Umhverfis- og skipulagsráð
Skipulagsráð
Ár 2009, miðvikudaginn 11. mars kl. 9.05, var haldinn 167. fundur skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð. Ráðssal. Viðstaddir voru: Júlíus Vífill Ingvarsson, Ragnar Sær Ragnarsson, Brynjar Fransson, Ingvar Jónsson, Svandís Svavarsdóttir, Stefán Benediktsson, Björk Vilhelmsdóttir og áheyrnarfulltrúinn Magnús Skúlason. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Magnús Sædal Svavarsson, Ólafur Bjarnason, Ágúst Jónsson og Marta Grettisdóttir. Auk þess gerðu eftirtaldir embættismenn grein fyrir einstökum málum: Örn Þór Halldórsson, Lilja Grétarsdóttir, Björn Axelsson, Haraldur Sigurðsson og Þórarinn Þórarinsson.
Fundarritari var Helga Björk Laxdal.
Þetta gerðist:
(D) Ýmis mál
1. Skipulagsráð, leyfi frá nefndarsetu nýr nefndarfulltrúi 2009 Mál nr. SN090092
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 4. mars 2009, vegna samþykktar borgarráðs frá 3. mars að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson fái leyfi frá nefndarsetu í skipulagsráði frá og með 3. mars 2009 og út apríl. Brynjar Fransson tekur sæti í hans í ráðinu á meðan.
Formaður skipulagsráðs lagði fram tillögu um að Brynjar Fransson yrði kjörinn varaformaður skipulagsráðs.
Tillagan var samþykkt einróma.
(A) Skipulagsmál
2. Afgreiðslufundir skipulagsstjóra Reykjavíkur, fundargerð Mál nr. SN010070
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar skipulagsstjóra Reykjavíkur frá 6. mars 2009.
3. Bíldshöfði 9, breyting á deiliskipulagi (04.062.0) Mál nr. SN080756
Eyrarland ehf, Urriðakvísl 18, 110 Reykjavík
Einar V Tryggvason, Miðdalur, 270 Mosfellsbær
Lagt fram erindi Einars V. Tryggvasonar f.h. Eyrarlands ehf., dags. 18. desember 2008 um breytingu á deiliskipulagi lóðar nr. 9 við Bíldshöfða. Sótt er um aukningu á byggingarmagni og breytta aðkomu að lóð í samræmi við meðfylgjandi uppdrætti dags. 13. janúar 2009. Einnig lagt fram samþykki meðeigenda dags. 13. janúar 2009 og orðsending borgarstjóra dags. 26. febrúar 2009 ásamt meðfylgjandi bréfi Eyrarlands ehf. dags. 19. febrúar 2009.
Frestað.
4. Bíldshöfði 20, breyting á deiliskipulagi (04.065.1) Mál nr. SN080590
Smáragarður ehf, Hlíðasmára 11, 201 Kópavogur
ASK Arkitektar ehf, Geirsgötu 9, 101 Reykjavík
Lagt fram erindi Smáragarðs ehf. dags. 15. september 2008 varðandi breytingu á deiliskipulagi Ártúnshöfða vegna lóðarinnar nr. 20 við Bíldshöfða. Í breytingunni felst að gert ráð fyrir 7. hæða viðbyggingu til austurs, auk 3 hæða viðbyggingu til suðurs, samkvæmt uppdrætti ASK arkitekta mótt. 24.febrúar 2009. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 25. febrúar 2009.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu þegar uppdrætti hafa verið lagfærðir.
Vísað til borgarráðs.
5. Heiðargerði 76, breyting á deiliskipulagi (01.802.2) Mál nr. SN080753
Guðmundur Ó. Eggertsson, Heiðargerði 76, 108 Reykjavík
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju umsókn Guðmundar Eggertssonar, mótt. 17. desember 2008, um breytingu á deiliskipulagi vegna lóðar nr. 76 við Heiðargerði samkvæmt uppdrætti Húss og skipulags dags. í janúar 2006. Í breytingunni felst tillaga að hækkun á nýtingarhlutfalli. Einnig er lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála dags. 24. júlí 2008 þar sem samþykkt skipulagsráðs Reykjavíkurborgar frá 15. mars 2006, um að synja um breytingu á deiliskipulagi Heiðargerðisreits vegna lóðarinnar að Heiðargerði 76, er felld úr gildi. Erindi var samþykkt í grenndarkynningu á fundi skipulagsráðs þann 14. janúar 2009 og er nú lagt fram að nýju. Grenndarkynning stóð frá 19. janúar til og með 16. febrúar 2009. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir: Steinunn Ásg. Frímannsdóttir, Heiðargerði 90, dags. 13. febrúar, Ásberg M. Einarsson, Heiðargerði 90, dags. 13. febrúar, María Hlinadóttir og Magnús Halldórsson, Heiðargerði 88, dags. 16. febrúar og Edith Nicolaidóttir dags. 13. febrúar 2009. Einnig er lagt fram bréf Marteins Mássonar hrl. f.h. lóðarhafa dags. 10. mars 2009.
Athugasemdir kynntar.
Frestað.
6. Áland / Furuborg, breyting á deiliskipulagi Mál nr. SN090093
Framkvæmda- og eignasvið Reykja, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík
Lögð fram umsókn Framkvæmda- og eignasviðs Reykjavíkur, dags. 5. mars 2009 varðandi breytingu á deiliskipulagi Borgarspítalans vegna lóðar leikskólans Furuborgar. Í breytingunni felst stækkun lóðar og byggingarreits, auk fjölgunar á bílastæðum, samkvæmt uppdrætti dags. 3. mars 2009.
Frestað.
7. Rofabær 34, Árbæjarskóli, Mál nr. SN080741
breyting á deiliskipulagi, Árbær-Selás
Framkvæmda- og eignasvið Reykja, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Framkvæmda- og eignasviðs Reykjavíkur dags. 11. desember 2008, um breytingu á deiliskipulagi Árbær-Selás vegna lóðarinnar nr. 34 við Rofabæ. Í breytingunni felst m.a. staðsetning boltagerðis og breyting á bílastæðum samkvæmt uppdrætti dags. 11. desember 2008. Erindið var í auglýsingu frá 19. janúar til og með 2. mars 2009. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir: Stefán Thors, Hábæ 41, dags. 26. jan. 2009. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 5. mars 2009.
Samþykkt með vísan til umsagnar skipulagsstjóra.
Vísað til borgarráðs.
8. Græni trefillinn Útmörk höfuðborgarsvæðisins, Mál nr. SN080612
Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins.2001-2024
Lögð fram að lokinni kynningu drög skipulags- og byggingarsviðs dags. í september 2008 og breytt 21. október 2008 að óverulegri breytingu á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins. Einnig lögð fram bréf Mosfellsbæjar dags. 29. október 2008, Hafnarfjarðarbæjar dags. 10. nóvember 2008, Kjósarhrepps dags. 10. nóvember 2008, Kópavogsbæjar dags. 21. nóvember 2008, Seltjarnarnesbæjar dags. 10. desember 2008 og Garðabæjar dags. 26. febrúar 2009.
Samþykkt.
Vísað til borgarráðs.
9. Hólmsheiði, jarðvegsfylling, (05.8) Mál nr. SN080570
Breyting á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2001-2024
Að lokinni forkynningu er lögð fram tillaga skipulags- og byggingarsviðs að breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur dags. 29. ágúst 2008. Í breytingunni felst afmörkun á svæði til jarðvegsfyllingar á Hólmsheiði fyrir tímabundna losun á ómenguðum jarðvegi samkv. meðfylgjandi uppdrætti dags. 29. ágúst 2008. Einnig er lagt fram bréf Skipulagsstofnunar dags. 29. október 2008 og bréf Skógræktarfélags Garðabæjar dags. 24. nóvember 2008.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu .
Vísað til borgarráðs.
10. Hólmsheiði, jarðvegsfylling, (05.8) Mál nr. SN080657
endurauglýsing deiliskipulags
Lagt fram að nýju tillaga Landmótunar, að deiliskipulagi á Hólmsheiði dags. 22. vegna afmörkunar á svæði til jarðvegsfyllingar á Hólmsheiði fyrir tímabundna losun á ómenguðum jarðvegi. Samhljóða deiliskipulag var fellt úr gildi með úrskurði úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála frá 24. júlí 2008.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu .
Vísað til borgarráðs.
Jafnframt er samþykkt að tilkynna þeim aðilum sem áður gerðu athugasemdir við tillöguna um nýja auglýsingu.
11. Hólmsheiði, Fisfélag Reykjavíkur, (05.18) Mál nr. SN080691
Breyting á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2001-2024
Að lokinni forkynningu er lögð fram tillaga skipulags- og byggingarsviðs dags. 23. janúar 2009 að breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2001-2024 vegna aðstöðu fyrir fisflug á Hólmsheiði samkv. meðfylgjandi uppdrætti dags. 23. janúar 2009, ásamt umhverfisskýrslu dags. í janúar 2009. Einnig er lagt fram bréf Skipulagsstofnunar dags. 12. desember 2008, bréf skipulags- og byggingarnefndar Mosfellsbæjar dags. 10. febrúar 2009, umsögn Umhverfis- og samgöngusviðs dags. 11. febrúar 2009, umsögn Skógræktarfélags Reykjavíkur dags. 18. febrúar 2009 og umsögn Fornleifaverndar dags. 5. mars 2009.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu .
Vísað til borgarráðs.
12. Hólmsheiði, Fisfélag Reykjavíkur, (04.4) Mál nr. SN080048
deiliskipulag athafnasvæðis Fisfélagsins
Fisfélag Reykjavíkur, Pósthólf 8702, 128 Reykjavík
Lögð fram umsókn Fisfélags Reykjavíkur, dags. 18. janúar 2008, um deiliskipulag athafnasvæðis Fisfélagsins á Hólmsheiði skv. uppdrætti Skapa og Skerpa arkitekta, dags. 6. mars 2009. Í tillögunni er gert ráð fyirr tímabundinni afmörkun svæðis fyrir starfsemi Fisfélags Reykjavíkur. Um er að ræða þrískipt svæði, flugbrautir og æfingaaðstaða fyrir vélknúin fis, svæði fyrir bílastæði og flugskýli og svæði fyrir félagsheimili og útivist. Samhljóða tillaga var áður auglýst frá 13. febrúar 2007 til og með 28. mars 2008. Lagt er fram bréf frá Skipulagsstofnun dags. 16. júní 2008 þar sem gerð er athugasemd við birtingu á samþykkt deiliskipulagsins, eldri athugasemdir vegna fyrri auglýsingar: Orkuveita Reykjavíkur, dags. 30. janúar, Fjáreigendafélag Reykjavíkur, dags. 17. mars 2008, hestamannafélagið Fákur, dags. 25. mars 2008, Flugmálastjórn Íslands, dags. 26. mars 2008, Lögmál f.h. Græðis, dags. 26. mars 2008, Þórir Einarsson Skaftahlíð 38, dags. 27. mars 2008 og umsögn umhverfisstjóra skipulags- og byggingarsviðs dags. 15. apríl 2008. Einnig er lagt fram bréf Skipulagsstofnunar dags. 6. ágúst 2008 og umsagnir Flugmálastjórnar Íslands dags. 29. júlí og 23. október 2008.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu .
Vísað til borgarráðs.
Jafnframt er samþykkt að tilkynna þeim aðilum sem áður gerðu athugasemdir um nýja málsmeðferð og auglýsingu en eldri athugasemdir falla úr gildi við auglýsingu tillögunar nú.
(B) Byggingarmál
13. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð Mál nr. BN039596
Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð nr. 529 frá 10. mars 2009.
(D) Ýmis mál
14. Starfs- og fjárhagsáætlun 2009, Mál nr. SN090094
endurskoðun fjárhagsáætlunar 2009
Kynntar tillögur að endurskoðun fjárhagsáætlunar skipulags- og byggingarsviðs 2009.
Ólöf Örvarsdóttir skipulagsstjóri kynnti.
15. Skúlagata 40, bréf byggingarfulltrúa (01.154.401) Mál nr. BN039605
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa dags. 9. mars 2009 vegna óleyfisskilta á lóðinni nr. 40 við Skúlagötu.
Bréf byggingarfulltrúa samþykkt.
16. Aðalskipulag Reykjavíkur 2024+, Mál nr. SN060424
endurskoðun, skipun stýrihóps
Nýr fulltrúi skipaður í stýrihóp Aðalskipulags Reykjavíkur
Samþykkt að í stýrihópi um endurskoðun aðalskipulags sitji af hálfu Framsóknarflokksins, Ásgeir Ásgeirsson í stað Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar sem er í leyfi.
17. Hlyngerði 6, kæra (01.806.2) Mál nr. SN090088
Úrskurðarnefnd skipul/byggmál, Skúlagötu 21, 101 Reykjavík
Lagt fram bréf úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála dags. 4. mars 2009 ásamt kæru þar sem kærð er samþykkt á deiliskipulagi vegna Hlyngerði 6
Vísað til umsagnar lögfræði og stjórnsýslu.
18. Hólatorg 2, kærur (01.160.3) Mál nr. SN090086
Úrskurðarnefnd skipul/byggmál, Skúlagötu 21, 101 Reykjavík
Lögð fram bréf úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála dags. 4. mars 2009 ásamt kærum þar sem kærð er breyting á deiliskipulagi vegna Hólatorgs 2 og vegna byggingarleyfis.
Vísað til umsagnar lögfræði og stjórnsýslu.
19. Kárastígsreitur austur Reitur 1.182.3, kæra (01.182.3) Mál nr. SN090089
Úrskurðarnefnd skipul/byggmál, Skúlagötu 21, 101 Reykjavík
Lagt fram bréf úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála dags. 4. mars 2009 ásamt kæru þar sem kærð er samþykkt á deiliskipulagi fyrir reit 1.182.3 Kárastígsreitur austur.
Vísað til umsagnar lögfræði og stjórnsýslu.
20. Kirkjuteigur 21, kæra (01.361.1) Mál nr. SN090091
Úrskurðarnefnd skipul/byggmál, Skúlagötu 21, 101 Reykjavík
Lagt fram bréf úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála dags. 4. mars 2009 ásamt kæru þar sem kærð er breyting á deiliskipulagi Teigahverfis vegna Kirkjuteigs 21.
Vísað til umsagnar lögfræði og stjórnsýslu.
21. Langholtsvegur/Drekavogur, kæra (01.414.0) Mál nr. SN090090
Úrskurðarnefnd skipul/byggmál, Skúlagötu 21, 101 Reykjavík
Lagt fram bréf úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála dags. 4. mars 2009 ásamt kæru þar sem kærð er samþykkt deiliskipulags fyrir Langholtsveg /Drekavog.
Vísað til umsagnar lögfræði og stjórnsýslu.
Fundi slitið kl. 10.25.
Júlíus Vífill Ingvarsson
Ragnar Sær Ragnarsson Brynjar Fransson
Ingvar Jónsson Svandís Svavarsdóttir
Stefán Benediktsson Björk Vilhelmsdóttir
Afgreiðsla byggingarfulltrúa samkv. samþykkt nr. 161/2005
Árið 2009, þriðjudaginn 10. mars kl. 10:30 fyrir hádegi hélt byggingarfulltrúinn í Reykjavík 529. fund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn í fundarherberginu 2. hæð Borgartúni 12-14. Þessi sátu fundinn: Magnús Sædal Svavarsson, Bjarni Þór Jónsson, Þórður Búason, Björn Kristleifsson, Sigrún Reynisdóttir, Jón Hafberg Björnsson, Eva Geirsdóttir og Karólína Gunnarsdóttir
Fundarritari var Bjarni Þór Jónsson.
Þetta gerðist:
Nýjar/br. fasteignir
1. Ásgarður 18-24 (01.834.203) 108607 Mál nr. BN039585
Guðfríður G Jónsdóttir, Vogaland 14, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að stækka glugga á suðurhlið og til að breyta rými 0204 í mhl 03 þar sem nú er skráð hársnyrtistofa í íbúð í sambýlishúsinu nr. 22-24 á lóð nr. 18-24 við Ásgarð.
Erindi fylgir samþykki sumra meðeigenda
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Hliðarhengja björgunarop.
2. Blönduhlíð 8 (01.704.404) 107106 Mál nr. BN039569
Ágústa Margrét Ólafsdóttir, Blönduhlíð 8, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að fjarlægja steyptan vegg í kjallara og koma fyrir járnbita og súlum undir loftplötu í staðinn í einbýlishúsi á lóð nr. 8 við Blönduhlíð.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
3. Efstaland 26 (01.850.101) 108756 Mál nr. BN039523
Landic Ísland ehf, Kringlunni 4-12, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta myndbandaleigu í flatbökustað með veitingaaðstöðu. Sett verður útloftunarrör á suðurhlið hússins á lóð nr. 26 við Efstaland.
Samþykki meðeigand dags 2. mars 2009.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugsemda heilbrigðiseftirlits.
4. Engjavegur 8 (01.378.201) 196006 Mál nr. BN039570
Fasteignafél Laugardalur ehf, Engjavegi 8, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að endurnýja áður samþykkta umsókn frá 22. maí 2007, erindi BN035655, um að loka porti með léttri gegnsærri klæðningu með porthurð og flóttahurð á suðvesturenda íþróttarsalar Laugardalshallarinnar á lóðinni nr. 8 við Engjaveg.
Gjald kr 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
5. Fannafold 145 (02.851.606) 109964 Mál nr. BN038868
Guðrún Björg Halldórsdóttir, Fannafold 145, 112 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að bæta við glugga á vesturgafl og til að byggja garðskála úr gleri og timbri með einangruðu þaki á steyptum undirstöðum við parhús á lóð nr. 145 við Fannafold.
Stærðir stækkun: 29,5 ferm. 86,6 rúmm.
Samtals eftir stækkun: 280,1 ferm., 979,2 rúmm.
Gjald kr. 7.300 + 7.700 + 6.322
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst fyrir útgáfu á byggingarleyfi.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
6. Gnoðarvogur 44-46 (01.444.101) 105528 Mál nr. BN039436
Vogaver fasteignafélag ehf, Gnoðarvogi 44, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi kjallara og 1. hæðar matshluta 02 og stækka fiskbúð í verslunarhúsinu á lóð nr. 44 - 46 við Gnoðavog.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
7. Grenimelur 29 (01.540.304) 106297 Mál nr. BN039586
Pétur Sævald Hilmarsson, Grenimelur 29, 107 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir núverandi stærð og staðsetningu bílskúrs, áður gerðri íbúð í kjallara og ýmsum fyrirkomulagsbreytingum á 2. hæð og risi í fjölbýlishúsi á lóð nr. 29 við Grenimel.
Meðfylgjandi er ódagsett samþykki eigenda skráð á teikningar.
Stækkun: Stækkun xx ferm. xx rúmm.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
8. Gylfaflöt 22 (02.576.304) 179494 Mál nr. BN039528
Húsafl sf, Nethyl 2 (hús 3), 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að fella niður milliloft 0105 í rými 0103 í atvinnuhúsinu á lóð nr. 22 við Gylfaflöt.
Milliloft minnkun 75,4 ferm.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Lagfæra skráningartöflu.
9. Háagerði 11 (01.815.206) 107982 Mál nr. BN039583
Steindór Stefánsson, Sóltún 33, 800 Selfoss
Sótt er um endurnýjun byggingarleyfis nr. BN032197 samþ. 20.12.2005 sem er endurnýjun á byggingarleyfi nr. 17758 frá 27. janúar 2000 þar sem sótt var um #GLleyfi til að hækka þak á útbyggingu við norðurhlið, byggja yfir svalir á suðurhlið og að sýna ósamþykkta íbúð á efri hæð hússins á lóðinni nr. 11 við Háagerði.#GL
Stækkun: 8,5 ferm., 15,5 rúmm.
Gjald kr. 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
10. Heiðarás 13 (04.373.203) 111372 Mál nr. BN039529
Gunnar Valdimar Árnason, Heiðarás 13, 110 Reykjavík
Rut Gunnarsdóttir, Heiðarás 13, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að stækka útigeymslu sbr. nýsamþykkt erindi BN038525 við einbýlishús á lóð nr. 13 við Heiðarás.
Stækkun 1,4 ferm., 3,4 rúmm.
Gjald kr 7.700 + 262
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
11. Hringbraut Landsp. (01.198.901) 102752 Mál nr. BN039562
Landspítali, Eiríksgötu 5, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja við úr steinsteypu og setja þar nýtt eldhús/sölubúð, fjarlægja núverandi eldhús/sölubúð og komið þar fyrir setustofu í barnaspítala á lóð Landspítalans við Hringbraut. Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 6. mars 2009 fylgir erindinu.
Stækkun: 18,2 ferm og 82,1 rúmm.
Gjald kr. 7.700 + 6322
Frestað.
Með vísan til umsagnar skipulagsstjóra er ekki gerð athugasemd við að umsækjandi láti vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi.
12. Kjalarvogur 17 (01.422.601) 179974 Mál nr. BN039580
Orkuveita Reykjavíkur, Bæjarhálsi 1, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að rífa spennistöð nr. 742 með fnr. 224-3941, mhl. 03 merkt 0101 á lóð nr. 17* við Kjalarvog.
Stærð 10,9 ferm., 27 rúmm.
Gjald kr. 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
13. Laugavegur 60 (01.173.115) 101532 Mál nr. BN039563
Pétur Heiðar Egilsson, Breiðvangur 2, 220 Hafnarfjörður
Rosita Yufan Zhang, Breiðvangur 2, 220 Hafnarfjörður
Sótt er um leyfi til að innrétta veitingastað á 1. hæð í húsi á lóð nr. 60 við Laugaveg.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
14. Njálsgata 8C (01.182.208) 101860 Mál nr. BN039369
Anna Lára Lárusdóttir, Bergstaðastræti 26b, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að bæta inn björgunaropum og fellistiga á annari hæð í fjölbýlishúsi á lóð nr. 8C við Njálsgötu.
Meðfylgjandi er bréf lögmanns skipulags- og byggingarsviðs dags. 9. janúar 2009. Sömuleiðis bréf skipulagsstjóra dags. 6.11.2008 (#GLekki gerð athugasemd við erindið#GL).
Erindi fylgir fyrirspurn BN039085 þar sem fylgir samþykki meðeigenda dags. 21.október 2008.
Gjald kr. 7.700.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
15. Ránargata 24 (01.135.108) 100445 Mál nr. BN039590
Kristján Geir Pétursson, Ránargata 24, 101 Reykjavík
Henný Gunnarsdóttir Hinz, Ránargata 24, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta áður samþykktu erindi, BN029278 samþykktu 5. apríl 2005, ný umsókn fjallar um að sleppa viðbyggingu í kjallara og á 1. hæð einbýlishúss á lóð nr. 24 við Ránargötu.
Minnkun: 8,4 ferm. og 23,6 rúmm.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
16. Síðumúli 14 (01.293.102) 103804 Mál nr. BN039493
Kjaran ehf, Pósthólf 8660, 128 Reykjavík
Sótt er um samþykkt á reyndarteikningum vegna eignaskiptasamnings af verslunarhúsinu á lóð nr. 14 við Síðumúla.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda eldvarnaeftirlits.
17. Skógargerði 2 (01.836.003) 108623 Mál nr. BN039329
Berglind Sigurðardóttir, Skógargerði 2, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir áður gerðri stækkun garðskála, til að útbúa hjólageymslu undir hluta útbyggingar og til að stækka sólpall við tvíbýlishúsið á lóð nr. 2 við Skógargerði.
Áður gerð stækkun: 27,2 ferm., 80,5 rúmm.
Gjald kr. 7.300 + 6.199
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
18. Skólavörðustígur 14 (01.180.302) 101713 Mál nr. BN039566
Þröstur Kristbjörn Ottósson, Kársnesbraut 114, 200 Kópavogur
Kína ehf, Skólavörðustíg 16, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta bakaríi í veitingastað með veitingaleyfi í flokki tvö í húsi á lóð nr. 14 við Skólavörðustíg.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 6. mars 2009 fylgir erindinu.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
19. Skólavörðustígur 22B (01.181.205) 101759 Mál nr. BN039588
Jón Þór Ísberg, Laugavegur 27a, 101 Reykjavík
Fasteignafélag Reykjavíkur sf, Pósthólf 8031, 128 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að innrétta húðflúrstofu í verslunarrými 0101á 1. hæð húss á lóð nr. 22B við Skólavörðustíg.
Sbr. fsp. BN039531 dags. 24.2. 2009
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
20. Skólavörðustígur 42 (01.181.405) 101795 Mál nr. BN038151
R.Guðmundsson ehf, Pósthólf 1143, 121 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja gluggalausan kjallara undir atvinnuhúsið á lóðinni nr. 42 við Skólavörðustíg.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 23. maí 2008 fylgir erindinu.Stækkun: 158,1 ferm., 382,2 rúmm.
Gjald kr. 7.300 + 7.300 + 27.901
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
21. Skúlatún 1H (01.220.106) 102790 Mál nr. BN039581
Orkuveita Reykjavíkur, Bæjarhálsi 1, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að rífa spennistöð nr. 64 með fnr. 200-9472, mhl. 01 merkt 0101 á lóð nr. 1H við Skúlatún.
Stærðir: 54 ferm., 189 rúmm.
Gjald kr. 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
22. Smiðshöfði 7 (04.061.201) 110604 Mál nr. BN039507
Sveinbjörn Sigurðsson hf, Smiðshöfða 7, 110 Reykjavík
Sótt er leyfi til að breyta skipulagi á millilofti með því að bæta við fundaherbergi, teikningaaðstöðu og hringstiga niður á jarðhæð í atvinnuhúsi á lóð nr. 7 við Smiðshöfða.
Gjald kr. 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
23. Sólvallagata 27 (01.139.111) 100758 Mál nr. BN039582
JHH ehf, Fjarðargötu 13-15, 220 Hafnarfjörður
Jón Hákon Hjaltalín, Strandvegur 11, 210 Garðabær
Sótt er um leyfi til að breyta innra fyrirkomulagi og innrétta skrifstofu og verslun í verslunarhúsnæði á 1. hæð fjölbýlishússins á lóð nr. 27 við Sólvallagötu.
Jafnframt er erindi BN039489 dregið til baka.
Gjald kr. 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
24. Sunnuvegur 27 (01.386.206) 104945 Mál nr. BN039591
Andri Sveinsson, Bretland, Sótt er um leyfi til að hækka núverandi og bæta við nýjum veggjum á lóðarmörkum, færa anddyri innar í húsið, koma fyrir heitum potti og koma sorptunnum fyrir í geymslu í húsi á lóð nr. 27 við Sunnuveg.
Minnkun: xx ferm., xx rúmm.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
25. Súðarvogur 36 (01.454.401) 105639 Mál nr. BN039532
Sólrún Jónsdóttir, Súðarvogur 36, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja sólskála yfir hluta svala og til að breyta gluggum á austurhlið atvinnuhússins á lóð nr. 36 við Súðarvog.
Stækkun: 13,8 ferm., 45,8 rúmm.
Gjald kr. 7.700 + 3.527
Frestað.
Grenndarkynningu ólokið.
26. Sævarhöfði 2-2A (04.054.501) 110556 Mál nr. BN038599
Ingvar Helgason ehf, Pósthólf 12260, 132 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir reyndarteikningum sem felast í breytingu á verkstæði og móttöku fyrir verkstæði í verkstæðishúsi á lóð nr. 2 A við Sævarhöfða.
Gjald kr. 7.300
Frestað.
Vísað til athugasemda eldvarnaeftirlits.
27. Tryggvagata 17, Hafnarhúsið (01.118.201) 100094 Mál nr. BN039084
Samgönguráðuneyti, Tryggvag Hafnarhúsi, 150 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að koma fyrir nýju stigagati og stiga í því milli 3. og 4. hæðar, til að breyta brunavörnum og til ýmissa annara breytinga á innra skipulagi Hafnarhússins á lóð nr. 17 við Tryggvagötu.
Erindi fylgir yfirlýsing frá Víðsjá, sem verður burðarvirkis- og brunahönnuður dags. 20. október 2008.
Einnig fylgja brunahönnunaruppdrættir af 3. og 4. hæð dags. 10. nóvember 2008.
Gjald kr. 7.300
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
28. Veltusund 3B (01.140.420) 100860 Mál nr. BN039428
Balance ehf, Álagranda 27, 107 Reykjavík
Sótt er leyfi um að innrétta skyndibitastað í stað verslunar í atvinnuhúsi á lóð nr. 3B við Veltusund.
Bréf frá Húsafriðunarnefnd dags. 12. feb. 2009 og tölvupóstur frá Minjasafni Reykjavíkur dags. 20. feb. 2009.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 6. mars 2009 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 6. mars 2009.
Gjald kr. 7.700.
Synjað.
Samræmist ekki þróunaráætlun miðborgar, sbr. umsögn skipulagsstjóra frá 6. mars 2009 og bréf skipulagsstjóra frá 9. mars sl.
29. Vesturgata 17 (01.136.008) 100511 Mál nr. BN039501
Vesturgata 17 ehf, Vesturgötu 17, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta fyrirkomulagi í gistiherbergjum og í starfsmannaaðstöðu á 1. hæð sbr. nýsamþykkt erindi BN039433 í gistiheimili á lóð nr. 17 við Vesturgötu.
Gjald kr. 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
30. Þingholtsstræti 30 (01.183.502) 101980 Mál nr. BN039511
Bjarni G Bjarnason, Þingholtsstræti 30, 101 Reykjavík
Þingholtsstræti 30,húsfélag, Þingholtsstræti 30, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta útliti glugga í stigagangi, breyta handriði svala úr steypu í gler og einangra þak og klæða með bárujárni svalaskála þakíbúða í fjölbýlishúsi á lóð nr. 30 við Þingholtsstræti.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
31. Þórsgata 10 (01.184.205) 102027 Mál nr. BN039311
Alda Lóa Leifsdóttir, Þórsgata 10, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja tengibyggingu milli fram- og bakhúss, til að gera upp bakhús og byggja við það til suðurs og austurs að lóðamörkum og til að breyta í einbýlishús í núverandi fjölbýlishúsi á lóð nr. 10 við Þórsgötu.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 20. febrúar 2009 fylgir erindinu. Einnig lög fram umsögn skipulagsstjóra dags. 16. janúar 2009. Tillagan var grenndarkynnt frá 21. janúar til og með 18. febrúar 2009. Engar athugasemdir bárust.
Stækkun: 127,7 ferm., 454,5 rúmm.
Gjald kr. 7.300 + 34.997
Frestað.
Vísað til fyrri athugasemda á umsóknarblaði.
Ýmis mál
32. Seljavegur 2 (01.130.105) 100117 Mál nr. BN039597
Sigurrós Hermannsdóttir, Tjarnarstígur 3, 825 Stokkseyri
Á afgreiðslufundi byggingarfulltrúa þann 31. júlí 2007 var samþykkt að breyta atvinnuhúsnæði á 5. hæð matshluta 01 í íbúð, bæta við glugga á norðvesturhlið og norðausturhlið ásamt svölum í stað áður snyrtinga á 5. hæð fjöleignahússins á lóð nr. 2 við Seljaveg.
Þá var bókað að #GLSkilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst til þess að samþykktin öðlist gildi#GL. Er sú bókun hér með felld úr gildi.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Fyrirspurnir
33. Blönduhlíð 25 (01.713.017) 107228 Mál nr. BN039558
Jóhanna Þorsteinsdóttir, Blönduhlíð 25, 105 Reykjavík
Spurt er hvort leyfi fengist fyrir byggingu bílgeymslu á lóðinni nr. 25 við Blönduhlíð.
Fyrirspurn BN034882 um sama efni var samþykkt jákvæð þann 7. nóvember 2006.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 6. mars 2009 fylgir erindinu.
Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum og að teknu tilliti til athugasemda skipulagsstjóra skal sækja um byggingarleyfi sem grenndarkynnt verður ef berst.
34. Borgartún 35-37 (01.219.102) 186012 Mál nr. BN039600
Nýherji hf, Borgartúni 37, 105 Reykjavík
Skyggnir ehf upplýsingaþjónusta, Urðarhvarf 6, 201 Kópavogur
Spurt er hvort leyfi fengist til að staðsetja 20 feta gám í 24 mánuði, sem inniheldur færanlega við, húsnæði Nýherja hf á lóð nr. 35- 37 við Borgartún.
Málinu fylgir bréf frá Skyggni dags 6. mars 2009, bréf frá Eflu verkfræðistofu dags. 19. nóv. 2008. Tölvupóstur frá Jóni Fannari Karlssyni-Taylor dags 6. mars 2009.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.
35. Bólstaðarhlíð 12 (01.273.006) 103615 Mál nr. BN039606
Árni Heiðar Karlsson, Sólheimar 52, 104 Reykjavík
María Kristín Jónsdóttir, Sólheimar 52, 104 Reykjavík
Ofanrituð spyrja hvort leyft verði að koma fyrir salerni og steypubaði í geymslurými í rými merktu 00-02 í kjallara hússins nr. 12 við Bólstaðarhlíð og jafnframt að loka innkeyrsludyrum bílgeymslu með timburvegg sem hafi sama ytra útlit og fyrri bílgeymsluhurð.
Málinu fylgir: Afrit af teikningu samþ. 5. desember 2000, bréf umsækjenda dags. 9. mars 2009, bréf Kærunefndar fjöleignarhúsalaga dags. 20. febrúar 2009, bréf byggingarfulltrúa dags. 18. febrúar 2009, bréf Bjarna Jónsson dags. 25. september 2008 og bréf frá Rétti dags. 12. desember 2008.
Frestað.
Vísað til umsagnar lögfræði- og stjórnsýslu.
36. Fjólugata 25 (01.185.510) 102200 Mál nr. BN039481
Kristín Sigurjónsdóttir, Básbryggja 2, 110 Reykjavík
Spurt er hvort leyfi fengist fyrir að samþykkja sem íbúð, eða til vara sem ósamþykka íbúð, áður gerða íbúð í eignarhluta 01-0001 í fjölbýlishúsinu á lóð nr. 25 við Fjólugötu.
Erindi fylgir virðingargjörð dags. 1. apríl 1951, íbúðarskoðun byggingarfulltrúa dags. 28. febrúar 2009 og afsal allrar húseignarinnar dags. 5. maí 1961.
Frestað.
Gera skal grein fyrir aldri íbúðar og eignarhaldi með afsölum
37. Fjölnisvegur 10 (01.196.306) 102673 Mál nr. BN039574
Grímur Alfreð Garðarsson, Fjölnisvegur 10, 101 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að rífa eldri bílskúr og byggja nýjan tvöfaldan bílskúr austan megin húss með bílskýli fyrir framan, að byggja viðbyggingu við vesturgafl, gera kvist á götuhlið, breyta inngangi, grafa frá og út úr hluta kjallara, lækka gólf þar og útbúa íbúð í einbýlishúsinu á lóð nr. 10 við Fjölnisveg.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.
38. Freyjugata 44 (01.196.102) 102643 Mál nr. BN039478
Stefán Jón Hafstein, Freyjugata 44, 101 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að byggja kvisti á norður- og suðurhlið þaks og til að lyfta þaki á göflum eins og sýnt er á meðfylgjandi teikningum af fjölbýlishúsinu á lóð nr. 44 við Freyjugötu. Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 6. mars 2009 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 6. mars 2009.
Neikvætt.
Miðað við framlögð gögn og umsögn skipulagsstjóra dags. 6 mars sl.
Sjá þó leiðbeiningar í lok umsagnar.
39. Gnoðarvogur 84 (01.473.003) 105739 Mál nr. BN039545
Alexander H Depuydt, Gnoðarvogur 84, 104 Reykjavík
Spurt er hvort leyfi fengist til að og hversu mikið mætti breikka núverandi sólstofu sem ekki liggur byggingarleyfi fyrir í fjölbýlishúsinu á lóð nr. 84 við Gnoðarvog.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 6. mars 2009 fylgir erindunu.
Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingarleyfi sem verður grenndarkynnt berist það.
Samþykki meðeiganda skal fylgja umsókn.
40. Háagerði 31 (01.815.216) 107992 Mál nr. BN039589
Ragna Huldrún Þorsteinsdóttir, Háagerði 31, 108 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að byggja steinsteypta bílageymslu við raðhúsið á lóð nr. 31 við Háagerði.
Erindi fylgir samþykki sumra meðlóðarhafa dags. 30. janúar 2009
Jákvætt.
Að byggja bílskúr í samræmi við gildandi deiliskipulag frá árinu 2004. Mestu stærðir: breidd 4.0 metra, lengd 7.0 metrar og hæð 2,7 metrar.
41. Hjallavegur 34-36 (01.354.210) 104288 Mál nr. BN039567
Jón Bjarni Baldursson, Hjallavegur 36, 104 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að koma fyrir garðskála úr timbri í suðvesturhorni lóðar tvíbýlishússins nr. 34-36 við Hjallaveg.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.
42. Laugavegur 83 (01.174.125) 101600 Mál nr. BN039444
Marteinn Helgi Sigurðsson, Laugavegur 83, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja 5. hæðina ofan á íbúðar- og atvinnuhúsið á lóð nr. 83 við Laugaveg. Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá
6. mars 2009 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 4. mars 2009.
Nei
Samanber umsögn skipulagsstjóra er erindið ekki í samræmi við deiliskipulag.
43. Ljósaland 6 (01.870.601) 108818 Mál nr. BN039557
Hans Olav Andersen, Hávallagata 21, 101 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að byggja við til suðurs eins og sýnt er á meðfylgjandi teikningum af raðhúsi nr. 6 á lóð nr. 1-25 2-24 við Ljósaland.
Útskrift úr gerðarbók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 6. mars 2009 fylgir erindinu.
Neikvætt.
Ekki í samræmi við deiliskipulag en unnið er að heildarendurskoðun deiliskipulags í Fossvogi og verður fyrirspurnin skoðuð í tengslum við það.
44. Marargata 7 (01.137.301) 100661 Mál nr. BN039578
Edda Magnúsdóttir, Marargata 7, 101 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að byggja bílskúr með innkeyrslu frá Unnarstíg við fjölbýlishúsið á lóð nr. 7 við Marargötu
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.
45. Mjölnisholt 12-14 (01.241.104) 211626 Mál nr. BN039542
Miðbæjarbyggð ehf, Einholti 2, 105 Reykjavík
Spurt er hvor skipta megi framkvæmd við hótel á lóð nr. 12 - 14 við Mjölnisholt í tvo áfanga. Núverandi byggingarleyfi verði þar með fellt úr gildi og óskað er eftir nýrri meðferð gjalda. Breytingin felst í að álman við Brautarholt og bílakjallari við Stakkholt verður 1. áfangi en hótelálma við Stakkholt 2. áfangi og sleppt að sinni. Bílakjallarinn verður ekkert notaður, en bílastæði verða á þaki hans. Meðfylgjandi er bréf arkitekts og stærðarútreikningar. Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 6. mars 2009 fylgir erindinu.
Samþykkt mannvirki: 7.538,7 ferm., 23.867,2 rúmm. - 1. áfangi samtals: 4.798,0 ferm., 15.750,0 rúmm. þar af ónotaður bílakjallari 1.531,0 ferm., 4.500,0 rúmm. - Notað rými 1. áfangi: 3.267,0 ferm., 11.250,0 rúmm.
Frestað.
Með vísan til umsagnar skipulagsstjóra eru ekki gerðar athugasemdir við að fyrirspyrjandi láti vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi í samræmi við fyrirspurn. Tillagan verður grenndarkynnt þegar hún berst.
46. Stýrimannastígur 14 (01.135.408) 100486 Mál nr. BN039504
Unnur Guðrún Pálsdóttir, Stýrimannastígur 14, 101 Reykjavík
Margrét Arna Hlöðversdóttir, Sörlaskjól 24, 107 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að innrétta veislueldhús og veitingaþjónustu í kjallara einbýlishússins á lóð nr. 14 við Stýrimannastíg.
Erindi fylgir virðingargjörð dags. 2. janúar 1944.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 6. mars 2009 fylgir erindinu.
Ekki eru gerðar athugasemdir frá skipulagslegu sjónarmiði en vísað er til athugasemda á umsóknarblaði.
Fundi slitið kl. 12.08.
Magnús Sædal Svavarsson
Bjarni Þór Jónsson Þórður Ólafur Búason
Sigrún Reynisdóttir Björn Kristleifsson
Jón Hafberg Björnsson Eva Geirsdóttir
Karólína Gunnarsdóttir