Umhverfis- og skipulagsráð - og skipulagsráð

Umhverfis- og skipulagsráð

Skipulagsráð

Ár 2008, miðvikudaginn 12. nóvember kl. 9.10, var haldinn 154. fundur skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12-14, 7. hæð Ráðssal. Viðstaddir voru: Júlíus Vífill Ingvarsson, Snorri Hjaltason, Stefán Þór Björnsson, Brynjar Fransson, Svandís Svavarsdóttir, Stefán Benediktsson og Björk Vilhelmsdóttir. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Magnús Sædal Svavarsson, Marta Grettisdóttir. Auk þess gerðu eftirtaldir embættismenn grein fyrir einstökum málum: Örn Þór Halldórsson, Jóhannes Kjarval og Björn Axelsson.
Fundarritari var Harri Ormarsson.

Þetta gerðist:

(A) Skipulagsmál

1. Afgreiðslufundir skipulagsstjóra Reykjavíkur, fundargerð Mál nr. SN010070
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar skipulagsstjóra Reykjavíkur frá 7. nóvember 2008.

2. Alþingisreitur, breyting á deiliskipulagi (01.141.1) Mál nr. SN080659
Alþingi, Kirkjustræti, 150 Reykjavík
Batteríið ehf, Trönuhrauni 1, 220 Hafnarfjörður
Á fundi skipulagsstjóra 24. október 2008 var lögð fram umsókn Alþingis dags. 22. október 2008 varðandi breytingu á deiliskipulagi Alþingisreits. Í breytingunni felst að færa götuhlið nýbyggingar Kirkjustrætis 6 út í sömu línu og eldri hús. Einnig er sótt um að rýmka byggingarreit fyrir göngubrú samkv. meðfylgjandi uppdrætti Batterísins dags. 22. október 2008.
Frestað.

3. Hverfisgata 103, breyting á deiliskipulagi (01.154.4) Mál nr. SN080637
Plúsarkitektar ehf, Laugavegi 59, 101 Reykjavík
Á fundi skipulagsstjóra 24. október 2008 var lögð fram tillaga Plúsarkitekta dags. 9. október 2008 að breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar nr. 103 við Hverfisgötu. Í breytingunni felst að rífa núverandi byggingar og randbyggja lóðina samanber meðfylgjandi uppdrætti Plúsarkitekta dags. 4. nóvember 2008.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu.
Jafnframt er samþykkt að upplýsa hagsmunaaðila í nágrenninu um tillöguna sérstaklega.
Vísað til borgarráðs.

4. Hádegismóar, búddahof, breyting á deiliskipulagi,(04.41) Mál nr. SN080358
Að lokinni auglýsingu er lagður fram uppdráttur Vífils Magnússonar ark., dags. 21. apríl 2008 að breyttu deiliskipulagi Hádegismóa. Tillagan gerir ráð fyrir að ný lóð verði afmörkuð fyrir Búddistahof. Við það lengist deiliskipulagssvæði til suðurs og austurs. Byggingar eru þrjár, hof, samkomu, og fyrirlestrarsalir og stúpa (strýta) ásamt 12 bílastæðum. Byggingarmagn er samtals 600 m². Tillagan var auglýst frá 19. september til og með 31. október 2008. Athugasemd barst frá: Sæmundi Eiríkssyni, f.h. reiðveganefndar Harðar, dags. 14. október 2008. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 11. nóvember 2008.
Samþykkt með þeim breytingum sem fram koma í umsögn skipulagsstjóra.
Vísað til borgarráðs.

5. Hólmsheiði, jarðvegsfylling, endurauglýsing deiliskipulags(05.8) Mál nr. SN080657
Lagður fram uppdráttur Landmótunar, dags. 22. október 2008, að deiliskipulagi á Hólmsheiði vegna stækkunar á losunarsvæði fyrir jarðveg. Samhljóða deiliskipulag hafði verið fellt úr gildi með úrskurði úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála frá 24. júlí 2008.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu.
Vísað til borgarráðs.

(B) Byggingarmál

6. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð Mál nr. BN039196
Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð nr. 513 frá 11. nóvember 2008.

7. Hafnarstræti 19, auglýsingasegl (01.118.503) Mál nr. BN039173
Sjóklæðagerðin hf, Miðhrauni 11, 210 Garðabær
Ofangreindir aðilar sækja um tímabundið leyfi til 10. janúar 2009 fyrir auglýsingasegli 15x8,5 m á austurgafl húss Rammagerðarinnar við Hafnarstræti 19.

Ráðið gerir ekki athugasemd við erindið.
Vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.

Stefán Þór Björnsson vék af fundi kl. 10:35

(C) Fyrirspurnir

8. Sævarhöfði 33, (fsp) aðstaða fyrir steypustöð Mál nr. SN080680
Kaupangur eignarhaldsfélag ehf, Hlíðasmára 2, 201 Kópavogur
Lögð fram fyrirspurn Kaupangs eignarhaldsfélag ehf.um aðstöðu á lóð Björgunar að Sævarhöfða 33 samkv. meðf. uppdrætti Arkís dags. 15. október 2008. Einnig lagt fram bréf Björgunar dags. 17. október 2008.
Ráðið gerir ekki athugasemdir við erindið enda verði um bráðabirgðastaðsetningu að ræða. Fyrirspyrjendur skulu leggja inn umsókn um stöðuleyfi til byggingarfulltrúa.

(D) Ýmis mál

9. Elliðaárvogur, rammaskipulag (04.0) Mál nr. SN070327
Kanon arkitektar ehf, Laugavegi 26, 101 Reykjavík
Kynnt staða rammaskipulagsvinnu Kanon arkitekta ehf. og VSÓ ráðgjöf fyrir Elliðaárvog frá 2006.

Halldóra Bragadóttir og Helgi B. Thóroddssen frá Kanon arkitektum ehf. og Stefán Ó. Thors frá VSÓ ráðgjöf kynntu.

Júlíus Vífill Ingvarsson vék af fundi kl. 10.50 þá höfðu allir liðir fundarins verið afgreiddir nema liður 15.

10. Verslunarhúsnæði, Úttekt á auðu verslunarhúsnæði Mál nr. SN080652
Framkvæmda- og eignasvið Reykja, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík
Á fundi skipulagsstjóra 17. október 2008 var lagt fram til umsagnar erindi frá Framkvæmda- og eignaráði Reykjavíkur dags. 15. október 2008 varðandi úttekt á auðu verslunarhúsnæði í Reykjavík. Erindinu var vísað til umsagnar hjá aðalskipulagsteymi skipulagsstjóra. og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 6. nóvember 2008
Umsögn skipulagsstjóra samþykkt.

11. Bræðraborgarstígur 31, (01.137.401) Mál nr. BN039169
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa dags. 9. nóvember 2008 ásamt bréfi dags. 5. október sl. vegna draslsöfnunar á lóð nr. 31 við Bræðraborgarstíg.
Bréf byggingarfulltrúa samþykkt.

12. Götuheiti - Tillaga um ný götuheiti, Mál nr. BN039172
Lögð fram tillaga nafnanefndar um götuheiti á Slippasvæði.
Frestað.

13. Réttarsel 7-9, (04.925.206) Mál nr. BN039171
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa dags. 9. nóvember 2008 ásamt bréfi dags. 6. október, rafpósti eigenda dags. 3. nóvember og undirskriftarlista mótt. 15. september 2008, vegna óleyfisframkvæmda og viðhaldsskorti á parhúsi nr. 7 á lóðinni Réttarsel 7-9.
Bréf byggingarfulltrúa samþykkt.

14. Vesturgata 31, (01.135.103) Mál nr. BN039170
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa dags. 9. nóvember 2008 ásamt bréfum dags. 29. september og 23. október 2008 vegna seinagangs við byggingarframkvæmdir á Vesturgötu 31.
Bréf byggingarfulltrúa samþykkt.

15. Starfs- og fjárhagsáætlun skipulags- og byggingarsviðs 2009, Mál nr. SN070698
Kynnt drög að starfs- og fjárhagsáætlun skipulags- og byggingarsviðs fyrir árið 2009.


Fundi slitið kl. 11.30.

Brynjar Fransson

Snorri Hjaltason Svandís Svavarsdóttir
Stefán Benediktsson Björk Vilhelmsdóttir


Afgreiðsla byggingarfulltrúa samkv. samþykkt nr. 161/2005

Árið 2008, þriðjudaginn 11. nóvember kl. 10.30 fyrir hádegi hélt byggingarfulltrúinn í Reykjavík 513. fund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn í fundarherberginu 2. hæð Borgartúni 12-14. Þessi sátu fundinn: Magnús Sædal Svavarsson, Sigrún Reynisdóttir, Þórður Búason, Bjarni Þór Jónsson, Björn Kristleifsson, Jón Hafberg Björnsson og Eva Geirsdóttir.
Fundarritari var Bjarni Þór Jónsson

Þetta gerðist:


Nýjar/br. fasteignir

1. Álfheimar 74 0 Mál nr. BN039058
Álftárós ehf, Holtsgötu 49, 260 Njarðvík
Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi á 3. og 4. hæð frá nýsamþykktu byggingarleyfi, BN038203 í Glæsibæ á lóð nr. 74 við Álfheima.
Meðfylgjandi er samantekt á A-3 blöðum yfir breytingar.
Gjald kr. 7.300
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

2. Brautarholt 8 (01.241.205) 103023 Mál nr. BN039076
IÐNMENNT ses, Brautarholti 8, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að setja stálskyggni fyrir ofan rennihurð og skipta um glugga í sameign hússins á lóð nr. 8 við Brautarholt.
Gjald kr. 7.300
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.

3. B-Tröð 7 (04.765.307) 112477 Mál nr. BN039091
Erla Jóhannsdóttir, Fellahvarf 27, 203 Kópavogur
Sótt er um leyfi til að stækka hesthús í Víðidal með því að lyfta hluta af þaki hússins á lóð nr.7 við B-Tröð.
Samþykki meðeiganda húss fylgir dags. 21.okt 2008
Stækkun: 73,5 ferm og 313,6 rúmm.
Gjöld kr. 7.300 + 22.893
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

4. Bæjarflöt 10 (02.575.803) 178967 Mál nr. BN038965
Goð ehf, Bæjarflöt 10, 112 Reykjavík
Sótt erum leyfi til að byggja millipall fyrir kaffistofu starfsmanna og búningsaðstöðu í atvinnuhúsnæði á lóð nr. 10 við Bæjarflöt.
Stækkun: 81,6 ferm.
Gjald kr. 7.300 + 7.300
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

5. Drápuhlíð 3 (01.702.214) 107058 Mál nr. BN038917
Ásgeir G Daníelsson, Drápuhlíð 3, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að stækka svalir úr 2,2 ferm. í 4,2 ferm. með sömu efnisnotkun og útfærslu og núverandi svalir á suðurhlið fjölbýlishúss á lóð nr. 3 við Drápuhlíð.
Bréf frá Byggingarfulltrúa stílað 06.07.2004 og 06.09.2005 efni: Svar við fyrirspurnum, bæði bréfin jákvæð. Bréf stílað 07.05.2006 með undirskriftum eigenda húseigna á lóðum nr. 3-5 Drápuhlíð. Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 7. nóvember fylgir erindinu. Erindið var grenndarkynnt frá 2. október til og með 30. október 2008. Engar athugasemdir bárust.
Gjald kr. 7.300
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst fyrir útgáfu á byggingarleyfi.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

6. Drápuhlíð 5 (01.702.215) 107059 Mál nr. BN038918
Garðar Mýrdal, Drápuhlíð 5, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að stækka svalir á suðurhlið húss, úr 2,2 ferm. í 4,2 ferm. Nýju svalirnar hafa hafa sama útfærslu og efnisnotkun og gömlu svalirnar í fjölbýlishúsið á lóð nr. 5 við Drápuhlíð.
Bréf frá Byggingarfulltrúa stílað 06.07.2004 og 06.09.2005 efni: Svar við fyrirspurnum. Bæði bréfin jákvæð. Bréf stílað 07.05.2006 með undirskriftum með eigendum húseigna á lóðum Drápuhlíð 3 og 5. Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 7. nóvember 2008 fylgir erindinu. Erindið var grenndarkynnt frá 2. október 2008 til og með 30. oktober 2008. Engar athugasemdir bárust.
Gjald kr. 7.300
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst fyrir útgáfu á byggingarleyfi.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

7. Dugguvogur 8-10 (01.454.002) 105618 Mál nr. BN039024
Hansína Jensdóttir, Goðheimar 13, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta í þrjár íbúðir hluta 2. hæðar atvinnuhússins á lóðinni nr. 8-10 við Dugguvog.
Erindi fylgir samþykki meðlóðarhafa dags. 22. október 2007 og 15. október 2008.
Gjald kr. 7.300 + 7.300
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Skilyrt er að skráningartafla verði lagfærð fyrir útgáfu á byggingarleyfi.
Á sérteikningum skal gerð grein fyrir brunahólfun rýmisins bæði lóðrétt og lárétt.
Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst til þess að samþykktin öðlist gildi.

8. Fiskislóð 11-13 (01.089.103) 209663 Mál nr. BN038305
Fasteignafélagið Fisk 11-13 ehf, Fagrahvammi 8, 220 Hafnarfjörður
Sótt er um leyfi til að byggja flóttastiga, skyggni yfir inngang, milligólf yfir anddyri og afgreiðslu 1. hæðar og til að innrétta með geymslueiningum og tilheyrandi millipöllum og stigum nýsamþykkt, BN035034 dags. 12. desember 2006, atvinnuhús á lóðinni nr. 11-13 við Fiskislóð.
Meðfylgjandi er brunahönnun frá EFLA dags. 10. nóvember 2008, yfirlýsing burðarvirkishönnuðar dags. 3. apríl 2008 og tölvupóstur frá FMR dags. 3. apríl 2008.
Stækkun 131,3 ferm.
Gjald kr. 7.300 + 7.300
Frestað.
Milli funda.

9. Flókagata 18 (01.247.205) 103356 Mál nr. BN039154
Örnólfur Kristjánsson, Flókagata 18, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að hækka þak með kvistum og þakgluggum, rýmið verður stækkun á og hluti af íbúð á 2. hæð, sömuleiðis eru austursvalir á 2. hæð stækkaðar í íbúðarhúsi á lóð nr. 18 við Flókagötu.
Meðfylgjandi er fyrirspurn BN033012 dags. 10.1.2006,
Stækkun 54,4 ferm., xxx rúmm.
Gjald kr. 7300 + xxxx
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.

10. Freyjubrunnur 29 (02.695.503) 205733 Mál nr. BN039155
Fasteignafélagið Hlíð ehf, Lágmúla 6, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að stækka og breyta efstu hæð fjölbýlishúss úr steyptum einingum á lóð nr. 29 við Freyjubrunn.
Stærðir: Stækkun 41,9 ferm., 315,9 rúmm.
Eftir stækkun samtals 874,3 ferm., 2.909 rúmm.
Gjald kr. 7.300 + 23.060
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.

11. Gufuneshöfði Mál nr. BN039177
Faxaflóahafnir sf, Tryggvagötu 17, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að hliðra siglingarlínu Sundahafnar á Gufuneshöfða um 105 m til norðurs. Jafnframt verði reist tvö möstur annað 19,6 m hátt og hitt 13 m hátt. Bil milli mastra er um 170 m. Eldri siglingarlína verður aflögð.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 31. október 2008 fylgir erindinu.
Frestað.
Ekki er gerð athugasemd við að umsækjandi láti vinna tillögu að breyttu deiliskipulagi sem grenndarkynnt verður berist hún.

12. Hafnarstræti 1-3 (01.140.005) 100817 Mál nr. BN039128
Strjúgur ehf, Borgartúni 33, 105 Reykjavík
Sótt er um endurnýjun á byggingarleyfi B022776, síðast endurnýjað 20. nóvember 2007 sem erindi BN037261, þar sem sótt var um leyfi til þess að innrétta veitingastað á 1. hæð í austurenda Fálkahússins og fjölga gluggum á viðbyggingu á norðurhlið hússins á lóð nr. 1-3 við Hafnarstræti.
Gjald kr. 7.300
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

13. Hátún 14 (01.234.002) 212123 Mál nr. BN039096
Íþróttafélag fatlaðra Reykjavík, Pósthólf 5214, 125 Reykjavík
Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að reisa áhaldageymslu og bogfimivöll með fjögurra metra hárri öryggisgirðingu við enda vallar og tveim á hliðum á lóð nr. 14 við Hátún.
Meðfylgjandi er bréf frá arkitekt dags. 4. nóvember 2008 með vísan í erlendar reglur.
Stærð: 17,6 ferm., 45,7 rúmm.
Gjöld kr. 7.300 + 3.336
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

14. Heiðargerði 62 (01.802.115) 107664 Mál nr. BN038774
Bjarni Jónsson, Heiðargerði 62, 108 Reykjavík
Ebba Björg Húnfjörð, Heiðargerði 62, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að hækka þak, byggja kvist á norðvesturhlið og breyta gluggum á norðausturgafli einbýlishússins á lóð nr. 62 við Heiðargerði.
Meðfylgjandi er bréf hönnuðar dags. 11.8.2008
Stækkun: 19,4 rúmm.
Gjald kr. 7.300 + 7.300 + 1.416
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

15. Hnjúkasel 9 (04.974.211) 113206 Mál nr. BN037733
Þórarinn Finnbogason, Hnjúkasel 9, 109 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að stækka svalir til vesturs sbr. jákvæða fyrirspurn mál BN36894 og færa sorptunnugeymslu austur fyrir einbýlishúsið á lóð nr. 9 við Hnjúkasel.
Stærðir stækkunar B-rýmis undir svölum 33,8 ferm., 84,5 rúmm.
Gjald kr. 7.300 + 7.300 + 2.467
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

16. Hraunbær 85-99 (04.331.502) 111068 Mál nr. BN028051
Victor Rafn Viktorsson, Hraunbær 93, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að byggja viðbyggingu úr timbri sem stækkun á stofu að suðurhlið hússins nr. 93 á lóðinni nr. 85-99 við Hraunbæ.
Samþykki húseigenda liggur fyrir fyrir.
Stærð: Viðbygging 16,3 ferm. og 48,9 rúmm.
Gjald kr. 7.300 + 3.570
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.

17. Kirkjuteigur 17 (01.360.513) 104547 Mál nr. BN039056
Gunnar Thorberg Júlíusson, Kirkjuteigur 17, 105 Reykjavík
Kristinn Einarsson, Kirkjuteigur 17, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta kvistum og fyrir áður gerðum breytingum á innra skipulagi og áður gerðri stækkun anddyris og bílskúrs vegna gerðar eignaskiptasamnings í tvíbýlishúsinu á lóð nr. 17 við Kirkjuteig.
Erindi fylgir fsp. BN031835 dags 2. júlí 2005, virðingargjörð dags. 1. maí 1943 og íbúðarskoðun byggingafulltrúa dags. 8. júlí 2005 og 7. febrúar 2008
ásamt útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 7. nóvember og umsögn dags. 7. nóvember 2008.
Stækkun húss: xx ferm., xx rúmm.
Stækkun bílskúrs: xx ferm., xx rúmm.
Gjald kr. 7.300 + xx
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

18. Langholtsvegur 164 (01.441.306) 105460 Mál nr. BN039138
Kristinn Sigurðsson, Langholtsvegur 164, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að rífa núverandi steyptar svalir og byggja svalir úr timbri á tvíbýlishúsi á lóð nr. 164 við Langholtsveg.
Gjald kr. 7.300
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.

19. Laufásvegur 74 (01.197.302) 102733 Mál nr. BN034016
Einar Eiríksson, Laufásvegur 74, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja sólstofu úr timbri og gleri við einbýlishúsið á lóðinni nr. 74 við Laufásveg. Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 16. júní 2006 fylgir erindinu.
Stærð: Stækkun 17,6 ferm., 48 rúmm.
Gjald kr. 6.100 + 2.928
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

20. Laugavegur 19-19B (01.171.110) 101376 Mál nr. BN039135
Glætan bókakaffi ehf, Hjallabraut 70, 220 Hafnarfjörður
Sótt er leyfi til að opna kaffihús án vínveitinga með smá breytingum á afgreiðsluborði og í eldhúsi í húsi á lóð nr. 19 við Laugaveg.
Fyrirspurn nr. BN039088 dags. 4. nóvember 2008 fylgir málinu. Húsaleigusamningur fyrir Laugaveg 19 fylgir erindinu.
Gjald kr.7.300
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

21. Laugavegur 60 (01.173.115) 101532 Mál nr. BN039124
B.R.A.S.S ehf, Laugavegi 60a, 101 Reykjavík
Sótt er um leyft að innrétta indverskan veitingastað á þremur hæðum í atvinnuhúsinu á lóð nr. 60 við Laugaveg.
Með erindinu fylgir fyrirspurn BN0 38986.
Samþykki eiganda húseignarinnar fylgir.
Gjald kr. 7.300
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.

22. Miðtún 10 (01.223.005) 102880 Mál nr. BN039046
Þuríður Ottesen, Óðinsgata 1, 101 Reykjavík
Sótt er um samþykki fyrir íbúð í kjallara fjölbýlishússins á lóð nr. 10 við Miðtún.
Erindi fylgir þinglýst eignaskiptayfirlýsing dags. 21. september 1978 og samþykki meðeigenda dags. 5. september 2008.
Gjald kr. 7.300
Frestað.
Sækja skal um íbúðarskoðun byggingarfulltrúa til að unnt sé að taka afstöðu til málsins.

23. Mjölnisholt 12-14 (01.241.104) 211626 Mál nr. BN039007
Miðbæjarbyggð ehf, Stórholti 1, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að stækka hótelhluta í B-álmu, jafnframt er innra skipulagi breytt, einkum á 1. hæð í A-álmu í húsi á lóð nr. 12-14 við Mjölnisholt.
Stækkun 106 ferm., 301 rúmm.
Gjald kr. 7.300 + 7.300 + 21.973
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

24. Njálsgata 4B (01.182.204) 101856 Mál nr. BN039148
Austur-Indíafélagið ehf, Hverfisgötu 56, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að gera stúdíóíbúð og breyta 1.hæð og 2. hæð í eina íbúð í húsi á lóð nr. 4B við Njálsgötu.
Gjald kr. 7.300
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

25. Norðurbrún 1 (01.352.401) 104190 Mál nr. BN039089
Félagsbústaðir hf, Hallveigarstíg 1, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja eina hæð ofan á núverandi hús, klæða allt húsið með málmklæðningu og einangra eldri hlutann undir klæðningu, stækka gluggaop á norður- og suðurhlið í kjallara, setja svalir yfir innganga á 2. og 3. hæð austurhlið, setja neyðarstiga í suðvesturálmu, bæta við lyftu, breyta fjórum íbúðum á 1. og 2. hæð í tvær, og á 2. hæð í suðvesturhorni hússins verði íbúð á 2. hæð breytt í salerni og búningsaðstöðu í fjölbýlishúsi á lóð nr. 1 við Norðurbrún.
Stærðir fyrir stækkun: 3.975,3 ferm., 12.633,1 rúmm.
Stækkun: 1.576,4 ferm., 4.345,3 rúmm.
Eftir stækkun: 5.551,7 ferm., 16.978,4 rúmm.
Gjald kr. 7.300 + 317.207
Frestað.
Lagfæra skráningartöflu.

26. Norðurgrafarvegur 2 (34.535.101) 206616 Mál nr. BN039142
Blikksmiðjan Grettir ehf, Ármúla 19, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja iðnaðarhús á tveimur hæðum að hluta, með burðarvirki úr stáli, klætt litaðri stálklæðningu á lóðinni nr. 2 við Norðurgrafarveg.
Jafnframt er erindi BN037317 samþ. 12. febrúar 2008 fellt úr gildi.
Stærðir: 1. hæð 1000,7 ferm., 2. hæð 49,6 ferm. Samtals 1050,3 ferm., 6876,6 rúmm.
Gjald kr. 6.800 + 501.992
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
Skila skal vottun eininga fyrir úttekt á botnplötu.

27. Reykjanesbr Rauða Hús (01.78-.-90) 107487 Mál nr. BN039140
Eignasjóður Reykjavíkurborgar, Skúlatúni 2, 105 Reykjavík
Sótt er um að rífa og fjarlægja rauða íbúðarhúsið við Reykjanesbraut (Kringlumýrarbraut).
Stærð niðurrifs: Fastanúmer 203-2839 mhl. 01 merkt 0101 íbúð 76,4 ferm., 304 rúmm.
Gjald kr. 7.300
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.

28. Reykjanesbr Sólbakki (01.78-.-91) 107488 Mál nr. BN039139
Eignasjóður Reykjavíkurborgar, Skúlatúni 2, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að rífa og fjarlægja íbúðarhúsið Sólbakka við Reykjanesbraut (Kringlumýrarbraut).
Niðurrif: Fastanúmer 203-2840 mhl. 01 merkt 0101 íbúð 65,5 ferm. og fastanúmer 203-2841 mhl. 01 merkt 0201 íbúð 80,2 ferm.
Samtals niðurrif 145,7 ferm., 405 rúmm.
Gjald kr. 7.300
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.

29. Reykjavegur 15 (01.372.101) 199516 Mál nr. BN039040
KSÍ ehf, Laugardalsvelli, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir breytingum sem gerðar hafa verið á byggingartíma stúkubyggingars sbr. BN033182 samþ. 1. mars 2006, á lóð nr. 15 við Reykjaveg.
Erindi fylgir bréf hönnuðar v/ eldhúss á 2. hæð dags. 21. október 2008.
Gjald kr. 7.300
Frestað.
Enn er vísað til fyrri athugasemda á umsóknarblaði.

30. Skeggjagata 6 (01.243.603) 103161 Mál nr. BN039065
Jón Þorsteinsson, Skeggjagata 6, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir reyndarteikningu vegna nýs eignaskiptasamnings í fjölbýlishúsi á lóð nr. 6 við Skeggjagötu.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 7. nóvember 2008 fylgir erindinu.
Stækkun: Sólstofa 3,8 ferm. og 10,5 rúmm.
Gjöld kr. 7.300 + 767
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst til þess að samþykktin öðlist gildi.

31. Skógargerði 9 (01.837.109) 108657 Mál nr. BN039147
Arnþór Halldórsson, Skógargerði 9, 108 Reykjavík
Hulda Björk Pálsdóttir, Skógargerði 9, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til breytinga á fyrirkomulagi innanhúss og til að skipta í tvær eignir einbýlishúsinu á lóð nr. 9 við Skógargerði.
Gjald kr. 7.300
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst til þess að samþykktin öðlist gildi.

32. Smáragata 3 (01.197.215) 102730 Mál nr. BN039143
Agla ehf, Brekkubyggð 69, 210 Garðabær
Emilía Sjöfn Kristinsdóttir, Smáragata 3, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi og til að byggja einnar hæðar viðbyggingu við bílskúr og tveggja hæða viðbyggingu við fjölbýlishúsið á lóð nr. 3 við Smáragötu.
Stækkun: 103,9 ferm., 358,6 rúmm.
Gjald kr. 7.300 + 26.178
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.

33. Spöngin 43 (02.378.501) 215349 Mál nr. BN039145
Framkvæmda- og eignasvið Reykja, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja staðsteypt þjónustu- og menningarhús á tveim hæðum með kjallara með léttri miðbyggingu, tengt þjónustu- og öryggisíbúðum við Fróðengi 1-11. Í kjallara er félagsstarf aldraðra, starfsmannaaðstaða, geymslur, tæknirými og sorp. Á 1. hæð er móttaka, veitingasalur með eldhúsi, borgarbókasafn, lögregla, samkomusalir, kapella ásamt aðstöðu og félagsstarf aldraðra. Á 2. hæð er félagsþjónusta, öldrunarþjónusta og sjúkraþjálfun.
Allt í húsi á lóð nr. 43 við Spöngina.
Stærðir: Kjallari 639,5 ferm., 1. hæð 2971,9 ferm., 2. hæð 1740,1 ferm., bílakjallari 3722,9 ferm., sorpgeymslur (B-rými) 33,4 ferm.
Samtals 5.351,5 ferm., 23.960,7 rúmm.
Gjald kr. 7.300 + 1.749.131
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

34. Spöngin 9-31 (02.375.201) 177193 Mál nr. BN039144
Landic Ísland ehf, Kringlunni 4-12, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi í borðsal og eldhúsi í atvinnuhúsinu nr. 21, Mhl. 03 merkt 0106, á lóð nr. 9-31 við Spöngina.
Gjald kr. 7.300
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

35. Tjarnargata 16 (01.141.303) 100907 Mál nr. BN039146
Hanna Christel Sigurkarlsdóttir, Hverfisgata 59, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta fyrirkomulagi og notkun úr atvinnuhúsnæði í íbúð á 1. hæð fjölbýlishússins á lóð nr. 16 við Tjarnargötu.
Gjald kr. 7.300
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

36. Urðarbrunnur 94 (05.054.304) 205800 Mál nr. BN039105
Marías Sveinsson, Langholtsvegur 132, 104 Reykjavík
Gyða Guðmundsdóttir, Langholtsvegur 132, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja tveggja hæða einbýlishús með innbyggðri bílgeymslu úr forsteyptum einingum á lóð nr. 94 við Urðarbrunn.
Stærð: 1. hæð íbúð 103,9 ferm., bílgeymsla 30,6 ferm., 2. hæð íbúð 136,1 ferm.
Samtals: 270,6 ferm., 814,8 rúmm.
Gjald kr. 7.300 + 59,480
Frestað.
Vísað til athugasemda eldvarnaeftirlits.

37. Vegbrekkur 25-31 (05.866.301) 216566 Mál nr. BN039129
Sigurður Ársælsson, Skildinganes 16, 101 Reykjavík
Sigríður Jónsdóttir, Ljósheimar 12, 104 Reykjavík
Þórhalli Haraldsson, Hólaberg 18, 111 Reykjavík
Þórir Haraldsson, Kristnibraut 3, 113 Reykjavík
Hestamannafélagið Fákur, Vatnsendav Víðivöllum, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja tvö hesthús, fyrir 24 hesta hvort um sig, úr steinsteypu og einangruð að utan og klædd með lituðu bárustáli, á 2. hæð er kaffistofa, á lóð nr. 27 og 29 við Vegbrekku, Almannadal.
Stærð: Matshluti 02, 370,4 ferm. og 1126,9 rúmm. Matshluti 03 370,4 ferm. og 1126,9 rúmm. Samt. 740,8 ferm. 2253,8 rúmm.
Gjöld kr. 7.300 + 164.527
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Samband skal haft við OR vegna heimlagna.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

38. Þingholtsstræti 2-4 (01.170.205) 101333 Mál nr. BN039133
Íslenska eignafélagið ehf, Suðurlandsbraut 46, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að dýpka vesturhluta kjallara frá nýsamþykktu erindi BN038778 dags. 7. október 2008 í atvinnuhúsinu á lóð nr. 2-4 við Þingholtsstræti.
Stækkun: 23,8 ferm., 23,1 rúmm.
Gjald kr. 7.300 + 1.686
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

39. Þingholtsstræti 31 (01.183.604) 101988 Mál nr. BN039073
Torfi Tulinius, Þingholtsstræti 31, 101 Reykjavík
Sótt er um samþykki fyrir reyndarteikningum og nýrri skráningartöflu á grunni þeirra fyrir einbýlishús á lóð nr. 31 við Þingholtsstræti.
Meðfylgjandi er ódagsett bréf húseiganda.
Stærðir 275,2 ferm., 802,3 rúmm.
Gjald kr. 7.300
Frestað.
Lagfæra skráningartöflu.

40. Ægisgata 10 (01.131.213) 100182 Mál nr. BN039004
Frjálsi fjárfestingarbankinn hf, Lágmúla 6, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innra skiplagi íbúða 0102 og 0103 á 1. hæð svo og innrétta þrjár geymslur í staðinn fyrir tvær í kjallara í fjölbýlishúsi á lóð nr. 10 við Ægisgötu.
Gjald kr. 7.300
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skrifstofu gatna- og eignaumsýslu vegna ljósakassa í gangstétt.

Ýmis mál

41. Sléttuvegur 1-3 (01.790.501) 107576 Mál nr. BN039179
Framkvæmda- og eignasvið Reykja, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík
Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúa til að breyta mörkum lóðarinnar Sléttuvegur 1-3 eins og sýnt er á meðsendum uppdrætti dags. 7. október 2008. Við breytinguna minnkar lóðin Sléttuvegur 3 úr 11453 ferm í 8843 ferm. Deiliskipulagsbreyingin var samþykkt í borgarráði 12. júlí 2007. Auglýsing um breytt deiliskipulag birtist í B-deild Stjónartíðinda 12. september 2007.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.


Fyrirspurnir

42. Háagerði 35 (01.815.218) 107994 Mál nr. BN039126
Ásdís Magnea Ingólfsdóttir, Háagerði 35, 108 Reykjavík
Spurt er hvort leyfi fengist til að sameina íbúð á 1. hæð við íbúð á rishæð í raðhús á lóð nr. 35 við Háagerði.
Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingarleyfi.

43. Heiðarbær 17 (04.351.403) 111143 Mál nr. BN039115
Valgerður Hauksdóttir, Njörvasund 32, 104 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að rífa timburviðbyggingu og byggja stærri viðbyggingu á sama stað sem hýsa myndi bílgeymslu og svefnherbergi einbýlishússins á lóð nr. 17 við Heiðarbæ.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 7. nóvember 2008 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 6. nóvember 2008.
Jákvætt.
Að fyrirspyrjandi láti vinna breytingu á deiliskipulagi á eigin kostnað og í samræmi við þau skilyrði sem fram koma í umsögn skipulagsstjóra. Berist tillaga af deiliskipulagsbreytingu verður hún grenndarkynnt.

44. Hverfisgata 39 (01.152.423) 101068 Mál nr. BN039130
Friðþjófur Max Karlsson, Rauðarárstígur 41, 105 Reykjavík
Spurt er hvort samþykki fengist fyrir tveimur áður gerðum íbúðum í rishæð, fimmtu hæð, fjölbýlishússins á lóð nr. 39 við Hverfisgötu.
Frestað.
Vísað til athugasemda á fyrirspurnarblaði.

45. Nesvegur 67 (01.531.001) 106116 Mál nr. BN039074
Andrés Narfi Andrésson, Laufásvegur 42, 101 Reykjavík
Spurt er hvort leyfi fengist til að gera port á þakhæð, breyta þakformi og bæta við kvistum í fjölbýlishúsi á lóð nr. 67 við Nesveg.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 31. október 2008 og 7. nóvember 2008 fylgja erindinu ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 5. nóv. 2008.
Jákvætt.
Að teknu tilliti til umsagnar skipulagsstjóra enda verði sótt um byggingarleyfi sem grenndarkynnt verður, berist umsókn.

46. Síðumúli 24-26 (01.295.001) 103831 Mál nr. BN039156
Tryggingamiðstöðin hf, Pósthólf 182, 121 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að koma fyrir skiltum eins og sýnt er á meðfylgjandi myndefni af verslunar- og skrifstofuhúsinu á lóð nr, 24-26 við Síðumúla.
Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingarleyfi.

47. Starmýri 2 (01.283.001) 103700 Mál nr. BN039111
Högni Brekason, Kaldakinn 6, 220 Hafnarfjörður
Spurt er hvort leyfi fengist til að breyta atvinnuhúsnæði í litla hverfiskrá sem mun hýsa að hámarki 30 til 40 manns. á lóð nr. 2A við Starmýri
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 7. nóvember 2008 fylgir erindinu.
Nei.
Með vísan til umsagnar skipulagsstjóra.

48. Stuðlasel 7 (04.923.204) 112615 Mál nr. BN039107
Þórólfur Magnússon, Stuðlasel 7, 109 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að byggja einnar hæðar hús við hlið tveggja hæða einbýlishúss á lóð nr. 7 við Stuðlasel.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 7. nóvember 2008 ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 6. nóvember 2008.
Nei.
Með vísan til umsagnar skipulagsstjóra.

49. Viðarás 63 (04.387.404) 111551 Mál nr. BN039141
Friðrik Smári Björgvinsson, Viðarás 63, 110 Reykjavík
Spurt er hvort leyfi fengist til að setja glugga á bílskýli raðhúsins nr. 63 sem er 3,0 metra fá lóðarmörkum á lóð nr. 59-63 við Viðarás.
Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingarleyfi og því fylgi samþykki meðeigenda.


Fundi slitið kl. 12.55

Magnús Sædal Svavarsson
Bjarni Þór Jónsson Björn Kristleifsson
Sigrún Reynisdóttir Þórður Búason
Jón Hafberg Björnsson Eva Geirsdóttir