Umhverfis- og skipulagsráð
Umhverfis- og samgönguráð
Ár 2010, þriðjudaginn 26. janúar kl. 14.00 verður haldinn 43. fundur umhverfis- og samgönguráðs í Hofi að Borgartúni 12-14. Fundinn sátu Gísli Marteinn Baldursson, Kolfinna Jóhannesdóttir, Brynjar Fransson, Áslaug Friðriksdóttir, Stefán Benediktsson, Hrefna Sigurjónsdóttir og Margrét Sverrisdóttir. Jafnframt sat fundinn Sveinn Valgeirsson. Enn fremur sátu fundinn Ólafur Bjarnason, Þórólfur Jónsson, Árný Sigurðardóttir, Guðmundur B. Friðriksson, Eygerður Margrétardóttir, Gunnar Hersveinn, Ellý K. Guðmundsdóttir og Örn Sigurðsson, sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Framtíðarflokkun heimilisúrgangs á höfuðborgarsvæðinu.
Kynnt framtíðarsýn Sorpu.
Herdís Sigurjónsdóttir, stjórnarformaður Sorpu og Björn Halldórsson, framkvæmdastjóri, komu á fundinn.
2. Bætt umferðaröryggi í Laugarneshverfi.
Lagt fram bréf Umhverfis- og samgöngusviðs dags. 21. janúar 2010 og fundargerð 14. janúar 2010.
Ráðið gerði ekki athugasemdir við fundargerðina og meðferð málsins.
3. Fylkisvegur 6, íþróttasvæði Fylkis, deiliskipulag, grasæfingasvæði.
Lagt fram á ný bréf Skipulags- og byggingasviðs dags. 10. desember 2009. Lögð fram greinargerð og tillaga um 100 metra helgunarsvæði áa og vatna í Reykjavík.
Frestað.
4. Tillaga – lokun Lækjargötu.
Lögð fram á ný tillaga fulltrúa Vinstri grænna svohljóðandi: „Umhverfisráð samþykkir að fela samgöngustjóra að leita leiða til að hægt verði að loka Lækjargötu frá Hverfisgötu að Geirsgötu á dögum þegar færi og veður er til sleðaferða á Arnarhóli.“ Tillögunni fylgdi greinargerð.
Tillögunni var vísað til meðferðar Umhverfis- og samgöngusviðs.
5. Hverfisráð Breiðholts.
Lögð fram fundargerð Hverfisráðs Breiðholts 19. janúar 2010. Lagt fram svar Umhverfis- og samgöngusviðs, þar sem fram kom að ekki er hætt við lokun vinstri beygju frá Bústaðavegi norður Reykjanesbraut.
6. Hverfisráð Hlíða.
Lögð fram fundargerð Hverfisráðs Hlíða 8. desember 2009 og samgöngustefna 3. Hverfis - Hlíða, Holta og Norðurmýrar.
Umhverfis- og samgönguráð fagnar framtaki Hverfisráðsins til aukins umferðaröryggis í hverfinu.
7. Norðlingaholt - Árbær, göngu- og hjólaleið
Lagt fram bréf Umhverfis- og samgöngusviðs dags. 21. janúar 2010.
Kynnt fyrirhuguð breyting deiliskipulags.
Fundi slitið kl. 15.06
Gísli Marteinn Baldursson
Kolfinna Jóhannesdóttir Brynjar Fransson
Áslaug Friðriksdóttir Stefán Benediktsson
Hrefna Sigurjónsdóttir Margrét Sverrisdóttir
Sveinn Valgeirsson