Umhverfis- og skipulagsráð - og skipulagsráð

Umhverfis- og skipulagsráð

Skipulagsráð

Ár 2008, miðvikudaginn 17. september kl. 9.05, var haldinn 147. fundur skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 10-12, 2. hæð (Dalsmynni). Viðstaddir voru: Júlíus Vífill Ingvarsson, Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, Brynjar Fransson, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Stefán Benediktsson, Björk Vilhelmsdóttir, Svandís Svavarsdóttir og áheyrnarfulltrúinn Magnús Skúlason. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Magnús Sædal Svavarsson og Marta Grettisdóttir. Auk þess gerðu eftirtaldir embættismenn grein fyrir einstökum málum: Guðfinna Ósk Erlingsdóttir, Margrét Þormar, Jóhannes S. Kjarval, Haraldur Sigurðsson og Örn Þór Halldórsson.
Fundarritari var Helga Björk Laxdal.

Þetta gerðist:

(A) Skipulagsmál

1. Afgreiðslufundir skipulagsstjóra Reykjavíkur. Mál nr. SN010070
Fundargerð
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar skipulagsstjóra Reykjavíkur frá 11. september 2008.

2. Heiðarás 13. (43.732) Mál nr. SN080494
Breyting á deiliskipulagi
Guðmundur Möller, Reykás 17, 110 Reykjavík
Gunnar Valdimar Árnason, Heiðarás 13, 110 Reykjavík
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju tillaga Guðmundar Möller dags. 11. júlí að breyttu deiliskipulagi fyrir lóðina númer 13 við Heiðarás. Breytingin felst í því að stækka byggingarreit fyrir útigeymslu með svölum á þaki og léttum stiga niður í garð. Grenndarkynning stóð frá 1. ágúst til og með 1. september 2008. Athugasemdir bárust frá: Ingu B. Arthur og Gunnari R Oddgeirssyni, Heiðarási 11 dags. 30. ágúst 2008 Athugasemdir kynntar. Athugasemdunum var vísað til umsagnar verkefnisstjóra skipulagsstjóra og er erindið nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 11. september 2008.
Samþykkt með vísan til umsagnar skipulagsstjóra og með vísan til a-liðar 12. gr. samþykktar um skipulagsráð

3. Baldursgötureitur 1. (01.186.3) Mál nr. SN070031
Deiliskipulag, reitur 1.186.3
Teiknistofan Tröð ehf, Hávallagötu 21, 101 Reykjavík
Að lokinni hagsmunaaðilakynningu er lögð fram tillaga teiknistofunnar Traðar dags. 29. nóvember 2007, að deiliskipulagi Baldursgötureits ásamt skuggavarpi, forsögn og samantekt skipulagsfulltrúa, dags. 8. mars 2007 og húsakönnun Minjasafns Reykjavíkur nr. 138, dags. 2008. Reiturinn afmarkast af Freyjugötu, Baldursgötu, Þórsgötu og Njarðargötu. Hagsmunaaðilakynning stóð yfir frá 28. des. 2007 til 11. janúar 2008 og var frestur til að gera athugasemdir framlengdur til 28. janúar 2008. Athugasemdir bárust frá eftirtöldum aðilum: Björg Finnsdóttir Þórsgötu 20, dags. 7. jan., Áshildur Haraldsdóttir, dags. 7. jan., Helga Þorsteinsdóttir Freyjugata 17b, dags. 3. jan., Guðríður Jóhannesdóttir Þórsgötu 16, dags. 7. jan., Lára V. Júlíusdóttir Freyjugötu 17a, dags. 5. jan., Katla Sigurgeirsdóttir Þórsgötu 22a, dags. 9. jan., 10 íbúar að Þórsgötu 19, dags. 6. janúar 2008, Steinunn Jóhannesdóttir og Einar K. Haraldsson Þórsgötu 18, dags. 11. janúar, Kári Sölmundarson og Auður Þórsdóttir Þórsgötu 18a, dags. 10. janúar, Anna Pálsdóttir Lokastíg 24, dags. 11. janúar, Bergljót Haraldsdóttir og Sigtryggur Magnússon Lokastíg 5, dags. 11. janúar, Kristín B. Óladóttir Þórsgötu 16a, dags. 11. janúar, ályktun frá fundi 10 íbúa á reitnum, mótt. 11. janúar, Borgarlögmenn f.h. eiganda Freyjugötu 17a, dags. 12. janúar 2008. Einnig er lögð fram samantekt skipulagsstjóra dags. 27. júní 2008 ásamt nýjum uppdráttum Teiknistofunnar Traðar dags. 15. september 2008.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu samkvæmt uppdráttum dags. 15. september 2008. Jafnframt er samþykkt að upplýsa þá aðila sem gerðu athugasemdir við hagsmunaaðilakynningu um efnisatriði nýrrar tillögu.
Vísað til borgarráðs.

4. Laugavegur 4-6. (01.171.3) Mál nr. SN080475
Breyting á deiliskipulagi
Að lokinni auglýsingu er nú lagt fram að nýju tillaga Gylfa Guðjónssonar og félaga ehf. að breyttu deiliskipulagi reits 1.171.3 vegna Laugavegs 4 og 6. dags. 20. júní 2008. Tillagan var auglýst frá 17. júlí til og með 28. ágúst 2008.
Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir: Haukur Geir Garðarsson fh. Laugavegar ehf. dags. 28. ágúst. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 11. september 2008.
Samþykkt með þeim breytingum sem fram koma í umsögn skipulagsstjóra.
Vísað til borgarráðs.

5. Reitur 1.13, Nýlendureitur. Mál nr. SN080585
Breyting á deiliskipulagi v/ Ægisgötu 4
VA arkitektar ehf, Borgartúni 6, 105 Reykjavík
Lögð fram tillaga VA. arkitekta dags. 10. september 2008 á breytingu á deiliskipulagi Nýlendureits v/ Ægisgötu 4. Í breytingunni felst textabreyting í skilmálatöflu samkv. meðfylgjandi uppdr. dags. 10. september 2008.
Samþykkt með vísan til a-liðar 12. gr. samþykktar um skipulagsráð. Samþykkt að falla frá grenndarkynningu þar sem breytingin varðar einungis hagsmuni lóðarhafa.

6. Bröndukvísl 18. (04.235.5) Mál nr. SN080513
Breyting á deiliskipulagi
Anna Dóra Helgadóttir, Lúxemborg,
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju bréf frá framkvæmdasviði dags. 31. maí 2006 þar sem lagt er til að fækka bílastæðum um minnst 2-3 fyrir utan svefnherbergisgluggan á Bröndukvísl 18 með vísan í bréf Önnu Dóru Helgadóttur dags. 18. apríl 2006 samkvæmt tillögu Björns Inga Edvardssonar og Björns Axelssonar að breytingu á deiliskipulagi, dags. 25. júlí 2008. Tillagan var grenndarkynnt frá 7. ágúst til og með 4. september 2008. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir: Halldór Már og María Margeirsdóttir Bröndukvísl 21 og Jóhann Margeirsson, Kristrún Helgadóttir og Lillí Jóhannsdóttir Bröndukvísl 22 dags. 19. ágúst 2008, Einar Ólafsson og Emilía Guðrún Jónsdóttir Bröndukvísl 20 dags. 26. ágúst 2008, Guðrúnu Björnsdóttur og Örnólfi Sveinssyni Bröndukvísl 1 mótt. 3. sept, Örn Árnason Bröndukvísl 9 dags. 3. september 2008, Erna Árnadóttir Bröndukvísl 7 dags. 4. september 2008 og Jón Gunnarsson Bröndukvísl 5 dags. 3. september 2008, Þórunn R Þorsteinsdóttir og Erling Jóhannsson Bröndukvísl 13 dags. 4. sept. Guðrúnu Björgu Sigurbjörnsdóttur og Birni Ástmarssyni Bröndukvísl 15 dags. 3. sept., Óskar Magnússon Bröndukvísl 19 dags 31. ágúst 2008. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 16. september 2008.
Samþykkt með þeim breytingum sem fram koma í umsögn skipulagsstjóra og með vísan til a-liðar 12. gr. samþykktar um skipulagsráð.

7. Samgöngumiðstöð. Mál nr. SN080589
Matslýsing
Lögð fram matslýsing (1 drög) dags í september 2008 vegna umhverfismats deiliskipulags samgöngumiðstöðvar í Vatnsmýri.
Samþykkt að vísa framlagðri matslýsingu til umsagnar Skipulagsstofnunar í samræmi við ákvæði laga um mat um umhverfisáhrifum.

8. Sætún 1. (01.216.2) Mál nr. SN080573
Veltiskilti á lóð
Halldór Guðmundsson, Laugalækur 14, 105 Reykjavík
Húsfélagið Sætúni 1, Sætúni 1, 105 Reykjavík
Á fundi skipulagsstjóra 5. september 2008 var lögð fram umsókn Húsfélagsins á Sætúni 1 dags. 29. ágúst þar sem sótt er um leyfi fyrir veltiskilti á norðvesturhluta lóðarinna að Sætúni 1. Gert er ráð fyrir að á skiltaflötum sem vísa í þrjár áttir verði birtar auglýsingar sem tengjast starfsemi á lóð ásamt almennum auglýsingum. Meðfylgjandi eru uppdrættir dags. 29. ágúst 2008. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra hjá skipulagsstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 11. september 2008.
Synjað með vísan til umsagnar skipulagsstjóra.

9. Heiðmörk, Vatnsendakrikar. Mál nr. SN080360
Framkvæmdaleyfi vegna kaldavatnslagnar
Orkuveita Reykjavíkur, Bæjarhálsi 1, 110 Reykjavík
Á fundi skipulagsstjóra 25. júlí 2008 var lögð fram að nýju umsókn Orkuveitu Reykjavíkur, dags. 20. júní 2008, um framkvæmdaleyfi fyrir niðurgrafna kaldavatnslögn í Vatnsendakrika í Heiðmörk. Erindinu var vísað til umsagnar sviðsstýru Umhverfis- og samgöngusviðs og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn Umhverfis- og samgöngusviðs dags. 28. ágúst 2008.
Samþykkt með vísan til c-liðar 12. gr. samþykktar um skipulagsráð.

10. Hólmsheiði/Almannadalur, Mál nr. SN080584
Breyting á deiliskipulagi v/ lokahús OR
Orkuveita Reykjavíkur, Bæjarhálsi 1, 110 Reykjavík
Lögð fram umsókn Orkuveitu Reykjavíkur dags. 9. september 2008 um breytt deiliskipulag á Hólmsheið/Almannadal. Í breytingunni felst að lóðamörk og byggingarreitur fyrir lokahús Orkuveitur Reykjavíkur samkv. uppdrætti Landslags ehf. dags. 22. ágúst 2008.
Samþykkt með vísan til a-liðar 12. gr. samþykktar um skipulagsráð. Samþykkt að falla frá grenndarkynningu þar sem breytingin varðar einungis hagsmuni lóðarhafa.

(B) Byggingarmál

11. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, Mál nr. BN038928
Fundargerð
Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð nr. 505 frá 16. september 2008.

12. Barmahlíð 8. (01.701.306) Mál nr. BN038931
Fyrirspurn
Lögð fram umsögn lögfræði- og stjórnsýslu dags. 25. ágúst 2008, vegna afgreiðslu byggingarfulltrúa á fyrirspurn frá 8. júlí sl. þar sem spurt var hvort leyft yrði að gera tvær sjálfstæðar íbúðir í kjallara hússins nr. 8 við Barmahlíð.
Málinu fylgir afrit af bréfi Borgarleigunnar ehf. dags. 29. júlí sl. og bréf byggingarfulltrúa til Borgarleigunnar dags. 30. júlí.
Neikvætt með vísan til umsagnar lögfræði og stjórnsýslu.

13. Laugavegur 12. (01.171.401) Mál nr. BN037836
Vísað til byggingarfulltrúa
Laugaberg hf, Burknabergi 8, 221 Hafnarfjörður
Lögð fram að nýju byggingarleyfisumsókn BN037678 frá Laugabergi hf. þar sem sótt er um leyfi til að setja upp tvo veggi með hurðum til að mynda 21,2 ferm. lokað port með þaki úr segldúk að þremur fjórðuhluta milli húsana á lóð nr. 1 við Bergstaðarstræti (sbr. fyrirspurn nr. BN37445) og Laugavegar 12. hurðirnar eru ekki læsanlegar og eru 1,0 meter á breidd til að tryggja flóttaleiðir úr portinu á lóðinni nr. 12 við Laugaveg. Lagt fram bréf eiganda Laugavegar 12b dags. 7. febrúar 2008 , bréf byggingarfulltrúa til borgarráðs dags. 7. febrúar 2008 og bréf borgarráðs dags. 22. febrúar 2008 þar sem samþykkt er að vísa málinu að nýju til meðferðar byggingarfulltrúa. Jafnframt lagt fram bréf Tryggva Þórhallssonar hdl. dags. 21. mai 2008, umsögn lögfræði- og stjórnsýslu dags. 8. júlí 2008, bréf borgarráðs dags. 7. ágúst 2008 og tölvupóstur Tryggva Þórhallssonar hdl. dags. 26. ágúst 2008.
Samþykkt að grenndarkynna framlagða byggingarleyfisumsókn fyrir hagsmunaaðilum að Laugavegi 12b og Bergstaðastræti 1.

14. Tryggvagata 16. (01.132.104) Mál nr. BN038613
Útisalerni Laugaveg 50-52 og Tryggvagötu
AFA JCDecaux Ísland ehf, Vesturvör 30b, 200 Kópavogur
Á fundi skipulagsstjóra dags. 25. júlí 2008 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 15.júlí 2008 þar sem sótt er um leyfi fyrir útisalerni á Laugarvegi, framan við nr. 50 og 52 og á horni Tryggvagötu og Naustsins. Ljósmyndir fylgja með. Erindinu var vísað til umsagnar í vesturteymi og er nú lagt fram að nýju.
Frestað.

(D) Ýmis mál

15. Jónsgeisli 59. (04.113.4) Mál nr. SN080516
Málskot
Heimir Ríkarðsson, Jónsgeisli 59, 113 Reykjavík
Á fundi skipulagsráðs 13. ágúst 2008 var lagt fram málskot Heimis Ríkarðssonar dags. 27. júlí 2008 þar sem óskað er eftir því að erindi frá 22. mars 2007, þar sem sótt var um viðbótarbílastæði á austanverða lóð Jónsgeisla 59, verði endurskoðað með tilliti til þeirra atriða sem koma fram í erindinu. Erindinu var vísað til umsagnar skipulagsstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 10. september 2008.
Fyrri afgreiðsla staðfest með vísan til umsagnar skipulagsstjóra.

16. Suðurlandsbraut 8 og 10. (01.262.1) Mál nr. SN080569
Málskot
Einar V Tryggvason, Miðdalur, 270 Mosfellsbær
Lagt fram málskot Einars V. Tryggvasonar fh. Avion properties dags. 24. júlí 2008 vegna afgreiðslu skiplagsstjóra 6. júní 2008 á erindi vegna Suðurlandsbrautar 8 og 10. Einnig er lagt fram tölvupóstur Einars V. Tryggvasonar dags. 25. ágúst 2008 og endurbætt tillaga Einars Tryggvasonar og Avion properties dags. 1. september 2008.
Kynnt.
Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir vék af fundi kl. 10:15

17. Útilistaverk. Mál nr. SN080581
Samstaða (Partnership)
Lagt fram bréf Hafþórs Yngvasonar dags. 8. september 2008 þar sem óskað er eftir nýrri staðsetningu á útilistaverkinu Samstöðu (Partnership). Lagt er til að listaverkinu verði komið fyrir sjávarmegin við Sæbrautina til móts við austurenda gömlu kaffibrennslu Ó Johnson og Kaaber.
Ráðið gerir ekki athugasemdir við staðsetninguna.

Fundi slitið kl. 10.20.

Júlíus Vífill Ingvarsson

Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir Brynjar Fransson
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Stefán Benediktsson
Björk Vilhelmsdóttir Svandís Svavarsdóttir
Magnús Skúlason

Afgreiðsla byggingarfulltrúa samkv. reglugerð nr. 161/2005

Árið 2008, þriðjudaginn 16. september kl. 09:00 fyrir hádegi hélt byggingarfulltrúinn í Reykjavík 505. fund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn í fundarherberginu 2. hæð austur Borgartúni 10-12. Þessi sátu fundinn: Magnús Sædal Svavarsson, Sigrún Reynisdóttir, Þórður Búason, Björn Kristleifsson, Bjarni Þór Jónsson, Jón Hafberg Björnsson og Eva Geirsdóttir. Fundarritari var Bjarni Þór Jónsson.

Þetta gerðist:

Nýjar/br. fasteignir

1. Almannadalur 9-15 (05.865.501) 209395 Mál nr. BN038611
Kristbjörg Hjaltadóttir, Suðurhlíð 35, 105 Reykjavík
Ásgeir Heiðar, Melahvarf 4, 203 Kópavogur
Rós Ingadóttir, Bakkastaðir 105, 112 Reykjavík
Hestamannafélagið Fákur, Vatnsendav Víðivöllum, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi að byggja steinsteypt hesthús, sem skiptist i fimm eignarhluta, hver með kaffistofu á efri hæð á lóð nr. 15 við Almannadal.
Stærðir: 1. hæð 368,4 ferm., 2. hæð 196,9 ferm., samtals 565,3 ferm., 1.855,3 rúmm.
Gjöld kr. 7.300 + 7.300 + 135.437
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

2. Austurbakki 2 (01.119.801) 209357 Mál nr. BN038887
Eignarhaldsfélagið Portus hf, Pósthólf 709, 121 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að breyta sb. erindi 34842, burðarveggjum og súlum, breyta stærðum palla, lögun svala og kaffibars milli vestur- og austurbyggingar, breyta innra skipulagi víða, fella niður stiga eða breyta ásamt breytingum á flóttaleiðum Tónlistar- og ráðstefnuhússins á lóð nr. 2 við Austurbakka.
Stærð var: Tónlistar- og ráðstefnuhús neðri kjallari 3710,7 ferm., efri kjallari 3131,9 ferm., 1. hæð 6785,3 ferm., 2. hæð 7093,4 ferm., 3. hæð 2036,4 ferm., 4. hæð 2716 ferm., 5. hæð 1128,1 ferm., 6. hæð 665,4 ferm., 7. hæð 750,9 ferm., 8. hæð 358,8 ferm., samtals 28376,9 ferm., 232911,9 rúmm. Geymslur og vörumóttaka (B-rými) samtals 493,3 ferm., 2640,9 rúmm.
Stærð veður: xxx
Gjald kr. 7.300 + xxx
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

3. Ármúli 29, Suðurlands 32 (01.265.101) 103542 Mál nr. BN038909
Asian ehf, Suðurlandsbr. 32, 108 Reykjavík
Eik fasteignafélag hf, Sóltúni 26, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum innanhúss á 1. hæð matshlutum 01-01 og 01-02 á lóð nr. 32 við Suðurlandsbraut.
Tölvupóstur frá Eik fasteignafélagi eiganda eignarinnar um leyfi til að gera breytingar dags. 09.09.2008.
Bréf stílað 1.09.2008 um lýsingu á starfsemi.
Gjöld kr. 7.300
Frestað.
Innsend gögn ófullnægjandi.
Vísað til athugasemda eldvarnaeftirlits.

4. Barmahlíð 54 (01.710.111) 107151 Mál nr. BN038690
Ómar R. Valdimarsson, Barmahlíð 54, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir tröppum úr timbri af svölum íbúðar 0101, mhl. 01 í fjölbýlishúsi á lóð nr. 54 við Barmahlíð.
Meðfylgjandi er undirritað samþykki sumra íbúa nærliggjandi húsa.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 31. júlí 2008 fylgir erindinu.
Gjald kr. 7.300 + 7.300
Synjað.
Fer húsi ílla sbr, ákvæði gr. 8.2 í byggingarreglugerða nr. 441/1998.
Gönguhæð undir brú er óásættanleg þar sem hún er undir tveimur metrum.

5. Bauganes 19A (01.672.118) 213935 Mál nr. BN038658
Árni Hermannsson, Bauganes 19, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja staðsteypt einbýlishús á tveimur hæðum með innbyggðri bílageymslu á lóð nr. 19A við Bauganes.
Stærðir: Íbúð 1. hæð 109,6 ferm., 2. hæð 86,7 ferm., samt. 196,3 ferm., bílgeymsla. 22,9 ferm.,
Samtals 219,2 ferm. 979,5 rúmm.
Gjald kr. 7.300 + 7.300 + 71.504
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

6. Bergstaðastræti 83 (01.196.406) 102684 Mál nr. BN037075
Karl Arnar Arnarson, Bergstaðastræti 83, 101 Reykjavík
Rakel Edda Ólafsdóttir, Bergstaðastræti 83, 101 Reykjavík
Ísgraf ehf, Laugavegi 13, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir breytingum á byggingarleyfi BN033647 dags. 7. mars, þar sem bílskúr er stækkaður að lóðamörkum, eldhús á 1. hæð er stækkað, byggt er undir svalir á suðurhlið, ásamt minni háttar útlitsbreytingum s. s. útitröppum og gluggapóstum, á einbýlishúsinu á lóðinni nr. 83 við Bergstaðastræti.
Meðfylgjandi er bréf aðalhönnuðar dags. 8. febrúar 2008.
Erindið var grenndarkynnt frá 14. nóvember til og með 12. desember 2007. Athugasemdir bárust frá Guðrúnu Jónsdóttur og Páli Jakob Líndal dags. 11. desember 2007.
Jafnframt eru uppdrættir frá 19. ferbúar 2008 felldir úr gildi.
Áður gerð stækkun: 43,4 ferm., 166,4 rúmm
Viðbygging: Bílgeymsla 62,9 ferm., íbúð 29,6 ferm., 264,1 rúmm.
Samtals: 135,9 ferm., 430,5 rúmm.
Gjald kr. 6.800 + 7.300 + 7.300 + 31.427
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

7. Bjarkargata 14 (01.143.110) 100958 Mál nr. BN038817
Björk Hakansson, Bjarkargata 14, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir reyndarteikningum með nokkrum breytingum frá áður samþykktum teikningum frá 24.4. 2007 á íbúðarhúsi á lóð nr. 14 við Bjarkargötu.
Erindi fylgir samþykki meðeigenda dags. 1. september 2008.
Gjald kr. 7.300
Frestað.
Lagfæra skráningartöflu.

8. Ferjuvogur 2 (00.000.000) 105399 Mál nr. BN038914
Framkvæmda- og eignasvið Reykja, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir reyndarteikningum í samræmi við athugasemdir við forúttekt á nýbyggingu og endurnýjuðu eldra húsi í Vogaskóla á lóð nr. 2 við Ferjuvog.
Gjald kr. 7.300
Frestað.
Vísað til athugasemda eldvarnaeftirlits.

9. Flugvallarv. Keiluh. (01.751.201) 107467 Mál nr. BN038627
Aðhald ehf, Flugvallarvegi, 101 Reykjavík
Öskjuhlíð ehf, Flugvallarvegi, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að fjölga séreignarhlutum í Keiluhöllinni við Flugvallarveg.
Gjald kr. 7.300 + 7.300
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst til þess að samþykktin öðlist gildi.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

10. Fylkisvegur 6-8 (04.364.101) 111277 Mál nr. BN038760
Íþróttafélagið Fylkir,aðalstj, Fylkisvegi 6, 110 Reykjavík
Sótt er um samþykki fyrir breyttu fyrirkomulagi innréttinga vegna skemmtanahalds í íþróttahúsinu á lóð nr. 6 við Fylkisveg.
Gjald kr. 7.300
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

11. Geirsgata 3a-7c (01.117.306) 100086 Mál nr. BN038905
Kjartan Halldórsson, Asparfell 2, 111 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja glerskála framan við veitingahúsið nr. 5 á lóð nr. 3a-7c við Geirsgötu.
Stækkun: xx ferm., xx rúmm.
Gjald kr. 7.300 + xx
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

12. Grensásvegur 3-7 (01.461.001) 105664 Mál nr. BN038903
Raftæknistofan hf, Grensásvegi 3, 108 Reykjavík
Sótt er um endurnýjun á byggingaleyfi BN036266 dags. 24. júlí 2007, þar sem sótt var um leyfi fyrir viðbyggingu (með burðarvirki úr stáli), á annarri hæð húss nr. 3 við Grensásveg, með viðbyggingu er kaffistofa stækkuð og komið fyrir útgangi út á svalir í suður í skrifstofuhúsnæði nr. 5 á lóð nr. 3-7 við Grensásveg.
Samþykki meðlóðarhafa fylgdi með deiliskipulagsbreytingu.
Stærðir: Stækkun 68,2 ferm., 233,5 rúmm.
Gjald kr. 7.300 + 17.046
Frestað.
Vantar samþykki vegna nýrra eigenda.

13. Hallveigarstígur 1 (01.171.208) 101389 Mál nr. BN038899
Landic Ísland ehf, Kringlunni 4-12, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að að breyta innréttingum á allri 1. hæð og innrétta þar Bónusverslun í húsi á lóð nr. 1 við Hallveigarstíg.
Meðfylgjandi er yfirlýsing húseigenda, starfsfólks og félagasamtaka, sem hafa aðstöðu í húsinu. Sömuleiðis umsögn skipulagsstjóra dags. 18.8.2008.
Gjald kr. 7.300
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

14. Haukdælabraut 104 (05.113.502) 214821 Mál nr. BN038902
Óskar Örn Ágústsson, Fálkahöfði 8, 270 Mosfellsbær
Ásta Jenný Sigurðardóttir, Fálkahöfði 8, 270 Mosfellsbær
Sótt er um leyfi til að byggja staðsteypt einbýlishús einangrað að utan og með timburþaki á lóð nr. 104 við Haukdælabraut.
Stærðir: 1. hæð íbúð 115,9 ferm., 2. hæð íbúð 123,9 ferm., bílskúr 52,3 ferm., samtals 2. hæð 176,2 ferm.
Samtals íbúð 239,8 ferm.
Samtals allt húsið 292,1 ferm., 1.045,6 rúmm.
Gjöld kr. 7.300 + 76.329
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.

15. Holtsgata 14 (01.134.314) 100363 Mál nr. BN038927
Ásgeir Alexandersson, Holtsgata 14, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að endurnýja byggingarleyfi BN036206 til að byggja kvist í tvíbýlishúsi á lóð nr. 14 við Holtsgötu.
Stærðir: Stækkun 18,9 ferm., 55,8. rúmm.
Gjald kr. 7300 + 4073
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

16. Hólmsheiði fjáreig.fé (05.8--.-96) 113450 Mál nr. BN038746
B og V ehf, Engihjalla 1, 200 Kópavogur
Sótt er um leyfi til að byggja hesthús út steinsteypu, timbri og bárujárni á lóð nr. 23 við Ásagötu í Hólmsheiði.
Meðfylgjandi er bréf frá aðalhönnuði dags. 11.9.2008 og afrit af samþykktum teikn. dags. 12.12.1996, húsið brann í júní 2007 og var 135,2 ferm., 448,6 rúmm. Kaupsamningur dags. 21.6.2008.
Stærðir nýbygging: Haughús 200 ferm., hesthús 200 ferm., 1.443 rúmm.
Gjald kr. 7.300 + 105.339
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

17. Hverfisgata 42 (01.172.002) 101426 Mál nr. BN038935
Tinna Guðmundsdóttir, Njálsgata 71, 101 Reykjavík
Ofanrituð sækir um leyfi f.h. Theresu Himmer til þess að gera veggmynd á vesturgafl hússins nr. 42 við Hverfisgötu, sbr. meðfylgjandi skissu merkt 1.
Málinu fylgir tölvupóstur dags. 10. september 2008 en þar kemur fram að samþykki húseiganda Festa ehf. sé fyrir hendi.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.

18. Hyrjarhöfði 8 (04.060.304) 110599 Mál nr. BN037995
Húsabær ehf, Berjarima 43, 112 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja staðsteypta viðbyggingu á tveimur hæðum, að hluta yfir austurenda núverandi húss, einnig er milliloft 0106 rifið og milliloft 0104 stækkað í atvinnuhúsinu á lóð nr. 8 við Hyrjarhöfða.
Niðurrif: Milliloft 0106, 77,9 ferm.,
Stækkun: 1. hæð 212,1 ferm., 2. hæð 401,1 ferm. milliloft 60,8 ferm.
Samtals 594,0 ferm., 2489,7 rúmm.
Gjald kr. 7.300 + 181.748
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

19. Kirkjustétt 2-6 (04.132.201) 188525 Mál nr. BN038907
BS-eignir ehf, Kirkjustétt 2-6, 110 Reykjavík
Sótt er um breytingar innanhúss á staðsetningu afgreiðsluborðs, lagerrýma og kæla í Mhl.02 - 0102, 0103, 0104 og staðsetningu vinnuborða og kæla í Mhl. 03 - 0103 í verslunarhúsi á lóð nr. 2-6 við Kirkjustétt.
Gjald kr. 7.300
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

20. Kirkjuteigur 24 (01.363.001) 104598 Mál nr. BN038895
Framkvæmda- og eignasvið Reykja, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík
Sótt er um samþykki fyrir breytingum sem orðið hafa á byggingatíma 3. áfanga Laugarnesskóla þar sem m.a er flutt er til lyfta , breytt staðsetning á brunaslöngum o.fl. á lóð nr. 24 við Kirkjuteig.
Gjald kr 7.300
Frestað.
Vísað til athugasemda eldvarnaeftirlits.

21. Kleifarsel 18 (04.975.601) 113267 Mál nr. BN038845
Framkvæmda- og eignasvið Reykja, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta verslunarrými á 1. hæð í frístundaheimili og sérskóla og íbúðum á 2. hæð í tónlistarskóla í húsi á lóð nr. 18 við Kleifarsel.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 5. september 2008 fylgir erindinu.
Gjald kr. 7.300 + 7.300
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
Þinglýsa skal yfirlýsingu um samruna eigna.

22. Kvistaland 1-7 (01.863.301) 108806 Mál nr. BN038904
Svava Þorgerður Johansen, Bakkaflöt 8, 210 Garðabær
Sótt er um leyfi til að breyta, m. a. að grafa frá kjallara og síkka áður gerða glugga, og til að byggja við einbýlishúsið nr. 1 á lóð nr. 1-7 við Kvistaland.
Erindi fylgir samþykki meðlóðarhafa áritað á uppdrátt dags. 11. september 2008.
Stækkun: 1. hæð 104,6 ferm., xx rúmm.
Heildarstærðir húss eftir stækkun: 464,9 ferm. og 1530,8 rúmm.
Gjald kr. 7.300 + xx
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.

23. Lambhagavegur 23 (02.684.101) 189563 Mál nr. BN038551
Hafberg Þórisson, Vesturlbr Lambhagi, 113 Reykjavík
Sótt er um að byggja við eldra gróðurhús við Lambhagaveg 23, nýtt gróðurhús úr stáli, áli og gleri að hluta á steyptum kjallara.
Stækkun 1689,4 ferm 9198,0 rúmm
Gjald kr 7.300 + 670.797
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

24. Langholtsvegur 168 (01.441.308) 105462 Mál nr. BN038892
Gunnlaug Kristín Ingvadóttir, Langholtsvegur 168, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að rífa bílskúr og byggja steinsteyptan bílskúr með áfastri vinnustofu og lagnarými undir við tvíbýlishúsið á lóð nr.168 við Langholtsveg.
Niðurrif: xx ferm., xx rúmm.
Stækkun: 60,7 ferm. 330,0 rúmm.
Gjald kr. 7.300 + 24.090
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.

25. Skeifan 8 (01.461.202) 105668 Mál nr. BN038712
Skeifan 8 ehf, Sóltúni 26, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi að opna milli tveggja aðskildra rýma á 1. hæð, fjarlægja hringstiga upp á 2. hæð og gera flóttahurð, pall og flóttastiga á norðurhlið atvinnuhúsnæðis á lóð nr. 8 við Skeifuna.
Bréf frá hönnuði dags. 21.07.08 og brunahönnunarskýrsla frá Línuhönnunn dags. 21.07.08
Gjald 7.300
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

26. Skútuvogur 1 (01.421.001) 105171 Mál nr. BN038113
Járn og gler hf, Skútuvogi 1h, 104 Reykjavík
ÞOK ehf, Skútuvogi 1h, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir áður gerðu millilofti, til að stækka áður samþykkt milliloft, og til að opna milli eininga og samnýta lagerrými á 1. hæð. Einnig er innra skipulagi breytt á 1. og 2. hæð í suðausturenda atvinnuhúsnæðisins á lóðinni nr. 1 við Skútuvog.
Áður gert milliloft: xx ferm.
Stækkun á millilofti: xx ferm.
Samtals: xx ferm.
Gjald kr. 7.300
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

27. Sólheimar 29-35 (01.433.503) 105283 Mál nr. BN038913
Framkvæmda- og eignasvið Reykja, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta áður nýttu bráðabirgðahúsnæði fyrir Vogaskóla í ungbarnaskóla til bráðabirgða í tvö ár, á 1. og 2. hæð húss á lóð nr. 29-35 við Sólheima.
Gjald kr. 7.300
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

28. Stórhöfði 34-40 (04.073.101) 110547 Mál nr. BN038607
S 40 ehf, Skúlagötu 63, 105 Reykjavík
Sótt er um stöðuleyfi fyrir tjaldskemmu, tímabundið í 24 mánuði, á lóðinni nr. 34-40 við Stórhöfða.
Skemman er klædd grænum PVC dúk á stálgrind.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 5. september 2008 fylgir erindinu.
Stærðir: 675 ferm., 4234,5 rúmm.
Gjald kr. 7.300 + 309.118
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Þinglýsa skal kvöð um tímatakmörk þess efnis að leyfið sé veitt til tveggja ára.

29. Suðurhús 5 (02.848.805) 109898 Mál nr. BN038910
Bjarnfreður H Ólafsson, Suðurhús 5, 112 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja við og stækka úr sömu byggingarefnum og núverandi hús, steypu og timbri, einbýlishús á lóð nr. 5 við Suðurhús.
Meðfylgjandi eru teikningar í A3, sem sýna breytingar.
Stærðir stækkun: 13 ferm., xxx rúmm.
Samtals eftir stækkun: 223 ferm.896 rúmm.
Gjald kr. 7.300 + xxx
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Skipulagsferli ólokið.

30. Sundaborg 1-15 (01.336.701) 103911 Mál nr. BN038093
Jóhann Ólafsson og Co ehf, Sundaborg 9-11, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innra fyrirkomulagi þannig að allar skrifstofur flytjast á 2. hæð og á 1. hæð verður notuð fyrir heildsölu-og sýningarsvæði, loftræsting aukin, snyrtingar eru stækkaðar og endurbættar og komið fyrir sturtu. Hætt er við að setja upp frystigeymslu og nýja aðkomuhurð í hússins nr. 9 á lóð nr. 1-15 við Sundaborg.
Gjald kr. 7.300
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

31. Tjarnargata 12 (01.141.306) 100909 Mál nr. BN038133
Framkvæmda- og eignasvið Reykja, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja viðbyggingu á tveimur hæðum í portinu að húsi nr. 10 og fá lóð stækkaða að götu fyrir stigahús nýbyggarinnar sem er steinsteypt á tveimur hæðum með glerþaki að hluta, ennfremur til að opna milli Mhl. og innrétta rými í húsum á baklóð fyrir starfsemi Tjarnabíós á lóð nr. 12 við Tjarnargötu.
Grenndarkynning stóð frá 22. maí til 19. júní 2008.
Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir: Gústaf Þór Tryggvason hrl. Tjarnargötu 10 d. dags 29.maí 2008, Sergiy Okhremchuk og Olha Dushynska, dags. 13. júní 2008, Guðmundur Hafsteinsson hdl., dags. 16. júní 2008.
Erindi fylgir bréf hönnuðar dags. 3. desember 2007, sameiginleg umsögn Minjasafns Reykjavikur og Húsafriðunarnefndar dags. 7. febrúar 2008 niðurstöður forhönnunar brunavarna frá VSI dags. í september 2008 og útfylltur gátlisti fyrir aðgengi í almenningsbyggingum dags. 2. september 2008.
Stærðir stækkunar: 1. hæð xx ferm., 2. hæð xx ferm. samtals xx ferm. xx rúmm.
Gjald kr. 7.300 + xx
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

32. Tryggvagata 16 (01.132.104) 100213 Mál nr. BN038842
Vestur Indía Félagið ehf, Tryggvagötu 16, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að innrétta kaffisölu og koma fyrir tveimur borðum á gangstétt fyrir framan atvinnuhúsið á lóð nr. 16 við Tryggvagötu.
Tölvupóstur frá eigenda um samþykki fyrir breytingum fylgir.
Gjöld kr. 7.300
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Málinu vísað til umsagnar skrifstofu gatna- og eignaumsýslu vegna borða á gangstétt.

33. Tunguháls 3 (04.327.501) 111061 Mál nr. BN038761
Orkuvirki ehf, Tunguhálsi 3, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja þriggja hæða stálgrindarhús og steinsteyptan kjallara að hluta og fjarlægja hluta einnar hæðar skemmu við iðnaðarhús á lóð nr. 3 við Tunguháls.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra dags. 25. ágúst 2008 fylgir erindinu.
Stærðir: Núverandi hús: 1.462,7 ferm., 6.904,2 rúmm.
Stækkun: 1.556,1 ferm., 7871,4 rúmm.
Niðurrif: 363,6 ferm., 1.818,0 rúmm.
Samtals stærðir eftir stækkun og niðurrif:
2.655,2 ferm., 12.957,6 rúmm.
Gjald kr. 7.300 + 7.300 + 574.612
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

34. Urðarbrunnur 94 (05.054.304) 205800 Mál nr. BN038890
Marías Sveinsson, Langholtsvegur 132, 104 Reykjavík
Gyða Guðmundsdóttir, Langholtsvegur 132, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja tveggja hæða einbýlishús með innbyggðri bílgeymslu úr forsteyptum einingum á lóð nr. 94 við Urðarbrunn.
Stærð: 1. hæð íbúð 103,9 ferm., bílgeymsla 30,6 ferm., 2. hæð íbúð 128,7 ferm.
Samtals: 263,2 ferm., 930,8 rúmm.
Gjald kr. 7.300 + 67.948
Synjað.
Samræmist ekki deiliskipulagi hvað hæð varðar.

35. Þingholtsstræti 29A (01.183.605) 101989 Mál nr. BN038708
Ingunn Gyða Wernersdóttir, Bjarmaland 7, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til minniháttar breytinga inni í eldra húsinu auk breytinga á gluggum og dyraopum til austurs að garði og ennfremur um leyfi fyrir byggingu bílskúrs með aðkeyrslu að Grundarstíg með baðaðstöðu, geymslum og tæknirými í kjallara og stigatengingu við 1. hæð í einbýlishúsinu Esjubergi á lóð nr. 29 A við Þingholtsstræti.
Meðfylgjandi er bréf frá hönnuðum dags. 22.7.2008. Samþykki flestra nágranna á Þingholtsstræti 29 og á Grundarstíg 12. Sömuleiðis bréf frá Húsafriðunarnefnd dags. 19.6.2008 og Minjasafni Reykjavíkur dags. 26.6.2008 ásamt útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 5. september 2008.
Tillagan var grenndarkynnt frá 7. ágúst til og með 4. september 2008. Engar athugasemdir bárust.
Stærðir fyrir stækkun 467,7 ferm., 1564 rúmm.
Stækkun íbúð 203,4 ferm., bílskúr 41,4 ferm.
Samtals stækkun 244,8 ferm., 1000,3 rúmm.
Samtals eftir stækkun 712,5 ferm., 2564,3 rúmm.
Gjald kr. 7,300 + 7.300 + 73,022
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

36. Þorláksgeisli 72 (04.135.703) 189647 Mál nr. BN038894
Óttar Möller, Þorláksgeisli 72, 113 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir áður gerðri breytingu á bílgeymsluhurð og til að breyta útitröppum á einbýlishúsi á lóð nr. 72 við Þorláksgeisla.
Gjald 7.300
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

Ýmis mál

37. Austurbakki 2 (01.119.801) 209357 Mál nr. BN038920
Eignarhaldsfélagið Portus hf, Pósthólf 709, 121 Reykjavík
Á afgreiðslufundi byggingafulltrúa 18. desember 2007 var samþykkt bygging spennistöðvar, BN037260, seinna breytt með erindi BN037608, sem sögð var breyting á byggingaleyfi tónlistarhússins en átti að vera sjálfstætt erindi og munu stærðir verða bókaðar með bílakjallara á sömu lóð þegar þar að kemur.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.

38. Flugvöllur - lóð fyrir félagsheimili Flugmálastjórnar (01.68-.-99) 106930 Mál nr. BN038934
Framkvæmda- og eignasvið Reykja, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík
Á afgreiðslufundi byggingarfulltrúa þann 19. ágúst 2008 var samþykkt lóðarbreyting BN038806 þar sem var bókað var að breyta mörkum lóðarinnar Vesturgata 2A, en rétt bókun er lóð fyrir félagsheimili Flugmálastjórnar við Hlíðarfót.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.

Fyrirspurnir

39. Asparfell 2-12 (04.681.001) 112291 Mál nr. BN038896
Æsufell 2-6,húsfélag, Æsufelli 4, 111 Reykjavík
Spurt er hvort leyfi fáist til að breyta íbúðarherbergjum í sameign í samþykktar íbúðir í fjölbýlishúsinu Æsufelli 4 á lóð nr. 2-12 við Asparfell.
Erindi fylgir bréf hönnuðar dags. 4. september 2008
Nei.
Uppfyllir ekki ákvæði byggingarreglugerðar m.a hvað varðar stærðir og flóttaleið.

40. Austurberg 28-38 (04.670.7--) 112108 Mál nr. BN038925
Jóhanna Gunnarsdóttir, Austurberg 36, 111 Reykjavík
Spurt er um hvort loka megi með gleri opnum stigagangi vegna leka af völdum mikilla rigninga fyrir framan íbúð nr. 4 á 3. hæð í fjölbýlishúsi á lóð nr. 36 við Austurberg.
Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingarleyfi er sýni heildarlausn á lokun svalaganga og samþykki meðeigenda fylgi.

41. Brekkubær 16-22 (04.361.601) 111268 Mál nr. BN038908
Bjarki Pétursson, Brekkubær 16, 110 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að útbúa séreign, íbúð, í kjallara raðhússins nr. 16 á lóð nr. 16-22 við Brekkubæ.
Nei.
Ekki má gera nýja íbúð í kjallara sbr. ákvæði, 96. gr. byggingarreglugerðar nr. 441/998.

42. Esjurætur Mál nr. BN038804
Halldóra Sigtryggsdóttir, Meistaravellir 9, 107 Reykjavík
Rósa Hrönn Árnadóttir, Holtsgata 23, 101 Reykjavík
Spurt er hvort leyfi fengist til að koma fyrir færanlegri söluaðstöðu fyrir veitingar við göngustíga við Esjurætur.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 11. september 2008 fylgir erindinu.
Jákvætt.
Með vísan til umsagnar skipulagsstjóra enda liggi samþykki landeigenda fyrir og annarra leyfisveitenda.

43. Frostaskjól 13 (01.515.506) 105858 Mál nr. BN038906
Sigurður Pálsson, Frostaskjól 13, 107 Reykjavík
Spurt er hvort byggja megi sólstofu ofan á steypt bílskúrsþak á lóð nr.13 við Frostaskjól.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.

44. Grettisgata 79 (01.174.317) 101652 Mál nr. BN038847
Sigurbjörn Rúnar Jónasson, Hraunteigur 4, 105 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að byggja kvist á suðurhlið og breyta innra skipulagi risíbúðar fjölbýlishússins á lóð nr. 79 við Grettisgötu.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 11. september 2008 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 10. september 2008.
Jákvætt.
Með vísan til umsagnar skipulagsstjóra enda verði sótt um byggingarleyfi.

45. Laugavegur 36 (01.172.218) 101473 Mál nr. BN038922
Stefán H Sandholt, Dalhús 80, 112 Reykjavík
Spurt er hvort byggja megi kaffiskála úr gleri og álprófílum við bakdyr Sandholtsbakarís á lóð nr. 36 við Laugaveg.
Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingarleyfi er taki mið af athugasemdum umsagnaraðila á fyrirspurnarblaði

46. Laugavegur 51 (01.173.024) 101511 Mál nr. BN038897
Sverrir Einar Eiríksson, Seljavegur 25, 101 Reykjavík
Spurt er hvað gera þurfi til að fá skrifstofueiningar á 3. hæð samþykktar sem gistiheimili.
Jákvætt.
1. Sækja um byggingarleyfi í samræmi við ákvæði skipulagsskilmála, byggingarreglugerða og annarra reglugerða er málið varðar.
2. Umsókn fylgi samþykki meðeigenda.

47. Ljósheimar 20-22 (01.437.102) 105384 Mál nr. BN038889
Gústaf Edilonsson, Ljósheimar 22, 104 Reykjavík
Spurt er hvort byggja megi bílskúra, sbr. fyrirspurn BN037459, skv. teikn. dags. sept.08 samsvarandi samþykktum teikningum dags. 1964 með 13 einingum fyrir tvo bíla hver við fjölbýlishús á lóð nr. 20-22 við Ljósheima.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra vegna stækkunar á byggingarreit.

48. Stangarholt 36 (01.246.208) 103315 Mál nr. BN038911
Verity Louise Sharp, Stangarholt 36, 105 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að byggja tvöfaldan bílskúr í suðurhorni lóðar með aðkomu frá Nóatúni eins og sýnt er á meðfylgjandi teikningum af íbúðarhúsinu á lóð nr. 36 við Stórholt.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra vegna tvöföldunar á stærð bílgeymslu.

Fundi slitið kl. 11:15.

Magnús Sædal Svavarsson

Sigrún Reynisdóttir Þórður Búason
Björn Kristleifsson Bjarni Þór Jónsson
Jón Hafberg Björnsson Eva Geirsdóttir