No translated content text
Umhverfis- og skipulagsráð
Skipulagsráð
Ár 2008, föstudaginn 7. nóvember kl. 8.40, var haldinn 153. fundur skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12-14, 7. hæð Ráðssal. Viðstaddir voru: Júlíus Vífill Ingvarsson, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, Svandís Svavarsdóttir, Stefán Benediktsson, Björk Vilhelmsdóttir og Magnús Skúlason. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Magnús Sædal Svavarsson, Ágúst Jónsson, Marta Grettisdóttir. Auk þess gerðu eftirtaldir embættismenn grein fyrir einstökum málum: Jóhannes Kjarval, Margrét Leifsdóttir og Haraldur Sigurðsson.
Fundarritari var Helga Björk Laxdal.
Þetta gerðist:
(A) Skipulagsmál
1. Afgreiðslufundir skipulagsstjóra Reykjavíkur, fundargerð Mál nr. SN010070
Lagðar fram fundargerðir afgreiðslufundar skipulagsstjóra Reykjavíkur frá 24. október 2008 og 31. október 2008.
2. Hljómalindarreitur, reitur 1.171.1, (01.171.1) Mál nr. SN080601
breyting á deiliskipulagi
Festar ehf, Klapparstíg 29, 101 Reykjavík
Benedikt T Sigurðsson, Sunnuvegur 1, 104 Reykjavík
Lögð fram umsókn Festa ehf. dags. 18. september 2008 varðandi breytingu á deiliskipulagi Hljómalindarreits 1.171.1. Í breytingunni felst aukin uppbygging breyttar götumyndir og fyrirkomulag á opnu torgi á miðju reitsins, samkv. meðfylgjandi deiliskipulagsuppdráttum og skýringaruppdr. arkitektur.is dags. 15. september 2008, ásamt greinargerð og skilmálar dags. 15. september 2008. Einnig er lögð fram umsögn skipulags- og byggingarsviðs Reykjavíkur dags. 6. nóvember 2008
Ráðið samþykkir umsögn skipulags- og byggingarsviðs og beinir því til hönnuða að láta gera breytingar á tillögunni í samræmi við þær leiðbeiningar sem koma þar fram áður en tillagan verður endanlega samþykkt í auglýsingu.
Frestað.
3. Ofanleiti 14, (01.746.2) Mál nr. SN080435
breyting á deiliskipulagi
Hamborgarabúlla Tómasar ehf, Pósthólf 131, 121 Reykjavík
GP-arkitektar ehf, Litlabæjarvör 4, 225 Álftanes
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn GP arkitekta f.h. Hamborgarabúllu Tómasar ehf., dags. 19. júní 2008 um breytingu á deiliskipulagi lóðar nr. 14 við Ofanleiti skv. uppdrætti, dags. 19. júní 2008. Breytingin gengur út á að í stað söluturns verði reist tveggja hæða raðhús á lóðinni. Tillagan var auglýst frá 13. ágúst 2008 til og með 21. október 2008. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir: Undirskriftarlisti dags. 20. október 2008
fh. 48 íbúa við Miðleiti 8-12 , Neðstaleiti 1-3, og Miðleiti 2-6, ábyrgðarmaður Júlíus Sigurbjörnsson Neðstaleiti 3. Einnig lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 30. október 2008
Synjað með vísan til umsagnar skipulagsstjóra.
Vísað til borgarráðs.
4. Hverfisgata 103, (01.154.4) Mál nr. SN080637
Breyting á deiliskipulagi
Plúsarkitektar ehf, Laugavegi 59, 101 Reykjavík
Á fundi skipulagsstjóra 24. október 2008 var lögð fram tillaga Plúsarkitekta dags. 9. október 2008 að breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar nr. 103 við Hverfisgötu. Í breytingunni felst að rífa núverandi byggingar og randbyggja lóðina samanber meðfylgjandi uppdrætti Plúsarkitekta dags. 9. október 2008.
Frestað.
5. Sóleyjarimi 13, (02.534) Mál nr. SN080428
breyting á deiliskipulagi
Laugarnes ehf - fasteignarfélag, Lækjartorgi 5, 101 Reykjavík
Arkitektastofa Pálma Guðm ehf, Hafnarstræti 20, 101 Reykjavík
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Pálma Guðmundssonar ark. f.h. Laugarnes ehf., dags. 16. júní 2008 um breytingu á deiliskipulagi lóðar nr. 13 við Sóleyjarima skv. uppdrætti dags. 10. júlí 2008. Tillagan var auglýst frá 13. ágúst til og með 24. september 2008. Á fundi skipulagsstjóra 26. september 2008 var athugasemdafresturinn framlengdur til 14. október 2008. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir:
Kristín Sigmarsdóttir Sóleyjarrima 15 dags. 20. ágúst 2008, Adolf Haraldsson og Erna Eyjólfsdóttir f.h. íbúa í Sóleyjarima 15 og 17 dags. 25. ágúst, Björn J. Guðmundsson f.h. íbúa að Sóleyjarima 1 dags. 7. sept, Kristbjörg Steingrímsdóttir og Baldur Sigurðsson, Sóleyjarima 1, dags. 18. sept.2008, húsfélagið að Sóleyjarima 9, Lárus Örn Óskarsson form., f.h. íbúa, dags. mótt. 19.sept. 2008 (mótt. í Ráðhúsi), Sveinn Blöndal f.h. íbúa í Sóleyjarima mótt. þann 26. sept. 2008, Þórdís T. Þórarinsdóttir, Laufrima 34, dags. 14. okt. 2008. Bréf dags mótt. 29.október 2008 frá 26 íbúum við Sóleyjarima 15 og 17. Einnig lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 16. október 2008.
Samþykkt með þeim breytingum sem fram koma í umsögn skipulagsstjóra.
Vísað til borgarráðs þegar uppdrættir hafa verið lagfærðir.
6. Búrfellslína, Kolviðarhólslína, Mál nr. SN070190
breyting á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2001-2024
Landsnet ehf, Krókhálsi 5c, 110 Reykjavík
Lögð fram ný matslýsing vegna umhverfismats dags. í október 2008.
Samþykkt að vísa framlagðri matslýsingu til umsagnar Skipulagsstofnunar í samræmi við ákvæði laga um mat um umhverfisáhrifum.
7. Sundahöfn, Skarfabakki, (01.332) Mál nr. SN080667
svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins 2001-2024
Lögð fram tillaga skipulags- og byggingarsviðs dags. 31. október 2008 að óverulegri breytingu á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins 2001-2024 ásamt umhverfismati vegna landfyllingar við Sundahöfn- Skarfabakka.
Samþykkt að kynna framlagða tillögu fyrir sveitarfélögunum á höfuðborgarsvæðinu með vísan til 14. gr. l. nr. 73/1997.
8. Hólmsheiði/Fjárborg/Almannadalur, (05.8) Mál nr. SN080671
breyting á deiliskipulagi
Framkvæmda- og eignasvið Reykja, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík
Lagt fram erindi Framkvæmda- og eignasviðs dags. 1. október 2008 varðandi breytingu á deiliskipulagi á Hólmsheiði Fjárborg. Í breytingunni felst að lóðamörkum Fjárborgar er breytt samkv. meðfylgjandi uppdrætti Landslags dags. 31. október 2008. Einnig lagt fram bréf Fjáreigendafélags Reykjavíkur dags. 4. nóvember 2008.
Samþykkt með vísan til a-liðar 12. gr. samþykktar um skipulagsráð. Samþykkt að fella niður grenndarkynningu þar sem breytingin varðar einungis hagsmuni lóðarhafa og Reykjavíkurborgar.
(B) Byggingarmál
9. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð Mál nr. BN032814
Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð nr. 512 frá 4. nóvember 2008.
10. Ofanleiti 2, skilti (01.743.101) Mál nr. BN039158
Háskólinn í Reykjavík, Ofanleiti 2, 103 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að setja upp tímabundið auglýsingaskilti 9x6 m, eða 54 ferm á vesturgafl Háskólans í Reykjavík á lóðinni nr. 2 við Ofanleiti.
Bráðabirgðastaðsetning samþykkt m.v.t. ákvæða l. Nr. 73/1997.
(C) Fyrirspurnir
11. Listaháskóli Íslands 1.172.1, (01.340.1) Mál nr. SN080654
(fsp) breyting á deiliskipulagi Frakkastígsreits
Plúsarkitektar ehf, Laugavegi 59, 101 Reykjavík
Lögð fram fyrirspurn Plúsarkitekta dags. 20. október 2008, um breytingu á deiliskipulagi Frakkastígsreits vegna fyrirhugaðrar nýbyggingar Listaháskóla Íslands. Einnig lagt fram bréf Samson properties ehf dags. 5. nóvember 2008 varðandi áform og tímasetningar uppbyggingar Listaháskólans.
Frestað.
12. Lækjargata 2 og Austurstræti 22. Mál nr. SN080670
(fsp) breyting á deiliskipulagi Kvos Pósthússtrætisreitur
Framkvæmda- og eignasvið Reykja, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík
Lögð fram fyrirspurn Framkvæmda- og eignaráðs Reykjavíkur dags. 29. október 2008 varðandi breytingu á deiliskipulagi Kvosarinnar, Pósthússtrætisreitur vegna lóðanna nr. 2 við Lækjargötu og nr. 22 við Austurstræti.
Í fyruirspurninni felst að heimilt verði að lyfta húsinu að Lækjargötu 2 þannig aðfyrsta hæð hússins verði steypt og elsti hluti hússins sett ofaná fyrstu hæðina. Jafnframt að heimilt verði að byggja kjallara undir báðum húsunum.
Ekki eru gerðar athugasemdir við að fyrirspyrjandi láti vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi, í samráði við embætti skipulagsstjóra, Húsafriðunarnefnd ríkisins og Minjasafn Reykjavíkurborgar.
(D) Ýmis mál
13. Laugavegur/Vatnsstígur, Kynning (01.220.0) Mál nr. SN080580
Lagðar fram samanburðartillögur arkitektastofu Dennis og Hjördís, Arkibúllunar og VA arkitekta að mögulegri uppbyggingu á horni Laugavegs og Vatnsstígs.
Lögð fram tillaga formanns skipulagsráðs: #GL Að undangenginni kynningu þriggja arkitektastofa á grunnhugmyndum að uppbyggingu á Laugavegi/Vatnsstíg og að höfðu samráði við lóðarhafa mælir skipulagsráð með því að lóðarhafi vinni áfram að tillögu að breytingu á deiliskipulagi í samræmi við þær meginhugmyndir sem fram koma í tillögu Arkibúllunar þar sem húsvernd er hluti tillögunar þar sem húsvernd er hluti tillögunnar.#GL
Tillagan samþykkt með fjórum atkvæðum fulltrúum Sjálfstæðisflokksins, þeim Júlíusi Vífli Ingvarssyni og Þorbjörgu Helgu Vigfúsdóttur ásamt fulltrúum Framsóknarflokksins þeim Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni og Brynjari Franssyni.
Fulltrúi Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs, Svandís Svavarsdóttur og fulltrúar Samfylkingarinnar Stefán Benediktsson, og Björk Vilhelmsdóttir greiddu atkvæði gegn tillögunni og óskuðu bókað ásamt áheyrnarfulltrúa Frjálslyndra og óháðra, Magnús Skúlasyni:
#GLÞrátt fyrir það að sú tillaga sem lögð er hér sé að hluta til í þágu varðveislu götumyndar Laugavegarins greiða fulltrúarnir atkvæði gegn henni. Ástæðan er sú að tillagan gerir ráð fyrir uppbyggingu við Vatnsstíg þar sem æskilegt væri að varðveita húsið númer 33 b við Laugaveg sem er gamalt steinhús með steyptu þaki og torgi fyrir framan. Það er ljóst að sérkennum Vatnsstígsins er fórnað með þeirri uppbyggingu við götuna sem tillagan gerir ráð fyrir. Við allar ákvarðanir um uppbyggingu og skipulag í miðborginni ber að virða anda miðborgarinnar og samhengi sögunnar eftir því sem framast er nokkur kostur.
14. Suðurlandsbraut 8 og 10, Málskot (01.262.1) Mál nr. SN080569
Einar V Tryggvason, Miðdalur, 270 Mosfellsbær
Lagt fram málskot Einars V. Tryggvasonar fh. Avion properties dags. 24. júlí 2008 vegna afgreiðslu skiplagsstjóra 6. júní 2008 á erindi vegna Suðurlandsbrautar 8 og 10. Einnig er lagt fram tölvupóstur Einars V. Tryggvasonar dags. 25. ágúst 2008 og endurbætt tillaga Einars Tryggvasonar og Avion properties dags. 1. september 2008. Einnig lagt fram minnisblað skipulagsstjóra dags. 9. október 2008.
Minnisblað skipulagsstjóra samþykkt.
15. Vesturgata 5B, (01.136.1) Mál nr. SN070806
breyting á deiliskipulagi Grjótaþorps vegna Gröndalshúss
Á fundi skipulagsráðs 7. maí 2008 var lagt fram bréf borgarstjóra dags. 17. apríl 2008 vegna samþykktar skipulagsráðs frá 9. apríl 2008 varðandi auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi Grjótaþorps vegna Gröndalshús ásamt mótmælum 7 nágranna dags. 22. apríl 2008. Einnig lagt fram bréf dags. 27. júní 2008 sem 34 nágrannar Gröndalshússlóðar skrifa undir og lýsa ánægju sinni með framkvæmdina.
Frestað.
16. Hallveigarstígur 1, verslun á 1. hæð (01.171.2) Mál nr. SN080443
Bónus, Skútuvogi 13, 104 Reykjavík
Arko sf, Langholtsvegi 109, 104 Reykjavík
Lögð fram orðsending borgarstjóra dags. 22. október 2008 ásamt undirskriftarlista 29 íbúa í nágrenni Hallveigarstígs dags. 19. október 2008 þar sem mótmælt er áformum opnunar Bónusverslunar við Hallveigarstíg og athugasemd frá Huldari Breiðfjörð, Hallveigarstíg 6, dags. 23. október.
17. Kjalarnes, Saurbær, afmörkun lands Mál nr. SN080664
Inga Magnúsdóttir, Skógarás, 116 Reykjavík
Lagt fram erindi Ingu Magnúsdóttur, dags. 28. október 2008, um afmörkun lands í landi Saurbæjar á Kjalarnesi samk. meðfylgjandi gögnum.
Frestað.
18. Gufunes, afmörkun lóðar Moldarblöndunnar (02.2) Mál nr. SN080646
Moldarblandan-Gæðamold ehf, Gylfaflöt 20, 112 Reykjavík
Á fundi skipulagsstjóra 17. október 2008 var lagt fram erindi Moldarblöndunnar-Gæðamold, dags. 27. apríl 2008, varðandi vegstæði og afmörkun lóðar Moldarblöndunnar á Gufunesi samkv. uppdrætti dags. 31. október 2008.
Samþykkt.
19. Bauganes 22, kæra, umsögn (01.674.2) Mál nr. SN080518
Guðjón Ólafsson, Kjalarland 10, 108 Reykjavík
Lögð fram endurbætt umsögn lögfræði og stjórnsýslu, dags. 20. október 2008, vegna kæru á breytingu á deiliskipulagi vegna lóðarinnar að Bauganesi 22. Jafnframt er umsögn sú sem lögð var fram í skipulagsráði 8. október s.l. felld úr gildi.
Umsögn lögfræði og stjórnsýslu samþykkt.
20. Hlíðarendi, kærur, umsögn, úrskurður (01.6) Mál nr. SN080010
Úrskurðarnefnd skipul/byggmál, Skúlagötu 21, 101 Reykjavík
Lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála frá 23. október 2008 vegna kæru dags. 20. september 2008 um breytingu á deiliskipulagi á lóð knattspyrnufélagsins Vals að Hlíðarenda.
Úrskurðarorð: Kærumáli þessu er vísað frá úrskurðarnefndinni.
21. Bólstaðarhlíð 12, bréf byggingarfulltrúa (01.273.006) Mál nr. BN039149
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa dags. 3. nóv. 2008 vegna stöðvunar framkvæmda í Bólstaðarhlíð 12.
Bréf byggingarfulltrúa samþykkt.
Fundi slitið kl. 10.25.
Júlíus Vífill Ingvarsson
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir
Brynjar Fransson Svandís Svavarsdóttir
Stefán Benediktsson Björk Vilhelmsdóttir
Afgreiðsla byggingarfulltrúa samkv. samþykkt nr. 161/2005
Árið 2008, þriðjudaginn 4. nóvember kl. 10.15 fyrir hádegi hélt byggingarfulltrúinn í Reykjavík 512. fund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn í fundarherberginu 2. hæð vestur Borgartúni 12-14. Þessi sátu fundinn: Bjarni Þór Jónsson, Björn Kristleifsson, Sigrún Reynisdóttir, Þórður Búason, Jón Hafberg Björnsson og Eva Geirsdóttir.
Fundarritari var Bjarni Þór Jónsson.
Þetta gerðist:
Nýjar/br. fasteignir
1. Austurbrún 33 (01.354.103) 104271 Mál nr. BN039019
Sigrún Sigurjónsdóttir, Austurbrún 33, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja geymsluskúr úr timbri og með steyptar undirstöður á lóð nr. 33 við Austurbrún.
Samþykki eigenda Kambsvegar 22 og 24 dags. 29. september 2008 ásamt útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 17. október 2008 fylgir með málinu.
Stærð: 9,8 ferm. 24,1rúmm.
Gjald kr. 7.300 + 1759
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst fyrir útgáfu á byggingarleyfi.
2. Álfheimar 74 0 Mál nr. BN039058
Álftárós ehf, Holtsgötu 49, 260 Njarðvík
Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi á 3. og 4. hæð í Glæsibæ á lóð nr. 74 við Álfheima.
Meðfylgjandi er samantekt á A-3 blöðum yfir breytingar.
Gjald kr. 7.300
Frestað.
Vísað til athugasemda eldvarnaeftirlits.
3. Ásendi 7 (01.824.104) 108392 Mál nr. BN039103
Skúli Sigurðsson, Ásendi 7, 108 Reykjavík
Arielle Mabilat, Ásendi 7, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að klæða með 30 x 60 cm steinflísum á álgrind og einangra með 100 mm þéttull og 30 mm útloftun, útveggi að utan á einbýlishúsi á lóð nr. 7 við Ásenda.
Gjald Kr. 7.300
Frestað.
Vantar ástandsskýrslu burðarvirkishönnuðar.
4. Bleikargróf 1 (01.889.015) 115729 Mál nr. BN039123
Þorsteinn Hauksson, Bleikargróf 1, 108 Reykjavík
Ásta Svavarsdóttir, Bleikargróf 1, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja viðbyggingu úr timbri og bjálkaklæða allt einbýlishúsið á lóð nr. 1 við Bleikargróf.
Stækkun: xx ferm., xx rúmm.
Gjald kr. 7.300 + xx
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
5. Bæjarflöt 10 (02.575.803) 178967 Mál nr. BN038965
Goð ehf, Bæjarflöt 10, 112 Reykjavík
Sótt erum leyfi til að byggja millipall fyrir kaffistofu starfsmanna og búningsaðstöðu í atvinnuhúsnæði á lóð nr. 10 við Bæjarflöt.
Stækkun: 75,8 ferm.
Gjald kr. 7.300
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
6. D-Tröð 5 (04.765.705) 112506 Mál nr. BN039125
Þór Sævar Sigurðsson, Háaleitisbraut 24, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta einni eign í sex eignir í hesthúsi á lóð nr. 5 við D-tröð í Seláslandi.
Meðfylgjadi er afsal, eignaskiptasamningur og bréf frá umsækjanda.
Gjald kr. 7.300
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
7. Dugguvogur 8-10 (01.454.002) 105618 Mál nr. BN039024
Hansína Jensdóttir, Goðheimar 13, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta í íbúðir 2. og 3. hæð atvinnuhússins á lóðinni nr. 8-10 við Dugguvog.
Erindi fylgir samþykki meðlóðarhafa dags. 22. október 2007 og 15. október 2008.
Gjald kr. 7.300
Frestað.
Lagfæra skráningu.
8. Elliðabraut 16 (04.791.102) 217282 Mál nr. BN039005
Framkvæmda- og eignasvið Reykja, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að koma fyrir húsi úr timbri á steyptum undirstöðum til afnota fyrir útideild dagvistarheimila í Björnslundi á lóð nr. 16 við Elliðabraut.
Stærð: 135,3 ferm., 463,5 rúmm.
Gjald kr. 7.300 + 33.836
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
9. Fiskislóð 11-13 (01.089.103) 209663 Mál nr. BN038305
Fasteignafélagið Fisk 11-13 ehf, Fagrahvammi 8, 220 Hafnarfjörður
Sótt er um leyfi fyrir flóttastigum, skyggni yfir inngangi, milligólfi yfir anddyri og afgreiðslu 1. hæðar og til að innrétta atvinnuhúsnæðið með geymslueiningum. Á annari hæð eru einingarnar á tveimur hæðum með tilheyrandi millipöllum og stigum sbr. synjað erindi nr. BN38028 á lóðinni nr. 11-13 við Fiskislóð.
Meðfylgjandi er brunahönnun ódagsett, yfirlýsing burðarvirkishönnuðar dags. 3. apríl 2008 og tölvupóstur frá FMR dags. 3. apríl 2008.
Stærð milligólfs 131,3 ferm.
Gjald kr. 7.300
Frestað.
Vísað til athugasemda eldvarnaeftirlits.
10. Gefjunarbrunnur 20-22 (02.695.409) 206036 Mál nr. BN039132
Gunnar Ingi Traustason, Daggarvellir 4b, 221 Hafnarfjörður
Jóhann Vignir Gunnarsson, Víkurbraut 30, 240 Grindavík
Sótt er um leyfi til að breyta gólfkótum og salarhæðum, snúa afstöðumynd m.t.t. átta og fella niður þakglugga sbr. erindi BN035796 dags. 22.5.2008 í parhúsi á lóð nr. 20-22 við Gefjunarbrunn.
Gjald kr. 7.300
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
11. Gerðarbrunnur 17-19 (05.056.107) 211700 Mál nr. BN039136
Ólafur Börkur Guðmundsson, Ásakór 1, 203 Kópavogur
Guðný Ingibjörg Jónsdóttir, Ásakór 1, 203 Kópavogur
Einar Björn Guðmundsson, Ásakór 1, 203 Kópavogur
Anna Guðrún Jónsdóttir, Ásakór 1, 203 Kópavogur
Sótt er um að byggingarleyfi og samþykkt umsóknar BN038198 á lóðinni nr. 17-19 við Gerðarbrunn verði fellt úr gildi.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
12. Grundargerði garður Mál nr. BN039127
Framkvæmda- og eignasvið Reykja, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að rífa vinnuskúr í Grundargerðisgarði.
Stærð niðurrifs: 41 ferm., 123 rúmm.
Gjald kr. 7.300
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
13. Hagamelur 24 (01.540.322) 106315 Mál nr. BN038722
Jón Kristján Stefánsson, Hagamelur 24, 107 Reykjavík
Ása Björk Matthíasdóttir, Hagamelur 24, 107 Reykjavík
Ólöf Stefánsdóttir, Hagamelur 24, 107 Reykjavík
Axel Sæmann Guðbjörnsson, Hagamelur 24, 107 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum á innra fyrirkomulagi þakhæðar og fyrir áður gerðum þakgluggum á fjölbýlishúsi á lóð nr. 24 við Hagamel.
Gjald kr. 7.300
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst til þess að samþykktin öðlist gildi.
14. Hallveigarstígur 1 (01.171.208) 101389 Mál nr. BN039109
Landic Ísland ehf, Kringlunni 4-12, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta inngangi í verslun á 1. hæð sbr. nýsamþykkt erindi BN038899 dags. 14.10.2008, en inngangur verður eingöngu á suðurhlið , en útgangur á vesturhlið í húsi á lóð nr. 1 við Hallveigarstíg.
Gjald kr. 7.300
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
15. Háaleitisbraut 68 (01.727.301) 107329 Mál nr. BN039119
Húsfélagið Háaleitisbraut 68,eh, Háaleitisbraut 68, 103 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að skipta samþykktum byggingaráfanga sbr. erindi BN038993 dags. 7.10.2008 í tvennt , þannig verði 1. áfangi tilheyrandi Landsvirkjun byggður nú, en 2. áfangi síðar, við hús á lóð nr. 68 við Háaleitisbraut.
Stærðir: 1. áfangi 38,2 ferm., 166,41 rúmm.
2. áfangi 242,7 ferm., 1.057,19 rúmm.,
Heild: 280,9 ferm., 1.223,6 rúmm.
Gjald kr. 7.300 + 89.323
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
16. Hólmsheiði fjáreig.fé (05.8--.-96) 113450 Mál nr. BN038217
Unnsteinn Tómasson, Vallartröð 5, 200 Kópavogur
Hilmar Þ Sigurþórsson, Arnarhöfði 10, 270 Mosfellsbær
Sótt er um leyfi til að byggja staðsteypt tveggja hæða hesthús fyrir 17 hesta með lagnakjallara á lóðinni nr. 22 við B-Götu við Hólmsheiði.
Stærð 1. hæð 158,8 ferm., 2. hæð 42,1 ferm. samtals 200,9 ferm., 906,6 rúmm.
Gjald kr. 7.300 + 66.181
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
17. Hraunbær 69-83 (04.331.501) 111067 Mál nr. BN039116
Gunnar Örn Guðmundsson, Hraunbær 83, 110 Reykjavík
Sótt er um að endurnýja leyfi frá 24. okt. 2006 mál nr. BN034718 til að byggja valmaþak á bílageymslu húsanna nr .77-83 á lóð nr 69 - 83 við Hraunbæ.
Samþykki húseigenda fyldir.
Rúmmálsaukning 48,3 rúmm.
Gjald kr. 7.300
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
18. Hraunbær 85-99 (04.331.502) 111068 Mál nr. BN039117
Jón Jakob Jóhannesson, Hraunbær 89, 110 Reykjavík
Sótt er um að endurnýja leyfi frá 24. okt. 2006 mál nr. BN034719 til að byggja valmaþak á bílageymslu húsanna nr .85-91 á lóð nr 85 - 99 við Hraunbæ.
Samþykki frá húseigendum fylgir.
Rúmmálsaukning 48,3 rúmm.
Gjald kr. 7.300
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
19. Kárastígur 1 (01.182.308) 101905 Mál nr. BN039106
Kaffismiðja Íslands ehf, Kárastíg 1, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að sameina matshluta, breyta notkun á innra rými og húsnæði á 1. hæð í kaffihús og kaffibrennslu og fyrir uppsetningu reykrörs frá 1. hæð upp fyrir þak húss á lóð nr. 1 við Kárastíg.
Meðfylgjandi er yfirlýsing eigenda hússins. Einnig teikning verkfræðings, sem sýnir loftræsingu.
Gjald kr. 7.300
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
20. Kirkjuteigur 24 (01.363.001) 104598 Mál nr. BN038895
Framkvæmda- og eignasvið Reykja, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík
Sótt er um samþykki fyrir breytingum sem orðið hafa á byggingatíma 3. áfanga Laugarnesskóla þar sem m.a er flutt er til lyfta , breytt staðsetning á brunaslöngum o.fl. á lóð nr. 24 við Kirkjuteig.
Gjald kr 7.300
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
21. Kristnibraut 65-67 (04.115.402) 187992 Mál nr. BN039113
Búseti svf,húsnæðissamvinnufél, Skeifunni 19, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að setja glerskerm fyrir svalaganga á annari og þriðju hæð svo og glerskerm og glerþak yfir svalaganga á 4.hæð fjölbýlishúss á lóð nr 65-67 við Kristnibraut.
Gjald kr. 7.300
Frestað.
Vísað til athugasemda eldvarnaeftirlits.
22. Lambhagavegur 2-4 (02.643.101) 210781 Mál nr. BN039095
Lambhagavegur fasteignaféla ehf, Pósthólf 670, 121 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta vörumóttöku á norðausturhlið, inngöngum á suðvesturhlið ásamt öðrum minni háttar breytingum sem orðið hafa á byggingartíma verslunarhússins, BN037315, sem samþykkt var 12. febrúar 2008 á lóð nr. 2-4 við Lambhagaveg.
Minnkar um 45,7 ferm., 547,8 rúmm.
Gjald kr. 7.300
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.
23. Langirimi 21-23 (02.546.803) 175689 Mál nr. BN039122
Eskines ehf, Pósthólf 8082, 128 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að innrétta veitingasölu (taka away - meðtöku) í stað vídeóleigu á 1. hæð í húsi á lóð nr. 21-23 við Langarima.
Gjald kr. 7.300
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
24. Laugavegur 60 (01.173.115) 101532 Mál nr. BN039124
B.R.A.S.S ehf, Laugavegi 60a, 101 Reykjavík
Sótt er um leyft að innrétta indverskan veitingastað á þremur hæðum í atvinnuhúsinu á lóð nr. 60 við Laugaveg.
Gjald kr. 7.300
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
25. Laugavegur 73 (01.174.023) 101570 Mál nr. BN039108
Arnar Hannes Gestsson, Birkihlíð 48, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi, koma fyrir útiveitingaaðstöðu uppi á þaki og í porti og sorpgámi uppi á þaki og auka gestafjölda á veitingastað í húsi á lóð nr. 73 við Laugavegi.
Gjald Kr. 7.300
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
26. Lyngháls 4 (04.326.402) 180304 Mál nr. BN038970
Grjótháls ehf, Skúlagötu 63, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir reyndarteikningum af húsi á lóð nr. 4 við Lyngháls.
Meðfylgjandi eru skýringarteikningar á A-3 blöðum sem sýna fyrir og eftir breytingu.
Gjald kr. 7.300 + 7.300
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
27. Mjölnisholt 12-14 (01.241.104) 211626 Mál nr. BN039007
Miðbæjarbyggð ehf, Stórholti 1, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að stækka hótelhluta í B-álmu, jafnframt er innra skipulagi breytt, einkum á 1. hæð í A-álmu í húsi á lóð nr. 12-14 við Mjölnisholt.
Stækkun 106 ferm., 301 rúmm.
Gjald kr. 7.300 + 21.973
Frestað.
Vísað til athugasemda eldvarnaeftirlits.
28. Skeggjagata 6 (01.243.603) 103161 Mál nr. BN039065
Jón Þorsteinsson, Skeggjagata 6, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir reyndarteikningu vegna nýs eignaskiptasamnings í fjölbýlishúsi á lóð nr. 6 við Skeggjagötu.
Stækkun: 3,8 ferm. og 10,5 rúmm.
Gjöld kr. 7.300 + 767
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.
29. Spöngin Skiptistöð við 7-9 Mál nr. BN038732
Framkvæmda- og eignasvið Reykja, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík
Sótt erum leyfi til að flytja núverandi gám (aðstöðu vagnstjóra) frá Spöng/Móaveg á nýja skiptistöð Strætó við Borgaveg.
Málinu fylgir bréf skipulagsstjóra dags. 18. ágúst 2008.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 3. október 2008 fylgir erindinu. Einnig fylgir erindinu ósk um stöðuleyfi til bráðabirgða í sex mánuði dags. 28. október 2008.
Gjald kr. 7.300
Frestað.
Málið er í deiliskipulagsferli.
Ekki er gerð athugasemd við stöðuleyfi til bráðabirgða í sex mánuði.
30. Stórhöfði 22-30 (04.071.001) 110548 Mál nr. BN038924
Míla ehf, Stórhöfða 22-30, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til breytinga innanhúss á 1. og 2. hæð matshluta 05 og 06 ásamt nýjum gluggum á 1. hæð, norðurhluta, og á 2. hæð, vesturhluta, matshluta 05 í atvinnuhúsi á lóð nr. 22-30 við Stórhöfða.
Gjald 7.300
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
31. Suðurlandsbraut 46-54 (01.463.101) 105671 Mál nr. BN039067
Húsakaup fasteignir ehf, Suðurlandsbraut 52, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir reyndarteikningum vegna nýs eignaskiptasamnings fyrir verslunar- og skrifstofuhús, matshluta 04, nr. 52 á lóð nr . 46 -54 við Suðurlandsbraut
Bréf frá hönnuði dagsett 14.10.2008.
Gjald kr. 7.300
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst til þess að samþykktin öðlist gildi.
32. Suðurlandsbraut 58-64 (01.471.401) 198021 Mál nr. BN039064
Suðurlandsbraut 58-64 ehf, Austurstræti 11, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að sleppa uppsetningu ferkantaðra blómakerja við fjölbýlishús á lóð nr. 58, 60 og 62 við Suðurlandsbraut.
Meðfylgjandi er bréf hönnuðar dags. 28.okt.2008 og skýringaruppdráttur.
Gjald kr. 7.300
Frestað.
Vísað til athugasemda eldvarnaeftirlits.
33. Urðarbrunnur 100 (05.054.402) 205803 Mál nr. BN039118
Magnús Jónsson, Krossalind 22, 201 Kópavogur
Sótt er um leyfi til að breyta byggingaraðferð á nýsamþykktu einbýlishúsi úr hefðbundinni staðsteypu í plastkubbahús á lóð nr. 100 við Urðarbrunn.
Gjald kr. 7.300
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
Fyrirspurnir
34. Bárugata 35 (01.135.402) 100480 Mál nr. BN039114
Steinunn Ólafsdóttir, Bárugata 35, 101 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að gera svalir í vesturhlið þaks fjölbýlishússins á lóð nr. 35 við Bárugötu.
Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingarleyfi sem grenndarkynnt verður ef berst.
35. Heiðarbær 17 (04.351.403) 111143 Mál nr. BN039115
Valgerður Hauksdóttir, Njörvasund 32, 104 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að rífa timburviðbyggingu og byggja stærri viðbyggingu á sama stað sem hýsa myndi bílgeymslu og svefnherbergi einbýlishússins á lóð nr. 17 við Heiðarbæ.
Frestað.
Vísað til athugasemda á fyrirspurnarblaði.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.
36. Langagerði 74 (01.832.208) 108565 Mál nr. BN039093
Kristinn Pálmason, Langagerði 74, 108 Reykjavík
Unnur Eir Björnsdóttir, Langagerði 74, 108 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að reisa viðbyggingu á tveim hæðum, með staðsteyptum veggjum og einangrað að innanverðu við einbýlishús á lóð nr. 74 við Langagerði.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 31. októbr 2008 fylgir erindinu.
Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingarleyfi sem grenndarkynnt verður þegar berst.
37. Laugavegur 19-19B (01.171.110) 101376 Mál nr. BN039088
Glætan bókakaffi ehf, Hjallabraut 70, 220 Hafnarfjörður
Sæunn Þórisdóttir, Hjallabraut 70, 220 Hafnarfjörður
Sigurður Björn Gíslason, Hjallabraut 70, 220 Hafnarfjörður
Spurt er hvort leyfi fáist til að innrétta kaffihús á 1. hæð húss á lóð nr. 19 við Laugaveg.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 31. október 2008 fylgir erindinu.
Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingarleyfi.
38. Laugavegur 25 (01.172.012) 101434 Mál nr. BN039120
Plúsarkitektar ehf, Laugavegi 59, 101 Reykjavík
Spurt er hvort leyfi fengist til að inrétta fataverslun á 1. hæð og í kjallara svo og fjarlægja vegg í kjallara í atvinnuhúsi á lóð nr. 25 við Laugaveg.
Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingarleyfi samanber einnig athugasemdir á fyrirspurnarblaði.
39. Laugavegur 58 (01.173.113) 101530 Mál nr. BN039121
Anna Heiður Oddsdóttir, Laugavegur 58, 101 Reykjavík
Spurt er hvort leyft verði að gera svalir eins og sýnt er á uppdrætti samþykktum 25. mars 2003 í stað útitrappa eins og sýnt er á uppdrætti samþykktum 21. mars 2000.
Ef svarið er jákvætt hvaða uppdráttum þarf að skila með byggingarleyfisumókn.
Málinu fylgir rafpóstur dags. 22. ágúst 2008.
Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingarleyfi, samanber einnig leiðbeiningar á fyrirspurnarblaði.
40. Njálsgata 8C (01.182.208) 101860 Mál nr. BN039085
Anna Lára Lárusdóttir, Bergstaðastræti 26b, 101 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að nýta íbúð 0201 sem gististað í flokki II og hvort leyft yrði að stækka núverandi og bæta við þakgluggum á fjölbýlishúsinu á lóð nr. 8C við Njálsgötu.,
Erindi fylgir samþykki meðlóðarhafa dags. 21. október 2008 ásamt útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 31. október 2008.
Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingarleyfi.
41. Pósthússtræti 13-15 (01.140.512) 100872 Mál nr. BN039112
Benjamín G Magnússon, Grundarsmári 17, 201 Kópavogur
Spurt er hvort breyta megi skrifstofuhúsnæði í tvær íbúðir á 2. hæð í húsi á lóð nr. 13 við Pósthússtræti.
Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingarleyfi.
42. Starmýri 2 (01.283.001) 103700 Mál nr. BN039111
Högni Brekason, Kaldakinn 6, 220 Hafnarfjörður
Spurt er hvort leyfi fengist til að breyta atvinnuhúsnæði í litla hverfiskrá sem mun hýsa að hámarki 30 til 40 manns. á lóð nr. 2A við Starmýri
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.
43. Stuðlasel 7 (04.923.204) 112615 Mál nr. BN039107
Þórólfur Magnússon, Stuðlasel 7, 109 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að byggja einnar hæðar hús við hlið tveggja hæða einbýlishúss á lóð nr. 7 við Stuðlasel.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.
44. Súðarvogur 36 (01.454.401) 105639 Mál nr. BN039087
Sólrún Jónsdóttir, Súðarvogur 36, 104 Reykjavík
Spurt er hvort leyfi fáist til að stækka glugga á norðurhlið og reisa sólskýli á svölum á atvinnuhúsi á lóð nr. 36 við Súðarvog.
Samþykki sumra meðeigenda og sumra nágranna á lóðum nr. 34 og 38 fylgir erindinu ásamt útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 31. október 2008.
Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingarleyfi sem grenndarkynnt verður ef berst.
Fundi slitið kl. 13.00.
Bjarni Þór Jónsson
Björn Kristleifsson Sigrún Reynisdóttir
Þórður Búason Jón Hafberg Björnsson
Eva Geirsdóttir