No translated content text
Umhverfis- og skipulagsráð
Skipulagsráð
Ár 2009, miðvikudaginn 28. janúar kl. 9.08, var haldinn 161. fundur skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12-14, 7. hæð, Ráðssal. Viðstaddir voru: Júlíus Vífill Ingvarsson, Ragnar Sær Ragnarsson, Brynjar Fransson, Jóhanna Hreiðarsdóttir, Sóley Tómasdóttir, Stefán Benediktsson, Björk Vilhelmsdóttir og áheyrnarfulltrúinn Magnús Skúlason. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Magnús Sædal Svavarsson, Ólafur Bjarnason, Ágúst Jónsson, Marta Grettisdóttir. Auk þess gerðu eftirtaldir embættismenn grein fyrir einstökum málum: Gunnhildur S Gunnarsdóttir, Þórarinn Þórarinsson, Margrét Þormar, Björn Axelsson og Haraldur Sigurðsson.
Fundarritari var Helga Björk Laxdal.
Þetta gerðist:
(A) Skipulagsmál
1. Afgreiðslufundir skipulagsstjóra Reykjavíkur, fundargerð Mál nr. SN010070
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar skipulagsstjóra Reykjavíkur frá 23. janúar 2009.
2. Bíldshöfði 9, breyting á deiliskipulagi (04.062.0) Mál nr. SN080756
Eyrarland ehf, Urriðakvísl 18, 110 Reykjavík
Einar V Tryggvason, Miðdalur, 270 Mosfellsbær
Lagt fram erindi Einars V. Tryggvasonar f.h. Eyrarlands ehf., dags. 18. desember 2008 um breytingu á deiliskipulagi lóðar nr. 9 við Bíldshöfða. Sótt er um aukningu á byggingarmagni og breytta aðkomu að lóð í samræmi við meðfylgjandi uppdrætti dags. 13. janúar 2009. Einnig lagt fram samþykki meðeigenda dags. 13. janúar 2009.
Frestað.
3. Gnoðarvogur 43, Menntaskólinn við Sund, (01.440.1) Mál nr. SN090017
breyting á deiliskipulagi Vogaskóla, Ferjuvogi 2
Menntamálaráðuneyti, Sölvhólsgötu 4, 150 Reykjavík
Gláma,vinnustofa sf, Laugavegi 164, 105 Reykjavík
Lagt fram erindi Menntamálaráðuneytisins dags. 16. janúar 2009 varðandi breytingu á deiliskipulagi Vogaskóla Ferjuvogi 2 vegna lóðarinnar nr. 43 við Gnoðarvog, Menntaskólans við Sund. Í breytingunni felst niðurrif núverandi húsa að hluta og nýbyggingar í þeirra stað samkv. meðfylgjandi uppdrætti Glámu Kím dags.15. janúar 2008.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu. Jafnframt er samþykkt að upplýsa hagsmunaaðila í nágrenninu sérstaklega um tillöguna. Erindinu er einnig vísað til umsagnar Húsafriðunarnefndar ríkisins.
Vísað til borgarráðs.
4. Fossagata 3, breyting á deiliskipulagi (01.636.6) Mál nr. SN080715
Gísli Jónasson, Fossagata 3, 101 Reykjavík
Zeppelin ehf, Skeifunni 19, 108 Reykjavík
Á fundi skipulagsstjóra 28. nóvember 2008 var lagt fram erindi Gísla Jónssonar dags. 21. nóvember 2008 varðandi breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar nr. 3 við Fossagötu. Í breytingunni felst að byggja við húsið samk. meðfylgjandi uppdrætti Zeppelin arkitekta dags. 29. október 2008. Tillagan var grenndarkynnt frá 9. desember 2008 til og með 21. janúar 2009. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir: Dóra Hafsteinsdóttir og Sigurður Ingi Margeirsson dags. 14. janúar 2009. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 23. janúar 2008.
Samþykkt með vísan til a-liðar 12. gr. samþykktar um skipulagsráð og umsagnar skipulagsstjóra.
5. Njálsgata 33, (01.190.0) Mál nr. SN090030
breyting á deiliskipulagi Njálsgötureits 1
PK-Arkitektar ehf, Höfðatúni 12, 105 Reykjavík
Lögð fram umsókn PK Arkitekta dags. 26. janúar 2009 um breytingu á deiliskipulagi Njálsgötureits 1 vegna lóðanna nr. 33 og 33A við Njálsgötu. Í breytingunni felst að lóðirnar nr. 33 og 33A verða sameinaðar samkvæmt meðfylgjandi uppdrætti dags. 15. janúar 2009.
Samþykkt með vísan til a-liðar 12. gr. samþykktar um skipulagsráð. Samþykkt að falla frá grenndarkynningu þar sem breytingin varðar einungis hagsmuni lóðarhafa.
6. Fossvogsdalur, deiliskipulag v/stíga Mál nr. SN090019
Umhverfis- og samgöngusvið Reyk, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík
Lagt fram erindi Umhverfis- og samgöngusviðs ódags. móttekið 19. janúar 2009 að deiliskipulagi í Fossvogsdal vegna stíga. Í tillögunni er gert ráð fyrir hjólastíg frá Kringlumýrarbraut að Reykjanesbraut samk. meðfylgjandi uppdrætti Landmótunar dags. 7. janúar 2009. Einnig lagt fram bréf umhverfis-og samgöngusviðs dags. 14. janúar 2009.
Vísað til kynningar og samþykktar í auglýsingu hjá skipulagsnefnd Kópavogs.
7. Fossvogsdalur, miðlunartjarnir, breyting á deiliskipulagi(01.855)Mál nr. SN090027
Lagður fram uppdráttur Landmótunar dags. 16. desember 2008 vegna niðurfellingar á hluta deiliskipulags Fossvogsdalur miðlunartjarnir.
Vísað til kynningar hjá skipulagsnefnd Kópavogs.
8. Traðarland 1, Víkingur, bílastæði breyting á deiliskipulagi(01.875.9)Mál nr. SN090028
Lögð fram tillaga THG arkitekta dags. 22. janúar 2009 að breytingu á deiliskipulagi Traðarland 1, athafnasvæði Víkings. Í breytingunni felst breyting á afmörkun deiliskipulagssvæðisins.
Vísað til kynningar hjá skipulagsnefnd Kópavogs.
9. Græni trefillinn Útmörk höfuðborgarsvæðisins, Mál nr. SN080612
Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins.2001-2024
Lögð fram að lokinni kynningu drög skipulags- og byggingarsviðs dags. í september 2008 og breytt 21. október 2008 að óverulegri breytingu á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins. Einnig lögð fram bréf Mosfellsbæjar dags. 29. október 2008, Hafnarfjarðarbæjar dags. 10. nóvember 2008, Kjósarhrepps dags. 10. nóvember 2008, Kópavogsbæjar dags. 21. nóvember 2008 og Seltjarnarnesbæjar dags. 10. desember 2008.
Samþykkt.
Vísað til borgarráðs.
10. Hólmsheiði, Fisfélag Reykjavíkur, (05.18) Mál nr. SN080691
breyting á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2001-2024
Lögð fram tillaga Skipulags- og byggingarsviðs dags. 23. janúar 2009 að breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2001-2024 vegna aðstöðu fisflugs á Hólmsheiði samkv. meðfylgjandi uppdrætti dags. 23. janúar 2009, ásamt umhverfisskýrslu dags. í janúar 2009. Einnig er lagt fram bréf skipulagsstofnunar dags. 12. desember 2008.
Samþykkt að kynna framlagða tillögu að breytingu á aðalskipulagi með vísan til 17. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 á vef skipulags- og byggingarsviðs.
(B) Byggingarmál
11. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð Mál nr. BN039418
Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð nr. 523 frá 27. janúar 2009.
(D) Ýmis mál
12. Ánanaust landfyllingar, mat á umhverfisáhrifum(01.130) Mál nr. SN080734
Á fundi skipulagsráðs 17. desember 2008 var lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 4. des. 2008 vegna samþykktar borgarráðs s.d. um að vísa erindi ritara framkvæmda- og eignaráðs frá 25. f.m. varðandi mat á umhverfisáhrifum landfyllinga við Ánanaust til umsagnar skipulagsráðs. Erindinu var vísað til umsagnar lögfræði og stjórnsýslu og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn lögfræði- og stjórnsýslu dags. 26. janúar 2009.
Frestað.
13. Gufunes, landfyllingar, umsókn um framkvæmdaleyfi(02.2) Mál nr. SN080736
Á fundi skipulagsráðs 17. desember 2008 var lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 4. des. 2008 vegna samþykktar borgarráðs s.d. um að vísa erindi ritara framkvæmda- og eignaráðs frá 25. f.m. varðandi umsókn um framkvæmdaleyfi vegna landfyllinga við Gufunes til umsagnar skipulagsráðs. Erindinu var vísað til umsagnar lögfræði og stjórnsýslu og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn lögfræði- og stjórnsýslu dags. 26. janúar 2009.
Frestað.
14. Almannavarnir, áhættumat fyrir höfuðborgarsvæðið Mál nr. SN010067
Slökkvilið höfuðborgarsvæðis bs, Skógarhlíð 14, 105 Reykjavík
Lagt fram bréf slökkviliðsstjóra, dags. 22. des. 2008, varðandi áhættumat fyrir höfuðborgarsvæðið en það felur í sér úttekt á helstu áhættum sem steðja að íbúum, eignum og umhverfi.
15. Fannafold 160, bréf byggingarfulltrúa (02.852.607) Mál nr. BN039422
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa dags. 26. janúar 2009 vegna beitingu þvingunarúrræða vegna lóðarfrágangs á lóð nr. 160 við Fannafold.
Bréf byggingarfulltrúa samþykkt.
16. Laugavegur 60A, bréf byggingarfulltrúa (00.000.000) Mál nr. BN039416
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa dags. 19. janúar 2009 vegna stöðvun framkvæmda á lóð nr. 60A við Laugaveg.
Bréf byggingarfulltrúa samþykkt.
17. Skipholt 40, bréf byggingarfulltrúa (01.253.006) Mál nr. BN039415
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa dags. 19. janúar 2009 vegna stöðvunar framkvæmda á lóð nr. 40 við Skipholt.
Bréf byggingarfulltrúa samþykkt.
18. Skúlagata 40, bréf byggingarfulltrúa (01.154.401) Mál nr. BN039417
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa dags. 19. janúar 2009 vegna stöðvunar framkvæmda á lóð nr. 40 við Skúlagötu.
Bréf byggingarfulltrúa samþykkt.
Fundi slitið kl. 10.20.
Júlíus Vífill Ingvarsson
Ragnar Sær Ragnarsson Brynjar Fransson
Jóhanna Hreiðarsdóttir Sóley Tómasdóttir
Stefán Benediktsson Björk Vilhelmsdóttir
Afgreiðsla byggingarfulltrúa samkv. samþykkt nr. 161/2005
Árið 2009, þriðjudaginn 27. janúar kl. 10.13 fyrir hádegi hélt byggingarfulltrúinn í Reykjavík 523. fund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn í fundarherberginu 2. hæð Borgartúni 12-14. Þessi sátu fundinn: Magnús Sædal Svavarsson, Sigrún Reynisdóttir, Þórður Búason, Bjarni Þór Jónsson, Björn Kristleifsson, Jón Hafberg Björnsson og Eva Geirsdóttir.
Fundarritari var Bjarni Þór Jónsson.
Þetta gerðist:
Nýjar/br. fasteignir
1. Aðalstræti 4 (01.136.501) 100591 Mál nr. BN039420
Hótel Ísafold ehf, Laugavegi 16, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að opna yfir í Aðalstræti 6 í kjallara og á jarðhæð til að útvíkka rekstur hótelsins á lóð nr. 4 við Aðalstræti.
Gjald kr. 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst til þess að samþykktin öðlist gildi.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
2. Aðalstræti 6 (01.136.502) 100592 Mál nr. BN039321
Landic Ísland ehf, Kringlunni 4-12, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að innrétta sem hótel, alls 75 herbergi, eldhús, matsali, starfsmannarými og tilheyrandi fylgirými, meginhluta kjallara, allt bakhús, 2. 3. og 4. hæð verslunar- og skrifstofuhússins nr. 6 og 2. 3. og 4. hæð skrifstofuhússins nr. 8 við Aðalstræti.
Einnig er sótt um leyfi til að koma fyrir nýrri lyftu sem gengur frá kjallara upp á 4. hæð Aðalstrætis 6, til að endurbyggja Héðinshús á baklóð og til að opna milli Aðalstrætis 4, 6 og 8.
Erindi fylgir bréf hönnuðar, samþykki eigenda Mjóstrætis 5 vegna staðsetningar sorpgáma, innkeyrslu og aðkomu, brunahönnun frá VSI og samþykki meðeigenda í Aðalstræti 6, allt dags. 16. desember 2008.
Einnig fylgir endurskoðuð brunahönnun dags. 12. janúar 2009, beiðni um undanþágu frá fjölda herbergja fyrir fatlaða m. v. BR dags. 10. janúar 2009 og umsögn Aðgengis ehf. um þau herbergi sem ætluð eru fötluðum dags. 13. janúar 2009.
Stækkun: 3,6 ferm., 142,1 rúmm.
Gjald kr. 7.300 + 10.942
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
3. Aðalstræti 8 (01.136.503) 100593 Mál nr. BN039423
Landic Ísland ehf, Kringlunni 4-12, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta notkun úr skrifstofu í hótel á 2. 3. og 4. hæð atvinnuhússins á lóð nr. 8 við Aðalstræti.
Gjald kr. 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
4. Austurstræti 12 (01.140.407) 100850 Mál nr. BN039395
Landic Ísland ehf, Kringlunni 4-12, 108 Reykjavík
Sótt er um endurnýjun á byggingarleyfi nr. BN036307 sem var samþykkt 3. júlí 2007. Sótt er um leyfi til að setja flaggstöng á norður- og suðurhlið hússins, ásamt opnanlegum fögum í atvinnuhúsið á lóð nr. 12 við Austurstæti.
Gjald kr. 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
5. Bárugata 35 (01.135.402) 100480 Mál nr. BN039348
Steinunn Ólafsdóttir, Bárugata 35, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja svalir, sbr. fyrirspurn BN039114 dags. 4.11. 2008, við miðjukvist á vesturhlið íbúðarhúss á lóð nr. 35 við Bárugötu.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Skipulagsferli ólokið.
6. Bergstaðastræti 4 (01.171.307) 101407 Mál nr. BN039344
Gamma ehf, Smáraflöt 43, 210 Garðabær
Sótt er um leyfi til að breyta aðgengi að efri hæð Mhl. 02 með því að byggja svalir, breytt er eignarhaldi og skráningu á geymslu og anddyri í matshluta 01, allt í húsi á lóð nr. 4 við Bergstaðastræti.
Erindi fylgir samþykki meðlóðarhafa dags. 13. janúar 2009.
Gjald kr. 7.300
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
7. Blönduhlíð 25 (01.713.017) 107228 Mál nr. BN039390
Halldóra Kristín Magnúsdóttir, Króktún 13, 860 Hvolsvöllur
Sótt er um leyfi fyrir textabreytingu sem fellst í að fella niður gólfniðurfall í baðherbergi í rishæð fjölbýlishússins á lóð nr. 25 við Blönduhlíð.
Gjald kr. 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
8. Bogahlíð 4 (00.000.000) 107252 Mál nr. BN034530
Þórður Sigurðsson, Bogahlíð 4, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja svalaskýli úr prófílum og tvöföldu sólgleri á hluta svala á fjölbýlishúsinu á lóðinni nr. 4 við Bogahlíð.
Meðfylgjandi er samþykki meðeigenda dags. feb. 2007
Stærðir 14 ferm., 39,2 rúmm
Gjald kr. 6.100 + 7.700.+ 2.862
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst fyrir útgáfu á byggingarleyfi.
9. Brúnavegur 13 (01.351.001) 104174 Mál nr. BN039355
Hrafnista,dvalarheim aldraðra, Laugarási, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja klefa fyrir vatnsúðalagnir við norðurhlið D-álmu dvalarheimilisins á lóð nr. 13 við Brúnaveg.
Stækkun: 12,1 ferm., 30,9 rúmm.
Gjald kr. 7.700 + 2379
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Skilyrt er að samningi vegna lóðar sé þinglýst fyrir útgáfu byggingarleyfis.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
10. Byggðarendi 5 (01.826.003) 108428 Mál nr. BN039256
Snorri B Ingason, Byggðarendi 5, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir áður gerðri framkvæmd þar sem rými inn af bílskúr er tekið í notkun og gluggar settir á norðurhlið einbýlishússins á lóð nr. 5 við Byggðarenda.
Stækkun: 76,7 ferm. og 182,2 rúmm.
Gjöld kr. 7.300 + 7.700 + 13.301
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
11. Efstaland 26 (01.850.101) 108756 Mál nr. BN039352
Brauðhúsið ehf, Efstalandi 26, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að færa núverandi inngang framar í sameign og innrétta hluta af henni sem aðstöðu til kaffiveitinga og verður þannig hluti af bakaríi í verslunarhúsi á lóð nr. 26 við Efstaland.
Meðfylgjandi er yfirlýsing frá meðeiganda í húsi árituð á uppdrátt.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
12. Fáfnisnes 5 (01.675.010) 106891 Mál nr. BN039050
Birgir H Þórisson, Fáfnisnes 5, 101 Reykjavík
Anna Laufey Sigurðardóttir, Fáfnisnes 5, 101 Reykjavík
Þór Eysteinsson, Laugavegur 86, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til fyrir áður gerðri yfirbyggingu á hluta svala vesturhliðar, til að stækka anddyri til austurs niður í garð, nýju skyggni og setlaug, til að grafa frá kjallara og breyta helmingi bílgeymslu í svefnherbergi og til að stækka glugga á tvíbýlishúsinu á lóð nr. 5 við Fáfnisnes.
Grenndarkynning eldra erindis, BN036535 stóð frá 13. ágúst til og með 10. september 2007. Engar athugasemdir bárust.
Erindi fylgir yfirlýsing um nýjan aðalhönnuð dags. 7. október 2008 og ný samþykki lóðarhafa aðlægra lóða, það er lóðarhafa Fáfnisness nr. 7, 5, 2 og 3.
Jafnframt er eldra erindi BN036535 dregið til baka.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 24. október 2008 fylgir erindinu.
Áður gerð stækkun: 10,2 ferm., 28,4 rúmm.
Stækkun: 5,9 ferm., 23,9 rúmm.
Samtals 16,1 ferm., 52,3 rúmm.
Gjald kr. 7.300 + 4.027
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst fyrir útgáfu á byggingarleyfi.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
13. Ferjuvogur 2 (00.000.000) 105399 Mál nr. BN039330
Framkvæmda- og eignasvið Reykja, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi, meðal annars eldvarnarmerkingum, og að aðskilja kennslurými með glerveggjum og viðarrennihurðum í Vogaskóla á lóð nr. 2 við Ferjuvog.
Byggingarlýsing af Vogaskóla fylgir.
Gjald kr. 7.300
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
14. Fiskislóð 34-38 (01.087.305) 215981 Mál nr. BN039354
Fiskkaup hf, Geirsgötu 11, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að stækka nýsamþykkt fiskvinnsluhús, BN037809 samþ. 6. maí 2008, breytt og stækkað 18. júní 2008, á lóð nr. 34-38 við Fiskislóð.
Stækkun: 482,5 ferm., 1773,1 rúmm.
Gjald kr. 7.700 + 129.436
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
15. Friggjarbrunnur 53 (02.693.103) 205831 Mál nr. BN038883
TSH Verktakar hf, Kirkjustétt 2-6, 113 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja 4 - 6 hæða fjölbýlishús með sextíu og einni íbúð á bílakjallara fyrir 53 bíla úr forsteyptum einingum við Skyggnisbraut 2-6 á lóð nr. 53 við Friggjarbrunn.
Stærð: Kjallari (bílageymslur) 2.096,3 ferm., 1. hæð 1.221,6 ferm., 2. hæð 1.236,7 ferm., 3.hæð 1.241,4 ferm., 4.hæð 1.241,4 ferm., 5.hæð 770,2 ferm., 6.hæð 380,5 ferm.,
Samtals: 8.188,1 ferm., 24.780,9 rúmm.
Gjöld kr. 7.300 +1.809.006
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
16. Gissurargata 3 (05.113.702) 214850 Mál nr. BN039297
Sigurður Ólafsson, Helluvað 11, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja staðsteypt einbýlishús á einni og hálfri hæð með innbyggðri tvöfaldri bílgeymslu á lóð nr. 3 við Gissurargötu.
Stærð: Kjallari íbúð 101 ferm., 2. hæð íbúð 179,3 ferm., bílgeymsla 59,2 ferm.
Samtals 339,5 ferm., 1549,2 rúmm.
Gjald kr. 7.300 + 119.288
Frestað.
Samræma skráningu.
17. Gnoðarvogur 64 (01.444.205) 105538 Mál nr. BN039193
Gunnar Björnsson, Langholtsvegur 116b, 104 Reykjavík
Sótt er um samþykki fyrir minni háttar breytingum á skráningarnúmerum vegna gerðar eignaskiptayfirlýsingar í fjölbýlishúsinu á lóð nr. 64 við Gnoðarvog.
Erindi fylgir samþykki meðeigenda áritað á uppdrátt.
Gjald kr. 7.300
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst til þess að samþykktin öðlist gildi.
18. Grandagarður 8 (01.115.101) 100046 Mál nr. BN039356
Grandagarður 8 ehf, Sigtúni 42, 105 Reykjavík
Sótt er um samþykki fyrir reyndarteikningum af nýsamþykktu verslunar- og skrifstofuhúsi, BN034446 samþ. 25. september 2007, á lóð nr. 8 við Grandagarð.
Stærðarbreyting: Var xx ferm., xx rúmm., verður xx ferm., xx rúmm.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
19. Gufunes Áburðarverksm (02.220.001) 108955 Mál nr. BN039284
Skipulagssjóður Reykjavborgar, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík
PM endurvinnsla ehf, Gufunesi, 112 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi og innrétta endurvinnslu fyrir plastefni, til að koma fyrir tveimur nýjum gönguhurðum úr vélasal og til að byggja milliloft í atvinnuhúsinu sem auðkennt er með fastanr. 203-8422, mhl. 01 merkt 0101 við Gufunes.
Stækkun: 34,8 ferm.
Gjald kr. 7.300
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
20. Gylfaflöt 9 (02.575.702) 109502 Mál nr. BN039320
Landsnet hf, Gylfaflöt 9, 112 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi og bæta þremum dyraopnun og nýjum gluggum í atvinnuhúsnæði á lóð nr. 9 við Gylfaflöt.
Bréf frá hönnuði um breytingar á núverandi húsi fylgir málinu.
Stækkun milliloft 89 ferm.
Gjald: kr. 7.300
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
21. Haukdælabraut 126B (05.113.107) 214832 Mál nr. BN039411
Orkuveita Reykjavíkur, Bæjarhálsi 1, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja staðsteypta dreifistöð á lóð nr. 126B við Haukdælabraut.
Mæliblað og hæðarblað fylgja.
Stærð: 5 ferm. og 13,2 rúmm.
Gjald kr. 7.700 + 1016
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
22. Haukdælabraut 56A Mál nr. BN039412
Orkuveita Reykjavíkur, Bæjarhálsi 1, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja staðsteypta dreifistöð á lóð nr. 56A við Haukdælabraut.
Mæliblað og hæðarblað fylgja.
Stærð: 5 ferm. og 13,2 rúmm.
Gjald kr. 7.700 + 1016
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
23. Hraunberg 9 (04.673.302) 112179 Mál nr. BN039396
Ólafur Haukur Ólafsson, Hraunberg 9, 111 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að innrétta snyrtistofu í matshluta 02 bílskúr/vinnuskála á lóð nr. 9 við Hraunberg.
Gjald kr.7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
24. Hverfisgata 52 (01.172.101) 101439 Mál nr. BN037730
Guðjón Þór Pétursson, Hverfisgata 52, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum þar sem önnur hæðin er breytt frá verslun í íbúð og minnháttar breytingar í kjallara í verslunar og íbúðarhúsnæðinu á lóð nr. 52 við Hverfisgötu.
Bréf til Skipulags- og byggingarsvið dags. 2. des 2008.
Gjald kr. 7.300
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst til þess að samþykktin öðlist gildi.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
25. Kleppsvegur 66-68 (01.352.103) 104179 Mál nr. BN039218
Félagsbústaðir hf, Hallveigarstíg 1, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að útbúa og innrétta íbúð í rými sem áður var hjóla- og vagnageymsla og innrétta nýja hjóla- og vagnageymslu í hluta þurrkrýmis fjölbýlishússins á lóð nr. 66-68 við Kleppsveg.
Gjald kr. 7.300
Synjað.
Með vísan til umsagnar skipulagsstjóra.
26. Kristnibraut 65-67 (04.115.402) 187992 Mál nr. BN039270
Búseti svf,húsnæðissamvinnufél, Skeifunni 19, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að fjölga íbúðum og innrétta íbúð fyrir hreyfihamlaða í fundaraðstöðu og óútgröfnum sökklum á 1. hæð og koma fyrir nýjum gluggum á suður- og vesturhlið
1. hæðar fjölbýlishússins á lóð nr. 65 við Kristnibraut.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 12. des. 2008 fylgir erindinu.
Stækkun: 28 ferm., 75,6 rúmm.
Gjald kr. 7.300 + 5.821
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Byggingarfulltrúi mun ekki fjalla frekar um erindið fyrr en umsækjandi hefur brugðist við bókun skipulagsstjóra frá 12. desember 2008.
27. Laugavegur 60A (01.173.115) 101532 Mál nr. BN039406
B.R.A.S.S ehf, Laugavegi 60a, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir salerni í viðbyggingu úr timbri og léttan eldvarnarvegg á mörkum lóðar við veitingahús á lóð nr. 60A við Laugaveg.
Meðfylgjandi er samþykki eigenda húss á lóð nr. 60A dags. 21.1.2009 og samþykki meðlóðarhafa á Laugavegi 60 um aðgengi að lóð dags. 21.1.2009 og bréf frá byggingarfulltrúa varðandi óleyfisframkvæmd dags. 19. janúar 2009
Stærðir stækkunar xx ferm., xx rúmm.
Gjald kr. 7.700 + xxx
Frestað.
Ekki liggur fyrir samþykki meðlóðarhafa vegna skúrbyggingar, gasgeymslu, loftræstirörum og móttökudisk. Sýna skal á uppdráttum þau atriði sem verið er að sækja um og þeim fylgi samþykki meðeigenda og meðlóðarhafa.
Ítrekað er að allar framkvæmdir eru óheimilar enda án byggingarleyfis. Gera skal grein fyrir hljóðvist milli veitingastaðar og íbúða í húsi nr. 60 við Laugaveg.
28. Lyngháls 4 (04.326.402) 180304 Mál nr. BN039405
Grjótháls ehf, Skúlagötu 63, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta skjalageymslu í austurenda 1. hæðar í skrifstofur og vinnuherbergi og breyta einnig brunatexta í atvinnuhúsnæði á lóð nr. 4 við Lyngháls.
Gjald kr. 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
29. Skipasund 34 (01.357.111) 104422 Mál nr. BN039393
Arnar Halldórsson, Skipasund 34, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja steinsteypta viðbyggingu við vesturgafl, til að stækka kvisti og koma fyrir þakgluggum á tvíbýlishúsinu á lóð nr. 34 við Skipasund.
Erindi fylgir samþykki lóðarhafa ódagsett.
Stækkun: xx ferm., xx rúmm.
Gjald kr. 7.300 + xx
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.
30. Skógarás 21 (04.386.502) 111537 Mál nr. BN039376
Ágúst Alfreð Snæbjörnsson, Lækjasmári 21, 201 Kópavogur
Sótt er um leyfi til að stækka svalir , breyta gluggum á norður- og vesturhliðum og innra skipulagi á 2. hæð einbýlishúss á lóð nr. 21 við Skógarás.
Gjald 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
31. Skógarvegur 18-22 (01.793.501) 213551 Mál nr. BN039425
Félagsstofnun stúdenta, Háskólatorgi Sæmundar, 101 Reykjavík
Sótt er um takmarkað byggingarleyfi fyrir aðstöðusköpun og jarðvinnu fyrir 1. áfanga húss nr. 18 - 22 við Skógarveg.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Samþykktin fellur úr gildi við útgáfu á endanlegu byggingarleyfi.
Vegna útgáfu á takmörkuðu byggingarleyfi skal umsækjandi hafa samband við yfirverkfræðing embættis byggingarfulltrúa.
32. Skógarvegur 18-22 (01.793.501) 213551 Mál nr. BN039407
Félagsstofnun stúdenta, Háskólatorgi Sæmundar, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja tvö fjögurra hæða fjölbýlishús, Mhl. 01 og 02, nr. 18 og 22 með nítján íbúðum í hvoru, á sameiginlegum bílakjallara, Mhl. 03, sem í eru 35 bílastæði á lóð nr. 18-22 við Skógarveg.
Erindi fylgir brunahönnun frá EFLA dags. 20. janúar 2009.
Stærðir: Mhl. 01 1529,7 ferm., 4478 rúmm., Mhl. 02 1572,2 ferm., 4583,1 rúmm., Mhl. 03 (bílakjallari) 1140,2 ferm., 3705,6 rúmm.
Samtals 4.242 ferm., 12.767 rúmm.
Gjöld kr. 7.700 + 983.036
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.
33. Smiðjustígur 11B (01.151.405) 100999 Mál nr. BN039332
Stúdíó Granda ehf, Smiðjustíg 11b, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að reisa garðvegg á lóðarmörkum vestan og sunnan megin við hús á lóð nr. 11B við Smiðjustíg.
Bréf frá burðavirkishönnuði dags. 24. nóv. 2008 fylgir sem og bréf frá hönnuði dags. 22. des. 2008, ásamt umsögn garðyrkjustjóra dags. 20. janúar 2009.
Gjald kr. 7.300
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Hafa skal samráð við garðyrkjustjóra Reykjavíkurborgar um framkvæmdina vegna gróðurs.
34. Stjörnugróf 15A Mál nr. BN039401
Orkuveita Reykjavíkur, Bæjarhálsi 1, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja staðsteypta dreifistöð með staðgreini nr. 5.866.502 á lóð nr. 15A við Stjörnugróf.
Mæliblað og hæðarblað fylgir.
Stærð: 5 ferm. og 13,2 rúmm.
Gjald kr. 7.700 + 1.016
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
35. Tryggvagata 22 (01.140.004) 100816 Mál nr. BN039316
Eik fasteignafélag hf, Sóltúni 26, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir reyndarteikningum af tjaldþaki (markísu) yfir svölum veitingahúss á lóð nr. 22 við Tryggvagötu.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 23. janúar 2009 fylgir erindinu.Gjald kr. 7.300
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
36. Tunguháls 10 (04.329.201) 179475 Mál nr. BN038598
Hólmsteinn Helgason ehf, Hafnarbraut 6, 675 Raufarhöfn
Eignarhaldsfélagið B og S ehf, Tunguhálsi 10, 110 Reykjavík
Vagnar og þjónusta ehf, Tunguhálsi 10, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir stækkun 1. hæðar og breytinga innanhúss á 2. hæð með nýjum milliloftum í húsi á lóð nr. 10 við Tunguháls.
Jafnframt er erindi nr. BN017989 dregið til baka.
Stærðir stækkun: Viðbygging 204,1 ferm., milliloft 235,4 ferm., samtals 439,5 ferm., viðbygging 1.846,7 rúmm.
Samtals eftir stækkun: 6.147,2 ferm., 34.234,2 rúmm.
Gjald kr. 7.300 + 7.700 + 134.809
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst fyrir útgáfu á byggingarleyfi.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
37. Urðarbrunnur 24-28 (05.054.710) 211724 Mál nr. BN039403
Leigufélag Búseta ehf, Skeifunni 19, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að fella úr gildi umsókn BN038227 sem samþykkt var 6. ágúst 2008 á lóðinni nr. 24-28 við Urðarbrunn.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Lóðinni skilað til Reykjavíkurborgar.
38. Vogaland 1 (01.880.006) 108847 Mál nr. BN039247
Björn Traustason, Vogaland 1, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum m. a. hafa verið innréttuð íbúðarherbergi í kjallara og komið fyrir nýjum glugga þar og byggt yfir hluta svala við einbýlishúsið á lóð nr. 1 við Vogaland.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 5. desember 2008 fylgir erindinu.
Áður gerð stækkun: 10,6 ferm., 30 rúmm.
Gjald kr. 7.300 + 2.310
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
39. Þverás 4 (04.724.302) 112408 Mál nr. BN039402
Bjarni Amby Lárusson, Þverás 4, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að setja lokun úr PVC prófílum og perlugleri á svalir, rýmið sem myndast verður óupphitað, í tvíbýlishús á lóð nr. 4 við Þverás.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
40. Öldugata 2 (01.136.311) 100569 Mál nr. BN039404
Andl þjóðarráð baháía á Íslandi, Pósthólf 536, 121 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að skipta í tvo áfanga áður samþykktu erindi, BN026978, síðast endurnýjað 9. september 2008, þannig að í 1. áfanga felist breytingar á húsinu sjálfu s.s. að, og í 2. áfanga felist rif á bílskúr og viðbygging á baklóð.
Skiptingunni er nánar lýst í byggingarlýsingu.
Niðurrif: Bílskúr 32.2 ferm. og 81 rúmm.
Stækkun: 26 ferm. og 199.5 rúmm.
Gjald kr. 5.100 + 10.773
Frestað.
Ýmis mál
41. Furugerði 1 (01.807.001) 107807 Mál nr. BN039414
Félagsbústaðir hf, Hallveigarstíg 1, 101 Reykjavík
Á afgreiðslufundi byggingarfulltrúa þann 20. janúar 2009 var Furugerði 1 samþykkt, stærðir voru ranglega bókaðar.
Rúmmál er samkvæmt fundargerð 3353,4 stækkun og 16507,0 rúmm í heild en á að vera 2603,7 rúmm. stækkun og 15757,3 rúmm samkvæmt skráningartöflu sem send var inn 13. janúar 2009.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
42. Meistari - dúklagningameistari Mál nr. BN039357
Eggert Bjarni Bjarnason, Álfholt 24, 220 Hafnarfjörður
Ofanritaður sækir um staðbundna löggildingu sem dúk- og veggfóðrameistari í lögsagnarumdæmi Reykjavíkur.
Málinu fylgir ljósrit af meistarabréfi útgefnu í Hafnarfirði
23. apríl 1991, afrit af bréfi byggingarfulltrúa Akraness dags. 20. febrúar 2002 og bréf umsækjanda dags. 6. janúar 2009 ásamt afriti af sveinsbréfi dags. 28. janúar 1987.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Staðbundin réttindi m.v.gr. 37.2 í byggingarreglugerð nr. 441/1998.
Fyrirspurnir
43. Kleifarvegur 11 (01.380.215) 104753 Mál nr. BN039386
Erna Kristjánsdóttir, Kleifarvegur 11, 104 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að byggja bílskúr eins og sýnt er á meðfylgjandi skissum af íbúðarhúsinu á lóð nr. 11 við Kleifarveg.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 23. janúar 2009 fylgir erindinu.
Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingarleyfi sem grenndarkynnt verður.
44. Lækjargata MR (01.180.001) 101665 Mál nr. BN039335
Menntamálaráðuneyti, Sölvhólsgötu 4, 150 Reykjavík
Á fundi skipulagsstjóra 9. janúar 2008 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 6. janúar 2009 þar sem spurt er hvort leyft yrði að byggja skólahúsnæði eins og sýnt er á meðfylgjandi teikningum á baklóð MR nr. 7 við Lækjargötu og yfir á lóðir nr. 2, 2B, 4 og 4B við Amtmannsstíg. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra miðborgar og er nú lagt fram að nýju.
Erindi fylgir yfirlýsing VSI dags. 22. desember 2008 ásamt útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 23. janúar 2009.
Jákvætt.
Með vísan til umsagnar skipulagsstjóra.
45. Suðurgata 14 (01.161.201) 101212 Mál nr. BN039400
Hjallastefnan ehf, Vífilsstaðavegi 123, 210 Garðabær
Spurt er hvort breyta megi íbúðarhúsi í skóla Hjallastefnunar á lóð nr. 14 við Suðurgötu.
Meðfylgjandi er afstöðumynd og grunnmyndir og bréf frá arkitekt.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 23. janúar 2009 fylgir erindinu.
Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingarleyfi.
Byggingarfulltrúi vekur athygli á að bílastæði innan lóðar og aðkoma frá Suðurgötu þarfnast frekari athugunar.
46. Sundaborg 11-13 (00.000.000) 103911 Mál nr. BN039409
Vélasalan ehf, Suðurlandsbraut 6, 108 Reykjavík
Spurt er hvort leyfi fáist fyrir ýmsum breytingum á tveim húsum sitt hvorum megin við Sundaborg, flytja verslun, setja glerfront til að fá dagsbirtu inn í verslun, smíða nýtt, mótökuborð, koma fyrir starfsmannaaðstöðu og snyrtingum, hækka bílskúrshurð og bæta við inngangshurð og glugga í húsum á lóðum nr. 8 og 13 við Sundaborg.
Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingarleyfi.
47. Sundaborg 8 (01.336.702) 172376 Mál nr. BN039408
Vélasalan ehf, Suðurlandsbraut 6, 108 Reykjavík
Spurt er hvort leyfi fáist fyrir ýmsum breytingum á tveim húsum sitt hvorum megin við Sundaborg, flytja verslun, setja glerfront til að fá dagsbirtu inn í verslun, smíða nýtt, mótökuborð, koma fyrir starfsmannaaðstöðu og snyrtingum, hækka bílskúrshurð og bæta við inngangshurð og glugga í húsum á lóðum nr. 8 og 13 við Sundaborg.
Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingarleyfi.
48. Sundagarðar 4-6 (01.335.401) 103908 Mál nr. BN039306
Gunnar Eggertsson hf, Pósthólf 4242, 124 Reykjavík
Eggert Kristjánsson hf, Pósthólf 4160, 124 Reykjavík
Spurt er hvort leyfi fáist til að stækka byggingareit til suðurs um átta metra á lóð nr 4-8 við Sundagarða. (4-8 er ekki ein lóð, 4- 6 er ein lóð og síðan nr. 8).
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 23. janúar 2009 fylgir erindinu ásamt tölvubréfi dags. 22. janúar 2009.
Með vísan til tölvubréfs fyrirspyrjanda dags. 22. janúar 2009 er fyrirspurn þessi felld niður.
Fundi slitið kl. 12.30
Magnús Sædal Svavarsson
Björn Kristleifsson Sigrún Reynisdóttir
Bjarni Þór Jónsson Jón Hafberg Björnsson
Þórður Búason Eva Geirsdóttir