Umhverfis- og skipulagsráð
Skipulagsráð
Ár 2008, miðvikudaginn 27. ágúst kl. 09:05, var haldinn 144. fundur skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 10-12, 2. hæð. (Dalsmynni) Viðstaddir voru: Júlíus Vífill Ingvarsson, Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Brynjar Fransson, Stefán Benediktsson, Björk Vilhelmsdóttir Svandís Svavarsdóttir og áheyrnarfulltrúinn Magnús Skúlason. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Magnús Sædal Svavarsson, Ágúst Jónsson og Marta Grettisdóttir. Auk þess gerðu eftirtaldir embættismenn grein fyrir einstökum málum: Margrét Leifsdóttir, Margrét Þormar, Lilja Grétarsdóttir og Haraldur Sigurðsson. Fundarritari var Elín Ósk Helgadóttir.
Þetta gerðist:
(D) Ýmis mál
1. Skipulagsráð. Mál nr. SN080540
nýtt skipulagsráð ágúst 2008
Lögð fram samþykkt borgarstjórnar frá 21. ágúst 2008 um kosningu sjö fulltrúa í skipulagsráð og sjö til vara til loka kjörtímabilsins.
Formaður lagði fram tillögu um að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson yrði kjörinn varaformaður skipulagsráðs.
Tillagan var samþykkt einróma.
(A) Skipulagsmál
2. Afgreiðslufundir skipulagsstjóra Reykjavíkur. Mál nr. SN010070
fundargerð
Lagðar fram fundargerðir afgreiðslufundar skipulagsstjóra Reykjavíkur frá 15. ágúst og 22. ágúst 2008.
3. Spöngin 43. (02.378.5) Mál nr. SN080535
Breyting á deiliskipulagi
Framkvæmda- og eignasvið Reykja, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík
Lögð fram umsókn Framkvæmda- og eignasviðs Reykjavíkur dags. 14. ágúst 2008 að breyttu deiliskipulagi lóðarinnar nr. 43 við Spöngina. í breytingunni felst að hæð hússins breytist og takmörkun á stærð bílakjallara innan byggingarmagns kjallara felld út samkv. meðfylgjandi uppdrætti THG arkitekta dags. 15. ágúst 2008.
Samþykkt með vísan til 12. gr. samþykktar um skipulagsráð. Samþykkt að falla frá grenndarkynningu þar sem breytingin varðar einungis hagsmuni lóðarhafa.
4. Suðurhús 5. (02.848.8) Mál nr. SN080469
breyting á deiliskipulagi
Kristinn Ragnarsson, Skaftahlíð 27, 105 Reykjavík
Bjarnfreður H Ólafsson, Suðurhús 5, 112 Reykjavík
Að lokinn grenndarkynningu er lögð fram að nýju umsókn Kristins Ragnarssonar fyrir hönd Bjarnfreðar Ólafssonar um stækkun á byggingarreit til norðurs skv. meðfylgjandi uppdráttum dags. 3. júlí 2008. Grenndarkynningin stóð frá 11. júlí til og með 11. ágúst 2008. Athugasemdir bárust frá eftirtöldum aðilum: Arngunni R. Jónsdóttur, Suðurhúsum 2, dags. 6. ágúst 2008, Helgi Rúnar Rafnsson, Suðurhúsum 2, dags. 6. ágúst 2008. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 14. ágúst 2008.
Samþykkt með vísan til umsagnar skipulagsstjóra og a-liðar 12. gr. samþykktar um skipulagsráð.
5. Landakot. (01.160.1) Mál nr. SN080534
breyting á deiliskipulagi
Kaþólska kirkjan á Íslandi, Pósthólf 490, 121 Reykjavík
Silja Traustadóttir, Lynghagi 4, 107 Reykjavík
Lögð fram umsókn Kaþólsku kirkjunnar dags.um breytingu á deiliskipulagi Landakotsreits vegna lóðar Landakotskirkju samkvæmt meðfylgjandi uppdráttum Silju Traustadóttur arkitekts dags. 12. ágúst 2008.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu.
Vísað til borgarráðs þegar uppdrættir hafa verið lagfærðir.
6. Stekkjarbakki, norðan götu. (04.6) Mál nr. SN080213
breyting á aðalskipulagi
Að lokinni forkynningu er lögð fram tillaga skipulags- og byggingarsviðs, dags. 4. apríl 2008, að breytingu á aðalskipulagi svæðis norðan Stekkjarbakka vegna fyrirhugaðrar slökkvistöðvar.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu.
Vísað til borgarráðs.
7. Stekkjarbakki, slökkvistöð. Mál nr. SN080311
breyting á deiliskipulagi
Lögð fram tillaga Landslags ehf. dags. 3. júlí 2008, breytt 15. júlí 2008 varðandi breytingu á deiliskipulagi Elliðaárdals. Í breytingunni felst afmörkun nýrrar lóðar fyrir slökkvistöð. Einnig er lagt fram bréf Orkuveitu Reykjavíkur, dags. 4. júlí 2008.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu.
Vísað til borgarráðs.
8. Kárastígsreitur austur. (01.182.3) Mál nr. SN070351
Reitur 1.182.3, deiliskipulag
Að lokinni auglýsingu er lögð fram tillaga ARKHD dags. 2. júní 2008 að deiliskipulagi reits 1.182.3 sem afmarkast af Skólavörðustíg, Frakkastíg og Kárastíg ásamt húsakönnun Minjasafns Reykjavíkur nr. 137 og umsögn húsafriðunarnefndar, dags. 29. febrúar 2008. Tillagan var auglýst frá 25. júní til og með 6. ágúst 2008. Athugasemdir bárust frá eftirtöldum aðilum: Sigurði Sigurpálssyni dags. 14. júlí 2008, og 28. júlí 2008, Lögmannstofu Ingimars Ingimarssonar hdl. f.h. Sigurðar Sigurpálssonar dags. 30. júlí 2008, Guðmundi Einarssyni eig. Listvinahússins dags. 4. ágúst og Erlu Þórarinsdóttur dags. 7. ágúst 2008. Erindinu var vísað til umsagnar í vesturteymi arkitekta hjá skipulagsstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 20.08.2008.
Samþykkt með þeim breytingum sem fram koma í umsögn skipulagsstjóra.
Vísað til borgarráðs þegar uppdrættir hafa verið lagfærðir.
9. Sléttuvegur. (01.79) Mál nr. SN080553
breyting á skilmálum 2008
Lögð fram tillaga skipulags- og byggingarsviðs dags. 18. ágúst 2008 f.h. rekstrarstjóra stúdentagarða að breyttum skilmálum á deiliskipulagi neðan Sléttuvegar. Í breytingunni felst að heimilt er að byggja 75 íbúðir í stað 70 á lóðinni sem merkt er C á samþykktu deiliskipulagi.
Samþykkt með vísan til 12. gr. samþykktar um skipulagsráð. Samþykkt að falla frá grenndarkynningu þar sem breytingin varðar einungis hagsmuni lóðarhafa.
(B) Byggingarmál
10. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa. Mál nr. BN038834
fundargerð
Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð nr. 501 frá 19. ágúst 2008.
11. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa. Mál nr. BN038835
fundargerð
Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð nr. 502 frá 26. ágúst 2008.
12. Neshagi 14. (01.542.213) Mál nr. BN038414
svalaskýli + svalir
Oddur Malmberg, Neshagi 14, 107 Reykjavík
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá fundi skipulagsstjóra 4. júlí 2008 þar sem sótt var um leyfi til að byggja svalaskýli úr gluggapóstakerfi með tvöföldu gleri og léttar svalir ofan á þak sbr. fyrirspurn BN038141 dags. 29. apríl 2008 á 3. hæð fjölbýlishúss á lóð nr. 14 við Neshaga.
Grenndarkynningin stóð frá 10. júlí til og með 7. ágúst 2008. Athugasemdir bárust frá eftirtöldum aðilum: Hólmfríði Þóroddsdóttur og Darra Mikaelssyni Neshaga 12 dags. 15. júlí 2008. Erindinu var vísað til umsagnar í vesturteymi arkitekta hjá skipulagsstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 20. ágúst 2008.
Frestað.
13. Skógargerði 1. (01.837.007) Mál nr. BN038592
stækka bílskúr
Arnór Diego Hjálmarsson, Skógargerði 1, 108 Reykjavík
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 8.júlí 2008 þar sem sótt er um leyfi til að stækka bílskúr við einbýlishúsið á lóð nr. 1 við Skógargerði. Athugasemdir bárust frá eftirtöldum aðilum: Guðmundi Þór Jónssyni og Guðrúnu Baldursdóttur dags. 11. ágúst 2008.
Stækkun: 40 ferm., 206 rúmm. Gjald kr. 7.300 + 15.038. Grenndarkynningin stóð frá 17. júlí til og með 14. ágúst 2008. Erindinu var vísað til umsagnar í austurteymi arkitekta hjá skipulagsstjóra. og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 22. ágúst 2008.
Ráðið gerir ekki athugasemdir við að byggingarleyfi verði gefið út þegar uppdrættir hafa verið lagfærðir í samræmi við umsögn skipulagsstjóra.
Vísað til fullnaðarafgreiðslu byggingarfulltrúa.
14. Úlfarsbraut 30-32. (02.698.406) Mál nr. BN038332
Breyting -stækkun kjallara
Gunnar Gunnarsson, Jónsgeisli 15, 113 Reykjavík
Lagt fram erindi byggingarfulltrúa þar sem sótt er um leyfi til að breyta miðað við nýlega samþykkt erindi BN35471 þannig að í kjallara þar sem áður var óuppfyllt rými er nú orðið notarými að hluta með gluggabreytingu á vesturhlið og gluggalaus geymslurými að hluta á parhúsalóðinni nr. 30-32 við Úlfarsbraut.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 6. júní 2008 fylgir erindinu. Stækkun: 41,8 ferm 147,8 rúmm. Gjald kr. 7.300 + 10.789
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
15. Lofnarbrunnur 32-34. (05.055.602) Mál nr. BN038018
parhúss
Sveinn Theodórsson, Hæðargarður 4, 108 Reykjavík
Ottó Hörður Guðmundsson, Maríubaugur 103, 113 Reykjavík
Lagt fram erindi byggingarfulltrúa þar sem sótt er um leyfi fyrir staðsteyptu parhúsi á þremur hæðum með innbyggðum bílgeymslum á miðhæð. Húsið er einangrað og klætt að utan með flísum og með einhalla þakformi á lóðinni nr. 32-34 við Lofnarbrunn.
Stærðir: Mhl. 01 íbúð kjallari 40 ferm. 1. hæð 75,7 ferm., 2. hæð 108,3 ferm., samtals íbúð 224,1 ferm. bílgeymsla 38,0 ferm., Samtals 262,1 ferm., 797,9 rúmm.
Mhl. 02 íbúð kjallari 25,4 ferm., 1. hæð 86 ferm., 2. hæð 116,4 ferm. samtals íbúð 227,8 ferm., bílgeymsla 34 ferm., samtals 261,8 ferm., 801,1rúmm.
Samtals: Mhl. 01 og 02. 489,9 ferm., 1599 rúmm.. Gjald kr. 7.300 + 116.727.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
(D) Ýmis mál
16. Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins. Mál nr. SN080525
Kársnes - hafnarsvæði Kópavogs
Á fundi skipulagsráðs 13. ágúst 2008 var lagt fram bréf frá skipulagsstjóra Kópavogsbæjar dags. 31. júlí 2008 þar sem kynnt er tillaga að breytingu á Svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins í tengslum við Kársnes og hafnarsvæði Kópavogs. Erindinu var vísað til umsagnar skipulagsstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt drögum að umsögn skipulagsstjóra 25. ágúst 2008.
Umsögn skipulagsstjóra samþykkt með þeim breytingum sem fram komu á fundinum. Vísað til vinnu samvinnunefndar um svæðisskipulag og til umsagnar Umhverfis- og samgöngusviðs.
17. Austurbrún 26. (01.381.6) Mál nr. SN080394
Kæra
Lögð fram umsögn Reykjavíkurborgar dags. 14. ágúst 2008 vegna kæru íbúa við Austurbrún 20-28 dags. 10. mars 2008 þar sem kærð er breyting deiliskipulags lóðarinnar að Austurbrún 26.
Umsögn lögfræði og stjórnsýslu samþykkt.
18. Barmahlíð 54. (01.710.1) Mál nr. SN080519
Kæra
Ómar R. Valdimarsson, Barmahlíð 54, 105 Reykjavík
Lögð fram umsögn Reykjavíkurborgar dags. 22. ágúst 2008 vegna kæru Ómars R. Valdimarssonar dags. 28. júlí 2008 þar sem annars vegar er kærð synjun byggingarleyfisumsóknar og hins vegar fyrirhuguð álagning dagsekta.
Umsögn lögfræði og stjórnsýslu samþykkt.
19. Traðarkotssund 6. (01.171) Mál nr. SN080528
Kæra
Halla Bergþóra Pálmadóttir, Laugavegur 5, 101 Reykjavík
Lögð fram umsögn Reykjavíkurborgar dags. 19. ágúst 2008 vegna kæru Höllu Bergþóru Pálmadóttur dags. 7. ágúst 2008 þar sem farið var fram á að framkvæmdir á lóð Traðarkotssunds 6 verði þegar í stað stöðvaðar og að formleg grenndarkynning fari fram.
Umsögn lögfræði og stjórnsýslu samþykkt.
21. Lokastígur 28. (01.181.3) Mál nr. SN080396
Kæra
Lögð fram umsögn Reykjavíkurborgar dags. 25. ágúst 2008 vegna kæru Ásgeirs Guðjónssonar dags. 28. apríl 2008 þar sem kært er byggingarleyfi fyrir breyttri notkun húsnæðis að Lokastíg 28.
Umsögn lögfræði og stjórnsýslu samþykkt.
Björk Vilhelmsdóttir vék af fundi við afgreiðslu málsins
20. Listaháskóli Íslands. (01.340.1) Mál nr. SN080564
Tillaga
Lögð fram tillaga Magnúsar Skúlasonar dags. 27. ágúst 2008 um viðbrögð skipulagsráðs við samkeppni um hönnun Listaháskóla Íslands.
Tillögunni var vísað til skipulagsstjóra og samkeppnisvinnu við Listaháskóla Íslands.
Fundi slitið kl. 10:25.
Júlíus Vífill Ingvarsson
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir
Brynjar Fransson Stefán Benediktsson
Björk Vilhelmsdóttir Svandís Svavarsdóttir
Magnús Skúlason
Afgreiðsla byggingarfulltrúa samkv. reglugerð nr. 161/2005
Árið 2008, þriðjudaginn 26. ágúst kl. 10:45 fyrir hádegi hélt byggingarfulltrúinn í Reykjavík 502. fund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn í fundarherberginu á 2. hæð Borgartúni 10-12. Þessi sátu fundinn: Magnús Sædal Svavarsson, Sigrún Reynisdóttir, Bjarni Þór Jónsson, Björn Kristleifsson, Jón Hafberg Björnsson og Ásdís Baldursdóttir.
Fundarritari var Bjarni Þór Jónsson
Þetta gerðist:
Nýjar/br. fasteignir
1. Almannadalur 9-15 (05.865.501) 209395 Mál nr. BN038611
Kristbjörg Hjaltadóttir, Suðurhlíð 35, 105 Reykjavík
Ásgeir Heiðar, Melahvarf 4, 203 Kópavogur
Rós Ingadóttir, Bakkastaðir 105, 112 Reykjavík
Hestamannafélagið Fákur, Vatnsendav Víðivöllum, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi að byggja steinsteypt hesthús, sem skiptist i fimm séreignarhluta, hver með kaffistofu á efri hæð á lóð nr. 15 við Almannadal.
Stærðir: 1. hæð 368,4 ferm., 2. hæð 196,9 ferm., samtals 565,3 ferm., 1.855,3 rúmm.
Gjöld kr. 7.300 + 135.437
Frestað.
Uppdrættir ófullnægjandi.
Vantar rafræna skráningartöflu.
2. Asparfell 2-12 (04.681.001) 112291 Mál nr. BN038812
Æsufell 2-6,húsfélag, Æsufelli 4, 111 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að fjölga bílastæðum um 44 stæði við fjölbýlishús við Æsufell 2-6 á lóð nr. 2-12 við Asparfell
Gjald kr. 7.300
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.
3. Baldursgata 7A (01.184.443) 102103 Mál nr. BN038814
Sipal ehf, Akraseli 27, 109 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að sameina Mhl. 01 og Mhl. 02 og til að fá eignina samþykkta sem áður gerða íbúð á jarðhæð fjölbýlishússins á lóð nr. 7A við Baldursgötu.
Gjald kr. 7.300
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
4. Bauganes 19A (01.672.118) 213935 Mál nr. BN038658
Árni Hermannsson, Bauganes 19, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja staðsteypt einbýlishús á tveimur hæðum með innbyggðri bílageymslu á lóð nr. 19A við Bauganes.
Stærðir: Íbúð 1. hæð 109,6 ferm., 2. hæð 86,7 ferm., samt. 196,3 ferm., bílgeymsla. 22,9 ferm.,
Samtals 219,2 ferm. 979,5 rúmm.
Gjald kr. 7.300 + 71.504
Frestað.
Lagfæra skráningartöflu.
5. Bjarkargata 14 (01.143.110) 100958 Mál nr. BN038817
Björk Hakansson, Bjarkargata 14, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir reyndarteikningum með nokkrum breytingum frá áður samþykktum teikningum frá 24.4.2007 á íbúðarhúsi á lóð nr. 14 við Bjarkargötu.
Gjald kr. 7.300
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
6. Borgartún 25 (01.218.101) 102773 Mál nr. BN038786
Fasteignafélagið Sjávarsíða hf, Borgartúni 25, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að fjölga bílastæðum á lóð um 28 stæði, aðallega með minnkun gróðurbeða, við atvinnuhús á lóð nr. 25 við Borgartún.
Gjald kr. 7.300
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra þar sem deiliskipulagsvinna stendur yfir á reitnum.
7. Brávallagata 8 (01.162.328) 101301 Mál nr. BN036240
Margrét Rós Gunnarsdóttir, Brávallagata 8, 101 Reykjavík
Matthildur Sigurgeirsdóttir, Brávallagata 8, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að byggja úr stáli svalir við austurhlið 1. 2. og 3. hæðar fjölbýlishússins á lóð nr. 8 við Brávallagötu. Með umsókninni fylgir bréf dagsett 15.07.08 frá arkitekt þar sem óskað er eftir að málið verði grenndarkynnt.
Einnig fylgir bréf eigenda Brávallagötu 10 dags. 5. ágúst 2008.
Gjald kr. 6.800
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Að teknu tilliti til þeirra verður málið sent skiðpulagsstjóra til ákvörðunar um grenndarkynningu.
8. Dverghamrar 7 (02.299.204) 109197 Mál nr. BN038788
Guðmundur Marteinsson, Dverghamrar 7, 112 Reykjavík
Sótt er um að byggja við úr timbri og stækka einbýlishús á lóð nr. 7 við Dverghamra.
Stærðir eftir stækkun: Íbúð 201,9 ferm., bílskúr 49,2 ferm.
Samtals 251,1 ferm., 906,5 rúmm.
Gjald kr. 7.300 + xxx
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
9. Faxafen 2 (01.460.303) 105662 Mál nr. BN038813
Góa-Linda sælgætisgerð ehf, Pósthólf 120, 222 Hafnarfjörður
Helgi Vilhjálmsson, Skjólvangur 1, 220 Hafnarfjörður
Sótt er leyfi fyrir reyndarteikningum af veitingahúsi á lóð nr. 2 við Faxafen.
Meðfylgjandi er stöðuúttekt hönnuðar dags. 12.8.2008.
Gjald kr. 7.300
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
10. Fiskislóð 16 (01.115.004) 177042 Mál nr. BN038250
Lindberg ehf, Borgartúni 25, 105 Reykjavík
Félagsbústaðir hf, Hallveigarstíg 1, 101 Reykjavík
Sótt er um bráðabirgðastöðuleyfi fyrir fjórar smáíbúðaeiningar á lóð nr. 16 við Fiskislóð.
Meðfylgjandi er óundirritað bréf frá Faxaflóahöfnum um lóðir Lindbergs, sömuleiðis leigusamningur milli Lindbergs og Félagsbústaða ehf. Einnig bréf frá Félagsbústöðum dags. 11.8.2008
Stærðir: Hver eining 24,7 ferm., 75,6 rúmm.
Samtals: 98,8 ferm., 302,4 rúmm.
Gjald kr. 7.300 + 22.075
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
Samþykktin gildir til 1. febrúar 2010.
11. Flugvallarv. Keiluh. (01.751.201) 107467 Mál nr. BN038627
Aðhald ehf, Flugvallarvegi, 101 Reykjavík
Öskjuhlíð ehf, Flugvallarvegi, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að fjölga séreignarhlutum í Keiluhöllinni við Flugvallarveg.
Gjald kr. 7.300
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
12. Framnesvegur 44 (01.133.416) 100294 Mál nr. BN038787
Grandahús ehf, Hólmaslóð 2, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta verslun og vörugeymslum á 1. hæð og í kjallara í íbúð sbr. fyrirspurn BN033690 dags.4.4.2006 í húsi á lóð nr. 44 við Framnesveg.
Meðfylgjandi er samþykki meðeigenda.
Gjald kr. 7.300
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
13. Granaskjól 34 (01.515.405) 105852 Mál nr. BN038639
Þórður Hermann Kolbeinsson, Dverghamrar 10, 112 Reykjavík
Lovísa Sigurðardóttir, Dverghamrar 10, 112 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að stækka og breyta innra skipulagi einbýlishússins á lóðinni nr. 34 við Granaskjól.
Stækkun : 21,9 ferm., 80,1 rúmm.
Gjald kr. 7.300 + 5.847
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
14. Grandagarður 101 (01.114.101) 100042 Mál nr. BN038665
Sigurður R Gíslason, Sólvallagata 84, 101 Reykjavík
Sótt er um breytingar frá samþykktu erindi BN038186 dags. 3.6.08 hvað varðar grafík á útprentuðum teikningum af veitingahúsi á lóð nr. 101 við Grandagarð.
Gjald kr. 7.300
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
15. Grettisgata 20C (01.182.116) 101832 Mál nr. BN038697
Anna María Torfadóttir, Grettisgata 20c, 101 Reykjavík
Sótt er um að byggja verönd ofan á hallandi þaki og stiga af henni ofan í garð sbr. fyrirspurn BN038606 dags. 15.7.2008 á einbýlishúsi á lóð nr. 20C við Grettisgötu.
Meðfylgjandi á einni teikningu er samþykki nágranna og einn samþykkir á tölvupósti þar sem hann er í útlöndum.
Gjald kr. 7.300
Frestað.
Lagfæra skráningartöflu.
16. Grettisgata 36B (01.190.009) 102347 Mál nr. BN038824
Lilli María Ericsdóttir, Grettisgata 36b, 101 Reykjavík
Daníel Halldórsson, Klapparberg 7, 111 Reykjavík
Sótt er um samþykki fyrir reyndarteikningum vegna gerðar eignaskiptasamnings, þar sem gerð er grein fyrir áður gerðri ósamþykktri íbúð í kjallara íbúðarhússins á lóð nr. 36B við Grettisgötu.
Gjald kr. 7.300
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
17. Hallveigarstígur 10 (01.180.207) 101695 Mál nr. BN038735
Sigmar Ármannsson, Miðleiti 12, 103 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta áður samþykktri íbúð á 1. hæð í verslun í íbúðarhúsinu á lóð nr. 10A við Hallveigarstíg.
Gjald kr. 7.300
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
18. Haukdælabraut 104 (05.113.502) 214821 Mál nr. BN038819
Óskar Örn Ágústsson, Fálkahöfði 8, 270 Mosfellsbær
Sótt er um leyfi til að byggja staðsteypt einbýlishús einangrað að utan og með timburþaki á lóð nr. 104 við Haukdælabraut.
Stærðir: 1. hæð íbúð 115,9 ferm., 2. hæð íbúð 123,9 ferm., bílskúr 52,3 ferm., samtals 2. hæð 176,2 ferm.
Samtals íbúð 239,8 ferm.
Samtals allt húsið 292,1 ferm., 1.045,6 rúmm.
Gjöld kr. 7.300 + 76.322
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.
19. Hátún 4 (01.223.203) 102908 Mál nr. BN038796
Nova ehf, Lágmúla 9, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að setja upp þrjú farsímaloftnet fyrir Nova ehf. utan á útveggi stigahúss og tækjaskáp inni í tækjarými á efstu hæð í fjölbýlishúsi á lóð nr. 4 við Hátún.
Gjald kr. 7.300
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
20. Holtsgata 1 (01.134.609) 100409 Mál nr. BN038828
Lilja Þórunn Þorgeirsdóttir, Dynskógar 7, 109 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta verslunarhúsnæði á 1. hæð í íbúð í fjölbýlishúsinu á lóð nr. 1 við Holtsgötu.
Erindi fylgir samþykki meðeigenda í Mhl. 03 áritað á uppdrátt.
Gjald kr. 7.300
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
21. Hrefnugata 8 (01.247.304) 103365 Mál nr. BN038764
Alena Friðrikka Anderlova, Hrefnugata 8, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að endurnýja glugga og stækka á suðurhlið, setja nýjan inngang í inntaksklefa í kjallara á vesturhlið og setja hurð, nýjar svalir og stiga út í garð á 1. hæð íbúðarhúss á lóð nr. 8 við Hrefnugötu.
Meðfylgjandi er bréf hönnuðar og skýringaruppdrættir.
Gjald kr. 7.300
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
22. Hverafold 52 (02.862.306) 110225 Mál nr. BN038815
Birgir Másson, Hverafold 52, 112 Reykjavík
Ríkey Pétursdóttir, Hverafold 52, 112 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að tengja með viðbyggingu bílskúr og einbýlishús á lóð nr. 52 við Hverafold.
Stækkun: 22,8 ferm., 13.604 rúmm.
Gjald kr. 7.300 + 9.957
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
23. Kistumelur 14 (34.533.603) 206622 Mál nr. BN038795
Kistuhlíð ehf, Lágmúla 6, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi að breyta pallastigum í beina stiga í atvinnuhúsnæði á lóð nr. 14 við Kistumel.
Gjald kr. 7.300
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
24. Kistumelur 16 (34.533.301) 206624 Mál nr. BN038794
BBB ehf, Höfðaseli 3, 300 Akranes
Sótt er um leyfi að breyta pallastigum í beina stiga í atvinnuhúsnæði á lóð nr. 16 við Kistumel.
Gjald kr. 7.300
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
25. Kistumelur 18 (34.533.302) 206626 Mál nr. BN038793
Kistuhlíð ehf, Lágmúla 6, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi að breyta pallastigum í beina stiga í atvinnuhúsnæði á lóð nr. 18 við Kistumel.
Gjald kr. 7.300
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
26. Kistumelur 9 (34.533.502) 206636 Mál nr. BN038781
KLÖPP - fasteignir ehf, Hjallahlíð 23, 270 Mosfellsbær
Sótt er um leyfi til að breyta nýsamþykktu atvinnuhúsi, sbr. erindi BN035748, þar sem veggjum í milligangi er breytt úr gifsveggjum í samlokueiningar á lóð nr. 9 við Kistumel.
Gjald kr. 7.300
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
Vottun eininga skal skila fyrir úttekt á botnplötu.
27. Klettháls 15 (04.346.801) 188544 Mál nr. BN038797
Nova ehf, Lágmúla 9, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að setja upp loftnet á þakkanti og tækjaskáp á 2. hæð atvinnuhúss á lóð nr. 15 við Klettháls.
Gjald kr. 7.300
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
28. Köllunarklettsvegur 4 (01.329.702) 180644 Mál nr. BN038803
Teigar ehf, Austurbrún 24, 104 Reykjavík
Sótt er um endurnýjun á byggingarleyfi sbr. erindi BN036045 þar sem veitt var leyfi til þess að byggja 2. hæða viðbyggingu úr stálgrind klædda stálklæddum einingum sem stækkun á eign 0104 að norðvesturhorni atvinnuhússins á lóðinni nr. 4 við Köllunarklettsveg.
Jafnframt er byggingarleyfi BN035267 frá 6. mars 2007 fellt úr gildi.
Stærð: Viðbygging 204 ferm., 899,9 rúmm.
Gjald kr. 7.300 + 65.693
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
29. Langahlíð 7-11 (01.270.201) 103578 Mál nr. BN038808
Berglind Gunnarsdóttir, Langahlíð 7, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum á íbúð 0301 þar sem innréttað er geymsluloft í risi fjölbýlishússins nr. 7 á lóð nr. 7-11 við Lönguhlíð.
Gjald kr. 7.300
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
30. Laugavegur 73 (01.174.023) 101570 Mál nr. BN038439
Arnar Hannes Gestsson, Birkihlíð 48, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að stækka veitingastað í kjallara hússins Laugavegi 73 þar sem áður var óráðstafað rými. Einnig er sótt um heimild til útiveitinga í porti framan við inngang. Einnig er sótt um leyfi fyrir tvö borð með tíu stólum úti á gangstétt.
Jafnframt er erindi BN038767 dregið til baka.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 8. ágúst 2008 fylgir erindinu.
Gjald kr 7.300 + 7.300
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
Skilyrði fyrir samþykki á staðsetningu veitingaborða og stóla á gangstétt er snyrtilegt umhverfi og að þau hindri ekki umferð gangandi vegfarenda.
31. Lofnarbrunnur 32-34 (05.055.602) 206094 Mál nr. BN038018
Sveinn Theodórsson, Hæðargarður 4, 108 Reykjavík
Ottó Hörður Guðmundsson, Maríubaugur 103, 113 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir staðsteyptu parhúsi á þremur hæðum með innbyggðum bílgeymslum á miðhæð. Húsið er einangrað og klætt að utan með flísum og með einhalla þakformi á lóðinni nr. 32-34 við Lofnarbrunn.
Stærðir: Mhl. 01 íbúð kjallari 40 ferm. 1. hæð 75,7 ferm., 2. hæð 108,3 ferm., samtals íbúð 224,1 ferm. bílgeymsla 38,0 ferm., Samtals 262,1 ferm., 797,9 rúmm.
Mhl. 02 íbúð kjallari 25,4 ferm., 1. hæð 86 ferm., 2. hæð 116,4 ferm. samtals íbúð 227,8 ferm., bílgeymsla 34 ferm., samtals 261,8 ferm., 801,1rúmm.
Samtals: Mhl. 01 og 02. 489,9 ferm., 1599 rúmm.
Gjald kr. 7.300 + 116.727
Frestað.
Málinu vísað til afgreiðslu skipulagsráðs
32. Mosgerði 21 (01.815.612) 108046 Mál nr. BN038527
Guðbjörg Halldórsdóttir, Mosgerði 21, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að endurnýja þak og hækka það um 50 cm, bæta við þrem kvistum og þaksvölum og fjarlægja reykháf sbr. fyrirspurn. BN037775 á steinsteyptu húsi frá 1954 á lóð nr. 21 við Mosgerði.
Grenndarkynning stóð frá 10. júlí til og með 7. ágúst 2008. Engar athugasemdir bárust.
Stærðir fyrir stækkun 188,8 ferm., 577,3 rúmm.,
Stækkun 63,9 ferm., 56,8 rúmm.
Samtals eftir stækkun 252,7 ferm., 634,1 rúmm.
Gjald kr. 7.300 + 4.146
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
33. Óðinsgata 16B (01.184.425) 102084 Mál nr. BN038798
Kraftverk Byggingaverkt ehf, Maríubaugi 121, 113 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að endurbyggja tvíbýlishús samkvæmt meðfylgjandi teikningum á lóð nr.16B við Óðinsgötu.
Gald kr. 7.300
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
34. Safamýri 11 (01.281.104) 103675 Mál nr. BN038792
Vala Guðbjartsdóttir, Safamýri 11, 108 Reykjavík
Sótt er um að fjarlægja glugga og setja garðdyr í staðinn á suður- og vesturhlið kjallaraíbúðar í fjölbýlishúsi á lóð nr. 11 við Safamýri.
Samþykki meðeigenda fjölbýlishús fylgir.
Gjald: kr. 7.300
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
35. Sigluvogur 10 (01.414.114) 105109 Mál nr. BN038821
Guðlaug Jóhannesdóttir, Drekavogur 6, 104 Reykjavík
Hreinn Laufdal, Sigluvogur 10, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir stækkun íbúðar í kjallara með útbyggingu með svölum ofan á á efri hæðum og fyrir stækkun kvista á þaki sbr. fyrirspurn BN038120 dags.6.5.2008 í húsi á lóð nr. 10 við Sigluvog.
Stækkun kjallari 16,5 ferm., 38,7 rúmm., 2. hæð 102,9 rúmm. Samtals stækkun 16,5 ferm., 141,6 rúmm.
Samtals eftir stækkun allt húsið 320,9 frm., 903,1 rúmm.
Gjald kr. 7.300 + 10.337
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.
36. Skerplugata 7 (01.636.307) 106714 Mál nr. BN038818
Friðrik Ö Weisshappel, Skerplugata 7, 101 Reykjavík
Ragnhildur Stefánsdóttir, Skerplugata 7, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að stækka og breyta einbýlishúsi úr timbri með viðbyggðri vinnustofu á lóð nr. 7 við Skerplugötu.
Meðfylgjandi er umsögn Húsafriðunarnefndar dags. 9.4.2008. Meðfylgjandi er einnig samþykki nágranna á Skerplugötu 5 og 9. Deiliskipulag var samþykkt 14.8.08.
Stærðir: xxxxxxx
Gjald kr. 7.300 + xxxx
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
37. Sólvallagata 67 (01.138.201) 100729 Mál nr. BN038752
Framkvæmda- og eignasvið Reykja, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi að flytja færanlega kennslustofu nr. K-18B frá lóð nr 17 við Öldusel yfir á lóð Vesturbæjarskóla á lóð nr. 67 við Sólvallagötu.
Erindi fylgir bréf hönnuða dags, 21. ágúst 2008.
Stærð kennslustofu 62.7 ferm. 210.9 rúmm.
Gjald kr. 7.300 + 15.396
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
38. Stórhöfði 34-40 (04.073.101) 110547 Mál nr. BN038607
S 40 ehf, Skúlagötu 63, 105 Reykjavík
Sótt er um stöðuleyfi fyrir tjaldskemmu, tímabundið í 24 mánuði, á lóðinni nr. 34-40 við Stórhöfða.
Skemman er klædd grænum PVC dúk á stálgrind.
Stærðir: 675 ferm., 4234,5 rúmm.
Gjald kr. 7.300 + 309.118
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Umfjöllun skipulagsfulltrúa ólokið.
39. Stuðlasel 35 (04.923.408) 112629 Mál nr. BN038802
Reynir Þrastarson, Stuðlasel 35, 109 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja við steinsteypt einbýlishús á lóð nr. 35 við Stuðlasel.
Meðfylgjandi á teikningu er samþykki eiganda Stuðlasels 33
Stærðir: Stækkun 20,3 ferm., 72,6 rúmm.
Samtals eftir stækkun 212,7 ferm., 809,8 rúmm.
Gjald kr. 7.300 + 5.300
Frestað.
Lagfæra skráningu.
40. Tunguháls 3 (04.327.501) 111061 Mál nr. BN038761
Orkuvirki ehf, Tunguhálsi 3, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja þriggja hæða stálgrindarhús og steinsteyptan kjallara að hluta og fjarlægja hluta einnar hæðar skemmu við iðnaðarhús á lóð nr. 3 við Tunguháls.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra dags. 25. ágúst 2008 fylgir erindinu.
Stærðir: Núverandi hús: 1.462,7 ferm., 6.904,2 rúmm.
Stækkun: 1.556,1 ferm., 7871,4 rúmm.
Niðurrif: 363,6 ferm., 1.818,0 rúmm.
Gjald kr. 7.300 + 574.612
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
41. Úlfarsbraut 30-32 (02.698.406) 205714 Mál nr. BN038332
Gunnar Gunnarsson, Jónsgeisli 15, 113 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta miðað við nýlega samþykkt erindi BN35471 þannig að í kjallara þar sem áður var óuppfyllt rými er nú orðið notarými að hluta með gluggabreytingu á vesturhlið og gluggalaus geymslurými að hluta á parhúsalóðinni nr. 30-32 við Úlfarsbraut.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 6. júní 2008 fylgir erindinu.Stækkun: 41,8 ferm 147,8 rúmm
Gjald kr. 7.300 + 10.789
Frestað.
Málinu vísað til afgreiðslu skipulagsráðs.
42. Vatnsstígur 9 (01.152.417) 101062 Mál nr. BN038827
Þorsteinn Steingrímsson, Jökulgrunn 23, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að gera svalir milli tveggja kvista á íbúðarhúsinu á lóð nr. 9a við Vatnsstíg.
Meðfylgjandi er bréf frá Húsafriðunarnefnd dags. 11.8.2008
Gjald kr. 7.300
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
43. Vegbrekkur 17-23 (05.866.501) 216597 Mál nr. BN038503
Hestamannafélagið Fákur, Vatnsendav Víðivöllum, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja hesthús úr timbri klætt með bárumálmi á steyptum undirstöðum og með timburþaki á lóð nr. 21 við Vegbrekkur.
Stærðir: 399,2 ferm., 1.254,8 rúmm.
Gjald kr. 7.300 + 7.300 + 91.600
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
Þarf að uppfylla ákvæði reglugerðar um hesthús.
44. Vesturgata 64 (01.130.113) 215389 Mál nr. BN038830
Héðinsreitur ehf, Hlíðasmára 2, 201 Kópavogur
Sótt er um takmarkað byggingarleyfi fyrir girðingu vinnusvæðis, grunngreftri, fyllingum og aðstöðugerð á lóðinni nr. 64 við Vesturgötu, sbr. byggingarleyfisumsókn BN037632.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Samþykktin fellur úr gildi við útgáfu á endanlegu byggingarleyfi.
Vegna útgáfu á takmörkuðu byggingarleyfi skal umsækjandi hafa samband við yfirverkfræðing embættis byggingarfulltrúa.
45. Þjóðhildarstígur 1 (04.112.101) 188026 Mál nr. BN038816
KFC ehf, Garðahrauni 2, 210 Garðabær
Sótt er um leyfi til að lækka gólf í hluta lagnakjallara og breyta í loftræsiklefa, að lækka gólfplötu um 40cm. til að bæta aðgengi og til að lækka steypta veggi við sorpskýli um 40 cm. á nýsamþykktu veitingahúsi, BN038303, á lóð nr. 1 við Þjóðhildarstíg.
Stækkun: 67,8 ferm., 116,8 rúmm.
Gjald kr. 7.300 + 8.526
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
46. Þórsgata 1 (01.181.116) 101752 Mál nr. BN038811
Hótel Óðinsvé hf, Þórsgötu 1, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til breyta móttöku og bar í matsal (tilfærslur), eldvarnarhurð á segli í eldhúsi og bar á hóteli á lóð nr.1 við Þórsgötu.
Gjöld kr. 7.300
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Ýmis mál
47. Brekkuhús 3 (02.845.602) 172500 Mál nr. BN038836
Framkvæmda- og eignasvið Reykja, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík
Sótt er um að minnka lóðina Brekkuhús 3 eins og sýnt er á meðfylgjandi uppdrætti dags. 25. ágúst 2008.
Við breytinguna minnkar lóðin úr 1889 frem. í 1677 ferm.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Lóðarmarkabreytingin tekur gildi þegar þinglýst hefur verið yfirlýsingu um breytt lóðarmörk.
48. Fannafold 166 (02.852.610) 110021 Mál nr. BN038826
Örn Stefánsson, Fannafold 166, 112 Reykjavík
Þóranna Björg Héðinsdóttir, Fannafold 166, 112 Reykjavík
Aðalsteinn Már Ólafsson, Fannafold 166, 112 Reykjavík
Ingibjörg R Guðmundsdóttir, Fannafold 166, 112 Reykjavík
Sótt er um að breyta mörkum lóðanna Fannafold 166 og 168-168A eins og sýnt er á meðsendum uppdrætti landupplýsingadeildar dags. 13. ágúst 2008.
Við breytinguna stækkar lóðin Fannafold 168-168A úr 781 ferm. í 787 ferm. og lóðin Fannafold 166 minnkar úr 864 ferm. í 857 ferm.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Lóðarmarkabreytingin tekur gildi þegar þinglýst hefur verið yfirlýsingu um breytt lóðarmörk.
49. Fannafold 168-168A (02.852.611) 110022 Mál nr. BN038841
Svanhildur Árnadóttir, Fannafold 168, 112 Reykjavík
Ólafur Haukur Hansen, Fannafold 168, 112 Reykjavík
Björk Sigurþórsdóttir, Fannafold 168, 112 Reykjavík
Sótt er um að breyta mörkum lóðanna Fannafold 166 og 168-168A eins og sýnt er á meðsendum uppdrætti landupplýsingadeildar dags. 13. ágúst 2008.
Við breytinguna stækkar lóðin Fannafold 168-168A úr 781 ferm. í 787 ferm. og lóðin Fannafold 166 minnkar úr 864 ferm. í 857 ferm.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Lóðarmarkabreytingin tekur gildi þegar þinglýst hefur verið yfirlýsingu um breytt lóðarmörk.
Fyrirspurnir
50. Aðalstræti 6 (01.136.502) 100592 Mál nr. BN038820
Arkís ehf, Aðalstræti 6, 101 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að rífa bakhús, #GLHéðinshús#GL við verslunar- og skrifstofuhúsið á lóð nr. 6 við Aðalstræti.
Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingarleyfi.
51. Aðalstræti 6 (01.136.502) 100592 Mál nr. BN038790
Icelandic Fish & Chips ehf, Tryggvagötu 8, 101 Reykjavík
Spurt er hvort breyta megi móttökusal og skrifstofu á 1 og 2.. hæð í veitingar og kaffistað í húsi á lóð nr. 6 við Aðalstræti.
Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingarleyfi.
52. Ásholt 2-42 (01.242.005) 103030 Mál nr. BN038740
Ásholt 2,húsfélag, Ásholti 2, 105 Reykjavík
Jóna Helga Jónsdóttir, Ásholt 24, 105 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að byggja yfir tröppur á fjölbýlishúsinu á lóð nr. 2-42 við Ásholt.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra dags. 25. ágúst 2008 fylgir erindinu.
Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingarleyfi, sem grenndarkynnt verður berist það.
53. Bergstaðastræti 52 (01.185.306) 102174 Mál nr. BN038825
Katla Gylfadóttir, Snorrabraut 81, 105 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að innrétta íbúð í núverandi tannlæknastofu á 1. hæð íbúðar- og atvinnuhússins á lóð nr. 52 við Bergstaðastræti.
Frestað.
Gera skal grein fyrir um hvaða hluta 1. hæðar er að ræða,
54. Blikastaðavegur 2-8 (02.496.101) 204782 Mál nr. BN038564
Stekkjarbrekkur ehf, Smáratorgi 3, 201 Kópavogur
Spurt er um leyfi fyrir uppsetningu á auglýsingaskiltum á verslunarhúsinu við Blikastaðaveg 2-8.
Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingarleyfi og heildarskiltamagn á lóð innan skipulagsmarka.
55. Brekkustígur 7 (01.134.203) 100330 Mál nr. BN038780
Þórdís Hauksdóttir, Brekkustígur 7, 101 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að byggja bílskúr eins og sýnt er á meðfylgjandi teikningum af íbúðarhúsinu á lóð nr. 7 við Brekkustíg.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra dags. 25. ágúst 2008 fylgir erindinu.
Nei.
Með vísan til umsagnar skipulagsstjóra.
56. Esjurætur Mál nr. BN038804
Halldóra Sigtryggsdóttir, Meistaravellir 9, 107 Reykjavík
Rósa Hrönn Árnadóttir, Holtsgata 23, 101 Reykjavík
Spurt er hvort leyfi fengist til að koma fyrir færanlegri söluaðstöðu fyrir veitingar við göngustíga við Esjurætur
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.
57. Flókagata 1 (01.243.605) 103163 Mál nr. BN038799
Þráinn ehf, Laugavegi 36, 101 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að klæða að hluta eða allt húsið á lóðinni nr. 1 við Flókagötu.
Neikvætt.
Bent er á að góðum árangri hefur verið náð með endursteiningu.
58. Flókagata 17 (01.244.410) 103203 Mál nr. BN038738
Valgerður T Gunnarsdóttir, Flókagata 17, 105 Reykjavík
Sigtryggur Bjarni Baldvinsson, Flókagata 17, 105 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að byggja vinnustofu, gróðurhús og áhaldaskúr skv. meðfylgjandi skissum og til að bæta við gluggum og rennihurð á jarðhæð einbýlishússins á lóð nr. 17 við Flókagötu.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra dags. 25. ágúst 2008 fylgir erindinu.
Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingarleyfi, sem grenndarkynnt verður ef berst.
59. Garðastræti 17 (01.136.525) 100614 Mál nr. BN038789
Fasteignafél.Garðastræti 17 ehf, Garðastræti 17, 101 Reykjavík
Haukur Ingi Jónasson, Garðastræti 17, 101 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að skipta verslunar-/skrifstofurými á jarðhæð upp eins og sýnt er á meðfylgjandi teikningum af íbúðar- og atvinnuhúsinu á lóð nr. 17 við Garðastræti.
Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingarleyfi.
60. Háteigsvegur 44 (01.270.004) 103547 Mál nr. BN038758
Halldór Steinar Hestnes, Háteigsvegur 44, 105 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að byggja eins og sýnt er á meðfylgjandi skissum sólstofu á 1. hæð og rishæð ofan á fjölbýlishúsið á lóð nr. 44 við Háteigsveg.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra dags. 25. ágúst fylgir erindinu.
Neikvætt
.Með vísan til umsagnar skipulagsstjóra.
61. Samtún 2 (01.221.301) 102802 Mál nr. BN038785
Kristín Birna Bjarnadóttir, Samtún 2, 105 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að stækka glugga eins og sýnt er á meðfylgjandi skissum af íbúðarhúsinu á lóð nr. 2 við Samtún.
Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum, enda verði sótt um byggingarleyfi, sem fylgi álit burðarvirkishönnuðar og samþykki meðeigenda.
62. Skriðustekkur 2-8 (04.616.001) 111830 Mál nr. BN038435
Högni Guðmundsson, Skriðustekkur 6, 109 Reykjavík
Anna Ástveig Bjarnadóttir, Skriðustekkur 6, 109 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði byggja nýjan og stærri bílskúr, áfastan húsinu eins og sýnt er á meðfylgjandi skissum af einbýlishúsinu nr. 6 á lóð nr. 2-8 við Skriðustekk.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra dags. 25. ágúst fylgir erindinu.
Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingarleyfi.
63. Starengi 82 (02.384.503) 172449 Mál nr. BN038822
Þóra Þórsdóttir, Starengi 106, 112 Reykjavík
Elísabet Stefánsdóttir, Starengi 82, 112 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að #GLtaka í fóstur#GL grasflatir sem liggja að lóðamörkum einbýlishúsanna á lóðum nr. 82 og 106 við Starengi.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.
Fundi slitið kl. 13:00.
Magnús Sædal Svavarsson
Sigrún Reynisdóttir Bjarni Þór Jónsson
Björn Kristleifsson Jón Hafberg Björnsson
Ásdís Baldursdóttir