Umhverfis- og skipulagsráð - og skipulagsráð

Umhverfis- og skipulagsráð

Skipulagsráð

Ár 2009, miðvikudaginn 25. mars kl. 9.05, var haldinn 168. fundur skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð. Ráðssal. Viðstaddir voru: Júlíus Vífill Ingvarsson, Ragnar Sær Ragnarsson, Brynjar Fransson, Guðrún Erla Geirsdóttir, Svandís Svavarsdóttir, Björk Vilhelmsdóttir og áheyrnarfulltrúinn Magnús Skúlason. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Magnús Sædal Svavarsson, Ólafur Bjarnason, Ágúst Jónsson, Marta Grettisdóttir. Auk þess gerðu eftirtaldir embættismenn grein fyrir einstökum málum: Örn Þór Halldórsson, Ágústa Sveinbjörnsdóttir, Björn Axelsson, Haraldur Sigurðsson, Bragi Bergsson, Margrét Þormar, Jóhannes Kjarval og Þórarinn Þórarinsson.
Fundarritari var Helga Björk Laxdal.

Þetta gerðist:

(A) Skipulagsmál

1. Afgreiðslufundir skipulagsstjóra Reykjavíkur, fundargerð Mál nr. SN010070
Lagðar fram fundargerðir afgreiðslufunda skipulagsstjóra Reykjavíkur frá 13 og 20. mars 2009.

2. Kvos, Pósthússtrætisreitur, reitur 1.140.5, Mál nr. SN090117
breyting á deiliskipulagi
Framkvæmda- og eignasvið Reykja, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík
Lögð fram tillaga Studio Granda dags. 10. mars 2009 varðandi breytingu á deiliskipulagi Pósthússtrætisreits vegna lóðanna Lækjargötu 2 og Austurstræti 20 og 22 samkvæmt uppdrætti dags. 10. mars 2009. Einnig lögð fram umsögn Minjasafns Reykjavíkur dags. 4. mars 2009.

{Stefán Þór Björnsson tók sæti á fundinum kl. 9:10}

Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu.
Vísað til borgarráðs.

#GLFulltrúi Vinstri hreyfingarinnar Græns framboðs Svandís Svavarsdóttir samþykkir að senda tillöguna í auglýsingu með öllum hefðbundnum fyrirvörum um endanlega afstöðu#GL.

3. Heiðargerði 76, breyting á deiliskipulagi (01.802.2) Mál nr. SN080753
Guðmundur Ó. Eggertsson, Heiðargerði 76, 108 Reykjavík
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju umsókn Guðmundar Eggertssonar, mótt. 17. desember 2008, um breytingu á deiliskipulagi vegna lóðar nr. 76 við Heiðargerði samkvæmt uppdrætti Húss og skipulags dags. í janúar 2006. Í breytingunni felst tillaga að hækkun á nýtingarhlutfalli. Einnig er lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála dags. 24. júlí 2008 þar sem samþykkt skipulagsráðs Reykjavíkurborgar frá 15. mars 2006, um að synja um breytingu á deiliskipulagi Heiðargerðisreits vegna lóðarinnar að Heiðargerði 76, er felld úr gildi. Erindið var samþykkt í grenndarkynningu á fundi skipulagsráðs þann 14. janúar 2009 og er nú lagt fram að nýju. Grenndarkynning stóð frá 19. janúar til og með 16. febrúar 2009. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir: Steinunn Ásg. Frímannsdóttir, Heiðargerði 90, dags. 13. febrúar, Ásberg M. Einarsson, Heiðargerði 90, dags. 13. febrúar, María Hlinadóttir og Magnús Halldórsson, Heiðargerði 88, dags. 16. febrúar og Edith Nicolaidóttir dags. 13. febrúar 2009. Einnig er lagt fram bréf Marteins Mássonar hrl. f.h. lóðarhafa dags. 10. mars 2009 og umsögn skipulagsstjóra dags. 27. febrúar 2009.
Fulltrúi Framsóknarflokksins; Stefán Þór Björnsson sat hjá við afgreiðslu málsins.
Synjað með vísan til umsagnar skipulagsstjóra.

4. Bíldshöfði 9, breyting á deiliskipulagi (04.062.0) Mál nr. SN080756
Eyrarland ehf, Urriðakvísl 18, 110 Reykjavík
Einar V Tryggvason, Miðdalur, 270 Mosfellsbær
Lagt fram erindi Einars V. Tryggvasonar f.h. Eyrarlands ehf., dags. 18. desember 2008 um breytingu á deiliskipulagi lóðar nr. 9 við Bíldshöfða. Sótt er um aukningu á byggingarmagni og breytta aðkomu að lóð í samræmi við meðfylgjandi uppdrætti dags. 13. janúar 2009. Einnig lagt fram samþykki meðeigenda dags. 13. janúar 2009 og orðsending borgarstjóra dags. 26. febrúar 2009 ásamt meðfylgjandi bréfi Eyrarlands ehf. dags. 19. febrúar 2009.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu.
Vísað til borgarráðs.
Ráðið leggur áherslu á að lokið verði við vinnu að rammaskipulagi Elliðaárdals sem liggur fyrir í drögum. Ráðið felur embætti skipulagsstjóra að gera tillögu að endanlegri útfærslu, tillögu að rammaskipulagi svæðisins og kynna eins og fljótt og auðið er fyrir skipulagsráði og í framhaldi fyrir hagsmunaaðilum.

5. Sundagarðar 4-8, breyting á deiliskipulagi (01.335.4) Mál nr. SN090038
Eggert Kristjánsson hf, Pósthólf 4160, 124 Reykjavík
Arkþing ehf, Bolholti 8, 105 Reykjavík
Lögð fram umsókn Arkþings, dags. 29. janúar 2009 vegna tillögu að breytingu á deiliskipulagi Sundahafnar frá 1975 vegna lóðarinnar nr. 4-8 við Sundagarða. Í tillögunni felst að gerður er nýr byggingarreitur samsíða Sæbraut samkvæmt uppdrætti Arkþing dags. 13. febrúar 2009. Í bréfi skipulagsstjóra dags. 17. febrúar 2009 var óskað eftir umsögn Vegagerðarinnar um erindið. Erindið nú lagt fram að nýju ásamt bréfi Vegagerðarinnar dags. 5. mars 2009.
Synjað með vísan til umsagnar Vegagerðarinnar.

6. Mjódd miðhverfi, breyting á deiliskipulagi Mál nr. SN080694
Lögð fram tillaga skipulagsstjóra að forsögn skipulags- og byggingarsviðs fyrir endurskoðun á deiliskipulags Mjóddar, miðhverfi dags. 6. mars 2009.
Forsögn skipulagsstjóra samþykkt.

7. Blikastaðavegur 2-8, breyting á deiliskipulagsskilmálum(02.4) Mál nr. SN080674
Stekkjarbrekkur ehf, Smáratorgi 3, 201 Kópavogur
Arnar Hallsson, Kaplaskjólsvegur 65, 107 Reykjavík
Á fundi skipulagsráðs 3. desember 2008 var lagt fram erindi lóðarhafa dags. 4. nóvember 2008 varðandi breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar nr. 2-8 við Blikastaðveg. Erindinu var vísað til umsagnar hjá umhverfisstjóra skipulags- og byggingarsviðs og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn umhverfisstjóra skipulags- og byggingarsviðs dags. 26. nóvember 2008. Á fundi skipulagsráðs 18. febrúar 2009 var erindið lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulags- og byggingarnefndar Mosfellsbæjar dags. 10. febrúar 2009.
Erindinu var frestað. Ráðið gerir ekki athugasemdir við að umsækjandi láti vinna nýja tillögu að breytingu á deiliskipulagi í samræmi við umsögn umhverfisstjóra skipulags- og byggingarsviðs. Nú lagður fram uppdráttur Arkþings dags. í mars 2009.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu.
Vísað til borgarráðs.

8. Túngata 26, breyting á deiliskipulag Landakotsreits Mál nr. SN090061
THG Arkitektar ehf, Faxafeni 9, 108 Reykjavík
*** Rétt kt. er 410290-1709, , 210 Garðabær
Lögð fram umsókn THG f.h. Landspítala Háskólasjúkrahúss , dags. 17. febrúar 2009, um breytingu á deiliskipulagi Landakotsreits. Í breytingunni felst að gert er ráð fyrir byggingarreit á lóðinni fyrir súrefniskút samkvæmt uppdrætti, dags. 12. feb. 2009.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu. Jafnframt er samþykkt að upplýsa hagsmunaaðila í nágrenninu sérstaklega um tillöguna.
Vísað til borgarráðs.

9. Skólastræti 3b, breyting á deiliskipulagi (01.170.2) Mál nr. SN080754
Zeppelin ehf, Laugavegi 39, 101 Reykjavík
Á fundi skipulagsstjóra 19. desember 2008 var lögð fram umsókn Zeppelin arkitekta f.h. Óttars Yngvasonar, dags. 18. des. 2008, um breytingu á deiliskipulagi lóðar nr. 3b við Skólastræti vegna niðurrifs bakhúss og nýbyggingar skv. uppdrætti, dags. 16. des. 2008. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 18. desember 2008. Nú lagt fram erindi Zeppelín arkitekta dags. 23. febrúar 2009 ásamt uppdrætti dags. 5. mars 2009.
Frestað.

10. Miðborg, þróunaráætlun, (01.1) Mál nr. SN970068
breyting á aðalskipulagi Reykjavíkur
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga skipulags- og byggingarsviðs dags. 15. desember 2008 að breytingu á Þróunaráætlun miðborgar og Aðalskipulagi Reykjavíkur. Tillagan var auglýst frá 2. febrúar til og með 16. mars 2009. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir: Íbúasamtök miðborgar dags. 13. mars 2009. Einnig lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 23. mars 2009
Framlögð tillaga samþykkt með vísan til 18. gr. 3. mgr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Vísað til borgarráðs.

11. Grandagarður/Geirsgata, Mál nr. SN090056
Aðalskipulag Reykjavíkur 2001-2024, breyting
Faxaflóahafnir sf, Tryggvagötu 17, 101 Reykjavík
Teiknistofa ark Gylfi G/fél ehf, Skólavörðustíg 3, 101 Reykjavík
Að lokinni forkynningu er lagt fram að nýju erindi Faxaflóahafna dags. 16. febrúar 2009 að breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2001-2024. Í breytingunni felst breytt landnotkun verbúða við Grandagarð 13a til og með 35, samkvæmt uppdrætti dags. 12. febrúar 2009.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu skv. 18. gr. 1. mgr (sbr. 17. gr. 2. mgr.) skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Vísað til borgarráðs.

12. Sundahöfn, Skarfabakki, (01.332) Mál nr. SN080667
svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins 2001-2024
Að lokinni kynningu fyrir sveitarfélögunum á höfuðborgarsvæðinu með vísan til 14. gr. l. nr. 73/1997 er lögð fram að nýju tillaga skipulags- og byggingarsviðs dags. 31. október 2008 að óverulegri breytingu á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins 2001-2024 ásamt umhverfismati vegna landfyllingar við Sundahöfn- Skarfabakka. Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar dags. 11. nóv. 2008, bréf Hafnarfjarðarbæjar dags. 12. desember 2008, umhverfisráðs Kópavogs dags. 17. des. 2008, Hafnarfjarðarbæjar dags. 18. des. 2008, Kópavogsbæjar, dags. 22. des. 2008, Siglingastofnunar dags. 22. des. 2008 , Seltjarnarnesbæjar dags. 30. des. 2008 og Vegagerðarinnar dags. 8. janúar 2009, bréf Mosfellsbæjar dags. 28. janúar 2009 og bréf Umhverfisstofnunar dags. 9. febrúar 2009 þar sem ítrekaðar eru athugasemdir úr umsögn stofnunar frá 29. ágúst 2008.
Samþykkt með vísan til 14. gr. 2.mgr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Vísað til borgarráðs.

13. Sundahöfn, Skarfabakki, breyting á aðalskipulagi(01.332) Mál nr. SN080446
Að lokinni auglýsingu er lögð fram tillaga skipulags- og byggingasviðs dags. 28. september 2008 að breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2001-2024 vegna Skarfabakka ásamt umhverfisskýrslu. Engar athugasemdir bárust á auglýsingatímanum.
Framlögð tillaga samþykkt með vísan til 18. gr. 3. mgr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Vísað til borgarráðs.

14. Skálafell, breyting á deiliskipulagi Mál nr. SN080731
Íþrótta- og tómstundaráð Rvíkur, Bæjarhálsi 1, 110 Reykjavík
Að lokinni auglýsingu er lagt fram að nýju bréf stjórnar skíðasvæða á höfuðborgarsvæðinu dags. 25. nóvember 2008 varðandi deiliskipulag skíðasvæðisins í Skálafelli. samkv. uppdrætti, greinargerð og skilmálar Landslags ehf. dags. í nóvember 2008. Einnig lögð fram umsögn Umhverfis- og samgöngusviðs dags. 12. janúar 2009 og umsögn Umhverfis- og samgönguráðs dags., 14. jan. 2009. Tillagan var auglýst frá stóð frá 2. febrúar til og með 16. mars 2009. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: f.h. Skíðadeild Hrannar, Torfi H. Ágústson, dags. 6. mars2009, einnig er lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 23. mars 2009.
Fulltrúi Vinstri hreyfingarinnar Græns framboðs Svandís Svavarsdóttir og fulltrúi Samfylkingarinnar Björk Vilhelmsdóttir og Guðrún Erla Geirsdóttir sátu hjá við afgreiðslu málsins.
Samþykkt með vísan til umsagnar skipulagsstjóra
Vísað til borgarráðs.

15. Landspítali Háskólasjúkrahús, (01.198) Mál nr. SN090115
breytt deiliskipulag vegna viðbyggingar við Barnaspítala
Landspítali, Eiríksgötu 5, 101 Reykjavík
Teiknistofan Tröð ehf, Hávallagötu 21, 101 Reykjavík
Lögð fram umsókn Teiknistofunnar Traðar f.h. Landspítala Íslands, dags. 19. mars 2009, um óverulega breytingu á deiliskipulagi Landspítalalóðar við Hringbraut skv. uppdrætti, dags. 18. mars 2009. Sótt er um stækkun á byggingarreit Barnaspítala Hringsins vegna viðbyggingar. Viðbyggingin snýr að inngarði og hefur því ekki grenndaráhrif.
Samþykkt með vísan til a-liðar 12. gr. samþykktar um skipulagsráð. Samþykkt að fella niður grenndarkynningu þar sem breytingin hefur eingöngu áhrif á hagsmuni lóðarhafa.

16. Háskóli Íslands, (01.6) Mál nr. SN080717
deiliskipulag vestan Suðurgötu, Árnastofnun
Háskóli Íslands, Suðurgötu, 101 Reykjavík
Á afgreiðslufundi skipulagstjóra 13. febrúar 2009 var að lokinni auglýsingu lögð fram að nýju umsókn Háskóla Íslands dags. 25. nóvember 2008 varðandi breytingu á deiliskipulagi Háskóla Íslands vestan Suðurgötu. Í breytingunni felst að á reit A3 verður hámarksbyggingarmagn aukið, nýtingarhlutfall á lóð hækkað og hámarkshæð byggingar aukin auk þess sem gert er ráð fyrir þakgarði á húsið með tilheyrandi útgangi samkv. meðfylgjandi uppdrætti Teiknistofu arkitekta Gylfa Guðjónssonar og félaga ehf. dags. 15. nóvember 2008. Tillagan var auglýst frá 19. desember 2008 til og með 5. febrúar 2009. Einnig er lagt fram bréf Teiknistofu Gylfa Guðjónssonar og félaga dags. 2. febrúar 2009. Athugasemd barst frá: Kristínu Björg Helgadóttur, dags., 5. febrúar 2009 f.h. húsfélagsins að Birkimel 8, 8A og 8B. Einnig lagt fram bréf fulltrúa Háskóla Íslands, Félagsstofnun stúdenta og Þjóðminjasafns Íslands, dags. 17. febrúar 2009, þar sem fram kemur samþykki ofantaldra aðila við auglýsta breytingu á deiliskipulagi. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra vesturbæjar og umhverfis- og samgöngusviðs vegna athugasemda um umferðarmál og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 27. febrúar 2009 og umsögn umhverfis- og samgöngusviðs dags. 26. febrúar 2009. Einnig lagt fram bréf Háskóla Íslands dags. 10. mars ásamt drögum af samgöngustefnu HÍ vegna bílastæðamála og fleira
Frestað.

(B) Byggingarmál

17. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð Mál nr. BN039629
Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð nr. 530 frá 17. mars 2009 og fundargerði nr. 531 frá 24. mars 2009.

18. Barmahlíð 54, brú, þaksvalir (01.710.111) Mál nr. BN038537
Ómar R. Valdimarsson, Barmahlíð 54, 105 Reykjavík
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 13. janúar 2009 þar sem sótt er um leyfi fyrir áður gerðu opi í svalahandrið, til að gera brú af svölum íbúðar 01-0101 yfir á þak bílskúrs, gerð þaksvala sem afmarkaðar eru með blómakerjum úr timbri, og til að gera stiga af bílskúrsþaki niður í garð við fjölbýlishúsið á lóð nr. 54 við Barmahlíð. Erindi þessu var synjað 15. júlí 2008 en er nú tekið upp aftur eftir niðurstöðu úrskurðarnefndar um skipulags- og byggingamál. Tillagan var grenndarkynnt frá 22. janúar til og með 19. febrúar 2009. Einnig er lagt fram bréf dags. 18. febrúar 2009 frá Hörpu Magnadóttur og Baldri Trausta Hreinssyni, Barmahlíð 50, þar sem tekið er fram að þau vilji ekki taka afstöðu til erindis. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir:
Löggarður ehf., dags. 2. febrúar 2009 f.h. eigenda að Barmahlíð 52, Erlendur S. Baldursson og Kristrún Ísaksdóttir, Barmahlíð 50, dags., 18. febrúar, Sæunn Ágústa Birgisdóttir, Barmahlíð 52, dags., 18. febrúar, bréf 12 íbúa við Barmahlíð og Mávahlíð, dags. mótt. 19. febrúar, Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 4. júlí 2008 fylgir erindinu. Erindi fylgir einnig bréf umsækjanda þar sem farið er fram á endurupptöku máls dags. 12. desember 2008 og samþykki meðeigenda í Barmahlíð 54 og 56. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 26. febrúar 2009.Sbr. fyrirspurn BN038364 dags. 10. júní 2008.Gjald kr. 7.300.
Synjað vísan til a-liðar 12. gr. samþykktar um skipulagsráð og umsagnar skipulagsstjóra.

19. Langagerði 74, stækkun einbýlishúss (01.832.208) Mál nr. BN039431
Kristinn Pálmason, Langagerði 74, 108 Reykjavík
Unnur Eir Björnsdóttir, Langagerði 74, 108 Reykjavík
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 3. febrúar 2009 þar sem sótt er um leyfi til að byggja við úr steinsteypu og tengja bílskúr íbúðarhúsi, sameina matshluta 01 og 02, stækka svalir á austurhlið og byggja timburverönd við einbýlishús á lóð nr. 74 við Langagerði.
Grenndarkynning stóð frá 11. febrúar til 11. mars 2009. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir: Hugrún Jónsdóttir og Pétur Már Jónsson, Langagerði 92, dags., 18. febrúar 2009. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 12. mars 2009.
Frestað.

(C) Fyrirspurnir

20. Bergstaðastræti 16-20, Spítalastígur 6b, (01.184.0) Mál nr. SN090075
(fsp) breyting á deiliskipulagi Bergstaðastrætisreits
KRADS ehf, Hafnarstræti 19, 101 Reykjavík
Laug ehf, Pósthólf 8814, 128 Reykjavík
Á fundi skipulagsstjóra 13. mars 2009 var lögð fram fyrirspurn Laug ehf., dags. 26. febrúar 2009 varðandi breytingu á deiliskipulagi Bergstaðastrætisreits vegna lóðanna nr. 16,18 og 20 við Bergstaðastræti og lóðarinnar nr. 6B við Spítalastíg. Í breytingunni felst að breyta notkun húsnæðisins frá því að vera íbúðarhúsnæði í að vera hótelíbúðir samkvæmt uppdrætti Krads, dags. 25. febrúar 2009. Erindinu var frestað og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulags- og byggingarsviðs dags. 23. mars 2009.
Frestað.

(D) Ýmis mál

21. Aðalskipulag Reykjavíkur 2008-2032, stofnun vinnuhópa Mál nr. SN090118
Lögð fram tillaga Skipulags- og byggingasviðs um stofnun vinnuhópa vegna endurskoðunar aðalskipulagsins: vinnuhópur um skólahverfið og vinnuhópur um vistvæn hverfi.
Samþykkt

22. Kjalarnes, Saurbær, afmörkun lands Mál nr. SN080664
Inga Magnúsdóttir, Skógarás, 116 Reykjavík
Lagt fram erindi Ingu Magnúsdóttur, dags. 28. október 2008, um afmörkun lands í landi Saurbæjar á Kjalarnesi samk. meðfylgjandi gögnum. Einnig lögð fram þinglýst yfirlýsing dags. 28. janúar 2009 um framlengingu bráðabirgðaleyfis til 5 ára fyrir skemmu á landinu.
Samþykkt með vísan til a-liðar 12. gr. samþykktar um skipulagsráð.

23. Úlfarsárdalur, endurskoðun deiliskipulags (02.6) Mál nr. SN090111
Framkvæmda- og eignasvið Reykja, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík
Lagt fram bréf Framkvæmda- og eignasviðs dags. 12. mars 2009 varðandi endurskoðun á deiliskipulagi Úlfarsárdals.
Vísað til meðferðar skipulagsstjóra.

24. Nönnugata 10, bréf byggingarfulltrúa (01.186.501) Mál nr. BN039641
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa dags. 15. mars 2009 en í því er gerð tillaga um ógildingu á byggingarleyfi frá 29. júní 1989 til þess að byggja ofan á vesturhluta hússins nr. 10 við Nönnugötu.
Málinu fylgja bréf byggingarfulltrúa dags. 11. júlí 2008, bréf eiganda dags. 28. júlí 2008, bréf lögfræðistofunnar Landslög dags. 18. ágúst 2008 og bréf skipulags- og byggingarsviðs dags. 10. mars 2009, ljósriti af teikningum samþ. 29. júní 1989 og bréf Bergmanns Bjarnasonar dags. 23. mars 2009.
Frestað.

25. Traðarland 1, Víkingur, (01.875.9) Mál nr. SN090028
bílastæði breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 12. mars 2009 um samþykki borgarráðs s.d. vegna auglýsingar um breytingu á deiliskipulagi fyrir Traðarland 1.

26. Öldusel 17, Ölduselsskóli, (04.9) Mál nr. SN090076
breyting á deiliskipulagi vegna boltagerðis
Framkvæmda- og eignasvið Reykja, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 12. mars 2009 um samþykki borgarráðs s.d. vegna auglýsingar um breytingu á deiliskipulagi Seljahverfis vegna Öldusel 17, Ölduselsskóli.

27. Logafold 1, Foldaskóli, (02.875.0) Mál nr. SN090077
breyting á deiliskipulagi vegna boltagerðis
Framkvæmda- og eignasvið Reykja, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 12. mars 2009 um samþykki borgarráðs s.d. vegna auglýsingar um breytingu á deiliskipulagi Foldahverfis vegna Logafold 1, Foldaskóli.

28. Fossvogsdalur, miðlunartjarnir, (01.855) Mál nr. SN090027
breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 12. mars 2009 um samþykki borgarráðs s.d. vegna auglýsingar um breytingu á deiliskipulagi fyrir Fossvogsdal vegna miðlunartjarna.

Fundi slitið kl. 11.35.

Júlíus Vífill Ingvarsson
Ragnar Sær Ragnarsson Brynjar Fransson
Stefán Þór Björnsson Svandís Svavarsdóttir
Björk Vilhelmsdóttir Guðrún Erla Geirsdóttir

Afgreiðsla byggingarfulltrúa samkv. samþykkt nr. 161/2005

Árið 2009, þriðjudaginn 24. mars kl. 10:00 fyrir hádegi hélt byggingarfulltrúinn í Reykjavík 531. fund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn í fundarherberginu 2. hæð Borgartúni 12-14. Þessi sátu fundinn: Magnús Sædal Svavarsson, Sigrún Reynisdóttir, Þórður Búason, Bjarni Þór Jónsson, Björn Kristleifsson, Jón Hafberg Björnsson og Eva Geirsdóttir.
Fundarritari var Bjarni Þór Jónsson.

Þetta gerðist:

Nýjar/br. fasteignir

1. Almannadalur 17-23 (05.865.301) 208505 Mál nr. BN039637
Hestamannafélagið Fákur, Vatnsendav Víðivöllum, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir afmörkun á afnotarétti bílastæðaplans fyrir lóðir nr. 21 og 23 annars vegar og nr. 17 og 19 hins vegar við hesthús á lóð nr. 17-21 við Almannadal.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Óskað er nánari skýringa á málinu.

2. Austurberg 28-38 (04.670.7--) 112108 Mál nr. BN039656
Hafdís Ingvarsdóttir, Esjugrund 18, 116 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að taka gang í sameign á jarðhæð, þvottahús og geymslur og bæta við íbúðir 0102 og 0103 á jarðhæð í fjölbýlishúsi nr. 34 á lóð nr. 28-38 við Austurberg.
Sbr. fsp. BN038307 dags. 20. nóv. 2008 - Neikvætt.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

3. Bergstaðastræti 66 (01.197.004) 102692 Mál nr. BN039630
Þórður Víkingur Friðgeirsson, Bergstaðastræti 66, 101 Reykjavík
Sótt er um endurnýjun á byggingarleyfi nr. BN035398 dags. 20. feb. 2007, sem felst í að hækka þak á vesturhluta 1. hæðar, byggja kvist á norðaustur- og suðvesturþekju, rífa núverandi skúr á baklóð, byggja viðbyggingu við kjallara á vestari hluta baklóðar og pall að kjallara og 1. hæð suðvesturhliðar einbýlishússins á lóð nr. 66 við Bergstaðastræti.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra þar sem það hefur áður verið grenndarkynnt.

4. Blönduhlíð 8 (01.704.404) 107106 Mál nr. BN039569
Ágústa Margrét Ólafsdóttir, Blönduhlíð 8, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að fjarlægja steyptan vegg í kjallara og koma fyrir járnbita og súlum undir loftplötu í staðinn í einbýlishúsi á lóð nr. 8 við Blönduhlíð.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

5. Borgartún 8-16 (14) (01.220.107) 199350 Mál nr. BN039533
Zafran ehf, Miðtúni 8, 105 Reykjavík
Höfðatorg ehf, Skúlagötu 63, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að innrétta matsölustað á 1. hæð í austurenda verslunar- og skrifstofuhúsnæðis nr. 12-14 á lóð nr. 8-16 við Borgartún.
Meðfylgjandi er samþykki eigenda dags. 13.mars 2009.
Bréf frá efla um brunahönnun.
Gjald kr. 7.700 + 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

6. Dugguvogur 3 (01.454.113) 105630 Mál nr. BN039633
Hunang Sigs ehf, Dugguvogi 3, 104 Reykjavík
Sigrún Sigvaldadóttir, Langholtsvegur 46, 104 Reykjavík
Birgir Snæbjörn Birgisson, Langholtsvegur 46, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að endurnýja byggingarleyfi nr. BN037063 dags. 4. mars 2008 sem felst í að setja svalir og þakglugga og breyta atvinnuhúsnæði í íbúð og vinnustofu á 2. og 3. hæð í húsi á lóð nr. 3 við Dugguvog.
Gjald kr. 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

7. Dugguvogur 8-10 (01.454.002) 105618 Mál nr. BN039608
Rúnar Svavarsson ehf, Hléskógum 22, 109 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta notkun skrifstofu- og lagerhúsnæðis í íbúðarhúsnæði á 2. hæð og bæta við aðgangsdyrum á austurhlið 1. hæðar hússins nr. 10 á lóð nr. 8-10 við Dugguvog.
Meðfylgjandi er samþykki meðeigenda fyrir ofangreindri starfsemi dags. okt. 2007 og mars 2008 ásamt útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 20. mars 2009.
Gjald kr. 7.700
Synjað.
Umsótt notkun ekki í samræmi við aðalskipulag Reykjavíkur 2001-2024.

8. Efstaland 26 (01.850.101) 108756 Mál nr. BN039523
Landic Ísland ehf, Kringlunni 4-12, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta myndbandaleigu í flatbökustað með veitingaaðstöðu. Sett verður útloftunarrör á suðurhlið hússins á lóð nr. 26 við Efstaland.
Samþykki meðeiganda dags. 2. mars 2009.
Gjald kr. 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst fyrir útgáfu á byggingarleyfi.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

9. Freyjugata 24 (01.186.601) 102297 Mál nr. BN039643
Spur ehf, Freyjugötu 24, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir þegar gerðum breytingum á veggjum umhverfis eldhús í kjallara og flóttasvölum er sleppt á 1. hæð í gistiheimili á lóð nr. 24 við Freyjugötu.
Meðfylgjandi er brunahönnun, endurskoðuð dags. 5. mars 2009
Gjald kr. 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

10. Grenimelur 29 (01.540.304) 106297 Mál nr. BN039586
Guðrún Jóhannesdóttir, Keilugrandi 2, 107 Reykjavík
Þorsteinn Torfason, Keilugrandi 2, 107 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir núverandi stærð og staðsetningu bílskúrs, áður gerðri íbúð í kjallara og ýmsum fyrirkomulagsbreytingum á 2. hæð og í risi í fjölbýlishúsi á lóð nr. 29 við Grenimel.
Meðfylgjandi er ódagsett samþykki eigenda skráð á teikningar.
Einnig fylgir virðingargjörð dags. 25. október 1945 og afsal dags. 20. mars 1951.
Stækkun bílskúrs: 6,2 ferm. 16,7 rúmm.
Gjald kr. 7.700 + 1.286
Frestað.
Vantar skoðunarskýrslu byggingarfulltrúa vegna áður gerðrar íbúðar í kjallara. Umsækjandi skal óska skoðunar.

11. Grjótháls 10 (04.300.101) 217427 Mál nr. BN039491
Bón og þvottastöðin ehf, Hálsaseli 6, 109 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja bón- og þvottastöð á einni hæð, að hluta til úr stálgrind klæddri pólýúretan samlokueiningurm, að öðru leyti úr staðsteyptri, járnbentri steinsteypu með flötu þaki á lóð nr.10 við Gjótháls.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 20. mars 2009 fylgir erindinu.
Stærð: 599,9 ferm. og 2366,7 rúmm.
Gjald kr. 7.700 + 7.700 + 182.236
Frestað.
Lagfæra skráningartöflu.

12. Grjótháls 7-11 (04.304.001) 111019 Mál nr. BN039652
G-7 ehf, Grjóthálsi 7-11, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir minni háttar breytingum á erindi BN037405, dags. 18. desember 2007 og til að reisa tveggja metra háa girðingu á lóðamörkum við atvinnuhúsið á lóð nr. 7-11 við Grjótháls.
Stækkun: 55,3 ferm., 6.739 rúmm.
Gjald kr. 7.700 + 518.903
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

13. Hofsvallagata 53 (01.542.201) 106379 Mál nr. BN039649
Háskóli Íslands, Suðurgötu, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að klæða með sléttri, hvítri álklæðningu efri hluta útveggja atvinnuhússins á lóð nr. 53 við Hofsvallagötu.
Erindi fylgir umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 17. mars 2009.
Gjald kr. 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

14. Holtavegur 8-10 (01.408.101) 104960 Mál nr. BN039663
Landic Property Ísland ehf, Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík
Sótt er um leyfi til breytinga á innra skipulagi Hagkaupa á 1. hæð, verslunin minnkar og tvær minni koma í staðinn, í verslunarhúsi á lóð nr. 10 við Holtaveg.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

15. Holtavegur 8-10 (01.408.101) 104960 Mál nr. BN039646
Landic Ísland ehf, Kringlunni 4-12, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innra fyrirkomulagi verslana á 2. hæð í verslunarhúsi á lóð nr. 10 við Holtaveg.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

16. Laugarnestangi 70 (01.314.201) 176050 Mál nr. BN038553
Listasafn Sigurjóns Ólafssonar, Laugarnestanga 70, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir steinsteypt geymslu- og verkstæðishús, einangrað og klætt að utan, með timburþaki og torfi á þakdúk við Listasafn Sigurjóns Ólafssonar á lóð nr. 70 við Laugarnestanga.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 20. mars 2009 fylgir erindinu ásamt minnisblaði umhverfisstjóra dags. 25. júlí 2008.
Stærðir: 1. hæð 233 ferm., 2. hæð 74,1 ferm., samtals 307,1 ferm., 1.281,6 rúmm.
Gjald kr. 7.300 + 93.557
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

17. Laugavegur 46B (01.173.104) 101521 Mál nr. BN039644
Sigurður Hilmar Ólason, Tjaldanes, 270 Mosfellsbær
Sótt er um leyfi til að skipta einbýlishúsi í tvær íbúðareiningar með sameiginlegri lóð, setja kvist á þakflöt í norður og skipta um bárujárnsklæðningu á íbúðarhúsi á lóð nr. 46B við Laugaveg.
Stærðir: Íbúð 0101 xx ferm., xx rúmm. 0102 xx ferm., xx rúmm. eftir hæðum og kjallari.
Gjald kr. 7.700 + xxx
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

18. Laugavegur 60 (01.173.115) 101532 Mál nr. BN039563
Pétur Heiðar Egilsson, Breiðvangur 2, 220 Hafnarfjörður
Rosita Yufan Zhang, Breiðvangur 2, 220 Hafnarfjörður
Sótt er um leyfi til að innrétta veitingastað í flokki ?? á 1. hæð í húsi á lóð nr. 60 við Laugaveg.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

19. Mosgerði 1 (01.815.507) 108029 Mál nr. BN039635
Eiríkur Ellertsson, Mosgerði 1, 108 Reykjavík
Helga Bjarnadóttir, Mosgerði 1, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja sólstofu við bílgeymslu einbýlishússins á lóð nr. 1 við Mosgerði.
Erindi fylgir fsp. dags. 10. febrúar 2009, og samþykki eigenda Mosgerðis nr. 3 og Melgerðis nr. 6 dags. 8. mars 2009.
Stærð: 26 ferm., 83,7 rúmm.
Gjald kr. 7.700 + 6.445
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra vegna breytinga frá fyrirspurn þar sem gert var ráð fyrir öðru fyrirkomulagi.

20. Nýlendugata 7 (01.132.019) 100209 Mál nr. BN038753
Jóna Guðbjörg Torfadóttir, Nýlendugata 7, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi á 1. hæð í fjölbýlishúsi á lóð nr. 7 við Nýlendugötu.
Erindi fylgir bréf hönnuðar dags. 16. mars 2009. Undirskrift burðarvirkjahönnuðar er á teikningu.
Gjald kr. 7.300
Frestað.
Vantar vindfang.

21. Ránargata 24 (01.135.108) 100445 Mál nr. BN039590
Kristján Geir Pétursson, Ránargata 24, 101 Reykjavík
Henný Gunnarsdóttir Hinz, Ránargata 24, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innra fyrirkomulagi kjallara, 1. og 2. hæðar, til að fjarlægja múrhúð og klæða með bárujárni og færa til upprunalegs horfs glugga einbýlishússins á lóð nr. 24 við Ránargötu.
Einnig er gerð grein fyrir áður gerðum geymsluskúr á lóð.
Jafnframt er erindi BN029278 dags. 5. apríl 2005 fellt úr gildi.
Áður gerður geymsluskúr 12,1 ferm. og 35,7 rúmm.
Gjald kr. 7.700 + 2.749
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

22. Reynimelur 37 (01.540.210) 106279 Mál nr. BN039223
Maríanna Garðarsdóttir, Reynimelur 37, 107 Reykjavík
Snorri Örn Guðmundsson, Reynimelur 37, 107 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja svalir og tröppur niður í garð íbúðarhússins á lóð nr. 37 við Reynimel.
Í erindinu er jafnframt gerð grein fyrir áður gerðri íbúð í kjallara.
Meðfylgjandi eru bréf skipulagsstjóra dags. 19. maí 2008, samþykki eigenda Reynimels 39 dags. 28. nóvember 2008, þinglýst afsal dags. 28. júní 2006 og virðingargjörð dags. 7. desember 1941.
Ennfremur íbúðarskoðun byggingarfulltrúa dags. 6. mars 2009.
Gjald kr. 7.300
Frestað.
Málinu vísað til skipulagsstjóra til ákvörðunar um grenndarkynningu. Vísað er til uppdráttar 1.01 dags. 28. nóvember 2008.

23. Skaftahlíð 11 (01.273.013) 103622 Mál nr. BN039602
Skaftahlíð 11,húsfélag, Skaftahlíð 11, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að endurnýja þann hluta byggingaleyfis BN030972 frá 6. apríl 2005 sem tók til þess að endurbyggja forrými við aðalinngang við vesturhlið með nýjum svölum fyrir 2. hæð ofan á.
Gjald kr. 7.700.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

24. Skógarás 23 (04.386.503) 111538 Mál nr. BN039613
Ingvar Jóhann Snæbjörnsson, Hraunbær 36, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að steypa stoðvegg á lóðamörkum milli borgarlands og einbýlishúss á lóð nr. 23 við Skógarás.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 20. mars 2009 fylgir erindinu.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

25. Sogavegur 3 (01.810.-98) 107820 Mál nr. BN039564
Þorp ehf, Bolholti 4, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir breytingum á áður samþykktu erindi BN039246 frá 16.des. 2008. Breytingar fela í sér stækkun hurðar á vesturhlið og að setja skilti á norðurhlið húss á lóð nr. 3 við Sogaveg.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

26. Suðurgata Háskóli Ísl (01.60-.-99) 106638 Mál nr. BN039662
Háskóli Íslands, Suðurgötu, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta lítilsháttar fyrirkomulagi innanhúss á 2. hæð Háskólatorgs við Háskóla Íslands á lóð nr. 4 við Sæmundargötu.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda eldvarnaeftirlits.

27. Suðurgata Háskóli Ísl -Háskólatorg (01.60-.-99) 106638 Mál nr. BN039318
Háskóli Íslands, Suðurgötu, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til breyta eignarhaldi til að undirbúa að skipta í tvo matshluta Háskólatorgi og Gimli sem nú er einn matshluti þannig að Háskólatorg verði Mhl. 01 nr. 4 og Gimli verði Mhl. 02 á lóð nr.10 bæði við Sæmundargötu.
Gjald kr. 7.300
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Ekki er hægt að skipta matshlutum um hugfleti.

28. Sævarhöfði 21 (04.042.102) 110550 Mál nr. BN039647
SORPA bs, Gufunesi, 112 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að fjarlægja núverandi starfsmannahús og byggja nýtt í staðinn og breikka skábrautir við gáma á endurvinnslustöð Sorpu á lóð nr. 21 við Sævarhöfða.
Stærðir: Niðurrif 21,8 ferm., 59,8 rúmm.
Nýtt hús 42,1 ferm., 126,3 rúmm.
Gjald kr. 7.700 + 9.725
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

29. Tryggvagata 16 (01.132.104) 100213 Mál nr. BN039653
Amma ehf, Tryggvagötu 16, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að innrétta hárgreiðslustofu í rými 0102 í atvinnuhúsinu á lóð nr. 16 við Tryggvagötu.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

30. Tryggvagata 22 (01.140.004) 100816 Mál nr. BN039655
Eik fasteignafélag hf, Sóltúni 26, 105 Reykjavík
Chardonnay ehf, Álakvísl 55, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að innrétta skemmtistað í flokki III á 1. hæð og í kjallara hússins á lóð nr. 22 við Tryggvagötu.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

31. Vesturbrún 9 (01.381.003) 104772 Mál nr. BN039628
Orkuveita Reykjavíkur, Bæjarhálsi 1, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að afmarka rými fyrir gagnaveitu í dreifistöð á lóð nr. 9 við Vesturbrún.
Gjald kr. 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.

32. Þórsgata 10 (01.184.205) 102027 Mál nr. BN039311
Alda Lóa Leifsdóttir, Þórsgata 10, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja tengibyggingu milli fram- og bakhúss, til að gera upp bakhús og byggja við það til suðurs og austurs að lóðamörkum og til að breyta í einbýlishús í núverandi fjölbýlishúsi á lóð nr. 10 við Þórsgötu.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 20. febrúar 2009 fylgir erindinu. Einnig lög fram umsögn skipulagsstjóra dags. 16. janúar 2009. Tillagan var grenndarkynnt frá 21. janúar til og með 18. febrúar 2009. Engar athugasemdir bárust.
Stækkun: 127,7 ferm., 454,5 rúmm.
Gjald kr. 7.300 + 7.700 + 34.997
Frestað.
Vantar umsögn burðavirkishönnuðar.

33. Þvervegur 11-19 (02.550.203) 204447 Mál nr. BN039609
Kirkjugarðar Reykjavíkur, Suðurhlíð, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að reisa léttbyggða tengingu milli húsa nr. 17 og nr. 19, sem áður voru starfsmannaaðstaða og skrifstofa en verður nú skráð sem einn matshluti og notað fyrir sumarstarfsmenn, fallið er frá áður samþykktu erindi BN035269 dags. 20.02.2007 vegna húsa Kirkjugarða Reykjavíkur á lóð nr. 11-19 við Þverveg.
Stærð: Tengibygging 61,6 ferm., 187,2 rúmm.
Gjald kr. 7.700 + 14.414
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

Ýmis mál

34. Kirkjustræti 14 - Alþingisreitur (01.141.106) 100886 Mál nr. BN039678
Alþingi, Kirkjustræti, 150 Reykjavík
Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúa til að breyta mörkum lóðarinnar Kirkjustræti 14, eins og sýnt er á meðsendum uppdrætti landupplýsingadeildar dags. 16. mars 2009. Stærð lóðarinnar verður óbreytt 8109 ferm.
Deiliskipulagsbreytingin var samþykkt í borgarráði 27. nóvember 2009 og var birt í B-deild Stjórnartíðinda 16. febrúar 2009.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.

35. Kleppsvegur 35 (01.329.802) 103876 Mál nr. BN039669
Framkvæmda- og eignasvið Reykja, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík
Óskað er etir því að landspildan Kleppsvegur 35 landnr. 103876, stærð 78 ferm, verði felld af skrám byggingarfulltrúans í Reykjavík og sameinuð óútvísuðu landi Reykjavíkurborgar, landnr. 218177.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.

36. Vatnsmýrarvegur 20 (01.62-.-99) 106651 Mál nr. BN039670
Framkvæmda- og eignasvið Reykja, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík
Óskað er eftir því að landspildan Vatnsmýrarvegur 20 landnr. 106651, stærð 18.300 ferm, verði felld af skrám byggingarfulltrúans í Reykjavík og sameinuð óútvísuðu landi Reykjavíkurborgar, landnr. 218177.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.

Fyrirspurnir

37. Ásvallagata 7 (01.162.306) 101279 Mál nr. BN039601
Sigurður Örn Guðleifsson, Ásvallagata 15, 101 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að byggja svalir á rishæð fjölbýlishússins á lóð nr. 7 við Ásvallagötu.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 20. mars 2009 fylgir erindinu.
Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingarleyfi sem grenndarkynnt verður. Taka skal tillit til athugasemda á fyrirspurnarblaði.

38. Dvergshöfði 27 (04.061.403) 110622 Mál nr. BN039654
Haukur Viktorsson, Bakkavör 6, 170 Seltjarnarnes
Spurt er hvort leyfi fengist fyrir lóðarstækkun og fyrir breyttu fyrirkomulagi og aðkomu við atvinnuhúsið á lóð nr. 27 við Dvergshöfða.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.

39. Efstasund 42 (01.357.013) 104402 Mál nr. BN039676
Snæbjörn Sigurgeirsson, Efstasund 42, 104 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að byggja bílskúr eins og sýnt er við einbýlishúsið á lóð nr. 42 við Efstasund.
Nei.
Sækja má um leyfi til að byggja bílgeymslu 5 x 8 m. sem er í samræmi við samþykkt deiliskipulag.

40. Fáfnisnes 5 (01.675.010) 106891 Mál nr. BN039651
Arnar Már Kristinsson, Gnitanes 6, 101 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að byggja viðbyggingu eins og sýnt er á meðfylgjandi skissum við tvíbýlishúsið á lóð nr. 5 við Fáfnisnes.
Nei.
Lóðin tellst fullbyggð samkvæmt gildandi deiliskipulagi.

41. Fálkagata 4 (01.553.119) 106539 Mál nr. BN039636
Inga Skarphéðinsdóttir, Fálkagata 4, 107 Reykjavík
Jónas Guðlaugsson, Hjarðarhagi 33, 107 Reykjavík
Spurt er hvort leyfi fengist til að byggja verönd úr timbri , sem ligur á lóðarmörkum Þrastagötu 3b og 0,3 m frá lóðarmörkum Suðurgötu 100. Veröndin stendur 0,2 yfir yfirborði lóðar nr. 4 við Fálkagötu.
Samþykki lóðarhafa Þrastargötu 3b, Fálkagötu 2 og Húsfélagsins Fálkagötu 6 fylgir.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.

42. Fjölnisvegur 10 (01.196.306) 102673 Mál nr. BN039574
Grímur Alfreð Garðarsson, Fjölnisvegur 10, 101 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að rífa eldri bílskúr og byggja nýjan tvöfaldan bílskúr austan megin húss með bílskýli fyrir framan, að byggja viðbyggingu við vesturgafl, gera kvist á götuhlið, breyta inngangi, grafa frá og út úr hluta kjallara, lækka gólf þar og útbúa íbúð í einbýlishúsinu á lóð nr. 10 við Fjölnisveg.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 20. mars 2009 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 20. mars 2009.
Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingarleyfi sem grenndarkynnt verður. Að öðru leyti vísast til umsagna skipulagsstjóra og athugasemda á fyrirspurnarblaði.

43. Geirsgata 3a-7c (01.117.306) 100086 Mál nr. BN039675
Faxaflóahafnir sf, Tryggvagötu 17, 101 Reykjavík
Spurt er hvort leyfi fengist fyrir að innrétta veitingaaðstöðu, og gera glugga á norðurhlið í atvinnuhúsi merkt 3B á lóð nr. 3a-7c við Geirsgötu.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.

44. Hjallavegur 34-36 (01.354.210) 104288 Mál nr. BN039567
Jón Bjarni Baldursson, Hjallavegur 36, 104 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að koma fyrir garðskála úr timbri í suðvesturhorni lóðar tvíbýlishússins nr. 34-36 við Hjallaveg.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 20. mars 2009 fylgir erindinu.
Nei.
Ekki í samræmi við gildandi deiliskipulag.

45. Laugavegur 12 (01.171.401) 101410 Mál nr. BN039648
María Björk Stefánsdóttir, Langahlíð 19, 105 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að innrétta veitingastað í flokki XX í húsi nr. 12 við Laugaveg.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.

46. Marargata 7 (01.137.301) 100661 Mál nr. BN039578
Edda Magnúsdóttir, Marargata 7, 101 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að byggja bílskúr með innkeyrslu frá Unnarstíg við fjölbýlishúsið á lóð nr. 7 við Marargötu.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 20. mars 2009 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 19. mars 2009.
Nei.
Með vísan til umsagnar skipulagsstjóra.

47. Naustanes 125737 (00.058.000) 125737 Mál nr. BN039604
Snorri B Ingason, Byggðarendi 5, 108 Reykjavík
Spurt er hvort leyfi fengist til að stækka íbúðarhúsið í Naustanesi um 35 ferm. á jörðinni Naustanes landnr. 125737 á Kjalarnesi.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 20. mars 2009 fylgir erindinu.
Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingarleyfi.

48. Ránargata 10 (01.136.019) 100522 Mál nr. BN039650
Arnar Fells Gunnarsson, Ránargata 10, 101 Reykjavík
Spurt er hvort samþykki fengist fyrir íbúð á þakhæð hússins á lóðinni nr. 10 við Ránargötu.
Erindinu fylgir bréf frá eiganda dags 17. mars 2008. Samþykki meðlóðarhafa dags. mars 2009.
Fyrirspurn BN033997 dags. 24. júní 2006
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar lögfræði- og stjórnsýslu.

49. Þarabakki 3 (04.603.702) 111729 Mál nr. BN039634
Icecurves ehf, Bæjarlind 12, 201 Kópavogur
Spurt er hvort byggingarleyfi þurfi til að innrétta heilsuræktarstöð fyrir konur í kjallara og á 1. hæð í verslunarhúsnæði í húsi á lóð nr. 3 við Þarabakka.
Jákvætt.
Sækja verður um byggingarleyfi sbr. ákv. byggingarreglugerðar nr. 441/1998.

50. Ægisgata 10 (01.131.213) 100182 Mál nr. BN039638
Guðmundur H Sveinsson, Ægisgata 10, 101 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að koma fyrir svölum og kvist á suðurþekju íbúðar- og atvinnuhússins á lóð nr. 10 við Ægisgötu.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.

Fundi slitið kl. 12.20.

Magnús Sædal Svavarsson
Björn Kristleifsson Bjarni Þór Jónsson
Sigrún Reynisdóttir Þórður Búason
Jón Hafberg Björnsson Eva Geirsdóttir