Umhverfis- og skipulagsráð - og skipulagsráð

Umhverfis- og skipulagsráð

Skipulagsráð

Ár 2009, miðvikudaginn 8. apríl kl. 9.11, var haldinn 170. fundur skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12-14, 7. hæð. Ráðssal. Viðstaddir voru: Júlíus Vífill Ingvarsson, Brynjar Fransson, Ragnar Sær Ragnarsson, Stefán Þór Björnsson, Svandís Svavarsdóttir, Stefán Benediktsson, Björk Vilhelmsdóttir og áheyrnarfulltrúinn Magnús Skúlason. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Magnús Sædal Svavarsson og Marta Grettisdóttir. Auk þess gerðu eftirtaldir embættismenn grein fyrir einstökum málum: Björn Axelsson, Þórarinn Þórarinsson, Margrét Þormar og Örn Þór Halldórsson.
Fundarritari var Helga Björk Laxdal.

Þetta gerðist:

(D) Ýmis mál

1. Víðidalur, Fákur, breyting á deiliskipulagi (04.76) Mál nr. SN080409
Landslag ehf, Skólavörðustíg 11, 101 Reykjavík
Lagt fram minnisblað skipulags- og byggingarsviðs Reykjavíkur dags. 7. apríl 2009 vegna umræðu í fjölmiðlum um samþykktarferil breytingartillögu á deiliskipulagi Víðidals vegna athafnasvæðis Fáks.

Björk Vilhelmsdóttir, fulltrúi Samfylkingarinnar óskaði bókað;

#GLÍ sjónvarpfréttum RÚV að kvöldi 6. apríl síðastliðnum var viðtal við undirritaða Björk Vilhelmsdóttur borgarfulltrúa Samfylkingarinnar undir fyrirsögninni ,,Borgarfulltrúar blekktir#GL. Viðtalið snérist um nýsamþykkt skipulag um hesthúsabyggð nærri bökkum Elliðaár í Víðidal. Ekki var ætlun mín að sneiða að heiðri embættismanna með orðum mínum og biðst ég afsökunar á því að svo hafi orðið raunin með óviðeigandi orðalagi. Blekking er klárlega of stórt orð í þessu samhengi og ekki nýtt að undirrituð velji ekki réttu orðin á réttum stöðum. Eftir stendur að þær mótvægisaðgerðir sem nefndar eru til sögunnar í gögnum málsins eru ekki nægilega miklar að mati sérfræðinga og veiðimanna sem þekkja Elliðaárnar betur en nokkur annar. Endurskoða þarf að mínu mati deiliskipulagið, til að taka af allan vafa og tryggja að fyrirhugaðar framkvæmdir hrófli ekki við viðkvæmu lífríki Elliðaánna.#GL

(A) Skipulagsmál

2. Afgreiðslufundir skipulagsstjóra Reykjavíkur, fundargerð Mál nr. SN010070
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar skipulagsstjóra Reykjavíkur frá 3. apríl 2009.

3. Bergstaðastræti 16-20, Spítalastígur 6b, (01.184.0) Mál nr. SN090116
breyting á deiliskipulagi Bergstaðastrætisreits
KRADS ehf, Hafnarstræti 19, 101 Reykjavík
Laug ehf, Pósthólf 8814, 128 Reykjavík
Lögð fram umsókn Krads f.h. Lauga ehf., dags. 18. mars 2009 um breytingu á deiliskipulagi Bergstaðastrætisreits vegna lóðanna nr. 16,18 og 20 við Bergstaðastræti og lóðarinnar nr. 6B við Spítalastíg samkvæmt uppdrætti Krads, dags. 17. mars 2009. Í breytingunni felst að breyta notkun húsnæðisins frá því að vera íbúðarhúsnæði í að vera hótelíbúðir. Einnig lagt fram samkomulag BHB byggingarfélags og Festar frá 18. des. 2008 og bókun húsafriðunarnefndar frá 15. maí 2008.
Frestað.

4. Húsahverfi svæði C, (02.84) Mál nr. SN090006
breyting á skilmálum vegna húsagerðar E8 og E9
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga skipulags- og byggingarsviðs Reykjavíkur dags. 8. janúar 2009 að breytingu á skilmálum deiliskipulags #GLHúsahverfi Grafarvogur III svæði C#GL, vegna húsagerðarinnar E8 og E9. Breytingin felst í því að hækkun heimildar vegna hámarks byggingarmagns og heimildum til útbygginga er breytt. Tillagan var auglýst frá 2. febrúar til og með 16. mars 2009. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir:
Lex Lögmannstofa f.h. eigenda að Suðurhúsum 2, dags. 17. febrúar 2009 og 12. mars, Björn Z. Ásgrímsson og Jónína Sóley Ólafsdóttir, dags. 16. mars 2009. Einnig er lagt fram minnisblað lögfræði og stjórnsýslu dags. 21. mars 2009
Athugasemdir kynntar.
Vísað til umsagnar skipulagsstjóra.

5. Bústaðavegur 130, söluskýli, (01.871.0) Mál nr. SN090128
breyting á deiliskipulagi
JARL ehf, Krókabyggð 3a, 270 Mosfellsbær
Sævar Þór Geirsson, Hrólfsstaðir, 560 Varmahlíð
Lagt fram erindi Jarl ehf. dags. 31. mars 2009 varðandi breytingu á deiliskipulagi vegna lóðarinnar nr. 130 við Bústaðaveg. Í breytingunni felst stækkun lóðarinnar að Bústaðavegi 130 auk þess sem gert verður ráð fyrir hringakstri samkvæmt uppdrætti VH verkfræðistofunnar dags. 26. mars 2009.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu. Jafnframt er samþykkt að upplýsa hagsmunaaðila í nágrenninu sérstaklega um tillöguna.
Vísað til borgarráðs.

Fulltrúar Samfylkingarinnar og Vinstri hreyfingarinnar Græns framboðs óskuðu bókað:
Fulltrúar Samfylkingarinnar og Vinstri hreyfingarinnar Græns framboðs samþykkja að senda tillöguna í auglýsingu með öllum hefðbundnum fyrirvörum um endanlega afstöðu.

6. Túnahverfi, (01.2) Mál nr. SN090135
deiliskipulag staðgreinireitir 1.221.3 og 1.221.4, 1.223.0, 1.223.1, 1.235.0 og 1.2351
Lögð fram tillaga skipulags- og byggingarsviðs að forsögn deiliskipulags Túnahverfis dags. apríl 2009. Skipulagssvæðið afmarkast af staðgreinireitum
1.221.3 og 1.221.4, 1.223.0 og 1.223.1, 1.235.0 og 1.2351, Samtúni, Nóatúni, Miðtúni, Hátúni og Höfðatúni.
Forsögn skipulagsstjóra samþykkt.
Samþykkt að upplýsa hagsmunaaðila á svæðinu um vinnslu deiliskipulagsins.

7. Fylkisvegur 6, íþróttasvæði Fylkis, (04.363) Mál nr. SN090131
deiliskipulag, grasæfingasvæði
Lögð fram tillaga skipulags- og byggingarsviðs að forsögn deiliskipulags íþróttasvæðis Fylkis dags. 31 mars 2009. Deiliskipulagssvæðið afmarkast af
gervigrasvelli og lóð Árbæjarsundlaugar til norðurs, göngustíg neðan við Klapparás til austurs og göngustíg meðfram Elliðaám til vesturs.
Forsögn skipulagsstjóra samþykkt.

Fulltrúi Samfylkingarinnar, Björk Vilhelmsdóttir sat hjá við afgreiðslu málsin

8. Túngötureitur, deiliskipulag, staðgreinireitur 1.137.4(01.137.4) Mál nr. SN080622
Lögð fram tillaga skipulags- og byggingarsviðs Reykjavíkur dags. 19 mars 2009 að deiliskipulagi Túngötureits. Reiturinn afmarkast af Túngötu, Bræðraborgarstíg Hávallagötu og Hofsvallagötu. Einnig er lögð fram forsögn skipulagsstjóra dags. í desember 2007 og athugasemdir úr forkynningu sem stóð yfir frá 17. des. 2007 til 8. janúar 2008 frá Áshildi Haraldsdóttur, Túngötu 44, Guðrúnu Bjarnadóttur og Ingólfi Hannessyni Hávallagötu 36, Geir Svanssyni Bræðraborgarstíg 23a, Irmu Erlingsdóttur Bræðraborgarstíg 23a, Eddu Einarsdóttur Hávallagötu 48, Haraldi Ólafssyni Hávallagötu 48, Arthur Bogasyni o.fl. Túngötu 40, Elísabetu Þórðardóttur og Einari Gunnarsyni Hávallagötu 34. Einnig er lögð fram orðsending borgarstjóra dags. 22. apríl 2008.
Frestað.

9. Úlfarsárdalur, breyting á deiliskipulagi (02.6) Mál nr. SN090133
Framkvæmda- og eignasvið Reykja, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík
Lagt fram erindi Framkvæmda- og eignasviðs dags. 19. mars 2009 varðandi breytingu á deiliskipulagi Úlfarsárdals hverfi 4. Í breytingunni felst að sameiginlegar aðkomu- og bílastæðalóðir við Gefjunar-, Iðunnar-, og Friggjarbrunn verði nú borgarland samkv. uppdrætti VA- arkitekta dags. 19. mars 2009.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu.
Vísað til borgarráðs.

(B) Byggingarmál

10. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð Mál nr. BN039736
Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð nr. 533 frá 7. apríl 2009.

11. Langagerði 74, stækkun einbýlishúss (01.832.208) Mál nr. BN039431
Kristinn Pálmason, Langagerði 74, 108 Reykjavík
Unnur Eir Björnsdóttir, Langagerði 74, 108 Reykjavík
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 3. febrúar 2009 þar sem sótt er um leyfi til að byggja við úr steinsteypu og tengja bílskúr íbúðarhúsi, sameina matshluta 01 og 02, stækka svalir á austurhlið og byggja timburverönd við einbýlishús á lóð nr. 74 við Langagerði. Grenndarkynning stóð frá 11. febrúar til 11. mars 2009. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir: Hugrún Jónsdóttir og Pétur Már Jónsson, Langagerði 92, dags., 18. febrúar 2009. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 12. mars 2009.

Ráðið gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi, með vísan til umsagnar skipulagsstjóra þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til fullnaðarafgreiðslu byggingarfulltrúa.

Ragnar Sær Ragnarsson vék af fundi við afgreiðslu málsin

12. Lækjargata 7, bygging á baklóð (01.180.001) Mál nr. BN039626
Menntamálaráðuneyti, Sölvhólsgötu 4, 150 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja steinsteypt skólahús á allt að þremur hæðum með kjallara milli eldri húsa á lóð MR sem afmarkast af Lækjargötu, Amtmannsstíg, Bókhlöðustíg, lóð nr. 6 við Bókhlöðustíg og lóðum húsa nr. 12, 14 og 16 við Þingholtsstræti.
Erindi fylgir skýrsla um ferlimál dags. 6. febrúar 2009 og brunnhönnun frá VSI dags. 3. mars 2009.
Stærðir: Kjallari 1368,9 ferm., 1. hæð 949,4 ferm., 2. hæð 559,1, 3. hæð 395,6 ferm.
Samtals: 3.268 ferm., 12.680,2 rúmm.
Gjöld kr. 7.700 + 976.375
Frestað.

(D) Ýmis mál

13. Húsverndarsjóður Reykjavíkur, Úthlutun styrkja 2009 Mál nr. SN090008
Kynnt tillaga að úthlutun styrkja úr Húsverndarsjóði Reykjavíkur fyrir árið 2009.

Guðný Gerður Gunnarsdóttir borgarminjavörður tók sæti á fundinum.
Framlögð tillaga samþykkt.
Vísað til borgarráðs.

Magnús Skúlason, áheyrnarfulltrúi Frjálslyndra og óháðra óskaði bókað:
#GLLýsi yfir ánægju minni með framlagðar tillögur um úthlutun styrkja 2009. Í því sambandi lýsi ég yfir sérstakri ánægju með tillögu samþykktri einróma í borgarstjórn í gær þann 7. apríl, um að ráðast í viðgerðir varðveisluverðra mannvirkja miðað við svokallað Halland model. Þar sem saman fara ný atvinnutækifæri, endurmenntun iðnaðarmanna og tæknimanna, ásamt björgun og viðgerðum mannvirkja með upphafleg útlit og aðferðir í huga.#GL

14. Skipulagsráð, tillaga., Glaðari gaflar / Gengið að göflunum Mál nr. SN090058
Á fundi skipulagsráðs 18. febrúar 2008 var lögð fram eftirfarandi tillaga skipulagsráðs; #GLSkipulagsráð samþykkir að fela skipulagsstjóra að undirbúa hugmyndaleit meðal almennings um leiðir og möguleika til að gæða gafla miðborgarinnar lífi. Slík hugmyndaleit felur í sér margskonar sóknarfæri og möguleika fyrir skapandi fólk, listamenn og arkitekta, unga og aldna, handverksfólk og iðnaðarmenn og gæti þannig orðið atvinnuskapandi. Um gæti verið að ræða gróður, myndlist eða nýja og óvænta efnisnotkun#GL.
Tillögunni var vísað til nánari meðferðar embættis skipulagsstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt forsögn að hugmyndaleit dags. 5. apríl 2009.
Frestað.

15. Menningar- og ferðamálaráð, breyting á samþykkt Mál nr. SN080006
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 17. desember 2008, vegna samþykktar borgarstjórnar 16. s.m. á breytingu á samþykkt fyrir menningar og ferðamálaráð. Jafnframt var sviðsstjóra menningar- og ferðamálasviðs og skipulagsstjóra falið að vinna að tillögum að verklagsreglum, þar sem kveðið er nánar á um framkvæmd og málsmeðferð um hvenær leita skuli umsagnar ráðsins. Einnig lagt fram bréf menningar- og ferðamálaráðs, dags. 17. mars 2009 ásamt drögum að verklagsreglum vegna umsagna ráðsins um skipulags- og byggingarmál, dags. 22. febrúar 2009.
Framlagðar verklagsreglur samþykktar.

16. Reykjavíkurflugvöllur, skipulagsreglur (01.6) Mál nr. SN090121
Flugstoðir ohf, Reykjavíkurflugvelli, 101 Reykjavík
Landslög ehf, Köllunarklettsvegi 2, 104 Reykjavík
Lagt fram bréf Flugstoða, mótt. 23. mars 2009, vegna tillagna að skipulagsreglum samgönguráðuneytisins fyrir Reykjavíkurflugvöll, samkvæmt uppdráttum Tark, dags. 3. mars 2009 ásamt greinargerð og skilmálum, dags. 9. febrúar 2009. Skipulagsreglur geyma m.a. fyrirmæli um skipulag innan flugvallarsvæðis, starfsheimildir og starfsemi þeirra aðila sem starfa innan flugvallarins og hindranafleti flugvallarins sem fela í sér hæðartakmarkanir á mannvirkjum eða gróðri innan og í nágrenni við flugvallarsvæðið. Einnig lögð fram drög að umsögn skipulags- og byggingarsviðs dags. 6. apríl 2009.
Kynnt.

17. Hljómalindarreitur, reitur 1.171.1, breyting á deiliskipulagi(01.171.1)Mál nr. SN080601
Festar ehf, Klapparstíg 29, 101 Reykjavík
Benedikt T Sigurðsson, Sunnuvegur 1, 104 Reykjavík
Lagt fram bréf LOGOS dags. 31. mars 2009.


Fundi slitið kl. 12.15.

Júlíus Vífill Ingvarsson
Brynjar Fransson Ragnar Sær Ragnarsson
Stefán Þór Björnsson Svandís Svavarsdóttir
Stefán Benediktsson Björk Vilhelmsdóttir

Afgreiðsla byggingarfulltrúa samkv. samþykkt nr. 161/2005

Árið 2009, þriðjudaginn 7. apríl kl. 10.04 fyrir hádegi hélt byggingarfulltrúinn í Reykjavík 533. fund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn í fundarherberginu 2. hæð Borgartúni 12-14. Þessi sátu fundinn: Magnús Sædal Svavarsson, Björn Kristleifsson, Sigrún Reynisdóttir, Bjarni Þór Jónsson, Þórður Búason, Jón Hafberg Björnsson og Eva Geirsdóttir.
Fundarritari var Bjarni Þór Jónsson.

Þetta gerðist:


Nýjar/br. fasteignir

1. Asparfell 2-12 (04.681.001) 112291 Mál nr. BN038812
Æsufell 2-6,húsfélag, Æsufelli 4, 111 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að fjölga bílastæðum um 44 við fjölbýlishús við Æsufell 2-6 á lóð nr. 2-12 við Asparfell og nr. 2-6 við Æsufell.
Samþykki Húsfélags Æsufells 2, 4, 6 dags 11. júlí 2008 og Asparfells 2 - 12 dags. 2. mars 2009.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 5. september 2008 fylgir erindinu.
Gjald kr. 7.300 + 7.700
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.

2. Áland 3-5/Álfal. 8-10 (01.847.108) 108726 Mál nr. BN039704
Bjarni S Jónasson, Áland 3, 108 Reykjavík
Herdís Hall, Áland 5, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að framlengja þak þannig að nái yfir áður gleryfirbyggðar svalir á 2. hæð parhúss á lóð nr. 3-5 við Áland/Álfaland 8-10.
Erindi fylgir samþykki meðlóðarhafa v/svalaskýlis dags. 23. mars 2009.
Einnig fylgir einnig samþykki allra lóðarhafa vegna sérnotaflatar við íbúð 0101 í Mhl. 02.
Gjald kr. 7.700.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.

3. Árskógar 6-8 (04.911.301) 112543 Mál nr. BN036942
Árskógar 6-8,húsfélag, Árskógum 6, 109 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir svalalokun með perlugleri á allar svalir fjölbýlishússins á lóð nr. 6-8 við Árskóga.
Meðfylgjandi er bréf húsfélags til hönnuðar dags. 20. júní 2007 og 29. maí 2008. Bréf frá hönnuði dags 16. febrúar 2009 og bréf frá hönnuði vegna eldvarna dags 27. mars 2009. Samþykki húseigenda dags. maí 2008.
Stækkun: 601.8 ferm. og 1621,8 rúmm.
Gjald kr. 7.700 + 7.700 + 124.879
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

4. Bakkasel 1-17 (04.944.302) 113045 Mál nr. BN039714
Pétur Eiríksson, Bakkasel 9, 109 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að innrétta óuppfyllta sökkla raðhúss nr. 9 á lóð nr. 1-17 við Bakkasel.
Stækkun: 28,4 ferm., 50,7 rúmm.
Gjald kr. 7.700 + 3.905
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

5. Blönduhlíð 8 (01.704.404) 107106 Mál nr. BN039569
Ágústa Margrét Ólafsdóttir, Blönduhlíð 8, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að fjarlægja steyptan vegg í kjallara og koma fyrir járnbita og súlum undir loftplötu í staðinn í einbýlishúsi á lóð nr. 8 við Blönduhlíð.
Gjald kr. 7.700 + 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

6. Borgartún 34-36 (01.232.002) 102918 Mál nr. BN039695
Guðmundur Jónasson ehf, Borgartúni 34, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að endurnýja byggingarleyfi BN030651 frá 3. maí 2005 um samþykki fyrir núverandi fyrirkomulagi í matshluta 01 og 04 og gerð er grein fyrir breytingum á eldvörnum húsanna og breytingum á innra fyrirkomulagi gistiheimilis á annarri, þriðju og fjórðu hæð.á lóðinni nr. 34-36 við Borgartún.
Gjald kr. 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

7. Borgartún 34-36 (01.232.002) 102918 Mál nr. BN039696
Guðmundur Jónasson ehf, Borgartúni 34, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að endurnýja byggingarleyfi BN029308 frá 26. okt. 2004 um gera fordyrisbyggingu úr áli og gleri undir skyggni við núverandi inngang austanvert í húsið á lóð nr. 34 við Borgartún.
Stærð: 9,6 ferm. og 28,8 rúmm.
Gjald kr. 7.700 + 2.218
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

8. Borgartún 8-16 (14) (01.220.107) 199350 Mál nr. BN039533
Zafran ehf, Miðtúni 8, 105 Reykjavík
Höfðatorg ehf, Skúlagötu 63, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að innrétta matsölustað á 1. hæð í austurenda verslunar- og skrifstofuhúsnæðis nr. 12-14 á lóð nr. 8-16 við Borgartún.
Meðfylgjandi er samþykki eigenda dags. 13.mars 2009.
Bréf frá Efla um brunahönnun.
Gjald kr. 7.700 + 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

9. Dalaland 1-11 2-16 (01.850.201) 108757 Mál nr. BN039622
Gréta Jóakimsdóttir, Noregur, Sótt er um leyfi til að byggja svalaskýli við íbúð 0301 í fjölbýlishúsi á lóð nr. 3 við Dalaland.
Meðfylgjandi er samþykki þriggja meðeigenda dags. feb. 2009
Stærðir 13,5 ferm., 36,5 rúmm.
Gjald kr. 7.700 + 2.811
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

10. Friggjarbrunnur 53 (02.693.103) 205831 Mál nr. BN038883
TSH Verktakar hf, Kirkjustétt 2-6, 113 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja 4 - 6 hæða fjölbýlishús úr forsteyptum einingum með sextíu og einni íbúð á bílakjallara fyrir 52 bíla við Skyggnisbraut 2-6 á lóð nr. 53 við Friggjarbrunn.
Stærð: Kjallari (bílageymslur) 2.095,3 ferm., 1. hæð 1.193,9 ferm., 2. hæð 1.235,6 ferm., 3. hæð 1.240,4 ferm.,
4. hæð 1.240,4 ferm., 5. hæð 770,5 ferm., 6. hæð 382 ferm.,
Samtals: 8.158,1 ferm., 25.069,6 rúmm. 52 bílastæði eru í bílgeymslu, 51á lóð og við götu, samtals 103 stæði.
Gjöld kr. 7.300 + 7.700 + 1.930.359
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

11. Gnoðarvogur 44-46 (01.444.101) 105528 Mál nr. BN039436
Vogaver fasteignafélag ehf, Gnoðarvogi 44, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi kjallara og 1. hæðar matshluta 02 og stækka fiskbúð í verslunarhúsinu á lóð nr. 44 - 46 við Gnoðavog.
Gjald kr. 7.700 + 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

12. Granaskjól 54-58 (01.515.304) 105843 Mál nr. BN038629
Ástvaldur Jóhannsson, Granaskjól 58, 107 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja sólstofu við suðurgafl og til að stækka eldhús til norðurs á húsi nr. 58 í raðhúsinu á lóð nr. 54-58 við Granaskjól.
Erindi fylgir samþykki meðlóðarhafa og lóðarhafa Granaskjóls 60 dags. 13. febrúar 2009.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 3. apríl 2009 fylgir erindinu. Tillagan var grennndarkynnt frá 4. mars til og með 1. apríl 2009. Engar athugasemdir bárust.
Viðbygging 8,3 ferm., 24,41 rúmm.
Sólskáli 16,1 ferm., 56,6 rúmm
Stækkun samtals: 24,4 ferm., 78 rúmm.
Gjald kr. 7.300 + 6.008
Frestað.
Lagfæra skráningartöflu.

13. Grettisgata 32 (01.190.005) 102343 Mál nr. BN039500
Guðný Sveinbjörnsdóttir, Grettisgata 32, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta sérafnotarétti íbúðarinnar á hluta lóðar og innra skipulagi íbúðar í fjölbýlishúsi á lóð nr. 32 við Grettisgötu.
Samþykki meðeigenda fylgir.
Gjald kr. 7.700 + 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.

14. Grettisgata 54 (01.190.109) 102384 Mál nr. BN039174
Benoný Benónýsson, Gefjunarbrunnur 13, 113 Reykjavík
Þórður Daníel Ólafsson, Urðarstígur 4, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að koma fyrir þakglugga yfir stiga, fyrir breyttu fyrirkomulagi innan húss og að fá samþykkta #GLósamþykkta#GL íbúð í risi fjölbýlishússins á lóð nr. 54 við Grettisgötu.
Erindi fylgir skoðunarskýrslur byggingarfulltrúa dags. 20. febrúar 2008 og dags. 4. desember 2008.
Gjald kr. 7.300
Frestað.

15. Grjótháls 10 (04.300.101) 217427 Mál nr. BN039491
Bón og þvottastöðin ehf, Hálsaseli 6, 109 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja bón- og þvottastöð á einni hæð, að hluta til úr stálgrind klæddri pólýúretan samlokueiningurm, að öðru leyti úr staðsteyptri, járnbentri steinsteypu með flötu þaki á lóð nr.10 við Gjótháls.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 20. mars 2009 fylgir erindinu.
Stærð: 599,9 ferm. og 2366,7 rúmm.
Gjald kr. 7.700 + 7.700 + 182.236
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

16. Gullteigur 4 (01.360.209) 104524 Mál nr. BN039724
Frjálsi fjárfestingarbankinn hf, Lágmúla 6, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að skipta í tvær íbúðir efstu hæð fjölbýlishússins á lóð nr. 4 við Gullteig.
Gjald kr. 7.700
Synjað.
Samræmist ekki deiliskipulagi sbr. umsög skipulagsstjóra á umsóknarblaði.

17. Hagatorg 3 (01.552.-99) 106507 Mál nr. BN039702
Háskólabíó, Hagatorgi, 107 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að endurnýja byggingarleyfi BN036563 samþ. 18. sept. 2007 um að byggja við og stækka anddyri ásamt inngangsskyggni við austurhlið og innrétta nýja miðasölu í Háskólabíó á lóð nr. 3 við Hagatorg.
Stærð: Stækkun 37,0 ferm., 146,8 rúmm.
Gjald kr. 7.700 + 11.304
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

18. Hagatorg 3 (01.552.-99) 106507 Mál nr. BN039703
Háskólabíó, Hagatorgi, 107 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að endurnýja byggingarleyfi BN031686 samþ. 21. júní 2005 um að breyta fyrirkomulagi miðasölu, sælgætissölu, fatahengjum o.fl. og jafnframt verði sett upp ný snyrting fyrir fatlaða og gerðar breytingar á fyrirkomulagi brunavarna í anddyri Háskólabíós á lóðinni nr. 3 við Hagatorg.
Gjald kr. 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

19. Haukdælabraut 100 (05.114.104) 214819 Mál nr. BN039722
Sigurhans Karlsson, Goðheimar 2, 104 Reykjavík
Þórey Jónsdóttir, Goðheimar 2, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja úr staðsteypu með timburþaki og einangrað að innan, einbýlishús á tveim hæðum með innbyggðri bílgeymslu á lóð nr. 100 við Haukdælabraut.
Meðfylgjandi er mæli- og hæðarblað.
Stærðir: 1. hæð 141,7 fem. 2. hæð 135,5 ferm. bílgeymsla 35,5 ferm. Samt. 312,7 ferm og 1053,9 rúmm.
Gjald kr. 7.700 + 81.150
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

20. Holtavegur 8-10 (01.408.101) 104960 Mál nr. BN039646
Landic Ísland ehf, Kringlunni 4-12, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innra fyrirkomulagi verslana á 2. hæð í verslunarhúsi á lóð nr. 10 við Holtaveg.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

21. Holtavegur 8-10 (01.408.101) 104960 Mál nr. BN039663
Landic Property Ísland ehf, Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík
Sótt er um leyfi til breytinga á innra skipulagi Hagkaupa á 1. hæð, verslunin minnkar og tvær minni koma í staðinn, í verslunarhúsi á lóð nr. 10 við Holtaveg.
Meðfylgjandi er bréf hönnuðar dags. 31.3. 2009. Einnig fylgiskjöl 1 - 4, sem sýna breytingar fyrir og eftir dags. 31.3. 2009.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda eldvarnaeftirlits.

22. Kárastígur 3 (01.182.307) 101904 Mál nr. BN039682
Vestinvest ehf, Bíldshöfða 14, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta kvisti, byggja nýjan og nýjar svalir á suðurhlið svo og að klæða með bárujárni og færa til upprunalegs horfs fjölbýlishúsið á lóð nr. 3 við Kárastíg.
Erindi fylgir samþykki meðlóðarhafa áritað á uppdrátt.
Stækkun: 2,0 ferm., 2,7 rúmm.
Gjald kr. 7.700 + 208
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst fyrir útgáfu á byggingarleyfi.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

23. Klapparstígur 1-7 (01.152.201) 101020 Mál nr. BN039717
Völundur,húsfélag, Klapparstíg 1, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að koma fyrir glerlokun á svölum 41 íbúðar á 2. - 11 hæð fjölbýlishússins nr. 1 á lóð nr. 1-7 við Klapparstíg.
Svalalokanir samtals 514,5 rúmm.
Gjald kr. 7.700 + 39.616
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

24. Kleifarvegur 11 (01.380.215) 104753 Mál nr. BN039721
Ísleifur Ólafsson, Kleifarvegur 11, 104 Reykjavík
Erna Kristjánsdóttir, Kleifarvegur 11, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja staðsteyptan bílskúr á lóð nr . 11 við Kleifarveg.
Stærðir: 37,4 ferm og 129,1 rúmm.
Gjald kr. 7.700 + 9.941
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.

25. Köllunarklettsvegur 8 (01.329.302) 199097 Mál nr. BN039616
Köllunarklettsvegur 8 ehf, Dalvegi 16d, 201 Kópavogur
Sótt er um leyfi fyrir raunteikningum af grunnmyndum þar sem verið er að breyta lyftarasvæði, hilluuppröðun og hurðir eru fjarlægðar af lager í skrifstofuhúsnæðinu á lóð nr. 8 við Köllunarklettsveg.
Brunaskýrsla dags. 28. mars 2005 endurskoðuð 14. janúar 2009.
Gjald kr. 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

26. Laugarnestangi 71 (01.314.202) 216765 Mál nr. BN038553
Listasafn Sigurjóns Ólafssonar, Laugarnestanga 70, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir steinsteypt geymslu- og verkstæðishús, einangrað og klætt að utan, með timburþaki og torfi á þakdúk við Listasafn Sigurjóns Ólafssonar á lóð nr. 71 við Laugarnestanga.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 20. mars 2009 fylgir erindinu ásamt minnisblaði umhverfisstjóra dags. 25. júlí 2008. Meðfylgjandi er bréf arkitekts dags. 22. feb. 2009
Stærðir: 1. hæð 233 ferm., 2. hæð 74,1 ferm., samtals 307,1 ferm., 1.281,6 rúmm.
Gjald kr. 7.300 + 93.557
Frestað.
Lagfæra skráningartöflu.

27. Laugavegur 120*/Rauðarárstígur 23 (01.240.203) 102986 Mál nr. BN039453
Nýi Kaupþing banki hf, Borgartúni 19, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til breytinga á innréttingum, í kjallara er innréttað mötuneyti, á 1. hæð er afgreiðslu banka breytt (hefur þegar verið framkvæmt að hluta) og hringstigi milli kjallara og 1. hæðar er felldur niður í skrifstofuhúsi á lóð nr. 23 við Rauðarárstíg.
Meðfylgjandi er ódagsett brunayfirlitsmynd.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

28. Laugavegur 20B (01.171.504) 101420 Mál nr. BN039697
Lyfja hf, Bæjarlind 2, 201 Kópavogur
Sótt er um leyfi til að innréttta verslun með heilsuvörur í verslunarrými í húsinu á lóð nr. 20B við Laugaveg.
Samþykki eiganda á teikningu fylgir.
Gjald kr. 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

29. Laugavegur 28 (01.172.206) 101461 Mál nr. BN039539
Tvívík ehf, Hólatorgi 6, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að innrétta gistiskála á 2. 3. og 4. hæð og til að koma fyrir flóttastiga frá 3. hæð íbúðar- og atvinnuhússins á lóð nr. 28 við Laugaveg.
Erindi fylgir greinargerð umsækjenda ódagsett og brunahönnun frá EFLA dags. 31. mars 2009.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

30. Laugavegur 60 (01.173.115) 101532 Mál nr. BN039563
Pétur Heiðar Egilsson, Breiðvangur 2, 220 Hafnarfjörður
Rosita Yufan Zhang, Breiðvangur 2, 220 Hafnarfjörður
Sótt er um leyfi til að innrétta veitingastað í á 1. hæð í húsi á lóð nr. 60 við Laugaveg.
Meðfylgjandi samþykki meðeigenda dags. 24. feb. 2009
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Umsækjandi skal gera grein fyrir í hvaða flokki fyrirhugaður veitingastaður á að vera sbr. reglugerð nr. 585/2007.

31. Ránargata 24 (01.135.108) 100445 Mál nr. BN039590
Kristján Geir Pétursson, Ránargata 24, 101 Reykjavík
Henný Gunnarsdóttir Hinz, Ránargata 24, 101 Reykjavík
Sótt er um samþykki fyrir núverandi fyrirkomulagi húss, til að fjarlægja múrhúð og klæða með bárujárni og færa til upprunalegs horfs glugga einbýlishússins á lóð nr. 24 við Ránargötu.
Einnig er gerð grein fyrir áður gerðum geymsluskúr á lóð.
Jafnframt er erindi BN029278 dags. 5. apríl 2005 fellt úr gildi.
Áður gerður geymsluskúr 12,1 ferm. og 35,7 rúmm.
Gjald kr. 7.700 + 2.749
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

32. Síðumúli 34 (01.295.201) 103840 Mál nr. BN039726
Landic Ísland ehf, Kringlunni 4-12, 108 Reykjavík
Sótt er um samþykki fyrir núverandi fyrirkomulagi í Mhl. 02 og 04 í atvinnuhúsi á lóð nr. 34 við Síðumúla.
Gjald kr. 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

33. Skógarvegur 18-22 (01.793.501) 213551 Mál nr. BN039506
Félagsstofnun stúdenta, Háskólatorgi Sæmundar, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja úr steinsteypu með flötu þaki og opnum innigarði fjögurra og fimm hæða fjölbýlishús með 42 íbúðum og geymslum og bílhýsi í kjallara, hús nr. 20, mhl. 3, 2. áfangi á lóð nr. 18-22 við Skógarveg.
Meðfylgjandi brunahönnun dags. 10.2. 2009, bréf arkitekts 12.2. 2009
Stærðir matshluti 03 Skógarvegur 20: 3027,2 ferm., 8766,0 rúmm., matshluti 04 bílgeymsla: Stækkun 449,9 ferm., 1462,2 rúmm.
Gjald kr. 7.700 + 7.700 + 787.571
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

34. Sléttuvegur 29-31 (01.793.301) 213550 Mál nr. BN039734
Samtök aldraðra, Síðumúla 29, 108 Reykjavík
Sótt er um takmarkað byggingarleyfi fyrir jarðvinnu og aðstöðugerð á lóðinni nr. 29-31 við Sléttuveg.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Samþykktin fellur úr gildi við útgáfu á takmörkuðu byggingarleyfi. Vegna útgáfu á takmörkuðu byggingarleyfi skal umsækjandi hafa samband við yfirverkfræðing embættis byggingarfulltrúa.

35. Súðarvogur 36 (01.454.401) 105639 Mál nr. BN039532
Sólrún Jónsdóttir, Súðarvogur 36, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja sólskála yfir hluta svala og til að breyta gluggum á austurhlið atvinnuhússins á lóð nr. 36 við Súðarvog.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 3. apríl 2009 fylgir erindinu. Erindið var grenndarkynnt frá 5. mars til og með 2. apríl 2009. Engar athugasemdir bárust.
Stækkun: 13,8 ferm., 45,8 rúmm.
Gjald kr. 7.700 + 3.527
Frestað.
Vantar samþykki meðeigenda að 0001.

36. Sævarhöfði 2-2A (04.054.501) 110556 Mál nr. BN038599
Ingvar Helgason ehf, Pósthólf 12260, 132 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir reyndarteikningum sem felast í breytingu á verkstæði og móttöku fyrir verkstæði í verkstæðishúsi á lóð nr. 2 A við Sævarhöfða.
Gjald kr. 7.300 + 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda eldvarnaeftirlits.

37. Tryggvagata 16 (01.132.104) 100213 Mál nr. BN039653
Amma ehf, Tryggvagötu 16, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að innrétta hárgreiðslustofu í rými 0102 í atvinnuhúsinu á lóð nr. 16 við Tryggvagötu.
Gjald kr. 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

38. Vagnhöfði 27 (04.063.203) 110642 Mál nr. BN039713
Lýsing hf, Ármúla 3, 108 Reykjavík
Sótt er um leyf til að byggja staðsteypta viðbyggingu við suðurgafl atvinnuhússins á lóð nr. 27 við Vagnhöfða.
Stækkun: xxx ferm og xxx rúmm.
Gjald kr. 7.700 + XXX
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.

39. Varmahlíð 1 (01.762.501) 107476 Mál nr. BN029632
Orkuveita Reykjavíkur, Bæjarhálsi 1, 110 Reykjavík
Sótt er um samþykki fyrir uppfærðum teikningum þar sem fram kemur m.a. önnur veitingaafgreiðsla á 4. hæð í útsýnishúsinu Perlunni á lóð nr. 1 við Varmahlíð.
Gjald kr. 5.400
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

40. Þingholtsstræti 30 (01.183.502) 101980 Mál nr. BN039511
Bjarni G Bjarnason, Þingholtsstræti 30, 101 Reykjavík
Þingholtsstræti 30,húsfélag, Þingholtsstræti 30, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta útliti glugga í stigagangi, breyta handriði svala úr steypu í gler og einangra þak og klæða með bárujárni svalaskála þakíbúða í fjölbýlishúsi á lóð nr. 30 við Þingholtsstræti.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Lagfæra skráningartöflu.

41. Öldugata 29 (01.137.101) 100648 Mál nr. BN039725
Guðmundur B Guðmundsson, Öldugata 29, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta glugga í hurð í íbúð á jarðhæð í fjölbýlishúsi á lóð nr. 29 við Öldugötu.
Erindinu fylgir samþykki meðeigenda hússins dags. 12. júlí 2008. og fyrirspurn BN038685 samþykkt 22. júlí 2008.
Gjald kr. 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.


Fyrirspurnir

42. Barmahlíð 54 (01.710.111) 107151 Mál nr. BN039719
Ómar R. Valdimarsson, Barmahlíð 54, 105 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að gera tröppur frá svölum 1. hæðar niður í garðinn, koma fyrir hurð milli húss og bílskúrs og koma fyrir sólpalli við fjölbýlishúsið á lóð nr. 54 við Barmahlíð.
Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingarleyfi og því fylgi samþykki meðlóðarhafa.

43. Framnesvegur 66 (01.520.314) 105933 Mál nr. BN039723
Ólafur Breiðfjörð Finnbogason, Framnesvegur 66, 101 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að byggja geymsluskúr við einbýlishúsið á lóð nr. 66 við Framnesveg.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.

44. Karlagata 2 (01.243.301) 103113 Mál nr. BN039708
Rebekka Bjarnadóttir, Karlagata 2, 105 Reykjavík
Spurt er hvort samþykki fáist fyrir áður gerðri íbúð í kjallara fjölbýlishússins á lóð nr. 2 við Karlagötu.
Frestað.
Vísað til athugasemda á fyrirspurnablaði, að þeim uppfylltum verður hægt að taka afstöðu til fyrirspurnarinnar.

45. Klapparstígur 17 (01.152.402) 101048 Mál nr. BN039698
Hafsteinn Gunnar Hafsteinsson, Kjartansgata 10, 105 Reykjavík
Spurt er hvort krafa um bílastæði myndi koma fram ef eignum yrði fjölgað frá því sem var, en stærðir héldust óbreyttar í fyrirhugaðri nýbyggingu á lóð nr. 17 við Klapparstíg.
Einnig er spurt hvort krafa yrði gerð um hjóla- og vagnageymslur skv. 12. grein byggingareglugerðar.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.

46. Nökkvavogur 38 (01.445.001) 105541 Mál nr. BN039707
Valgarður Valgarðsson, Nökkvavogur 38, 104 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að byggja nýjan bílskúr við hlið þess sem fyrir er á lóð fjölbýlishússins nr. 38 við Nökkvavog.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.

47. Þingás 44 (04.721.305) 112385 Mál nr. BN039694
Stefán Magnússon, Þingás 44, 110 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að byggja 12 ferm. skúr við einbýlishúsið á lóð nr. 44 við Þingás.
Nei.
Er ekki í samræmi við deiliskipulag.


Fundi slitið kl. 11.25.
Magnús Sædal Svavarsson
Björn Kristleifsson Bjarni Þór Jónsson
Sigrún Reynisdóttir Þórður Búason
Jón Hafberg Björnsson Eva Geirsdóttir