Umhverfis- og skipulagsráð - og skipulagsráð

Umhverfis- og skipulagsráð

Skipulagsráð

Ár 2008, miðvikudaginn 17. desember kl. 08:15, var haldinn 158. fundur skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12-14, 7. hæð Ráðssal. Viðstaddir voru: Júlíus Vífill Ingvarsson, Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, Svandís Svavarsdóttir, Stefán Benediktsson, Björk Vilhelmsdóttir og áheyrnarfulltrúinn Magnús Skúlason. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Magnús Sædal Svavarsson, Ágúst Jónsson, Ólafur Bjarnason, Bjarni Þ Jónsson, Marta Grettisdóttir. Auk þess gerðu eftirtaldir embættismenn grein fyrir einstökum málum: Guðfinna Ósk Erlingsdóttir, Björn Axelsson, Margrét Leifsdóttir, Jóhannes Kjarval, Lilja Grétarsdóttir, og Margrét Þormar.
Fundarritari var Helga Björk Laxdal.

Þetta gerðist:

(D) Ýmis mál

1. Starfs- og fjárhagsáætlun skipulags- og byggingarsviðs 2009, Mál nr. SN070698
Kynnt drög að starfs- og fjárhagsáætlun skipulags- og byggingarsviðs fyrir árið 2009.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson tók sæti á fundinum kl. 8:21
Stefán Þór Björnsson tók sæti á fundinum kl. 8:23

(A) Skipulagsmál

2. Afgreiðslufundir skipulagsstjóra Reykjavíkur, fundargerð Mál nr. SN010070
Lagðar fram fundargerðir afgreiðslufundar skipulagsstjóra Reykjavíkur frá 5. desember og 12. desember 2008

3. Bryggjuhverfi, breyting á deiliskipulagi (04.0) Mál nr. SN080666
Björgun ehf, Sævarhöfða 33, 110 Reykjavík
Á fundi skipulagsstjóra 31. október 2008 var lagt fram erindi Björgunar ehf. um breytingu á deiliskipulagi Bryggjuhverfis. Í breytingunni felst tillaga að stækkun svæðisins til vesturs samk. meðfylgjandi uppdrætti Björns Ólafs ásamt greinargerð og skilmálum dags. 28. nóvember 2008.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu þegar uppdrættir hafa verið lagfærðir.
Vísað til borgarráðs.
Jafnframt er samþykkt að kynna erindið fyrir stjórn Íbúasamtaka Bryggjuhverfis.

4. Skálafell, breyting á deiliskipulagi Mál nr. SN080731
Íþrótta- og tómstundaráð Rvíkur, Bæjarhálsi 1, 110 Reykjavík
Lagt fram bréf stjórnar skíðasvæða á höfuðborgarsvæðinu dags. 25. nóvember 2008 varðandi deiliskipulag skíðasvæðisins í Skálafelli. samkv. uppdrætti, greinargerð og skilmálar Landslags ehf. dags. í nóvember 2008.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu með fjórum atkvæðum fulltrúa Sjálfstæðisflokks Júlíusar Vífils Ingvarssonar og Þorbjargar Helgu Vigfúsdóttur og Framsóknarflokks Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar og Stefáns Þórs Björnssonar, fulltrúar Samfylkingarinnar Stefán Benediktsson og Björk Vilhelmsdóttir og fulltrúi Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs Svandís Svavarsdóttir sátu hjá við afgreiðslu málsins og lögðu fram eftirfarandi bókun: #GLFulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna geta ekki tekið þátt í samþykkt deiliskipulags sem gerir ráð fyrir uppbyggingu skíðasvæðisins í Skálafelli ásamt snjóframleiðslu. Á síðustu árum hefur átt sér stað stefnumótun um að byggja upp skíðasvæðið í Bláfjöllum og hefur sú uppbygging átt sér stað m.a. með snjóframleiðslu. Þó svo það sé ekki hlutverk skipulagsráðs að móta stefnu um skíðasvæði höfuðborgarsvæðisins, þá skýtur það skökku við að veita svona vinnu brautargengi sem er í andstöðu við fyrri ákvarðanir og í engum tengslum við núverandi efnahagsástand#GL.

Vísað til borgarráðs.
Jafnframt er tillögunni vísað til umsagnar í Umhverfis- og samgönguráði.

5. Sléttuvegur, breyting á skilmálum 2008 (01.79) Mál nr. SN080553
Félagsstofnun stúdenta, Háskólatorgi Sæmundar, 101 Reykjavík
Lagt fram erindi Félagsstofnunar Stúdenta dags. 4. desember 2008 varðandi breytingu á skilmálum á deiliskipulagi Sléttuvegar vegna Skógarvegar 18-22. Í breytingunni felst að heimilt er að byggja 80 íbúðir í stað 75 á lóðinni sem merkt er C á samþykktu deiliskipulagi.
Samþykkt með vísan til a-liðar 12. gr. samþykktar um skipulagsráð. Samþykkt að falla frá grenndarkynningu þar sem málið varðar einungis hagsmuni lóðarhafa.

6. Borgaskóli, (02.345) Mál nr. SN080744
breyting á deiliskipulagi Borgahverfis A-hluta
Framkvæmda- og eignasvið Reykja, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík
Lögð fram umsókn Framkvæmda- og eignasviðs Reykjavíkur dags. 11. desember 2008 varðandi breytingu á deiliskipulagi Borgahverfis A-hluta vegna lóðarinnar nr. 9 við Vættaborgir. Í breytingunni felst að staðsetja boltagerði í suðvesturhluta lóðarinnar, byggingarreitur stækkaður fyrir færanlegar kennslustofur samkv. meðfylgjandi uppdrætti Framkvæmda- og eignasviðs dags. 4. desember 2008.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, þegar uppdrættir hafa verið lagfærðir.
Vísað til borgarráðs.

7. Bólstaðarhlíð 47, Háteigsskóli, (01.271.2) Mál nr. SN080745
breyting á deiliskipulagi fyrir boltagerði
Framkvæmda- og eignasvið Reykja, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík
Lögð fram umsókn Framkvæmda- og eignasviðs Reykjavíkur dags. 11. des. 2008, um breytingu á deiliskipulagi fyrir boltagerði á lóð Háteigsskóla skv. uppdrætti, dags. 24. okt. 2008.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, þegar uppdrættir hafa verið lagfærðir.
Vísað til borgarráðs.

8. Norðurfell 17-19, Fellaskóli,. (04.666.8) Mál nr. SN080746
breyting á deiliskipulagi vegna boltagerðis o.fl
Framkvæmda- og eignasvið Reykja, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík
Lögð fram umsókn Framkvæmda- og eignasviðs Reykjavíkur dags. 11. des. 2008, um breytingu á deiliskipulagi lóðar Fellaskóla skv. uppdrætti, dags. 9. des. 2008. Breytingin felst m.a. í staðsetningu boltagerðis og breytingu á bílastæðum.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, þegar uppdrættir hafa verið lagfærðir.
Vísað til borgarráðs.

9. Rofabær 34, Mál nr. SN080741
breyting á deiliskipulagi, Árbær-Selás, v/ Árbæjarskóla
Framkvæmda- og eignasvið Reykja, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík
Lögð fram umsókn Framkvæmda- og eignasviðs Reykjavíkur dags. 11. desember 2008, um breytingu á deiliskipulagi Árbær-Selás vegna lóðarinnar nr. 34 við Rofabæ. Í breytingunni felst m.a. í staðsetningu boltagerðis og breytingu á bílastæðum samkv. meðfylgjandi uppdrætti Framkvæmda- og eignasviðs dags. 11. desember 2008.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, þegar uppdrættir hafa verið lagfærðir.
Vísað til borgarráðs.

(B) Byggingarmál

10. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð Mál nr. BN039286
Fylgiskjal með fundargerði þessari er fundargerð nr. 517 frá 9. desember 2008 og fundargerð nr. 518 frá 16. desember 2008.

11. Austurbakki 2, auglýsingaskilti Mál nr. BN039288
Björgunarsveitin Ársæll, Grandagarði 1, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innihaldi auglýsingaskiltis tímabundið við nýbyggingu tónlistar- og ráðstefnuhúss við Austurbakka. Skiltinu yrði breytt þannig að segl með áprentaðri mynd yrði strengt yfir núverandi skilti á tímabilinu 10. desember 2008 til 7. janúar 2009.
Synjað. Leyfi fyrir upplýsingaskilti fyrir byggingu TRH var samþykkt á borgarlandi með undanþágu frá skiltareglum og einungis vegna þeirra framkvæmda. Ekki er tekið undir að heimila að almennar auglýsingar verði leyfðar á skiltinu.

12. Hofsland I, gistiheimili (30.000.020) Mál nr. BN036434
Sigurjón Benediktsson, Kaldbakur, 640 Húsavík
Snædís Gunnlaugsdóttir, Kaldbakur, 640 Húsavík
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 17. júlí 2007 þar sem sótt er um leyfi til að byggja tvílyft bjálkahús á steyptum grunni sem notað verður sem gistiheimili á Esjubæ í landi Hofs I á Kjalarnesi, bréf Snædísar Gunnlaugsdóttur, dags. 26. júní 2007, eldri umsögn skipulags- og byggingarsviðs dags. 11. nóvember 2005 og úrskurður úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála frá 8. maí 2008 vegna kæru á synjun skipulagsráðs fra 1. ágúst 2007. Einnig er lögð fram umsögn umhverfisstjóra skipulags- og byggingarsviðs dags. 5. desember 2008.
Synjað með vísan til umsagnar umhverfisstjóra.

13. Tryggvagata 16, (01.132.104) Mál nr. BN038613
útisalerni Laugaveg 50-52 og Tryggvagötu
AFA JCDecaux Ísland ehf, Vesturvör 30b, 200 Kópavogur
Á fundi skipulagsstjóra dags. 25. júlí 2008 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 15.júlí 2008 þar sem sótt er um leyfi fyrir útisalerni á Laugarvegi, framan við nr. 50 og 52 og á horni Tryggvagötu og Naustsins. Ljósmyndir fylgja með. Erindinu var vísað til umsagnar í vesturteymi og er nú lagt fram að nýju ásamt bréfi Framkvæmda- og eignasviðs, dags. 27. september 2008 og umsögn skipulagsstjóra dags. 16. desember 2008.
Ekki eru gerðar athugasemdir við staðsetningu útisalernis í Tryggvagötu með vísan til umsagnar skipulagsstjóra.

(C) Fyrirspurnir

14. Listaháskóli Íslands 1.172.1, (01.340.1) Mál nr. SN080654
(fsp) breyting á deiliskipulagi Frakkastígsreits
Plúsarkitektar ehf, Laugavegi 59, 101 Reykjavík
Lögð fram samþykkt stjórnar Íbúasamtaka miðborgar dags. 24 nóvember 2008 og undirskriftarlisti 330 íbúa dags. 25. október 2008 þar sem mótmælt er niðurrifi húsanna við Laugaveg og byggingu þessa mannvirkis.
Fulltrúi Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs Svandís Svavarsdóttir óskaði bókað:
#GLSú verðlaunatillaga sem hefur verið til umfjöllunar fyrir Listaháskóla við Laugaveg er um margt áhugaverð en ljóst að byggingin er í ósamræmi við umhverfið og byggingarmagnið ennþá of mikið á reitnum. Fulltrúar Vinstri grænna telja rétt að freista þess að ná sátt um nýja staðsetningu skólans í miðborginni þar sem gamalli byggð er eirt en miðborgin njóti samt sem áður nándar við lifandi og öflugt listaháskólalíf#GL.

15. Ægisgarður, Mýrargötusvæði, (01.13) Mál nr. SN080724
(fsp) hótel, Slippa- Ellingsenreitur lóð R-15
Lagt fram bréf Faxaflóahafna dags. 15. desember 2008 ásamt lóðaumsókn ABZ-A dags. 8. desember 2008 ásamt greinargerð og uppdráttum dags. 8. desember 2008.
Vísað til umfjöllunar í stýrihópi vegna hugmyndasamkeppni um þróun og framtíð skipulagssvæðis Gömlu hafnarinnar frá D-reit og Ingólfsgarði í austri að Eyjargarði í vestri. Erindinu er jafnframt vísað til umsagnar skipulagsstjóra.

(D) Ýmis mál

16. Bergstaðastræti 18, (01.184.0) Mál nr. SN080712
sala byggingarréttar fyrir flutningshús
Framkvæmda- og eignasvið Reykja, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík
Lögð fram bókun framkvæmda- og eignaráðs frá 10. nóvember 2008 þar sem tillaga skrifstofustjóra framkvæmda- og eignasviðs, dags. 6. s.m., varðandi sölu byggingarréttar fyrir flutningshús á Bergstaðastræti 18 er samþykkt með þeim fyrirvara að gerð verði breyting á deiliskipulagi á umræddu svæði. Málinu er vísað til skipulagsráðs. Einnig er lagt fram minnisblað skipulags- og byggingarsviðs dags. 15. desember 2008.
Minnisblað skipulags- og byggingarsviðs samþykkt.

17. Kjalarnes, Fitjakot, Mál nr. SN080737
afmörkun spildu Blásteina úr landi Fitjakots
Katrín Hákonard. Echelberger, Bandaríkin,
Lögð fram umsókn Katrínar Edelberger, dags. 8. des. 2008, um afmörkun spildu við húsið Blásteina í landi Fitjakots. Einnig er farið er fram á ný landnúmer á spildurnar sem fyrir eru.
Samþykkt með vísan til 12. gr. samþykktar um skipulagsráðs

18. Hádegismóar - götuheiti, nýtt götuheiti Mál nr. BN039300
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa dags. 11. desember 2008 með tillögu nafnanefndar um nýtt götuheiti í Hádegismóum.
Samþykkt.

19. Lambhagavegur, vinnubúðir Mál nr. BN039301
Lagt fram bréf Háfells ehf. dags. 10. desember 2008 að vinnubúðir fyrirtækisins fái að standa á svæði milli Lambhagavegur og Vesturlandsvegar til 1. maí 2009.
Neikvætt. Stöðuleyfi fyrir vinnubúðir Háfells ehf. var veitt til 1. september 2008 eða þar til framkvæmdum við vegagerð væri lokið. Þeim er nú lokið og skal Háfell flytja húsið brott af svæðinu án tafar. Byggingarfulltrúa er falið að sjá um að það verði gert.

20. Gufunes, landfyllingar, umsókn um framkvæmdaleyfi(02.2) Mál nr. SN080736
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 4. des. 2008 vegna samþykktar borgarráðs s.d. um að vísa erindi ritara framkvæmda- og eignaráðs frá 25. f.m. varðandi umsókn um framkvæmdaleyfi vegna landfyllinga við Gufunes til umsagnar skipulagsráðs.
Vísað til umsagnar hjá lögfræði og stjórnsýslu.

21. Ánanaust landfyllingar, mat á umhverfisáhrifum (01.130) Mál nr. SN080734
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 4. des. 2008 vegna samþykktar borgarráðs s.d. um að vísa erindi ritara framkvæmda- og eignaráðs frá 25. f.m. varðandi mat á umhverfisáhrifum landfyllinga við Ánanaust til umsagnar skipulagsráðs.

Vísað til umsagnar hjá lögfræði og stjórnsýslu.

Svandís Svavarsdóttir vék af fundi kl 11:10.

22. Árbær-Selás, breyting á skilmálum #GLgarðhús#GL Mál nr. SN080705
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 4. desember 2008 um samþykki borgarráðs s.d. um auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi fyrir Árbæ-Selás vegna garðhúsa við Hraunbæ.

23. Úlfarsárdalur, Halla- og Hamarhlíðarlönd, (02.6) Mál nr. SN080709
breyting á deiliskipulagi vegna íþróttahúss
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 4. desember 2008 um samþykki borgarráðs s.d. um auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi fyrir Halla og Hamrahlíðarlönd.

24. Úlfarsárdalur, útivistarsvæði, (02.6) Mál nr. SN080707
breyting á deiliskipulagi
Landmótun sf, Hamraborg 12, 200 Kópavogur
Knattspyrnufélagið Fram, Safamýri 28, 108 Reykjavík
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 4. desember 2008 um samþykki borgarráðs s.d. um auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi fyrir útivistarsvæði í Úlfarsárdal.

25. Bykoreitur, kæra, umsögn, úrskurður (01.138) Mál nr. SN070397
Úrskurðarnefnd skipul/byggmál, Skúlagötu 21, 101 Reykjavík
Lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála frá 5. desember 2008 vegna kæru á samþykkt borgarráðs frá 14. desember 2006 um deiliskipulag svokallaðs Bykoreits í Reykjavík
Úrskurðarorð:
Hafnað er kröfu kærenda um ógildingu samþykktar borgarráðs Reykjavíkur frá 14. desember 2006 um deiliskipulag svokallaðs Bykoreits í Reykjavík.

26. Laugavegur 4-6, Skólavörðustígur 1a, (01.171.3) Mál nr. SN070506
kæra, umsögn, úrskurður
Úrskurðarnefnd skipul/byggmál, Skúlagötu 21, 101 Reykjavík
Lagður fram úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála frá 5. desember 2008 vegna kæru á deiliskipulag reits 1.171.3 vegna Laugavegar 4-6 og Skólavörðustígs 1a.
Úrskurðarorð: Kærumáli þessu er vísað frá.

27. Tjarnargata 12, kæra, umsögn (01.141.306) Mál nr. SN080750
Úrskurðarnefnd skipul/byggmál, Skúlagötu 21, 101 Reykjavík
Lögð fram kæra til úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála, dags. 28. nóv. 2008, vegna byggingarleyfis fyrir viðbyggingu að Tjarnargötu 12 í Reykjavík og er þar gerð krafa um bráðabirgðaúrskurð um stöðvun framkvæmda. Einnig lögð fram umsögn lögfræði og stjórnsýslu um stöðvunarkröfuna dags. 15. desember 2008.

28. Baldursgötureitur 1, deiliskipulag, reitur 1.186.3(01.186.3) Mál nr. SN070031
Teiknistofan Tröð ehf, Hávallagötu 21, 101 Reykjavík
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 11. desember 2008 um samþykki borgarráðs s.d. vegna deiliskipulags fyrir Baldursgötureit, 1.186.3

29. Miðborg, þróunaráætlun, breyting (01.1) Mál nr. SN970068
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 11. desember 2008 um samþykki borgaráðs s.d. um auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi Háskóla Íslands, svæði vestan Suðurgötu.

30. Stjörnugróf, (01.8) Mál nr. SN080598
breyting á deiliskipulagi vegna dreifistöðvar
Orkuveita Reykjavíkur, Bæjarhálsi 1, 110 Reykjavík
Ferdinand Alfreðsson, Láland 22, 108 Reykjavík
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 11. desember 2008 um samþykki borgaráðs s.d. um breytingu á deiliskipulagi Blesugrófar vegna dreifistöðvar við Stjörnugróf.

Fundi slitið kl. 11.25

Júlíus Vífill Ingvarsson
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir
Stefán Þór Björnsson Stefán Benediktsson
Björk Vilhelmsdóttir

Afgreiðsla byggingarfulltrúa samkv. samþykkt nr. 161/2005

Árið 2008, þriðjudaginn 16. desember kl. 10:00 fyrir hádegi hélt byggingarfulltrúinn í Reykjavík 518. fund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn í fundarherberginu 2. hæð Borgartúni 12-14. Þessi sátu fundinn: Magnús Sædal Svavarsson, Sigrún Reynisdóttir, Þórður Búason, Bjarni Þór Jónsson, Björn Kristleifsson, Jón Hafberg Björnsson og Eva Geirsdóttir.
Fundarritari var Bjarni Þór Jónsson.

Þetta gerðist:

Nýjar/br. fasteignir

1. Austurstræti 12 (01.140.407) 100850 Mál nr. BN039295
Landic Ísland ehf, Kringlunni 4-12, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að innrétta íbúð þar sem áður voru skrifstofur til að breyta eignamörkum á 5. hæð verslunar- og skrifstofuhússins á lóð nr. 12 við Austurstræti.
Gjald kr. 7.300
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

2. Barmahlíð 54 (01.710.111) 107151 Mál nr. BN038537
Ómar R. Valdimarsson, Barmahlíð 54, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir áður gerðu gati í svalahandrið, til að gera brú af svölum íbúðar 01-0101 yfir á þak bílskúrs, gerð þaksvala sem afmarkaðar eru með blómakerjum úr timbri, og til að gera stiga af bílskúrsþaki niður í garð við fjölbýlishúsið á lóð nr. 54 við Barmahlíð.
Erindi þessu var synjað 15. júlí 2008 en er nú tekið upp aftur eftir niðurstöðu úrskurðarnefndar um skipulags- og byggingamál.
Sbr. fyrirspurn BN038364 dags. 10. júní 2008.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 4. júlí 2008 fylgir erindinu.
Erindi fylgir einnig bréf umsækjanda þar sem farið er fram á endurupptöku máls dags. 12. desember 2008 og samþykki sumra meðeigenda í Barmahlíð 54 og 56.
Gjald kr. 7.300
Frestað.
Vantar samþykki meðeigenda í öllu húsinu, gönguhæð undir brú skal vera a.m.k. 210 sm sbr. ákvæði gr. 79.8 í byggingarreglugerð nr. 441/1998. Að þessum atriðum uppfylltum verður málið sent skipulagsstjóra til ákvörðunar um grenndarkynningu.

3. Bitruháls 1 (04.303.001) 111018 Mál nr. BN039248
Auðhumla svf, Austurvegi 65, 800 Selfoss
Sótt er um leyfi til að innrétta ostapökkun og endurbæta eldhúsaðstöðu í matshluta 01, innrétta véla- og trésmíðaverkstæði í Mhl. 03, og nýjum innkeyrsluhurðum komið fyrir í atvinnuhúsinu á lóð nr. 1 við Bitruháls.
Samþykki frá burðarvirkjarhönnuði um sögun á dyragati dags 10. nóvember 2008.
Gjöld kr. 7.300 + 7.300
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

4. Elliðabraut 16 (04.791.102) 217282 Mál nr. BN039294
Framkvæmda- og eignasvið Reykja, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík
Sótt er um takmarkað byggingarleyfi fyrir sökklum í Björnslundi á lóð nr. 16 við Elliðabraut.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Samþykktin fellur úr gildi við útgáfu á endanlegu byggingarleyfi.
Vegna útgáfu á takmörkuðu byggingarleyfi skal umsækjandi hafa samband við yfirverkfræðing embættis byggingarfulltrúa.

5. Flugvöllur 106748 (01.66-.-99) 106748 Mál nr. BN039227
Flugstoðir ohf, Reykjavíkurflugvelli, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að rífa viðbyggingu við gamla flugturninn á Reykjavíkurflugvelli.
Erindi fylgir bréf frá heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur dags. 3. nóvember 2008.
Niðurrif: Mhl. 10 merkt 0101 skýli 176 ferm?
Gjald kr. 7.300
Frestað.
Skoðist á staðnum.

6. Garðsendi 3 (01.824.403) 108422 Mál nr. BN038730
Valdimar Kristinsson, Garðsendi 3, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að stækka bílgeymslu á lóðinni nr. 3 við Garðsenda.
Samþykki lóðarhafa Garðsenda 1 og 5 ódags. fylgir erindinu. ásamt útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 5. desember 2008.
Erindið var grenndarkynnt frá 30. október til og með 27. nóvember 2008. Engar athugasemdir bárust.
Stækkun 31,5 ferm og 85,0 rúmm
Gjald kr. 7.300 + 6.206
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst fyrir útgáfu á byggingarleyfi.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

7. Gissurargata 3 (05.113.702) 214850 Mál nr. BN039297
Sigurður Ólafsson, Tómasarhagi 18, 107 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja staðsteypt einbýlishús á einni og hálfri hæð með innbyggðri tvöfaldri bílgeymslu á lóð nr. 3 við Gissurargötu.
Stærð: Kjallari íbúð 101 ferm., 2. hæð íbúð 180,3 ferm., bílgeymsla 59,2 ferm.
Samtals 340,5 ferm., 1.186 rúmm.
Gjald kr. 7.300 + 86.578
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

8. Gnoðarvogur 64 (01.444.205) 105538 Mál nr. BN039193
Gunnar Björnsson, Langholtsvegur 116b, 104 Reykjavík
Sótt er um samþykki fyrir minni háttar breytingum á skráningarnúmerum vegna gerðar eignaskiptayfirlýsingar í fjölbýlishúsinu á lóð nr. 64 við Gnoðarvog.
Erindi fylgir samþykki meðeigenda áritað á uppdrátt.
Gjald kr. 7.300
Frestað.
Lagfæra skráningu.

9. Grjótagata 4 (01.136.515) 100604 Mál nr. BN039276
Landic Ísland ehf, Kringlunni 4-12, 108 Reykjavík
Sótt er um samþykki fyrir núverandi fyrirkomulagi 1. og 2. hæðar fjölbýlishússins á lóð nr. 4 við Grjótagötu.
Gjald kr. 7.300
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.

10. Grænlandsleið 9 (04.112.405) 187848 Mál nr. BN039282
Kolbeinn Björnsson, Grænlandsleið 9, 113 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja viðbyggingu úr timburgrind, útveggir einangraðir og klæddir hvítri álklæðningu á parhúsi á lóð nr. 9 við Grænlandsleið.
Stækkun: 39.5 ferm. og 130 rúmm.
Gjöld kr. 7.300 + 9.490
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

11. Gufunes Áburðarverksm (02.220.001) 108955 Mál nr. BN039284
Skipulagssjóður Reykjavborgar, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík
PM endurvinnsla ehf, Gufunesi, 112 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi og innrétta endurvinnslu fyrir plastefni, til að koma fyrir tveimur nýjum gönguhurðum úr vélasal og til að byggja milliloft í atvinnuhúsinu sem auðkennt er með fastanr. 203-8422, mhl. 01 merkt 0101 við Gufunes.
Stækkun: xx ferm., xx rúmm.
Gjald kr. 7.300 + xx
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

12. Gvendargeisli 96 (05.135.703) 190267 Mál nr. BN039304
Haukur Óskarsson, Gvendargeisli 96, 113 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að taka í notkun óútgrafið rými í þegar byggðu húsi sbr. erindi BN028410 samþ. 26.10.2004 og stækka þannig einbýlishúsið á lóð nr. 96 við Gvendargeisla.
Stækkun: 18,8 ferm. xxx rúmm.
Gjald kr. 7.300
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

13. Hestháls 14 (04.321.801) 111032 Mál nr. BN039269
Framkvæmda- og eignasvið Reykja, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir reyndarteikningar, sem felast í ýmsum tilfærslum á veggjum og rýmum innanhúss, af húsi höfuðstöðva Strætó á lóð nr. 14 við Hestháls.
Meðfylgjandi er brunahönnunarskýrsla dags. 2. des. 2008 og skýringarblöð, sem sýna breytingar.
Gjald kr. 7.300
Frestað.
Vísað til athugasemda eldvarnaeftirlits.

14. Hlíðarfótur 75 (01.777.201) 180083 Mál nr. BN038962
Eignarhaldsfélagið Fasteign hf, Bíldshöfða 9, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til stækkunar og breytinga á áður samþykktu, BN033748 dags. 9. maí 2006, veitingahúsi á lóð nr. 75 við Hlíðarfót.
Stækkun: 181,6 ferm., 1187,3 rúmm.
Gjald kr. 7.300 + 86.873
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.

15. Hörgshlíð 14 (01.730.202) 107337 Mál nr. BN038257
Margeir Pétursson, Hörgshlíð 14, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að stækka bílskúr og byggja vinnustofu ofan á honum að hluta, byggja útigeymslu, byggja sólpall með heitum potti, stækka sorpgeymslu og endurnýja veggi við heimreið, allt úr staðsteypu við einbýlishús á lóð nr. 14 við Hörgshlíð.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 4. júlí 2008 fylgir erindinu.
Sömuleiðis samþykki umráðamanna Hörgshlíðar 12.
Stærðir: 84,7 fm. xxx rúmm
Gjald kr. 7300 + xxx
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

16. Kirkjuteigur 17 (01.360.513) 104547 Mál nr. BN039056
Gunnar Thorberg Júlíusson, Kirkjuteigur 17, 105 Reykjavík
Kristinn Einarsson, Kirkjuteigur 17, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta kvistum og fyrir áður gerðum breytingum á innra skipulagi og áður gerðri stækkun anddyris og bílskúrs vegna gerðar eignaskiptasamnings í tvíbýlishúsinu á lóð nr. 17 við Kirkjuteig.
Erindi fylgir fsp. BN031835 dags 2. júlí 2005, virðingargjörð dags. 1. maí 1943 og íbúðarskoðun byggingarfulltrúa dags. 8. júlí 2005 og 7. febrúar 2008
ásamt útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 7. nóvember og umsögn dags. 7. nóvember 2008.
Áður gerð stækkun húss: 2,2 ferm., 3,4 rúmm.
Áður gerð stækkun bílskúrs: 16 ferm., 57,7 rúmm.
Gjald kr. 7.300 + 4.460
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst til þess að samþykktin öðlist gildi.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

17. Kristnibraut 65-67 (04.115.402) 187992 Mál nr. BN039270
Búseti svf,húsnæðissamvinnufél, Skeifunni 19, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að fjölga íbúðum og innrétta íbúð fyrir hreyfihamlaða í fundaraðstöðu og óútgröfnum sökklum á 1. hæð og koma fyrir nýjum gluggum á suður- og vesturhlið
1. hæðar fjölbýlishússins á lóð nr. 65 við Kristnibraut.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 12. des. 2008 fylgir erindinu.
Stækkun: xx ferm., xx rúmm.
Gjald kr. 7.300 + xx
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Með vísan til bókunar skipulagstjóra er ekki gerð athugasemd við að umsækjandi láti vinna tillögu að breyttu deiliskipulagi sem grenndarkynnt verður berist það.

18. Lambhagavegur 2-4 (02.643.101) 210781 Mál nr. BN039296
Lambhagavegur fasteignaféla ehf, Pósthólf 670, 121 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir breytingum á áður samþykktum teikningum sbr. erindi BN037315 dags 12.2.2008 sem felast í færslu á flóttahurð við vörumóttöku á 1. hæð, breyttum eldvarnarmerkingum á 2. hæð og endurskoðun brunahönnunarskýrslu í verslunarhúsi á lóð nr. 2-4 við Lambhagaveg.
Meðfylgjandi er Brunahönnunarskýrsla dags. 8.12.2008
Gjald kr. 7.300
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

19. Langholtsvegur 164 (01.441.306) 105460 Mál nr. BN039138
Kristinn Sigurðsson, Langholtsvegur 164, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að rífa núverandi steyptar svalir og byggja svalir úr timbri á tvíbýlishúsi á lóð nr. 164 við Langholtsveg.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 14. nóvember 2008 fylgir erindinu.
Gjöld kr. 7.300 + 7.300
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

20. Langirimi 21-23 (02.546.803) 175689 Mál nr. BN039122
Eskines ehf, Pósthólf 8082, 128 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að innrétta veitingasölu (taka away - meðtöku) í stað vídeóleigu á 1. hæð í húsi á lóð nr. 21-23 við Langarima.
Gjald kr. 7.300 + 7.300
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

21. Laugavegur 18 (01.171.501) 101417 Mál nr. BN038490
Kaupangur eignarhaldsfélag ehf, Hlíðasmára 2, 201 Kópavogur
Sótt er um leyfi til fjölga eignarhlutum, að færa anddyrishurð og til að opna yfir í hús nr. 18B á 1. hæð hússins á lóð nr. 18 við Laugaveg.
Erindi fylgir samþykki eins meðeiganda dags. 10. júní 2008 og kaupsamningur dags. 2. október 2007.
Gjald kr. 7.300
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

22. Laugavegur 18B (01.171.502) 101418 Mál nr. BN038491
Laugaverk ehf, Tjarnastíg 20, 170 Seltjarnarnes
Sótt er um leyfi til að opna yfir í hús nr. 18 á 1. hæð, til að gera viðeigandi breytingar á eldvörnum, og til að breyta #GLgistirými 0401#GL í íbúð 0401á 4. hæð hússins á lóð nr. 18B við Laugaveg.
Gjald kr. 7.300
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

23. Lofnarbrunnur 1-7 (05.055.401) 206120 Mál nr. BN039202
Stofnás ehf, Jónsgeisla 15, 113 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja fjögurra íbúða staðsteypt, tveggja hæða raðhús með innbyggðum bílgeymslum á lóð nr. 1-7 við Lofnarbrunn.
Stærðir húss nr. 1: 1. hæð íbúð 114,2 ferm., bílgeymsla 26,9 ferm., 2. hæð íbúð 134,9 ferm.,
Hús nr. 3: 1. hæð íbúð 86,3 ferm., bílgeymsla 40,4 ferm.,2. hæð íbúð 120,5 ferm.,
Hús nr. 5: 1. hæð íbúð 108,5 ferm., bílgeymsla 85,9 ferm., 2. hæð íbúð 188,1 ferm.,
Hús nr. 7: 1. hæð íbúð 93,6 ferm., bílgeymsla 31,7 ferm., 2. hæð íbúð 120,7 ferm.
Lofnarbrunnur 1-7 samtals: 1151,7 ferm. og 3798,5 rúmm.
Gjöld kr. 7.300 + 277.290
Frestað.
Lagfæra skráningu.

24. Naustabryggja 13-15 (04.023.603) 191185 Mál nr. BN039229
Naustabryggja 13-15,húsfélag, Naustabryggju 13-15, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir reyndarteikningum sem felst í að breyta verslunarrými 0103 í íbúð, breyta gluggum, setja þakglugga á rishæð, íbúð 0104 breytt svo að hjólastólafólk getur notað hana og loka milli hæða rýmis
0506, 0505 og 0406, 0405 í fjölbýlishúsi á lóð nr. 13-15 við Naustabryggju.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 12. júní 2008 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 9. des. 2008.
Stækkun: Flatarmál þakrýmis XXX ferm.
Gjald kr. 7.300
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Með vísan til umsagnar skipulagsstjóra er ekki gerð athugasemd við að umsækjandi láti vinna breytingu á deiliskipulagi.

25. Réttarháls 1 (00.000.000) 190769 Mál nr. BN039042
Orkuveita Reykjavíkur, Bæjarhálsi 1, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að staðsetja 50 rúmmetra olíugeymi við austurgafl kyndistöðvar Orkuveitu Reyjavíkur á lóð nr. 1 við Réttarháls.
Vottorð frá framleiðanda , bréf frá aðalhönnuði og ljósmynd.
Stærð: 50 rúmm.
Gjald kr. 7.300 + 7.300 +3650
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst fyrir útgáfu á byggingarleyfi.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

26. Skólavörðustígur 42 (01.181.405) 101795 Mál nr. BN038151
R.Guðmundsson ehf, Pósthólf 1143, 121 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja gluggalausan kjallara undir atvinnuhúsið á lóðinni nr. 42 við Skólavörðustíg.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 23. maí 2008 fylgir erindinu.Stækkun: 158,1 ferm., 382,2 rúmm.
Gjald kr. 7.300 + 7.300 + 27.901
Frestað.
Vísað til athugasemda Orkuveitu Reykjavíkur á umsóknarblaði.

27. Sogavegur 172 (01.831.005) 108497 Mál nr. BN039274
Jósúa Verktakar ehf, Furuvöllum 32, 221 Hafnarfjörður
Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum svo sem breytingu á útliti kvista, og nýju anddyri við húsið á lóð nr. 172 við Sogaveg.
Stækkun: 27,6 ferm og 62 rúmm.
Gjöld kr. 7.300 + 4.526
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst fyrir útgáfu á byggingarleyfi.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

28. Sogavegur 3 (01.810.-98) 107820 Mál nr. BN039246
Þorp ehf, Bolholti 4, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innra fyrirkomulagi úr söluturni í fiskbúð, breyta útliti og koma fyrir skjólveggjum og skiltum, á verslunarhúsi á lóð nr. 3 við Sogarveg.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 5. desember 2008 fylgir erindinu.Gjald kr. 7.300 + 7.300
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

29. Stigahlíð 45-47 (01.712.101) 107208 Mál nr. BN039293
HH, eignarhaldsfélag ehf, Stigahlíð 45-47, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til minni háttar breytinga á innra skipulagi veitingahússins í kjallara og á 1. hæð atvinnuhússins á lóð nr. 45-47 við Stigahlíð.
Gjald kr. 7.300
Frestað.
Umsækjandi hafi samband við matvælaeftirlit heilbrigðseiftirlits.

30. Suðurgata Háskóli Ísl (01.60-.-99) 106638 Mál nr. BN039287
Félagsstofnun stúdenta, Háskólatorgi Sæmundar, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að skipta gamla Garði í tvær eignir, 0102 ( áður Stúdentakjallarinn, nú kennslurými ) verður eign Háskóla Íslands og annað rými áfram í eigu Félagsstofnunar stúdenta í húsi á lóð Háskóla Íslands við Suðurgötu matshluti 05.
Gjald kr. 7.300
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

31. Vesturgata 17 (01.136.008) 100511 Mál nr. BN039259
Vesturgata 17 ehf, Vesturgötu 17, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta tveim herbergjum í móttöku og eldhús gesta á 1. hæð og breyta fyrirkomulagi snyrtinga á 4. hæð gistiheimilis, sbr. erindi BN035040 dags. 20.11.2008, á lóð nr. 17 við Vesturgötu.
Gjald kr. 7.300
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst fyrir útgáfu á byggingarleyfi.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

32. Vesturgata 25 (01.136.002) 100505 Mál nr. BN039222
Baldur E Jensson, Hringbraut 50, 107 Reykjavík
Eyjólfur Baldursson, Bjarmaland 24, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir reyndarteikningum, núverandi ástandi með áorðnum breytingum frá upphafi, af íbúðarhúsi og geymsluskúr á lóð nr. 25 við Vesturgötu.
Meðfylgjandi er bréf frá arkitekt.
Gjald kr. 7.300 + 7.300
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

33. Þjónustum./Esjurætur (34.16-.-99) 206450 Mál nr. BN039289
Pjetur Einar Árnason, Flyðrugrandi 12, 107 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að flytja timburhús á einni hæð frá Vesturlandsvegi og setja upp til bráðabirgða til fimm ára sem þjónustumiðstöð með sætum fyrir 42 gesti við Mógilsá á Kjalarnesi.
Bréf frá eiganda.
Stærð: 132,3 ferm., 468,8 rúmm.
Gjöld kr. 7.300 + 34.222
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

Ýmis mál

34. Sigtún (Kjalarnesi) (00.044.007) 174435 Mál nr. BN039298
Valgeir Halldór Geirsson, Sigtún, 116 Reykjavík
Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúa til að skipta lóðinni Sigtúni við Brautaholtsveg á Kjalarnesi eins og sýnt er á meðsendum uppdrætti landupplýsingadeildar dags. 10. desember 2008.
Lóðin Sigtún er 5555 ferm að stærð, en við skiptingunar verður hún 2400 ferm að stærð en nýja lóðin 3155 ferm að stærð samanber samþykkt skipulagsráðs dags. 26. nóvember 2008.
Byggingarfulltrúi leggur til að lóð með staðgreini 32.452.101 verði tölusett sem Brautarholtsvegur 39 stærð lóðar 2400 ferm. Á þeirri lóð eru mhl. 01 og 02 fastanr. 222 - 0647. Heiti Sigtún. Lóð með staðgreini 32.452.103 verði tölusett sem Brautarholtsvegur 41. Stærð lóðar 3.155 ferm.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Lóðarmarkabreyting þessi tekur gildi þegar þinglýst hefur verið yfirlýsingu um breytt lóðarmörk.

Fyrirspurnir

35. Álfheimar 74 (01.434.301) 105290 Mál nr. BN039285
Haukur Víðisson, Holtagerði 41, 200 Kópavogur
Spurt er hvort leyft yrði að opna veitingastað í flokki II í verslunarhúsinu nr. 74 við Álfheima.
Úskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 12. des. 2008 fylgir erindinu.
Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingarleyfi.

36. Bjarnarstígur 12 (01.182.219) 101871 Mál nr. BN039283
Guðmundur Þórður Agnarsson, Rjúpnasalir 10, 201 Kópavogur
Spurt er hvort leyfi fengist til að breikka aðkomustíg við einbýlishús á lóð nr. 12 og meðfram lóð nr. 8 við Bjarnarstíg.
Nei.
Ekki er mælt með því að gengið sé á leiksvæðið.

37. Dvergshöfði 27 (04.061.403) 110622 Mál nr. BN039278
Víkurvagnar ehf, Dvergshöfða 27, 110 Reykjavík
Páll Á. R. Stefánsson, Kirkjuból Korpudal, 425 Flateyri
Hallgerður Erla Jónsdóttir, Kirkjuból Korpudal, 425 Flateyri
Véla- og skipaþjón Framtak ehf, Vesturhrauni 1, 210 Garðabær
Spurt er hvort leyft yrði að koma fyrir nýjum inngangsdyrum og hvort leyfi fengist fyrir áður gerðri yfirbyggingu á svalir atvinnuhússins á lóð nr. 27 við Dvergshöfða.
Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingarleyfi og óleyfisframkvæmdir í úthorni að suðaustan fjarlægðar.

38. Esjugrund 5 (32.473.703) 125784 Mál nr. BN039279
Sambýlið Esjugrund 5 slf, Esjugrund 5, 116 Reykjavík
Spurt er hvort leyfi fengist til að breyta bílskúr í íbúðarherbergi og þvottahús á lóð nr. 5 við Esjugrund.
Bréf frá forstöðumanni sambýlinu Esjugrund dags. 4. des. 2008 fylgir málinu.
Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingarleyfi.

39. Gufunes Áburðarverksmiðja (02.220.001) 108955 Mál nr. BN039198
Plúsarkitektar ehf, Laugavegi 59, 101 Reykjavík
Spurt er hvort leyfi fáist fyrir endurvinnslu á heyrúlluplasti í skemmu sem er 1155,6 ferm. á lóð með staðgreini 2.220.001 í Gufunesi.
Bréf heilbrigðiseftirlits dags. 8. des. 2008 fylgir erindinu.
Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingarleyfi og með vísan til bréfs heilbrigðiseftirlits dags. 8. des.2008.

40. Sundagarðar 4-6 (01.335.401) 103908 Mál nr. BN039306
Gunnar Eggertsson hf, Pósthólf 4242, 124 Reykjavík
Eggert Kristjánsson hf, Pósthólf 4160, 124 Reykjavík
Spurt er hvort leyfi fáist til að stækka byggingareit til suðurs um átta metra á lóð nr 4-8 við Sundagarða. (4-8 er ekki ein lóð, 4- 6 er ein lóð og síðan nr. 8).
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.

41. Vegamótastígur 4 (01.171.404) 101413 Mál nr. BN039239
Ölstofa Kormáks og Skjaldar ehf, Lindargötu 25, 101 Reykjavík
Spurt er hvort leyfi fáist fyrir útiveitingar með sæti fyrir 12 manns við veitingastað á lóð nr.4 við Vegamótastíg.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 12. des. 2008 ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 12. des. 2008 fylgja erindinu.
Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingarleyfi samanber umsögn skipulagsstjóra.

42. Veltusund 1 Mál nr. BN039245
Hilmar Þór Hilmarsson, Búland 23, 108 Reykjavík
Sigrún Halldóra Einarsdóttir, Fellahvarf 21, 203 Kópavogur
Spurt er hvort leyfi fengist til að setja upp krá/ölstofu í kjallara með lofthæð 2,30 metrar og skráð stærð 55,3 ferm í atvinnuhúsi Veltusundi 1 á lóð nr. 4 við Hafnarstræti.
Útskrfit úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 12. des. 2008 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 12. des. 2008.
Nei.
Með vísan til umsagnar skipulagsstjóra og eldvarnaeftirlits sbr. einnig athugasemdir byggingarfulltrúa.

43. Vesturfold 40 (02.820.204) 109658 Mál nr. BN039292
Matthías Bogi Hjálmtýsson, Vesturfold 40, 112 Reykjavík
Spurt er hvort leyfi fengist til að grafa út úr lagnakjallara og innrétta íbúð með sérinngangi í hluta kjallarans í einbýlishúsi á lóð nr. 40 við Vesturfold.
Nei.
Samræmist ekki deiliskipulagi þar sem ekki eru leyfðar tvær íbúðir í húsinu.

Fundi slitið kl. 12.15.

Magnús Sædal Svavarsson
Björn Kristleifsson Bjarni Þór Jónsson
Sigrún Reynisdóttir Þórður Búason
Jón Hafberg Björnsson Eva Geirsdóttir