Umhverfis- og skipulagsráð - og skipulagsráð

Umhverfis- og skipulagsráð

Skipulagsráð

Ár 2008, miðvikudaginn 18. júní kl. 09:05, var haldinn 139. fundur skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 3, 4. hæð. Viðstaddir voru: Hanna Birna Kristjánsdóttir, Ólöf Guðný Valdimarsdóttir, Snorri Hjaltason, Svandís Svavarsdóttir, Stefán Benediktsson og Brynjar Fransson. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Magnús Sædal Svavarsson, Ágúst Jónsson, Ólafur Bjarnason og Elín Ósk Helgadóttir. Auk þess gerðu eftirtaldir embættismenn grein fyrir einstökum málum: Þórarinn Þórarinsson og Haraldur Sigurðsson. Fundarritari var Helga Björk Laxdal.

Þetta gerðist:

(A) Skipulagsmál

1. Afgreiðslufundir skipulagsstjóra Reykjavíkur. Mál nr. SN010070
fundargerð
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar skipulagsstjóra Reykjavíkur 13. júní 2008.

2. Árbæjarkirkja. (04.360) Mál nr. SN080306
breyting á deiliskipulagi
Árbæjarkirkja, Rofabæ safnaðarheim, 110 Reykjavík
VA arkitektar ehf, Borgartúni 6, 105 Reykjavík
Lögð fram umsókn VA arkitekta dags. 13. júní 2008 fh. Árbæjarkirkju varðandi breytingu á deiliskipulagi Árbæjarkirkju. Í breytingunni felst aukið byggingarmagn, stækkun á lóð kirkjunnar, og færsla almenningsstígs samkv. meðfylgjandi uppdráttum dags. 12. júní 2008.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu. Jafnframt er samþykkt að upplýsa hagsmunaaðila í nágrenninu um tillöguna með bréfi.
Vísað til borgarráðs.

Kristján Guðmundsson tók sæti á fundinum kl. 9:07

3. Grjótháls 10. Mál nr. SN080181
breytt deiliskipulag Hálsahverfis vegna nýrrar lóðar
Lögð fram tillaga skipulags- og byggingarsviðs að breyttu deiliskipulagi Hálsahverfis vegna nýrrar lóðar við Grjótháls 10, dags. 17. september 2007, breytt 10. júní 2008. Afmörkuð er ný lóð við Grjótháls vestan lóðar Skeljungs fyrir bílgreinaþjónustu. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og samgöngusviðs, dags. 28. mars 2008.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu.
Vísað til borgarráðs.

4. Hyrjarhöfði 8. (04.060.3) Mál nr. SN080417
breyting á deiliskipulagi
Húsabær ehf, Berjarima 43, 112 Reykjavík
Sigurður Pálmi Ásbergsson, Skólavörðustígur 19, 101 Reykjavík
Lögð fram umsókn Sigurðar Ásbergssonar ark. f.h. Húsabæjar ehf., dags. 11. júní 2008 um breytingu á deiliskipulagi Ártúnshöfða vegna lóðar nr. 8 við Hyrjarhöfða skv. uppdrætti, dags. 10. júní 2008. Gert er ráð fyrir nýjum byggingarreit samsíða Funahöfða á lóðinni.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu.
Vísað til borgarráðs.

5. Kvos, Pósthússtrætisreitur, reitur 1.140.5. (01.140.5) Mál nr. SN050697
breyting á deiliskipulagi Kvosarinnar
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga dags. 3. mars 2008 að breytingu á deiliskipulagi Kvosarinnar vegna Pósthússtrætisreits. Einnig er lögð fram húsakönnun Minjasafns Reykjavíkur dags. í febrúar 2004.
Tillagan var auglýst 30. apríl til og með 11. júní 2008. Eftritaldir aðilar gerðu athugasemdir við tillöguna: Reynir Karlsson hrl. fh. Lækjar ehf dags. 7. maí, og Sigurður Guðjónsson, dags. 6. júní 2008.
Samþykkt með vísan til umsagnar skipulagsstjóra. Samþykkt að framsenda athugasemdir er varða eignarhald og mögulegar bótagreiðslur til skrifstofu borgarlögmanns í samræmi við niðurstöðu í umsögn skipulagsstjóra.
Vísað til borgarráðs

Guðrún Erla Geirsdóttir tók sæti á fundinum kl. 9:13

6. Langholtsvegur/Drekavogur. (01.414.0) Mál nr. SN080418
deiliskipulag
Arkþing ehf, Bolholti 8, 105 Reykjavík
Lögð fram tillaga Arkþing, mótt. 10. júní 2008, að deiliskipulagi vegna Langholtsvegar/Drekavogs. Innan svæðisins eru lóðirnar 109-115 við Langholtsveg og 4, 4a og 4b við Drekavog.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu.
Vísað til borgarráðs.

7. Lambhagi. (02.6) Mál nr. SN080423
breyting á deiliskipulagi
Hafberg Þórisson, Vesturlbr Lambhagi, 113 Reykjavík
Helgi Hafliðason, Stuðlasel 44, 109 Reykjavík
Lögð fram umsókn Helga Hafliðasonar ark. f.h. Hafbergs Þórissonar, dags. 13. júní 2008 um breytingu á deiliskipulagi gróðrarstöðvarinnar Lambhaga við Vesturlandsveg (Lambhagavegur 23) skv. uppdrætti, dags. 12. júní 2008.
Samþykkt með vísan til 12. gr. samþykktar um skipulagsráð.
Samþykkt að falla frá grenndarkynningu þar sem málið varðar einungis hagsmuni lóðarhafa og Reykjavíkurborgar.

(C) Fyrirspurnir

8. Kambsvegur 8. (01.352.603) Mál nr. SN080295
(fsp) tvílyft einbýlishús
Egill Þorgeirsson, Kambsvegur 8, 104 Reykjavík
Plúsarkitektar ehf, Laugavegi 59, 101 Reykjavík
Á fundi skipulagsstjóra 9. maí 2008 var lögð fram fyrirspurn Egils Þorgeirssonar dags. 30. apríl 2008 þar sem sótt er um leyfi til þess að byggja tvílyft steinsteypt einbýlishús svipaðrar stærðar og það sem fyrir er samkvæmt meðfylgjandi teikningu +arkitekta dags. 10. apríl 2008. Erindinu var vísað til meðferðar í austurteymi arkitekta og er nú lagt fram að nýju ásamt bréfi Plúsarkitekta, dags. 5. júní 2008.
Neikvætt með vísan til umsagnar skipulagsstjóra.

Kristján Guðmundsson fulltrúi Sjálfstæðisflokksins greiddi atkvæði gegn tillögunni.

(D) Ýmis mál

9. Miðborgarvakt skipulagsráðs, Mál nr. SN080387
Laugavegur 4-6.

Skipulagssýning í miðborginni.

Kjarnasvæði miðborgar, tillögugerð.

10. Granaskjól 48-52. (01.515.3) Mál nr. SN070375
lóðarstækkun
Sigurður Guðjónsson, Granaskjól 52, 107 Reykjavík
Lögð fram umsókn Sigurðar Guðjónssonar, dags. 15. maí 2008, um lóðarstækkun um 2 m til norðurs við Granaskjól 48-52. Einnig er lögð fram eldri umsögn umhverfisstjóra dags. 24. ágúst 2007.
Samþykkt með vísan til 12. gr. samþykktar um skipulagsráð.

11. Traðarland 1, Víkingur. (01.875.9) Mál nr. SN080349
stækkun svæðis
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 9. júní 2008 vegna samþykktar borgarráðs 5. s.m. að vísa erindi aðalstjórnar Knattspyrnufélagsins Víkings varðandi stækkun á athafnasvæði félagsins til skipulagsráðs, framkvæmda- og eignaráðs og íþrótta- og tómstundaráðs. Einnig lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 5. maí 2008, varðandi sama mál.
Vísað til meðferðar embættis skipulagsstjóra.

12. Barmahlíð 54. (01.710.111) Mál nr. BN038517
lagt fram bréf
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa dags. 16. júní 2008 vegna óleyfisframkvæmda á lóðinni nr. 54 við Barmahlíð.
Bréf byggingarfulltrúa samþykkt.

13. Bólstaðarhlíð. (01.27) Mál nr. SN080361
lokun
Umhverfis- og samgöngusvið Reyk, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík
Lögð fram bókun umhverfis- og samgönguráðs frá 13. maí 2008 ásamt bréfi samgöngustjóra, dags. 8. s.m. varðandi lokun Bólstaðarhlíðar.
Vísað til meðferðar embættis skipulagsstjóra.

14. Lambhóll V/ Þormóðsst 106111. (01.53-.-93) Mál nr. BN038518
lagt fram bréf
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa dags. 16. júní 2008 vegna óleyfisframkvæmda við Lambhól við Starhaga.
Bréf byggingarfulltrúa samþykkt.

15. Laufásvegur 68. (01.197.207) Mál nr. BN038458
lagt fram bréf
Lögð fram drög að bréf byggingarfulltrúa dags. júní 2008 vegna óleyfisframkvæmda á lóð nr. 68 við Laufásveg.
Kynnt.
Frestað.

16. Reynisvatnsheiði, Orkuveita Reykjavíkur. (05.1) Mál nr. SN080421
úrskurður
Úrskurðarnefnd skipul/byggmál, Skúlagötu 21, 101 Reykjavík
Lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála frá 12. júní 2008 vegna kæru á ákvörðun borgarráðs Reykjavíkur frá 29. nóvember 2007 um að samþykkja breytingu á deiliskipulagi vegna miðlunargeyma Orkuveitu Reykjavíkur á Reynisvatnsheiði er fól í sér stækkun lóðar undir miðlunargeyma og manar auk færslu og stækkunar byggingarreita. Úrskurðarorð: Hafnað er kröfu kæranda um ógildingu á ákvörðun borgarráðs Reykjavíkur frá 29. nóvember 2007 um að samþykkja breytingu á deiliskipulagi vegna miðlunargeyma Orkuveitu Reykjavíkur á Reynisvatnsheiði.

17. Úlfarsárdalur. (02.6) Mál nr. SN030406
deiliskipulag útivistarsvæðis
Fasteignafélagið Landmótun ehf, Hamraborg 12 5h, 200 Kópavogur
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 9. júní 2008 vegna samþykktar borgarráðs 5. s.m. á bókun skipulagsráðs frá 28. f.m. varðandi breytingu á deiliskipulagi útivistarsvæðis í Úlfarsárdal.

18. Vesturlandsvegur landnúmer 195206. (5..17) Mál nr. SN080132
kæra, umsögn, úrskurður
Úrskurðarnefnd skipul/byggmál, Skúlagötu 21, 101 Reykjavík
Lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála frá 12. júní 2008 vegna kæru á ákvörðun byggingarfulltrúans í Reykjavík frá 5. febrúar 2008 um að veita byggingarleyfi fyrir dælustöð á lóð Orkuveitu Reykjavíkur á Reynisvatnsheiði. Úrskurðarorð: Hafnað er kröfu kæranda um ógildingu ákvörðunar byggingarfulltrúans í Reykjavík frá 5. febrúar 2008, sem staðfest var í borgarráði hinn 7. febrúar s.á., um að veita byggingarleyfi fyrir dælustöð á lóð Orkuveitu Reykjavíkur á Reynisvatnsheiði.

19. Álfsnes, höfn og iðnaðarsvæði Mál nr. SN080399
Lagt fram minnisblað Skipulags- og byggingarsviðs, dags. 30. maí 2008 varðandi höfn og iðnaðar- og athafnasvæði á norðvestanverðu Álfsnesi vestan Sundabrautar.
Kynnt.

Hanna Birna Kristjánsdóttir og Guðrún Erla Geirsdóttir véku af fundinum kl. 10:30

Björk Vilhelmsdóttir tók sæti á fundinum kl. 10:40

20. Álfsnes, Sorpa, framtíðarvinnslusvæði Mál nr. SN070320
SORPA bs, Gufunesi, 112 Reykjavík
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 16. maí 2007 varðandi umsókn Sorpu bs. um lóð undir framtíðarvinnslusvæði fyrirtækisins í Álfsnesi. Einnig lagt fram minnisblað skipulags- og byggingarsviðs, dags. 30. maí 2008.
Kynnt.

Fundi slitið kl. 11:00.

Hanna Birna Kristjánsdóttir

Ólöf Guðný Valdimarsdóttir Snorri Hjaltason
Svandís Svavarsdóttir Stefán Benediktsson
Brynjar Fransson

Afgreiðsla byggingarfulltrúa samkv. reglugerð nr. 161/2005

Árið 2008, miðvikudaginn 18. júní kl. 13:00 eftir hádegi hélt byggingarfulltrúinn í Reykjavík 493. fund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn í fundarherberginu 4. hæð Borgartúni 3. Þessi sátu fundinn: Magnús Sædal Svavarsson, Sigrún Reynisdóttir, Þórður Búason, Bjarni Þór Jónsson, Björn Kristleifsson og Ásdís Baldursdóttir.
Fundarritari var Bjarni Þór Jónsson

Þetta gerðist:

Nýjar/br. fasteignir

1. Almannadalur 1-7 (05.865.701) 209396 Mál nr. BN038486
Hestamannafélagið Fákur, Vatnsendav Víðivöllum, 110 Reykjavík
Þorsteinn Óskar Þorsteinsson, Hraunbær 18, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innhússfyrirkomulagi í einingu 0101á fyrstu hæð ásamt tilfærslu glugga og hurða því samfara í hesthúsi á lóð nr. 7 í Almannadal.
Meðfylgjandi er bréf hönnuðar dags. 10.6.2008
Gjald kr. 7.300
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

2. Álagr.2,4/Grandav.37B (01.521.607) 197147 Mál nr. BN038470
Geir Gunnlaugsson, Álagrandi 2, 107 Reykjavík
Sigríður Anna Ellerup, Álagrandi 2, 107 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja staðsteypta bílageymslu með timburþaki á lóð nr. 4 A við Álagranda.
Samþykki meðeigenda er á teikningu.
Stærðir: 143 ferm., 515,8 rúmm.
Gjald kr. 7.300 + 37.653
Samþykkt. Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

3. Álfheimar 74 (01.434.301) 105290 Mál nr. BN038203
Álftárós ehf, Holtsgötu 49, 260 Njarðvík
Sótt er um breytingar á innra fyrirkomulagi 2 - 5 hæðar í húsinu á lóðinni nr. 74 við Álfheima
Meðfylgjandi er bréf frá hönnuðum dags. 22.apríl 2008 sem gerir grein fyrir breytingu á hlutverki hönnuða.
Gjald kr. 7.300
Samþykkt. Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

4. Ármúli 10 (01.290.101) 103754 Mál nr. BN038254
Smiðsás ehf, Kvistalandi 15, 108 Reykjavík
Krit ehf, Ármúla 10, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að skipta í tvo eignarhluta húseigninni á lóð nr. 10 við Ármúla.
Gjald kr. 7.300
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

5. Bergstaðastræti 14 (01.180.212) 101700 Mál nr. BN038244
Árni Sveinsson, Bergstaðastræti 14, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum á innra skipulagi 1. hæðar fjölbýlishússins á lóðinni nr. 14 við Bergstaðastræti.
Gjald kr. 7.300
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.

6. Bergstaðastræti 49 (01.186.009) 102220 Mál nr. BN038299
Árni Harðarson, Bergstaðastræti 49, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja tvennar svalir úr timbri sbr. fyrirspurn nr. BN037885 dags. 11.3.2008 við stofu á 1. hæð og svefnherbergi á þakhæð í einbýlishúsi á lóð nr. 49 við Bergstaðastræti.
Stækkun: Útigeymslur í B rýmum 9,2 ferm., 14,5 rúmm.
Samtals allt húsið: 178,2 ferm., 523,9 rúmm.
Gjald kr. 7.300grk til 27.06
Frestað.
Grenndarkynningu lýkur 27. júní 2008.

7. Bíldshöfði 10 (04.064.002) 110668 Mál nr. BN038105
Frjálsi fjárfestingarbankinn hf, Lágmúla 6, 108 Reykjavík
Lækjarhlíð ehf, Lágmúla 6, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja staðsteypta viðbyggingu til suðurs fyrir lyftu og stiga með tilheyrandi breytingu á innra skipulagi í atvinnuhúsnæðinu á lóð nr. 10 við Bíldshöfða.
Stærð stækkunar 48,2 ferm., 190,6 rúmm.
Gjald kr. 7.300 + 13.914
Frestað.Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Sérstök athylgi er vakin á athugasemd skipulagsstjóra um að hluti stigagangs sé utan byggingarreits.

8. Boðagrandi 9 (01.521.405) 105956 Mál nr. BN038449
Framkvæmda- og eignasvið Reykja, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja við og breyta innanhúss núverandi leikskóla Grandaborg á lóð nr. 9 við Boðagranda.
Meðfylgjandi er gátlisti yfir aðgengi og lóðarteikning.
Stærðir: Stækkun 212,2 ferm., 647,6 rúmm.
Samtals eftir stækkun 653,3 ferm., 2531,5 rúmm.
Gjald 7.300 + 47.275
Samþykkt. Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

9. Borgartún 26 (01.230.002) 102910 Mál nr. BN038482
Þyrping hf, Hátúni 2B, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi á 1. 3. og 5. hæð, og til að koma fyrir skiltum fyrir þjónustufyrirtæki á norður- og suðurhlið atvinnuhússins á lóð nr. 26 við Borgartún.
Gjald kr. 7.300
Frestað.
Vísað til athugasemda eldvarnareftirlits.

10. Borgartún 29 (01.218.103) 102775 Mál nr. BN038493
Þorkelson ehf, Þverárseli 16, 109 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að innrétta veitingastað á fyrstu hæð í atvinnuhúsi á lóð nr. 29 við Borgartún.
Gjald kr. 7.300
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

11. Borgartún 6 (01.220.002) 102778 Mál nr. BN036581
BS-eignir ehf, Kirkjustétt 2-6, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta eignamörkum og til að innrétta áður óinnréttað rými sem dansskóla á 3. hæð atvinnuhússins á lóðinni nr. 6 við Borgartún.
Málinu fylgir yfirlýsing brunahönnuðar dags. 2. ágúst 2007.
Gjald kr. 6.800
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

12. Breiðavík 2-6 (02.355.501) 173869 Mál nr. BN038480
Þuríður Hrund Hjartardóttir, Breiðavík 6, 112 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að loka bílskýli í húsinu Breiðavík 6.
Tvö ný bílastæði eru gerð við norðurhlið húsins.
Samþykki meðeigenda fylgir.
Stækkum 31,4 ferm og 147,4 rúmm
Gjald kr. 7.300 +10.760
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

13. Bræðraborgarstígur 21B (01.137.005) 100637 Mál nr. BN038484
Þröstur Ólafsson, Bræðraborgarstíg 21b, 101 Reykjavík
Þórunn Klemensdóttir, Bræðraborgarstíg 21b, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja yfir svalir á vesturgafli og gera herbergi þar á 2. hæð auk minni háttar breytinga á fyrirkomulagi innanhúss í tvílyfta einbýlishúsinu á steypta sökklinum frá 1916 á lóð nr. 21B við Bræðraborgarstíg.
Stærðir: Eftir stækkun 221,7 ferm., 697,5 rúmm.
Stækkun 65,8 rúmm.
Gjald kr. 7.300 + 4.803
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.

14. Bæjarflöt 2 (02.575.201) 179490 Mál nr. BN038492
Hagverk ehf, Bæjarflöt 2, 112 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja efnisgeymslu úr stáli og steinsteypu á lóð nr. 2 við Bæjarflöt.
Jafnframt er erindi BN038056 dregið til baka.
Stærðir: 80,4 ferm., 442,2 rúmm.
Gjald kr. 7.300
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Skipulagsferli ólokið.

15. Dalsel 1-17 (04.948.301) 113063 Mál nr. BN038215
Dalsel 15-17, húsfélag, Dalseli 17, 109 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að álklæða útveggi og loka svölum með gleri á fjölbýlishúsi á lóð nr. 15 og 17 við Dalsel.
(Dalsel 1- 17 er á einni lóð).
Meðfylgjandi er samþykki allra eigenda. Meðfylgjandi er einnig staðfesting frá byggingatæknifræðingi á gæðum útveggja dags. 5.5.2008. Sömuleiðis er meðfylgjandi bréf frá arkitekt dags. 10.6.2008.
Gjald kr. 7.300
Frestað.
Vísað til athugasemda eldvarnaeftirlits.

16. Eskihlíð 17 (01.701.311) 106997 Mál nr. BN038175
Framkvæmda- og eignasvið Reykja, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi og útliti og byggja nýtt anddyri norðvestan megin við leikskólann Hlíðaborg á lóðinni nr. 17 við Eskihlíð.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 13. júní 2008 fylgir erindinu.
Stækkun: 28 ferm., 88,3 rúmm.
Gjald kr. 7.300 + 6.446
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

17. Fiskislóð 31 (01.089.101) 209683 Mál nr. BN038344
Efrihlíð ehf, Þverási 25, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta minnháttar innra skipulagi miðað við nýlega samþykkt erindi nr. BN37631 þannig að inntaksrými verði fært frá vesturhlið yfir á austurhlið atvinnuhúsnæðins á lóð 31 við Fiskislóð.
Meðfylgjandi er staðfesting brunahönnuðar dags. 20. mai 2008.
Gjald kr. 7.300
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

Fiskislóð 38 (01.087.302) 177045 Mál nr. BN038260
Fiskkaup hf, Geirsgötu 11, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að stækka fiskverkunarhús til austurs miðað við nýlega samþykkt erindi nr. BN37809 þar sem sótt var um leyfi til að byggja nýtt fiskverkunarhús ásamt skrifstofum úr forsteyptum einingum á einni hæð sbr. jákvæða fyrirspurn BN37685 á lóðinni nr. 38 við Fiskislóð.
Stærð stækkunar 425,9 ferm., 3177,2 rúmm.
Gjald kr. 7.300 + 231.935
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

19. Freyjubrunnur 13 (02.695.705) 205729 Mál nr. BN038283
Þorvaldur Gunnlaugsson, Brúnás 15, 210 Garðabær
Sótt er um leyfi til að byggja úr staðsteypu tvílyft einbýlishús með einhalla timburþaki á lóð nr. 13 við Freyjubrunn.
Stærðir: 1. hæð íbúð 120,3 ferm., bílgeymsla 28 ferm. samtals 1. hæð 148,3 ferm. 2. hæð íbúð 148,1 ferm.,
Samtals íbúð 268,4 ferm.,
Allt húsið 296,4 ferm., 1,028 rúmm.
Gjald kr. 7.300 + 7.300 + 75.044
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

20. Gefjunarbrunnur 7 (02.695.203) 206007 Mál nr. BN038314
Gunnar Hannesson, Akurhvarf 14, 203 Kópavogur
Sótt er um leyfi til að byggja tvílyft, staðsteypt einbýlishús með innbyggðri bílgeymslu á lóðinni nr. 7 við Gefjunarbrunn.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 13. júní 2008 fylgir erindinu.
Stærð: 1. hæð íbúð 94,2 ferm., bílgeymsla 26,4 ferm., 2. hæð íbúð 155,5 ferm.
Samtals 276,1 ferm., 885,4 rúmm.
Gjald kr. 7.300 + 64.634
Frestað.
Málinu vísað að nýju til skipulagsstjóra.

21. Gerðarbrunnur 20-22 (05.056.404) 206055 Mál nr. BN038485
Steinar Karlsson, Víkurbakki 22, 109 Reykjavík
Kristján Hörður Steinarsson, Víkurbakki 22, 109 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja staðsteypt parhús á tveimur hæðum með innbyggðum bílgeymslum.
Stærðir: 1. hæð íbúð 216 ferm., 2. hæð íbúð 143,8 ferm., bílgeymslur 63,6 ferm.
Samtals: 423,4 ferm., 1544,4 rúmm.
Gjald kr. 7.300 +112.741
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

22. Granaskjól 42 (01.515.401) 105848 Mál nr. BN038463
Helga Sigurðardóttir, Granaskjól 42, 107 Reykjavík
Bragi Þorgrímur Ólafsson, Granaskjól 42, 107 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að gera verönd með skjólvegg sunnan við hús og að setja hurð úr stofu út á veröndina þar sem nú er gluggi í kjallara, íbúð 0001, íbúðarhúss frá 1955 á lóð nr. 42 við Granaskjól.
Meðfylgjandi er samþykki meðeigenda.
Gjald kr. 7.300
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.

23. Grenimelur 46 (01.524.307) 106042 Mál nr. BN038510
Anna Margrét Marinósdóttir, Búland 36, 108 Reykjavík
Hlynur Veigarsson, Reynimelur 76, 107 Reykjavík
Þórhalla Andrésdóttir, Reynimelur 76, 107 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að lækka um 53 cm. með því að lækka salarhæð efstu hæðar nýsamþykkts, BN035089, þríbýlishúss á lóð nr. 46 við Grenimel.
Jafnframt er erindi BN037089 dregið til baka.
Hús var samtals 631,3 ferm., 1938,5 rúmm., verður 631,3 ferm. og 1853,6 rúmm.
Minnkun: 84,9 rúmm.
Gjald kr. 7.300
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.

24. Grensásvegur 11 (01.461.102) 105666 Mál nr. BN038477
Sætrar ehf, Gerðhömrum 27, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að stækka geymslurými á norðurhlið kjallarahæðar í húsi á lóð nr. 11 við Grensásveg.
Stærðir: Stækkun 68,5 ferm., og 236,2 rúmm.
Stærðir eftir stækkun: 6.266,5 ferm., 24.892,3 rúmm.
Gjald kr. 7.300 + 17.243
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

25. Grettisgata 26 (01.190.001) 102339 Mál nr. BN038209
Gunnar Bragi Ólason, Grettisgata 26, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja viðbyggingu og stækka rishæð í einbýlishúsi frá 1903 á lóð nr. 26 við Grettisgötu.
Meðfylgjandi er bréf frá Húsafriðunarnefnd dags. 3. apríl 2008 og einnig frá Minjasafni Reykjavíkur dags. 30.5.2008
Stærðir: Íbúð fyrir stækkun 190,3 ferm., 517,3 rúmm., stækkun 48,5 ferm., 146,2 rúmm.
samtals 238,8 ferm., 663,5 rúmm.
Gjald kr. 7.300 + 10.695
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

26. Hafnarstræti 17 (01.118.502) 100098 Mál nr. BN038462
Skjöldur ehf, Jökulgrunni 23, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að rífa skúra við norðurhlið gamla hússins á lóð nr. 17 við Hafnarstræti.
Gjald kr. 7.300
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

27. Hafnarstræti 20 (00.000.000) 100836 Mál nr. BN038404
Landsbankinn fasteignafélag ehf, Austurstræti 11, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að innrétta gestastofu vegna Tónlistar- og ráðstefnuhúss á 4. hæð, setja svalir og flóttastiga frá þeim og glugga í norður, allt tímabundið til 2011 í húsi á lóð nr. 20 við Hafnarstræti.
Meðfylgjandi: Bréf dags. 8.2.2008. Svar við fyrirspurn nr. BN037745 dags. 13.2.2008. Bréf 17.3.2008. Svar 19.3.2008. Bréf til byggingafulltrúa dags. 26.5.2008. Úttekt varðandi brunavarnir dags. 27.5.2008. Hönnun, teikningar og ljósmyndir dags. 27.5.2008, ásamt bréfi Framkvæmdasviðs dags. 25. febrúar 2008.
Gjald kr. 7.300
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
Þinglýsa skal yfirlýsingu um tímabundna breytta notkun til júli 2011.

28. Hátún 2B (01.223.202) 102907 Mál nr. BN038481
Landic Ísland ehf, Kringlunni 4-12, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til breytinga á húsinu Hátún 2b.
Gluggar eru stækkaðir og innra fyrirkomulagi breytt sbr. byggingarleyfi BN034699
Gjald kr 7.300
Frestað.
Vísað til athugasemda eldvarnaeftirlits.

29. Heiðargerði 31 (01.801.107) 107615 Mál nr. BN038496
Viktor Guðmundsson, Heiðargerði 31, 108 Reykjavík
Margrét Dröfn Óskarsdóttir, Heiðargerði 31, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að hækka þak, stækka efri hæð út á svalir og breyta innra skipulagi efri hæðar í einbýlishúsi á lóð nr. 31 við Heiðargerði.
Stærðir: 1. hæð íbúð 81 ferm., bílgeymsla 28 ferm. samt. 1. hæð 109 ferm., 2. hæð íbúð 65,3 ferm. samtals íbúð 146,3 ferm., Samtals allt húsið 174,3 ferm., xxxx rúmm.
Gjald kr. 7.300 + xxxx
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

30. Kaplaskjólsvegur 60 (01.517.115) 105914 Mál nr. BN038398
Sigurbjörn Einarsson, Kaplaskjólsvegur 60, 107 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja við einbýlishús, steypa tröppur og kjallara og smíða efri hæð úr timbri, á lóð nr. 60 við Kaplaskjólsveg.
Málið var grenndarkynnt og samþykki hagsmunaaðila liggur fyrir.
Stærðir: Kjallari 86,6 ferm., efri hæð 91,1 ferm.,
samtals 177,7 ferm., 480,7 rúmm.
Stækkun xx ferm., xxx rúmm.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

31. Keilufell 16 (04.677.302) 112259 Mál nr. BN038249
María Jóhannsdóttir, Keilufell 16, 111 Reykjavík
Arngrímur V Angantýsson, Keilufell 16, 111 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að fjarlægja núverandi bílskýli, byggja úr timbri bílgeymslu og geymslu, auk þess stofu út úr suðurhlið, stofu, kvist og svalir á 2. hæð og kvist á norðurþak við einbýlishús á lóð nr. 16 við Keilufell.
Meðfylgjandi er fyrirspurn BN037667, sem svarað var jákvætt 5.2.2008
Stækkun: Íbúðarhús 33,1 ferm., 72,3 rúmm., bílskúr 56 ferm., 169,4 rúmm.
Samtals stækkun 79,5 ferm., 217,7 rúmm.
Samtals allt húsið eftir stækkun: 222,3 ferm., 641,9 rúmm.
Gjald kr. 7.300 + 15.892
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

32. Krókháls 5-5G (04.323.401) 111039 Mál nr. BN037872
Njála ehf, Arnarhöfða 7, 270 Mosfellsbær
Sótt er um leyfi fyrir áður gerðu innra fyrirkomulagi þriðju hæðar þar sem hæðinni er skipt í tvær einingar einnig að koma fyrir þakgluggum á atvinnuhúsnæðinu á lóðinni nr. 5 við Krókháls.
Gjald kr. 7.300
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

33. Lambasel 10 (04.998.105) 200759 Mál nr. BN038316
Hjálmar Örn Jóhannsson, Gvendargeisli 50, 113 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að samræma teikningar í verklok á einbýlishúsi á lóð nr. 10 við Lambasel.
Gjald kr. 7.300
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

34. Langagerði 98 (01.833.008) 108578 Mál nr. BN038328
Guðmundur Einarsson, Langagerði 98, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta þaki bílgeymslu við einbýlishúsið á lóð nr. 98 við Langagerði.
Málinu fylgir samþykki lóðarhafa aðliggjandi lóða áritað á uppdrátt og umboð lóðarhafa Langagerðis 98, dags. 26. júní 2007.
Gjald kr. 7.300
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.

35. Langholtsvegur 168 (01.441.308) 105462 Mál nr. BN038361
Gunnlaug Kristín Ingvadóttir, Langholtsvegur 168, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að setja svalir á tvíbýlishús á lóð nr. 168 við Langholtsveg.
Gjald kr. 7.300
Frestað.
Grenndarkynningu er ólokið.

36. Langholtsvegur 176 (01.445.101) 105554 Mál nr. BN037643
Grétar Jón Elfarsson, Langholtsvegur 176, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta áður sameign sumra, einingu 0006, og sameiginlegum rýmum einingu 0007 og 0008, í séreign einingu 0102 með tilheyrandi breytingu á risíbúð í þríbýlishúsinu á lóð nr. 176 við Langholtsveg.
Samþykki meðeigenda fylgir erindinu áritað á teikningar dags. 4. maí 2008.
Gjald kr. 7.300
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst til þess að samþykktin öðlist gildi.

37. Langholtsvegur 89 (01.410.021) 104982 Mál nr. BN038403
Helga Leifsdóttir, Langholtsvegur 89, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta atvinnuhúsnæði í íbúð á 1. hæð og kjallara ásamt stúdioíbúð á 1. hæð í húsinu Langholtsvegur 89.
Gjald kr. 7.300.
Frestað.
Vísað til athugasemda eldvarnaeftirlits.

38. Laugav 22/Klappars 33 (01.172.201) 101456 Mál nr. BN038237
Átt-kaup ehf, Stekkjarseli 9, 109 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta tröppu, bæta inn vegg og hurð, á 1. hæð í veitingahúsi á lóð nr. 22 við Laugaveg.
Gjald kr. 7.300
Frestað.
Vísað til athugasemda eldvarnaeftirlits.

39. Laugavegur 18 (01.171.501) 101417 Mál nr. BN038490
Kaupangur eignarhaldsfélag ehf, Hlíðasmára 2, 201 Kópavogur
Sótt er um leyfi til fjölga eignarhlutum, að færa anddyrishurð og til að opna yfir í hús nr. 18b á 1. hæð hússins á lóð nr. 18 við Laugaveg.
Erindi fylgir samþykki eins meðeiganda dags. 10. júní 2008 og kaupsamningur dags. 2. október 2007.
Gjald kr. 7.300
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

40. Laugavegur 18B (01.171.502) 101418 Mál nr. BN038491
Laugaverk ehf, Tjarnastíg 20, 170 Seltjarnarnes
Sótt er um leyfi til að opna yfir í hús nr. 18 á 1. hæð, til að gera viðeigandi breytingar á eldvörnum, og til að breyta #GLgistirými 0401#GL í íbúð 0401á 4. hæð hússins á lóð nr. 18 við Laugaveg.
Gjald kr. 7.300
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

41. Lágmúli 9 (01.261.303) 103509 Mál nr. BN038487
Lágmúli 9 ehf, Suðurlandsbraut 30, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til breytinga á innra fyrirkomulagi 2. til 6. hæðar atvinnuhússins á lóð nr. 9 við Lágmúla.
Erindi fylgir brunahönnun frá Línuhönnun dags. 10. mars 2008.
Gjald kr. 7.300
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

42. Láland 1-7 (01.874.001) 108831 Mál nr. BN038494
Margrét Gunnarsdóttir, Dalhús 85, 112 Reykjavík
Haukur Oddsson, Dalhús 85, 112 Reykjavík
Sótt er um leyfi til fella niður kjallara í nýsamþykktu, BN038150, einbýlishúsi nr. 3 á lóð nr. 1-7 við Láland.
Minnkun kjallara: 95,9 ferm., 257 rúmm.
Gjald kr. 7.300
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

43. Logafold 13 (02.875.601) 110400 Mál nr. BN038413
Kolbeinn Pálsson, Logafold 13, 112 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja garðskála úr gluggakerfi og með tvöföldu gleri sbr. fyrirspurn nr. BN038308 dags. 13.5.2008 við einbýlishús á lóð nr. 13 við Logafold.
Stærðir: Íbúðarhús 133,2 ferm., bílskúr 63,9 ferm., garðskáli 30,3 ferm. 77 rúmm. Samtals eftir stækkun 227,4 ferm. 882,5 rúmm.
Gjald kr. 7.300 + 5.621
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

44. Neshagi 14 (01.542.213) 106390 Mál nr. BN038414
Oddur Malmberg, Neshagi 14, 107 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja svalaskýli úr gluggapóstakerfi með tvöföldu gleri og léttar svalir ofan á þak sbr. fyrirspurn BN038141 dags. 29.4.2008 á 3. hæð fjölbýlishúss á lóð nr. 14 við Neshaga.
Meðfylgjandi er samþykki meðeigenda á teikn. dags. 11.4.2008, meðfylgjandi er einnig bréf frá skipulagsstjóra dags. 28.4.2008
Stærðir: Svalahýsi 25 ferm., 70,8 rúmm., nýjar svalir 8 ferm.
Gjald kr. 7.300 + 5.168
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

45. Ólafsgeisli 20 - 28 (04.126.601) 186347 Mál nr. BN038103
Jóhann Hákonarson, Ólafsgeisli 20, 113 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir svalalokun á neðri hæð ásamt því að fjarlægja hringstiga milli hæða í tvíbýlishúsinu á lóð nr. 20 við Ólafsgeisla.
Stærð svalalokunar 8,5 ferm. xx rúmm.
Meðfylgandi er samþykki meðlóðarhafa og aðliggandi lóðarhafa lóðanna nr. 22-24-26-og 28 við Ólafsgeisla.
Gjald kr. 7.300 + xx
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra og spurt hvort eignarhald á rými 0101 geti verið tengt eign 0301 af skipulagsástæðum.

46. Rauðavað 1-3 (04.773.103) 198530 Mál nr. BN038473
Þórtak ehf, Brúnastöðum 73, 112 Reykjavík
Erling Árnason, Rauðavað 1, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að hita upp köld stigahús með venjulegu ofnakerfi og loftræsa í fjölbýlishúsum á lóðum nr. 1 - 3 við Rauðavað.
Meðfylgjandi eru yfirlýsingar frá stjórnum viðkomandi húsfélaga. Sömuleiðis bréf til Byggingarfulltrúaembættisins dags. 7.12.2007 og svar þess dags. 10.1.2008.
Gjald kr. 7.300
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.

47. Rauðavað 5-11 R (04.773.104) 198542 Mál nr. BN038474
Þórtak ehf, Brúnastöðum 73, 112 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að hita upp köld stigahús með venjulegu ofnakerfi og loftræsa í fjölbýlishúsum á lóðum nr. 5 - 11 við Rauðavað.
Meðfylgjandi eru yfirlýsingar frá stjórnum viðkomandi húsfélaga. Sömuleiðis bréf til Byggingarfulltrúaembættisins dags. 7.12.2007 og svar þess dags. 10.1.2008.
Gjald kr. 7.300
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.

48. Sigtún 27 (01.364.209) 104629 Mál nr. BN038468
Ellert Berg Guðjónsson, Birkimelur 8a, 107 Reykjavík
Svanfríður Helgadóttir, Birkimelur 8a, 107 Reykjavík
Sótt er um leyfi til innaníbúðarbreytinga með tilheyrandi breytingu burðarvirkis í íbúð 0101 í íbúðarhúsi á lóð nr. 27 við Sigtún.
Samþykki meðeigenda fylgir með á teikningu.
Gjald kr. 7.300
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

49. Sjafnarbrunnur 2 (05.053.702) 206140 Mál nr. BN038479
Frjálsi fjárfestingarbankinn hf, Lágmúla 6, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til minni háttar breytinga á gluggum, veggjaþykktum og kótum nýsamþykkts, BN037943, fjölbýlishúss á lóð nr. 2 við Sjafnarbrunn.
Gjald kr. 7.300
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

50. Skúlagata 40 (01.154.401) 101132 Mál nr. BN038302
Ylfa Carlsson Brynjólfsdóttir, Grandavegur 45, 107 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir minnháttar breytingu á innra skipulagi þannig að í stað nudd og hárgreiðslu verði nudd og baðstofa með veitingasölu í einingu 0201 í fjöleignahúsinu á lóð 40 við Skúlagötu.
Meðfylgandi eru upplýsingar vegna samstarfssamnings og sameign fyrir eininguna frá aðlhönnuði.
Meðfylgjandi er einnig pölvupóstur Guðmundar Kristjánssonar hrl. dags.28.5.2008. Sömu leiðis er meðfylgjandi uppdráttur, sem sýnir skiptingu húsnæðisins í samnýtiflöt og sérnýtiflöt tveggja fyrirtækja.
Gjald kr. 7.300
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

51. Spöngin 9-31 (02.375.201) 177193 Mál nr. BN038489
Landic Ísland ehf, Kringlunni 4-12, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innra fyrirkomulagi í kaffihúsi í rými 03-0106 í verslunarhúsi á lóð nr. 21 við Spöng.
Gjald kr. 7.300
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

52. Súðarvogur 44-48 (01.454.405) 105643 Mál nr. BN038475
Vignir Jóhannsson, Miðbraut 1, 170 Seltjarnarnes
Elliðabrú, fasteignafélag ehf, Súðarvogi 46, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta eignarhaldi á rýmum á 1. hæð atvinnuhússins á lóð nr. 44-48 við Súðarvog.
Samþykki meðeigenda árituð á uppdrátt.
Gjald kr. 7.300
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

53. Trönuhólar 1 (04.649.601) 112008 Mál nr. BN038488
Félagsmálaráðuneyti, Tryggvag Hafnarhúsi, 150 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að sameina tvo matshluta í einn, gera breytingar á lóðarskipulagi, innra skipulagi og lítillega á útliti sambýlisins í húsi á lóð nr. 1 við Trönuhóla.
Gjald kr. 7.300
Frestað.
Vísað til athugasemda eldvarnaeftirlits.

54. Vatnsveituvegur 4 (04.767.701) 189504 Mál nr. BN038478
Dýraspítalinn í Víðidal ehf, Vatnsveituvegi 4, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir óupphitað skýli úr timburgrind á stálsúlum á steyptri plötu fyrir dýrabrennsluofn (hræ) við dýraspítalann á lóð nr. 4 við Vatnsveituveg.
Stærðir 15,6 ferm., xxx rúmm.
Gjald kr. 7.300 + xxxx
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

55. Ystasel 17 (04.930.004) 112804 Mál nr. BN038309
Ólafur M Haakansson, Ystasel 17, 109 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja svalaskýli (gróðurskála, tvöfalt gler og einangraðar plötur) á svalir á norðausturhlið einbýlishúss á lóð nr. 17 við Ystasel.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 30. maí 2008 fylgir erindinu.Stærðir: 12,2 ferm., 30,9 rúmm.
Gjald kr. 7.300 + 2.255
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

56. Þingholtsstræti 30 (01.183.502) 101980 Mál nr. BN038406
Þingholtsstræti 30,húsfélag, Þingholtsstræti 30, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að endurbyggja sólskála, stækka kvisti og svalir og breyta gluggum í Þingholtsstræti 30. Samþykki meðeigenda fylgir erindinu.
Útskrift úr gerðabók embættisafgeiðslufundar skipulagsstjóra frá 6. júní 2008 fylgir erindinu.Gjald kr 7.300.
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

57. Þingvað 29 (04.791.304) 201483 Mál nr. BN038348
Fasteignafélagið Hlíð ehf, Lágmúla 6, 108 Reykjavík
Tómas Ingi Tómasson, Rauðavað 21, 110 Reykjavík
Helga Lund, Rauðavað 21, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja staðsteypt einbýlishús á tveimur hæðum með innbyggðri bílgeymslu á lóð nr. 29 við Þingvað.
Málinu fylgir heimild lóðarhafa til að leggja inn teikningar dags. 20. maí 2008 ásamt úrskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 6. júní 2008.Stærð: 1. hæð íbúð 237,8 ferm., bílgeymsla 33,1 ferm., 2. hæð íbúð 40,6 ferm., þakrými xx ferm..
Samtals: 311,5 ferm., 1.184 rúmm.
Gjald kr. 7.300 + 86.432
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

58. Þingvað 31 (04.791.303) 201480 Mál nr. BN038153
Þórður Birgir Bogason, Móvað 47, 110 Reykjavík
Guðmundur Kristinsson ehf, Gerðhömrum 27, 112 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja einbýlishús, að hluta á tveimur hæðum, úr forsteyptum einingum með innbyggðri bílgeymslu á lóðinni nr. 31 við Þingvað.
Stærð: 1. hæð íbúð 224,7 ferm., bílgeymsla 25,6 ferm., 2. hæð 35,1 ferm.
Samtals 285,4 ferm., 1400,3 rúmm.
Gjald kr. 7.300 + 102.222
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

59. Þorláksgeisli Mál nr. BN038513
Íþrótta- og tómstundaráð Rvíkur, Bæjarhálsi 1, 110 Reykjavík
ÍTR sækir um stöðuleyfi fyrir 27 ferm vinnuskúr við enda Þorláksgeisla milli nr. 35 og 43.
Skúrnum er ætlað að vera afdrep fyrir börn sem stunda íþróttir og leiki á vegur Fram í Leirdal.
Notkunartími 1. júní - 1. september árlega meðan Fram nýtir svæðið.
Málinu fylgir bréf dags. 4. júní 2008.
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.

60. Þverholt 11 (01.244.108) 180508 Mál nr. BN038451
Þverholt 11 ehf, Suðurlandsbraut 52, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til breytinga á á innra skipulagi nýútgefins byggingaleyfis, BN035760, vegna íbúðar- og atvinnuhússins á lóð nr. 11 við Þverholt.
Gjald kr. 7.300
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst fyrir útgáfu á byggingarleyfi.

Ýmis mál

61. Hólmgarður 6 (01.818.203) 108191 Mál nr. BN038512
Snæbjörn Reynisson, Hólmgarður 6, 108 Reykjavík
Ofanritaður sækir um ógildingu á byggingarleyfi BN033500 sem samþykkt var 30. maí 2006.
Málinu fylgir bréf dags. 11. júní 2008.
Samþykkt að fella leyfið úr gildi.

62. Meistari - Stálvirkjameistari Mál nr. BN038506
Vilhjálmur Óskarsson, Fagrihjalli 26, 200 Kópavogur
Ofanritaður sækir um staðbundna löggildingu sem stálvirkjameistari m.v.t. ákvæða gr. 37.2 í byggingarreglugerð nr. 441/1998.
Málinu fylgir afrit af meistarabréfi dags. 31. maí 1979.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Staðbundin réttindi m.v.t. gr. 37.2 í byggingarreglugerð nr. 441/1998 og bréfs Umhverfisráðuneytisins dags. 25. nóvember 2005.

63. Meistari - Húsasmíðameistari Mál nr. BN038505
Vigfús K Vigfússon, Bæjartún 9, 355 Ólafsvík
Ofanritaður sækir um staðbundna löggildingu sem húsasmíðameistari m.t.v. ákvæða gr. 37.2 í byggingarreglugerð nr. 441/1998.
Málinu fylgir bréf byggingarfulltrúa Snæfellsbæjar dags. 9. júní 2008 og afrit meistarabréfs dags. 21. desember 1949.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Staðbundin réttindi m.v.t. gr. 37.2 í byggingarreglugerð nr. 441/1998.

Fyrirspurnir

64. Bergþórugata 21 (01.190.217) 102420 Mál nr. BN038446
Samhugur ehf, Langagerði 116, 108 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að hækka hús, gera kvisti og innrétta íbúð í risi, byggja svalir og útbyggingar á öllum hæðum fjölbýlishússins á lóð nr. 21 við Bergþórugötu.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 13. júní 2008 fylgir erindinu.
Nei.
Samræmist ekki núgildandi deiliskipulagi.

65. Fossagata 11 (01.636.607) 106724 Mál nr. BN038425
Rannveig Þorvaldsdóttir, Fossagata 11, 101 Reykjavík
Þrúður Arna Briem Svavarsdóttir, Fossagata 11, 101 Reykjavík
Spurt hvort stækka megi bílskúr til vesturs og tengja hann íbúðarhúsinu á lóðinni nr. 11 við Fossagötu.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 13. júní 2008 fylgir erindinu.
Nei.
Samræmist ekki núgildandi deiliskipulagi.

66. Hólmgarður 1 (01.818.009) 108166 Mál nr. BN038471
Sigrún Alda Kjærnested, Hólmgarður 1, 108 Reykjavík
Spurt er hvort byggja megi 15 - 18 ferm. geymsluskúr fyrir hverja íbúð á lóðunum nr. 1 - 3 við Hólmgarð.
Nei.
Deiliskipulag heimilar mest 11 fm/íbúð.
Sækja verður um byggingarleyfi.

67. Hólmgarður 3 (01.818.010) 108167 Mál nr. BN038472
Sigrún Alda Kjærnested, Hólmgarður 1, 108 Reykjavík
Spurt er hvort byggja megi 15 - 18 ferm. geymsluskúr fyrir hverja íbúð á lóðunum nr. 1 - 3 við Hólmgarð.
Nei.
Deiliskipulag samþykkir mest 11 fm/íbúð.
Sækja veður um byggingarleyfi.

68. Hvammsgerði 12 (01.802.409) 107703 Mál nr. BN038461
Erlingur Þorsteinsson, Hvammsgerði 12, 108 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að byggja ofan á bílskúr, gera skjólvegg úr gleri við anddyri og hvort samþykki fengist fyrir íbúð í kjallara einbýlishússins á lóð nr. 12 við Hvammsgerði.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.

69. Hæðargarður 8 (01.818.004) 108161 Mál nr. BN038433
Gunnlaugur Sveinn Ólafsson, Hæðargarður 8, 108 Reykjavík
Spurt er hvort skipta megi þvottahúsi í sameign í tvo séreignarhluta, hvort skipta megi sameiginlegri lóð í tvo séreignarhluta og hvort byggja megi eitt bílastæði á lóð.
Jákvætt að skipta upp þvottahúsi og gera eitt bílastæði á lóð.
Ekki verður heimilað að skipta lóð upp.
Sækja skal um byggingarleyfi vegna skiptingar þvottahúss og bílastæðis.

70. Klapparstígur 14 (01.151.504) 101009 Mál nr. BN038369
Ásgeir Einarsson, Klapparstígur 14, 101 Reykjavík
Spurt er um leyfi til að setja afgirtar svalir ofan á þak hússins Klappastígur 14, sem tengist svölum með hringstiga
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 13. júní 2008 fylgir erindinu.
Nei.
Er ekki í samræmi við heimildir í gildandi deiliskipulagi.

71. Laugavegur 25 (01.172.012) 101434 Mál nr. BN038476
Stefán Arason, Helluvað 7, 110 Reykjavík
Spurt er hvort leyfi fáist til að breyta núverandi verslunarhúsnæði í matsölustað með opnunartíma frá kl 11 - 23 (á 1. hæð væntanlega) í húsi á lóð nr. 25 við Laugaveg.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.

72. Njálsgata 26 (01.190.201) 102404 Mál nr. BN038389
Auður Bergsteinsdóttir, Hulduland 42, 108 Reykjavík
Dalaskógur,skógræktarfélag, Langholtsvegi 135, 104 Reykjavík
Spurt er hvort breyta megi skráðu atvinnuhúsnæði í íbúðir á jarðhæð 0001 og 0002 í húsi á lóð nr. 26 við Njálsgötu.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 13. júní 2008 fylgir erindinu.
Nei.
Með vísan til útskriftar skipulagsstjóra frá 13. júní 2008.

73. Sigtún 59 (01.365.215) 104697 Mál nr. BN038400
Jóhann Jónmundsson, Sigtún 59, 105 Reykjavík
Spurt er um hvort leyft verði að hafa 2 þegar byggða skúra (dúkkuhús og verkfæraskúr) á lóðinni Sigtún 59. Stærðir eru ótilgreindar.
Samþykki meðlóðarhafa dagsett 21. maí 2008 fylgir.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 13. júní 2008 fylgir erindinu.
Jákvætt vegna staðsetningar á dúkkuhúsi en byggingu verkfæraskúrs synjað með vísan til útskriftar skipulagsstjóra.

74. Skipasund 15 (01.356.304) 104380 Mál nr. BN038465
Helga Finnsdóttir, Skipasund 15, 104 Reykjavík
Spurt er hvort byggja megi við núverandi dýralækningastofu. Samþykki nágranna fylgir.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.

75. Sogavegur 76 (01.815.003) 107954 Mál nr. BN038459
Grétar J Guðmundsson, Sogavegur 76, 108 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að byggja kvist á norðurþekju einbýlishússins á lóð nr. 76 við Sogaveg.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.

76. Stýrimannastígur 10 (01.135.406) 100484 Mál nr. BN038483
Yngvi Daníel Óttarsson, Stýrimannastígur 10, 101 Reykjavík
Spurt er hvort byggja megi nýja 68,8 ferm. bílageymslu í stað núverandi 43,1 ferm. geymslu (öfugt í texta) á lóð nr. 10 við Stýrimannastíg.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.

77. Vesturvallagata 2 (01.134.506) 100390 Mál nr. BN038524
Hadda Sigríður Þorsteinsdóttir, Vesturvallagata 2, 101 Reykjavík
Ofanrituð spyr hvort leyft verði að gera tvö bílastæði inn á lóð hússins nr. 2 við Vesturvallagötu.
Málinu fylgir bréf fyrirspyrjanda dags. 13. júní 2008 ásamt útprentun úr Borgarsjá.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.

Fundi slitið kl. 15:55.

Magnús Sædal Svavarsson
Sigrún Reynisdóttir Þórður Búason
Bjarni Þór Jónsson Björn Kristleifsson
Ásdís Baldursdóttir