Umhverfis- og skipulagsráð - og skipulagsráð

Umhverfis- og skipulagsráð

Skipulagsráð

Ár 2008, miðvikudaginn 8. október kl. 09.05, var haldinn 150. fundur skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12-14, 7. hæð Ráðssal. Viðstaddir voru: Júlíus Vífill Ingvarsson, Áslaug Friðriksdóttir, Brynjar Fransson, Svandís Svavarsdóttir, Stefán Benediktsson, Björk Vilhelmsdóttir og áheyrnarfulltrúinn Magnús Skúlason. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Magnús Sædal Svavarsson, Ágúst Jónsson og Marta Grettisdóttir. Auk þess gerðu eftirtaldir embættismenn grein fyrir einstökum málum: Gunnhildur Gunnarsdóttir, Lilja Grétarsdóttir, Guðfinna Ósk Erlingsdóttir, Jóhannes S. Kjarval og Björn Axelssonþ
Fundarritari var Helga Björk Laxdal.

Þetta gerðist:


(A) Skipulagsmál

1. Afgreiðslufundir skipulagsstjóra Reykjavíkur, fundargerð Mál nr. SN010070
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar skipulagsstjóra Reykjavíkur frá 3. október 2008.

2. Langholtsvegur/Drekavogur. (01.414.0) Mál nr. SN080418
Deiliskipulag
Arkþing ehf, Bolholti 8, 105 Reykjavík
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga Arkþing, mótt. 10. júní 2008, að deiliskipulagi vegna Langholtsvegar/Drekavogs. Innan svæðisins eru lóðirnar 109-115 við Langholtsveg og 4, 4a og 4b við Drekavog. Tillagan var auglýst frá 2. júlí til og með 13. ágúst 2008. Athugasemdir bárust frá eftirtöldum aðilum: Íbúum að Langholtsvegi 105 dags. 11. ágúst 2008, Bergljótu Einarsdóttur og Magnúsi Guðmundssyni dags. 10. ágúst 2008 og Ómari Hillers Langholtsvegi 105 dags. 12. ágúst 2008, Einari Páls Tamimi hdl. fh. húsfélagsins að Langholtsvegi 109-111 dags. 5. ágúst 2008, Kjartani F. Jónssyni fh.íbúa Drekavogi 4a og húsfélagsins Drekavogs 4a-b dags. 12. ágúst 2008. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 2. október 2008 ásamt lagfærðum uppdráttum mótt. 2. október 2008.
Samþykkt með vísan til og með þeim breytingum sem fram koma í umsögn skipulagsstjóra.
Vísað til borgarráðs.

3. Kirkjuteigur 21. (01.361.1) Mál nr. SN080426
Breyting á deiliskipulagi
Ragnhildur Ingólfsdóttir, Tjarnarstígur 20, 170 Seltjarnarnes
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju tillaga Ragnhildar Ingólfsdóttur ark. f.h. lóðarhafa Kirkjuteigs 21, um breytingu á deiliskipulagi Teigahverfis vegna lóðar nr. 21 við Kirkjuteig skv. uppdrætti, dags. 6. júní 2008. Tillagan var grenndarkynnt frá 26. júní til og með 24. júlí 2008. Athugasemdir bárust frá eftritöldum aðilum: Leó E. Löve hrl. fh. lóðarhafa Hraunteigs 16 dags. 16 og 18. júlí, 13 íbúar Kirkjuteigs 18, 19, 23 og Hraunteigs 16 og 18 dags. 21. júlí 2008. Einnig er lögð fram drög að umsögn skipulagsstjóra dags. 1. október 2008.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson tók sæti á fundinum kl. 9:35

Samþykkt með vísan til a-liðar 12. gr. samþykktar um skipulagsráð, með þeim breytingum sem fram koma í umsögn skipulagsstjóra.

5. Víðidalur, Fákur. (04.76) Mál nr. SN080409
breyting á deiliskipulagi
Lögð er fram tillaga Landslags ehf., dags. 6. júní 2008 að breytingu á deiliskipulagi athafnasvæðis hestamannafélagsins Fáks í Víðidal.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu.
Vísað til borgarráðs.
Erindinu er jafnframt vísað til umsagnar Umhverfis-og samgöngusviðs.

6. Ármúli 1. (01.261.4) Mál nr. SN060368
Breyting á deiliskipulagi
Immobilia ehf, Borgartúni 29, 105 Reykjavík
Úti og inni sf, Þingholtsstræti 27, 101 Reykjavík
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga Úti og inni arkitekta, dags. 18. maí 2006 síðast breytt 10. ágúst 2006, að breytingu á deiliskipulagi á lóðinni nr. 1 við Ármúla. Einnig lagt fram skuggavarp, mótt. 4. ágúst 2006. Auglýsing stóð yfir frá 11. september 2006 til og með 23. október 2006. Athugasemdabréf barst frá eftirtöldum: Steen Henriksen, dags. 20. okt. 2006, Valgerði S. Pálsdóttur, dags. 20. október 2006, Ólafi Ö. Haraldssyni, dags. 20. október 2006, Gunnari S. Magnússyni, dags. 20. október 2006, Arndísi Arnarsdóttur, dags. 20. október 2006, Geirmundi Einarssyni, dags. 20. október 2006, Kristjáni Jónssyni f.h. eigenda í Lágmúla 9, dags. 20. október 2006, Birgi Björnssyni f.h. samráðshóps foreldraráðs Álftamýrarskóla, Álfborgar og Múlaborgar, dags. 23. október 2006, Þórhildi H. Jónsdóttur, dags. 20. október 2006, Snæbirni Jónssyni, dags. 20. október 2006, Steinunni I. Stefánsdóttur, dags. 21. október 2006, Baldínu Ólafsdóttur, dags. 22. október 2006, Árna Gunnarssyni, dags. 22. október 2006, Soffíu Jónsdóttur og Helga Þ. Helgasyni, dags. 22. október 2006, Gunnari Ævarssyni, dags. 23. október 2006, Sigríði Björnsdóttur, dags. 23. október 2006, Birnu Sigurðardóttur, dags. 23. október 2006, Sif Cortes, dags. 23. október 2006, Brynju Birgisdóttur, dags. 23. október 2006, Sigrúnu S. Hafstein, dags. 23. október 2006, Kolbrúnu Ólafsdóttur, dags. 23. október 2006, Ingu H. Kristjánsdóttur, dags. 23. október 2006, Kristínu Þ. Kristjánsdóttur, dags. 23. október 2006, Sæmundi I. Jónssyni, dags. 23. október 2006, Gróu Másdóttur, dags. 22. október 2006, Berglindi Snorradóttur og Birgi Eiríksson, dags. 20. október 2006, Bryndísi Gunnlaugsdóttur, dags. 23. október 2006, Ástu G. Guðbrandsdóttur, dags. 23. október 2006, Magnúsi Smith, dags. 23. október 2006, Súsönnu G. Hreiðarsdóttur, dags. 23. október 2006, Kristínu L. Árnadóttur, dags. 23. október 2006, Gunnari Ingimarssyni, dags. 23. október 2006, Siggeiri Þorsteinssyni og Björk I. Arnórsdóttur, dags. 23. október 2006, Maríu Pálsdóttur og Jóni B. Valssyni, dags. 23. október 2006, Helgu Lárusdóttur og Arnari M. Ólafssyni, dags. 23. október 2006, Birgi Björnssyni og Björk Alfreðsdóttur, dags. 23. október 2006, fjórum íbúum að Háaleitisbraut 75, dags. 23.1 október 2006 og undirbúningshópi fyrir stofnun íbúasamtaka Háaleitishverfis, dags. 23. október 2006. Að loknum athugasemdafresti barst bréf frá Sigurði Kristjánssyni, dags. 24. október 2006, Hrefnu Stefánsdóttur, dags. 24. október 2006, Gunnari Hilmarssyni, dags. 24. október 2006 og Lindu S. Þórisdóttur, dags. 27. október 2006. Einnig lögð fram fundargerð Orkuveitu Reykjavíkur, dags. 18. október 2006 og tölvupóstur lóðarhafa um fundi Skýrr og Immobilia, dags. 20. október 2006. Lögð fram umsögn Framkvæmdasviðs, dags. 14. nóvember 2006, umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 17. nóvember 2006 og bréf Sigurbjarnar Þorbergssonar f.h. Trésmiðju Snorra Hjaltasonar, dags. 9. desember 2006. Jafnframt er lagður fram nýr uppdr. Úti og inni arkitekta, dags. 18. maí 2006 síðast breyttur 10. janúar 2007 ásamt minnisblaði framkvæmdasviðs vegna umferðar á Háaleitisbraut, dags. 1. okt. 2007. Lagðir fram lagfærðir uppdrættir Úti og Inni arkitekta mótt. 3. október 2008.
Kynnt.

(B) Byggingarmál

7. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð Mál nr. BN039026
Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð nr. 508 frá 7. október 2008.

8. Esjugrund 24, (32.473.310) Mál nr. BN039030
Bréf byggingarfulltrúa
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa dags. 4. október 2008 vegna óleyfisframkvæmda á lóð nr. 24 við Esjugrund.
Tillaga byggingarfulltrúa samþykkt.

9. Sifjarbrunnur 10-16. (05.055.301) Mál nr. BN038976
Stækkun húsanna
ORK ehf, Lágmúla 6, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til stækkunar nýsamþykkts raðhúss á lóð nr. 10-16 við Sifjarbrunn, sbr. BN035860 dags. 5. júní 2008.
Stækkun: 125 ferm., 417,4 rúmm.
Gjald kr. 7.300 + 30.470Samþykkt
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

(C) Fyrirspurnir

10. Bryggjuhverfi. (04.0) Mál nr. SN080425
(fsp) breyting á deiliskipulagi
Á fundi skipulagsstjóra 11. júlí 2008 var lögð fram fyrirspurn Björgunar ehf., dags. 30. maí 2008 um breytingu á deiliskipulagi Bryggjuhverfis vegna stækkunar svæðisins til vesturs. Erindið er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn Umhverfis- og samgöngusviðs Reykjavíkur dags. 29. ágúst 2008, umsögn Mennta og leikskólasviðs Reykjavíkurborgar dags. 12. ágúst 2008 og umsögn skipulagsstjóra dags. 3. október 2008.
Ekki eru gerðar athugasemdir við að fyrirspyrjandi láti vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi. á eigin kostnað, í samræmi við erindið.
Tillagan verður auglýst.

11. Háskóli Íslands, Vísindagarðar. (01.63) Mál nr. SN070730
(fsp) heildaruppbygging lóðar
Lögð fram fyrirspurnartillaga Ask arkitekta, mótt. 19. nóv. 2007, að heildaruppbyggingu lóðar Vísindagarða. Einnig lagður fram tölvupóstur Eiríks Hilmarssonar dags. 18. mars 2008.
Fulltrúar Ask arkitekta Helgi Már Halldórsson og Þorsteinn Helgason arkitektar og Eiríkur Hilmarsson frá Háskóla Íslands Vísindagörðum HÍ kynntu.

12. Hverfisgata 103. (01.154.4) Mál nr. SN080623
(fsp) breyting á deiliskipulagi
Hverfishlíð ehf, Hverfisgötu 103, 101 Reykjavík
Plúsarkitektar ehf, Laugavegi 59, 101 Reykjavík
Lögð fram fyrirspurn +Arkitekta ásamt greinargerð dags. 2. október 2008 varðandi breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar nr. 103 við Hverfisgötu. Í breytingunni felst að rífa núverandi byggingar og randbyggja lóðina samanber meðfylgjandi uppdrætti dags. 25. september 2008.
Ekki eru gerðar athugasemdir við að fyrirspyrjandi láti vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi. á eigin kostnað, í samræmi við erindið. Tillagan verður auglýst.

(D) Ýmis mál

13. Aðalskipulag Reykjavíkur 2024+. endurskoðun Mál nr. SN060424
Skipað í stýrihóp Aðalskipulags Reykjavíkur
Samþykkt að í stýrihópi um endurskoðun aðalskipulags, sitji af hálfu Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks þau Júlíus Vífill Ingvarsson, Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson , af hálfu Samfylkingarinnar; Dagur B. Eggertsson og af hálfu Vinstri Grænna; Svandís Svavarsdóttir.

14. Snorrabraut 60. (01.193.4) Mál nr. SN080484
breyting á deiliskipulagi
Helgi Konráð Thoroddsen, Hjarðarhagi 19, 107 Reykjavík
Snorrabraut 60 ehf, Pósthólf 17, 121 Reykjavík
Lagt fram bréf Umhverfis- og samgöngusviðs dags. 30. september 2008 varðandi úttekt á gönguleiðum skólabarna við Austurbæjarskóla samkvæmt beiðni skipulagsráðs 24. september 2008.
Frestað.

15. Bauganes 22. (01.674.2) Mál nr. SN080518
kæra
Guðjón Ólafsson, Kjalarland 10, 108 Reykjavík
Lögð fram umsögn lögfræði og stjórnsýslu vegna kæru á breytingu á deiliskipulagi vegna lóðarinnar að Bauganesi 22.
Umsögn lögfræði og stjórnsýslu samþykkt.

16. Lambhóll við Þormóðsstaðaveg. (01.539.3) Mál nr. SN080560
kæra, umsögn
Lögð fram umsögn Reykjavíkurborgar dags. 2. október 2008 vegna kæru Kristjáns Kristjánssonar dags. 16. ágúst 2008 þar sem kærð ákvörðun byggingarfulltrúans í Reykjavík að aðhafast ekki vegna breytinga á gluggum hússins Lambhóls við Starhaga í Reykjavík.
Umsögn lögfræði og stjórnsýslu samþykkt.

17. Vesturgata 24, kæra, umsögn (01.132.0) Mál nr. SN060664
Lögð fram umsögn lögfræði og stjórnsýslu, dags. 4. mars 2008 vegna kæru til úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála vegna samþykktar skipulagsráðs 17. maí 2006 á deiliskipulagi Norðurstígsreits vegna Vesturgötu 24. Einnig lagt fram bréf Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála dags. 5. september 2008.
Umsögn lögfræði og stjórnsýslu samþykkt.

18. Árbæjarkirkja. breyting á deiliskipulagi (04.360) Mál nr. SN080306
Árbæjarkirkja, Rofabæ safnaðarheim, 110 Reykjavík
VA arkitektar ehf, Borgartúni 6, 105 Reykjavík
Lagt fram bréf borgarstjóra um samþykkt borgarráðs dags, 18. sept. 2008 vegna samþykktar skiplagsráðs frá 10. sept. 2008 á breytingu á deiliskipulagi Árbæjarkirkju.

19. Spöngin 3-5. breyting á deiliskipulag i(02.376) Mál nr. SN070280
Félagsbústaðir hf, Hallveigarstíg 1, 101 Reykjavík
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 18. september 2008, um samþykkt borgarráðs s.d., á afgreiðslu skipulagsráðs frá 10. september 2008, um auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi lóða nr. 3-5 við Spöngina.

20. Suður Mjódd, (04.91) Mál nr. SN070580
breyting á Aðalskipulagi Reykjavíkur
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 18. september 2008, um samþykkt borgarráðs s.d., á afgreiðslu skipulagsráðs frá 10. september 2008, um breytingu á aðalskipulagi Suður-Mjóddar.

Fundi slitið kl. 12.00.

Júlíus Vífill Ingvarsson
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Brynjar Fransson
Áslaug Friðriksdóttir Svandís Svavarsdóttir
Stefán Benediktsson Björk Vilhelmsdóttir

Afgreiðsla byggingarfulltrúa samkv. reglugerð nr. 161/2005

Árið 2008, þriðjudaginn 7. október kl. 10.54 fyrir hádegi hélt byggingarfulltrúinn í Reykjavík 508. fund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn í fundarherberginu 2. hæð austur Borgartúni 12-14. Þessi sátu fundinn: Magnús Sædal Svavarsson, Sigrún Reynisdóttir, Þórður Búason, Bjarni Þór Jónsson, Björn Kristleifsson, Jón Hafberg Björnsson og Eva Geirsdóttir.
Fundarritari var Bjarni Þór Jónsson

Þetta gerðist:


Nýjar/br. fasteignir

1. Akrasel 16 (04.943.105) 113017 Mál nr. BN038864
Kristinn Eiríksson, Akrasel 16, 109 Reykjavík
Guðný Arna Sveinsdóttir, Akrasel 16, 109 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að stækka og breyta húsi og skipta um veðurkápu á einbýlishúsi á lóð nr. 16 við Akrasel.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufndar skipulagsstjóra frá 3. október 2008 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 2. október 2008.Stækkun: XXX ferm., XXX rúmm.
Gjöld kr. 7.300 + XXX
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Ekki er unnt að samþykkja stækkun út fyrir byggingarreit samanber umsögn skipulagsstjóra.

2. Ásholt 2-42 (01.242.005) 103030 Mál nr. BN038969
Ásholt 2,húsfélag, Ásholti 2, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja glerskála yfir stiga við bílgeymslu fjölbýlishússins á lóð nr. 2-42 við Ásholt.
Erindi fylgir fundargerð húsfélags dags. 15. apríl 2008 ásamt útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 3. október 2008.Stækkun: 10 ferm., 48 rúmm.
Gjald kr. 7.300 + 3.504
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

3. Baldursgata 33 (01.184.207) 102029 Mál nr. BN039001
Joco ehf, Skipholti 50D, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að breyta gerð svalahandriða frá áður samþykktum teikningum við einbýlishús á lóð nr. 33 við Baldursgötu.
Skriflegt samþykki eigenda lóðarinnar Freyjugata 11og 11a liggur fyrir dagsett 21.08.2008.
Gjald kr. 7.300
Frestað.
Milli funda.

4. Barónsstígur 31 (01.191.028) 102486 Mál nr. BN039035
Oddur Garðarsson, Barónsstígur 33, 101 Reykjavík
Guðrún Racel Eiríksson, Barónsstígur 33, 101 Reykjavík
Sótt er leyfi til breytinga á nýsamþykktu erindi BN036135 dags. 3.6.08 um hækkun á þaki um 50 cm til samræmis við aðliggjandi gafla á húsi á lóð nr. 31 við Barónsstíg.
Meðfylgjandi bréf frá húsbyggjanda dags. 29.9.08
Stækkun 53,3 rúmm.
Gjald kr. 7.300 + 3.891
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst fyrir útgáfu á byggingarleyfi.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

5. Barónsstígur 33 (01.191.027) 102485 Mál nr. BN039034
Ragnhildur Árnadóttir, Barónsstígur 33, 101 Reykjavík
Sótt er leyfi til breytinga á nýsamþykktu erindi BN036134 dags. 3.6.08 um hækkun á þaki um 50 cm til samræmis við aðliggjandi gafla á húsi á lóð nr. 33 við Barónsstíg.
Meðfylgjandi bréf frá húsbyggjanda dags. 29.9.08
Stækkun 108,9 rúmm.
Gjald kr. 7.300 + 7.950
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst fyrir útgáfu á byggingarleyfi.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

6. Bleikargróf 1 (01.889.015) 115729 Mál nr. BN039006
Þorsteinn Hauksson, Bleikargróf 1, 108 Reykjavík
Ásta Svavarsdóttir, Bleikargróf 1, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja viðbyggingu og aðra hæð úr timbri við einbýlishús með innbyggðri bílgeymslu á lóð nr. 1 við Bleikargróf .
Stærðir: Stækkun XXXX ferm. XXXX rúmm.
Samtals eftir stækkun 248,8 ferm. 877,3 rúmm.
Gjald kr. 7.300 + XXXXX
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Vakin er athygli á því að mikilvægt er að eldri hús og viðbyggingar myndi heilstæða mynd.

7. Brúnastekkur 3 (04.615.202) 111825 Mál nr. BN038987
Bragi Skúlason, Brúnastekkur 3, 109 Reykjavík
Sótt er um endurnýjun byggingarleyfis BN036482 dags. 4.9.2007 til að byggja viðbyggingar við norður- og austurhlið, að byggja sólstofu við vesturhlið, og til að breyta gluggum og innra skipulagi í einbýlishúsi á lóð nr. 3 við Brúnastekk.
Stækkun: 29,3 ferm. og 71,3 rúmm.
Gjald kr. 7.300 + 5.205
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

8. Dalsel 6-22 (04.948.701) 113071 Mál nr. BN039002
Guðmundur Steinsson, Víðigerði, 531 Hvammstangi
Sótt er um leyfi fyrir áður framkvæmdum breytingum í efri hluta rishæðar vegna eignaskiptayfirlýsingar í fjölbýlishúsi nr. 12 á lóð nr. 6-22 við Dalsel.
Afsal dagsett 16.08.1988, afsal dagsett 08.10.1976. afsal dagsett 13.02.2006.
Gjald kr. 7.300
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

9. Dugguvogur 8-10 (01.454.002) 105618 Mál nr. BN039024
Hansína Jensdóttir, Goðheimar 13, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta í íbúðir 2. og 3. hæð atvinnuhússins á lóðinni nr. 8-10 við Dugguvog.
Gjald kr. 7.300
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

10. Efstaleiti 10-14 (01.746.801) 107453 Mál nr. BN038876
Efstaleiti 10,12,14,húsfélag, Efstaleiti 14, 103 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir reyndarteikningum og að breyta þrem matshlutum í einn vegna eignaskiptasamnings. Helstu breytingar eru sameining íbúðar húsvarðar og hjúkrunarfræðings í eina, tilfærsla eldvarnarhurða á íbúðargöngum ásamt leiðréttingum á vanteiknaðri sundlaug, heitum potti og áhaldageymslu og leiðréttingu á útliti stigahúss fjölbýlishúss á lóð nr. 10,12 og 14 við Efstaleiti.
Meðfylgjandi er bréf frá umsækjanda með ítarlegri samantekt á þeim breytingum, sem framkvæmdar hafa verið.
Gjald kr. 7.300
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst til þess að samþykktin öðlist gildi.

11. Faxafen 2 (01.460.303) 105662 Mál nr. BN038813
Góa-Linda sælgætisgerð ehf, Pósthólf 120, 222 Hafnarfjörður
Helgi Vilhjálmsson, Skjólvangur 1, 220 Hafnarfjörður
Sótt er leyfi fyrir reyndarteikningum af veitingahúsi á lóð nr. 2 við Faxafen.
Meðfylgjandi er stöðuúttekt hönnuðar dags. 12.8.2008.
Gjald kr. 7.300
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

12. Flókagata 57 (01.270.013) 103556 Mál nr. BN038939
Auður Kamma Einarsdóttir, Flókagata 57, 105 Reykjavík
Magnús Davíð Norðdahl, Skólavörðustígur 33a, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að setja nýjan Velux þakglugga í þak íbúðarhúss á lóð nr. 57 við Flókagötu.
Meðfylgjandi er staðfesting frá burðarvirkjahönnuði um burð í þaki.
Gjald kr. 7.300
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.

13. Flugvallarv. Keiluh. (01.751.201) 107467 Mál nr. BN039017
Öskjuhlíð ehf, Flugvallarvegi, 101 Reykjavík
Aðhald ehf, Flugvallarvegi, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja nýja geymslu úr léttum byggingarefnum á 2. hæð mhl. 01, einnig er sótt um stöðuleyfi fyrir 30 ferm. reyktjald við norðurhlið 2. hæðar skv. brunast. 137.DR1 sioline FR725 við Keiluhöllina í Öskjuhlíð við Flugvallarveg.
Stærðir stækkun 6,2 ferm., 14 rúmm.
Gjald kr. 7.300 + 1.022
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Leyfi fyrir tjaldi er veitt til tveggja ára.

14. Freyjugata 34 (01.196.004) 102632 Mál nr. BN038982
Hervör Alma Árnadóttir, Freyjugata 34, 101 Reykjavík
Sótt erum leyfi til að endurnýja byggingarleyfi BN029085 um að setja nýjar svalir á suðvesturhlið í fjölbýlishúss á lóð nr. 34 við Freyjugötu.
Gjald kr. 7.300
Frestað.
Vantar samþykki meðeigenda.

15. Friggjarbrunnur 47A 205818 Mál nr. BN038912
Orkuveita Reykjavíkur, Bæjarhálsi 1, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja hús fyrir dælustöð, dreifistöð og gagnaveitu úr steinsteypu á einni hæð með flötu þaki á lóð nr. 47-49 við Friggjarbrunn.
Stærðir: 72 ferm., 355,9 rúmm.
Gjald kr. 7.300 + 25.980
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

16. Frostaskjól 7 (01.515.610) 105870 Mál nr. BN038779
Daníel Magnús Guðlaugsson, Frostaskjól 7, 107 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja viðbyggingu úr steinsteypu vestan megin við einbýlishúsið á lóð nr. 7 við Frostaskjól.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 3. október 2008 fylgir erindinu.
Grenndarkynning stóð frá 28. ágúst til og með 25. september 2008. Engar athugasemdir bárust.
Stækkun 49,9 ferm., 187 rúmm.
Gjald kr. 7.300 + 13.651
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

17. Geirsgata 3a-7c (01.117.306) 100086 Mál nr. BN038905
Kjartan Halldórsson, Asparfell 2, 111 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja glerskála framan við veitingahúsið nr. 5 á lóð nr. 3a-7c við Geirsgötu.
Stækkun: 24,7 ferm., 61,9 rúmm.
Gjald kr. 7.300 + 4.519
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

18. Grensásvegur 3-7 (01.461.001) 105664 Mál nr. BN038903
Raftæknistofan hf, Grensásvegi 3, 108 Reykjavík
Sótt er um endurnýjun á byggingaleyfi BN036266 dags. 24. júlí 2007, þar sem sótt var um leyfi fyrir viðbyggingu (með burðarvirki úr stáli), á annarri hæð húss nr. 3 við Grensásveg, með viðbyggingu er kaffistofa stækkuð og komið fyrir útgangi út á svalir í suður í skrifstofuhúsnæði nr. 5 á lóð nr. 3-7 við Grensásveg.
Samþykki meðlóðarhafa fylgdi með deiliskipulagsbreytingu.
Stærðir: Stækkun 68,2 ferm., 233,5 rúmm.
Gjald kr. 7.300 + 17.046
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst fyrir útgáfu á byggingarleyfi.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

19. Grensásvegur 26 (01.801.213) 107634 Mál nr. BN039009
Samasem ehf, Grensásvegi 22-24, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að vestasti hluti af séreigninni 0101, fastanr. 203-3515, að brúttóstærð 123,6 ferm verði skilinn frá séreigninni og verði ný séreign í húsinu og fái nýtt fastanr. Nýting hinnar nýju séreignar verður með sambærilegum hætti og nú er í húsi á lóð nr.26 við Grensásveg.
Samþykki eigenda húseignar Grensásvegi 26 og fyrirspurn BN038776 fylgir.
Gjald kr. 7.300
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst til þess að samþykktin öðlist gildi.

20. Hallveigarstígur 1 (01.171.208) 101389 Mál nr. BN038899
Landic Ísland ehf, Kringlunni 4-12, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að að breyta innréttingum á allri 1. hæð og innrétta þar Bónusverslun í húsi á lóð nr. 1 við Hallveigarstíg.
Meðfylgjandi er yfirlýsing húseigenda, starfsfólks og félagasamtaka, sem hafa aðstöðu í húsinu. Sömuleiðis umsögn skipulagsstjóra dags. 18.8.2008. Einnig bréf frá Jóhannesi í Bónus dags. september 2008. Nágranni hafði samband símleiðis og óskaði eftir því að málið yrði grenndarkynnt og leitað yrði umsagnar umferðaryfirvalda vegna aukinnar umferðar. Meðfylgjandi er einnig tölvupóstur frá emb. byggfltr. til hönnuðar.
Gjald kr. 7.300
Frestað.
Vísað til fyrri athugasemda á umsóknarblaði vegna filmu í gluggum.

21. Haukdælabraut 104 (05.113.502) 214821 Mál nr. BN038902
Óskar Örn Ágústsson, Fálkahöfði 8, 270 Mosfellsbær
Ásta Jenný Sigurðardóttir, Fálkahöfði 8, 270 Mosfellsbær
Sótt er um leyfi til að byggja staðsteypt einbýlishús einangrað að utan og með timburþaki á lóð nr. 104 við Haukdælabraut.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 19. september 2008 fylgir málinu.Stærðir: 1. hæð íbúð 115,9 ferm., 2. hæð íbúð 123,9 ferm., bílskúr 52,3 ferm., samtals 2. hæð 176,2 ferm.
Samtals íbúð 239,8 ferm.
Samtals allt húsið 292,1 ferm., 1.045,6 rúmm.
Gjöld kr. 7.300 + 76.329
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

22. Háaleitisbraut 68 (01.727.301) 107329 Mál nr. BN038993
Landsvirkjun, Háaleitisbraut 68, 103 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að endurnýja byggingarleyfi BN035648 fyrir stækkun á 1. hæð með tilheyrandi breytingu á gangstétt á lóð ásamt minnháttar breytingu í kjallara og á 1. hæð ásamt því að uppfæra brunavarnir í Austurveri Verslunarmiðstöð á lóðinni nr. 68 við Háaleitisbraut.
Stærðir: Stækkun 280,9 ferm., 1223,6 rúmm.
Gjald kr. 7.300 + 89.323
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst fyrir útgáfu á byggingarleyfi.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

23. Hringbraut Landsp. (01.198.901) 102752 Mál nr. BN038968
Landspítali, Eiríksgötu 5, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta lítillega stærðum og burðarvirki áður samþykktra teikninga sbr. erindi BN038195 af skrifstofu- og geymsluhúsnæði á tveim hæðum úr stáli, timbri og steinsteypu ofan á núverandi kjallara í kverk við vesturhlið norðan elsta hluta Landspítalans.
Stærðir fyrra erindi: Neðri hæð 117,3 ferm., efri hæð 117,3 ferm., samtals 234,6 ferm., 841 rúmm.
Stærðir nýtt erindi: Neðri hæð 112 ferm., efri hæð 112 ferm. samtals 224 ferm., 811,3 rúmm.
Minnkun: 10,6 ferm., 29,7 rúmm.
Gjald kr. 7.300 + 59.225
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

24. Hvassaleiti 6-10 (01.722.302) 107296 Mál nr. BN038984
Sigfús Harðarson, Hvannabraut 4, 780 Höfn
Sótt er um leyfi til að stækka íbúð í kjallara fjölbýlishússins nr. 6 á lóð nr. 6-10 við Hvassaleiti.
Málinu fylgir afrit af kaupsamningi dags. 8. ágúst 2008.
Gjald kr. 7.300
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst til þess að samþykktin öðlist gildi.

25. Jónsgeisli 59 (04.113.406) 189836 Mál nr. BN038958
Heimir Ríkarðsson, Jónsgeisli 59, 113 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja skjólgirðingu úr timbri á suðvesturhorni lóðar og við götu við einbýlishús á lóð nr. 59 við Jónsgeisla.
Samþykki nágranna nr. 57 og 37 liggur fyrir á teikningu nr. 06. Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 3. október 2008 fylgir erindinu.
Gjald kr. 7.300
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

26. Karfavogur 31 (01.445.010) 105550 Mál nr. BN038978
Ari Jónsson, Karfavogur 31, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir innri breytingum í kjallara vegna nýs eignaskiptasamnings í fjölbýlishúsi á lóð nr. 31 við Karfavog.
Fundargerð Húsfélags Karfavogar 31 dagsett 10.04.08 fylgir
Gjald kr. 7.300
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

27. Kirkjustétt 2-6 (04.132.201) 188525 Mál nr. BN038907
BS-eignir ehf, Kirkjustétt 2-6, 110 Reykjavík
Sótt er um breytingar innanhúss á staðsetningu afgreiðsluborðs, lagerrýma og kæla í Mhl.02 - 0102, 0103, 0104 og staðsetningu vinnuborða og kæla í Mhl. 03 - 0103 í verslunarhúsi á lóð nr. 2-6 við Kirkjustétt.
Gjald kr. 7.300
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

28. Krókháls 11 (04.141.101) 200479 Mál nr. BN039010
Festing ehf, Suðurlandsbraut 18, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir reyndarteikningar sem eru í því fólgnar að fjarlægja steyptan stiga milli 1. og 2. hæðar í miðjubyggingu og breyta innra skipulagi á 1. hæð í atvinnuhúsi á lóð nr. 11 við Krókháls.
Gjald kr. 7.300
Frestað.
Þar sem um brunahönnun er að ræða skal fara eftir vinnureglum forvarnarsviðs slökkviliðs höfuðborgarsvæðis.

29. Kvistaland 1-7 (01.863.301) 108806 Mál nr. BN038904
Svava Þorgerður Johansen, Bakkaflöt 8, 210 Garðabær
Sótt er um leyfi til að breyta og byggja við einbýlishúsið nr. 1 á lóð nr. 1-7 við Kvistaland.
Erindi fylgir samþykki meðlóðarhafa áritað á uppdrátt dags. 11. september 2008 ásamt útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 3. október 2008.
Stækkun: 1. hæð 102,6 ferm., kjallari 12,3 ferm.
Samtals stækkun 114,9 ferm., xx rúmm.
Heildarstærðir húss eftir stækkun: 412,6 ferm. og 1.717,6 rúmm.
Gjald kr. 7.300 + xx
Frestað.
Vantar að gefa upp stækkun í rúmm.

30. Laugavegur 178 (01.251.102) 103436 Mál nr. BN038621
Vallhólmi ehf, Hjallalandi 8, 108 Reykjavík
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 15.júlí 2008 þar sem sótt er um leyfi til að byggja bílageymslu neðanjarðar á lóðinni Laugavegur 178. Bílastæði inni 34 úti 115 samtals bílastæði á lóð 149.
Meðfylgandi er samkomulag eigenda dags. 27. júní 2008.
Tillagan var grenndarkynnt frá 1. ágúst til og með 1. september 2008. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir:
Ingi Már Helgason fh. Lx-fasteigna dags. 26. ágúst 2008, Ottó Eðvarðsson fh. Reykjafells hf dags. 29. ágúst 2008, Lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 5. september 2008.
Einnig lagt fram bréf frá Jóni Guðna Óskarssyni fh. OR dags. 28. ágúst þar sem vakin er athygli á kvöðum um lagnir á mæliblaði 1.252.1 ásamt samþykki Landic Ísland dags.23. september 2008.
Stærðir. 794,2 ferm; 2.382,6 rúmm.
Gjald kr. 7.300 + 7.300 + 173.929
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst fyrir útgáfu á byggingarleyfi.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

31. Laugavegur 26 (01.172.205) 101460 Mál nr. BN039018
Landic Ísland ehf, Kringlunni 4-12, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til breytinga á nýsamþykktu erindi BN038142 dags. 6.5.2008 um breytta gluggaskipan á 5. hæð atvinnuhúss á lóð nr. 26 við Laugaveg.
Gjald kr. 7.300
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst fyrir útgáfu á byggingarleyfi, vegna áður samþykktrar ofanábyggingar.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

32. Laugavegur 81 (01.174.126) 101601 Mál nr. BN038991
Laugavegur 81,húsfélag, Laugavegi 81, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir reyndarteikningar með eftirtöldum breytingum frá síðustu samþykktum:
Kjallari sameign: A - Nýr stigi milli kjallara og 1. hæðar er settur í geymslu, sem þar með fellur niður. B - Í inntaksherbergi vrður þvottur og ræsting. C - Fyrrverandi þvottur breytist í geymslur.
1. hæð sameign. A - Nýr stigi milli 1. hæðar og kjallara.
1. hæð veitingahús. A - Ný ræsting í uppþvottaherbergi.
2. hæð stigagangur norður. A - Stigi milli 2. og 3. hæðar fellur niður.
2. hæð íbúð norður. A - Stigahús norður og hluti sameignar tilheyrir nú íbúðinni. B - Ný sólstofa byggð yfir hálfar svalirnar.
2. hæð Veitingastaður. A - Annar svalagluggi í veitingasal fellur niður.
3. hæð Íbúð suður. A - Inngangur íbúðar stækkar út á stigapall. B - Ný hurð frá eldhúsi út á nýjar svalir (þak sólstofu á 2. hæð). C - Nýr stigi frá vinnuherbergi upp í risherbergi á 4. hæð.
3. hæð íbúð norður. A - Aðgengi frá sameign hefur breyst.
3. hæð stigagangur norður. A - Stigi milli 3. og 2. hæðar fellur niður.
Rishæð íbúð suður. A - Geymslur á 4. hæð verða að risherbergi sem tilheyrir suðuríbúð á 3ju hæð, þar eru tveir nýir Veluxgluggar.
Rishæð - Tvö herbergi í risi fá salerni og eldhús til eigin afnota og svalir í norður, fyrir fjöleignahús á lóð nr. 81 við Laugaveg.
Meðfylgjandi er skýringamynd frá arkitekt á breytingunum, dags. maí 2008.
Stækkun sólstofu: xxx ferm., xxxx rúmm.
Gjald kr 7.300 + xxx
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

33. Mjölnisholt 12-14 (01.241.104) 211626 Mál nr. BN039007
Miðbæjarbyggð ehf, Stórholti 1, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að stækka hótelhluta í B-álmu, jafnframt er innra skipulagi breytt, einkum á 1. hæð í A-álmu í húsi á lóð nr. 12-14 við Mjölnisholt.
Stækkun 106 ferm., 301 rúmm.
Gjald kr. 7.300 + 21.973
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

34. Norðurgrafarvegur 2 (34.535.101) 206616 Mál nr. BN039016
Blikksmiðjan Grettir ehf, Ármúla 19, 108 Reykjavík
Sótt er um takmarkað byggingarleyfi fyrir undirstöðum og grunnplötu á lóðinni nr. 2 við Norðurgrafarveg.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Samþykktin fellur úr gildi við útgáfu á endanlegu byggingarleyfi.
Vegna útgáfu á takmörkuðu byggingarleyfi skal umsækjandi hafa samband við yfirverkfræðing embættis byggingarfulltrúa.

35. Óðinsgata 15 (01.184.519) 102124 Mál nr. BN038692
Sigurgísli Bjarnason, Óðinsgata 15, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir svalir með burðarvirki úr stáli og klætt með timbri á austurhlið 3. hæðar íbúðarhúss á lóð nr. 15 við Óðinsgötu.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 3. október 2008 fylgir erindinu.
Grenndarkynning stóð frá 3. september 2008 til og með 1. október 2008. Engar athugasemdir bárust.
Gjald kr. 7.300
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

36. Reykás vatnsgeymir (04.383.401) 180379 Mál nr. BN038838
Orkuveita Reykjavíkur, Bæjarhálsi 1, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir breytingum innanhúss og bílastæðum við vatnsgeymi/lokahús á lóð nr. 30 við Reykás.
Gjald kr. 7.300
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.

37. Rituhólar 8 (04.646.612) 111979 Mál nr. BN038444
Þröstur K Sveinbjörnsson, Rituhólar 8, 111 Reykjavík
Ólafur Magnússon, Rituhólar 8, 111 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að gera við steypuskemmdir, klæða með 30/60 cm flísaklæðningu á álleiðara og endurgera handrið úr áli á íbúðarhúsi á lóð nr. 8 við Rituhóla.
Meðfylgjandi er yfirlýsing burðarvirkjahönnuðar um ástand útveggja dags. 25.8.2008
Gjald kr. 7.300
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

38. Selásbraut 109 (04.388.602) 111596 Mál nr. BN039008
Framkvæmda- og eignasvið Reykja, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta þrem opnum skólastofum í lokaðar í Selásskóla á lóð nr. 109 við Selásbraut.
Gjald kr. 7.300
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

39. Sifjarbrunnur 32 (05.055.405) 211686 Mál nr. BN038997
Friðgeir Kemp, Eskivellir 9b, 221 Hafnarfjörður
Hulda Hákonardóttir, Eskivellir 9b, 221 Hafnarfjörður
Sótt er um leyfi til að breyta byggingaraðferð úr staðsteyptum útveggjum í steypu í plasteiningamót á nýsamþykktu einbýlishúsi, BN037777 dags. 1. apríl 2008, á lóð nr. 32 við Sifjarbrunn.
Gjald kr. 7.300
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

40. Skaftahlíð 7 (01.273.011) 103620 Mál nr. BN039013
Sigfús Guðbrandsson, Skaftahlíð 7, 105 Reykjavík
Sótt er um samþykki fyrir reyndarteikningum vegna eignaskiptasamnings fyrir fjölbýlishús á lóð nr. 7 við Skaftahlíð.
Gjald kr. 7.300
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

41. Skúlatún 2 (01.220.003) 102779 Mál nr. BN038569
Höfðatorg ehf, Skúlagötu 63, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til breytinga á innra skipulagi og eldvörnum í skrifstofubyggingunni á lóð nr. 2 við Skúlatún.
Gjald kr. 7.300
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

42. Skútuvogur 11 (01.427.001) Mál nr. BN038957
HJ fasteignir ehf, Skútuvogi 11, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja eina hæð með burðarvirki úr stáli, klæddu með áli, steyptri gólfplötu og timburþaki ofan á tengibyggingu ásamt breytingum innanhúss með tilfærslum á milliveggjum í atvinnuhúsi á lóð nr. 11 við Skútuvog.
Meðfylgjandi er yfirlýst samþykki eigenda Skútuvogs 11A fyrir breytingunum ásamt útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 3. október 2008.
Stærðir: Stækkun 367,5 ferm., 1.442,5 rúmm.
Samtals eftir stækkun 4.379,7 ferm., 19.546,2 rúmm.
Gjald kr. 7.300 + 105.303
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

43. Sóleyjargata 15 (01.185.401) 102185 Mál nr. BN038955
Birgir Birgisson, Sóleyjargata 15, 101 Reykjavík
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 30. september 2008 þar sem sótt er um leyfi til að skipta í tvær sjálfstæðar íbúðir íbúðarhúsinu á lóð nr. 15 við Sóleyjargötu.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 3. október 2008 fylgir erindinu.
Gjald kr. 7.300
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst til þess að samþykktin öðlist gildi.
Komi til breytinga á gatnakerfi eða götulýsingu borgarinnar skal sá kostnaður greiðast af umsækjanda.

44. Spöngin Skiptistöð við 7-9 Mál nr. BN038732
Framkvæmda- og eignasvið Reykja, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík
Sótt erum leyfi til að flytja núverandi gám (aðstöðu vagnstjóra) frá Spöng/Móaveg á nýja skiptistöð Strætó við Borgaveg.
Málinu fylgir bréf skipulagsstjóra dags. 18. ágúst 2008.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 3. október 2008 fylgir erindinu.
Gjald kr 7.300
Frestað.
Með vísan til bókunar skipulagsstjóra frá 3. október 2008.

45. Suðurhús 5 (02.848.805) 109898 Mál nr. BN038910
Bjarnfreður H Ólafsson, Suðurhús 5, 112 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja við og stækka úr sömu byggingarefnum og núverandi hús, steypu og timbri, einbýlishús á lóð nr. 5 við Suðurhús.
Meðfylgjandi eru teikningar í A3, sem sýna breytingar.
Stærðir stækkun: 13 ferm., 59,1 rúmm.
Samtals eftir stækkun: 223 ferm., 828,1 rúmm.
Gjald kr. 7.300 + 4.314
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

46. Sæmundargata 4 og 10 106638 Mál nr. BN038115
Háskóli Íslands, Suðurgötu, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir minnháttar breytingum á erindi BN035572 breytingar sem gerðar hafa verið meðan á byggingatíma stóð og eru þessar teikningar aðlögun að því og hafa ekki áhrif á rýmisskipan eða stærðir hússins á lóðinni nr. 10 við Sæmundargötu á lóð Háskóla Íslands við Suðurgötu.
Gjald kr. 7.300
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

47. Túngata 26 (01.137.201) 100655 Mál nr. BN039003
Landspítali, Eiríksgötu 5, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að staðsetja 3.130 kg. súrefniskút norðan við aðalbyggingu á baklóð Landakotsspítala á lóð nr. 26 við Túngötu.
Gjald kr. 7.300
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.

48. Urðarbrunnur 60 (05.054.502) 205793 Mál nr. BN038996
Pétur Sævald Hilmarsson, Grenimelur 29, 107 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta byggingaraðferð nýsamþykkts einbýlishúss úr staðsteypu í forsteyptar einingar BN038331 dags. 27. maí 2008, á lóð nr. 60 við Urðarbrunn.
Gjald kr. 7.300
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
Vottun eininga skal skila fyrir úttekt á botnplötu.

49. Urðarbrunnur 60 (05.054.502) 205793 Mál nr. BN039022
Margrét Kristjana Sverrisdóttir, Grenimelur 29, 107 Reykjavík
Pétur Sævald Hilmarsson, Grenimelur 29, 107 Reykjavík
Sótt er um takmarkað byggingarleyfi fyrir sökklum og grunnplötu á lóðinni nr. 60 við Urðarbrunn.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Samþykktin fellur úr gildi við útgáfu á endanlegu byggingarleyfi.
Vegna útgáfu á takmörkuðu byggingarleyfi skal umsækjandi hafa samband við yfirverkfræðing embættis byggingarfulltrúa.

50. Vatnsendakriki - Lokahús Mál nr. BN038840
Orkuveita Reykjavíkur, Bæjarhálsi 1, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að staðsteypa með flötu torfþaki lokahús Orkuveitunnar fyrir kalt vatn í Vatnsendakrikum.
Húsið er hnitasett á afstöðumynd.
Stærðir 34,8 ferm., 138,9 rúmm.
Gjald kr. 7.300 + 10.140
Frestað.
Skráningartafla óbreytt ekki í lagi.

51. Vesturberg 8-30 (04.666.404) 112089 Mál nr. BN039011
Vesturberg 8,10,26,28,30,húsfél, Vesturbergi 26, 111 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að klæða með sléttum álplötum á álgrind og einangra með 50 mm veggull suðurgafl og austurhlið og skipta út gluggum á austurhlið fjölbýlishúss nr. 6 - 8 og 26 - 30 á lóð nr. 8 - 30 við Vesturberg.
Gjald kr. 7.300
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

52. Þingholtsstræti 2-4 (01.170.205) 101333 Mál nr. BN038778
Íslenska eignafélagið ehf, Suðurlandsbraut 46, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að endurnýja ytra byrði, dýpka kjallara og hækka ris atvinnuhússins á lóð nr. 2-4 við Þingholtsstræti.
Stækkun: 193,1 ferm., 982,5 rúmm.
Gjald kr. 7.300 + 71.723
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.

53. Þorláksgeisli 72 (04.135.703) 189647 Mál nr. BN038894
Óttar Möller, Þorláksgeisli 72, 113 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir áður gerðri breytingu á bílgeymsluhurð og til að breyta útitröppum á einbýlishúsi á lóð nr. 72 við Þorláksgeisla.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 3. október 2008 fylgir erindinu.Gjald 7.300
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

54. Ægisgata 10 (01.131.213) 100182 Mál nr. BN039004
Frjálsi fjárfestingarbankinn hf, Lágmúla 6, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innra skiplagi íbúða 0102 og 0103 á 1. hæð svo og innrétta þrjár geymslur í staðinn fyrir tvær í kjallara í fjölbýlishúsi á lóð nr. 10 við Ægisgötu.
Gjald kr. 7.300
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

Ýmis mál

55. Jafnasel 6 (04.993.103) 113284 Mál nr. BN039033
Brimborg ehf, Bíldshöfða 6, 110 Reykjavík
Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúa til að breyta mörkum lóðarinnar Jafnasel 6 eins og sýnt er á meðsendum uppdrætti landupplýsingadeildar dags. 24. september 2008.
Við breytinguna stækkar lóðin Jafnasel 6 úr 1851 ferm í 2079 ferm. Sjá samþykki skipulagsstjóra um breytingu á deiliskipulagi dags. 15. ágúst 2008.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Lóðarmarkabreytingin tekur gildi þegar þinglýst hefur verið yfirlýsingu um breytt lóðamörk.

56. Vagnhöfði 7 (04.062.304) 110633 Mál nr. BN039020
Byggingafélagið Burst ehf, Bæjarlind 14-16, 201 Kópavogur
Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúa til að breyta mörkum lóðarinnar Vagnhöfði 7 eins og sýnt er á meðsendum uppdrætti landupplýsingadeildar dags. 22. september 2008.
Við breytinguna stækkar lóðin Vagnöfði 7 úr 2610 ferm í 3128 ferm. Sjá deiliskipulagsbreytingu sem samþykkt var í borgarráði 16. júní 2005.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Lóðarmarkabreytingin tekur gildi þegar þinglýst hefur verið yfirlýsingu um breytt lóðarmörk.

Fyrirspurnir

57. Aðalstræti 8 (01.136.503) 100593 Mál nr. BN038975
Arkís ehf, Aðalstræti 6, 101 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að stækka hótel Plaza sem er með núverandi starfsemi í Aðalstræti 4 með því að opna á milli á tveimur stöðum í Aðalstæti 6 á lóð nr. 8 við Aðalstræti
Meðfylgjandi er bréf frá höfundi og fyrirspurn BN038820 sem var jákvæð ásamt útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 3. október 2008.
Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingarleyfi og því fylgi viðeigandi samþykki meðeigenda.

58. Garðastræti 21 (01.136.523) 100612 Mál nr. BN038988
Arnar Arnarsson, Birkihlíð 48, 105 Reykjavík
Nada Sigríður Dokic, Birkihlíð 48, 105 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að byggja 3. hæð ofan á eins og samþykktar teikningar frá árinu 1927 sýna af íbúðarhúsinu á lóð nr. 21 við Garðastræti.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.

59. Hamraberg 24-26 (04.673.004) 112147 Mál nr. BN038989
Sigríður Eggertsdóttir, Hamraberg 24, 111 Reykjavík
Stefán Egill Þorvarðarson, Hamraberg 24, 111 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að byggja kaldan sólskála í parhúsi 24 á lóð nr. 24-26 við Hamraberg.
Lýsing af fyrirspurninni svo og samþykki eigenda á Hamrabergi 26
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.

60. Háaleitisbraut117-123 (01.294.204) 103826 Mál nr. BN039027
Birgir R Jensson, Háaleitisbraut 123, 108 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að koma fyrir gönguhurð á bakhlið bílskúrs nr. 123 á lóð nr. 117-123 við Háaleitisbraut.
Frestað.
Milli funda.

61. Hverfisgata 56 (01.172.103) 101441 Mál nr. BN038985
Basalt ehf, Pósthólf 806, 121 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að skrá eign á 2. hæð sem ósamþykkta íbúð í íbúðar- og atvinnuhúsinu á lóð nr. 56 við Hverfisgötu.
Nei.
Samræmist ekki byggingarreglugerð.

62. Laugavegur 60 (01.173.115) 101532 Mál nr. BN038986
Kundan Raj Mishra, Maríubakki 4, 109 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að innrétta veitingastað í atvinnuhúsinu nr. 60 við Laugaveg.
Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingarleyfi.

63. Rauðalækur 16 (01.343.308) 104007 Mál nr. BN038999
Kristín Þórhalla Þórisdóttir, Rauðalækur 16, 105 Reykjavík
Spurt er hvort bæta megi við glugga á 1.hæð suðurhliðar á fjölbýlishúsi á lóð nr. 16 við Rauðalæk.
Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingarleyfi sem viðeigandi samþykki meðeigenda fylgi.

64. Rjúpufell 21-35 (04.686.301) 112345 Mál nr. BN038990
Alfa Ágústa Pálsdóttir, Rjúpufell 33, 111 Reykjavík
Rjúpufell 33,húsfélag, Rjúpufelli 33, 111 Reykjavík
Spurt er hvort leyfi fengist fyrir að flytja núverandi frárennslislögn frá bílastæði, sem hefur verið stífluð í mörg ár, og svo ekki þurfi að grafa og brjóta upp grasflöt og bílastæði nágranna, heldur er farið með lögnina eins og myndin sýnir á lóð 33, á lóð 21-35 við Rjúpufell.
Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingarleyfi, hafa skal samband við OR samnaber umsögn á fyrirspurnarblaði, komi til framkvæmda skal skila uppdráttum til embættis byggingarfulltrúa af fyrirhugaðri lögn og sækja um úttektir.

65. Skólastræti 3 (01.170.202) 101330 Mál nr. BN038391
Óttar Magnús G Yngvason, Birkigrund 23, 200 Kópavogur
Spurt er um leyfi til að rífa húsið Skólastræti 3B og byggja stærra í svipuðum stíl og núverandi hús.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 4. júlí 2008 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 27. júní 2008, umsögn Húsafriðunarnefndar dags. 25. ágúst 2008 og Minjasafns Reykjavíkur dags. 3. október 2008.
Jákvætt.
Með vísan til umsagna skipulagsstjóra, Húsafriðunarnefndar og Minjasafns Reykjavíkur.
Umsókn um niðurrif hússins verður þó ekki samþykkt fyrr en fyrir liggur breyting á deiliskipulagi ásamt jákvæðri umfjöllun um aðaluppdrætti.

66. Stangarholt 36 (01.246.208) 103315 Mál nr. BN038911
Verity Louise Sharp, Stangarholt 36, 105 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að byggja tvöfaldan bílskúr í suðurhorni lóðar með aðkomu frá Nóatúni eins og sýnt er á meðfylgjandi teikningum af íbúðarhúsinu á lóð nr. 36 við Stórholt.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 3. október 2008 fylgir erindinu ásamt umsögn lögfræði/stjórnsýslu og skipulagsstjóra dags. 3. október 2008.
Neikvætt.
Með vísan til umsagna frá 3. október 2008.

67. Víðidalur, B-Tröð 7 (04.765.307) 112477 Mál nr. BN038943
Björn Sigurðsson, Fellahvarf 25, 203 Kópavogur
Spurt er hvort breikka megi hesthúsið úr 9,5 metrum í 11 metra, ef ekki 11 metra þá hversu marga metra má hesthúsið á lóð nr. 7 við B-tröð stækka.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 3. október 2008 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 3. október 2008.
Jákvætt.
Að breikka í 10 m samanber umsögn skipulagsstjóra, enda verði sótt um byggingarleyfi.


Fundi slitið kl. 14.20.

Magnús Sædal Svavarsson
Bjarni Þór Jónsson Björn Kristleifsson
Sigrún Reynisdóttir Þórður Búason
Jón Hafberg Björnsson Eva Geirsdóttir