Umhverfis- og skipulagsráð - og skipulagsráð

Umhverfis- og skipulagsráð

Skipulagsráð

Ár 2009, miðvikudaginn 21. janúar kl. 09:05, var haldinn 160. fundur skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 3, 4. hæð. Viðstaddir voru: Júlíus Vífill Ingvarsson, Brynjar Fransson, Ingvar Jónsson, Stefán Benediktsson, Björk Vilhelmsdóttir og Magnús Skúlason. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Ágúst Jónsson, Ólafur Bjarnason, Magnús Sædal Svavarsson og Marta Grettisdóttir. Auk þess gerðu eftirtaldir embættismenn grein fyrir einstökum málum: Örn Þór Halldórsson, Jóhannes Kjarval, Haraldur Sigurðsson og Lilja Grétarsdóttir.
Fundarritari var Helga Björk Laxdal.

Þetta gerðist:


(A) Skipulagsmál

1. Afgreiðslufundir skipulagsstjóra Reykjavíkur, fundargerð Mál nr. SN010070
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar skipulagsstjóra Reykjavíkur frá 16. janúar 2009.

2. Bíldshöfði 9, breyting á deiliskipulagi (04.062.0) Mál nr. SN080756
Eyrarland ehf, Urriðakvísl 18, 110 Reykjavík
Einar V Tryggvason, Miðdalur, 270 Mosfellsbær
Lagt fram erindi Einars V. Tryggvasonar f.h. Eyrarlands ehf., dags. 18. desember 2008 um breytingu á deiliskipulagi lóðar nr. 9 við Bíldshöfða. Sótt er um aukningu á byggingarmagni og breytta aðkomu að lóð í samræmi við meðfylgjandi uppdrætti dags. 13. janúar 2009. Einnig lagt fram samþykki meðeigenda dags. 13. janúar 2009.

Ragnar Sær Ragnarsson tók sæti á fundinum kl.9:10.
Svandís Svavarsdóttir tók sæti á fundinum kl.9:12.

Kynnt. Frestað.

3. Holtsgöng, breyting á aðalskipulagi Mál nr. SN080245
Lögð fram drög skipulags- og byggingarsviðs dags. 20. janúar 2009 að breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2001-2024 vegna færslu Holtsganga.
Kynnt. Frestað.

4. Búrfellslína, Kolviðarhólslína, Mál nr. SN070190
breyting á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2001-2024
Landsnet ehf, Krókhálsi 5c, 110 Reykjavík
Lögð fram tillaga skipulags- og byggingarsviðs dags. 12. janúar 2009 að breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2001-2024, ásamt umhverfisskýrslu dags. í janúar 2009. Ennfremur er lagt fram bréf Landsnets dags. 10. nóvember 2008, skýrslu verkfræðistofunnar Efla dags. 6. nóvember 2008 og bréf Landsnets ásamt kynningargögnum, dags. 3. desember 2008. Einnig er lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar dags. 5. desember 2008, bréf Landsnets dags. 1. desember 2008 og bréf Skipulagsstofnunar dags. 16. desember 2008.
Samþykkt að kynna framlagða tillögu að breytingu á aðalskipulagi með vísan til 17. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 á vef skipulags- og byggingarsviðs.

Fulltrúi Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs Svandís Svavarsdóttur óskaði bókað: Ekki eru gerðar athugasemdir við forkynningu tillögunnar á þessu stigi með hefðbundnum fyrirvörum um endanlega afstöðu að auglýsingu lokinni.

5. Skipholt 23, breyting á deiliskipulagi Skipholtsreit(01.250.1) Mál nr. SN080722
Þursaborg ehf, Blikastöðum 1, 270 Mosfellsbær
Pálmi Guðmundsson Ragnars, Garðastræti 17, 101 Reykjavík
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju umsókn arkitektastofu Pálma Guðmundssonar f.h Þursaborga ehf. dags. 28. nóvember 2008, um breytingu á deiliskipulagi Skipholtsreits vegna lóðarinnar nr. 23 við Skipholt skv. uppdrætti, dags. 24.nóvember 2008. Bílgeymsla ásamt rampa er feld niður og kjallari stækkaður sem nemur henni. Tillagan var grenndarkynnt frá 3. desember til og með 7. janúar 2009. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir: Kjartan Gunnarsson f.h. Skipholts ehf. dags. 4. janúar 2009. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsstjóra um athugasemdir dags. 15. janúar 2009.
Samþykkt með vísan til umsagnar skipulagsstjóra og a-liðar 12. gr. samþykktar um skipulagsráð.

6. Kringlan, vinnsla forsagnar (01.721) Mál nr. SN040228
Lögð fram tillaga skipulagsstjóra dags. 11. ágúst 2008 að vinnslu forsagnar fyrir Kringlusvæði.
Halldór Guðmundsson arkitekt kynnti.

(B) Byggingarmál

7. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð Mál nr. BN039394
Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð nr. 522 frá 20. janúar 2009.

8. Laugavegur 12, vísað til byggingarfulltrúa (01.171.401) Mál nr. BN037836
Laugaberg hf, Burknabergi 8, 221 Hafnarfjörður
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju byggingarleyfisumsókn BN037678 frá Laugabergi hf. þar sem sótt er um leyfi til að setja upp tvo veggi með hurðum til að mynda 21,2 ferm. lokað port með þaki úr segldúk að þremur fjórðuhluta milli húsana á lóð nr. 1 við Bergstaðarstræti (sbr. fyrirspurn nr. BN37445) og Laugavegar 12. hurðirnar eru ekki læsanlegar og eru 1,0 meter á breidd til að tryggja flóttaleiðir úr portinu á lóðinni nr. 12 við Laugaveg. Lagt fram bréf eiganda Laugavegar 12b dags. 7. febrúar 2008 , bréf byggingarfulltrúa til borgarráðs dags. 7. febrúar 2008 og bréf borgarráðs dags. 22. febrúar 2008 þar sem samþykkt er að vísa málinu að nýju til meðferðar byggingarfulltrúa. Jafnframt lagt fram bréf Tryggva Þórhallssonar hdl. dags. 21. mai 2008, umsögn lögfræði- og stjórnsýslu dags. 8. júlí 2008, bréf borgarráðs dags. 7. ágúst 2008 og tölvupóstur Tryggva Þórhallssonar hdl. dags. 26. ágúst 2008. Tillagan var grenndarkynnt frá 11. desember 2008 til og með 14. janúar 2009. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir: Magnús Þráinsson f.h. Laugavegs 12b ehf., dags. 14. janúar 2009. Einnig lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 16. janúar 2009.
Frestað.

(C) Fyrirspurnir

9. Laugavegur/Vatnsstígur, (fsp) breyting á deiliskipulagi Mál nr. SN090012
Lögð fram fyrirspurn arkiBúllunar dags. 12. janúar 2009 að breytingu á deiliskipulagi Laugavegar/Vatnsstígs Í breytingunni felst möguleg uppbygging á horni Laugavegs og Vatnsstígs samkvæmt meðfylgjandi uppdráttum dags.
Hólmfríður Jónsdóttir og Arna Ösp Guðbrandsdóttir arkitektar frá arkiBúllunni kynntu.

(D) Ýmis mál

10. Afgreiðslur byggingarfulltrúa, Mál nr. BN039399
yfirlit um afgreiðslu byggingarleyfisumsókna
Lagt fram yfirlit byggingarfulltrúa dags. 19. janúar 2008 um afgreiðslur byggingarleyfisumsókna árið 2008.

11. Klapparstígur/Grettisgata, frágangur götu Mál nr. SN090013
Lögð fram tillaga Kjartans Mogensen, landslagsarkitekts að yfirborðsfrágangi Klapparstígs/Grettisgötu dags. 15. janúar 2009.
Kynnt.

12. Borgartún 8-16, bréf Faxaflóahafna (01.220.1) Mál nr. SN080645
Faxaflóahafnir sf, Tryggvagötu 17, 101 Reykjavík
Á fundi skipulagsstjóra 17. október 2008 var lagt fram bréf Faxaflóahafna, dags. 9. október 2008, vegna byggingar á lóð nr. 8-16 við Borgartún sem skyggir á innsiglingavita Reykjavíkurhafna. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra Túnahverfis og er nú lagt fram að nýju. Einnig lagður fram tölvupóstur ritara borgarstjóra frá 30. des. 2008 ásamt erindi Sjómannadagsráðs, dags. 16. des. 2008
Frestað.

13. Klapparstígur 17, fjarlæga hús (01.152.402) Mál nr. BN039397
Timburhúsið á lóð nr. 17 við Klapparstíg gjöreyðilagðist í eldi aðfaranótt 16. janúar 2009. Húsið var byggt árið 1906. Að mati LHS og SHS var hætta á hruni brunarústa og því ákveðið að fjarlæga þær. Fór sú framkvæmd fram síðdegis þann 16. janúar. Eftir standa kjallaraveggir hússins.
Kynnt.

14. Stórholt 16, bréf byggingarfulltrúa (01.245.004) Mál nr. BN039389
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa dags. 14. janúar 2009 vegna stöðvun framkvæmda á lóð nr. 16 við Stórholt.
Bréf byggingarfulltrúa samþykkt.

15. Víðimelur 36, bréf byggingarfulltrúa (01.540.025) Mál nr. BN039384
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa dags. 13. janúar 2009 vegna stöðvun framkvæmda á lóðinni nr. 36 við Víðimel.
Bréf byggingarfulltrúa samþykkt.

16. Víðimelur 40, bréf byggingarfulltrúa (01.540.023) Mál nr. BN039383
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa dags. 13. janúar 2009 vegna stöðvun framkvæmda á lóðinni nr. 40 við Víðimel.
Bréf byggingarfulltrúa samþykkt.

17. Kleppsvegur 90, kæra, umsögn (01.352.2) Mál nr. SN080605
Úrskurðarnefnd skipul/byggmál, Skúlagötu 21, 101 Reykjavík
Lagt fram bréf úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála dags. 18. september 2008 ásamt kæru dags. 15. ágúst 2008 þar sem kærð er deiliskipulagsákvörðun varðandi lóðina nr. 90 við Kleppsveg. Einnig er lögð fram umsögn lögfræði og stjórnsýslu, dags. 15. janúar 2009.

18. Leiðhamrar 46, kæra, umsögn,. úrskurður (02.292.1) Mál nr. SN070398
Úrskurðarnefnd skipul/byggmál, Skúlagötu 21, 101 Reykjavík
Lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála frá 15. janúar 2009 vegna kæru á samþykkt skipulagsráðs Reykjavíkur frá 10. janúar 2007 um breytingu á deiliskipulagi vegna lóðarinnar nr. 46 við Leiðhamra.
Úrskurðarorð:
Felld er úr gildi samþykkt skipulagsráðs Reykjavíkur frá 10. janúar 2007 um breytingu á deiliskipulagi vegna lóðarinnar nr. 46 við Leiðhamra.


Fundi slitið kl. 11.35.

Júlíus Vífill Ingvarsson
Brynjar Fransson Ragnar Sær Ragnarsson
Ingvar Jónsson Svandís Svavarsdóttir
Stefán Benediktsson Björk Vilhelmsdóttir

Afgeiðsla byggingarfulltrúa samkv. samþykkt nr. 161/2005


Árið 2009, þriðjudaginn 20. janúar kl. 10.28 fyrir hádegi hélt byggingarfulltrúinn í Reykjavík 522. fund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn í fundarherberginu 2. hæð Borgartúni 12-14. Þessi sátu fundinn: Magnús Sædal Svavarsson, Sigrún Reynisdóttir, Þórður Búason, Björn Kristleifsson, Bjarni Þór Jónsson, Jón Hafberg Björnsson og Eva Geirsdóttir.
Fundarritari var Bjarni Þór Jónsson.

Þetta gerðist:


Nýjar/br. fasteignir

1. Aðalstræti 6 (01.136.502) 100592 Mál nr. BN039321
Landic Ísland ehf, Kringlunni 4-12, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að innrétta sem hótel, alls 75 herbergi, eldhús, matsali, starfsmannarými og tilheyrandi fylgirými, meginhluta kjallara, allt bakhús, 2. 3. og 4. hæð verslunar- og skrifstofuhússins nr. 6 og 2. 3. og 4. hæð skrifstofuhússins nr. 8 við Aðalstræti.
Einnig er sótt um leyfi til að koma fyrir nýrri lyftu sem gengur frá kjallara upp á 4. hæð Aðalstrætis 6, til að endurbyggja Héðinshús á baklóð og til að opna milli Aðalstrætis 4, 6 og 8.
Erindi fylgir bréf hönnuðar, samþykki eigenda Mjóstrætis 5 vegna staðsetningar sorpgáma, innkeyrslu og aðkomu, brunahönnun frá VSI og samþykki meðeigenda í Aðalstræti 6, allt dags. 16. desember 2008.
Einnig fylgir endurskoðuð brunahönnun dags. 12. janúar 2009, beiðni um undanþágu frá fjölda herbergja fyrir fatlaða m. v. BR dags. 10. janúar 2009 og umsögn Aðgengis ehf. um þau herbergi sem ætluð eru fötluðum dags. 13. janúar 2009.
Stækkun: 3,6 ferm., 142,1 rúmm.
Gjald kr. 7.300 + 10.942
Frestað.
Þar sem að umsóknin tekur til þriggja lóða, skal skal leggja inn þrjár aðskildar umsóknir.

2. Álfheimar 74 (01.434.301) 105290 Mál nr. BN039334
Shiraz ehf, Álftamýri 74, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta rými 01-41 í matshl. 01 úr verslunarrými í veitingastað í verslunarmiðstöð á lóð nr. 74 við Álfheima.
Fyrirspurn sem fékk jákvæða umfjöllun 16. des. 2008 fylgir. Samþykki húseigenda dags 8. jan 2009
Gjald kr. 7.300
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

3. Barónsstígur 27 (01.174.325) 101660 Mál nr. BN039377
Skapa & Skerpa arkitektar ehf, Barónsstíg 27, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta verslunarrými 1. hæðar í íbúð með geymslu í kjallara í húsi á lóð nr. 27 við Barónsstíg.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

4. Bergstaðastræti 4 (01.171.307) 101407 Mál nr. BN039344
Gamma ehf, Smáraflöt 43, 210 Garðabær
Sótt er um leyfi til að breyta aðgengi að efri hæð Mhl. 02 með því að byggja svalir, breytt er eignarhaldi og skráningu á geymslu og anddyri í matshluta 01, allt í húsi á lóð nr. 4 við Bergstaðastræti.
Erindi fylgir samþykki meðlóðarhafa dags. 13. janúar 2009.
Gjald kr. 7.300
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Skoða verður hvort breyta þurfi skipulagi vegna svalagangs.

5. Bogahlíð 4 (00.000.000) 107252 Mál nr. BN034530
Þórður Sigurðsson, Bogahlíð 4, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja svalaskýli úr prófílum og tvöföldu sólgleri á hluta svala á fjölbýlishúsinu á lóðinni nr. 4 við Bogahlíð.
Meðfylgjandi er samþykki meðeigenda dags. feb. 2007
Stærðir 14 ferm., 39,2 rúmm
Gjald kr. 6.100 + 7.700.+ 2.862
Frestað.
Lagfæra skráningartöflu.

6. Bröndukvísl 14 (04.235.104) 110889 Mál nr. BN039349
Aðalheiður Ríkarðsdóttir, Bröndukvísl 14, 110 Reykjavík
Höskuldur H Höskuldsson, Bröndukvísl 14, 110 Reykjavík
Sótt er um endurnýjun á byggingarleyfi BN034103 sem samþykkt var 15. ágúst 2008, þar sem veitt var leyfi fyrir áður gerðri stækkun kjallara og leyfi til þess að stækka tengibyggingu á 1. hæð milli íbúðarhúss og bílskúrs á lóð nr. 14 við Bröndukvísl.
Ennfremur er sótt um minni háttar breytingu á sama leyfi, það er að færa sorpgeymslu að lóðarmörkum.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 16. janúar 2009 fylgir erindinu.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Umsækjandi skal láta vinna tillögu að breyttu deiliskipulagi sem grenndarkynnt verður þegar berst.

7. Freyjubrunnur 29 (02.695.503) 205733 Mál nr. BN039155
Fasteignafélagið Hlíð ehf, Lágmúla 6, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að stækka og breyta efstu hæð fjölbýlishúss úr steyptum einingum á lóð nr. 29 við Freyjubrunn.
Stærðir: Stækkun 41,9 ferm., 321,2 rúmm.
Eftir stækkun samtals 874,5 ferm., 2.868,3 rúmm.
Gjald kr. 7.300 + 23.448
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

8. Furugerði 1 (01.807.001) 107807 Mál nr. BN039317
Félagsbústaðir hf, Hallveigarstíg 1, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að stækka 9. hæð og bæta þar við sex íbúðum og baðaðstöðu, einnig er sótt um að stækka matsal til suðurs á jarðhæð og fjölga bílastæðum við fjölbýlishús á lóð nr. 1 við Fururgerði.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 9. janúar 2009 fylgir erindinu. Sömu leiðis minnisblað burðarvirkishönnuðar dags. 6. janúar 2009 og bréf arkitekta dags. 12. janúar 2009.
Stækkun: Kjallari 30,4 ferm., 1. hæð 95,9 ferm., 9. hæð 426,7 ferm. Samtals stækkun 598,6 ferm., 3.353,4 rúmm.
Heildarstærð eftri stækkun. 5.466,9 ferm., 16.507 rúmm.
Gjald kr. 7.300 + 7.700 + 244.798
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst fyrir útgáfu á byggingarleyfi.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

9. Garðastræti 17 (01.136.525) 100614 Mál nr. BN039337
Gestur Ólafsson, Garðastræti 15, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta í íbúð þess hluta teiknistofunnar sem er á 1. hæð í íbúðar- og atvinnuhúsinu á lóð nr. 17 við Garðastræti.
Meðfylgjandi er samþykki húsfundar.
Gjald kr. 7.300
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

10. Geirsgata 3a-7c (01.117.306) 100086 Mál nr. BN039324
Kjartan Halldórsson, Asparfell 2, 111 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta uppbyggingu glerskála sbr. erindi BN038905 samþ. 7.10.2008 þannig að veggir verða opnanlegir að fullu og í þaki inndraganleg markísa við veitingahúsið Sægreifann á lóð nr. 5 við Geirsgötu 3a-7c.
Umsögn Faxaflóahafna frá 13. janúar 2009 fylgir erindinu.
Gjald kr. 7.300
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
Þinglýsa skal ákvæðum í bréfi Faxaflóahafna um leigutíma fyrir útgáfu byggingarleyfis umækjanda ber að sækja árlega um endurnýjun byggingarleyfis og skal miða við útgáfudag byggingarleyfisins.

11. Gylfaflöt 9 (02.575.702) 109502 Mál nr. BN039367
Landsnet hf, Gylfaflöt 9, 112 Reykjavík
Sótt er um leyfi að endurnýja byggingarleyfi BN035872 frá 19. júní 2007 sem felst í að breyta innra fyrirkomulagi og gluggum, inngangur er færður til og hurðum breytt, byggður millipallur á 2. hæð, leiðréttar stærðir húss ásamt tilfærslu á sorpi og breytingu á bílstæðum í atvinnuhúsi á lóð nr. 9 við Gylfaflöt.
Jafnframt er erindi 35469 dregið til baka.
Bréf hönnuðar dags. 26. apríl og 4. júní 2007 og drög að brunahönnun ódagsett. og umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 19. maí og 4. júní 2007 fylgja erindinu.
Stærð stækkun: Millipallur 379 ferm.
Samtals verður hús 4663,7 ferm., 18899,9 rúmm.
Gjald kr. 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.

12. Gylfaflöt 9 (02.575.702) 109502 Mál nr. BN039320
Landsnet hf, Gylfaflöt 9, 112 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi og bæta þremum dyraopnun og nýjum gluggum í atvinnuhúsnæði á lóð nr. 9 við Gylfaflöt.
Bréf frá hönnuði um breytingar á núverandi húsi fylgir málinu.
Stækkun milliloft 89 ferm.
Gjald: kr. 7.300
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

13. Hlíðarendi 2-6 (01.628.801) 106642 Mál nr. BN039164
Knattspyrnufélagið Valur, Laufásvegi Hlíðarenda, 101 Reykjavík
Sótt er um tímabundið leyfi fyrir flóðlýsingar við nýgerðan gervigrasvöll. Um er að ræða tíu 12 m möstur sem raða sér kringum völlinn á svæði knattspyrnufélagsins Vals á lóð nr. 2-6 við Hlíðarenda.
Bréf frá höfundi dags. 9. jan. 2009. Umsögn flugvalla-og leiðsögusviðs dags. 7. jan. 2009. Gögn frá ELFA verkfræðistofu dags. 15. des. 2008 um umhverfisáhrif flóðlýsingar.
Gjald 7.300
Frestað.
Skipulagferli ólokið.

14. Hólmaslóð olíustöð 1 (01.085.001) 100001 Mál nr. BN039362
Olíudreifing ehf, Pósthólf 4230, 124 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir teikningar af áður byggðu dæluhúsi, mhl. 10, á lóð Olíudreifingar nr. 1 við Hólmaslóð olíustöð.
Stærðir 23,7 ferm., 65,1 rúmm.
Gjald kr. 7.700 + 5.013
Frestað.
Leggja skal fram umsögn umhverfisstofnunar vegna málsins með vísan til athugasemda umhverfis- og samgöngusviðs.

15. Hólmaslóð olíustöð 1 (01.085.001) 100001 Mál nr. BN039365
Skeljungur hf, Hólmaslóð 8, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir teikningar af þegar byggðu dæluhúsi, mhl. 11, á lóð Skeljungs nr. 1 við Hólmaslóð olíustöð.
Stærðir 21,9 ferm., 57,4 rúmm.
Gjald kr. 7.700 + 4.420
Frestað.
Leggja skal fram umsögn umhverfisstofnunar vegna málsins með vísan til athugasemda umhverfis- og
samgöngusviðs.

16. Hólmaslóð olíustöð 4 (01.085.301) 100004 Mál nr. BN039361
Olíudreifing ehf, Pósthólf 4230, 124 Reykjavík
Sótt er leyfi fyrir breytingar á áður byggðu dæluhúsi, mhl. 04 á lóð Olíudreifingar nr. 4 við Hólmaslóð olíustöð.
Gjald kr. 7.300
Frestað.
Leggja skal fram umsögn umhverfisstofnunar vegna málsins með vísan til athugasemda umhverfis- og samgöngusviðs.

17. Hólmaslóð olíustöð 4 (01.085.301) 100004 Mál nr. BN039360
Skeljungur hf, Hólmaslóð 8, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir teikningar af áður byggðri dælustöð, mhl. 05 á lóð Skeljungs nr. 4 við Hólmaslóð olíustöð.
Stærðir 16,2 ferm, 42,9 rúmm.
Gjald kr. 7,700 + 3.303
Frestað.
Leggja skal fram umsögn umhverfisstofnunar vegna málsins með vísan til athugasemda umhverfis- og
samgöngusviðs.

18. Hólmaslóð olíustöð 5 (01.085.401) 100005 Mál nr. BN039363
Olíudreifing ehf, Pósthólf 4230, 124 Reykjavík
Skeljungur hf, Hólmaslóð 8, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir teikningar af áður byggðu vaktskýli, mhl. 01, á lóð Olíudreifingar og Skeljungs nr. 5 við Hólmaslóð olíustöð.
Stærðir 13 ferm., 35,1 rúmm.
Gjald kr. 7.700 + 2.703
Frestað.
Leggja skal fram umsögn umhverfisstofnunar vegna málsins með vísan til athugasemda umhverfis- og samgöngusviðs.

19. Hæðargarður 26 (01.818.105) 108180 Mál nr. BN039368
Guðrún Svala Waage, Hæðargarður 26, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að lyfta þaki og byggja kvisti og svalir og stækka með því íbúð á efri hæð hússins nr. 26 í fjölbýshúsinu nr. 26-28 á lóð nr. 26 við Hæðargarð.
Erindi fylgir samþykki meðlóðarhafa dags. 6. janúar 2009.
Stækkun: 36,1 ferm., 75,9 rúmm.
Gjald kr. 7.300 + 5.844
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

20. Hæðargarður 28 (01.818.106) 108181 Mál nr. BN039366
Pétur Jóhannesson, Hæðargarður 28, 108 Reykjavík
Thelma Birna Róbertsdóttir, Hæðargarður 28, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að lyfta þaki og byggja kvisti og stækka með því íbúð á efri hæð hússins nr. 28 í fjölbýshúsinu nr. 26-28 á lóð nr. 28 við Hæðargarð.
Erindi fylgir samþykki meðlóðarhafa dags. 6. janúar 2009.
Stækkun: 36,1 ferm., 75,9 rúmm.
Gjald kr. 7.300 + 5.844
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

21. Kleppsvegur 90 (01.352.203) 104184 Mál nr. BN039380
Félagsbústaðir hf, Hallveigarstíg 1, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi að breyta einangrunargildi í byggingarlýsingu frá áður samþykktu byggingarleyfi BN038777 samþykkt 9. sept. 2008 í sambýli á lóð nr. 90 við Kleppsveg.
Gjald kr.7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

22. Laugarnestangi 9B (01.32-.-85) 103861 Mál nr. BN039382
Framkvæmda- og eignasvið Reykja, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að rífa tvö iðnaðarhús úr timbri á lóð nr. 9B við Laugarnestanga.
Niðurrif: Mhl 15 stærð 163 ferm. og 472 rúmm.
Mhl. 17 stærð 65 ferm. 204 rúmm.
Gjald kr. 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

23. Laugavegur 166 (01.242.102) 103032 Mál nr. BN039378
Fasteignir ríkissjóðs, Borgartúni 7, 150 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að innrétta tölvuherbergi á 1. hæð. Breytingin hefur í för með sér útlitsbreytingu þar sem setja þarf lokun fyrir gluggaop og málmgrindur yfir kæliblásara í skrifstofuhúsi á lóð nr. 166 við Laugaveg.
Meðfylgjandi er bréf frá hönnuði dags 13.jan. 2009
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

24. Lyngháls 2 (04.326.401) 111049 Mál nr. BN039260
Freyr ehf, Lynghálsi 2, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að innrétta rými fyrir lyftarahleðslu og verkstjóra á 2. hæð og geymslurými við hlið lyftu á 3. hæð í atvinnuhúsi á lóð nr. 2 við Lyngháls.
Stækkun milliloft 17 ferm.
Gjald kr. 7.300 + 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

25. Njálsgata 4B (01.182.204) 101856 Mál nr. BN039379
Austur-Indíafélagið ehf, Hverfisgötu 56, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að koma fyrir fellistiga og samþykki fyrir núverandi fyrirkomulagi húss þar sem gerð er grein fyrir þremur áður gerðum íbúðum, þ. á. m. ein ósamþykkt íbúð í kjallara fjölbýlishússins á lóð nr. 4b við Njálsgötu.
Erindi fylgir tengiskýrsla Rafmagnsveitu Reykjavíkur dags. 22. ágúst 1956, virðingargjörð dags. 1. febrúar 1941 og 17. júlí 1947, þinglýstur skiptasamningur dags. 30. mars 1977, þinglýst afsöl af þremur eignarhlutum hússins dags. 21. mars 1972, 1. október 1986 og 1. júlí 1993 og íbúðarskoðun Byggingarfulltrúa dags. 20. nóvember 2008.
Ennfremur er erindi BN039148 dregið til baka.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

26. Selvað 1-5 (04.772.102) 195948 Mál nr. BN039375
Gissur og Pálmi ehf, Staðarseli 6, 109 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta akstursskábraut, færa bílastæði fatlaðra og fjarlægja brunamerkingar á útihurðum út á svalagang í fjölbýlishúsi á lóð nr. 1-5 við Selvað.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.


27. Skógarás 21 (04.386.502) 111537 Mál nr. BN039376
Ágúst Alfreð Snæbjörnsson, Lækjasmári 21, 201 Kópavogur
Sótt er um leyfi til að stækka svalir , breyta gluggum á norður- og vesturhliðum og innra skipulagi á 2. hæð einbýlishúss á lóð nr. 21 við Skógarás.
Gjald 7.700
Frestað.
Fjöldi bílastæða og aðkoma skal vera í samræmi við mæliblað og greinilega sýnt á uppdráttum.

28. Skúlatún 2 (01.220.003) 102779 Mál nr. BN039387
Höfðatorg ehf, Skúlagötu 63, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi í suðurhluta 1. hæðar skrifstofuhússins á lóð nr. 2 við Skúlatún.
Gjald kr. 7.300
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

29. Tryggvagata 22 (01.140.004) 100816 Mál nr. BN039316
Eik fasteignafélag hf, Sóltúni 26, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir reyndarteikningum af tjaldþaki (markísu) yfir svölum veitingahúss á lóð nr. 22 við Tryggvagötu.
Gjald kr. 7.300
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra þar sem um reykingarskjól virðist vera að ræða.

30. Vesturgata 17 (01.136.008) 100511 Mál nr. BN039398
Vesturgata 17 ehf, Vesturgötu 17, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til breytinga á björgunaropum og breyttu eignarhaldi í húsi á lóð nr. 17 við Vesturgötu.
Gjald kr. 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
Þinglýsa skal yfirlýsingu um samruna eigna til að samþykktin öðlist gildi.


Ýmis mál

31. Ánanaust 8 (Sorpa) Mál nr. BN039391
Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúa til að breyta mörkum lóðarinnar Ánanaust 8, eins og sýnt er á meðsendum uppdrætti landupplýsingadeildar dags. 9. janúar 2009. Við breytinguna stækkar lóðin úr 3575 ferm í 3588 ferm. Deiliskipulagsbreytingin var samþykkt í skipulagsráði 26. nóvember 2008 og var birt í B-deild Stjórnartíðinda 23. desember 2008.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Lóðarmarkabreytingin tekur gildi þegar þinglýst hefur verið yfirlýsingu um breytt lóðarmörk.

32. Klapparstígur 17 (01.152.402) 101048 Mál nr. BN039397
Timburhúsið á lóð nr. 17 við Klapparstíg gjöreyðilagðist í eldi aðfaranótt 16. janúar 2009. Húsið var byggt árið 1906.
Að mati LHS og SHS var hætta á hruni brunarústa og því ákveðið að fjarlæga þær. Fór sú framkvæmd fram síðdegis þann 16. janúar. Eftir standa kjallaraveggir hússins.


33. Leirulækur - Tölusetningar Mál nr. BN039392
Byggingarfulltrúi leggur til að lóðir við Leirulæk verði tölusettar sem hér segir:
Lóð Laugarlækjarskóla verði Leirulækur 2, landnr. 104104 staðgr.nr. 1.348.301, fastanr. 201-7143.
Lóð Lækjarborgar verði Leirulækur 4, landnr. 176940, staðgr.nr. 1.348.002, fastanr. 201-7146.
Dreifistöð OR á lóð Lækjarborgar verði Leirulækur 4A landnr. 176940, staðgr.nr. 1.348.002, fastanr. 201-7145.
Lóð Laugaborgar verði Leirulækur 6, landnr. 176939, staðgr.nr. 1.344.401, fastanr. 201-6810.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.

34. Rangársel 15 (04.938.102) 112918 Mál nr. BN039381
Framkvæmda- og eignasvið Reykja, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík
Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúa til að breyta mörkum lóðanna Rangársel 15, bílastæða- og aðkomulóð fyrir Rangársel 15 og Öldusel 17, eins og sýnt er á meðsendum uppdrætti landupplýsingadeildar dags. 8. janúar 2009. Deiliskipulagsbreytingin var samþykkt í borgarráði 13. maí 2008 og var birt í B-deild Stjórnartíðinda 3. júlí 2008.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Lóðarmarkabreytingin tekur gildi þegar þinglýst hefur verið yfirlýsingu um breytt lóðarmörk.


Fyrirspurnir

35. Bergstaðastræti 14 (01.180.212) 101700 Mál nr. BN039358
Mótamenn ehf, Þúfuseli 2, 109 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að innrétta kaffihús eða skyndibitastað á jarðhæð/kjallara íbúðar- og atvinnuhússins á lóð nr. 14 við Bergstaðastræti.
Jákvætt.
Með vísan til athugasemda á fyrirspurnarblaði.

36. Hringbraut 119 (01.520.301) 105924 Mál nr. BN039373
Krzysztof Zalewski, Hringbraut 119, 107 Reykjavík
Spurt er hvort setja megi gerfihnattadisk á fimmtu hæð, á vegg eða þak, fjölbýlishússins á lóð nr. 119 við Hringbraut.
Neikvætt.
Fer húsi illa.

37. Kleifarvegur 11 (01.380.215) 104753 Mál nr. BN039386
Erna Kristjánsdóttir, Kleifarvegur 11, 104 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að byggja bílskúr eins og sýnt er á meðfylgjandi skissum af íbúðarhúsinu á lóð nr. 11 við Kleifarveg.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.

38. Suðurgata 14 (01.161.201) 101212 Mál nr. BN039400
Hjallastefnan ehf, Vífilsstaðavegi 123, 210 Garðabær
Spurt er hvort breyta megi íbúðarhúsi í skóla Hjallastefnunar á lóð nr. 14 við Suðurgötu.
Meðfylgjandi er afstöðumynd og grunnmyndir og bréf frá arkitekt.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.


Fundi slitið kl. 12.25.

Magnús Sædal Svavarsson

Björn Kristleifsson Bjarni Þór Jónsson
Sigrún Reynisdóttir Jón Hafberg Björnsson
Þórður Ó. Búason Eva Geirsdóttir