Umhverfis- og skipulagsráð - og skipulagsráð

Umhverfis- og skipulagsráð

Skipulagsráð

Ár 2008, miðvikudaginn 24. september kl. 09.05, var haldinn 148. fundur skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 10-12, 7. hæð, (Hof Ráðssal). Viðstaddir voru: Júlíus Vífill Ingvarsson, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Kristján Guðmundsson, Stefán Benediktsson, Björk Vilhelmsdóttir, Álfheiður Ingadóttir og áheyrnarfulltrúinn Magnús Skúlason. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Magnús Sædal Svavarsson, Ágúst Jónsson, Ágústa Sveinbjörnsdóttir og Marta Grettisdóttir. Auk þess gerðu eftirtaldir embættismenn grein fyrir einstökum málum: Margrét Þormar, Jóhannes S. Kjarval, Bragi Bergsson og Margrét Leifsdóttir.
Fundarritari var Helga Björk Laxdal.

Þetta gerðist:

(A) Skipulagsmál

1. Afgreiðslufundir skipulagsstjóra Reykjavíkur. Mál nr. SN010070
fundargerð
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar skipulagsstjóra Reykjavíkur frá 19. september 2008.

2. Nýlendugata 24c. (01.131.1) Mál nr. SN080420
breyting á deiliskipulagi Nýlendureits
VA arkitektar ehf, Borgartúni 6, 105 Reykjavík
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram tillaga VA arkitekta, dags. 12. júní 2008 að breytingu á deiliskipulagi Nýlendureits vegna lóðar nr. 24c við Nýlendugötu. Grenndarkynning stóð yfir frá 20. júní til 18. júlí 2008. Lagt fram bréf Kristins Ólafssonar hrl. dags. 11. júlí 2008 fh. eigenda að Nýlendugötu 24b þar sem óskað er eftir að athugasemdafrestur verði framlengdur og var frestur framlengdur til 1. ágúst 2008. Athugasemdir bárust frá Daða Guðbjörnssyni Brunnstíg 5, dags. 20. júní 2008, Hörpu Þórsdóttur og Lindu Hrönn Kristjánsdóttur dags. 31. júlí, eigendur að Nýlendugötu 24A/B dags. 31. júlí 2008. Erindið er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 24. september 2008.
Samþykkt með þeim breytingum sem fram koma í umsögn skipulagsstjóra og með vísan til a-liðar 12. gr. samþykktar um skipulagsráð.

3. Blikastaðavegur 2-8. (02.4) Mál nr. SN080597
Breyting á deiliskipulagi
Arkþing ehf, Bolholti 8, 105 Reykjavík
Stekkjarbrekkur ehf, Smáratorgi 3, 201 Kópavogur
Lögð fram umsókn Stekkjarbrekkna ehf. dags. 18. september 2008 varðandi breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar nr. 2-8 við Blikastaðaveg. Í breytingunni felst stækkun byggingarreits fyrir skyggni/þak samkv. meðfylgjandi uppdrætti Arkþing dags. 14. júlí 2008.

Stefán Þór Björnsson tók sæti á fundinum kl. 9:10

Samþykkt með vísan til 12. gr. samþykktar um skipulagsráð. Samþykkt að falla frá kynningu þar sem breytingin varðar einungis hagsmuni lóðarhafa.
4. Lambhagavegur 2-4. (02.643.1) Mál nr. SN080588
Breyting á deiliskipulagi
THG Arkitektar ehf, Faxafeni 9, 108 Reykjavík
Lambhagavegur fasteignaféla ehf, Pósthólf 670, 121 Reykjavík
Lögð fram umsókn Ragnars Auðuns Birgissonar fh. Lambhagavegar Fasteignafélags mótt. 10. sept 2008 þar sem óskað er eftir breytingu á deiliskipulagi þannig að byggingarreitur á suðaustur hluta lóðarinnar, bakhlið hússins, stækki vegna breyttra þarfa við vörumóttöku. Aðrir skilmálar gilda óbreyttir. Meðfylgjandi eru uppdrættir dags. 18. ágúst 2008.
Samþykkt með vísan til 12. gr. samþykktar um skipulagsráð. Samþykkt að falla frá kynningu þar sem breytingin varðar einungis hagsmuni lóðarhafa.

5. Nauthólsvík. (01.66) Mál nr. SN080600
Breyting á deiliskipulagi
Háskólinn í Reykjavík ehf, Ofanleiti 2, 103 Reykjavík
Einar E Sæmundsen, Birkigrund 11, 200 Kópavogur
Lögð fram umsókn Háskólans í Reykjavík dags. 19. september 2008 um breytingu á deiliskipulagi Nauthólsvíkur vegna veitingaskála. Í breytingunni felst að mörk gildandi deiliskipulags eru lagfærð til samræmis við aðliggjandi lóðir, stækkun byggingarreits og tilfærslu á bílastæðum samkv. meðfylgjandi uppdráttum Landmótunar dags. 13. ágúst 1998 br. 16. september 2008.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu.
Vísað til borgararráðs.

6. Háskólinn í Reykjavík. (01.751) Mál nr. SN080603
Breyting á deiliskipulagi
Háskólinn í Reykjavík ehf, Ofanleiti 2, 103 Reykjavík
Einar E Sæmundsen, Birkigrund 11, 200 Kópavogur
Lögð fram umsókn Háskólan í Reykjavík dags. 19. september 2008 varðandi breytingu á deiliskipulagi Háskólan í Reykjavík. Í breytingunni felst að mörk deiliskipulagsins eru leiðrétt til samræmis við aðliggjandi lóðir og einni grein er bætt inn í gildandi skipulagsskilmála sem rýmka ákvæði varðandi kjallara samkv. meðfylgjandi uppdráttum Landmótunar dags. 19. september 2007 br. 9. september 2008.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu.
Vísað til borgararráðs.

7. Snorrabraut 60. (01.193.4) Mál nr. SN080484
Breyting á deiliskipulagi
Helgi Konráð Thoroddsen, Hjarðarhagi 19, 107 Reykjavík
Snorrabraut 60 ehf, Pósthólf 17, 121 Reykjavík
Að lokinni grenndarkynningu var lögð fram að nýju umsókn dags. 9. júlí 2008 um breytingu á deiliskipulagi. Breytingin felst í því að kvöð um gönguumferð á lóðarmörkum Snorrabrautar 60 og Egilsgötu 3 verði færð á lóð Egilsgötu 3. Einnig er sótt um fjölgun bílastæða og að innkeyrsla í bílakjallara verði á lóð Snorrabrautar 60. Meðfylgjandi er uppdráttur dags. 25. júní 2008. Grenndarkynning stóð frá 1. ágúst til og með 1. september 2008.
Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir: Jón Gauti Jónsson fh. húsfélags Domus Medica dags. 29. ágúst 2008. Athugasemdir kynntar. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra hjá skipulagsstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 17. september 2008.
Samþykkt með þeim breytingum sem fram koma í umsögn skipulagsstjóra og með vísan til a-liðar 12. gr. samþykktar um skipulagsráð.

Ráðið óskar eftir því að umhverfis- og samgöngusvið geri úttekt á svæðinu þar sem áhersla er lögð á gönguleiðir skólabarna í Austurbæjarskóla og kynni helstu niðurstöður fyrir ráðinu.

8. Hljómalindarreitur, reitur 1.171.1. (01.171.1) Mál nr. SN080601
Breyting á deiliskipulagi
Festar ehf, Klapparstíg 29, 101 Reykjavík
Benedikt T Sigurðsson, Sunnuvegur 1, 104 Reykjavík
Lögð fram umsókn Festa ehf. dags. 18. september 2008 varðandi breytingu á deiliskipulagi Hljómalindarreits 1.171.1. Í breytingunni felst aukin uppbygging breyttar götumyndir og fyrirkomulag á opnu torgi á miðju reitsins, samkv. meðfylgjandi deiliskipulagsuppdráttum og skýringaruppdr. arkitektur.is dags. 15. september 2008. Einnig er lögð fram greinargerð og skilmálar dags. 15. september 2008
Páll Tómasson og Guðrún F. Sigurðardóttir arkitektar frá arkitektur.is kynntu hugmyndir að uppbyggingu.

9. Borgartúnsreitir- Norður. Mál nr. SN080568
Breyting á deiliskipulagi
Lögð fram tillaga Hornssteina dags. ágúst 2008 að nýju deiliskipulagi Borgartúnsreits norður samkvæmt meðfylgjandi skýringarmyndum og uppdráttum dags. ágúst 2008. Lagðar fram athugasemdir frá Miðkletti eignarhaldsfélagi ehf. eigenda Borgartúns 33 dags. 28. ágúst 2008.
Ögmundur Skarphéðinsson og Ragnhildur Skarphéðinsdóttir arkitektar hjá Hornsteinum kynntu tillögur að nýju deiliskipulagi.
Samþykkt að kynna tillögurnar fyrir hagsmunaaðilum á skipulagssvæðinu, Framkvæmda- og eignaráði og Umhverfis- og samgönguráði.

10. Hlyngerði 6. (01.806.2) Mál nr. SN080405
Breytt deiliskipulag
Anna Lísa Sigurjónsdóttir, Hlyngerði 6, 108 Reykjavík
Örn Baldursson, Heiðargerði 84, 108 Reykjavík
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram umsókn um breytingar á skilmálum Espigerðis vegna lóðarinnar númer 6 við Hlyngerði skv. meðfylgjandi uppdráttum.
Grenndarkynningin stóð frá 12. júní til og með 10. júlí 2008. Athugasemdir bárust frá Magnúsi Guðmundssyni, Hlyngerði 8 dags. 10. júlí 2008 og Hauki Erni Birgissyni hdl. f.h. íbúa að Seljugerði dags. 9. júlí 2008. Erindinu var vísað til meðferðar í austurteymi arkitekta hjá skipulagsstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt skuggavarpi dags. 4. september 2008 og umsögn skipulagsstjóra dags. 17. september 2008.
Samþykkt með þeim breytingum sem fram koma í umsögn skipulagsstjóra og a-liðar 12. gr. samþykktar um skipulagsráð.

(B) Byggingarmál

11. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð Mál nr. BN038954
Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð nr. 506 frá 23. september 2008.

12. Neshagi 14. (01.542.213) Mál nr. BN038414
svalaskýli + svalir
Oddur Malmberg, Neshagi 14, 107 Reykjavík
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá fundi skipulagsstjóra 4. júlí 2008 þar sem sótt var um leyfi til að byggja svalaskýli úr gluggapóstakerfi með tvöföldu gleri og léttar svalir ofan á þak sbr. fyrirspurn BN038141 dags. 29. apríl 2008 á 3. hæð fjölbýlishúss á lóð nr. 14 við Neshaga. Grenndarkynningin stóð frá 10. júlí til og með 7. ágúst 2008. Athugasemdir bárust frá eftirtöldum aðilum: Hólmfríði Þóroddsdóttur og Darra Mikaelssyni Neshaga 12 dags. 15. júlí 2008. Erindinu var vísað til umsagnar í vesturteymi arkitekta hjá skipulagsstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 25. september 2008.
Samþykkt með þeim breytingum sem fram koma í umsögn skipulagsstjóra og með vísan til a-liðar 12. gr. samþykktar um skipulagsráð.

13. Öldugata 33. (01.137.008) Mál nr. BN038741
hækka og stækka
Svava Þorbjarnardóttir, Öldugata 33, 101 Reykjavík
Þóra Björg Þórisdóttir, Öldugata 33, 101 Reykjavík
Ámundi Sigurðsson, Öldugata 33, 101 Reykjavík
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 6. ágúst 2008 þar sem sótt er um leyfi til að lyfta þaki og stækka við það tvíbýlishúsið á lóð nr. 33 við Öldugötu. Tillagan var grenndarkynnt frá 20. ágúst til og með 17. september 2008. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir: Ingi Þorleifur Bjarnason Bræðraborgarstíg 15 dags. 18. september 2008. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 18. september 2008.
Stækkun: xx ferm., xx rúmm. Gjald kr. 7.300 + xx
Frestað.

(D) Ýmis mál

14. Laugardalur. (01.39) Mál nr. SN080602
Staðsetning á styttu af Gísla Halldórssyni
Íþrótta-og Ólympíusamband Ísl, Engjavegi 6, 104 Reykjavík
Líney Rut Halldórsdóttir, Vættaborgir 111, 112 Reykjavík
Lögð fram tillaga Íþrótta og tómstundaráðs að staðsetningu á styttu af Gísla Halldórssyni arkitekt .Lagt er til að styttan verði staðsett fyrir framan hús 2 við Engjaveg 6 samkv. meðfylgjandi uppdrætti dags. 19.september 2008.
Ráðið gerir ekki athugasemdir við staðsetninguna.

15. Skipulagsráð. Mál nr. SN080591
varaáheyrnarfulltrúi
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 29. ágúst 2008 vegna samþykktar borgarráðs frá 21. ágúst 2008 að Ólafur F. Magnússon væri tilnefndur sem varaáheyrnarfulltrúi í skipulagsráð.

16. Hádegismóar, búddahof. (04.41) Mál nr. SN080358
breyting á deiliskipulagi,
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 11. september 2008, um samþykkt borgarráðs frá 11. september 2008 á afgreiðslu skipulagsráðs frá 3. september 2008, um auglýsingu á tillögu að breyttu deiliskipulagi Hádegismóa vegna búddahofs.

17. Kárastígsreitur austur. (01.182.3) Mál nr. SN070351
Reitur 1.182.3, deiliskipulag
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 4. september 2008, um samþykkt borgarráðs frá 4. september 2008 á samþykkt skipulagsráðs frá 27. ágúst 2008, á tillögu að breyttu deiliskipulagi Kárastígsreits austur

18. Landakot. (01.160.1) Mál nr. SN080534
breyting á deiliskipulagi
Kaþólska kirkjan á Íslandi, Pósthólf 490, 121 Reykjavík
Silja Traustadóttir, Lynghagi 4, 107 Reykjavík
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 11. september 2008, um samþykkt borgarráðs frá 11. september 2008 á afgreiðslu skipulagsráðs frá 28. ágúst 2008, um auglýsingu á tillögu að breyttu deiliskipulagi Landakotsreits.

19. Stekkjarbakki, norðan götu. (04.6) Mál nr. SN080213
breyting á aðalskipulagi
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 4. september 2008, um samþykkt borgarráðs frá 4. september 2008 á afgreiðslu skipulagsráðs frá 27. ágúst 2008, um auglýsingu á tillögu að breyttu Aðalskipulagi Reykjavíkur vegna fyrirhugaðrar slökkvistöðvar við Stekkjarbakka.

20. Stekkjarbakki, slökkvistöð. Mál nr. SN080311
breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 4. september 2008, um samþykkt borgarráðs frá 4. september 2008 á afgreiðslu skipulagsráðs frá 27. ágúst 2008, um auglýsingu á tillögu að breyttu deiliskipulagi Elliðaárdals vegna nýrrar slökkvistöðvar við Stekkjarbakka.

21. Vegamótastígur 9. (01.171.5) Mál nr. SN080233
breyting á deiliskipulagi
Stúdíó Granda ehf, Smiðjustíg 11b, 101 Reykjavík
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 11. september 2008, um samþykkt borgarráðs frá 11. september 2008 á afgreiðslu skipulagsráðs frá 3. september 2008, um tillögu að breyttu deiliskipulagi lóðarinar nr. 9 við Vegamótastíg.

22. Sörlaskjól 24. (01.532.0) Mál nr. SN080561
kæra, umsögn
Lögð fram umsögn Reykjavíkurborgar dags. 19. september 2008 vegna kæru Einars Más Einarssonar dags. 25. júlí 2008 þar sem hann þar sem kært er byggingarleyfi fyrir hækkun og öðrum breytingum á húsinu nr 24 við Sörlaskjól.
Umsögn lögfræði og stjórnsýslu samþykkt.

23. Aðalstræti 9. (01.140.4) Mál nr. SN080604
kæra
Lagt fram bréf úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála dags. 18. september 2008 ásamt kæru dags. 22. ágúst 2008 ásamt fylgigögnum þar sem kærð er synjun byggingarleyfisumsóknar vegna hússins að Aðalstræti 9.
Vísað til umsagnar lögfræði og stjórnsýslu.

24. Lambhóll við Þormóðsstaðaveg. (01.539.3) Mál nr. SN080560
kæra
Lagt fram bréf úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála dags. 18. september 2008 ásamt kæru dags. 25. ágúst 2008 þar sem kærð er ákvörðun byggingarfulltrúans um að beita dagsektum vegna glugga á risi og nýtingar bílageymslu hússins Lambhóls.
Vísað til umsagnar lögfræði og stjórnsýslu.

25. Kleppsvegur 90. (01.352.2) Mál nr. SN080605
Kæra
Lagt fram bréf úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála dags. 18. september 2008 ásamt kæru dags. 15. ágúst 2008 þar sem kærð er deiliskipulagsákvörðun varðandi lóðina nr. 90 við Kleppsveg.
Vísað til umsagnar lögfræði og stjórnsýslu.

26. Gvendargeisli 20-28, (05.135.204) Mál nr. BN038980
lagt fram bréf
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa dags. 18. september 2008 vegna stöðvunar á jarðvegsframkvæmdum á lóð nr. 20-28 við Gvendargeisla.
Skipulagsráð staðfesti stöðvun byggingarfulltrúa.

Fundi slitið kl. 12.10.

Júlíus Vífill Ingvarsson

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Stefán Þór Björnsson
Kristján Guðmundsson Stefán Benediktsson
Björk Vilhelmsdóttir Álfheiður Ingadóttir

Afgreiðsla byggingarfulltrúa samkv. reglugerð nr. 161/2005

Árið 2008, þriðjudaginn 23. september kl. 09:55 fyrir hádegi hélt byggingarfulltrúinn í Reykjavík 506. fund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn í fundarherberginu 2. hæð austur Borgartúni 10-12. Þessi sátu fundinn: Magnús Sædal Svavarsson, Þórður Búason, Sigrún Reynisdóttir, Björn Kristleifsson, Jón Hafberg Björnsson og Eva Geirsdóttir.
Fundarritari var Magnús Sædal Svavarsson.

Þetta gerðist:

Nýjar/br. fasteignir

1. Austurbakki 2 (01.119.801) 209357 Mál nr. BN038930
Eignarhaldsfélagið Portus hf, Pósthólf 709, 121 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að byggja 1. áfanga steinsteypts tveggja hæða neðanjarðar bílahúss fyrir samtals 709 bíla upp að kjallara Tónlistar- og ráðstefnuhússins á lóð nr. 2 við Austurbakka.
Bréf umsækjenda dags. 12. september 2008 og brunaskýrsla Verkfræðistofunnar Mannvit dags. sept. 2008 fylgir erindinu.
Stærð : Bílahús neðri kjallari (K2) anddyri að tónlistarhúsi og tæknirými 1181,1 ferm., kjallari (K1) 1059,2 ferm., samtals 2240,3 ferm., 14859,9 rúmm.
Bílapallar (B-rými) neðri kjallari 10670,1 og kjallari 10403 ferm., samtals 21073,1 ferm., 77699,2 rúmm.
Gjald kr. 7.300 + 6.756.814
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

2. Álakvísl 21-43 (04.233.601) 110869 Mál nr. BN038933
Helena Björk Pálsdóttir, Álakvísl 39, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi að setja þrjá nýja þakglugga yfir þakrými í fjölbýlishúsi nr. 39 á lóð nr 21-43 við Álakvísl.
Samþykki meðeigenda af eigninni Álakvísl 33-43 fylgir.
Gjald kr. 7.300
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

3. Bergstaðastræti 17B (01.184.111) 102021 Mál nr. BN038940
Júlíana Ingham, Bergstaðastræti 17b, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að lækka gólf og til að breyta þakgerð á nýsamþykktu einbýlishúsi, BN035349 dags. 10. júlí 2007, á lóð nr. 17B við Bergstaðastræti.
Stækkun: 8,3 rúmm.
Gjald kr. 7.300 + 606
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.

4. Blikastaðavegur 2-8 (02.496.101) 204782 Mál nr. BN038919
Stekkjarbrekkur ehf, Smáratorgi 3, 201 Kópavogur
Sótt er um leyfi til breytinga frá samþykktum teikningum sbr. erindi BN037574, breytingarnar ná til vöruflutningabryggja utanhúss á norðurhlið og tilfærslna á veggjum og rýmum innanhúss í verslunarhúsi á lóð nr. 2-8 við Blikastaðaveg.
Gjald kr. 7.300
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

5. Borgartún 29 (01.218.103) 102775 Mál nr. BN038921
Þorkelsson ehf, Þverárseli 16, 109 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að færa flóttastiga, sbr. nýsamþykkt erindi BN038493, frá norðurvegg að stigahúsi á vesturvegg á 1. hæð verslunar- og þjónustuhúss á lóð nr. 29 við Borgartún.
Gjald kr. 7.300
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

6. Borgartún 8-16 (01.220.107) 199350 Mál nr. BN038881
Höfðatorg ehf, Skúlagötu 63, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til breytinga á áður samþykktu innra skipulagi í báðum kjöllurum, 1. og 6. hæð verslunar- og skrifstofuhússins á lóð nr. 8-16 við Borgartún.
Gjald kr. 7.300
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

7. Borgartún 8-16 (01.220.107) 199350 Mál nr. BN038852
Höfðatorg ehf, Skúlagötu 63, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi 7. hæðar í húsi á lóð nr. 8-16 við Borgartún.
Brunahönnuðarskýrsla stíluð þann 16. september 2008 fylgir erindinu.
Gjald kr. 7.300.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

8. Brúnavegur 13 (01.351.001) 104174 Mál nr. BN038640
Fulltrúaráð Sjómannadagsins, Laugarási Hrafnistu, 104 Reykjavík
Sótt er um innanhússbreytingar í G-álmu, sameina tvö herbergi í eitt með sér snyrtingu, skipta öðru upp í tvö og opna borðstofu fram á ganginn á 1., 2. og 3. hæð í húsi Hrafnistu á lóð nr. 13 við Brúnaveg.
Skýrsla um endurbætur á brunavörnum fylgir erindinu.
Gjald kr. 7.300
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

9. Drápuhlíð 3 (01.702.214) 107058 Mál nr. BN038917
Ásgeir G Daníelsson, Drápuhlíð 3, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að stækka svalir úr 2,2 ferm. í 4,2 ferm. með sömu efnisnotkun og útfærslu og núverandi svalir á suðurhlið fjölbýlishúss á lóð nr. 3 við Drápuhlíð.
Bréf frá Byggingarfulltrúa stílað 06.07.2004 og 06.09.2005 efni: Svar við fyrirspurum, bæði bréfin jákvæð. Bréf stílað 07.05.2006 með undirskriftum eigenda húseigna á lóðum nr. 3-5 Drápuhlíð.Gjald kr. 7.300
Frestað.
Málinu vísað til skipulagsstjóra til ákvörðunar um grenndarkynningu. Vísað er til uppdrátta 001,301,111,121,401 dags. 1. sept. 2008.

10. Drápuhlíð 5 (01.702.215) 107059 Mál nr. BN038918
Garðar Mýrdal, Drápuhlíð 5, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að stækka svalir á suður hlið húss, úr 2,2 ferm. í 4,2 ferm. Nýju svalirnar hafa hafa sama útfærslu og efnisnotkun og gömlu svalirnar í fjölbýlishúsið
á lóð nr. 5 við Drápuhlíð.
Bréf frá Byggingarfulltrúa stílað 06.07.2004 og 06.09.2005 efni: Svar við fyrirspurum Bæði bréfin jákvæð. Bréf stílað 07.05.2006 með undirskriftum með eigendum húseigna á lóðum Drápuhlíð 3 og 5.
Gjald kr. 7.300
Frestað.
Málinu vísað til skipulagsstjóra til ákvörðunar um grenndarkynningu. Vísað er til uppdrátta 001, 301, 111, 121, 401 dags. 1. sept. 2008.

11. Dverghamrar 7 (02.299.204) 109197 Mál nr. BN038788
Guðmundur Marteinsson, Dverghamrar 7, 112 Reykjavík
Sótt er um að byggja við úr timbri og stækka einbýlishús á lóð nr. 7 við Dverghamra.
Stærðir: Stækkun 36,7 ferm., 163,9 rúmm.,
Samtals eftir stækkun: Íbúð 201,9 ferm., bílskúr 49,2 ferm.
Samtals 251,1 ferm., 882,9 rúmm.
Gjald kr. 7.300 + 11.965
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

12. Fjólugata 13 (01.185.109) 102147 Mál nr. BN038946
Haraldur Ingólfur Þórðarson, Fjólugata 13, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja bílskúr, til að byggja nýtt anddyri á norðurhlið og til að breyta innra skipulagi einbýlishússins nr. 13 við Fjólugötu.
Viðbygging: xx ferm., xx rúmm.
Bílskúr: xx ferm. xx rúmm.
Samtals stækkun: xx ferm., xx rúmm.
Gjald kr. 7.300 + xx
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.

13. Fjólugata 21 (01.185.512) 102202 Mál nr. BN038866
Kristrún M Þórðardóttir, Fjólugata 21, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja svalaskýli á 2. hæð og breyta gluggum í húsi á lóð nr. 21 við Fjólugötu.
Stærðir 4 ferm., 9.8 rúmm.
Gjald kr. 7.300 + 715
Frestað.
Grendarkynningu ólokið.

14. Flókagata 57 (01.270.013) 103556 Mál nr. BN038939
Auður Kamma Einarsdóttir, Flókagata 57, 105 Reykjavík
Magnús Davíð Norðdahl, Skólavörðustígur 33a, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að setja nýjan Velux þakglugga í þak íbúðarhúss á lóð nr. 57 við Flókagötu.
Gjald kr. 7.300
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

15. Friggjarbrunnur 47-49 (02.693.401) Mál nr. BN038912
Orkuveita Reykjavíkur, Bæjarhálsi 1, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja dælustöð úr steinsteypu á einni hæð með flötu þaki á lóð nr. 47-49 við Friggjarbrunn.
Stærðir: 72 ferm., 355,9 rúmm.
Gjald kr. 7.300 + 25.980
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

16. Frostafold 37-67 (02.854.701) 110050 Mál nr. BN038941
Frostafold 37-67,húsfélag, Frostafold 39, 112 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að setja bárujárnsþak í stað núverandi þaks á blómastofur (svalaskýli) á efstu hæð fjölbýlishúss á lóð nr. 37-67 við Frostafold.
Gjald kr. 7.300
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

17. Garðastræti 17 (01.136.525) 100614 Mál nr. BN038944
Fasteignafél.Garðastræti 17 ehf, Garðastræti 17, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til breytinga á innra skipulagi á 1. hæð íbúðar- og atvinnuhússins á lóð nr. 17 við Garðastræti.
Gjald kr. 7.300
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

18. Hallveigarstígur 1 (01.171.208) 101389 Mál nr. BN038899
Landic Ísland ehf, Kringlunni 4-12, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að að breyta innréttingum á allri 1. hæð og innrétta þar Bónusverslun í húsi á lóð nr. 1 við Hallveigarstíg.
Meðfylgjandi er yfirlýsing húseigenda, starfsfólks og félagasamtaka, sem hafa aðstöðu í húsinu. Sömuleiðis umsögn skipulagsstjóra dags. 18.8.2008. Einnig bréf frá Jóhannesi í Bónus dags. september 2008. Nágranni hafði samband símleiðis og óskaði eftir því að málið yrði grenndarkynnt og leitað yrði umsagnar umferðaryfirvalda vegna aukinnar umferðar. Meðfylgjandi er einnig tölvupóstur frá emb. byggfltr. til hönnuðar.
Gjald kr. 7.300
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

19. Haukdælabraut 104 (05.113.502) 214821 Mál nr. BN038902
Óskar Örn Ágústsson, Fálkahöfði 8, 270 Mosfellsbær
Ásta Jenný Sigurðardóttir, Fálkahöfði 8, 270 Mosfellsbær
Sótt er um leyfi til að byggja staðsteypt einbýlishús einangrað að utan og með timburþaki á lóð nr. 104 við Haukdælabraut.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 19. september 2008 fylgir málinu.Stærðir: 1. hæð íbúð 115,9 ferm., 2. hæð íbúð 123,9 ferm., bílskúr 52,3 ferm., samtals 2. hæð 176,2 ferm.
Samtals íbúð 239,8 ferm.
Samtals allt húsið 292,1 ferm., 1.045,6 rúmm.
Gjöld kr. 7.300 + 76.329
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði og umsagnar skipulagsstjóra.

20. Heiðargerði 62 (01.802.115) 107664 Mál nr. BN038774
Bjarni Jónsson, Heiðargerði 62, 108 Reykjavík
Ebba Björg Húnfjörð, Heiðargerði 62, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að hækka þak, byggja kvist á norðvesturhlið og breyta gluggum á norðausturgafli einbýlishússins á lóð nr. 62 við Heiðargerði.
Meðfylgjandi er bréf hönnuðar dags. 11.8.2008
Stækkun: xx ferm., xx rúmm.
Gjald kr. 7.300 + xx
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

21. Hraunbær 131 (04.341.201) 176342 Mál nr. BN038762
Valur Blomsterberg, Kirkjuvellir 7, 221 Hafnarfjörður
Sótt er um leyfi til að fækka eignarhlutum í nýsamþykktri, BN035649, bílskúrsbyggingu, Mhl. 02, á lóð nr. 131 við Hraunbæ.
Erindi fylgir bréf eiganda dags. 2. september 2008.
Gjald kr. 7.300
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
Ítrekað er að öll atvinnustarfsemi í bílgeymslum er óheimil.
Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst til þess að samþykktin öðlist gildi.

22. Iðunnarbrunnur 5 (02.693.405) 206040 Mál nr. BN038950
Sigurður Gunnarsson, Brekkustígur 7, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi að bæta við glugga á annari hæð á vesturhlið og fjarlægja glugga á annari hæð á austurhlið á einbýlishúsi á lóð nr. 5 við Iðunnarbrunn.
Gjald kr. 7.300
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

23. Kistumelur 14 (34.533.603) 206622 Mál nr. BN038795
Kistuhlíð ehf, Lágmúla 6, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta pallastigum í beina stiga með millipalli í atvinnuhúsnæði á lóð nr. 14 við Kistumel.
Gjald kr. 7.300
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

24. Kistumelur 16 (34.533.301) 206624 Mál nr. BN038794
BBB ehf, Höfðaseli 3, 300 Akranes
Sótt er um leyfi til að breyta pallastigum í beina stiga með millipalli í atvinnuhúsnæði á lóð nr. 16 við Kistumel.
Gjald kr. 7.300
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

25. Kistumelur 18 (34.533.302) 206626 Mál nr. BN038793
Kistuhlíð ehf, Lágmúla 6, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta pallastigum í beina stiga með millipalli í atvinnuhúsnæði á lóð nr. 18 við Kistumel.
Gjald kr. 7.300
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

26. Klyfjasel 11 (04.997.003) 113365 Mál nr. BN038519
Eyjólfur Ingimundarson, Klyfjasel 11, 109 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir steypta verönd með tröppum í stað timburverandar og fyrir bíslag úr álgluggaprófíl, glerjað að hluta, klætt með plötum og opið að hluta (B-rými) við aðalinngang við einbýlishús á lóð nr. 11 við Klyfjasel.
Stærðir: Bíslag, B-rými, 17,3 ferm., 53,5 rúmm.
Gjald kr. 7.300 + 3.905
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.

27. Krummahólar 6 (04.645.203) 111960 Mál nr. BN038709
Krummahólar 6,húsfélag, Krummahólum 6, 111 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að klæða með trappizzuklæðnngu gafla fjölbýlishúss og bílageymslu á lóð nr. 6 við Krummahóla.
Meðfylgjandi er greinagerð frá aðalfundi húsfélagsins sem haldin var i Gerðubergi 26.03.08 og greinargerð burðarvirkishönnuðar dags. 25. ágúst 2008.
Gjald kr. 7.300
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

28. Lambhagavegur 23 (02.684.101) 189563 Mál nr. BN038551
Hafberg Þórisson, Vesturlbr Lambhagi, 113 Reykjavík
Sótt er um að byggja við eldra gróðurhús við Lambhagaveg 23, nýtt gróðurhús úr stáli, áli og gleri að hluta á steyptum kjallara.
Stækkun 1689,4 ferm 9198,0 rúmm
Gjald kr 7.300 + 670.797
Frestað.
Ítrekað er að umsækjandi hafi samband við matvælaeftirlit heilbrigðiseftirlits.

29. Langahlíð 7-11 (01.270.201) 103578 Mál nr. BN038936
Berglind Gunnarsdóttir, Langahlíð 7, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum á íbúð á 3. og 4. hæð fjölbýlishúss á lóð nr. 7 við Lönguhlíð.
Gjald kr. 7.300
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

30. Laufásvegur 21-23 (01.183.507) 101984 Mál nr. BN038942
Sendiráð Bandaríkjanna, Pósthólf 40, 121 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að hækka girðingu og hlið að Laufásvegi, koma fyrir rimlum fyrir glugga og klifurhindrun á ljósastaur við Þingholtsstræti vegna sendiráðsbygginga á lóð nr. 21-23 við Laufásveg.
Gjald kr. 7.300
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra vegna hækkun á girðingu.

31. Laufásvegur 73 (01.197.111) 102713 Mál nr. BN038072
Þorsteinn M Jónsson, Laufásvegur 73, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að endurnýja og stækka bílskúr, lækka gólf í kjallara, byggja jarðhýsi, sem umlykur kjallara á þrjá vegu, stækka 1. hæð með anddyri til norðvesturs, stigahúsi til norðausturs, eldhúsi til suðausturs, stækka 2. hæð með nýjum svölum á þaki anddyris og á þaki eldhúss, innrétta rishæð með nýjum kvistum til suðvesturs og norðausturs í einbýlishúsi nr. 73 við Laufásveg.
Meðfylgjandi er bréf Mörkin lögmannsstofa hf. dags. 31. mars 2008 og afrit frá Úrskurðarnefnd skipulags og byggingamála staðfest 31. mars 2008.
Stærðir: Niðurrif bílgeymslu 24,05 ferm., 63,7 rúmm. stækkunar íbúð kjallari 202,5 ferm., bílgeymsla 39,1 ferm., 1. hæð 23,2 ferm., 2. hæð 8,8 ferm. ferm., Samtals 278,1 ferm. 912,2 rúmm.
Gjald kr. 6.800 + 66.590.
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

32. Laugavegur 29 (01.172.008) 101430 Mál nr. BN038677
Foldir fasteignaþróunarfél ehf, Klapparstíg 29, 101 Reykjavík
Sótt er um endurnýjun á byggingarleyfi BN031035 ásamt breytingum á eldvörnum fyrir húsið Hverfisgata 46. Áður samþykkt 23.08.05.
Meðfylgjandi er tölvupóstur frá arkitekt dags. 17.9.08
Stærðir: 1558,1 ferm og 6.14,0 rúmm
Gjald kr. 7.300+ 448.220
Frestað.
Milli funda.

33. Njálsgata 20 (01.182.227) 101879 Mál nr. BN031120
Yvonne Kristín Nielsen, Brekkugata 26, 220 Hafnarfjörður
Sótt er um samþykki fyrir áður gerðri íbúð í kjallara, fyrir áður byggðum skúr á baklóð, fyrir lokun ports og stækkun kjallara í upprunalegt horf fyrir fjölbýlishúsið á lóð nr. 20 við Njálsgötu.
Umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 26. september 2005 fylgir erindinu sem og íbúðarskoðun dags. 5.maí 2006 og virðingargjörð dags. 2.nóv. 1917 ásamt endurriti úr uppboðsbók Reykjavíkur 20.3.1959.
Stærð: Stækkun kjallara samtals 16 ferm., 42,6 rúmm.
Áður byggður skúr (matshl. 03) 12,8 ferm., 33,3 rúmm.
Gjald kr. 5.700 + 4.326
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst fyrir útgáfu á byggingarleyfi.

34. Samtún 2 (01.221.301) 102802 Mál nr. BN038937
Kristín Birna Bjarnadóttir, Samtún 2, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta gluggum á vesturhluta norðurhliðar íbúðarhúss á lóð nr. 2 við Samtún.
Meðfylgjandi er samþykki meðeiganda og uppáskrift burðarvirkjahönnuðar.
Gjald kr. 7.300
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.

35. Seljavegur 2 (01.130.105) 100117 Mál nr. BN038916
Seljavegur ehf, Hamraborg 12, 200 Kópavogur
Sótt er um leyfi til að innrétta verslunarhúsnæði sem apótek, færa útidyr í vegg, loka bakdyrum og hurð yfir í mhl.02 í mhl. 01 á 1. hæð í húsi á lóð nr. 2 við Seljaveg.
Gjald kr. 7.300
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

36. Sigluvogur 10 (01.414.114) 105109 Mál nr. BN038821
Guðlaug Jóhannesdóttir, Drekavogur 6, 104 Reykjavík
Hreinn Laufdal, Sigluvogur 10, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir stækkun íbúðar í kjallara með útbyggingu með svölum ofan á á efri hæðum og fyrir stækkun kvista á þaki sbr. fyrirspurn BN038120 dags.6.5.2008 í húsi á lóð nr. 10 við Sigluvog.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 19. september 2008 fylgir málinu.
Stækkun kjallari 16,5 ferm., 38,7 rúmm., 2. hæð 102,9 rúmm. Samtals stækkun 16,5 ferm., 141,6 rúmm.
Samtals eftir stækkun allt húsið 320,9 frm., 903,1 rúmm.
Gjald kr. 7.300 + 10.337
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Að þeim uppfylltum verður málið sent skipulagsstjóra til ákvörðunar um grenndarkynningu.

37. Sigtún 41 (01.365.111) 104678 Mál nr. BN038926
Ásgeir Jónsson, Sigtún 41, 105 Reykjavík
Sótt eru um leyfi til að byggja bílskúr og endurnýja þak og hækka það um 38 cm upp fyrir steyptar þakrennur, breyta kvistum á suðurhlið og setja einn stóran kvist á norðurhlið tvíbýlishúss á lóð nr. 41 við Sigtún.
Meðfylgjandi er fyrirspurn nr. BN038702 og samþykki eigenda kjallara. Meðfylgjandi er teikning af bílskúr sömu stærðar, sem var samþykktur 1975.
Stækkun: þakhæðar 8,1ferm. 69,2 rúmm.
Bílskúr 26,7ferm. 69,4 rúmm. Samt. 34,8 ferm. 138,6rúmm.
Gjald kr. 7.300 + 10.118
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

38. Skarfagarðar 4 (01.321.501) 209678 Mál nr. BN038915
Hampiðjan hf, Flatahrauni 3, 220 Hafnarfjörður
Sótt er um leyfi til að breyta gluggum, hæðarkótum og tegund stálgrindar-og útveggjaeininga, einnig er farið fram á breytingar á innra skipulagi svo og brunakröfum í atvinnuhúsi á lóð nr. 4 við Skarfagarð.
Meðfylgjandi er bréf frá hönnuði stílað 10.09.2008.
Gjald kr 7.300
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

39. Skeifan 8 (01.461.202) 105668 Mál nr. BN038712
Skeifan 8 ehf, Sóltúni 26, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að opna milli tveggja aðskildra rýma á 1. hæð, fjarlægja hringstiga upp á 2. hæð og gera flóttahurð, pall og flóttastiga á norðurhlið atvinnuhúsnæðis á lóð nr. 8 við Skeifuna.
Bréf frá hönnuði dags. 21.07.08 og brunahönnunarskýrsla frá Línuhönnunn dags. 21.07.08
Gjald 7.300
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

40. Skerplugata 7 (01.636.307) 106714 Mál nr. BN038818
Friðrik Ö Weisshappel, Skerplugata 7, 101 Reykjavík
Ragnhildur Stefánsdóttir, Skerplugata 7, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að stækka og breyta einbýlishúsi úr timbri með viðbyggðri vinnustofu á lóð nr. 7 við Skerplugötu.
Meðfylgjandi er umsögn Húsafriðunarnefndar dags. 9.4.2008. Meðfylgjandi er einnig samþykki nágranna á Skerplugötu 5 og 9. Bréf skipulagsstjóra dags. 12.9.2008. Bréf frá arkitekt ódagsett.
Stærðir, stækkun 127 ferm., xxxx rúmm.
Eftir stækkun samt. íbúð 249 ferm., vinnustofa 68,4 ferm., bílskúr 25 ferm., samtals 342,4 ferm., 1.151,3 rúmm.
Gjald kr. 7.300 + xxxx
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

41. Skildinganes 26 (01.671.304) 106783 Mál nr. BN038945
Ögmundur Skarphéðinsson, Skildinganes 26, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að stækka forstofu og framlengja þak, til að byggja viðbyggingar við norðvestur og suðaustur hlið, koma fyrir setlaug og til að rífa sólstofu við einbýlishúsið á lóð nr. 26 við Skildinganes.
Niðurrif: xx ferm., xx rúmm.
Stækkun: Kjallari 75,7 ferm., 1. hæð xx ferm.
B-rými: xx rúmm.
Samtals: xx ferm., xx rúmm.
Gjald kr. 7.300 + xx
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.

42. Stórhöfði 22-30 (04.071.001) 110548 Mál nr. BN038924
Míla ehf, Stórhöfða 22-30, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til breytinga innanhúss á 1. og 2. hæð matshluta 05 og 06 ásamt nýjum gluggum á 1. hæð, norðurhluta, og á 2. hæð, vesturhluta, matshluta 05 í atvinnuhúsi á lóð nr. 22-30 við Stórhöfða.
Frestað.
Vísað til athugasemda eldvarnaeftirlits.

43. Suðurlandsbraut 12 (01.263.004) 103521 Mál nr. BN038856
Faxar ehf, Kringlunni 5, 103 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi í rými 0101 í verslunar- og skrifstofuhúsinu nr. 12 við Suðurlandsbraut.
Gjald kr. 7.300
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

44. Tryggvagata 16 (01.132.104) 100213 Mál nr. BN038842
Vestur Indía Félagið ehf, Tryggvagötu 16, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að innrétta kaffisölu og koma fyrir tveimur borðum á gangstétt fyrir framan atvinnuhúsið á lóð nr. 16 við Tryggvagötu.
Tölvupóstur frá eigenda um samþykki fyrir breytingum fylgir ásamt umsögn gatna- og eignaumsýslu dags. 22. september 2008.Gjöld kr. 7.300
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

45. Vesturgata 54A (01.130.216) 100139 Mál nr. BN038923
Ragnar Ólafsson, Vesturgata 54a, 101 Reykjavík
Sótt er um endurnýjun byggingarleyfis sbr. erindi BN033121 um leyfi til þess að setja svalir fyrir framan kvist á austurhlið og stækka kvist á norðurhlið þakhæðar fjölbýlishússins á lóð nr. 54A við Vesturgötu.
Erindið var grenndarkynnt frá 1. mars til og með 29. mars 2006. Engar athugasemdir bárust.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 13. janúar 2006, samþykki f.h. eigenda Vesturgötu 54 dags. 18. febrúar 2006 og samþykki meðeigenda (á teikningu) fylgja erindinu.
Stærð: Stækkun 6,5 ferm., 18,2 rúmm.
Gjald kr. 7.300 + 1.328
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst fyrir útgáfu á byggingarleyfi.

46. Vitastígur 17 (01.190.101) 102376 Mál nr. BN034316
Vitastíg 17,húsfélag, Vitastíg 17, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að setja þrennar svalir á bakhlið hússins á lóðinni nr. 17 við Vitastíg.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 4. ágúst 2006 fylgir erindinu.
Gjald kr. 6.100 + 7.300
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst fyrir útgáfu á byggingarleyfi.

47. Þingholtsstræti 2-4 (01.170.205) 101333 Mál nr. BN038778
Íslenska eignafélagið ehf, Suðurlandsbraut 46, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að endurnýja ytra byrði, dýpka kjallara og hækka ris atvinnuhússins á lóð nr. 2-4 við Þingholtsstræti.
Stækkun: 193,1 ferm., 982,5 rúmm.
Gjald kr. 7.300 + 71.723
Frestað.
Lagfæra skráningartöflu.

48. Þórsgata 13 (01.181.108) 101745 Mál nr. BN036733
Karl Sigfússon, Þórsgata 13, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að gera innkeyrslu og koma fyrir tveimur bílastæðum á lóð einbýlishússins á lóð nr. 13 við Þórsgötu.
Gjald kr. 6.800 + 7.300
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.

Ýmis mál

49. Austurbrún 26 (01.381.610) 104802 Mál nr. BN038949
Magnús Halldórsson, Austurbrún 26, 104 Reykjavík
Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúa til að breyta mörkum lóðarinnar Austurbrún 26 eins og sýnt er á meðsendum uppdrætti landupplýsingadeildar dags. 17. september 2008.
Við breytinguna stækkar lóðin Austurbrún 26 úr 385 ferm. í 404 ferm. Sjá deiliskipulag sem samþykkt var í skipulagsráði 30. janúar 2008.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Lóðarmarkabreytingin tekur gildi þegar þinglýst hefur verið yfirlýsingu um breytt lóðarmörk.

50. Tryggvagata 11, 13 og 15 Mál nr. BN038948
Framkvæmda- og eignasvið Reykja, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík
Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúa að breytingu lóðamarka.
Tillaga að breytingu:
Tryggvagata 11 (staðgr. 1.117.401, landnr. 100089):
Lóðin er 419 ferm. sbr. uppdrátt hafnarstjórans í Reykjavík dags. júní 1989.
Leiðrétti vegna fermetrabrota og nýrra mælinga 2 ferm.
Lóðin verður 421 ferm.
Tryggvagata 13-15 (staðgr. 1.117.406, landnr. 100090):
Lóðin er 2184 ferm. sbr. uppdrátt hafnarstjórans í Reykjavík dags. júní 1989.
Tekið af lóðinni og stofnuð ný lóð Tryggvagata 13 1228 ferm. Leiðrétt vegna fermetrabrota og nýrra mælinga 1 ferm. Eftirstöðvar lóðarinnar Tryggvagata 13-15 eru 957 ferm. og verður sú lóð skráð nr. 15 við Tryggvagötu staðgr. 1.117.407):
Sbr. samþykkt borgarráðs 6. mars 2008. Auglýst í B-deild stjóranartíðinda 28. mars 2008.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Lóðamarkabreytingin tekur gildi þegar þinglýst hefur verið yfirlýsingu um breytt lóðarmörk.

Fyrirspurnir

51. B-Tröð 7 (04.765.307) 112477 Mál nr. BN038943
Björn Sigurðsson, Fellahvarf 25, 203 Kópavogur
Spurt er hvort breikka megi hesthúsið úr 9,5 metrum í 11 metra, ef ekki 11 metra þá hversu marga metra má hesthúsið á lóð nr. 7 við B-tröð stækka.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.

52. Flókagata 1 (01.243.605) 103163 Mál nr. BN038878
Þráinn ehf, Laugavegi 36, 101 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að byggja viðbyggingu sem kæmi í stað tjalds við norðurhlið gistiheimilisins á lóð nr. 1 við Flókagötu.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 19. september 2008 fylgir málinu ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 17. september 2008.
Nei.
Með vísan til umsagnar skipulagsstjóra frá 17. september 2008.

53. Framnesvegur 20B (01.133.234) 100263 Mál nr. BN038932
Matthew John Mogridge, Þýskaland, Spurt er hvort leyfi fengist fyrir að byggja svalir ofan á viðbyggingu, þakið á viðbyggingunni lækkað til að koma svölunum fyrir. Gengið út á svalirnar frá 2.hæð.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.

54. Laufásvegur 37 (01.185.209) 102163 Mál nr. BN034600
Helgi Gunnarsson, Laufásvegur 37, 101 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að rífa einbýlishúsið á lóðinni nr. 37 við Laufásveg, og byggja nýtt hús í staðinn.
Erindi fylgir nú umsögn Húsafriðunarnefndar dags. 2. október 2006, umsögn frá Minjasafni Reykjavikur dags. 5. janúar 2007 og bréf eiganda dags. 6. október 2006 og 18. september 2008.
Nei.
Með vísan til umsagna Minjasafns Reykjavíkur, Húsafriðunarnefndar og skipulagsstjóra.

55. Laugavegur 81 (01.174.126) 101601 Mál nr. BN038947
Jóhann Sigurðsson, Skeiðarvogur 89, 104 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að byggja kvisti á götuhlið hússins á lóðinni nr. 81 við Laugaveg.
Jákvætt.
Með vísan til umsagna á fyrispurnarblaði enda verði sótt um byggingarleyfi.

56. Mjölnisholt 12-14 (01.241.104) 211626 Mál nr. BN038938
Miðbæjarbyggð ehf, Stórholti 1, 105 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að stækka 1. og 2. hæð hótelhluta í B- álmu um 48,5 ferm. hvora eða samtals 97 ferm. á lóð nr. 12-14 við Mjölnisholt.
Jákvætt.
Enda í samræmi við skipulag.
Við athugun á málinu kom í ljós að þann 22. apríl 2008 var samþykkt meðal annars breyting á 1. hæð þar sem gerð voru gistiherbergi í stað annarra rýma. Álitamál er hvort sá gjörningur uppfylli ákvæði byggingarreglugerðar og er óskað skýringa á þessum þætti málsins. En til greina kemur að ógilda ákvörðunina.

57. Skólavörðustígur 25A (00.000.000) 101894 Mál nr. BN038875
Gísli Örn Garðarsson, Bergstaðastræti 32b, 101 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að innrétta söluskrifstofu og veitingarekstur í atvinnuhúsinu á lóð nr. 25A við Skólavörðustíg.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 19. september 2008 fylgir málinu ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 17. september 2008.
Jákvætt.
Að teknu tilliti til umsagnar skipulagsstjóra enda verði sótt um byggingarleyfi.

Fundi slitið kl. 13:25.

Magnús Sædal Svavarsson
Björn Kristleifsson Sigrún Reynisdóttir
Þórður Búason Jón Hafberg Björnsson
Eva Geirsdóttir