Umhverfis- og skipulagsráð - og skipulagsráð

Umhverfis- og skipulagsráð

Skipulagsráð

Ár 2009, miðvikudaginn 25. febrúar kl. 9.05, var haldinn 165. fundur skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12-14, 7. hæð. Ráðssal. Viðstaddir voru: Júlíus Vífill Ingvarsson, Brynjar Fransson, Ragnar Sær Ragnarsson, Zakaria Elías Anbari, Sóley Tómasdóttir, Stefán Benediktsson, Björk Vilhelmsdóttir og áheyrnarfulltrúinn Magnús Skúlason. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Magnús Sædal Svavarsson, Ólafur Bjarnason, Ágúst Jónsson og Marta Grettisdóttir. Auk þess gerðu eftirtaldir embættismenn grein fyrir einstökum málum: Margrét Þormar og Örn þór Halldórsson.
Fundarritari var Helga Björk Laxdal.

Þetta gerðist:

(A) Skipulagsmál

1. Afgreiðslufundir skipulagsstjóra Reykjavíkur, fundargerð Mál nr. SN010070
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar skipulagsstjóra Reykjavíkur frá 20. febrúar 2009.

2. Kringlan, vinnsla forsagnar (01.721) Mál nr. SN040228
Lögð fram tillaga skipulagsstjóra dags. 15. janúar 2009 að vinnslu forsagnar fyrir Kringlusvæði. Einnig lagt fram minnisblað Þyrpingar dags. 27. janúar 2009
Frestað.

(B) Byggingarmál

3. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð Mál nr. BN039550
Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð nr. 527 frá 24. febrúar 2009.

4. Brautarholt 8, endurnýjun byggingaleyfis (01.241.205) Mál nr. BN039313
S.Waage sf, Hlíðarbyggð 19, 210 Garðabær
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 23. desember 2008 þar sem sótt er um leyfi fyrir endurnýjun á byggingaleyfi erindi nr. BN037017 frá 18. des. 2007 sem var endurnýjun frá 4. október 2006, þar sem sótt er um leyfi til að byggja nýja hæð úr stálgrind klæddri múr ofan á húsið á lóðinni nr. 8 við Brautarholt. Grenndarkynning stóð yfir frá 21. janúar til og með 18. febrúar 2009. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir: Íris Ólafsdóttir f.h. starfsfólks Icelandair Cargo, Brautarholti 8, dags. 23. janúar 2009. Einnig lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 20. febrúar 2009.
Samþykkt með vísan til a-liðar 12. gr. samþykktar um skipulagsráð og umsagnar skipulagsstjóra.

(C) Fyrirspurnir

5. Grundarstígur 10, (fsp) breyting inni og úti (01.183.308) Mál nr. BN039424
1904 ehf, Kársnesbraut 64, 200 Kópavogur
Á fundi skipulagsráðs 11. febrúar 2009 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 3. febrúar 2009 þar sem spurt er hvort byggja megi sal við kjallara einbýlishúss á lóð nr. 10 við Grundarstíg og breyta nýtingu þessa fyrrum íbúðarhúss Hannesar Hafstein í blandaða atvinnustarfsemi. Erindinu var vísað til meðferðar skipulagsstjóra og byggingarfulltrúa og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 20. febrúar 2009. Bréf frá hönnuði dags 26.jan. 2009
Ráðið gerir ekki athugasemdir við erindið með vísan til niðurstöðu í umsögn skipulagsstjóra. Byggingarleyfisumsókn verður grenndarkynnt þegar hún berst.

6. Kirkjustræti 14, (fsp) endurgerð á húsi (00.000.000) Mál nr. BN039505
Sigurður Einarsson, Sólberg 2, 221 Hafnarfjörður
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 17. febrúar 2009 þar sem spurt er hvort endurbyggja megi Skjaldbreið nr. 6-10 við Kirkjustræti og flytja Vonarstræti 12 á horn Kirkjustrætis og Tjarnargötu. Málið hefur verið sent Húsafriðunarnefnd og Borgarminjaverði til umsagnar. Meðfylgjandi er bréf arkitekta dags. 10.febrúar 2009.
Ráðið gerir ekki athugasemdir við erindið. Samræmist deiliskipulagi.

7. Ægisgarður, Mýrargötusvæði, (01.13) Mál nr. SN080724
(fsp) hótel, Slippa- Ellingsenreitur lóð R-15
Faxaflóahafnir sf, Tryggvagötu 17, 101 Reykjavík
Á fundi skipulagsráðs 17. desember 2008 var lagt fram bréf Faxaflóahafna dags. 15. desember 2008 ásamt lóðaumsókn ABZ-A dags. 8. desember 2008 ásamt greinargerð og uppdráttum dags. 8. desember 2008. Erindinu var vísað til umfjöllunar í stýrihópi vegna hugmyndasamkeppni um þróun og framtíð skipulagssvæðis Gömlu hafnarinnar frá D-reit og Ingólfsgarði í austri að Eyjargarði í vestri. Erindinu var jafnframt vísað til umsagnar skipulagsstjóra og er nú lagt fram að nýju.
Frestað.

8. Háskóli Íslands, Vísindagarðar, (01.63) Mál nr. SN070730
(fsp) heildaruppbygging lóðar
Á fundi skipulagsráðs 19. nóvember 2008 var lögð fram fyrirspurnartillaga Ask arkitekta, dags. 8. október 2008, að heildaruppbyggingu lóðar Vísindagarða ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 19. nóvember 2008.
Erindið nú lagt fram að nýju ásamt minnisblaði ASK arkitekta dags. 6. febrúar 2009 og ódags uppdráttum.
Kynnt.
Frestað.

Magnús Skúlason áheyrnarfulltrúi Frjálslyndra og óháðra óskaði bókað: #GLÉg tel afar varhugavert að sífellt sé verið að vinna eftir Vatnsmýrartillögu eins og t.d. að breyta legu gatna með tilheyrandi kostnaði. Verðlaunatillagan hefur enga formlega stöðu aðra en að vera vinningstillaga úr samkeppni þrátt fyrir samþykkt Borgarráðs þar um. Þá er rétt að minna á að engin ákvörðun liggur enn fyrir um framtíð flugvallarins#GL.

(D) Ýmis mál

9. Hönnunarleyfi, lagt fram bréf (04.14) Mál nr. SN090064
Golfklúbbur Reykjavíkur, Pósthólf 12067, 132 Reykjavík
Lagt fram bréf Björns Axelssonar landslagsarkitekts dags. 18. febrúar 2009, þar sem farið er fram á leyfi skipulagsráðs með vísan til meginreglu 3. mgr. 7. gr. skipulags- og byggingarlaga 73/1997 til að vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi Golfvallarins í Grafarholti.
Samþykkt.

10. Gufunes, landfyllingar, (02.2) Mál nr. SN080736
mat á umhverfisáhrifum, framkvæmdaleyfi
Á fundi skipulagsráðs 17. desember 2008 var lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 4. des. 2008 vegna samþykktar borgarráðs s.d. um að vísa erindi ritara framkvæmda- og eignaráðs frá 25. f.m. varðandi mat á umhverfisáhrifum landfyllinga við Gufunes til umsagnar skipulagsráðs. Einnig lögð fram orðsending skrifstofu borgarstjóra dags. 10. febrúar 2009 ásamt bréfi íbúasamtaka Grafarvogs dags. 29. janúar 2009 .Ennfremur lögð bókun hverfisráðs Grafarvogs frá 10. febrúar 2009 varðandi umsagnarrétt ráðsins vegna málsins.

11. Hallsvegur, bókun frá hverfisráði Grafarvogs (02.5) Mál nr. SN090065
Lögð fram bókun hverfisráðs Grafarvogs dags. 17. febrúar 2009;
#GLHverfisráð Grafarvogs telur ekki þörf á að farið verði í framkvæmdir við tengingu Víkurvegar við Vesturlandsveg fyrr en lega Sundabrautar hefur verið ákveðin og hún lögð alla leið upp á Kjalarnes. Hverfisráð Grafarvogs telur enga þörf á fjögurra akreina tengingu á milli Vesturlandsvegar og
Víkurvegar en verði talin þörf á fleiri tengingum hverfisins við Vesturlandsveg verði aðeins um tveggja akreina borgargötu að ræða#GL.

12. Miðbæjarátak, Mál nr. BN039549
Lagt fram til kynningar bréf byggingarfulltrúa til eigenda fasteigna í miðborg Reykjavíkur vegna viðhaldsmála 2009.
Kynnt.

13. Næfurás 10-14, lagt fram bréf (04.381.402) Mál nr. BN039548
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa dags. 28. janúar 2009 með tillögu til aðgerða vegna óleyfisframkvæmda í kjallaraíbúð, ásamt rafpósti eiganda íbúðarinnar og svari byggingarfulltrúa hvortveggja frá 3. febrúar 2009.
Frestað.

Fundi slitið kl. 11.00

Júlíus Vífill Ingvarsson
Brynjar Fransson Ragnar Sær Ragnarsson
Zakaria Elías Anbari Sóley Tómasdóttir
Stefán Benediktsson Björk Vilhelmsdóttir

Afgreiðsla byggingarfulltrúa samkv. samþykkt nr. 161/2005

Árið 2009, þriðjudaginn 24. febrúar kl. 10:02 fyrir hádegi hélt byggingarfulltrúinn í Reykjavík 527. fund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn í fundarherberginu 2. hæð Borgartúni 12-14. Þessi sátu fundinn: Magnús Sædal Svavarsson, Bjarni Þór Jónsson, Þórður Búason, Björn Kristleifsson, Sigrún Reynisdóttir, Jón Hafberg Björnsson og Eva Geirsdóttir.
Fundarritari var Bjarni Þór Jónsson.

Þetta gerðist:

Nýjar/br. fasteignir

1. Arnarbakki 1-3 (04.632.201) 111860 Mál nr. BN039537
Fasteignastofa Reykjavíkurborg, Skúlatúni 2, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að lengja vesturálmu (Mhl. 03 og 04) til suðurs, til að byggja hæð ofan á og til að breyta innra fyrirkomulagi Breiðholtsskóla á lóð nr. 1-3 við Arnarbakka.
Erindi fylgir brunahönnun frá Mannvit dags. í febrúar 2009. Stækkun: Kjallari 204,8 ferm., stækkun 1. hæðar á tveim stöðum, 252,7, ný 2. hæð 926,3 ferm.
Samtals 1383,8 ferm., xx rúmm.
Gjald kr. 7.700 + xx
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

2. Austurstræti 12 (01.140.407) 100850 Mál nr. BN039295
Landic Ísland ehf, Kringlunni 4-12, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að innrétta íbúð þar sem áður voru skrifstofur og til að breyta eignamörkum á 5. hæð verslunar- og skrifstofuhússins á lóð nr. 12 við Austurstræti.
Gjald kr. 7.300
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst til þess að samþykktin öðlist gildi.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

3. Árskógar 6-8 (04.911.301) 112543 Mál nr. BN036942
Árskógar 6-8,húsfélag, Árskógum 6, 109 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir svalalokun með perlugleri á allar svalir fjölbýlishússins á lóð nr. 6-8 við Árskóga.
Meðfylgjandi er bréf húsfélags til hönnuðar dags. 20. júní 2007 og 29. maí 2008. Bréf frá hönnuði dags 16. febrúar 2009. Samþykki húseigenda dags. maí 2008.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

4. Blönduhlíð 23 (01.713.016) 107227 Mál nr. BN038703
Arnar Þorkell Jóhannsson, Blönduhlíð 23, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að stækka kvisti og koma fyrir svölum og til að breyta innra skipulagi risíbúðar í fjölbýlishúsi á lóð nr. 23 við Blönduhlíð.
Meðfylgjandi er samþykki meðeigenda 6.3. 2008 og staðfesting burðarvirkishönnuðar dags. 3.11. 2008
Stækkun 20 ferm., 86 rúmm.
Gjald kr. 7.300 + 7.700 + 6.622
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst fyrir útgáfu á byggingarleyfi.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

5. Borgartún 8-16 (14) (01.220.107) 199350 Mál nr. BN039533
Zafran ehf, Miðtúni 8, 105 Reykjavík
Höfðatorg ehf, Skúlagötu 63, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að innrétta matsölustað á 1. hæð í austurenda verslunar- og skrifstofuhúsnæðis nr. 12-14 á lóð nr. 8-16 við Borgartún.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

6. Bæjarflöt 1-3 (02.576.001) 172493 Mál nr. BN039419
Bæjarflöt 1 ehf, Laugateigi 14, 105 Reykjavík
Flugskóli Íslands ehf, Háteigsvegi 35, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi eignarhluta 0102 í skrifstofur, kennslustofur og þálfunaraðstöðu í atvinnuhúsi á lóð nr. 1 við Bæjarflöt.
Mæli- og hæðarblað fylgir málinu.
Gjald kr. 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

7. Drekavogur 4-4B (01.414.004) 192230 Mál nr. BN039458
Gerpir ehf, Laugavegi 22A, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að breyta skrifstofuhúsnæði í íbúðarhúsnæði með ellefu íbúðum, byggja við og byggja hæð (3. hæð) úr steinsteypu ofan á húsið, klæða og einangra að utan með sléttri og báraðri álklæðningu ásamt því að koma fyrir lyftu og stækka og breyta fyrirkomulagi í kjallara hússins nr. 4 á lóðinni nr. 4, 4A og 4B við Drekavog.
Jafnframt eru erindi BN024696, BN024943 og BN034193 felld úr gildi.
Stækkun 371 ferm. og 1284,7 rúmm.
Gjald kr. 7.700 + 98.922
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

8. Efstaland 26 (01.850.101) 108756 Mál nr. BN039523
Landic Ísland ehf, Kringlunni 4-12, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta myndbandaleigu í flatbökustað með veitingaaðstöðu. Sett verður útloftunarrör á suðurhlið hússins á lóð nr. 26 við Efstaland.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

9. Fífusel 34 (04.970.603) 113160 Mál nr. BN039524
Erlingur Runólfsson, Fífusel 34, 109 Reykjavík
Sótt er um samþykki fyrir núverandi fyrirkomulagi íbúða og fylgirýmis í kjallara vegna gerðar eignaskiptasamnings fjölbýlishússins á lóð nr. 34 við Fífusel.
Meðfylgjandi er yfirlýsing frá fundi húsfélags dags. 19.1. 2009.
Gjald kr. 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst til þess að samþykktin öðlist gildi.

10. Flókagata 18 (01.247.205) 103356 Mál nr. BN039154
Örnólfur Kristjánsson, Flókagata 18, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að hækka þak með kvistum og þakgluggum, rýmið verður stækkun á og hluti af íbúð á 2. hæð, sömuleiðis eru austursvalir á 2. hæð stækkaðar í íbúðarhúsi á lóð nr. 18 við Flókagötu.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 9. janúar 2009 fylgir erindinu.
Tillagan var grenndarkynnt frá 20. nóvember 2008 til og með 18. desember 2008. Engar athugasemdir bárust.
Meðfylgjandi er fyrirspurn BN033012 dags. 10.1.2006,
Stækkun 54,4 ferm., 81,8 rúmm.
Gjald kr. 7.300 + 7.700 + 6.299
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst fyrir útgáfu á byggingarleyfi.

11. Granaskjól 54-58 (01.515.304) 105843 Mál nr. BN038629
Ástvaldur Jóhannsson, Granaskjól 58, 107 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja sólstofu við suðurgafl og til að stækka eldhús til norðurs á húsi nr. 58 í raðhúsinu á lóð nr. 54-58 við Granaskjól.
Erindi fylgir samþykki meðlóðarhafa og lóðarhafa Granaskjóls 60 dags. 13. febrúar 2009.
Viðbygging 8,3 ferm., 24,41 rúmm.
Sólskáli 16,1 ferm., 56,6 rúmm
Stækkun samtals: 24,4 ferm., 78 rúmm.
Gjald kr. 7.300 + 6.008
Frestað.
Málinu vísað til skipulagsstjóra til ákvörðunar um grenndarkynningu. Vísað er til uppdrátta nr.100-105 dags. 10. júlí 2008. Lagfæra skráningartöflu.

12. Grandagarður 20 (01.112.501) 100033 Mál nr. BN039514
HB Grandi hf, Norðurgarði 1, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að rífa tíu mjölgeyma, tengd mannvirki og síldarbryggju HB Granda á lóð nr. 20 við Grandagarð.
Meðfylgjandi er afstöðumynd og bréf arkitekta dags. 13. febrúar 2009.
Stærðir: Hver tankur 5 ferm.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar Faxaflóahafna vegna rifa á síldarbryggju.

13. Grandagarður 8 (01.115.101) 100046 Mál nr. BN039356
Grandagarður 8 ehf, Sigtúni 42, 105 Reykjavík
Sótt er um samþykki fyrir reyndarteikningum af nýsamþykktu verslunar- og skrifstofuhúsi, BN034446 samþ. 25. september 2007, á lóð nr. 8 við Grandagarð.
Gjald kr. 7.700 + 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

14. Gunnarsbraut 51 (01.247.811) 103417 Mál nr. BN039508
Félagsbústaðir hf, Hallveigarstíg 1, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til breytinga innanhúss í sambýli fyrir geðfatlaða í húsi á lóð nr. 51 við Gunnarsbraut.
Meðfylgjandi er yfirlýsing burðarvirkishönnuðar skráð á teikningu.
Gjald kr 7.700
Frestað.
Lagfæra skráningartöflu.

15. Gylfaflöt 22 (02.576.304) 179494 Mál nr. BN039528
Húsafl sf, Nethyl 2 (hús 3), 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að fresta uppsetningu millilofts 0105 í atvinnuhúsinu á lóð nr. 22 við Gylfaflöt.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Gera betur grein fyrir erindinu.

16. Hamarshöfði 1 (04.061.306) 110615 Mál nr. BN039503
Bemar ehf, Draumahæð 5, 210 Garðabær
Sótt er um leyfi til að innrétta húsvarðaríbúð á 2. hæð í atvinnuhúsnæðinu samanber fyrirspurn BN035830 dags. 30. apríl 2007 á lóð nr. 1 við Hamarshöfða.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 20. ferbrúar 2009 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 19. febrúar 2009.
Gjald kr. 7.700
Synjað.
Með vísan til útskriftar úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 20. febrúar 2009.

17. Heiðarás 13 (04.373.203) 111372 Mál nr. BN039529
Gunnar Valdimar Árnason, Heiðarás 13, 110 Reykjavík
Rut Gunnarsdóttir, Heiðarás 13, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að stækka útigeymslu sbr. nýsamþykkt erindi BN038525 við einbýlishús á lóð nr. 13 við Heiðarás.
Stækkun 1,4 ferm., 3,4 rúmm.
Gjald kr 7.700 + 262
Frestað.
Lagfæra skráningartöflu.

18. Heiðarbær 14 (04.351.302) 111139 Mál nr. BN035259
Haukur Jens Birgisson, Heiðarbær 14, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir áður gerðri viðbyggingu með álklæddum léttum útveggjum við enda bílgeymslu á norðvestur horni einbýlishússins á lóðinni nr. 14 við Heiðarbæ.
Erindi fylgir samþykki eigenda Heiðarbæjar 12 og 16 og Ystabæjar 13 ódagsett.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 16. febrúar 2007 fylgir erindinu.
Stærðir: xxx ferm., xxx rúmm.
Gjald kr. 6.800 + xxxx
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

19. Hrefnugata 3 (01.247.207) 103358 Mál nr. BN039168
Fjalar Kristjánsson, Öldugata 24, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja bílskúr og rishæð ásamt breytingum inni á 2. hæð í fjölbýlishúsi á lóð nr. 3 við Hrefnugötu.
Kaupsamningur um byggingarrétt með lausnarskilyrði dags. 29. feb. 2008 fylgir málinu ásamt útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 28. nóvember 2008 og umsögn skipulagsstjóra dags. 27. nóvember 2008 fylgja erindinu.
Stækkun: Bílskúr 39,7 ferm 90,9 rúmm. Rishæð 56,6 ferm. 151,4 rúmm. Samtals: 96,3 ferm. 242,3 rúmm.
Gjöld kr. 7.300 + 7.700+17.688
Frestað.
Málinu vísað til skipulagsstjóra til ákvörðunar um grenndarkynningu.
Vísað er til uppdrátta nr. 01-03 dags. 7. nóvember 2008.

20. Kleppsvegur 66-68 (01.352.103) 104179 Mál nr. BN039509
Félagsbústaðir hf, Hallveigarstíg 1, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að innrétta smáíbúð í rými sem áður var vagnageymsla á jarðhæð í fjölbýlishúsi á lóð nr. 66 Kleppsveg.
Gjald kr. 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

21. Klettháls 1 (04.342.801) 200456 Mál nr. BN039534
Sensa ehf, Kletthálsi 1, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi skrifstofuhæðar í rými 0201 í húsi á lóð nr. 1 við Klettháls.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda eldvarnaeftirlits.

22. Kvistaland 18-24 (01.863.001) 108802 Mál nr. BN039530
Karl Ólafsson, Kvistaland 24, 108 Reykjavík
Þórunn Rafnar, Kvistaland 24, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir reyndarteikningum, sem fela í sér minni háttar breytingar á gluggum og hurðum á milli bílageymslu og húss nr. 24 á lóð nr. 18 - 24 við Kvistaland.
Gjald kr. 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

23. Laugateigur 24 (01.364.306) 104636 Mál nr. BN039474
Laugateigur ehf, Rauðanesi 3, 311 Borgarnes
Símon Steingrímsson, Laugateigur 24, 105 Reykjavík
Adda Bára Sigfúsdóttir, Laugateigur 24, 105 Reykjavík
Sigfús Bjarnason, Svíþjóð, Sótt er um leyfi til að grafa frá kjallara að hluta, til að grafa ljósagryfjur og koma fyrir nýjum gluggum og hurðum á kjallara, til að breyta innra fyrirkomulagi og innrétta sem íbúð 1. hæð og kjallara verslunar- og íbúðarhússins nr. 24 við Laugateig.
Meðfylgjandi er samþykki meðeigenda dags. 3.2.2009.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 20. febrúar 2009 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagssstjóra dags. 20. febrúar 2009.
Stækkun: xx rúmm.
Gjald kr. 7.700 + xx
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði og jafnframt til umsagnar skipulagsstjóra frá 20. febrúar 2009.

24. Laugavegur 28 (01.172.206) 101461 Mál nr. BN039539
Tvívík ehf, Hólatorgi 6, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta íbúð á 4. hæð í svefnskála fyrir 10 manns í húsi nr. 28 við Laugaveg.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

25. Laugavegur 81 (01.174.126) 101601 Mál nr. BN039525
Laugavegur 81 ehf, Huldubraut 32, 200 Kópavogur
FoodCo hf, Bolholti 4, 105 Reykjavík
Sótt er um endurnýjun byggingarleyfis nr. BN033476 dags. 7.3. 2006, sem fjallar um reykrör frá pizzaofni.
Meðfylgjandi bréf frá umsækjanda dags 17.2. 2009
Gjald kr. 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

26. Lækjarmelur 8 (34.533.509) 213997 Mál nr. BN039467
VS Holding ehf, Síðumúla 27, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta nýsamþykktu erindi BN039467 samþykkt 2. des. 2008, með því að breyta stigum, stækka ofanljós og bæta við niðurföllum í geymsluhúsnæði á lóð nr. 8 við Lækjarmel.
Mæliblað og hæðarblað fylgja. Meðfylgjandi er bréf arkitekts dags. 17.2. 2009
Gjald kr. 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997, samanber einnig ákvæði gr. 202 í byggingarreglugerð nr. 441/1998.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

27. Njálsgata 8C (01.182.208) 101860 Mál nr. BN039369
Anna Lára Lárusdóttir, Bergstaðastræti 26b, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta skilgreiningu á íbúð 0201, úr #GLheimagistingu#GL (fl. I) í #GLgististað#GL (fl. II, atvinnuhúsnæði) , í fjölbýlishúsinu á lóð nr. 8C við Njálsgötu.
Meðfylgjandi er bréf lögmanns skipulags- og byggingarsviðs dags. 9. janúar 2009. Sömuleiðis bréf skipulagsstjóra dags. 6.11.2008 (#GLekki gerð athugasemd við erindið#GL).
Erindi fylgir fyrirspurn BN039085 þar sem fylgir samþykki meðeigenda dags. 21.október 2008.
Ekkert aukagjald.
Frestað.
Vísað til athugasemda eldvarnaeftirlits.

28. Ofanleiti 14 (01.746.202) 107442 Mál nr. BN039527
Hamborgarabúlla Tómasar ehf, Pósthólf 131, 121 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta núverandi söluturni í hamborgarastað til meðtöku án veitingasalar, bætt verður við sorp- og gasgeymslu utan við hús á lóð nr. 14 við Ofanleiti.
Málinu fylgir bréf frá skrifstofu borgarstjóra dags. 9.jan. 2009.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra vegna fyrirhugaðrar starfsemi.

29. Óðinsgata 24A (01.184.434) 102094 Mál nr. BN039535
Ólína Torfadóttir, Hafnarstræti 100, 600 Akureyri
Kristín Haralda Cecilsdóttir, Óðinsgata 24a, 101 Reykjavík
Sótt er um endurnýjun á erindi BN031413 þar sem veitt var leyfi til að byggja kvisti á norður- og vesturþekju, byggja svalir að suðurhlið, breyta stiga milli annarrar hæðar og rishæðar, endurnýja útveggjaklæðningu og breyta eignamörkum íbúða hússins á lóðinni nr. 24A við Óðinsgötu.
Stærð: stækkun kvistir 2,9 ferm. og 19,7 rúmm.
Gjald kr. 7.700 + 1.517
Frestað.
Málinu vísað til skipulagsstjóra til ákvörðunar um grenndarkynningu.
Vísað er til uppdrátta nr. 101-104 dags. 1. apríl 2005.

30. Ólafsgeisli 20 - 28 (04.126.601) 186347 Mál nr. BN038103
Jóhann Hákonarson, Ólafsgeisli 20, 113 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir svalalokun á neðri hæð ásamt því að fjarlægja hringstiga milli hæða í tvíbýlishúsinu á lóð nr. 20 við Ólafsgeisla.
Stærð svalalokunar 8,5 ferm. xx rúmm.
Meðfylgandi er samþykki meðlóðarhafa og aðliggandi lóðarhafa lóðanna nr. 22-24-26-og 28 við Ólafsgeisla.
Gjald kr. 7.300 + xx
Frestað.
Vísað til fyrri athugasemda á umsóknarblaði.

31. Síðumúli 15 (01.292.108) 103797 Mál nr. BN039443
Svend Richter, Hæðarbyggð 17, 210 Garðabær
Sigurður E Rósarsson, Fellsmúli 11, 108 Reykjavík
Eik fasteignafélag hf, Sóltúni 26, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að innrétta hluta 1. hæðar verslunarhúsnæðis í tannlæknastofu í skrifstofu- og verslunarhúsi á lóð nr. 15 við Síðumúla.
Meðfylgjandi er rekstrarleyfi frá Geislavörnum og samþykki nágranna vegna hávaða frá pressu.
Gjald kr. 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

32. Skógarvegur 18-22 (01.793.501) 213551 Mál nr. BN039407
Félagsstofnun stúdenta, Háskólatorgi Sæmundar, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja tvö fjögurra hæða fjölbýlishús, Mhl. 01 og 02, nr. 18 og 22 með nítján íbúðum í hvoru, á sameiginlegum bílakjallara, Mhl. 03, sem í eru 35 bílastæði á lóð nr. 18-22 við Skógarveg.
Erindi fylgir brunahönnun frá EFLA dags. 20. janúar 2009 ásamt útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 30. janúar 2009.
Stærðir: Mhl. 01 1529,7 ferm., 4478 rúmm., Mhl. 02 1572,2 ferm., 4583,1 rúmm., Mhl. 04 (bílakjallari) 1140,2 ferm., 3705,6 rúmm.
Samtals 4.242 ferm., 12.767 rúmm.
Gjöld kr. 7.700 + 7.700 + 983.036
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

33. Skúlagata 13 (01.153.601) 175690 Mál nr. BN039519
Nýborg ehf, Súlunesi 19, 210 Garðabær
Sótt er um leyfi til að byggja steinsteypt verslunar- og skrifstofuhús á lóð nr. 13 við Skúlagötu.
Stærð: 1. hæð 492,1 ferm., 2. hæð 474,9 ferm.
Samtals: 967 ferm., 3.345,9 rúmm.
Gjald kr. 7.700 + 257.634
Synjað.
Ekki í samræmi við deiliskipulag.

34. Smiðshöfði 7 (04.061.201) 110604 Mál nr. BN039507
Sveinbjörn Sigurðsson hf, Smiðshöfða 7, 110 Reykjavík
Sótt er leyfi til að breyta skipulagi á millilofti með því að bæta við fundaherbergi, teikningaaðstöðu og hringstiga niður á jarðhæð í atvinnuhúsi á lóð nr. 7 við Smiðshöfða.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Umsækjandi ekki skráður eigandi.

35. Stórhöfði 9 (04.036.501) 110545 Mál nr. BN039515
Nova ehf, Lágmúla 9, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að staðsetja þrjú farsímaloftnet á fjögurra metra súlu er nær þrjá metra upp fyrir þakbrún, tæknibúnaður er staðsettur í tækjaskáp á palli á innanverðum norðurgafli hússins á lóð nr. 9 við Stórhöfða.
Bréf frá Framkvæmda- og eignasviði um samþykki vegna uppsetningar farskiptarbúnaðar dags. 11.feb. 2009
Gjald kr. 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.

36. Súðarvogur 36 (01.454.401) 105639 Mál nr. BN039532
Sólrún Jónsdóttir, Súðarvogur 36, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja sólskála yfir hluta svala og til að breyta gluggum á austurhlið atvinnuhússins á lóð nr. 36 við Súðarvog.
Stækkun: xx ferm., xx rúmm.
Gjald kr. 7.700 + xx
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Málinu vísað til skipulagsstjóra til ákvörðunar um grenndarkynningu.
Vísað er til uppdrátta nr.1 og 2 dags. 11. febrúar 2009.

37. Tryggvagata 22 (01.140.004) 100816 Mál nr. BN039471
Eik fasteignafélag hf, Sóltúni 26, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir skemmtistað á 2. hæð og frávik frá reglum um snyrtingu aðgengilega fyrir alla þar sem engin lyfta er í húsinu á lóð nr. 22 við Tryggvagötu.
Gjald kr. 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

38. Víðimelur 36 (01.540.025) 106242 Mál nr. BN039469
Elínborg Jóh Þorsteinsdóttir, Víðimelur 36, 107 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir áður gerðri breytingu á bílskúrshurð og fyrir breyttri notkun bílskúrs við fjölbýlishúsið á lóð nr. 36 við Víðimel.
Málinu fylgir bréf frá byggingarfulltúa Reykjavíkur um óleyfisframkvæmdir dags 13.jan.2009. Bréf frá Helgu K. Lund arkitekt dags. 3. febrúar 2009 ásamt útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 13. febrúar 2009 og 20. febrúar 2009.Gjald kr.7.700
Synjað.
Með vísan til umsagnar skipulagsstjóra frá 20. febrúar 2009.

39. Þingholtsstræti 30 (01.183.502) 101980 Mál nr. BN039511
Bjarni G Bjarnason, Þingholtsstræti 30, 101 Reykjavík
Þingholtsstræti 30,húsfélag, Þingholtsstræti 30, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta útliti glugga í stigagangi, breyta handriði svala úr steypu í gler og einangra þak svalaskála þakíbúða í fjölbýlishúsi á lóð nr. 30 við Þingholtsstræti.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

40. Þjónustum./Esjurætur 206450 Mál nr. BN039552
Pjetur Einar Árnason, Flyðrugrandi 12, 107 Reykjavík
Sótt er um takmarkað byggingarleyfi fyrir aðstöðu, jarðvinnu og sökklum við Mógilsá á Kjalarnesi.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Samþykktin fellur úr gildi við útgáfu á endanlegu byggingarleyfi.
Vegna útgáfu á takmörkuðu byggingarleyfi skal umsækjandi hafa samband við yfirverkfræðing embættis byggingarfulltrúa.

41. Þórsgata 10 (01.184.205) 102027 Mál nr. BN039311
Alda Lóa Leifsdóttir, Þórsgata 10, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja tengibyggingu milli fram- og bakhúss, til að gera upp bakhús og byggja við það til suðurs og austurs að lóðamörkum og til að breyta í einbýlishús núverandi fjölbýlishúsi á lóð nr. 10 við Þórsgötu.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 20. febrúar 2009 fylgir erindinu. Einnig lög fram umsögn skipulagsstjóra dags. 16. janúar 2009. Tillagan var grenndarkynnt frá 21. janúar til og með 18. febrúar 2009. Engar athugasemdir bárust.
Stækkun: xx ferm., xx rúmm.
Gjald kr. 7.300 + xx
Frestað.
Vísað til fyrri athugasemda á umsóknarblaði.

42. Ægisgata 4 (01.131.110) 100168 Mál nr. BN039522
Þórður B Benediktsson, Ægisgata 4, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að lyfta þaki og innrétta átta íbúðir á öllum þremur hæðum hússins á lóð nr. 4 við Ægisgötu.
Stækkun: xx ferm., xx rúmm.
Gjald kr. 7.700 + xx
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

Ýmis mál

43. Bíldshöfði 6 (04.059.303) 110570 Mál nr. BN039554
Framkvæmda- og eignasvið Reykja, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík
Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúa til að breyta mörkum lóðarinnar Bíldshöfða 6 eins og sýnt er á meðsendum uppdrætti dags. 23. febrúar 2009. Við breytinguna stækkar lóðin Bíldshöfði 6 úr 11105 ferm í 15004 ferm. Deiliskipulagsbreytingin var samþykkt í skipulagsráði 15. september 2006. Auglýsing um breytt deiliskipulag birtist í B-deild Stjórnartíðinda 9. nóvember 2006.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Lóðarmarkabreytingin tekur gildi þegar þinglýst hefur verið yfirlýsingu um breytt lóðamörk.

44. Meistari - Stálvirkjameistari Mál nr. BN039551
Unnar Steinn Hjaltason, Vallarbarð 18, 220 Hafnarfjörður
Ofanritaður sækir um staðbundin réttindi sem stálvirkjameistari í lögsagnarumdæmi Reykjavíkur. Málinu fylgir afrit af sveinsbréfi og meistarabréfi ásamt verkefnalistum frá Hafnarfirði og Kópavogi.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
M.t.v. ákvæða gr. 37 í byggingarreglugerð nr. 441/1998 sbr. einnig bréf umhverfisráðuneytisins frá 25. nóvember 2005.

Fyrirspurnir

45. Krummahólar 13-29 (04.645.002) 111948 Mál nr. BN039517
Þorkell Björnsson, Krummahólar 23, 111 Reykjavík
Spurt er hvort leyfi fáist til að byggja bílskúr á lóð í borgarlandi á milli húsanna nr. 29 og 33 við Krummahóla.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.

46. Mjölnisholt 12-14 (01.241.104) 211626 Mál nr. BN039542
Miðbæjarbyggð ehf, Einholti 2, 105 Reykjavík
Spurt er hvor skipta megi framkvæmd við hótel á lóð nr. 12 - 14 við Mjölnisholt í tvo áfanga. Núverandi byggingarleyfi verði þar með fellt úr gildi og óskað er eftir nýrri meðferð gjalda. Breytingin felst í að álman við Brautarholt og bílakjallari við Stakkholt verður 1. áfangi en hótelálma við Stakkholt 2. áfangi og sleppt að sinni. Bílakjallarinn verður ekkert notaður, en bílastæði verða á þaki hans. Meðfylgjandi er bréf arkitekts og stærðarútreikningar. Samþykkt mannvirki: 7.538,7 ferm., 23.867,2 rúmm. - 1. áfangi samtals: 4.798,0 ferm., 15.750,0 rúmm. þar af ónotaður bílakjallari 1.531,0 ferm., 4.500,0 rúmm. - Notað rými 1. áfangi: 3.267,0 ferm., 11.250,0 rúmm.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.

47. Mosarimi 33-41 (02.543.404) 172428 Mál nr. BN039543
Eggert Ísólfsson, Mosarimi 37, 112 Reykjavík
Spurt er hvort leyft sé að gera innangengt úr þvottahúsi í bílskúr með eldvarnarhurð.
Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingarleyfi.

48. Njarðargata 25 (01.186.506) 102291 Mál nr. BN039538
Magnús Albert Jensson, Langagerði 88, 108 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að byggja léttbyggða hæð ofan á og bárujárnsklæða einbýlishúsið á lóð nr. 25 við Njarðargötu.
Erindi fylgir fsp. BN037810
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.

49. Skólavörðustígur 22B(c) (01.181.205) 101759 Mál nr. BN039531
Jón Þór Ísberg, Laugavegur 27a, 101 Reykjavík
Spurt er hvort breyta megi verslun í húðflúrstofu í húsi á lóð nr. 22B við Skólavörðustíg.
Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingarleyfi.

Fundi slitið kl. 12.13.

Magnús Sædal Svavarsson
Bjarni Þór Jónsson Þórður Ólafur Búason
Björn Kristleifsson Sigrún Reynisdóttir
Jón Hafberg Björnsson Eva Geirsdóttir