Umhverfis- og skipulagsráð - og skipulagsráð

Umhverfis- og skipulagsráð

Skipulagsráð

Ár 2009, miðvikudaginn 14. janúar kl. 09:10, var haldinn 159. fundur skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12-14, 7. hæð Ráðssal. Viðstaddir voru: Júlíus Vífill Ingvarsson, Snorri Hjaltason, Stefán Þór Björnsson, Brynjar Fransson, Sóley Tómasdóttir, Stefán Benediktsson, Björk Vilhelmsdóttir og áheyrnarfulltrúinn Magnús Skúlason. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Magnús Sædal Svavarsson, Ágúst Jónsson, Ólafur Bjarnason og Marta Grettisdóttir. Auk þess gerðu eftirtaldir embættismenn grein fyrir einstökum málum: Þórarinn Þórarinsson, Lilja Grétarsdóttir, Björn Axelsson, Haraldur Sigurðsson og Margrét Þormar.
Fundarritari var Helga Björk Laxdal.

Þetta gerðist:


(A) Skipulagsmál

1. Afgreiðslufundir skipulagsstjóra Reykjavíkur, fundargerð Mál nr. SN010070
Lagðar fram fundargerðir afgreiðslufunda skipulagsstjóra Reykjavíkur frá 19. desember 2008 og 9. janúar 2009.

2. Heiðargerði 76, breyting á deiliskipulagi (01.802.2) Mál nr. SN080753
Guðmundur Ó. Eggertsson, Heiðargerði 76, 108 Reykjavík
Lögð fram umsókn Guðmundar Eggertssonar, mótt. 17. desember 2008, um breytingu á deiliskipulagi vegna lóðar nr. 76 við Heiðargerði samkvæmt uppdrætti Húss og skipulags dags. í janúar 2006. Í breytingunni felst tillaga að hækkun á nýtingarhlutfalli. Einnig er lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála dags. 24. júlí 2008 þar sem samþykkt skipulagsráðs Reykjavíkurborgar frá 15. mars 2006, um að synja um breytingu á deiliskipulagi Heiðargerðisreits vegna lóðarinnar að Heiðargerði 76, er felld úr gildi.
Samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu að nýju fyrir hagsmunaaðilum að Heiðargerði 72, 74, 78, 80, 88, 90, 92 og 94 með vísan til niðurstöðu úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála í máli 27/2006.

3. Smáragata 13, breyting á deiliskipulagi (01.197.3) Mál nr. SN080695
Stefán Einar Matthíasson, Smáragata 13, 101 Reykjavík
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi Stefáns E. Matthíassonar dags. 26. ágúst varðandi breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar nr. 13 við Smáragötu. Í breytingunni felst að byggingarreit fyrir viðbyggingu við aðalhús og bílskúr er breytt samkv. meðfylgjandi uppdráttum arkitektur.is dags. 11. nóvember 2008. Tillagan var grenndarkynnt frá 20. nóvember til og með 18. desember 2008. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir: Skrifstofa Forseta Íslands dags. 17. desember 2008 og Forsætisráðuneytið dags. 18. desember 2008. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsstjóra, dags. 9. janúar 2009.
Samþykkt með vísan til 12. gr. samþykktar um skipulagsráð og umsagnar skipulagsstjóra.

4. Suður Mjódd, nýtt deiliskipulag (04.91) Mál nr. SN070148
Erum Arkitektar ehf, Grensásvegi 3-5, 108 Reykjavík
Að lokinni auglýsingu er lögð fram tillaga Erum arkitekta, dags. 6. febrúar 2008, að deiliskipulagi Suður Mjóddar. Í tillögunni felst uppbygging íbúða fyrir eldri borgara, verslun, þjónusta ásamt íþróttahúsi og stúku fyrir Íþróttafélag Reykjavíkur. Einnig er lagt fram bréf Íþrótta- og tómstundasviðs, dags. 22. febrúar 2008. Tillagan var auglýst frá 4. apríl til og með 9. júní 2008. Athugasemdir bárust frá: Arndísi Ólafsdóttur, dags. 7. maí 2008, Íþróttafélagi Reykjavíkur, dags. 15. maí 2008, Hirti Hjartarsyni og Steinunni Káradóttur, dags. 28. maí 2008, Óskari Maríussyni dags. 29. maí 2008, Skógarbær, hjúkrunarheimili dags. 6. júní 2008. Einnig lögð fram umsögn skipulagsstjóra um athugasemdir, dags. 27. júní 2008.
Samþykkt með vísan til umsagnar skipulagsstjóra.
Vísað til borgarráðs.

Skipulagsráð bókaði:
Gert hefur verið ráð fyrir að á reit C-2 verði skólabygging sem verður arftaki Öskjuhlíðaskóla og Safamýraskóla. Skipulagsstjóra er falið að vera í sambandi við fulltrúa skólanna um þarfir og uppbyggingaráform þegar það er tímabært.

5. Húsahverfi svæði C. (02.84) Mál nr. SN090006
breyting á skilmálum vegna húsagerðar E8 og E9
Lögð fram tillaga skipulags- og byggingarsviðs Reykjavíkur dags. 8. janúar 2009 að breytingu á skilmálum deiliskipulags #GLHúsahverfi Grafarvogur III svæði C#GL , vegna húsagerðarinnar E8 og E9. Breytingin felst í því að hækkun heimildar vegna hámarks byggingarmagns og heimildum til útbygginga er breytt.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu.
Vísað til borgarráðs.

6. Borgartún – Skúlatún. Mál nr. SN080579
breyting á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2001-2024
Að lokinni kynningu á vef skipulags- og byggingarsviðs er lögð fram að nýju tillaga skipulags- og byggingarsviðs dags. 5. september 2008 að breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2001-2024 vegna aukins byggingarmagns við Borgartún
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu.
Vísað til borgarráðs.

(B) Byggingarmál

7. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð Mál nr. BN039364
Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerðir byggingarfulltrúa nr. 519 frá 23. desember 2008, nr. 520 frá 6. janúar 2009 og nr. 521 frá 13. janúar 2009.

(C) Fyrirspurnir

8. Egilsgata 3. (01.193.2) Mál nr. SN080675
(fsp) breyting a deiliskipulagi Heilsuverndarstöðvarreits
Domus Medica,húsfélag, Egilsgötu 3, 101 Reykjavík
Á fundi skipulagsstjóra 12. desember 2008 var lögð fram fyrirspurn húsfélagsins Domus Medica dags. 4. nóvember 2008 varðandi breytingu á deiliskipulagi Heilsuverndarstöðvarreits vegna lóðarinnar nr. 3 við Egilssgötu. Í breytingunni felst að byggð er þriggja hæða viðbygging norð-vestan við núverandi hús Domus Medica ásamt bílgeymslu á tveimur hæðum samkv. meðfylgjandi uppdrætti Teiknistofu Garðars Halldórssonar dags. 4. nóvember 2008.
Kynnt.

(D) Ýmis mál

9. Kjalarnes, Saurbær, afmörkun lands Mál nr. SN080664
Inga Magnúsdóttir, Skógarás, 116 Reykjavík
Lagt fram erindi Ingu Magnúsdóttur, dags. 28. október 2008, um afmörkun lands í landi Saurbæjar á Kjalarnesi samk. meðfylgjandi gögnum.
Frestað.
Byggingarfulltrúa er falið að láta útbúa yfirlýsingu um framlengingu bráðabirgðaleyfis til 5 ára fyrir skemmu á landinu. Umsækjandi skal þinglýsa yfirlýsingunni áður en ráðið samþykkir umsótta skiptingu.

10. Starengi 82 og 106, stækkun á lóð Mál nr. SN080662
Elísabet Stefánsdóttir, Starengi 82, 112 Reykjavík
Þóra Þórsdóttir, Starengi 106, 112 Reykjavík
Lagt fram erindi lóðarhafa, dags. 30. desember 2008 varðandi stækkun á lóðunum nr 82 og 106 við Starengi. Einnig lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 9. janúar 2009.
Neikvætt með vísan til umsagnar skipulagsstjóra.

11. Sogavegur 76, málskot (01.815.0) Mál nr. SN080539
Grétar J Guðmundsson, Sogavegur 76, 108 Reykjavík
Katrín Guðmundsson, Sogavegur 76, 108 Reykjavík
Lagt fram málskot lóðarhafa Sogavegar 76 dags. 4. ágúst 2008 þar sem óskað er eftir því að erindi frá 5. júní 2008 þar sem sótt var um byggja kvist á norðurþekju hússins nr. 76 við Sogaveg, og var hafnað, verði tekið til endurskoðunar. Einnig lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 9. janúar 2008.
Ekki eru gerðar athugasemdir við að erindið með vísan til skilyrða sem fram koma í umsögn skipulagsstjóra. Byggingarleyfisumsókn verður grenndarkynnt þegar hún berst.

12. Friðun húsa, fasteignagjöld, niðurfelling Mál nr. SN070161
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 22. des. 2008, vegna samþykktar borgarráðs frá 20. s.m., varðandi niðurfellingu fasteignagjalda af friðuðum húsum til ársloka 2009. Jafnframt felur borgarráð skipulagsráði að ljúka tillögu um framtíðarfyrirkomulag fasteignagjalda vegna friðaðra húsa að höfðu samráði við Árbæjarsafn og menningar- og ferðamálaráð.
Frestað

13. Húsverndarsjóður Reykjavíkur, Úthlutun styrkja 2009 Mál nr. SN090008
Lögð fram tillaga skipulagsstjóra Reykjavíkur dags. 9. janúar 2009 að auglýsingu um styrki úr Húsverndarsjóði Reykjavíkur.
Samþykkt.
Af hálfu skipulagsráðs voru tilnefndir í vinnuhóp Stefán Benediktsson og Stefán Þór Björnsson.

14. Trjágróður og skipulag, skýrsla Mál nr. SN080759
Lögð fram skýrsla dags. 1. desember 2008 frá Storð landslagsarkitektum um hvernig nýta megi gróður í skipulagi. Afrakstur af skýrslu þeirra fyrir deiliskipulag neðan Sléttuvegar.
Hermann Georg Gunnlaugsson landslagsarkitekt kynnti.

15. Menningar- og ferðamálaráð, breyting á samþykkt Mál nr. SN080006
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 17. desember 2008, vegna samþykktar borgarstjórnar 16. s.m. á breytingu á samþykkt fyrir menningar og ferðamálaráð. Jafnframt var sviðsstjóra menningar- og ferðamálasviðs og skipulagsstjóra falið að vinna að tillögum að verklagsreglum, þar sem kveðið er nánar á um framkvæmd og málsmeðferð um hvenær leita skuli umsagnar ráðsins.
Vísað til meðferðar skipulagsstjóra.

16. Bólstaðarhlíð 47, Háteigsskóli, (01.271.2) Mál nr. SN080745
breyting á deiliskipulagi fyrir boltagerði
Framkvæmda- og eignasvið Reykja, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 8. janúar 2009 um samþykkt borgarráðs s.d. um auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi fyrir lóð Háteigsskóla að Bólstaðarhlíð 47.

17. Norðurfell 17-19, Fellaskóli,. (04.666.8) Mál nr. SN080746
breyting á deiliskipulagi vegna boltagerðis o.fl
Framkvæmda- og eignasvið Reykja, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 8. janúar 2009 um samþykkt borgarráðs s.d. um auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi fyrir lóð Fellaskóla að Norðurfelli 17 - 19.

18. Bryggjuhverfi, breyting á deiliskipulagi (04.0) Mál nr. SN080666
Björgun ehf, Sævarhöfða 33, 110 Reykjavík
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 8. janúar 2009 um samþykkt borgarráðs s.d. um auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi fyrir Bryggjuhverfi.

19. Vættaborgir 9, Borgaskóli, (02.345) Mál nr. SN080744
breyting á deiliskipulagi Borgahverfis A-hluta
Framkvæmda- og eignasvið Reykja, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 8. janúar 2009 um samþykkt borgarráðs s.d. um auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi fyrir lóð Borgaskóla að Vættaborgum 9.

20. Skálafell, breyting á deiliskipulagi Mál nr. SN080731
Íþrótta- og tómstundaráð Rvíkur, Bæjarhálsi 1, 110 Reykjavík
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 8. janúar 2009 um samþykkt borgarráðs s.d. um auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi fyrir skíðasvæði í Skálafelli.
Jafnframt var samþykkt að vísa erindi til umsagnar Íþrótta- og tómstundaráðs og stjórnar Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu á auglýsingatímanum þar sem fram komi framtíðarsýn þeirra á uppbyggingu skíðasvæða.

21. Aðalstræti 9, kæra, umsögn (01.140.4) Mál nr. SN080604
Úrskurðarnefnd skipul/byggmál, Skúlagötu 21, 101 Reykjavík
Lagt fram bréf úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála dags. 18. september 2008 ásamt kæru dags. 22. ágúst 2008 ásamt fylgigögnum þar sem kærð er synjun byggingarleyfisumsóknar vegna hússins að Aðalstræti 9. Einig er lögð fram umsögn lögfræði og stjórnsýslu, dags. 14. janúar 2009, vegna kæru á synjun byggingarleyfisumsóknar vegna hússins að Aðalstræti 9.
Umsögn lögfræði og stjórnsýslu samþykkt.

22. Baldursgata 33, kæra (01.184.2) Mál nr. SN080757
Úrskurðarnefnd skipul/byggmál, Skúlagötu 21, 101 Reykjavík
Lagt fram bréf Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála, dags. 16. des. 2008 ásamt kæru, dags. 27. nóv. 2008, þar sem kærð er synjun á afturköllun byggingarleyfis fyrir sorptunnuskýlis að Baldursgötu 33.
Vísað til umsagnar lögfræði og stjórnsýslu.

23. Barmahlíð 54, kæra (01.710.1) Mál nr. SN080517
Ómar R. Valdimarsson, Barmahlíð 54, 105 Reykjavík
Úrskurðarnefnd skipul/byggmál, Skúlagötu 21, 101 Reykjavík
Lagt fram bréf Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála dags. 16. des. 2008 ásamt kæru vegna synjunar á byggingarleyfisumsókn vegna hússins að Barmahlíð 54.
Vísað til umsagnar lögfræði og stjórnsýslu.

24. Langholtsvegur 168, kæra (01.441.3) Mál nr. SN090003
Úrskurðarnefnd skipul/byggmál, Skúlagötu 21, 101 Reykjavík
Lagt fram bréf Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála dags. 16. des. 2008 ásamt kæru vegna synjunar á byggingarleyfisumsókn vegna fasteignarinnar að Langholtsvegi 168.
Vísað til umsagnar lögfræði og stjórnsýslu.

25. Neshagi 14, kæra (01.186.6) Mál nr. SN090005
Úrskurðarnefnd skipul/byggmál, Skúlagötu 21, 101 Reykjavík
Lagt fram bréf Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála dags. 16. des. 2008 ásamt kæru vegna byggingarleyfis fyrir svalaskýli að Neshaga 14.
Vísað til umsagnar lögfræði og stjórnsýslu.

26. Nýlendugata 24c, kæra (01.131.1) Mál nr. SN090004
Úrskurðarnefnd skipul/byggmál, Skúlagötu 21, 101 Reykjavík
Lagt fram bréf Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála dags. 16. des. 2008 ásamt kæru vegna breytingar á deiliskipulagi vegna Nýlendugötu 24c.
Vísað til umsagnar lögfræði og stjórnsýslu.

27. Sóltún 2-4, kæra Mál nr. SN090002
Úrskurðarnefnd skipul/byggmál, Skúlagötu 21, 101 Reykjavík
Lagt fram bréf Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála dags. 16. des. 2008 ásamt kæru vegna samþykktar borgarráðs 9. okt. 2008 á breyttu deiliskipulagi vegna Sóltúns 2-4.
Vísað til umsagnar lögfræði og stjórnsýslu.


Fundi slitið kl. 11.30.

Júlíus Vífill Ingvarsson
Snorri Hjaltason Stefán Þór Björnsson
Brynjar Fransson Sóley Tómasdóttir
Stefán Benediktsson Björk Vilhelmsdóttir

Afgreiðsla byggingarfulltrúa samkv. samþykkt nr. 161/2005

Árið 2009, þriðjudaginn 13. janúar kl. 9.45 fyrir hádegi hélt byggingarfulltrúinn í Reykjavík 521. fund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn í fundarherberginu 2. hæð Borgartúni 12-14. Þessi sátu fundinn: Magnús Sædal Svavarsson, Sigrún Reynisdóttir, Þórður Búason, Björn Kristleifsson, Bjarni Þór Jónsson, Jón Hafberg Björnsson og Eva Geirsdóttir.
Fundarritari var Bjarni Þór Jónsson.

Þetta gerðist:


Nýjar/br. fasteignir

1. Austurbakki 2 (01.119.801) 209357 Mál nr. BN038887
Eignarhaldsfélagið Portus hf, Pósthólf 709, 121 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að breyta sbr. erindi 34842, burðarveggjum og súlum, breyta stærðum palla, lögun svala og kaffibars milli vestur- og austurbyggingar, breyta innra skipulagi víða, fella niður stiga eða breyta ásamt breytingum á flóttaleiðum Tónlistar- og ráðstefnuhússins á lóð nr. 2 við Austurbakka.
Stærð var: Tónlistar- og ráðstefnuhús neðri kjallari 3710,7 ferm., efri kjallari 3131,9 ferm., 1. hæð 6785,3 ferm., 2. hæð 7093,4 ferm., 3. hæð 2036,4 ferm., 4. hæð 2716 ferm., 5. hæð 1128,1 ferm., 6. hæð 665,4 ferm., 7. hæð 750,9 ferm., 8. hæð 358,8 ferm., samtals 28376,9 ferm., 232911,9 rúmm. Geymslur og vörumóttaka (B-rými) samtals 493,3 ferm., 2640,9 rúmm.
Stærð veður: Tónlistar- og ráðstefnuhús neðri kjallari 3654,6 ferm., efri kjallari 3154 ferm., 1. hæð 6654,8 ferm., 2. hæð 7451,5 ferm., 3. hæð 2011,5 ferm., 4. hæð 2754,1 ferm., 5. hæð 1155,7 ferm., 6. hæð 605,8 ferm., 7. hæð 640,8 ferm., 8. hæð 310 ferm., samtals 28392,8 ferm., 242274,3 rúmm. Geymslur og vörumóttaka (B-rými) samtals 490,3 ferm., 2425,9 rúmm.
Hús hefur stækkað um 15,9 ferm., 9362,4 rúmm. og
B-rými hafa minnkað um 3 ferm. og 215 rúmm.
Gjald kr. 7.300 + 667.760
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

2. Barmahlíð 54 (01.710.111) 107151 Mál nr. BN038537
Ómar R. Valdimarsson, Barmahlíð 54, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir áður gerðu opi í svalahandrið, til að gera brú af svölum íbúðar 01-0101 yfir á þak bílskúrs, gerð þaksvala sem afmarkaðar eru með blómakerjum úr timbri, og til að gera stiga af bílskúrsþaki niður í garð við fjölbýlishúsið á lóð nr. 54 við Barmahlíð.
Erindi þessu var synjað 15. júlí 2008 en er nú tekið upp aftur eftir niðurstöðu úrskurðarnefndar um skipulags- og byggingamál.
Sbr. fyrirspurn BN038364 dags. 10. júní 2008.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 4. júlí 2008 fylgir erindinu.
Erindi fylgir einnig bréf umsækjanda þar sem farið er fram á endurupptöku máls dags. 12. desember 2008 og samþykki meðeigenda í Barmahlíð 54 og 56.
Gjald kr. 7.300
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra til ákvörðunar um grenndarkynningu. Vísað er til uppdrátta A01 - A02
dags. 10. desember 2008.

3. Bárugata 35 (01.135.402) 100480 Mál nr. BN039348
Steinunn Ólafsdóttir, Bárugata 35, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja svalir, sbr. fyrirspurn BN039114 dags. 4.11. 2008, við miðjukvist á vesturhlið íbúðarhúss á lóð nr. 35 við Bárugötu.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra til ákvörðunar um grenndarkynningu. Vísað er til uppdrátt A1 - A3 dags. 26. nóvember 2008.

4. Brúnavegur 13 (01.351.001) 104174 Mál nr. BN039355
Hrafnista,dvalarheim aldraðra, Laugarási, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja klefa fyrir vatnsúðalagnir við norðurhlið D-álmu dvalarheimilisins á lóð nr. 13 við Brúnaveg.
Stækkun: 12,1 ferm., 30,9 rúmm.
Gjald kr. 7.700 + 2379
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

5. Bröndukvísl 14 (04.235.104) 110889 Mál nr. BN039349
Aðalheiður Ríkarðsdóttir, Bröndukvísl 14, 110 Reykjavík
Höskuldur H Höskuldsson, Bröndukvísl 14, 110 Reykjavík
Sótt er um endurnýjun á byggingarleyfi BN034103 sem samþykkt var 15. ágúst 2008, þar sem veitt var leyfi fyrir áður gerðri stækkun kjallara og leyfi til þess að stækka tengibyggingu á 1. hæð milli íbúðarhúss og bílskúrs á lóð nr. 14 við Bröndukvísl.
Ennfremur er sótt um minni háttar breytingu á sama leyfi, það er að færa sorpgeymslu að lóðarmörkum.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.

6. Bæjarháls 1 (00.000.000) 190769 Mál nr. BN039305
Orkuveita Reykjavíkur, Bæjarhálsi 1, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta brunamerkingum og fella út innri hurð í atvinnuhússinu á lóð nr. 1 við Bæjarháls.
Gjald kr.7.300
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

7. Dalbraut 21-27 (01.350.506) 104155 Mál nr. BN039224
Félagsbústaðir hf, Hallveigarstíg 1, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja staðsteyptar viðbyggingar til suðurs við báðar álmur ásamt minni háttar breytingum á innra skipulagi fyrstu hæðar. Austari viðbyggingin er þrjár hæðir og kjallari, tvær íbúðir, stækkun matsalar og geymslur í kjallara. Vestari viðbyggingin sem í eru tólf íbúðir og geymslur er tvær hæðir og kjallari ásamt stigahúsi með lyftu í þjónustu og fjölbýlishúsi fyrir aldraða á lóð nr. 17-27 við Dalbraut.
Jafnframt er sótt um að BN037719 samþ. 20. maí 2008 verði fellt úr gildi.
Eldra erindi sem var eins að undanskildum bílakjallara var grenndarkynnt frá 6. mars til og með 2. apríl 2008. Engar athugasemdir bárust.
Tillagan var grenndarkynnt frá 3. desember 2008 til og með 7. janúar 2009. Engar athugasemdir bárust.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 9. janúar 2009 fylgir erindinu.
Stækkun: Kjallari 420,8 ferm., 1. hæð 408,8 ferm., 2. hæð 394,9 ferm., 3. hæð 64,5 ferm.
Samtals 1285,0 ferm. og 4.210,5 rúmm.
Gjald kr. 7.300 + 7.700 + 307.367
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst fyrir útgáfu á byggingarleyfi.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

8. Efstaland 26 (01.850.101) 108756 Mál nr. BN039352
Brauðhúsið ehf, Efstalandi 26, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að færa núverandi inngang framar í sameign og innrétta hluta af henni sem aðstöðu til kaffiveitinga og verður þannig hluti af bakaríi í verslunarhúsi á lóð nr. 26 við Efstaland.
Meðfylgjandi er yfirlýsing frá meðeiganda í húsi árituð á uppdrátt.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

9. Fiskislóð 34-38 (01.087.305) 215981 Mál nr. BN039354
Fiskkaup hf, Geirsgötu 11, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að stækka nýsamþykkt fiskvinnsluhús, BN037809 samþ. 6. maí 2008, breytt og stækkað 18. júní 2008, á lóð nr. 34-38 við Fiskislóð.
Stækkun: 482,5 ferm., 1773,1 rúmm.
Gjald kr. 7.700 + 129.436
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

10. Flókagata 18 (01.247.205) 103356 Mál nr. BN039154
Örnólfur Kristjánsson, Flókagata 18, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að hækka þak með kvistum og þakgluggum, rýmið verður stækkun á og hluti af íbúð á 2. hæð, sömuleiðis eru austursvalir á 2. hæð stækkaðar í íbúðarhúsi á lóð nr. 18 við Flókagötu.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 9. janúar 2009 fylgir erindinu.
Tillagan var grenndarkynnt frá 20. nóvember 2008 til og með 18. desember 2008. Engar athugasemdir bárust.
Meðfylgjandi er fyrirspurn BN033012 dags. 10.1.2006,
Stækkun 54,4 ferm., xxx rúmm.
Gjald kr. 7.300 + xxxx
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

11. Furugerði 1 (01.807.001) 107807 Mál nr. BN039317
Félagsbústaðir hf, Hallveigarstíg 1, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að stækka 9. hæð og bæta þar við sex íbúðum og baðaðstöðu, einnig er sótt um að stækka matsal til suðurs á jarðhæð og fjölga bílastæðum við fjölbýlishús á lóð nr. 1 við Fururgerði.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 9. janúar 2009 fylgir erindinu.
Stækkun: Kjallari 30,4 ferm., 1. hæð 95,9 ferm., 9. hæð 426,7 ferm. Samtals stækkun 598,6 ferm., 3.353,4 rúmm.
Heildarstærð eftri stækkun. 5.466,9 ferm., 16.507 rúmm.
Gjald kr. 7.300 + 244.798
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

12. Geirsgata 3a-7c (01.117.306) 100086 Mál nr. BN039238
Álar ehf, Verbúð 8,Geirsgötu, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi og innrétta fiskbúð í verbúð nr. 7 á lóð nr. 3a -7c við Geirsgötu.
Meðfylgjandi er bréf frá hönnuði dags. 25. nóvember 2008 og bréf frá Faxaflóahöfnum dags. 24. nóvember 2008 ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 1. desember 2008. Sömuleiðis bréf aðalhönnuði dags. 6. janúar 2009.
Gjald kr. 7.300 + 7.300
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

13. Granaskjól 82-88 (01.515.207) 105837 Mál nr. BN039203
Helgi Bernódusson, Granaskjól 86, 107 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að stækka stofu og stofuglugga og rífa létta eldhúsveggi á 1. hæð, stækka svalir og færa þvottahús á 2. hæð í raðhúsi nr. 86 á lóð nr. 82 - 88 við Granaskjól.
Meðfylgjandi er samþykki nágranna á lóðum nr. 82, 84 og 88 við Granaskjól.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 9. janúar 2009 fylgir erindinu.
Tillagan var grenndarkynnt frá 3. desember 2008 til og með 7. janúar 2009. Engar athugasemdir bárust.
Stækkun: 4,6 ferm., 12,4 rúmm.
Gjald kr. 7.300 + 905
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

14. Grandagarður 8 (01.115.101) 100046 Mál nr. BN039356
Grandagarður 8 ehf, Sigtúni 42, 105 Reykjavík
Sótt er um samþykki fyrir reyndarteikningum af nýsamþykktu verslunar- og skrifstofuhúsi, BN034446 samþ. 25. september 2007, á lóð nr. 8 við Grandagarð.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

15. Gufunes Áburðarverksm (02.220.001) 108955 Mál nr. BN039284
Skipulagssjóður Reykjavborgar, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík
PM endurvinnsla ehf, Gufunesi, 112 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi og innrétta endurvinnslu fyrir plastefni, til að koma fyrir tveimur nýjum gönguhurðum úr vélasal og til að byggja milliloft í atvinnuhúsinu sem auðkennt er með fastanr. 203-8422, mhl. 01 merkt 0101 við Gufunes.
Stækkun: 34,8 ferm.
Gjald kr. 7.300
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

16. Gvendargeisli 38 (05.135.402) 190255 Mál nr. BN039325
Þórður Antonsson, Gvendargeisli 38, 113 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta fyrirkomulagi innanhúss (breyta aukaherbergjum í íbúð) á 1. hæð og breyta útidyrahurð, sbr. erindi BN024824 samþ. 24.apríl 2002, í einbýlishúsi á lóð nr. 38 við Gvendargeisla.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagstjóra frá 9. janúar 2009 fylgir erindinu.
Gjald kr. 7.300
Synjað.
Samræmist ekki gildandi deiliskipulagi Grafholts austursvæði.

17. Hæðargarður 26 (01.818.105) 108180 Mál nr. BN039309
Hilmar Magnús, Hæðargarður 26, 108 Reykjavík
Kristín Sigbjörnsdóttir, Hæðargarður 26, 108 Reykjavík
Guðrún Svala Waage, Hæðargarður 26, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja útigeymslu úr timbri með steyptum sökkli, sem verður í eigu íbúða 1. og 2. hæðar í húsi á lóð nr. 26 við Hæðargarð.
Erindi fylgir bréf eigenda dags. 22. desember 2008, samþykki eigenda Hæðargarðs 26 og 28 og sumra eigenda Hólmgarðs 25 og 27 dags. 22. desember 2008 ásamt útskrift úr gerðabók embættisafgeiðslufundar skipulagsstjóra frá 9. janúar 2009.
Stækkun: 22 ferm. og 63,4 rúmm.
Gjöld kr. 7.300 + 4.628
Synjað.
Samræmis ekki deiliskipulagi Bústaðahverfis.

18. Ingólfsstræti 20 (01.180.111) 101687 Mál nr. BN038604
Sigríður Erla Gunnarsdóttir, Ingólfsstræti 20, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að rífa bílskúr og byggja í staðinn viðbyggingu með kjallara, hæð og risi og setja nýja kvisti á rishæðina á einbýlishúsi á lóð nr. 20 við Ingólfsstræti.
Umsögn Húsafriðunarnefndar dags. 11. ágúst 2008 fylgir erindinu. Einnig fylgir ný umsögn Húsafriðunarnefndar dags. 25. ágúst og umsögn Minjasafns Reykjavíkur dags. 21. sama mánaðar 2008.
Tillagan var grenndarkynnt frá 1. ágúst til og með 1. október 2008. Ein athugasemd barst frá Guðspekifélagi Íslands dags. 17. september 2008.
Núv. hús 167,4 ferm., 481,2 rúmm., stækkun 59,9 ferm., 159,9 rúmm., samtals eftir stækkun 227,3 ferm., 641,1 rúmm. Stærð skúrs, sem verður rifinn er 21 ferm., 63 rúmm.
Gjald kr. 7.300 + 11.673
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

19. Kleppsvegur 90 (01.352.203) 104184 Mál nr. BN039359
Félagsbústaðir hf, Hallveigarstíg 1, 101 Reykjavík
Sótt er um takmarkað byggingarleyfi fyrir jarðvinnu á lóðinni nr. 90 við Kleppsveg.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Samþykktin fellur úr gildi við útgáfu á endanlegu byggingarleyfi.
Vegna útgáfu á takmörkuðu byggingarleyfi skal umsækjandi hafa samband við yfirverkfræðing embættis byggingarfulltrúa.

20. Lofnarbrunnur 1-7 (05.055.401) 206120 Mál nr. BN039202
Stofnás ehf, Jónsgeisla 15, 113 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja fjögurra íbúða staðsteypt, tveggja hæða raðhús með innbyggðum bílgeymslum á lóð nr. 1-7 við Lofnarbrunn.
Stærðir húss nr. 1: 1. hæð íbúð 114,2 ferm., bílgeymsla 26,9 ferm., 2. hæð íbúð 134,9 ferm.,
Hús nr. 3: 1. hæð íbúð 86,3 ferm., bílgeymsla 40,4 ferm.,2. hæð íbúð 120,5 ferm.,
Hús nr. 5: 1. hæð íbúð 108,5 ferm., bílgeymsla 85,9 ferm., 2. hæð íbúð 188,1 ferm.,
Hús nr. 7: 1. hæð íbúð 93,6 ferm., bílgeymsla 31,7 ferm., 2. hæð íbúð 120,7 ferm.
Lofnarbrunnur 1-7 samtals: 1151,7 ferm. og 3798,5 rúmm.
Gjöld kr. 7.300 + 277.290
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

21. Lyngháls 4 (04.326.402) 180304 Mál nr. BN039351
Grjótháls ehf, Skúlagötu 63, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi og innrétta skrifstofur í vesturenda 2. hæðar atvinnuhússins á lóð nr. 4 við Lyngháls.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

22. Njálsgata 8C (01.182.208) 101860 Mál nr. BN039369
Anna Lára Lárusdóttir, Bergstaðastræti 26b, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta skilgreiningu á íbúð 0201, úr #GLheimagistingu#GL (fl. I) í #GLgististað#GL (fl. II) , í fjölbýlishúsinu á lóð nr. 8c við Njálsgötu.
Frestað.
Á milli funda.

23. Suðurhús 4 (02.848.804) 109897 Mál nr. BN039353
Björn Andrés Bjarnason, Suðurhús 4, 112 Reykjavík
Sótt er um endurnýjun á byggingarleyfi BN031368 samþ. 10. maí 2005, endurnýjað og breytt sem BN034298 4. júlí 2006, þar sem veitt var leyfi til að byggja viðbyggingu úr timbri ofan á húsið á lóðinni nr. 4 við Suðurhús.
Stærð: Viðbygging 29,7 ferm. og 89,1 rúmm.
Gjald kr. 7.700 + 6.504
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.

24. Vitastígur Iðnskóli (01.192.001) 102508 Mál nr. BN039347
Tækniskólinn ehf, Skólavörðuholti, 101 Reykjavík
Ríkissjóður Íslands, Sölvhólsgötu 7, 150 Reykjavík
Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja svalir á 1. hæð og setja glugga á jarðhæð og breyta innanhúss sbr. fyrirspurn BN039221 dags. 25.11.2008 í vesturenda viðbyggingar Tækniskólans á Skólavörðuholti á lóð við Vitastíg.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

25. Þingholtsstræti 12 (01.180.008) 101672 Mál nr. BN039310
Karl Benediktsson, Þingholtsstræti 12, 101 Reykjavík
Ingibjörg Magnadóttir, Þingholtsstræti 12, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja viðbyggingu úr tré með svalir ofan á tvíbýlishúsið á lóð nr. 12 við Þingholtsstræti.
Eldvarnarskýrsla dags. 2. júlí 2008 fylgir erindinu ásamt útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 9. janúar 2009 og umsögn Húsafriðunarnefndar dags. 5. janúar 2009.
Stækkun 5,9 ferm og 16,0 rúmm.
Gjöld kr. 7.300 + 1.168
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst fyrir útgáfu á byggingarleyfi.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

Ýmis mál

26. Almannadalur - Tölusetning Mál nr. BN039371
Byggingarfulltrúi leggur til að lóð Orkuveitu Reykjavíkur við vetrarleið verði tölusett við Almannadal 1A, staðgreininr. lóðarinnar er 5.865.801 og lóðarstærð 100 ferm. Lóðin er fyrir dæluhús fyrir kalt vatn.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.

27. Haukdælabraut - Tölusetningar Mál nr. BN039370
Byggingarfulltrúi leggur til að lóð Orkuveitu Reykjavíkur við Haukdælabraut með staðgreininr. 5.114.706 verði tölusett sem Haukdælabraut 56A, lóðarstærð 13 ferm.
Ennfremur er lagt til að önnur lóð Orkuveitu Reykjavíkur með staðgreininr. 5.113.108 verði Haukdælabraut 126B, lóðarstærð 13 ferm.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.

28. Heiðmörk - Tölusetning Mál nr. BN039374
Byggingarfulltrúi leggur til að lóð Orkuveitu Reykjavíkur við stíg sem liggur út úr Strípsveg nálægt Vatnsendakrika í Heiðmörk, en lóðin er fyrir lokahús verði tölusett sem Strípsvegur 100. Staðgreininr. er 8.1- -.-53. Hnit á aðkomuhlið (húshorn) x = 363.879,963 og Y= 397.137,255.
Stærð lóðar 291 ferm.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.

29. Lambhagavegur - Tölusetningar Mál nr. BN039372
Byggingarfulltrúi leggur til að þrjár lóðir Orkuveitu Reykjavíkur við Lambhagaveg verði tölusettar við Lambhagaveg þannig að :
Lóð með staðgreininr. 2.641.104, stærð 35 ferm verði Lambhagavegur 12A. Lóð með staðgreininr. 2.647.103, stærð 33 ferm verði Lambhagavegur 11A. Lóð með staðgreininr. 2.647.503, stærð 35 ferm verði Lambhagavegur 7A.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.

30. Meistari - dúklagningameistari Mál nr. BN039357
Eggert Bjarni Bjarnason, Álfholt 24, 220 Hafnarfjörður
Ofanritaður sækir um löggildingu sem dúk- og veggfóðrameistari í lögsagnarumdæmi Reykjavíkur.
Málinu fylgir ljósrit af meistarabréfi útgefnu í Hafnarfirði
23. apríl 1991, afrit af bréfi byggingarfulltrúa Akraness dags. 20. febrúar 2002 og bréf umsækjanda dags. 6. janúar 2009.
Frestað.
Til þess að unnt sé að taka afstöðu til erindisins skal umsækjandi leggja fram staðfest afrit af sveinsbréfi.

Fyrirspurnir

31. Álfsnes 125650 (00.010.000) 125650 Mál nr. BN039326
Gilsverk ehf, Dvergaborgum 12, 112 Reykjavík
Spurt er um leyfi fyrir að setja upp endurvinnslustöð fyrir byggingarúrgang í samvinnu við Sorpu, og koma upp aðstöðu (gámar) fyrir starfsmenn.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 9. janúar 2009 fylgir erindinu ásamt umsögn umhverfisstjóra skipulags- og byggingarsviðs dags. 9. janúar 2009.
Frestað.
Til þess að unnt sé að taka afstöðu til erindisins, skal umsækjandi gera grein fyrir þeim athugasemdum sem fram koma í umsögn umhverfisstjóra frá 9. janúar 2009.

32. Grensásvegur 12A (01.295.406) 103853 Mál nr. BN039336
Kristín Gréta G Adolfsdóttir, Unufell 27, 111 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að breyta skrifstofuhúsnæði á 1. hæð (rými 04- 0103) í íbúð í skrifstofuhúsinu á lóð nr. 12A við Grensásveg.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 9. janúar 2009 fylgir erindinu.
Nei.
Samræmist ekki aðalskipulagi Reykjavíkur.

33. Helgugrund 10 (32.474.106) 180666 Mál nr. BN039307
Þorsteinn Einarsson, Jörfagrund 42, 116 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að breyta í sambýli fyrir aldraða geðfatlaða sem rekið yrði sem útibú frá sambýlinu Esjugrund 5, einbýlishúsinu á lóð nr. 10 við Helgugrund.
Erindi fylgir bréf forstöðumanns sambýlisins á Esjugrund 5, dags. 10. desember 2008, sem er að sögn kaupsamningshafi Helgugrundar 10 ásamt útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 9. janúar 2009 fylgir erindinu.
Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingarleyfi sem taki mið af umsögn Forvarnardeildar SHS á fyrirspurnarblaði.

34. Klettháls 15 (04.346.801) 188544 Mál nr. BN039339
Halldór Úlfarsson, Frostafold 14, 112 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að innrétta og starfrækja matsölustað í sýndu rými í atvinnuhúsinu á lóð nr. 15 við Klettháls.
Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingarleyfi.

35. Vagnhöfði 7 (04.062.304) 110633 Mál nr. BN039303
Byggingafélagið Burst ehf, Bæjarlind 14-16, 201 Kópavogur
Spurt er hvort leyfi fengist til að gera sex geymslu rými með einu sameiginlegu salernis rými og starfsmannaaðstöðu. Lóðarhafi hyggist grafa sig niður í lóð, útbúa ramp til inn og útkeyrslu og setja göngu og bílskúrshurð í atvinnuhúsið á lóð nr. 7 við Vagnhöfða.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 9. janúar 2009 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 6. janúar 2009.
Nei.
Samræmist ekki gildandi deiliskipulagi


Fundi slitið kl. 11.05.

Magnús Sædal Svavarsson
Björn Kristleifsson Bjarni Þór Jónsson
Sigrún Reynisdóttir Þórður Búason
Jón Hafberg Björnsson Eva Geirsdóttir