Umhverfis- og skipulagsráð
Skipulagsráð
Ár 2008, miðvikudaginn 2. júlí kl. 09:15, var haldinn 140. fundur skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 3, 4. hæð. Viðstaddir voru: Hanna Birna Kristjánsdóttir, Snorri Hjaltason, Svandís Svavarsdóttir, Björk Vilhelmsdóttir, Guðrún Erla Geirsdóttir og áheyrnarfulltrúinn Ingvar Jónsson. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Magnús Sædal Svavarsson, Ágúst Jónsson, Marta Grettisdóttir og Elín Ósk Helgadóttir. Auk þess gerðu eftirtaldir embættismenn grein fyrir einstökum málum: Bragi Bergsson og Haraldur Sigurðsson.
Fundarritari var Helga Björk Laxdal.
Þetta gerðist:
(A) Skipulagsmál
1. Afgreiðslufundir skipulagsstjóra Reykjavíkur. Mál nr. SN010070
fundargerð
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar skipulagsstjóra Reykjavíkur 20. júní 2008.
2. Kvos, Pósthússtrætisreitur, reitur 1.140.5 (01.140.5) Mál nr. SN050697
breyting á deiliskipulagi Kvosarinnar
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga dags. 3. mars 2008 að breytingu á deiliskipulagi Kvosarinnar vegna Pósthússtrætisreits. Einnig er lögð fram húsakönnun Minjasafns Reykjavíkur dags. í febrúar 2004.
Tillagan var auglýst 30. apríl til og með 11. júní 2008. Eftirtaldir aðilar gerðu athugasemdir við tillöguna: Reynir Karlsson hrl. fh. Lækjar ehf dags. 7. maí 2008 og Sigurður Guðjónsson, dags. 6. júní 2008, Einnig er lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 30. júní 2008.
Auglýst tillaga endursamþykkt með þeim breytingum sem fram koma í umsögn skipulagsstjóra.
Samþykkt að framsenda athugasemdir er varða eignarhald og mögulegar bótagreiðslur til skrifstofu borgarlögmanns í samræmi við niðurstöðu í umsögn skipulagsstjóra.
Vísað til borgarráðs.
3. Vegamótastígur 9. (01.171.5) Mál nr. SN080233
breytt deiliskipulag
Stúdíó Granda ehf, Smiðjustíg 11b, 101 Reykjavík
Að lokinni auglýsingu er lögð fram tillaga Studio Granda ehf., dags. í apríl 2008 að breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar nr. 9 við Vegamótastíg. Breytingin felur í sér nýbyggingu upp á þrjár hæðir og kjallara og endurbyggingu gamla hússins sem turnbyggingu á horninu. Auglýsingin stóð yfir frá 23. apríl til og með 27. júní 2008. Athugasemdir bárust frá eftirfarandi aðilum: Ingvar Sveinbjörnsson hrl. f.h. Runólfs Valdimarssonar, dags. 5. júní 2008, Andri Björnsson dags. 7. júní 2008, Gunnar S. Óskarsson dags. 6. júní 2008, Arnar Jónsson og Þórhildur Þorleifsdóttir dags. 7. júní 2008, Valdís Bjarnadóttir og Gunnar Ingi Ragnarsson dags. 6. júní 2008, Elín G. Gunnlaugsdóttir fh eigenda og íbúa að Grettisgötu 3 og 3a dags. 6. júní 2008 og Bjarki Júlíusson f.h. Kaupangs ehf. dags. 6. júní 2008.
Athugasemdir kynntar.
Frestað.
4. Suður Mjódd. (04.91) Mál nr. SN070580
breyting á Aðalskipulagi Reykjavíkur
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga skipulags- og byggingarsviðs dags. 18. febrúar 2008 að breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2001-2024 vegna Suður- Mjóddar. Í tillögunni er gert ráð fyrir breyttri landnotkun og aukningu á byggingarmagni. Tillagan var auglýst frá 4. apríl til og með 9. júní 2008. Engar athugasemdir bárust.
Frestað.
Svæðisskipulagsferli ólokið.
5. Suður Mjódd. (04.91) Mál nr. SN070148
nýtt deiliskipulag
Erum Arkitektar ehf, Grensásvegi 3-5, 108 Reykjavík
Að lokinni auglýsingu er lögð fram tillaga Erum arkitekta, dags. 6. febrúar 2008, að deiliskipulagi Suður Mjóddar. Í tillögunni felst uppbygging íbúða fyrir eldri borgara, verslun, þjónusta ásamt íþróttahúsi og stúku fyrir Íþróttafélag Reykjavíkur. Einnig er lagt fram bréf Íþrótta- og tómstundasviðs, dags. 22. febrúar 2008. Tillagan var auglýst frá 4. apríl til og með 9. júní 2008. Athugasemdir bárust frá: Arndísi Ólafsdóttur, dags. 7. maí 2008, Íþróttafélagi Reykjavíkur, dags. 15. maí 2008 og Hirti Hjartarsyni og Steinunni Káradóttur, dags. 28. maí 2008, Óskari Maríussyni dags. 29. maí 2008, Skógarbær, hjúkrunarheimili dags. 6. júní 2008. Einnig lögð fram umsögn skipulagsstjóra um athugasemdir, dags. 27. júní 2008.
Athugasemdir kynntar. Frestað.
Svæðisskipulagsferli ólokið.
6. Laugavegur 61-63. (01.173.0) Mál nr. SN080427
breyting á deiliskipulagi reits 1.173.0
Örn Sigurðsson, Geitland 10, 108 Reykjavík
Jón Sigurjónsson, Silungakvísl 16, 110 Reykjavík
Lögð er fram umsókn Jóns Sigurjónssonar dags. 12. júní 2008 um breytingu á deiliskipulagi lóðanna nr. 61-63 við Laugaveg skv. uppdrætti Arnars Sigurðssonar arkitekts mótt. 13. júní 2008. Í tillögunni felst að byggð verði viðbygging á súlum á baklóð norðan við húsið.
Samþykkt með vísan til a-liðar 12. gr. samþykktar um skipulagsráð. Samþykkt að fella niður grenndarkynningu þar sem breytingin hefur eingöngu áhrif á hagsmuni lóðarhafa.
7. Sundahöfn, Skarfabakki. (01.332) Mál nr. SN080446
breyting á aðalskipulagi
Lögð fram tillaga skipulags- og byggingasviðs að breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2001-2024 vegna Skarfabakka ásamt umhverfisskýrslu, til samþykktar í forkynningu skv. 17. gr. 1. mgr.
Samþykkt að forkynna framlagða tillögu á vef skipulags- og byggingarsviðs með vísan til 1. mgr. 17. gr. l. nr. 73/1997.
(B) Byggingarmál
8. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa. Mál nr. BN038208
fundargerð
Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð nr. 494 frá 24. júní 2008 og fundargerð nr. 495 frá 1. júlí 2008
9. Bragagata 34A. (01.186.634) Mál nr. BN038088
svalir
María Sigrún Hilmarsdóttir, Bragagata 34a, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til stækka svalir með burðarvirki úr stáli á húsinu á lóð nr. 34A við Bragagötu. Erindinu var vísað til umfjöllunar í vesturteymi arkitekta hjá skipulagsstjóra og er nú lagt fram að nýju. Grenndarkynning stóð yfir frá 15. maí til 12. júní 2008. Athugasemd barst frá Einari Möinichen Bragagötu 34, dags. 9. júní 2008. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsstjóra um athugasemdir dags. 1. júlí 2008.
Ráðið gerir ekki athugasemdir við að veitt verði byggingarleyfi þegar athugasemdir hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Vísað til fullnaðarafgreiðslu byggingarfulltrúa.
(D) Ýmis mál
10. Miðborgarvakt skipulagsráðs, Mál nr. SN080368
11. Skipulagsráð. Mál nr. SN080460
kynningar á skipulagsmálum
Lögð fram til kynningar tillaga að staðsetningu kynninga á tillögum að deiliskipulagsbreytingum hverfa sem staðsettar verða á hverfamiðstöðum og sundlaugum borgarinnar. Einnig er lögð fram til kynningar tilaga að bráðabirgðastaðsetningu skilta í Öskjuhlíðinni þar sem kynntar verða verðlaunatillögur úr hugmyndasamkeppni um uppbyggingu í Vatnsmýri
Samþykkt.
12. Skúlagata 13. (01.154) Mál nr. SN080326
málskot
Lagt fram erindi Gunnlaugs Ó. Johnson dags. 8. maí 2008 varðandi afgreiðslu skipulagsstjóra 25. apríl 2008 á erindi vegna Skúlagötu 13. Afgreiðslunni er skotið til skipulagsráðs. Einnig er lögð fram umsögn lögfræði og stjórnsýslu dags. 10. júní 2008.
Ekki eru gerðar athugasemdir við að hönnuður láti vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi, sem síðar verður grenndarkynnt í samræmi við niðurstöðu í umsögn lögfræði og stjórnsýslu.
13. Laufásvegur 68. (01.197.207) Mál nr. BN038458
lagt fram bréf
Lagt fram bréf skipulags- og byggingarsviðs dags. 1. júlí 2008 vegna óleyfisframkvæmda á lóð nr. 68 við Laufásveg.
Bréf skipulags- og byggingarsviðs samþykkt.
14. Síðumúli 29. (01.295.3) Mál nr. SN080462
stöðvun framkvæmda
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa dags. 2. júlí 2008 vegna stöðvunar á óleyfisframkvæmdum í kjallara hússins nr. 29 við Síðumúla.
Bréf byggingarfulltrúa samþykkt.
15. Álfsnes, Sorpa. Mál nr. SN070320
framtíðarvinnslusvæði
SORPA bs, Gufunesi, 112 Reykjavík
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 16. maí 2007 varðandi umsókn Sorpu bs. um lóð undir framtíðarvinnslusvæði fyrirtækisins í Álfsnesi. Einnig lagt fram minnisblað skipulags- og byggingarsviðs, dags. 27. júní 2008.
Ekki eru gerðar athugasemdir við að áfram verði unnið að framtíðarstaðsetningu Sorpu á Álfsnesi. Ekki er þó tekin afstaða til endanlegrar staðsetningar á þessu stigi.
16. Kópavogur. Mál nr. SN080125
Vatnsendahlíð, breyting á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins
Kópavogsbær, Fannborg 2, 200 Kópavogur
Lagt fram bréf samvinnunefndar um svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins, dags. 24. júní 2008, varðandi breytingu á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins vegna Vatnsendahlíðar. Vegna niðurfellingar brunnsvæðis við Dýjakróka í Garðabæ breytast mörk vatnsverndar í Kópavogi.
17. Laugavegur 4-6, Skólavörðustígur 1a. (01.171.3) Mál nr. SN070506
kæra, stöðvun framkvæmda, umsögn
Úrskurðarnefnd skipul/byggmál, Skúlagötu 21, 101 Reykjavík
Lögð fram umsögn Reykjavíkurborgar dags. 27. maí 2008 vegna kæru Höllu Bergþóru Pálmadóttur.
Umsögn lögfræði og stjórnsýslu samþykkt.
18. Gvendargeisli 106. (05.135) Mál nr. SN080067
kæra, umsögn
Úrskurðarnefnd skipul/byggmál, Skúlagötu 21, 101 Reykjavík
Lögð fram umsögn Reykjavíkurborgar dags. 24. júni 2008 vegna kæru Sverris E. Ragnarssonar á ákvörðun skipulagsráðs frá 19. desember 2007 að synja erindi varðandi frágang og merkingar á bílastæðum við Gvendargeisla 106.
Umsögn lögfræði og stjórnsýslu samþykkt.
19. Flugvöllur 106748, Fjarðaflug. (01.66) Mál nr. SN070211
kæra, umsögn
Flugskóli Helga Jónssonar ehf, Reykjavíkurflugvelli, 101 Reykjavík
Lögð fram umsögn Reykjavíkurborgar dags. 26. maí 2008 vegna kæru Valgeirs Kristinssonar hrl., f.h. Flugskóla Helga Jónssonar þar sem þar sem kærð er ákvörðun skipulagsráðs frá 8. nóvember 2006 að veita bráðabirgðaleyfi til að setja niður gámaeiningu vegna flugafgreiðslu á lóð Flugskóla Helga Jónssonar.
Umsögn lögfræði og stjórnsýslu samþykkt.
20. Hólmsheiði, jarðvegsfylling. (05.8) Mál nr. SN080198
kæra, umsögn
Úrskurðarnefnd skipul/byggmál, Skúlagötu 21, 101 Reykjavík
Lögð fram umsögn Reykjavíkurborgar dags. 6. júní 2008 vegna kæru dags. 28. desember 2007 þar sem kærð var samþykkt skipulagsráðs frá frá 7. nóvember 2007 á breytingu á deiliskipulagi hluta Hólmsheiðar vegna stækkunar á losunarsvæði ásamt framlengingu á Reynisvatnsvegi.
Umsögn lögfræði og stjórnsýslu samþykkt.
21. Hörpugata 7. (01.635.8) Mál nr. SN080014
kæra, umsögn
Úrskurðarnefnd skipul/byggmál, Skúlagötu 21, 101 Reykjavík
Lögð fram umsögn Reykjavíkurborgar dags. 25. júní 2008 vegna kæru lóðarhafa Hörpugötu 9 á framkvæmdum á lóð Hörpugötu 7.
Umsögn lögfræði og stjórnsýslu samþykkt.
22 Hlíðarendi. (01.6) Mál nr. SN080010
kærur, umsögn
Úrskurðarnefnd skipul/byggmál, Skúlagötu 21, 101 Reykjavík
Lagðar fram umsagnir Reykjavíkurborgar dags. 12. júní 2008 vegna kæra Kristjáns Árnasonar og Önnu Margrétar Kristjánsdóttur þar sem kærð er deiliskipulagsbreyting vegna Hlíðarenda.
Umsögn lögfræði og stjórnsýslu samþykkt.
23. Dugguvogur 8-10. (01.454.0) Mál nr. SN080393
kæra, umsögn
Lögð fram umsögn Reykjavíkurborgar dags. 12. júní 2008 vegna kæru á synjun afgreiðslufundar byggingarfulltrúa 4. mars 2008 á byggingarleyfisumsókn varðandi fasteignina að Dugguvogi númer 10.
Umsögn lögfræði og stjórnsýslu samþykkt.
24 Skipholt 11-13. (01.242.3) Mál nr. SN080008
kæra, umsögn
Úrskurðarnefnd skipul/byggmál, Skúlagötu 21, 101 Reykjavík
Lögð fram umsögn Reykjavíkurborgar dags. 20. júní 2008 vegna kæru á deiliskipulagsbreytingu vegna Skipholts 11-13.
Umsögn lögfræði og stjórnsýslu samþykkt.
25. Elliðabraut 4-6, 8-10 og 12. (04.772.3) Mál nr. SN080281
breytt deiliskipulag vegna Elliðabraut 12
Strengur Byggingar ehf, Lágmúla 6, 108 Reykjavík
Kristinn Ragnarsson,arkit ehf, Suðurlandsbraut 4A, 108 Reykjavík
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 19. júní 2008 vegna samþykktar borgarráðs s.d. á bókun skipulagsráðs frá 4. s.m. um auglýsingu á tillögu að breyttu deiliskipulagi lóða nr. 4-6, 8-10 og 12 við Elliðabraut.
26 Jafnasel 6 – 10. (04.993.1) Mál nr. SN080380
Breyting á deiliskipulagi
Brimborg ehf, Bíldshöfða 6, 110 Reykjavík
Jón Róbert Karlsson, Hagasel 7, 109 Reykjavík
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 19. júní 2008 vegna samþykktar borgarráðs s.d. á bókun skipulagsráðs frá 4. s.m. um auglýsingu á tillögu að breyttu deiliskipulagi lóðar nr. 6-10 við Jafnasel.
27. Kárastígsreitur austur. (01.182.3) Mál nr. SN070351
Reitur 1.182.3, deiliskipulag
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 19. júní 2008 vegna samþykktar borgarráðs s.d. á bókun skipulagsráðs frá 4. s.m. um auglýsingu á tillögu að deiliskipulagi reits 1.182.3, Kárastígsreit austur sem afmarkast af Skólavörðustíg, Frakkastíg og Kárastíg.
28. Laugardalur, Þróttur. (01.39) Mál nr. SN070035
breyting á deiliskipulagi, uppbygging vallarmála
Íþrótta- og tómstundaráð Rvíkur, Bæjarhálsi 1, 110 Reykjavík
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 19. júní 2008 vegna samþykktar borgarráðs s.d. á bókun skipulagsráðs frá 11. s.m. um auglýsingu á tillögu að breyttu deiliskipulagi Þróttarsvæðis í Laugardal.
Fundi slitið kl. 10:45.
Hanna Birna Kristjánsdóttir
Snorri Hjaltason Svandís Svavarsdóttir
Björk Vilhelmsdóttir Guðrún Erla Geirsdóttir
Ingvar Jónsson
Afgreiðsla byggingarfulltrúa samkv. reglugerð nr. 161/2005
Árið 2008, þriðjudaginn 1. júlí kl. 10:25 fyrir hádegi hélt byggingarfulltrúinn í Reykjavík 495. fund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn í fundarherberginu 4. hæð Borgartúni 3. Þessi sátu fundinn: Magnús Sædal Svavarsson, Þórður Búason, Sigrún Reynisdóttir, Björn Kristleifsson, Sveinbjörn Steingrímsson og Ásdís Baldursdóttir.
Fundarritari var Magnús Sædal Svavarsson
Þetta gerðist:
Nýjar/br. fasteignir
1. Álfaland 6 (01.847.107) 108725 Mál nr. BN038547
Framkvæmda- og eignasvið Reykja, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík
Sótt er um stækkun á núverandi bílskúr, sem er notaður fyrir starfsfólk, ásamt áorðnum innanhússbreytingum í vistheimili barna í húsi á lóð nr. 6 við Álfaland.
Stækkun: 4,5 ferm., 16 rúmm.
Gjald kr. 7.300 + 1.168
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
2. Bergstaðastræti 9B (01.180.313) 101723 Mál nr. BN038533
Bergstaðastræti 9b,húsfélag, Bergstaðastræti 9b, 101 Reykjavík
Sæunn Óladóttir, Fýlshólar 8, 111 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir reyndarteikningum með leiðréttri stærð á geymslu 0402 í rishæð í húsi á lóð nr. 9B við Bergstaðastræti.
Gjald kr. 7.300
Frestað.
Gera grein fyrir íbúð í risi, er ekki sýnd á eldri uppdráttum.
3. Bitruháls 1 (04.303.001) 111018 Mál nr. BN038542
Auðhumla svf, Bitruhálsi 1, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til breytinga frá áður samþykktrum teikningum sbr. erindi BN037956 samþ. 6.5.2008, stækka móttökurými í suður, fjölga innkeyrslustútum og staðsteypa móttökurými, einangrað að innan og ofan á steyptri plötu, í staðinn fyrir að byggja móttökurými úr stálgrind og samlokueiningum, til bráðabirgða í þrjú ár verða settir einn afdreps- og tveir geymslugámar utan á kælihús verksmiðjuhúss Auðhumlu svf á lóð nr. 1 við Bitruháls.
Stækkun 13,2 ferm., 22,8 rúmm.
Gjald kr. 7.300 + 1664
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
4. Bíldshöfði 2 (04.059.201) 110568 Mál nr. BN038555
Umtak fasteignafélag ehf, Dalvegi 10-14, 200 Kópavogur
Sótt er um leyfi fyrir breytingum á eldhúsi og skilti lagfærð við atvinnuhúsið á lóð nr. 2 við Bíldshöfða.
Gjald kr. 7.300
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
5. Bjallavað 1-3 (04.732.701) 201465 Mál nr. BN038545
Leiguliðar ehf, Fossaleynir 16, 112 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta gluggum í stigahúsi, G15-G17, í fjölbýlishúsinu á lóð nr. 1-5 við Bjallavað.
Gjald kr 7.300
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
6. Borgartún 26 (01.230.002) 102910 Mál nr. BN038482
Þyrping hf, Hátúni 2B, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi á 1. 3. og 5. hæð, og til að koma fyrir skiltum fyrir þjónustufyrirtæki á norður- og suðurhlið atvinnuhússins á lóð nr. 26 við Borgartún.
Gjald kr. 7.300
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
7. Breiðavík 2-6 (02.355.501) 173869 Mál nr. BN038480
Þuríður Hrund Hjartardóttir, Breiðavík 6, 112 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að loka bílskýli í húsinu Breiðavík 6.
Tvö ný bílastæði eru gerð við norðurhlið hússins.
Samþykki meðeigenda fylgir.
Stækkun 31,4 ferm og 147,4 rúmm.
Gjald kr. 7.300 +10.760
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst fyrir útgáfu á byggingarleyfi.
8. Brekkustígur 7 (01.134.203) 100330 Mál nr. BN038557
Sigurður Gunnarsson, Brekkustígur 7, 101 Reykjavík
Þórdís Hauksdóttir, Brekkustígur 7, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir reyndarteikningum og skráningartöflu af íbúðarhúsinu á lóð nr. 7 við Brekkustíg.
Gjald kr. 7.300
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
9. Bæjarflöt 2 (02.575.201) 179490 Mál nr. BN038492
Hagverk ehf, Bæjarflöt 2, 112 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja efnisgeymslu úr stáli og steinsteypu á lóð nr. 2 við Bæjarflöt.
Jafnframt er erindi BN038056 dregið til baka.
Stærðir: 80,4 ferm., 442,2 rúmm.
Gjald kr. 7.300 + 32.280
Frestað.
Skipulagsferli ólokið.
10. Fjölnisvegur 14 (01.196.402) 102680 Mál nr. BN038515
Margrét Árnadóttir Auðuns, Fjölnisvegur 14, 101 Reykjavík
Halldór Runólfsson, Fjölnisvegur 14, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að stækka svalir á 1. hæð sbr. fyrirspurn BN038085 á einbýlishúsi á lóð nr. 14 við Fjölnisveg.
Erindinu fylgir samþykki eiganda bílskúrs á lóð ódags.
Gjald kr. 7.300
Frestað.
Málinu vísað til skipulagsstjóra til ákvörðunar um grenndarkynningu. Vísað er til uppdráttar dags. 12. júní 2008.
11. Friggjarbrunnur 17-19 (02.693.504) 205773 Mál nr. BN037651
Rafsveinn ehf, Brúnastöðum 59, 112 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja parhús byggt úr forsteyptum einingum. Byggingin er á tveimur hæðum auk kjallara og lagnakjallara að hluta með innbyggðri bílgeymslu á 1. hæð á lóðinni nr. 17 og 19 við Friggjarbrunn.
Meðfylgandi er vottun eininga dags. 27. september 2007.
Stærðir 485,2 ferm., 1425,5 rúmm.
Gjald kr. 7.300 + 104.061
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Skila skal vottun eininga fyrir úttekt á botnplötu.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
12. Garðastræti 23 (01.136.522) 100611 Mál nr. BN038574
Minjavernd hf, Pósthólf 1358, 121 Reykjavík
Minjavernd sækir um leyfi vegna fornleifarannsókna, til þess að taka niður skúra við norðurgafl og austurhlið Vaktarabæjarins, ásamt klæðningum úti og inni á lóð nr. 23 við Garðastræti.
Málinu fylgir bréf Minjaverndar dags. 28. júní 2008 og uppmælingaruppdráttur frá 1976.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
13. Gefjunarbrunnur 7 (02.695.203) 206007 Mál nr. BN038314
Gunnar Hannesson, Akurhvarf 14, 203 Kópavogur
Sótt er um leyfi til að byggja tvílyft, staðsteypt einbýlishús með innbyggðri bílgeymslu á lóðinni nr. 7 við Gefjunarbrunn.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 13. og 20. júní 2008 fylgir erindinu.
Erindi fylgir samþykki lóðarhafa Gefjunarbrunns 5 ódagsett
Stærð: 1. hæð íbúð 109,7 ferm., bílgeymsla 26,4 ferm., 2. hæð íbúð 130,5 ferm.
Samtals 266,6 ferm., 853,5 rúmm.
Gjald kr. 7.300 + 62.306
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
14. Geirsgata 3a-7c (01.117.306) 100086 Mál nr. BN038495
Kjartan Halldórsson, Asparfell 2, 111 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að innrétta efri hæð til veitingareksturs og til minni háttar breytinga á innra skipulagi veitingahússins nr. 5 á lóð nr. 3a-7c við Geirsgötu.
Gjald kr. 7.300
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
Frágangur á reykofni háður úttekt SHS.
15. Hátún 2B (01.223.202) 102907 Mál nr. BN038481
Landic Ísland ehf, Kringlunni 4-12, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til breytinga á húsinu Hátún 2b.
Gluggar eru stækkaðir og innra fyrirkomulagi breytt sbr. byggingarleyfi BN034699
Gjald kr 7.300
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
16. Hjarðarhagi 2-6 (01.552.401) 106511 Mál nr. BN038558
Háskóli Íslands, Suðurgötu, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að endurnýja bráðabirgðainngang á austurhlið byggingar B á lóð Háskóla Íslands nr. 2-6 við Hjarðarhaga.
Meðfylgjandi er bréf arkitekts dags. 24.6.2008
Gjald kr. 7.300
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
17. Hólmgarður 17 (01.818.107) 108182 Mál nr. BN038453
Guðrún Kristín Svavarsdóttir, Hólmgarður 17, 108 Reykjavík
Guðrún Jóna Jóhannesdóttir, Hólmgarður 19, 108 Reykjavík
Sótt er um endurnýjun á byggingarleyfum frá 13. október 1994 BN007156 og BN007157 þar sem sótt er um leyfi til að hækka þak, að því viðbættu er sótt um leyfi fyrir staðsteyptri tveggja hæða viðbyggingu við suðurhlið og einnar hæða viðbyggingu við norðurhlið ásamt staðsteyptum útigeymslum á norðurenda lóðar fjölbýlishússins á lóð nr. 17-19 við Hólmgarð.
Bréf lóðarhafa dagsett móttekið 31. júlí 2006. Samþykki meðlóðarhafa dags. 7. maí 2008.
Stærðir: Útigeymsla 22,8 ferm, 68,2 rúmm.
Stækkun íbúðar 37,7 ferm. 102,6 rúmm.
Samtals 60,5 ferm, 170,8 rúmm.
Gjald kr. 7.300 + 12.468
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
Skilyrt er að framkvæmd sé samtímis á nr. 19.
Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst fyrir útgáfu á byggingarleyfi.
18. Hólmgarður 19 (01.818.108) 108183 Mál nr. BN034458
Tryggvi Gíslason, Hólmgarður 19, 108 Reykjavík
Sótt er um endurnýjun á byggingarleyfi frá 13. október 1994 BN007156 og BN007157 þar sem sótt er um leyfi til að hækka þak, að því viðbættu er sótt um leyfi fyrir staðsteyptri tveggja hæða viðbyggingu við suðurhlið og einnar hæða viðbyggingu við norðurhlið ásamt staðsteyptum útigeymslum á norðurenda lóðar fjölbýlishússins á lóð nr. 17-19 við Hólmgarð.
Bréf lóðarhafa dagsett móttekið 31. júlí 2006. Samþykki meðlóðarhafa dags. 7. maí 2008 fylgir einnig.
Stærð útigeymslu: 22,8 ferm. 68,2 rúmm.
Stækkun íbúðar: 101,2 ferm., 274,1 rúmm.
Samtals 124 ferm., 342,3 rúmm.
Gjald kr. 6.100 + 24.988
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
Skilyrt er að framkvæmd sé samtímis á nr. 17.
Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst fyrir útgáfu á byggingarleyfi.
19. Hæðarsel 22 (04.927.506) 112762 Mál nr. BN038440
Pétur J Eiríksson, Hæðarsel 22, 109 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja við vesturhlið einbýlishússins á lóð nr. 22 við Hæðarsel.
Stækkun kjallara: xx ferm., xx rúmm.
Viðbygging: 20,8 ferm., 64,3 rúmm.
Gjald kr. 7.300 + xx
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
20. Kirkjusandur 2 (01.345.101) 104043 Mál nr. BN038556
Eignarhaldsfélagið Fasteign hf, Bíldshöfða 9, 110 Reykjavík
Sótt er um endurnýjun áður samþykktra brunavarnaruppdrátta sbr. erindi BN029219 dags. 11.5.2004 fyrir hús á lóð nr. 2 við Kirkjusand.
Gjald kr. 7.300
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
21. Lambhagavegur 23 (02.684.101) 189563 Mál nr. BN038551
Hafberg Þórisson, Vesturlbr Lambhagi, 113 Reykjavík
Sótt erum að byggja við eldra gróðurhús við Lambhagaveg 23,nýtt gróðurhús úr stáli,áli og gleri að hluta á steyptum kjallara.
Stækkun 1689,4 ferm 9198,0 rúmm
Gjald kr 7.300+670.797
Frestað.
Skipulagsferli ólokið.
22. Laugarnestangi 70 (01.314.201) 176050 Mál nr. BN038553
Listasafn Sigurjóns Ólafssonar, Laugarnestanga 70, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir steinsteypt geymslu- og verkstæðishús, einangrað og klætt að utan, með timburþaki og torfi á þakdúk við Listasafn Sigurjóns Ólafssonar á lóð nr. 70 við Laugarnestanga
Stærðir: 1. hæð 233 ferm., 2. hæð 74,1 ferm., samtals 307,1 ferm., 1.281,6 rúmm.
Gjald kr. 7.300 + 93.557
Frestað.Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
23. Laugateigur 12 (01.364.205) 104625 Mál nr. BN038536
Helga Maren Aðalsteinsdóttir, Laugateigur 12, 105 Reykjavík
Sótt er um samþykkt fyrir fyrir íbúð 0001 í kjallara húss á lóð nr. 12 við Laugateig.
Íbúðarskoðun dags. 13.maí 2008 og þinglýst afsöl dags. 20. júlí 1966 og 17. febrúar 1987 fylgja erindinu.
Gjald kr. 7.300
Frestað.
Vísað til athugasemda eldvarnaeftirlits á umsóknareyðublaði.
24. Lágmúli 9 (01.261.303) 103509 Mál nr. BN038487
Lágmúli 9 ehf, Suðurlandsbraut 30, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til breytinga á innra fyrirkomulagi 2. til 6. hæðar atvinnuhússins á lóð nr. 9 við Lágmúla.
Erindi fylgir brunahönnun frá Línuhönnun dags. 10. mars 2008.
Gjald kr. 7.300
Frestað.Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
25. Láland 18-24 (01.874.301) 108836 Mál nr. BN038548
Alexander G Eðvardsson, Láland 24, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja viðbyggingu, breyta innra skipulagi og klæða með málmklæðningu einbýlishúsið nr. 24 á lóð nr. 18-24 við Láland.
Stækkun 29,4 ferm., 86,7 rúmm.
Gjald kr. 7.300 + 6.329
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
26. Lynghagi 13 (01.555.001) 106616 Mál nr. BN038549
Þór Þorláksson, Granaskjól 29, 107 Reykjavík
Áslaug Gunnarsdóttir, Granaskjól 29, 107 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta þakhalla bílgeymslu, að flytja sorpgeymslu, að breyta verönd, aðkomu að henni og innrétta kalda geymslu undir henni og til minni háttar breytinga á innra skipulagi einbýlishússins á lóð nr. 13 við Lynghaga.
Stækkun: 31,3 ferm. og 56,3 rúmm.
Gjald kr. 7.300 + 4.110
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
27. Miðhús 9 (02.846.905) 109798 Mál nr. BN038541
Þórunn Jónsdóttir, Miðhús 9, 112 Reykjavík
Sótt er um endurnýjun á byggingarleyfi fyrir kvisti á austurhlið dags. 24.10.2006 sbr. erindi BN034661 fyrir hús á lóð nr. 9 við Miðhús.
Stærðarauking 2 rúmm.
Gjald kr. 7.300
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
28. Móvað 25 (04.773.406) 195935 Mál nr. BN038546
Þórður Adolfsson, Móvað 25, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja sólskála við suðurhlið einbýlishússins á lóð nr. 25 við Móvað.
Stækkun: 13,8 ferm., 43,7 rúmm.
Gjald kr. 7.300 + 3.431
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.
29. Njörvasund 14 (01.413.002) 105066 Mál nr. BN038104
Ragnheiður Gísladóttir, Njörvasund 14, 104 Reykjavík
Einar Hannesson, Sendiráð Brussel, 150 Reykjavík
Grétar Hannesson, Mánagata 21, 105 Reykjavík
Elías Halldór Bjarnason, Njörvasund 14, 104 Reykjavík
Helga Arnalds, Njörvasund 14, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að klæða með báruðum málmplötum og byggja svalir úr stáli við 2. hæð tvíbýlishússins á lóðinni nr. 14 við Njörvasund.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 16. maí 2008 fylgir erindinu, erindið var grenndarkynnt, engar athugasemdir bárust.
Gjald kr. 7.300
Frestað
.Lagfæra skráningartöflu.
30. Pósthússtræti 3 (01.140.306) 100839 Mál nr. BN038529
Langastétt ehf, Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir lyftu utan á húsi milli kjallara og 1. hæðar sbr. fyrirspurn BN038294 í porti við hús á lóð nr. 3-5 við Pósthússtræti.
Gjald kr.l 7.300
Frestað.
Vísað til athugasemda eldvarnareftirlits á umsóknarblaði.
31. Rofabær dælustöð (04.345.-99) 173364 Mál nr. BN038507
Orkuveita Reykjavíkur, Bæjarhálsi 1, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að stækka dælustöð Orkuveitu Reykjavíkur við Rofabæ.
Stærðir stækkun 23 ferm., 66,7 rúmm., heildarstærð eftir stækkun 46,9 ferm., 136,1 rúmm.
Gjald kr. 7.300 + 4.869
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
32. Salthamrar 9 (02.293.205) 109011 Mál nr. BN038140
Björgvin Þór Valdimarsson, Salthamrar 9, 112 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir áður gerðri framkvæmd þar sem byggð var sólstofa við einbýlishúsið á lóð nr. 9 við Salthamra.
Meðfylgandi er samþykki aðliggjandi lóðarhafa áritað á uppdrætti dags. 9. mars 2008.
Stærðir stækkunar 18,3 ferm., 48,1 rúmm.
Gjald kr. 7.300 + 3.511
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
33. Seljavegur 2 (01.130.105) 100117 Mál nr. BN038554
Sjúkraþjálfun Reykjav/Garðb ehf, Seljavegi 2, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að innrétta sjúkraþjálfunarmiðstöð á 3. hæð í matshluta 02 í húsi á lóð nr. 2 við Seljaveg.
Gjald kr. 7.300
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
34. Skútuvogur 2 (01.420.001) 105165 Mál nr. BN038450
Klasi hf, Bíldshöfða 9, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi, stækka húsnæði Vodafone, ný vörumóttaka og lager, ný verslun ÁTVR í atvinnuhúsi á lóð nr. 2 við Skútuvog.
Meðfylgjandi er brunahönnun dags. 31.maí 2008
Samtals: 6.003,2 ferm., 27.769,9 rúmm.
Gjald kr. 7.300
Frestað.
Vísað til athugasemda eldvarnaeftirlits.
35. Smáragata 13 (01.197.209) 102724 Mál nr. BN038585
Stefán Einar Matthíasson, Smáragata 13, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að byggja staðsteypta bílgeymslu fyrir tvo bíla á þaki bílgeymslu er gert ráð fyrir fyrir sólaðstöðu.
Jafnframt er sótt um að rífa eldri bílgeymslu, á lóðinni nr. 13 við Smáragötu.
Málinu fylgir bréf umsækjanda dags. 27. júní 2008 og afrit tveggja úrskurða úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 62/2007 og 64/2007.
Stærðir nú bílgeymsla: 81 ferm. og 279.5 rúmm.
Eldri bílgeymsla 22,8 ferm. og 79,8 rúmm.
Gjald: kr. 7.300 + 20.404
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.
36. Smárarimi 78 (02.526.106) 109364 Mál nr. BN038530
Hákon Hallgrímsson, Smárarimi 78, 112 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi og til að byggja einnar hæðar stækkun úr timbri og steinsteypu við einbýlishúsið og bílgeymsluna á lóð nr. 78 við Smárarima.
Stækkun íbúðar 77,7 ferm. og 302,2 rúmm.
Stækkun bílgeymslu 15,6 ferm. 87,7 rúmm.
Gjald kr. 7.300 + 27.236
Frestað.
Lagfæra skráningartöflu.
37. Sogavegur 127 (01.823.114) 108361 Mál nr. BN038532
Ágúst Guðmundsson, Sogavegur 127, 108 Reykjavík
Ólöf Elísabet Þórðardóttir, Sogavegur 127, 108 Reykjavík
Sótt er um endurnýjun byggingarleyfis sbr. erindi BN031627 og BN034056 dags 30.5.2006 fyrir hús á lóð nr. 127 við Sogaveg.
Gjald kr. 7.300
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
38. Stóragerði 42-44 (01.803.101) 107721 Mál nr. BN038182
Sérverk ehf, Askalind 5, 201 Kópavogur
Sótt er um leyfi til að byggja fjórtán íbúða fjölbýlishús með svalagangi, fjórar hæðir og kjallari með bílgeymslu fyrir fjórtán bíla á lóðinni nr. 42-44 við Stóragerði. Húsið verður staðsteypt, einangrað að utan og klætt flísum
Erindinu fylgir minnisblað um hljóðvist frá Línuhönnun dags. 9. mars 2007 ásamt útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 9. maí 2008.
Stærð: Kjallari geymslur 265,6 ferm., bílgeymsla 554,7 ferm., 1. 2. og 3. hæð 585,7 ferm., 4. hæð 360,4 ferm.
Samtals 2.937,8 ferm., 8.908,7 rúmm.
Gjald kr. 7.300 + 7.300 + 650.335
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
39. Stuðlasel 5 (04.923.203) 112614 Mál nr. BN029795
Karl Olgeir Olgeirsson, Stuðlasel 5, 109 Reykjavík
Anna María Sigurðardóttir, Stuðlasel 5, 109 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að byggja viðbyggingu við tvílyft tvíbýlishús, stækka íbúð 1. hæðar og breyta innréttingu í báðum íbúðum, á lóð nr. 5 við Stuðlasel.
Meðfylgjandi er samþykki nágranna og meðeiganda á lóð. Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 1. júlí 2005 fylgir erindinu.
Stærð viðbyggingar: 20,7 ferm. og 55,23 rúmm.
Gjald kr. 5.400 + 2.983.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst fyrir útgáfu á byggingarleyfi.
40. Suðurgata Háskóli Ísl Mál nr. BN038543
Fasteignir ríkissjóðs, Borgartúni 7, 150 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að endurinnrétta, koma fyrir lyftu og bæta svölum á gafla húss fyrir skrifstofur Þjóðminjasafnsins, sem byggt var yfir Atvinnudeild Háskólans á lóð nr. 43 við Suðurgötu.
Gjald kr. 7.300
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
41. Suðurlandsbraut 18 (01.264.001) 103524 Mál nr. BN037627
Teymi hf, Suðurlandsbraut 18, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi 4. hæðar með léttum milliveggjum á lóðinni nr. 18 við Suðurlandsbraut.
Gjald kr. 7.300
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
42. Urðarbrunnur 42 (05.054.607) 211727 Mál nr. BN038247
Bjarni Sigurðsson, Katrínarlind 1, 113 Reykjavík
Sigurlaug Gissurardóttir, Katrínarlind 1, 113 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja staðsteypt einbýlishús á tveimur hæðum með innbyggðri bílgeymslu, klætt báruðum álplötum og steinflísum á lóðinni nr. 42 við Urðarbrunn.
Stærð: 1. hæð íbúð 138,3 ferm., 2. hæð íbúð 87,2 ferm., bílgeymsla 43,2 ferm.
Samtals 268,7 ferm., 966 rúmm.
Gjald kr. 7.300 + 70.518
Frestað
.Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
43. Urðarbrunnur 98 (05.054.401) 205801 Mál nr. BN038205
Hrólfur Ingólfsson, Reyrengi 10, 112 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja tveggja hæða steinsteypt einbýlishús með innbyggðri bílgeymslu á lóðinni nr. 98 við Urðarbrunn.
Stærð: 1. hæð íbúð 122,1 ferm., bílgeymsla 24,1 ferm., 2. hæð íbúð 123,5 ferm.
Samtals 269,7 ferm., 972,5 rúmm.
Gjald kr. 7.300 + 70.993
Samþykkt. Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
44. Vegbrekkur 33-41 (05.866.201) 216567 Mál nr. BN038253
Hestamannafélagið Fákur, Vatnsendav Víðivöllum, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja hesthús úr staðsteypu á lóð nr. 33 við Vegbrekkur.
Stærðir: 1. hæð 262,7 ferm., milliloft 171,7 ferm.,
Samtals 434,4 ferm., 1,347,3 rúmm.
Gjald kr. 7.300 + 98.353
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
45. Vesturvallagata 10 (01.138.202) 100730 Mál nr. BN038540
Framkvæmda- og eignasvið Reykja, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík
Sótt er um samþykki reyndarteikninga af frístundaheimili ÍTR við Vesturbæjarskóla í húsi á lóð nr. 10-12 við Vesturvallagötu.
Gjald kr. 7.300
Frestað.Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
46. Þingholtsstræti 30 (01.183.502) 101980 Mál nr. BN038406
Þingholtsstræti 30,húsfélag, Þingholtsstræti 30, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að endurbyggja sólskála, stækka kvisti og svalir og breyta gluggum í Þingholtsstræti 30. Samþykki meðeigenda fylgir erindinu.
Útskrift úr gerðabók embættisafgeiðslufundar skipulagsstjóra frá 6. júní 2008 fylgir erindinu.Gjald kr 7.300.
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
47. Þingvað 29 (04.791.304) 201483 Mál nr. BN038348
Fasteignafélagið Hlíð ehf, Lágmúla 6, 108 Reykjavík
Tómas Ingi Tómasson, Rauðavað 21, 110 Reykjavík
Helga Lund, Rauðavað 21, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja staðsteypt einbýlishús á tveimur hæðum með innbyggðri bílgeymslu á lóð nr. 29 við Þingvað.
Málinu fylgir heimild lóðarhafa til að leggja inn teikningar dags. 20. maí 2008 ásamt úrskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 6. júní 2008.Stærð: 1. hæð íbúð 222,4 ferm., bílgeymsla 33,1 ferm., 2. hæð íbúð 40,2 ferm.
Samtals: 295,7 ferm., 1132,5 rúmm.
Gjald kr. 7.300 + 82.673
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
Ýmis mál
48. Karfavogur 26-28 (01.440.202) 105402 Mál nr. BN038573
Framkvæmda- og eignasvið Reykja, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík
Sótt er um stækkun lóðarinnar nr. 26-28 við Karfavog. Við breytinguna stækkar lóðin úr 812 ferm í 909 ferm.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Lóðarmarkabreytingin tekur gildi þegar þinglýst hefur verið yfirlýsingu um breytt lóðarmörk.
49. Lágholtsvegur 20 (01.520.201) 175209 Mál nr. BN038583
Framkvæmda- og eignasvið Reykja, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík
Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúa til að breyta mörkum lóða á Lýsisreit.
Grandavegur 42 er 3477 ferm. verður 0 ferm.
Lágholtsvegur 20 er 1118 ferm. verður 0 ferm.
Háholt er 1082 ferm. verður 0 ferm.
Setberg er 696 ferm. verður 0 ferm.
Stofnaðar verði tvær nýjar lóðir:
Lóð fyrir hjúkrunarheilmili, sem verður 3230 ferm. og lóð fyrir fjölbýlishús, sem verður 5229 ferm.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Lóðarmarkabreytingin tekur gildi þegar þinglýst hefur verið yfirlýsingu um breytt lóðarmörk.
50. Meistari-Húsasmíðameistari Mál nr. BN038576
Garðar Einarsson, Prestastígur 9, 113 Reykjavík
Ofanritaður sækir um staðbundna löggildingu sem húsasmíðameistari m.v.t. ákvæða gr. 37.2 í byggingarreglugerð nr. 441/1998.
Málinu fylgir afrit af bréfi byggingarfulltrúa Kjalarneshrepps dags. 3. nóvember 1997, ásamt afriti af sveins- og meistarabréfi.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Staðbundin réttindi m.v.t. gr. 37.2 í byggingarreglugerð nr. 441/1998.
51. Safamýri 26-28 (01.285.002) 103738 Mál nr. BN038584
Framkvæmda- og eignasvið Reykja, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík
Óskað er eftir samþykki skiptingu lóðarinnar nr. 28 við Safamýri og afmörkun nýrrar lóðar út úr henni í samræmi við meðfylgjandi tillöguuppdrátt landupplýsingadeildar Framkvæmda- og eignasviðs, dags. 23. júní 2008.
Jafnframt er lagt til að lóðirnar verði númeraðar eins og lagt er til á uppdrættinum.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Lóðarmarkabreytingin tekur gildi þegar þinglýst hefur verið yfirlýsingu um breytt lóðarmörk.
Fyrirspurnir
52. Blikastaðavegur 2-8 (02.496.101) 204782 Mál nr. BN038564
Stekkjarbrekkur ehf, Smáratorgi 3, 201 Kópavogur
Spurt er um leyfi fyrir uppsetningu á auglýsingaskiltum á verslunarhúsinu við Blikastaðaveg 2-8.
Frestað.
Skoðast milli funda.
53. C-Tröð 3 (04.765.403) 112485 Mál nr. BN038563
Barði Ágústsson, Silungakvísl 27, 110 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að hækka þak og byggja kaffistofu á efri hæð hesthússins á lóð nr. 3 við C-tröð.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.
54. Grundarás 2 (04.370.602) 111288 Mál nr. BN038562
Vöggur Magnússon, Grundarás 2, 110 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að grafa frá tómstundarými í kjallara til að útbúa glugga og koma fyrir flóttaleið.
Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum enda verði vandað til landaaðlöguna
og samþykki meðlóðarhafa liggi fyrir. Sækja skal um byggingarleyfi.
55. Hólmsheiði fjáreig.fé (05.8--.-96) 113450 Mál nr. BN038572
B og V ehf, Engihjalla 1, 200 Kópavogur
Spurt er hvort leyft yrði að koma fyrir haughúsi undir hesthúsi sem á að endurbyggja á lóð A-23 í Fjárborg.
Einnig er spurt hvort greiða þyrfti gatnagerðargjöld af haughúsinu.
Frestað.
Fyrri hluta fyrirspurnar vísað til umsagnar skipulagsstjóra.
56. Pósthússtræti 9 (01.140.515) 100874 Mál nr. BN038550
THG Arkitektar ehf, Faxafeni 9, 108 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að breyta gluggasetningu á jarðhæð hótelsins á lóð nr. 9 við Pósthússtræti.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.
57. Ránargata 15 (01.136.201) 100537 Mál nr. BN038538
Dóróthea Lárusdóttir, Ránargata 15, 101 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að fjölga gluggum, koma fyrir kamínu og byggja svalir á suðurhlið íbúðar- og atvinnuhússins á lóð nr. 15 við Ránargötu.
Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum. Staðsetningu glugga þarf að skoða betur við hönnun. Sækja skal um byggingarleyfi.
Fundi slitið kl. 12:35.
Magnús Sædal Svavarsson
Þórður Búason Sigrún Reynisdóttir
Björn Kristleifsson Sveinbjörn Steingrímsson
Ásdís Baldursdóttir.