Umhverfis- og skipulagsráð - og skipulagsráð

Umhverfis- og skipulagsráð

Skipulagsráð

Ár 2008, miðvikudaginn 15. október kl. 09.05, var haldinn 151. fundur skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12-14, 7. hæð Ráðssalur. Viðstaddir voru: Júlíus Vífill Ingvarsson, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Kristján Guðmundsson, Stefán Þór Björnsson, Svandís Svavarsdóttir, Stefán Benediktsson, Björk Vilhelmsdóttir og áheyrnarfulltrúinn Magnús Skúlason. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Magnús Sædal Svavarsson, Ágúst Jónsson og Marta Grettisdóttir. Auk þess gerðu eftirtaldir embættismenn grein fyrir einstökum málum: Jóhannes S. Kjarval, og Þórarinn Þórararinsson.
Fundarritari var Helga Björk Laxdal.

Þetta gerðist:

(A) Skipulagsmál

1. Afgreiðslufundir skipulagsstjóra Reykjavíkur Mál nr. SN010070 fundargerð
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar skipulagsstjóra Reykjavíkur frá 10. þ.m.

2. Heilsuverndarstöðvarreitur, (01.193) Mál nr. SN080329
breyting á deiliskipulagi, reitur 1.193. Egilsgata 3, Barónsstígur 47 Álftavatn ehf, Kringlunni 7, 103 Reykjavík
Páll V Bjarnason, Laufásvegur 7, 101 Reykjavík
Domus Medica ehf, Egilsgötu 3, 101 Reykjavík
Á fundi skipulagsstjóra 16. maí 2008 var lögð fram tillaga P. ARK teiknistofu fh. Álftavatns ehf. og Domus Medica að breyttu deiliskipulagi Heilsuverndarstöðvarreits dags. 8. maí 2008. Í breytingunni felst að byggja fimm hæða hús fyrir heilbrigðisstarfsemi ásamt þriggja hæða bílakjallara samkvæmt meðfylgjandi uppdráttum dags. 7. maí 2008. Erindinu var vísað til umsagnar í vesturteymi arkitekta hjá skipulagsstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 17. september 2008.
Umsögn skipulagsstjóra samþykkt.
Frestað.

Skipulagsráð samþykkti neðangreinda tillögu og vísaði til meðferðar skipulagsstjóra:
#GLVegna deiliskipulagsvinnu á reit Heilsuverndarstöðvarinnar samþykkir skipulagsráð að gert verði ráð fyrir sundlaug á lóðinni sunnan við Sundhöllina#GL.

3. Hljómalindarreitur, reitur 1.171.1, (01.171.1) Mál nr. SN080601 breyting á deiliskipulagi
Festar ehf, Klapparstíg 29, 101 Reykjavík
Benedikt T Sigurðsson, Sunnuvegur 1, 104 Reykjavík
Lögð fram umsókn Festa ehf. dags. 18. september 2008 varðandi breytingu á deiliskipulagi Hljómalindarreits 1.171.1. Í breytingunni felst aukin uppbygging breyttar götumyndir og fyrirkomulag á opnu torgi á miðju reitsins, samkv. meðfylgjandi deiliskipulagsuppdráttum og skýringaruppdr. arkitektur.is dags. 15. september 2008. Einnig er lögð fram greinargerð og skilmálar dags. 15. september 2008.

Kristján Guðmundsson vék af fundi kl.9:30, Snorri Hjaltason tók sæti á fundinum í hans stað.
Kynnt.

(B) Byggingarmál

4. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð Mál nr. BN039051
Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð nr. 509 frá 14. október 2008.

5. Tillaga vegna óvæntrar stöðvunar byggingarframkvæmda, Mál nr. BN039052
Lögð fram tillaga byggingarfulltrúa dags. 9. október 2008 að vinnureglum um óvæntrar stöðvunar byggingarframkvæmda.
Samþykkt.

(C) Fyrirspurnir

6. Lautarvegur 2-16. (01.794) Mál nr. SN080631
(fsp) breyting á deiliskipulagi
Inga Björk Dagfinnsdóttir, Laufásvegur 44, 101 Reykjavík
Lögð fram fyrirspurn Ingu Dagfinnsdóttur dags. 6. október 2008 varðandi breytingu á deiliskipulagi neðan Sléttuvegar vegna lóðarinnar nr. 2-16 við Lautarveg. Í breytingunni felst að byggingarreitur er stækkaður til vesturs og norðurs, hámarkshæð lækkar og nýtingarhlutfalla lækkar lítillega samkv. meðfylgjandi uppdrætti dags. 8. október 2008. Samþykki lóðarhafa Skógarvegar 12-14 liggur fyrir. Einnig er lagt fram eldra minnisblað skipulagsstjóra dags. 14. apríl 2008, og breytt 15. október 2008.
Stefán Þór Björnsson vék af fundi kl. 11:55 en þá höfðu öll má verið afgreidd nema mál nr. 6 Lautarvegur 2-16.

Neikvætt með vísan til minnisblaðs skipulagsstjóra.

(D) Ýmis mál

7. Listaháskóli Íslands, Vinningstillaga (01.340.1) Mál nr. SN070792
Vinningstillaga +Arkitekta í hönnunarsamkeppni Listaháskóla Íslands og Samson Properties kynnt.
Páll Hjaltason arkitekt kynnti.

8. Laugavegur/Vatnsstígur, Kynning (01.220.0) Mál nr. SN080580
Kynntar hugmyndir að uppbyggingu á Laugaveg/Vatnsstíg.

Björk Vilhelmsdóttir vék af fundi kl. 10.55 þá höfðu verið afgreidd mál 1-4 og mál nr. 7.
Frestað.

9. Suðurlandsbraut 8 og 10, Málskot (01.262.1) Mál nr. SN080569
Einar V Tryggvason, Miðdalur, 270 Mosfellsbær
Lagt fram málskot Einars V. Tryggvasonar fh. Avion properties dags. 24. júlí 2008 vegna afgreiðslu skiplagsstjóra 6. júní 2008 á erindi vegna Suðurlandsbrautar 8 og 10. Einnig er lagt fram tölvupóstur Einars V. Tryggvasonar dags. 25. ágúst 2008 og endurbætt tillaga Einars Tryggvasonar og Avion properties dags. 1. september 2008. Einnig lagt fram minnisblað skipulagsstjóra dags. 9. október 2008.
Frestað.

10. Skipulagsráð, verkefni + Arkitekta Mál nr. SN080638
Lagt fram bréf +Arkitekta dags. 1. október 2008 varðandi verkefni á vegum stofunnar.

11. Baldursgötureitur 1, deiliskipulag, reitur 1.186.3 (01.186.3) Mál nr. SN070031
Teiknistofan Tröð ehf, Hávallagötu 21, 101 Reykjavík
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 2. okt. 2008 um samþykkt borgarráðs s.d. vegna samþykktar skipulagsráðs frá 17.s.m. um auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi reits 1.186.3, Baldursgötureitur 1.

12. Háskólinn í Reykjavík, Breyting á deiliskipulagi(01.751) Mál nr. SN080603
Háskólinn í Reykjavík ehf, Ofanleiti 2, 103 Reykjavík
Einar E Sæmundsen, Birkigrund 11, 200 Kópavogur
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 2. okt. 2008 um samþykkt borgarráðs s.d. vegna samþykktar skipulagsráðs frá 24.s.m. um auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi svæðis Háskólans í Reykjavík.

13. Laugavegur 4-6, breyting á deiliskipulagi reits 1.171.3(01.171.3) Mál nr. SN080475
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 2. okt. 2008 um samþykkt borgarráðs s.d. vegna samþykktar skipulagsráðs frá 17.s.m. um breytingu á deiliskipulagi reits 1.171.3, vegna Laugavegar 4 og 6.

14. Nauthólsvík, Breyting á deiliskipulagi (01.66) Mál nr. SN080600
Háskólinn í Reykjavík ehf, Ofanleiti 2, 103 Reykjavík
Einar E Sæmundsen, Birkigrund 11, 200 Kópavogur
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 2. okt. 2008 um samþykkt borgarráðs s.d. vegna samþykktar skipulagsráðs frá 24.s.m. um auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi Nauthólsvíkur vegna veitingaskála.

15. Sóltún 2-4, breyting á deiliskipulagi Ármannsreit Mál nr. SN060710
Nexus Arkitektar ehf, Ægisíðu 52, 107 Reykjavík
Frumafl hf, Thorvaldsenstræti 6, 101 Reykjavík
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 9. okt. 2008 vegna samþykki borgarráðs sama dag um breytingu á deiliskipulagi Ármannsreits vegna Sóltúns 2-4.

16. Sundahöfn, Skarfabakki, breyting á aðalskipulagi(01.332) Mál nr. SN080446
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 9. okt. 2008 vegna samþykki borgarráðs sama dag um auglýsingu á breytingu á aðalskipulagi vegna Skarfabakka við Sundahöfn.

17. Græni trefillinn Útmörk höfuðborgarsvæðisins, Mál nr. SN080611
Aðalskipulag Reykjavíkur 2001-2024
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 9. okt. 2008 vegna samþykki borgarráðs sama dag um auglýsingu á breytingu á aðalskipulagi vegna Græna trefilsins, Hólmsheiði, losunarstaður fyrir jarðefni.

18. Gerðuberg / Hólaberg. (04.674.3) Mál nr. SN070686
breytt deiliskipulag vegna þjónustuíbúða
VA arkitektar ehf, Borgartúni 6, 105 Reykjavík
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 9. okt. 2008 vegna samþykki borgarráðs sama dag um breytingu á deiliskipulagi vegna Gerðubergs/Hólabergs.

19. Furugerði 1, breyting á deiliskipulagi (01.807.0) Mál nr. SN080252
Félagsbústaðir hf, Hallveigarstíg 1, 101 Reykjavík
Arkþing ehf, Bolholti 8, 105 Reykjavík
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 9. okt. 2008 vegna samþykki borgarráðs sama dag um breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar númer 1 við Furugerði.

20. Stóragerði 40-46, kæra, umsögn (01.803.1) Mál nr. SN080395
Úrskurðarnefnd skipul/byggmál, Skúlagötu 21, 101 Reykjavík
Lögð fram umsögn lögfræði og stjórnsýslu, dags. 22. september 2008, vegna kæru á breytingu á deiliskipulagi Stóragerðis 40-46 sem var samþykkt á fundi skipulagsráðs þann 16. janúar 2008 og staðfest í borgarráði 7. febrúar s.á..
Umsögn lögfræði og stjórnsýslu samþykkt.

21. Reykjavíkurborg, aðgerðaáætlun í fjármálum Mál nr. SN080639
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 8. október 2008, vegna samþykktar borgarstjórnar 7. s.m. á tillögu að aðgerðaáætlun í fjármálum Reykjavíkurborgar.

22. Geirsgata, stokkur, umferðarskipulag við TRH (01.118) Mál nr. SN080415
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 9. október 2008 vegna samþykktar borgarráðs s.d. á tillögu um að fresta fyrirhuguðum framkvæmdum við svokallaðar stokkalausnir við Geirsgötu og Mýrargötu. Ólafur Bjarnason, samgöngustjóri, kynnti.

Fundi slitið kl. 12.10.

Júlíus Vífill Ingvarsson
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Snorri Hjaltason
Svandís Svavarsdóttir Stefán Benediktsson

Afgreiðsla byggingarfulltrúa samkv. reglugerð nr. 161/2005

Árið 2008, þriðjudaginn 14. október kl. 09:37 fyrir hádegi hélt byggingarfulltrúinn í Reykjavík 509. fund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn í fundarherberginu 2. hæð austur Borgartúni 12-14. Þessi sátu fundinn: Magnús Sædal Svavarsson, Sigrún Reynisdóttir, Þórður Búason, Bjarni Þór Jónsson, Björn Kristleifsson, Jón Hafberg Björnsson og Eva Geirsdóttir.
Fundarritari var Bjarni Þór Jónsson.

Þetta gerðist:

Nýjar/br. fasteignir

1. Austurbrún 33 (01.354.103) 104271 Mál nr. BN039019
Sigrún Sigurjónsdóttir, Austurbrún 33, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja geymsluskúr úr timbri og með steyptar undirstöður á lóð nr. 33 við Austurbrún.
Stærð: 9,8 ferm. XXX rúmm.
Gjald kr. 7.300 + XXX
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.

2. Álakvísl 21-43 (04.233.601) 110869 Mál nr. BN038933
Helena Björk Pálsdóttir, Álakvísl 39, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi að setja þrjá nýja þakglugga yfir þakrými í fjölbýlishúsi nr. 39 á lóð nr 21-43 við Álakvísl.
Samþykki meðeigenda af eigninni Álakvísl 33-43 fylgir.
Gjald kr. 7.300
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.

3. Álfabakki 7 (04.602.801) 111717 Mál nr. BN039036
Olíuverslun Íslands hf, Pósthólf 310, 121 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að endurnýja eldsneytisbirgðageyma og til að innrétta kjallara sem geymslur og starfsmannaaðstöðu í bensínstöð á lóð nr. 7 við Álfabakka.
Gjald kr. 7.300
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

4. Bankastræti 5 (01.170.008) 101326 Mál nr. BN038871
Eik fasteignafélag hf, Sóltúni 26, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta eldhólfum milli hæða og breytingum á flóttaleiðum í verslunar- og skrifstofuhúsinu á lóðinni nr. 5 við Bankastræti.
Gjald 7.300
Frestað.
Enn er vísað til athugasemda eldvarnaeftirlits.

5. Bergstaðastræti 17B (01.184.111) 102021 Mál nr. BN038940
Júlíana Ingham, Bergstaðastræti 17b, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að lækka gólf og til að breyta þakgerð á nýsamþykktu einbýlishúsi, BN035349 dags. 10. júlí 2007, á lóð nr. 17B við Bergstaðastræti.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 26. september 2008 fylgir erindinu.Stækkun: 8,3 rúmm.
Gjald kr. 7.300 + 606
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

6. Borgartún 8-16 (01.220.107) 199350 Mál nr. BN038971
Höfðatorg ehf, Skúlagötu 63, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til breytinga, sem orðið hafa á byggingartíma, á innra skipulagi 2. - 5. hæðar verslunar- og skrifstofuhússins á lóð nr. 8-16 við Borgartún.
Jafnframt er erindi BNxxxxx dregið til baka.
Erindi fylgir brunahönnun frá Línuhönnun, reyndarskýrsla dags. 6. október 2008.
Gjald kr. 7.300
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

7. Dalsel 6-22 (04.948.701) 113071 Mál nr. BN039002
Guðmundur Steinsson, Víðigerði, 531 Hvammstangi
Sótt er um leyfi fyrir áður framkvæmdum breytingum í efri hluta rishæðar vegna eignaskiptayfirlýsingar í fjölbýlishúsi nr. 12 á lóð nr. 6-22 við Dalsel.
Afsal dagsett 16.08.1988, afsal dagsett 08.10.1976. afsal dagsett 13.02.2006.
Gjald kr. 7.300
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst til þess að samþykktin öðlist gildi.

8. Elliðabraut 16 (04.791.102) 217282 Mál nr. BN039005
Framkvæmda- og eignasvið Reykja, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að koma fyrir húsi úr timbri á steyptum undirstöðum til afnota fyrir útideild dagvistarheimila í Björnslundi á lóð nr. 16 við Elliðabraut.
Stærð: 135,3 ferm., 463,5 rúmm.
Gjald kr. 7.300 + 33.836
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

9. Fáfnisnes 5 (01.675.010) 106891 Mál nr. BN039050
Birgir H Þórisson, Fáfnisnes 5, 101 Reykjavík
Anna Laufey Sigurðardóttir, Fáfnisnes 5, 101 Reykjavík
Þór Eysteinsson, Laugavegur 86, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja yfir hluta svala vesturhliðar, anddyri er stækkað til austurs, komið er fyrir tröppum niður í garð, nýju skyggni, setlaug og áhaldageymslu, grafið er frá kjallara og bílgeymslu breytt í svefnherbergi og gluggar eru stækkaðir á tvíbýlishúsinu á lóð nr. 5 við Fáfnisnes.
Grenndarkynning eldra erindis, BN036535 stóð frá 13. ágúst til og með 10. september 2007. Engar athugasemdir bárust.
Erindi fylgir yfirlýsing um nýjan aðalhönnuð dags. 7. október 2008 og ný samþykki lóðarhafa aðlægra lóða, það er lóðarhafa Fáfnisness nr. 7, 5, 2 og 3.
Jafnframt er eldra erindi BN036535 dregið til baka.
Stækkun: xx ferm., xx rúmm
Gjald kr. 7.300 + xx
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra vegna breytinga sem gerðar hafa verið frá grenndarkynningu.

10. Fiskislóð 35 (01.086.402) 209694 Mál nr. BN039043
Faxaflóahafnir sf, Tryggvagötu 17, 101 Reykjavík
Ystabjarg ehf, Fiskislóð 10, 101 Reykjavík
Sótt er um takmarkað byggingarleyfi fyrir neðri sökklum á lóðinni nr. 35 við Fiskislóð.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Samþykktin fellur úr gildi við útgáfu á endanlegu byggingarleyfi.
Vegna útgáfu á takmörkuðu byggingarleyfi skal umsækjandi hafa samband við yfirverkfræðing embættis byggingarfulltrúa.

11. Fiskislóð 37 (01.086.401) 209695 Mál nr. BN039044
Kvikk ehf, Sunnuflöt 5, 210 Garðabær
Sótt er um takamarkað byggingarleyfi fyrir neðri sökklum á lóðinni nr. 37 við Fiskislóð.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Samþykktin fellur úr gildi við útgáfu á endanlegu byggingarleyfi.
Vegna útgáfu á takmörkuðu byggingarleyfi skal umsækjandi hafa samband við yfirverkfræðing embættis byggingarflulltrúa.

12. Fjólugata 13 (01.185.109) 102147 Mál nr. BN038946
Haraldur Ingólfur Þórðarson, Fjólugata 13, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja bílskúr, til að byggja nýtt anddyri á norðurhlið, koma fyrir nýjum gluggum á austurhlið kjallara , grafa frá kjallara og síkka glugga á vesturhlið og til að breyta innra skipulagi og gluggagerð einbýlishússins nr. 13 við Fjólugötu.
Viðbygging: 18,3 ferm., 49,5 rúmm.
Bílskúr: 41,2 ferm. 123,3 rúmm.
Samtals stækkun: 60,1 ferm., 172,8 rúmm.
Gjald kr. 7.300 + 12.614
Frestað.
Vísað til fyrri athugasemda.
Með vísan til athugasemda á umsóknarblaði og bókunar skipulagsstjóra þarf að lagfæra uppdrætti svo unnt sé að grenndarkynna erindið. Ath. m.a. þarf að mjókka bílskúr í 4. m.

13. Geitland 2-12 1-43 (01.851.101) 108763 Mál nr. BN039029
Auður Sigurðardóttir, Geitland 10, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja sólstofu, sem stækkun íbúðar, á hluta svala íbúðar 0201 (2h.t.h.) í fjölbýlishúsi nr. 10 á lóð nr. 2-12, 1-43 við Geitland.
Erindi fylgir fyrirspurn BN037592, sem var svarað jákvætt 12. febrúar 2008 og fylgdu henni samþykki allra eigenda í Geitlandi 10-12.
Stækkun íbúðar 0201: xx ferm., xx rúmm.
Gjald kr. 7.300 + xx
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

14. Grensásvegur 11 (01.461.102) 105666 Mál nr. BN038966
Sætrar ehf, Gerðhömrum 27, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til breytinga sbr. samþykkt erindi BN036842 dags. 13.11.2007 vegna: breytt vindfang, breytt útlit vegna vindfangs, smávægilegar breytingar á snyrtingum 1. hæðar, skyggni yfir innkeyrslu í kjallara, stoðveggur styttur og ný reyklosun, beinn stigi í stað hringstiga úr kjallara, smávægilegar breytingar á útliti austurhliðar á húsi á lóð nr. 11 við Grensásveg.
Meðfylgjandi er yfirlit yfir breytingar og ódagsett bréf arkitekts.
Stærðir stækkun: 5,4 ferm., 9,3 rúmm.
Gjald kr. 7.300 + 679
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

15. Grjótháls 1-3 (04.302.401) 111016 Mál nr. BN038315
Grjót eignarhaldsfélag ehf, Digranesvegi 30, 200 Kópavogur
Sótt er um leyfi fyrir reyndarteikningum vegna brunamála og lokaúttektar sbr. erindi BN030473 samþykkt 30.8. 2005, jafnframt er erindi BN038455 dregið til baka.
Gjald kr. 7.300 + 7.300
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

16. Gvendargeisli 168 (05.134.701) 190285 Mál nr. BN038873
Framkvæmda- og eignasvið Reykja, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að setja niður einn tengigang og sex færanlegar kennslustofur á lóð Sæmundarsels á lóð nr. 168 við Gvendargeisla
Meðfylgjandi er orðsending dags. 7.10.08 vegna stærða og önnur vegna skráningartöflu sama dags.
Stærðir stækkun: 395 ferm., 1.367 rúmm.
Gjald kr. 7.300 + 99.791
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

17. Haðarstígur 22 (01.186.627) 102322 Mál nr. BN039021
Bragi Gíslason, Haðarstígur 22, 101 Reykjavík
Sótt er um endurnýjun á byggingarleyfi BN035841frá 11. september 2007 þar sem veitt var leyfi til að lyfta þaki á parhúsi á lóð nr. 22 við Haðarstíg.
Stækkun: 9 ferm., og 11 rúmm.
Gjald kr. 7.300 + 803
Frestað.
Gera grein fyrir samþykki meðeigenda.

18. Hallveigarstígur 1 (01.171.208) 101389 Mál nr. BN038899
Landic Ísland ehf, Kringlunni 4-12, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að að breyta innréttingum á allri 1. hæð og innrétta þar Bónusverslun í húsi á lóð nr. 1 við Hallveigarstíg.
Meðfylgjandi er yfirlýsing húseigenda, starfsfólks og félagasamtaka, sem hafa aðstöðu í húsinu. Sömuleiðis umsögn skipulagsstjóra dags. 18.8.2008. Einnig bréf frá Jóhannesi í Bónus dags. september 2008. Nágranni hafði samband símleiðis og óskaði eftir því að málið yrði grenndarkynnt og leitað yrði umsagnar umferðaryfirvalda vegna aukinnar umferðar. Meðfylgjandi er einnig tölvupóstur frá emb. byggfltr. til hönnuðar. Meðfylgjandi er bréf hönnuðar dags. okt. 2008 um skilti í gluggum og teikningar, sem sýna útlit.
Gjald kr. 7.300 + 7.300
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

19. Heiðarás 13 (04.373.203) 111372 Mál nr. BN038525
Gunnar Valdimar Árnason, Heiðarás 13, 110 Reykjavík
Rut Gunnarsdóttir, Heiðarás 13, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja steinsteypta útigeymslu með svölum á þaki og léttum stiga niður í garð við einbýlishús á lóð nr. 13 við Heiðarás.
Meðfylgjandi er lóðarteikning. Einnig samþykki eigenda húsa við Heiðarás nr. 12, 14 og 15.
Stærðir 8,7 ferm., 20,8 rúmm.
Gjald kr. 7.300 + 1.518
Frestað.
Vantar samþykki lóðarhafa nr. 11 við Heiðarás.

20. Heiðargerði 62 (01.802.115) 107664 Mál nr. BN038774
Bjarni Jónsson, Heiðargerði 62, 108 Reykjavík
Ebba Björg Húnfjörð, Heiðargerði 62, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að hækka þak, byggja kvist á norðvesturhlið og breyta gluggum á norðausturgafli einbýlishússins á lóð nr. 62 við Heiðargerði.
Meðfylgjandi er bréf hönnuðar dags. 11.8.2008
Stækkun: xx ferm., xx rúmm.
Gjald kr. 7.300 + 7.300 + xx
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

21. Holtsgata 1 (00.000.000) 205011 Mál nr. BN038828
Lilja Þórunn Þorgeirsdóttir, Dynskógar 7, 109 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta verslunarhúsnæði á 1. hæð í íbúð í fjölbýlishúsinu á lóð nr. 1 við Holtsgötu.
Erindi fylgir samþykki meðeigenda í Mhl. 03 áritað á uppdrátt.
Gjald kr. 7.300
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst fyrir útgáfu á byggingarleyfi.

22. Hraunteigur 30 (01.361.108) 104574 Mál nr. BN039015
Grímur Ólafur Eiríksson, Chile, Sótt er um samþykkt á reyndarteikningu v/lokaúttektar fjölbýlishússins á lóð nr. 30 við Hraunteig.
Gjald kr. 7.300
Frestað.
Vantar samþykki meðeigenda.

23. Hverfisgata 105 (01.154.406) 101134 Mál nr. BN038972
Sigurnes hf, Suðurlandsbraut 30, 108 Reykjavík
Tankastöðin ehf, Suðurlandsbraut 30, 108 Reykjavík
Merlin ehf, Hamraborg 7, 203 Kópavogur
Gísli Hilmir Hermannsson, Holtagata 8, 420 Súðavík
Sótt er um leyfi til að breyta fyrirkomulagi íbúða á 4. hæð, bæta við einum svölum á 4. hæð, breyta handriðum setja nýja glugga á gafla. Einnig er sótt um innréttingu sérgeymsla fyrir íbúð 0402 og 0403 í sameiginlegri hjóla- og vagnageymslu í kjallara húss á lóð nr. 105 við Hverfisgötu.
Meðfylgjandi er bréf frá arkitekt dags. 25.8.2008, einnig bréf frá stjórn húsfélagsins Hverfisgötu 105 dags. 18.7.2008 og aðalfundarboð húsfélagsins dags. 24.5.2008
Gjald kr. 7.300
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst fyrir útgáfu á byggingarleyfi.

24. Hverfisgata 74 (01.173.008) 101499 Mál nr. BN038437
Hverfisgata 74,húsfélag, Hverfisgötu 74, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að rífa núverandi svalir og byggja nýjar og stærri á suðurhlið húss á lóð nr. 74 við Hverfisgötu.
Meðfylgjandi er samþykki húseigenda á Hverfisgötu 72 og 76 ásamt útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 4. júlí 2008 og umsögn skipulagsstjóra dags. 3. júlí 2008.
Gjald kr. 7.300 + 7.300
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst fyrir útgáfu á byggingarleyfi.

25. Hæðargarður 14 (01.818.007) 108164 Mál nr. BN037078
Kristján Karl Normann, Hæðargarður 14, 108 Reykjavík
Gréta Þórs Sigmundsdóttir, Hæðargarður 14, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að lyfta þaki, setja kvisti og breyta innanhússfyrirkomulagi á 2. hæð, sömuleiðis er sótt um leyfi fyrir nýju anddyri í viðbyggingu og geymsluskúr við fjölbýlishús á lóð nr. 14 við Hæðargarð.
Stærðir: Stækkun 58,1 ferm., 88,6 rúmm. Geymsluskúr (matshluti 02) 22 ferm., 66 rúmm.
Gjald kr. 6.800 + 10.513
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

26. Hæðargarður 16 (01.818.008) 108165 Mál nr. BN037079
Alfreð Halldórsson, Hæðargarður 16, 108 Reykjavík
Elín Sigurðardóttir, Hæðargarður 16, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að lyfta þaki, setja kvisti og breyta innanhússfyrirkomulagi á 2. hæð, sömuleiðis er sótt um leyfi fyrir nýju anddyri í viðbyggingu og geymsluskúr á lóð við fjölbýlishúsið á lóð nr. 16 við Hæðargarð.
Stærðir: Stækkun 58,1 ferm., 88,6 rúmm. Geymsluskúr (matshluti 02) 22 ferm., 66 rúmm.
Gjald kr. 6.800 + 10.513
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

27. Hæðarsel 22 (04.927.506) 112762 Mál nr. BN038440
Pétur J Eiríksson, Hæðarsel 22, 109 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja viðbyggingu úr timbri við vesturhlið einbýlishússins á lóð nr. 22 við Hæðarsel.
Viðbygging: 20,8 ferm., 64,3 rúmm.
Gjald kr. 7.300 + 4.694
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

28. Kleppsmýrarvegur Esso (01.428.004) 105187 Mál nr. BN039048
Ker ehf, Suðurlandsbraut 18, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að rífa bragga úr stáli og timbri klæddan bárujárni á lóð Esso við Kleppsmýrarveg.
Um er að ræða mh. 01-0101, fastanúmer 202-0969,
landnr. 105187, stærð bragga 1196 ferm.
Málinu fylgir bréf umsækjanda dags. 6. október 2008 ásamt afstöðumynd.
Gjald kr. 7.300.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

29. Klyfjasel 11 (04.997.003) 113365 Mál nr. BN038519
Eyjólfur Ingimundarson, Klyfjasel 11, 109 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir steypta verönd með tröppum í stað timburverandar og fyrir bíslag úr álgluggaprófíl, glerjað að hluta, klætt með plötum og opið að hluta (B-rými) við aðalinngang við einbýlishús á lóð nr. 11 við Klyfjasel.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 26. september 2008 fylgir erindinu.
Stærðir: Bíslag, B-rými, 17,3 ferm., 53,5 rúmm.
Gjald kr. 7.300 + 7.300 + 3.905
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

30. Kvistaland 1-7 (01.863.301) 108806 Mál nr. BN038904
Svava Þorgerður Johansen, Bakkaflöt 8, 210 Garðabær
Sótt er um leyfi til að breyta og byggja við einbýlishúsið nr. 1 á lóð nr. 1-7 við Kvistaland.
Erindi fylgir samþykki meðlóðarhafa áritað á uppdrátt dags. 11. september 2008 ásamt útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 3. október 2008.
Stækkun: 1. hæð 102,6 ferm., kjallari 12,3 ferm.
Samtals stækkun 114,9 ferm., 387,2 rúmm.
Heildarstærðir húss eftir stækkun: 412,6 ferm. og 1.717,6 rúmm.
Gjald kr. 7.300 + 28.266
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

31. Laugavegur 36 (01.172.218) 101473 Mál nr. BN038960
Þráinn ehf, Laugavegi 36, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja glerskála fyrir kaffigesti á baklóð Sandholtsbakarís sbr. fyrirspurn BN038922 á lóð nr. 36 við Laugaveg.
Meðfylgjandi er fyrirspurn, sem fékk jákvæða umsögn.
Stærðir stækkun 25,2 ferm., 61,6 rúmm.
Gjald kr. 7.300 + 4.497
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
Enda er gert ráð fyrir að sorpaðstaða sé fullnægjandi.

32. Neshagi 14 (01.542.213) 106390 Mál nr. BN039038
Oddur Malmberg, Neshagi 14, 107 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir svalaskýli úr stálstyrktu gluggakerfi með tvöföldu gleri yfir svalir ásamt svölum yfir þaki 2. hæðar við íbúð 0301 á 3. hæð fjölbýlishúss á lóð nr. 14 við Neshaga.
Jafnframt er samþykkt erindis BN038414 dags. 18.júní 2008 dregin til baka.
Stærðir: Svalir 8,6 ferm. Svalaskýli 30,1 ferm., 72,2 rúmm.
Gjald kr. 7.300 + 5.270
Frestað.
Vantar skráningartöflu.

33. Nóatún 17 (01.235.201) 102967 Mál nr. BN039028
Saxhóll ehf, Nóatúni 17, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að endurnýja byggingarleyfið BN036488 frá 14. ágúst 2007 um að breyta húsi, stækka verslun á 1. hæð í suðurhúsi og skyggni yfir, breyta útliti og innra skipulagi tengibyggingar og breyta núverandi klæðningu í álplötuklæðningu á verslunar- og skrifstofuhúsinu á lóð nr. 17 við Nóatún.
Stærð: Stækkun samtals 190,1 ferm., 1480,1 rúmm.
Gjald kr. 7.300 + 108.047
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

34. Reykjavegur 15 (01.372.101) 199516 Mál nr. BN039040
KSÍ ehf, Laugardalsvelli, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir breytingum sem gerðar hafa verið á byggingartíma stúkubyggingar, BN033182 samþ. 1. mars 2006, á lóð nr. 15 við Reykjaveg.
Gjald kr. 7.300
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

35. Réttarháls 1 (00.000.000) 190769 Mál nr. BN039042
Orkuveita Reykjavíkur, Bæjarhálsi 1, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að staðsetja 50 rúmmetra olíugeymir við austurgafl kyndistöðvar Orkuveitu Reyjavíkur á lóð nr. 1 við Réttarháls.
Vottorð frá framleiðanda , bréf frá aðalhönnuði og ljósmynd.
Stærð: 50 rúmm.
Gjald kr. 7.300 + 3650
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Málið er til umsagnar Brunamálastofnunar.

36. Safamýri 11 (01.281.104) 103675 Mál nr. BN038792
Vala Guðbjartsdóttir, Safamýri 11, 108 Reykjavík
Sótt er um að fjarlægja glugga og setja garðdyr í staðinn á suður- og vesturhlið kjallaraíbúðar í fjölbýlishúsi á lóð nr. 11 við Safamýri.
Samþykki meðeigenda fjölbýlishúss fylgir.
Gjald: kr. 7.300
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst fyrir útgáfu á byggingarleyfi.

37. Sigluvogur 10 (01.414.114) 105109 Mál nr. BN038821
Guðlaug Jóhannesdóttir, Drekavogur 6, 104 Reykjavík
Hreinn Laufdal, Sigluvogur 10, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir stækkun íbúðar í kjallara með útbyggingu með svölum ofan á á efri hæðum og fyrir stækkun kvista á þaki sbr. fyrirspurn BN038120 dags.6.5.2008 í húsi á lóð nr. 10 við Sigluvog.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 19. september 2008 fylgir málinu.
Stækkun kjallari 16,5 ferm., 38,7 rúmm., 2. hæð 87 rúmm. Samtals stækkun 16,5 ferm., 125,7 rúmm.
Samtals eftir stækkun allt húsið 320,9 frm., 887,1 rúmm.
Gjald kr. 7.300 + 7.300 + 9.176
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.

38. Sigtún 41 (01.365.111) 104678 Mál nr. BN038926
Ásgeir Jónsson, Sigtún 41, 105 Reykjavík
Sótt eru um leyfi til að byggja bílskúr og endurnýja þak og hækka það um 38 cm upp fyrir steyptar þakrennur, breyta kvistum á suðurhlið og setja einn stóran kvist á norðurhlið tvíbýlishúss á lóð nr. 41 við Sigtún.
Meðfylgjandi er fyrirspurn nr. BN038702 og samþykki eigenda kjallara. Meðfylgjandi er teikning af bílskúr sömu stærðar, sem var samþykktur 1975.
Stækkun: þakhæðar 8,1ferm. 69,2 rúmm.
Bílskúr 26,7ferm. 69,4 rúmm. Samt. 34,8 ferm. 138,6rúmm.
Gjald kr. 7.300 + 10.118
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

39. Skarfagarðar 2 (01.321.701) 210413 Mál nr. BN039041
Smáragarður ehf, Hlíðasmára 11, 201 Kópavogur
Sótt er um breytingar innanhúss, tilfærslur á hurðum og innveggjum, í vöruhúsi á lóð nr. 2 við Skarfagarða
Meðfylgjandi er skýringarblað frá hönnuðum yfir breytingar
Gjald kr. 7.300
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

40. Skarfagarðar 4 (01.321.501) 209678 Mál nr. BN038915
Hampiðjan hf, Flatahrauni 3, 220 Hafnarfjörður
Sótt er um leyfi til að breyta gluggum, hæðarkótum og tegund stálgrindar-og útveggjaeininga, einnig er farið fram á breytingar á innra skipulagi svo og brunakröfum í atvinnuhúsi á lóð nr. 4 við Skarfagarða.
Meðfylgjandi er bréf frá hönnuði stílað 10.09.2008.
Gjald kr 7.300
Frestað.
Vísað til athugasemda eldvarnaeftirlits.

41. Skeifan 19 (01.465.101) 195606 Mál nr. BN038390
Zeppelin ehf, Skeifunni 19, 108 Reykjavík
Verkfræðiþjónustan ehf, Skeifunni 19, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að skipta annarri hæð upp í tvo séreignahluta með sameiginlegri forstofu í húsi á lóð nr. 19 við Skeifuna.
Samþykki meðeigenda fylgir.
Gjald kr 7.300
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst til þess að samþykktin öðlist gildi.

42. Skerplugata 7 (01.636.307) 106714 Mál nr. BN038818
Friðrik Ö Weisshappel, Skerplugata 7, 101 Reykjavík
Ragnhildur Stefánsdóttir, Skerplugata 7, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að stækka og breyta einbýlishúsi úr timbri með viðbyggðri vinnustofu á lóð nr. 7 við Skerplugötu.
Meðfylgjandi er umsögn Húsafriðunarnefndar dags. 9.4.2008. Meðfylgjandi er einnig samþykki nágranna á Skerplugötu 5 og 9. Bréf skipulagsstjóra dags. 12.9.2008. Bréf frá arkitekt ódagsett. Einnig ódags. bréf frá skrásetjara skráningartöflu.
Stærðir, stækkun 85,7 ferm., 291,3 rúmm.
Eftir stækkun samt. íbúð 228,1 ferm., vinnustofa 66,3 ferm., bílskúr 26,8 ferm., samtals 351,2 ferm., 1.179,7 rúmm.
Gjald kr. 7.300 + 21.265
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

43. Skildinganes 44 (01.676.005) 106920 Mál nr. BN039025
Ingvar Vilhjálmsson, Skildinganes 25, 101 Reykjavík
Helga María Garðarsdóttir, Skildinganes 25, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að hækka steyptan vegg við suðausturhlið, til að koma fyrir setlaug og til að byggja vegg á lóð einbýlishússins á lóð nr. 44 við Skildinganes.
Jafnframt er erindi BN038460 dregið til baka.
Gjald kr. 7.300
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.

44. Skúlagata 12 (00.000.000) 101021 Mál nr. BN038956
101 Skuggahverfi hf, Hátúni 2B, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að skipta um gallaða útiveggjaklæðningu þ.e. flísalagðir fletir án þess að breyta um útlit á fjölbýlishúsinu Lindargata 31-33/Vatnstígur 13-21 á lóð nr.12 við Skúlagötu.
Erindi fylgir greinargerð frá Verkfræðistofunni Ferill, dags. 16. september 2008 og umsögn Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands dags. 29. september 2008.
Gjald kr. 7.300
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

45. Sólheimar 29-35 (01.433.503) 105283 Mál nr. BN039014
Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta áður nýttu bráðabirgðahúsnæði fyrir Vogaskóla í ungbarnaskóla til bráðabirgða í tvö ár á 1. hæð mhl. 01 í húsi á lóð nr. 29-35 við Sólheima. Jafnframt er erindi BN038913 um sama húsnæði dregið til baka.
Meðfylgjandi er bréf frá framkvæmda- og eignasviði Reykjavíkurborgar dags. 10.10.2008 um björgunarop á norðurhluta mhl. 01
Gjald kr. 7.300
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
Samþykkt til tveggja ára.

46. Tjarnargata 12 (01.141.306) 100909 Mál nr. BN038133
Framkvæmda- og eignasvið Reykja, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja viðbyggingu á tveimur hæðum í portinu að húsi nr. 10, sem er steinsteypt á tveimur hæðum með glerþaki að hluta, ennfremur til að opna milli Mhl. og innrétta rými í húsum á baklóð fyrir starfsemi Tjarnabíós á lóð nr. 12 við Tjarnargötu.
Grenndarkynning stóð frá 22. maí til 19. júní 2008.
Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir: Gústaf Þór Tryggvason hrl. Tjarnargötu 10 d. dags 29.maí 2008, Sergiy Okhremchuk og Olha Dushynska, dags. 13. júní 2008, Guðmundur Hafsteinsson hdl., dags. 16. júní 2008.
Erindi fylgir bréf hönnuðar dags. 3. desember 2007, sameiginleg umsögn Minjasafns Reykjavikur og Húsafriðunarnefndar dags. 7. febrúar 2008 niðurstöður forhönnunar brunavarna frá VSI dags. í september 2008 og útfylltur gátlisti fyrir aðgengi í almenningsbyggingum dags. 2. september 2008.
Stærðir stækkunar: 1. hæð xx ferm., 2. hæð xx ferm. samtals xx ferm. xx rúmm.
Gjald kr. 7.300 + xx
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

Ýmis mál

47. Nýlendugata 26, 26A, Bakkastígur 6B og 6C. Mál nr. BN039053
Framkvæmda- og eignasvið Reykja, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík
Óskað er eftir samþykki bygingarfulltrúa til að breyta mörkum lóðanna Nýlendugata 26, Nýlendugata 26A, Bakkastígur 6B og Bakkastígur 6C eins og sýnt er á meðsendum uppdrætti landupplýsingadeildar dags. 10. október 2008. Við breytinguna hverfa þessar lóðir en til verða þrjár nýjar lóðir Bræðraborgarstígur 2 (staðgr. 1.131.019). Bakkastígur 8 (staðgr. 1.131.018) og ónefnd lóð (staðgr. 1.131.020).
Deiliskipulagsbreytingin var samþykkt í skipulagsrráði 31. október 2007 og í borgarráði 8. nóvember 2007.
Auglýsing um gildistöku á þessari deiliskipulagsbreytingu birtist í B-deild stjórnartíðinda 29. nóvember 2007.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Lóðarmarkabreytingin tekur gildi þegar þinglýst hefur verið yfirlýsingu um breytt lóðarmörk.

Fyrirspurnir

48. Barðavogur 9-15 (01.443.002) 105509 Mál nr. BN039037
Sigurður Sigurðsson, Barðavogur 9, 104 Reykjavík
Spurt er hvort byggja megi sólstofu við inngangs- og suðurhlið einbýlishúss á lóð nr. 9 við Barðavog.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.

49. Engjavegur 6 (00.000.000) 104719 Mál nr. BN039023
Atlas endurhæfing ehf, Engjavegi 6, 108 Reykjavík
Spurt er hvort breyta megi skrifstofum í sjúkraþjálfunarstofu á 2. hæð í húsi á lóð nr. 6 við Engjaveg.
Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingarleyfi.

50. Garðastræti 21 (01.136.523) 100612 Mál nr. BN038988
Arnar Arnarsson, Birkihlíð 48, 105 Reykjavík
Nada Sigríður Dokic, Birkihlíð 48, 105 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að byggja 3. hæð ofan á eins og samþykktar teikningar frá árinu 1927 sýna af íbúðarhúsinu á lóð nr. 21 við Garðastræti.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 10. október ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 10. október 2008.
Nei.
Með vísan til umsagnar skipulagsstjóra dags. 10.október 2008.

51. Hamraberg 24-26 (04.673.004) 112147 Mál nr. BN038989
Sigríður Eggertsdóttir, Hamraberg 24, 111 Reykjavík
Stefán Egill Þorvarðarson, Hamraberg 24, 111 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að byggja kaldan sólskála í parhúsi 24 á lóð nr. 24-26 við Hamraberg.
Lýsing af fyrirspurninni svo og samþykki eigenda á Hamrabergi 26 ásamt útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 10. október 2008 fylgir erindinu.
Jákvætt.
Með vísan til umsagnar skipulagsstjóra en þar kemur fram að fyrispyrjandi geta á eigin kostnað láti vinna breytingu á deiliskipulagi sem grenndarkynnt verður.

52. Lambhóll V/ Þormóðsst 106111 (01.53-.-93) 106111 Mál nr. BN039032
Kristján Kristjánsson, Langabrekka 5, 200 Kópavogur
Ragnhildur Magnúsdóttir, Þormóðsstv Lambhóll, 107 Reykjavík
Spurt er hvort leyfi yrði veitt fyrir áður gerðum gluggum í þaki fjölbýlishússins á lóðinni Lambhóli við Þormóðsstaðaveg.
Erindi fylgir bréf umsækjanda dags. 2. október 2008
Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingarleyfi og því fylgi viðeigandi samþykki meðeigenda.

53. Lambhóll V/ Þormóðsst 106111 (01.53-.-93) 106111 Mál nr. BN039031
Kristján Kristjánsson, Langabrekka 5, 200 Kópavogur
Spurt er hvort leyft yrði að breyta notkun bílskúrs í íbúð við fjölbýlishúsið á lóðinni Lambhóll við Þormóðsstaðaveg.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.

Fundi slitið kl. 12:00.

Magnús Sædal Svavarsson
Bjarni Þór Jónsson Sigrún Reynisdóttir
Björn Kristleifsson Þórður Búason
Jón Hafberg Björnsson Eva Geirsdótir