Umhverfis- og skipulagsráð - og skipulagsráð

Umhverfis- og skipulagsráð

Skipulagsráð

Ár 2008, miðvikudaginn 3. september kl. 09:05, var haldinn 145. fundur skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 10-12, 2.hæð (Dalsmynni). Viðstaddir voru: Júlíus Vífill Ingvarsson, Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, Stefán Þór Björnsson, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir, Björk Vilhelmsdóttir, Svandís Svavarsdóttir og áheyrnarfulltrúinn Magnús Skúlason. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Ágúst Jónsson, Ólafur Bjarnason Bjarni Þór Jónsson og Marta Grettisdóttir. Auk þess gerðu eftirtaldir embættismenn grein fyrir einstökum málum: Jóhannes Kjarval, Margrét Þormar og Haraldur Sigurðsson.
Fundarritari var Elín Ósk Helgadóttir.

Þetta gerðist:

(A) Skipulagsmál

1. Afgreiðslufundir skipulagsstjóra Reykjavíkur. Mál nr. SN010070
fundargerð
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar skipulagsstjóra Reykjavíkur frá 29 ágúst 2008.

2. Ingólfstorg, breytt umferðarskipulag (01.140) Mál nr. SN080552
Lögð fram drög Umhverfis og samgöngusviðs dags. 20. ágúst 2008 að breyttu umferðarskipulagi við Ingólfstorg.
Kynnt.

3. Hádegismóar, búddahof. (04.41) Mál nr. SN080358
breyting á deiliskipulagi,
Lagður fram uppdráttur Vífils Magnússonar ark., dags. 21. apríl 2008 að breyttu deiliskipulagi Hádegismóa þar sem gert er ráð fyrir 4235 m2 lóð fyrir búddistahof. Lögð fram erindi Páls Júlíussonar til borgarstjóra, dags. 14. og 11. apríl 2007. Einnig lagt fram bréf Vífils Magnússonar dags. 14. júlí 2008 varðandi málið.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu.
Vísað til borgarráðs.
Erindið er jafnframt sent Umhverfis-og samgöngusviði til umsagnar.

4. Grafarholt. (04.1) Mál nr. SN030492
athafnasvæði, breyting á deiliskipulagi svæðis 4
Teiknistofan ehf, Brautarholti 6, 105 Reykjavík
Á fundi skipulagsstjóra 11. júlí 2008 var lögð fram tillaga Teiknistofunnar ehf, Brautarholti 6, dags. 6. nóvember 2003 að breytingu á deiliskipulagi svæðis 4, við Vínlandsleið. Í tillögunni felst afmörkun ótölusettrar lóðar fyrir lokahús OR og minnkun á lóð dælustöðvar OR á lóð nr. 10 við Vínlandsleið. Lagðir fram uppdrættir Teiknistofunnar ehf. dags. 6. nóvember 2003 breyttir uppdrættir dags. 25. ágúst 2008.
Samþykkt með vísan til 12. gr. samþykktar um skipulagsráð. Samþykkt að falla frá grenndarkynningu þar sem breytingin varðar einungis hagsmuni lóðarhafa.

5. Reykjatorg. Mál nr. SN080538
Hönnunarvinna
Lögð fram til kynningar efnistök fyrir hönnun og skipulag Reykjatorgs
Kynnt.

6. Sóltún 2-4. Mál nr. SN060710
breyting á deiliskipulagi Ármannsreit
Nexus Arkitektar ehf, Ægisíðu 52, 107 Reykjavík
Frumafl hf, Thorvaldsenstræti 6, 101 Reykjavík
Að lokinni auglýsingu er lögð fram umsókn Nexus arkitekta, dags. 9. mars 2007 að breytingu á deiliskipulagi Ármannsreits vegna Sóltúns 2-4 skv. nýjum uppdr., dags. 11. mars 2007, br. 25. febrúar 2008. Einnig lagðir fram minnispunktar framkvæmdastjóra Öldungs hf, mótt. 4. júní 2007. Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu að nýju samkvæmt uppdráttum br. 25. febrúar 2008.
Ráðið samþykkir jafnframt að upplýsa þá hagsmunaaðila sem áður gerðu athugasemdir við erindið um endurauglýsingu tillögunnar þar sem eldri athugasemdir falla niður. Tillagan var auglýst frá 26. mars til og með 7. maí 2008. Athugasemdir bárust frá eftritöldum aðilum:
Sólveig Hákonardóttir Sóltúni 30 dags. 15. apríl 2008, Bryndís Torfadóttir Sóltúni 12 dags. 15. apríl 2008, Hrefna Ingadóttir Sóltúni 8 dags. 28. apríl 2008, fh. Húsfélagsins Mánatúni 2 Ásthildur Jónsdóttir og Jón Þór Jóhannsson dags. 25. apríl 2008, Jón Guðmundsson og Marta Kjartansdóttir dags. 22. apríl 2008, Ingibjörg Kristín Jónsdóttir Sóltúni 12 dags. 15. apríl 2008, Jóhanna B. Magnúsdóttir Sóltúni 12 dags. 28. apríl 2008, Hróbjartur Hróbjartsson dags. 5. maí 2008 og vísar í áðurinnsendar athugasemdir dags. 14. ágúst 2007, Bragi Rúnarsson og Jónína Gissurardóttir Sóltúni 8 dags. 28. apríl 2008, Víglundur Þorsteinsson og Kristjána G. Skarphéðinsdóttir Sóltúni 12 dags. 29. apríl 2008, Sveinn Sæmundsson og Sigríður Jóhannsdóttir Sóltúni 10 dags. 15. apríl 2008, Steingerður Einarsdóttir og Sigfús Gunnarsson Sóltúni 18 dags. 2. maí 2008, Ingibjörg Kolbeinsdóttir og Sigursteinn H. Hersveinsson Sóltúni 12 dags. 28. apríl 2008, Undirskriftarlisti 10 íbúa Sóltúns 14-18 dags. 29. apríl 2008, Óskar Á. Mar og Viðar Rósmundsson Sóltúni 5 dags. 6. maí 2008, Elínborg Sveinbjarnardóttir Sóltúni 10 dags. 5. maí 2008, Guðrún H. Tulinius og Áslaug Ellen G. Yngvadóttir Sóltúni 10, dags. 28. apríl 2008, Gunnlaugur P. Steindórsson Sóltúni 10, dags, 28. apríl 2008, Íslenskir aðalverktakar Höfðabakka 9, dags. 7. maí 2008, Íris Waltersdóttir Ferrua Sóltúni 8, dags. 15. apríl 2008, Snorri Traustason f.h. lóðarhafa Sóltúni 6, dags. 6. maí 2008, Helgi Esra Pétursson Sóltúni 18, dags. 7. maí 2008 og Oddrún Jónasdóttir Uri Sóltúni 16, dags. 1. maí 2008.
Erindið er nú lagt fram að nýju ásamt nýjum uppdráttum Nexus arkitekta dags. 11. júlí 2008.
Frestað.

7. Vegamótastígur 9. (01.171.5) Mál nr. SN080233
breyting á deiliskipulagi
Stúdíó Granda ehf, Smiðjustíg 11b, 101 Reykjavík
Að lokinni auglýsingu er lögð fram tillaga Studio Granda ehf., dags. í apríl 2008 að breytingu á deiliskipulagi vegna lóðarinnar nr. 9 við Vegamótastíg. Breytingin felur í sér þriggja hæða nýbyggingu með kjallara þar sem gamla húsið er endurbyggt sem turn á horninu. Auglýsingin stóð yfir frá 23. apríl til og með 27. júní 2008. Athugasemdir bárust frá eftirfarandi aðilum: Andri Björnsson dags. 7. júní 2008, Gunnar S. Óskarsson dags. 6. júní 2008, Arnar Jónsson og Þórhildur Þorleifsdóttir dags. 7. júní 2008, Valdís Bjarnadóttir og Gunnar Ingi Ragnarsson dags. 6. júní 2008, Elín G. Gunnlaugsdóttir fh eigenda og íbúa að Grettisgötu 3 og 3a dags. 6. júní 2008 og Bjarki Júlíusson f.h. Kaupangs ehf. dags. 6. júní 2008. Eftir að frestur til athugasemda rann út barst athugasemd frá Ögmundi Skarphéðinssyni dags. 2. júlí 2008. Einnig lögð fram drög að umsögn skipulagsstjóra dags.7. ágúst 2008.
Drög að umsögn skipulagsstjóra samþykkt með þeim breytingum sem fram komu á fundinum.
Samþykkt með vísan til umsagnar skipulagsstjóra.
Vísað til borgarráðs þegar uppdrættir hafa verið lagfærðir.

8. Hólmsheiði, jarðvegsfylling. (05.8) Mál nr. SN080570
Haraldur Sigurðsson skipulagsfræðingur kynnti..
Frestað.

(B) Byggingarmál

9. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa. Mál nr. BN038862
fundargerð
Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð nr. 503 frá 2. september 2008.

10. Laufásvegur 73. (01.197.111) Mál nr. BN038072
bílskúr
Þorsteinn M Jónsson, Laufásvegur 73, 101 Reykjavík
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 22. apríl 2008 þar sem sótt er um leyfi til að endurnýja og stækka bílskúr, lækka gólf í kjallara, byggja jarðhýsi, sem umlykur kjallara á þrjá vegu, stækka 1. hæð með anddyri til norðvesturs, stigahúsi til norðausturs, eldhúsi til suðausturs, stækka 2. hæð með nýjum svölum á þaki anddyris og á þaki eldhúss, innrétta rishæð með nýjum kvistum til suðvesturs og norðausturs í einbýlishúsi nr. 73 við Laufásveg.
Meðfylgjandi er bréf Mörkin lögmannsstofa hf. dags. 31. mars 2008 og afrit frá Úrskurðarnefnd skipulags og byggingamála staðfest 31. mars 2008.
Stærðir: niðurrif bílgeymslu 24,05 ferm., 63,7 rúmm. stækkunar íbúð kjallari 202,5 ferm., bílgeymsla 39,1 ferm., 1. hæð 23,2 ferm., 2. hæð 8,8 ferm. ferm., Samtals 278,1 ferm. 912,2 rúmm.
Grenndarkynningin stóð frá 10. júní til og með 9. júlí 2008. Athugasemdir bárust frá eftirtöldum: Sigurði Björnssyni íbúa á Bergstaðastræti 78 dags. 23. júní 2008, Sigrúnu Tryggvadóttur og Ólafi Briem Laufásvegi 75 dags. 7. júlí 2008. Erindinu var vísað til umsagnar í vesturteymi arkitekta hjá skipulagsstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 29. ágúst 2008.
Ráðið gerir ekki athugasemdir við að byggingarleyfi verði gefið út.
Vísað til fullnaðarafgreiðslu byggingarfulltrúa.

Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir vék af fundi kl. 12:03

(C) Fyrirspurnir

11. Lambhagavegur 2-4. (02.643.1) Mál nr. SN080544
(fsp) breyting á deiliskipulagi
Lambhagavegur fasteignaféla ehf, Pósthólf 670, 121 Reykjavík
THG Arkitektar ehf, Faxafeni 9, 108 Reykjavík
Á fundi skipulagsstjóra dags. 22. ágúst 2008 var lögð fram fyrirspurn Lambhagavegur Fasteignafélag dags. 19. ágúst 2008 um breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar nr. 2-4 við Lambhagaveg. Í breytingunni felst að byggingarreitur á suð- austur hluta lóðarinnar stækki vegna breyttra þarfa við vörumóttöku samkv. meðfylgjandi uppdráttum THG Arkitekta dags. 18. ágúst 2008.
Ráðið gerir ekki athugasemdir við að fyrirspyrjandi láti vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi.

(D) Ýmis mál

12. Lambhóll við Þormóðsstaðaveg. (01.539.3) Mál nr. SN080560
kæra
Lagt fram bréf úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála dags. 21. ágúst 2008 ásamt kæru dags. 16. ágúst 2008 ásamt fylgigögnum, þar sem kærð er ákvörðun byggingarfulltrúans í Reykjavík að aðhafast ekki vegna breytinga á gluggum hússins Lambhóls.

13. Skildinganes. (01.67) Mál nr. SN080558
kæra, úrskurður
Pálmi Jónasson, Skildinganes 37, 101 Reykjavík
Lagt fram bréf úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála dags. 19. ágúst 2008 ásamt kæru mótt. 6.ágúst þar sem kærðar eru framkvæmdir á vegum Reykjavíkurborgar á svæði milli Skildinganess og Bauganess.

14. Skildinganes. (01.67) Mál nr. SN080522
kæra
Ingileif Thorlacius, Skildinganes 37, 101 Reykjavík
Lögð fram umsögn Reykjavíkurborgar dags. 27. ágúst 2008 vegna kæru Pálma Jónassonar dags. 6. ágúst 2008 þar sem kærðar eru aðgerðir borgarinnar á grænu svæði milli Bauganess, Bauganestanga og Skildinganess í Reykjavík.

15. Sörlaskjól 24. (01.532.0) Mál nr. SN080561
kæra
Lagt fram bréf úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála dags. 19. ágúst 2008 ásamt kæru dags. 25. júlí 2008 ásamt fylgigögnum þar sem kært er byggingarleyfi fyrir hækkun og öðrum breytingum á húsinu nr 24 við Sörlaskjól.

16. Traðarkotssund 6. (01.171) Mál nr. SN080528
kæra, úrskurður
Halla Bergþóra Pálmadóttir, Laugavegur 5, 101 Reykjavík
Lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála frá 27. ágúst 2008, vegna kæru vegna framkvæmda á lóðinni nr. 6 við Traðarkotssund.
Úrskurðarorð: Kærumáli þessu er vísað frá úrskurðarnefndinni.

Fundi slitið kl. 12:15.

Júlíus Vífill Ingvarsson

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir
Stefán Þór Björnsson Björk Vilhelmsdóttir
Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir Svandís Svavarsdóttir
Magnús Skúlason

Afgreiðsla byggingarfulltrúa samkv. reglugerð nr. 161/2005

Árið 2008, þriðjudaginn 2. september kl. 10:00 fyrir hádegi hélt byggingarfulltrúinn í Reykjavík 503. fund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn í fundarherberginu 2. hæð austur í Borgartúni 10-12. Þessir sátu fundinn: Bjarni Þór Jónsson, Björn Kristleifsson, Sigrún Reynisdóttir, Jón Hafberg Björnsson, Hjálmar Andrés Jónsson og Eva Geirsdóttir. Fundarritari var Bjarni Þór Jónsson.

Þetta gerðist:

Nýjar/br. fasteignir

1. Álfab. 12-16/Þönglab. (04.603.503) 111722 Mál nr. BN038259
Faxar ehf, Kringlunni 5, 103 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að endurinnrétta verslunareiningar skráðar nr. 0102, 0103 þar sem samnýting á starfsmannaðstöðu verður á milli apóteks og gleraugnaverslunar í verslunarmiðstöðinni Mjódd á lóð nr. 14 við Álfabakka.
Gjald kr. 7.300
Frestað.
Lagfæra skráningartöflu.

2. Álfheimar 74 (01.434.301) 105290 Mál nr. BN038637
Sportbarinn ehf, Eikarási 9, 210 Garðabær
Sótt er um endurnýjun byggingarleyfis sbr. erindi BN034960 dags. 14.11. 2006 til að endurnýja og breyta lítillega snyrtingum í kjallara Glæsibæjar á lóð nr. 74 við Álfheima.
Gjald kr. 7.300
Frestað.
Vísað til athugasemda eldvarnaeftirlits.

3. Ármúli 10 (01.290.101) 103754 Mál nr. BN038670
Smiðsás ehf, Kvistalandi 15, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir innanhúss breytingum á 2. hæð og neyðarstiga á austurhlið hús á lóð nr. 10 við Ármúla.
Meðfylgjandi er úttekt á brunahönnun og einnig fylgir erindi viljayfirlýsing eigenda neðri hæðar Ármúla 10 og skólameistara F.Á., sem er leigjandi efri hæðar, dags. 27. ágúst 2008.
Gjald kr. 7.300 + 7.300
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

4. Bakkastaðir 45 (02.421.103) 178891 Mál nr. BN038837
Grágrýti ehf, Bakkastöðum 47, 112 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja steinsteypt einbýlishús á einni hæð með innbyggðri bílgeymslu á lóð nr. 45 við Bakkastaði.
Erindi fylgir samþykki lóðarhafa Bakkastaða 38 dags. 21. ágúst 2008.
Stærð: Íbúð 313 ferm., bílgeymsla 47 ferm.
Samtals 360 ferm., 1.375 rúmm.
Gjald kr. 7.300 + 100.375
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

5. Borgartún 25 (01.218.101) 102773 Mál nr. BN038786
Fasteignafélagið Sjávarsíða hf, Borgartúni 25, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að fjölga bílastæðum á lóð um 28 stæði, aðallega með minnkun gróðurbeða, við atvinnuhús á lóð nr. 25 við Borgartún.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufndar skipulagsstjóra frá 29. ágúst 2008 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 28. ágúst 2008.
Gjald kr. 7.300
Synjað.
Með vísan til umsagnar skipulagsstjóra frá 28. ágúst 2008.

6. Bæjarflöt 2 (02.575.201) 179490 Mál nr. BN038492
Hagverk ehf, Bæjarflöt 2, 112 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja efnisgeymslu úr stáli og steinsteypu á lóð nr. 2 við Bæjarflöt.
Jafnframt er erindi BN038056 dregið til baka.
Stærðir: 80,4 ferm., 442,2 rúmm.
Gjald kr. 7.300 + 32.280
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst fyrir útgáfu á byggingarleyfi.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

7. Frostafold 10-12 (02.857.504) 110129 Mál nr. BN038706
Frostafold 10-12,húsfélag, Frostafold 10, 112 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir svalalokun á svölum fjölbýlishúss á lóð nr. 10 - 12 við Frostafold.
Stærðir 130,4 ferm., 326 rúmm.
Gjald kr. 7.300 + 23,7698
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

8. Gautavík 1-7 (02.357.101) 178582 Mál nr. BN038843
Anja María Friðriksdóttir, Gautavík 7, 112 Reykjavík
Sigurður Ágúst Björnsson, Gautavík 7, 112 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja geymsluskúr úr timbri á lóð nr. 7 við Gautavík.
Gögn frá Húsasmiðjunni fylgja og undirskrift með samþykki meðeigenda á lóð nr. 1, 3 og 5 við Gautavík.
Stærð 4,4 ferm., 7,6 rúmm.
Gjald: kr. 7.300 + 555
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

9. Gerðarbrunnur 2-10 (05.056.401) 206052 Mál nr. BN038633
Sólhús ehf, Tröllborgum 18, 112 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja tvö staðsteypt, tvílyft hús með flötu þaki og innbyggðum bílgeymslum, annað húsið parhús ( nr. 2 - 4), hitt húsið er raðhús með þremum íbúðum (nr. 6, 8, 10), samtals fimm íbúðir á lóðinni nr. 2-10 við Gerðarbrunn.
Stærðir: Íbúð nr. 2.mhl 05 bílg. 24,2 ferm. 1.hæð 96,2 ferm. 2. hæð 102,7 frem. samt. 223,1 ferm. samt. 731,1 rúmm.
Stærðir: Íbúð nr. 4. mhl 04 bílg. 24,2 ferm. 1 hæð 102,3 ferm. 2. hæð 108,8 ferm. samt. 235,3 ferm. samt. 770,1 rúmm.
Stærðir: Íbúð nr. 6. mhl 03 bílg. 24,2 ferm. 1 hæð 102,4 ferm. 2. hæð 108,9 ferm. samt. 235,5 ferm. samt. 770,7 rúmm.
Srærðir: Íbúð nr. 8. mhl 02 bílg. 26,1 ferm. 1 hæð 81,2 ferm. 2. hæð 102,6 ferm. samt. 209,9 ferm. samt. 686,8 rúmm.
Stærðir: Íbúð nr. 10. mhl 01 bílg. 26,1 ferm. 1 hæð 81,1 ferm. 2 hæð 102,5 ferm. samt. 209,7 ferm. samt. 686,0rúmm.
Samtals öll húsin 1113,5 ferm., 3644,7 rúmm.
Gjald kr. 7300 + 266.063
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

10. Grensásvegur 1 (01.460.001) 105655 Mál nr. BN038854
Mannvit hf, Grensásvegi 1, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir staðsteyptu skrifstofuhúsnæði með tilheyrandi starfsmannaaðstöðu á fjórum hæðum auk bílgeymslu í kjallara sem er á þremur hæðum, húsið tengist núverandi skrifstofubyggingu matshluta 03, en skrifstofubygging, matshluti 04 verður rifinn á lóðinni nr. 1 við Grensásveg.
Jafnframt er erindi BN038566 dregið til baka.
Takmarkað byggingarleyfi fyrir uppsteypu bílgeymslna hæðir -3 -2 -1 og jarðhæð var veitt.
Meðfylgjandi er bréf frá hönnuði dags. 14.8.2008
Stærðir: Kjallari K-2 2.555,8 ferm.,K-1 2.726,4 ferm., K-0 2.821,9 ferm.,
Samtals bílageymsla og aðrar geymslur: 8.104,1, Jarðhæð 1.792,4 ferm., 2. hæð 1.831,8 ferm. 3. hæð 1.565,9., 4. hæð 1.565,9 ferm., 5. hæð 252 ferm.
Samtals skrifstofuhæðir 7.008,0 ferm.
Samtals allt húsið 15.112,1 ferm., 53.606,2 rúmm.
Eldri byggingar á lóð 2.687,3 ferm.
Stærðir niðurrifs mhl. 04: 1.895,2 ferm., 6.159,8 rúmm.
Gjald kr. 6.800 + 3.913.252
Frestað.
Vantar í afstöðumynd hæðarkóta í lóðarmörkum.

11. Grettisgata 70 (01.191.004) 102462 Mál nr. BN038857
Helga Ingadóttir, Grettisgata 70, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að setja létt handrið í stað steypts handriðs sbr. fyrirspurn BN038687 á svalir risíbúðar í húsi nr. 70 við Grettisgötu.
Meðfylgjandi er skriflegt samþykki flestra eigenda.
Gjald kr. 7.300
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

12. Haukdælabraut 104 (05.113.502) 214821 Mál nr. BN038819
Óskar Örn Ágústsson, Fálkahöfði 8, 270 Mosfellsbær
Sótt er um leyfi til að byggja staðsteypt einbýlishús einangrað að utan og með timburþaki á lóð nr. 104 við Haukdælabraut.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 29. ágúst 2008 fylgir erindinu.
Stærðir: 1. hæð íbúð 115,9 ferm., 2. hæð íbúð 123,9 ferm., bílskúr 52,3 ferm., samtals 2. hæð 176,2 ferm.
Samtals íbúð 239,8 ferm.
Samtals allt húsið 292,1 ferm., 1.045,6 rúmm.
Gjöld kr. 7.300 + 76.322
Synjað.
Með vísan til útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 29. ágúst 2008.

13. Holtavegur 8-10 (01.408.101) 104960 Mál nr. BN038707
Landsafl ehf, Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík
Festing ehf, Suðurlandsbraut 18, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að innrétta kjallara fyrir geymslu á smurolíum og dekkjum, byggja nýjan brunavegg og breyta vatnsúðakerfi í húsi á lóð nr. 10 við Holtaveg.
Meðfylgjandi er eldvarnarskýrsla dags. 22.7.2008
Gjald kr. 7.300
Frestað.
Vísað til athugasemda eldvarnaeftirlits.

14. Hólmsheiði - Lokahús við Fjárborg Mál nr. BN038839
Orkuveita Reykjavíkur, Bæjarhálsi 1, 110 Reykjavík
Sótt er leyfi til að staðsteypa með flötu torfþaki lokahús fyrir Orkuveituna við Fjárborg.
Húsið er hnitasett á afstöðumynd.
Stærðir 42,2 ferm., 137,4 rúmm.
Gjald kr. 7.300 + 10.030
Frestað.
Lagfæra skráningartöflu.

15. Kleifarsel 18 (04.975.601) 113267 Mál nr. BN038845
Framkvæmda- og eignasvið Reykja, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta verslunarrými á 1. hæð í frístundaheimili og sérskóla og íbúðum á 2. hæð í tónlistarskóla í húsi á lóð nr. 18 við Kleifarsel.
Gjald kr. 7.300
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.

16. Mýrarás 15 (04.376.108) 111448 Mál nr. BN038846
Guðbjörg Astrid Skúladóttir, Mýrarás 15, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja garðskála við einbýlishúsið á lóð nr. 15 við Mýrarás.
Stækkun: 24,9 ferm., 57,5 rúmm.
Gjald kr. 7.300 + 4.198
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

17. Nóatún 17 (01.235.201) 102967 Mál nr. BN038771
Eirný Ósk Sigurðardóttir, Ránargata 1a, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innréttingum verslunar í eignarhluta 0104 í verslunarhúsi á lóð nr. 17 við Nóatún.
Meðfylgjandi er yfirlýsing um heimild til innanhússbreytinga frá Saxhóli ehf.
Gjald: kr. 7.300
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

18. Pósthússtræti 3 (01.140.306) 100839 Mál nr. BN038529
Langastétt ehf, Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir lyftu utan á húsi milli kjallara og 1. hæðar sbr. fyrirspurn BN038294 í porti við hús á lóð nr. 3-5 við Pósthússtræti.
Gjald kr. 7.300 + 7.300
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

19. Pósthússtræti 9 (01.140.515) 100874 Mál nr. BN038850
Hótel Borg ehf, Lágmúla 7, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að endurnýja glugga á götuhlið, gera skyggni yfir 1. hæð, ásamt minniháttar breytingum á 1. hæð og til að fjölga borðum á útisvæði húss á lóð nr. 9 við Pósthússtræti.
Gjald kr. 7.300
Frestað.
Vísað til athugasemda eldvarnaeftirlits.

20. Rauðalækur 13 (01.343.107) 103993 Mál nr. BN038833
Þór Theódórsson, Rauðalækur 13, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir afmörkun hluta lóðar til sérnota og til að setja hurð úr dagstofu kjallaraíbúðar út á þessa lóð við fjölbýlishús á lóð nr. 13 við Rauðalæk.
Meðfylgjandi er samþykki meðeigenda í húsinu.
Gjald kr. 7.300
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.

21. Reykás vatnsgeymir (04.383.401) 180379 Mál nr. BN038838
Orkuveita Reykjavíkur, Bæjarhálsi 1, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir breytingum innanhúss og bílastæðum við vatnsgeymi/lokahús á lóð nr. 30 við Reykás.
Gjald kr. 7.300]
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

22. Skúlagata 51 (01.220.008) 102784 Mál nr. BN038849
Eignarhaldsfél Kirkjuhvoll ehf, Kirkjutorgi 4, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir minniháttar breytingum í kjallara og á 4. hæð ásamt útliti sem reyndarteikningar fyrir hús á lóð nr.51 við Skúlagötu
Gjald kr. 7.300
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

23. Sléttuvegur 29-31 213550 Mál nr. BN038770
Samtök aldraðra, Síðumúla 29, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja fimmtíu og átta íbúða fjölbýlishús fyrir aldraða, steinsteypt og málmklætt á 4 til 6 hæðum á bílakjallara á lóð nr. 29-31 við Sléttuveg.
Stærð: Bílakjallari 1.833,3 ferm., geymslukjallari 951,7 ferm., 1. hæð 1.484,6 ferm., 2. 3. og 4. hæð 1.338,9 ferm., 5. hæð 650,6 ferm., 6. hæð 421,2 ferm.
Samtals: 9.358,1 ferm., 29.379,8 rúmm.
Gjald kr. 7.300 + 2.144.725
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

24. Stuðlasel 35 (04.923.408) 112629 Mál nr. BN038802
Reynir Þrastarson, Stuðlasel 35, 109 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja við steinsteypt einbýlishús á lóð nr. 35 við Stuðlasel.
Meðfylgjandi á teikningu er samþykki eiganda Stuðlasels 33
Stærðir: Stækkun 20,3 ferm., 72,6 rúmm.
Samtals eftir stækkun 212,7 ferm., 809,8 rúmm.
Gjald kr. 7.300 + 5.300
Frestað.
Vantar mæliblað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.

25. Tryggvagata 16 (01.132.104) 100213 Mál nr. BN038842
Vestur Indía Félagið ehf, Tryggvagötu 16, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að innrétta kaffisölu og koma fyrir tveimur borðum á gangstétt fyrir framan atvinnuhúsið á lóð nr. 16 við Tryggvagötu.
Gjöld kr. 7.300
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

26. Tunguháls 3 (04.327.501) 111061 Mál nr. BN038761
Orkuvirki ehf, Tunguhálsi 3, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja þriggja hæða stálgrindarhús og steinsteyptan kjallara að hluta og fjarlægja hluta einnar hæðar skemmu við iðnaðarhús á lóð nr. 3 við Tunguháls.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra dags. 25. ágúst 2008 fylgir erindinu.
Stærðir: Núverandi hús: 1.462,7 ferm., 6.904,2 rúmm.
Stækkun: 1.556,1 ferm., 7871,4 rúmm.
Niðurrif: 363,6 ferm., 1.818,0 rúmm.
Gjald kr. 7.300 + 7.300 + 574.612
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

27. Úlfarsbraut 114 (02.698.508) 205752 Mál nr. BN038668
Fasteignafélagið Hlíð ehf, Lágmúla 6, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja staðsteypt fimm hæða fjölbýlishús með lyftu og með 9 íbúðum og bílgeymslu með 9 bílastæðum á lóð nr. 114 við Úlfarsbraut..
Stærðir: 1.hæð bílgeymsla 204,5 ferm, íbúðageymslur og sameign 183,3 ferm.
2.hæð íbúðarhæð 351,4 ferm.
3.hæð íbúðarhæð 351,4 ferm.
4.hæð íbúðarhæð 351,4 ferm.
5.hæð íbúðarhæð 44,0 ferm.
Samtals: 1.486,0 ferm. og 4.933,7 rúmm.
Gjöld kr. 7.300 + 306.160
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.

28. Vatnsendakriki - Lokahús Mál nr. BN038840
Orkuveita Reykjavíkur, Bæjarhálsi 1, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að staðsteypa með flötu torfþaki lokahús Orkuveitunnar fyrir kalt vatn í Vatnsendakrikum.
Húsið er hnitasett á afstöðumynd.
Stærðir 34,8 ferm., 138,9 rúmm.
Gjald kr. 7.300 + 10.140
Frestað.
Lagfæra skráningartöflu.

29. Vesturbrún 16 (01.380.208) 104746 Mál nr. BN038832
Þórdís Rós Harðardóttir, Vesturbrún 16, 104 Reykjavík
Jón Gunnar Vilhelmsson, Vesturbrún 16, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta teikningum af útliti bílskúrs sem var samþykktur þann 10.09 1970 á lóð nr. 16 við Vesturbrún.
Stærð: 30,4 ferm., 100 rúmm.
Gjöld kr. 7.300 + 7.300
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.

30. Þverholt 11 (01.244.108) 180508 Mál nr. BN038659
Þverholt 11 ehf, Suðurlandsbraut 52, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að innrétta kaffihús/veitingastað á 1. hæð hússins nr. 11 við Þverholt.
Meðfylgjandi er bréf hönnuðar dags. 15.7.2008
Gjald kr. 7.300
Frestað.
Vísað til athugasemda um sorphirðu.

31. Öldusel 17 (04.936.001) 112901 Mál nr. BN038116
Framkvæmda- og eignasvið Reykja, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breikka tengigang milli 1. og 2. áfanga, til að gera tröppur úti og skábrautir inni í og utan við tengigang til að bæta aðgengi fatlaðra, og til minni háttar breytinga á innra skipulagi í Ölduselsskóla á lóðinni nr. 17 við Öldusel.
Erindi fylgir brunahönnun frá VSI dags. 3. október 2006, endurskoðuð 26. ágúst 2008.
Stækkun: 46,6 ferm., 135,1 rúmm.
gjald kr. 7.300 + 11.030
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Málið er enn til umfjöllunar hjá skipulagsstjóra.

Ýmis mál

32. Granaskjól 48-52 (01.515.303) 105842 Mál nr. BN038863
Framkvæmda- og eignasvið Reykja, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að stækka lóðina Granaskjól 48-52 eins og sýnt er á meðfylgjandi uppdrætti dags. 1. september 2008.
Tillaga að stækkun lóðar:
Lóðin er 1012 ferm. Bætt við lóðina úr óútvísuða landi 68 ferm.
Lóðin verður 1080 ferm.
Sjá samþykkt skipulagsráðs 18. júní 2008.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Lóðarmarkabreytingin tekur gildi þegar þinglýst hefur verið yfirlýsingu um breytt lóðarmörk.

Fyrirspurnir

33. Bergstaðastræti 52 (01.185.306) 102174 Mál nr. BN038825
Katla Gylfadóttir, Snorrabraut 81, 105 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að innrétta íbúð í núverandi tannlæknastofu á 1. hæð íbúðar- og atvinnuhússins á lóð nr. 52 við Bergstaðastræti.
Jákvætt.
Með vísan til athugasemda byggingarfulltrúa enda verði sótt um byggingarleyfi.

34. Bleikargróf 1 (01.889.015) 115729 Mál nr. BN038860
Þorsteinn Magnússon, Hlíðarhjalli 2a, 200 Kópavogur
Spurt er hvort stækka megi og breyta einbýlishúsi á lóð nr. 1 við Bleikargróf.
Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingarleyfi.

35. Bragagata 35 (01.186.214) 102243 Mál nr. BN038634
Árni Már Jensson, Fjölnisvegur 16, 101 Reykjavík
Spurt er hvort byggja megi á lóð nr. 16 við Freyjugötu og á lóð nr. 35 við Bragagötu skv. meðfylgjandi teikningum.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 29. ágúst 2008 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 29. ágúst 2008.
Nei.
Með vísan til umsagnar skipulagsstjóra frá 29. águst 2008.

36. Efstasund 58 (01.357.215) 104441 Mál nr. BN038829
Unnur Ólafsdóttir, Efstasund 58, 104 Reykjavík
Spurt er hvort leyfi fáist til að byggja sólstofu vestan megin við og að lóðamörkum við einbýlishús á lóð nr. 58 við Efstasund
Nei.
Samræmist ekki deiliskipulagi.

37. Grettisgata 79 (01.174.317) 101652 Mál nr. BN038847
Sigurbjörn Rúnar Jónasson, Hraunteigur 4, 105 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að byggja kvist á suðurhlið og breyta innra skipulagi risíbúðar fjölbýlishússins á lóð nr. 79 við Grettisgötu.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.

38. Seljavegur 3A-5 (01.133.2) Mál nr. SN080556
Unnur María Bergsveinsdóttir, Seljavegur 5, 101 Reykjavík
Lagt fram erindi Unnar Maríu Bergsveinsdóttur dags. 22. ágúst 2008 þar sem óskað er eftir leyfi til endurgerðar á vegglistaverki sem áður prýddi portið milli Seljavegs 3a og 5. Meðfylgjandi eru undurskriftir íbúa og íbúðaeigenda á Seljavegi 3a og 5 og nágranna í nærliggjandi húsum ásamt ljósmyndum af portinu.
Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum og með vísan til umsagnar byggingarfulltrúa, enda verði sótt um byggingarleyfi.

39. Skúlagata 64-80 (01.222.212) 102874 Mál nr. BN038844
Félagsbústaðir hf, Hallveigarstíg 1, 101 Reykjavík
Spurt er hvort bæta megi aðgengi að íbúðum með því að byggja lyftuhús við suðurhlið fjölbýlishússins á lóð nr. 64 - 66 við Skúlagötu.
Jákvætt.
Að setja lyftu í hús en ekki með þessari lausn, sjá athugasemdir byggingarfulltrúa.

Fundi slitið kl. 13:00.

Bjarni Þór Jónsson

Björn Kristleifsson Sigrún Reynisdóttir
Jón Hafberg Björnsson Hjálmar A. Jónsson
Eva Geirsdóttir