsdóttir, Snorrabraut 61, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta herbergjaskipan lítillega sem og brunahólfun og björgunaropum með flóttaleiðum í gistiheimili á lóð nr. 61 við Snorrabraut.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

40. Sunnuvegur 27 (01.386.206) 104945 Mál nr. BN039591
Andri Sveinsson, Bretland, Sótt er um leyfi til að hækka núverandi og bæta við nýjum veggjum á lóðarmörkum, færa anddyri innar í húsið, koma fyrir heitum potti og koma sorptunnum fyrir í geymslu í húsi á lóð nr. 27 við Sunnuveg.
Samþykki nágrana vegna lóðamarka fylgir dags. 25. mars 2009
Minnkun: 5,4 ferm., 13,8 rúmm.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Lagfæra skráningartöflu.

41. Tunguháls 17 (04.327.003) 111053 Mál nr. BN039743
Múr- og málningarþjón Höfn ehf, Dvergshöfða 27, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að setja milliloft og nýja glugga á norðurhlið atvinnuhússins á lóð nr. 17 við Tunguháls
Stækkun: XXX ferm.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

42. Vagnhöfði 27 (04.063.203) 110642 Mál nr. BN039713
Lýsing hf, Ármúla 3, 108 Reykjavík
Sótt er um leyf til að byggja staðsteypta viðbyggingu við suðurgafl atvinnuhússins á lóð nr. 27 við Vagnhöfða.
Stækkun: xxx ferm og xxx rúmm.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 17. apríl 2009 fylgir erindinu.
Gjald kr. 7.700 + XXX
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

43. Vesturgata 22 (01.132.002) 100192 Mál nr. BN039744
Brynja Guðjónsdóttir, Hjallahlíð 25, 270 Mosfellsbær
Sótt er um endurnýjun byggingarleyfis BN036107, samþykkt 12. júní 2007, um að breyta innra skipulagi ósamþykktra íbúða 0202 og 0301í fjölbýlishúsi á lóðinni nr. 22 við Vesturgötu.
Gjald kr. 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

44. Þórsgata 10 (01.184.205) 102027 Mál nr. BN039748
Alda Lóa Leifsdóttir, Þórsgata 10, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að áfangaskipta nýsamþykktu erindi, BN039311, þannig að í 1. áfanga verður bakhús innréttað sem vinnustofa, milliloft rifið og gróðurskáli að lóðamörkum byggður, en í seinni áfanga verður byggð tengibygging milli fram- og bakhúss og framhús stækkað á lóð nr. 10 við Þórsgötu.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Sækja verður sérstaklega um fyrirhugaðan áfanga og fella eldra byggingaleyfi úr gildi.

45. Öldugrandi 1-9 (01.511.002) 105746 Mál nr. BN039544
Eggert Sigurjón Birgisson, Öldugrandi 9, 107 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að innrétta geymslur í rishæð, setja þakglugga á rýmið og fellistiga úr íbúðum 0301, 0302, 0303 og 0304 í fjölbýlishúsi nr. 9, á lóð nr. 1-9 við Öldugranda.
Sbr. fyrirspurn BN030886 dags. 25.1. 2005 (jákvætt) og jafnframt er erindi BN032894 dregið til baka
Meðfylgjandi bréf arkitekts dags. 15.8. 2005
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

Fyrirspurnir

46. Akurgerði 37 (01.813.202) 107889 Mál nr. BN039711
Jón Ásgeir Einarsson, Akurgerði 37, 108 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að byggja bílskúr og kvisti á suður- og norðurhlið parhúss á lóð nr. 37 við Akurgerði.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðlufundar skipulagsstjóra frá 17. apríl 2009 fylgir erindinu.
Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingaleyfi, sem grendarkynnt verður berist umsókn.

47. Blönduhlíð 9 (01.704.216) 107096 Mál nr. BN039742
Ásmundur Ísak Jónsson, Blönduhlíð 9, 105 Reykjavík
Spurt er hvort leyfi fengist til að byggja bílskúr á lóð nr. 9 við Blönduhlíð.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.

48. Flugvöllur 106748 (01.66-.-99) 106748 Mál nr. BN039741
Flugstoðir ohf, Reykjavíkurflugvelli, 101 Reykjavík
Spurt er hvort leyfi fengist til að setja upp bráðabirgða stálgrindarhús, stærð 506 ferm, klætt með málmkæðningu á lóð nr. 11 á Reykjavíkurflugvelli.
Bréf frá Flugvallastjóra Reykjavíkurflugvallar dags. 6 apríl. 2009.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.

49. Framnesvegur 66 (01.520.314) 105933 Mál nr. BN039723
Ólafur Breiðfjörð Finnbogason, Framnesvegur 66, 101 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að byggja geymsluskúr við einbýlishúsið á lóð nr. 66 við Framnesveg.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 17. apríl 2009 fylgir erindinu.
Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingaleyfi sem sé í samræmi við deiliskipulag Lýsisreits.

50. Grundarstígur 2A (01.183.304) 101956 Mál nr. BN039737
Verslunin Þingholt ehf, Grundarstíg 2a, 101 Reykjavík
Spurt er hvort leyfi fengist til að breyta verslunarhúsnæði á 1. hæð í íbúð í fjölbýlishúsinu á lóð nr. 2 við Grundarstíg.
Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingaleyfi, sem taki tillit til eldri uppdrátta. Athygli er vakin á því að óheimilt er að gera glugga í lóðarmörkum.

51. Guðrúnargata 8 (01.247.704) 103400 Mál nr. BN039733
Guðni Björn Kjærbo, Guðrúnargata 8, 105 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að grafa frá kjallara og gera hurð út í garð við þríbýlishúsið á lóð nr. 8 við Guðrúnargötu.
Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingaleyfi.
Samþykki eigenda fylgi umsókn.

52. Guðrúnargata 8 (01.247.704) 103400 Mál nr. BN039732
Guðni Björn Kjærbo, Guðrúnargata 8, 105 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að byggja annan bílskúr eins og sýnt er á skissu af þríbýlishúsinu á lóð nr. 8 við Guðrúnargötu.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.

53. Holtsg.1-3,Bræðrab.30 (01.134.609) 205011 Mál nr. BN039747
Páll Þórhallsson, Bræðraborgarstígur 30, 101 Reykjavík
Þórdís Kjartansdóttir, Bræðraborgarstígur 30, 101 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að byggja yfir svalir á suðvestur- og norðausturhlið og til að nýta þak sem svalir á 4. hæð fjölbýlishússins á lóð nr. 1-3 við Holtsgötu og 30 við Bræðraborgarstíg.
Erindi fylgir samþykki lóðarhafa dagsett í september 2008.
Frestað.
Gögn ófullnægjanandi. Skila þarf betri gögnum og nánari lýsingu á erindi.

54. Kárastígur 1 (01.182.308) 101905 Mál nr. BN039684
Páll Þórir Ásgeirsson, Kárastígur 1, 101 Reykjavík
Spurt er hvort stækka megi svalir á 3. hæð, byggja svalir á 2. hæð og geymslu undir þeim á 1. hæð.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 17. apríl 2009 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 15. apríl 2009.
Neikvætt.
Neikvætt með vísan til umsagnar skipulagsstjóra.

55. Klapparstígur 17 (01.152.402) 101048 Mál nr. BN039698
Hafsteinn Gunnar Hafsteinsson, Kjartansgata 10, 105 Reykjavík
Spurt er hvort krafa um bílastæði myndi koma fram ef eignum yrði fjölgað frá því sem var, en stærðir héldust óbreyttar í fyrirhugaðri nýbyggingu á lóð nr. 17 við Klapparstíg.
Einnig er spurt hvort krafa yrði gerð um hjóla- og vagnageymslur skv. 12. grein byggingareglugerðar.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 17. apríl 2009 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 15. apríl 2009.
Vísað er til umsagnar skipulagsstjóra frá 15. apríl 2009 og athugasemda á fyrirspurnarblaði.

56. Láland 2-8 (01.874.201) 108834 Mál nr. BN039740
Elsa Margrét Finnsdóttir, Svíþjóð, Ingimundur Árnason, Láland 8, 108 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að byggja við einbýlishúsið nr. 8 á lóð nr. 2-8 við Láland.
Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingaleyfi.

57. Nökkvavogur 38 (01.445.001) 105541 Mál nr. BN039707
Valgarður Valgarðsson, Nökkvavogur 38, 104 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að byggja nýjan bílskúr við hlið þess sem fyrir er á lóð fjölbýlishússins nr. 38 við Nökkvavog. Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 17. apríl 2009 fylgir erindinu.
Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum enda verður sótt um byggingaleyfi sem grenndarkynnt verður ef berst og samþykki lóðarhafa Nökkvavogs 42 fylgi.

58. Óðinsgata 21 (01.184.515) 102120 Mál nr. BN039753
Laufey Kristjánsdóttir, Óðinsgata 21, 101 Reykjavík
Spurt er hvort leyfi fengist fyrir að setja timburpall ofan á þak, og ganga út á hann úr íbúð á 3. hæð fjölbýlishúss á lóð nr. 21 við Óðinsgötu.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.

59. Safamýri 55 (01.284.001) 103705 Mál nr. BN039739
Ægir Pétursson, Safamýri 55, 108 Reykjavík
Eva Mjöll Ágústsdóttir, Safamýri 55, 108 Reykjavík
Spurt er hvort leyfi fengist til að setja útihurð á suðurhlið kjallaraíbúðar í þríbýlishúsi á lóð nr. 55 við Safamýri.
Bréf frá fyrirspyrjendum dags 31. mars 2009 og samþykki meðeigenda dags. 19. júní 2008 fylgir erindinu.
Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingaleyfi og samþykki meðeigenda fylgi.

60. Silungakvísl 21 (04.212.705) 110790 Mál nr. BN039752
Bergþóra Njálsdóttir, Silungakvísl 21, 110 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að byggja svalir á 2. hæð og hvort leyft yrði að útbúa dyr út í garð úr kjallara tvíbýlishússins á lóð nr. 21 við Silungakvísl.
Erindi fylgir samþykki meðeigenda dags. 4. apríl 2009
Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingaleyfi.

61. Skildinganes 37 (01.674.308) 106881 Mál nr. BN039761
Sigrún Thorlacius, Skildinganes 37, 101 Reykjavík
Spurt er hvort leyfi fengist til að lengja svalir á suðurhlið og byggja glerhús yfir hluta af svölunum á parhúsi á lóð nr. 37 við Skildinganes.
Nei.
Lóðin telst fullbyggð.

62. Sturlugata 3 (00.000.000) 106638 Mál nr. BN039776
Norræna húsið, Sturlugötu 5, 101 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að byggja gróðurhús og útbúa matjurtagarð við Norræna húsið á lóð nr. 3 við Sturlugötu.
Frestað.
Svo unnt sé að taka afstöðu til erindis, skal sýna umfang og afstöðu fyrirhugaðs garðs. Jafnframt vekur byggingarfulltrúi athygli á því að lóð fyrir húsið hefur ekki verið afmörkuð.

63. Vesturgata 23 (01.136.003) 100506 Mál nr. BN039760
Jón Hafnfjörð Ævarsson, Hverfisgata 50, 101 Reykjavík
Spurt er hvort leyfi fengist til að breyta verslun á jarðhæð í íbúð í fjölbýlishúsi á lóð nr. 23 við Vesturgötu.
Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingaleyfi.

Fundi slitið kl. 12.06.

Magnús Sædal Svavarsson
Bjarni Þór Jónsson Þórður Búason
Sigrún Reynisdóttir Björn Kristleifsson
Jón Hafberg Jónsson Karólína Gunnarsdóttir