Umhverfis- og skipulagsráð - og skipulagsráð

Umhverfis- og skipulagsráð

Skipulagsráð

Ár 2008, miðvikudaginn 11. júní kl. 09:00, var haldinn 138. fundur skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 3, 4. hæð. Viðstaddir voru: Hanna Birna Kristjánsdóttir, Ólöf Guðný Valdimarsdóttir, Kristján Guðmundsson, Snorri Hjaltason, Svandís Svavarsdóttir, Stefán Benediktsson, Oddný Sturludóttir og áheyrnarfulltrúi Brynjar Fransson. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Magnús Sædal Svavarsson, Ágúst Jónsson og Elín Ósk Helgadóttir. Auk þess gerðu eftirtaldir embættismenn grein fyrir einstökum málum: Jóhannes S. Kjarval, Bragi Bergsson og Björn Axelsson.
Fundarritari var Helga Björk Laxdal.

Þetta gerðist:

(A) Skipulagsmál

1. Afgreiðslufundir skipulagsstjóra Reykjavíkur. Mál nr. SN010070
fundargerð
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar skipulagsstjóra Reykjavíkur 6. júní 2008.

2. Lækjargata 12. (01.141.2) Mál nr. SN080082
breyting á deiliskipulagi Kvosarinnar
Eignarhaldsfélagið Fasteign hf, Bíldshöfða 9, 110 Reykjavík
THG Arkitektar ehf, Faxafeni 9, 108 Reykjavík
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Eignarhaldsfélagsins Fasteignar hf. dags. 10. apríl 2007 um breytingu á deiliskipulagi Kvosarinnar vegna lóðarinnar nr. 12 við Lækjargötu skv. uppdráttum teiknistofu Halldórs Guðmundssonar, dags. 3. febrúar 2008, breytt 18. mars 2008. Í tillögunni er gert ráð fyrir nýbyggingu á lóðinni og sameiningu lóðanna Lækjargata 12 og Vonarstræti 4 og 4B. Einnig er lagt fram minnisblað skipulagsstjóra dags. 19. mars 2008. Tillagan var auglýst frá 21. apríl til og með 3. júní 2008.
Athugasemdir bárust frá eftirtöldum aðilum: Karl Steingrímsson fh. Kirkjuhvols dags. 15. maí 2008, Sigurður Sigurðarson f.h. Eignasögu ehf., dags. 23. maí 2008, Inga Sigurjónsdóttir f.h. Eignasögu ehf., dags. 2. júní 2008,Hallfríður Jakobsdóttir, Herbert Haraldsson, Hólmfríður Garðarsdóttir og Karl Sólnes Jónsson dags. 2. júní 2008, Emma Furuvik, dags. 3. júní 2008, Kári Halldór f.h. íbúasamtaka Reykjavíkur, dags. 3. júní 2008.
Athugasemdir kynntar.
Frestað.

3. Laugardalur, Þróttur. (01.39) Mál nr. SN070035
breyting á deiliskipulagi, uppbygging vallarmála
Íþrótta- og tómstundaráð Rvíkur, Bæjarhálsi 1, 110 Reykjavík
Á fundi skipulagsstjóra 6. júní 2008 lagt fram bréf sviðsstjóra ÍTR, dags. 16. janúar 2007, varðandi erindi Knattspyrnufélagsins Þróttar, dags. 12. desember 2006 um breytingu á deiliskipulagi Þróttarsvæðis í Laugardal. Einnig er lagt fram bréf Íþrótta og tómstundaráðs, dags. 23. nóvember 2007 ásamt uppdrætti dags. október 2007.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu.
Vísað til borgarráðs.

4. Víðidalur, Fákur. (04.76) Mál nr. SN080409
breyting á deiliskipulagi
Á fundi skipulagsstjóra 6. júní 2008 var lögð fram tillaga Landslags, dags. 6. júní 2008 að breytingu á deiliskipulagi Fákssvæðis í Víðidal.
Kynnt.
Frestað.

(B) Byggingarmál

5. Afgreiðslufundundur byggingarfulltrúa. Mál nr. BN038464
Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð nr. 492 frá 10. júní 2008.

6. Sæmundargata 2. Mál nr. BN038409
skilti
Háskóli Íslands, Suðurgötu, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að reisa skilti fyrir Háskóla Íslands við Suðurgötu og Sæmundargötu, Einnig við Stakkahlíð vegna KHÍ.
Gjald kr. 7.300
Samþykkt. Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.

7. Sörlaskjól 24. (01.532.015) Mál nr. BN037865
hækkun ports, kvistir o.fl.
Jón Garðar Guðmundsson, Tómasarhagi 51, 107 Reykjavík
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 22. apríl 2008 þar sem sótt erum leyfi til að hækka hús, byggja tvo nýja kvisti, breyta kvisti og gluggum sem fyrir eru, stækka svalir, grafa frá kjallara og breyta innra skipulagi einbýlishússins á lóðinni nr. 24 við Sörlaskjól.
Erindinu fylgir bréf hönnuðar dags. 26. febrúar 2008
og 15. apríl 2008, ásamt útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 7. mars 2008 og umsögn skipulagsstjóra dags. 7. mars 2008.
Ennfremur bréf hönnuðar dags. 11. mars 2008 og yfirlýsing burðarvirkishönnuðar dags. sama dag.
Stækkun húss: 47 ferm., 160 rúmm. Gjald kr. 7.300 + 11.680Grenndarkynningin stóð frá 2. maí til og með 30. maí 2008. Eftirtaldir sendu inn athugasemdir:
Einar T. Einarsson Ægissíðu 117 dags. 29. maí, Karl Már Einarsson Sörlaskjóli 26 dags. 29. maí 2008. Einnig lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 7. mars 2008.
Ráðið gerir ekki athugasemdir við að byggingarleyfi verði gefið út þegar uppdrættir hafa verið lagfærðir.
Vísað til fullnaðarafgreiðslu byggingarfulltrúa.

8. Urðarbrunnur 22. (05.056.208) Mál nr. BN038246
nýbygging
Trausti Hafsteinsson, Breiðavík 35, 112 Reykjavík
Jumara Rocha Fortes, Breiðavík 35, 112 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja staðsteypt einbýlishús á þremur pöllum með innbyggðri bílgeymslu, blandað sléttu og bogadregnu þakformi á lóðinni nr. 22 við Urðarbrunn.
Samþykki aðliggandi úthlutaðra lóða eru á uppdrætti dags. 29. apríl 2008.
Stærð íbúðar 1. hæð 105,2 ferm. íbúð 2. hæð 103,5 ferm., bílgeymsla 32,8 ferm. Samtals 241,5 ferm., 811,6 rúmm.
Gjald kr. 7.300 + 59.246
{Samþykkt. }
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

(C) Fyrirspurnir

9. Kjalarnes, Fitjakot. Mál nr. SN070677
(fsp) vinnubúðir
Eykt hf, Skúlagötu 63, 105 Reykjavík
Á fundi skipulagsstjóra 26. október 2007 var lögð fram fyrirspurn forstjóra Eyktar hf, dags. 24. október 2007, um leyfi til að reisa vinnubúðir fyrir allt að 50 manns á landareigninni Fitjakoti og fá stöðuleyfi fyrir þær til næstu fimm ára. Erindinu var vísað til umsagnar Umhverfissviðs og veiðifélags Leirvogsár.Nú lagt fram að nýju ásamt umsögn Umhverfissviðs, dags. 7. nóv. 2007 og veiðifélags Leirvogsár dags. 6. maí 2008. Erindinu var vísað til umsagnar í austurteymi arkitekta hjá skipulagsstjóra og er nú lagt fram að nýju. Einnig lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 22. maí 2008.
Neikvætt með vísan til framlagðra umsagna.

10. Starhagi. (01.555) Mál nr. SN080364
æfingasvæði KR
Knattspyrnufélag Reykjavíkur, Frostaskjóli 2, 107 Reykjavík
Á fundi skipulagsstjóra 23. maí 2008 var lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 15. maí 2008,ásamt erindi framkvæmdastjóra KR frá 9. s.m. varðandi breytingar og umbætur á æfingasvæði við Starhaga. Borgarráð samþykkti að vísa erindinu til íþrótta- og tómstundaráðs, umhverfis- og samgönguráðs og skipulagsráðs.
Erindinu var vísað til meðferðar umhverfisstjóra skipulags- og byggingarsviðs og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn umhverfisstjóra skipulags- og byggingarsviðs dags. 6. júní 2008.
Ekki eru gerðar athugasemdir við erindið með vísan til skilyrða í umsögn umhverfisstjóra.

(D) Ýmis mál

11. Miðborgarvakt skipulagsráðs, Mál nr. SN080387
Laugavegur 4-6

12. Fegrunarviðurkenningar Reykjavíkur. Mál nr. SN030308
skipan fulltrúa
Skipan fulltrúa í vinnuhóp sem gerir tillögu að viðurkenningum fyrir lóðir fjölbýlishúsa og fyrirtækja/stofnana og uppgerð eldri húsa árið 2008.
Samþykkt að Þórólfur Jónsson deildarstjóri garðyrkjudeildar og Bragi Bergsson starfsmaður skipulags- og byggingarsviðs skipi vinnuhóp varðandi lóðir fjölbýlishúsa og fyrirtækja/stofnanna og Margrét Þormar hjá embætti hjá embætti skipulagsstjóra auk fulltrúa frá Minjasafni Reykjavíkur skipi vinnuhóp vegna eldri húsa.

13. Fannafold 166 og 168. (02.852.6) Mál nr. SN080401
tilfærsla lóðarmarka, breyting á lóðarstærð
Örn Stefánsson, Fannafold 166, 112 Reykjavík
Á fundi skipulagsstjóra 6. júní 2008 lögð fram umsókn Arnar Stefánssonar, dags. 4. júní 2008 varðandi tilfærslu lóðarmarka Fannafoldar 166 og 168 skv. uppdrætti Lilju Grétarsdóttur, dags. 19. maí 2008.
Samþykkt með vísan til d-liðar 12. gr. samþykktar um skipulagsráð.

14. Hellisheiðaræð. (08.2) Mál nr. SN080058
framkvæmdaleyfi
Orkuveita Reykjavíkur, Bæjarhálsi 1, 110 Reykjavík
Á fundi skipulagsstjóra 16. maí 2008 var lögð fram umsókn Orkuveitu Reykjavíkur, dags. 16. janúar 2008 um framkvæmdaleyfi fyrir niðurgrafna flutningsæð hitaveitu, Hellisheiðaræð, sem liggja mun meðfram Sogslínu 2 frá Hellisheiðarvirkjun að miðlunargeymum O.R. á Reynisvatnsheiði.
Erindinu var vísað til umsagnar Umhverfis- og skipulagssviðs og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn dags. 29. maí 2008.
Samþykkt með vísan til e-liðar 12. gr. samþykktar um skipulagsráð.

15. Álfsnes. Mál nr. SN080399
höfn og iðnaðarsvæði
Lagt fram minnisblað Skipulags- og byggingarsviðs, dags. 30. maí 2008 varðandi höfn og iðnaðar- og athafnasvæði á norðvestanverðu Álfsnesi vestan Sundabrautar.

16. Álfsnes, Sorpa. Mál nr. SN070320
framtíðarvinnslusvæði
SORPA bs, Gufunesi, 112 Reykjavík
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 16. maí 2007 varðandi umsókn Sorpu bs. um lóð undir framtíðarvinnslusvæði fyrirtækisins í Álfsnesi. Einnig lagt fram minnisblað Skipulags- og byggingarsviðs, dags. 30. maí 2008.

17. Austurbrún 26. (01.381.6) Mál nr. SN080394
Kæra
Lagt er fram bréf frá úrskurðarnefnd skipulags- og byggingarmála dags. 28. maí 2008 ásamt kæru dags. 10. mars 2008 þar sem kærð er breyting á deiliskipulagi vegna lóðarinnar að Austurbrún 26 sem var samþykkt á fundi skipulagsráðs þann 19. desember 2007 og birt í B-deild Stjórnartíðinda 11. febrúar 2008.
Vísað til umsagnar lögfræði og stjórnsýsla.

18. Dugguvogur 8-10. (01.454.0) Mál nr. SN080393
Kæra
Lagt fram bréf úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála dags. 28. maí 2008 ásamt kæru dags. 3. apríl 2008 þar sem kærð er synjun afgreiðslufundar byggingarfulltrúa 4. mars 2008 á byggingarleyfisumsókn varðandi fasteignina að Dugguvogi númer 10.
Vísað til umsagnar lögfræði og stjórnsýsla.

19. Lokastígur 28. (01.181.3) Mál nr. SN080396
Kæra
Lagt fram bréf úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála dags. 28. maí 2008 ásamt kæru dags. 28. apríl 2008.
Vísað til umsagnar lögfræði og stjórnsýsla.

20. Stóragerði 40-46. (01.803.1) Mál nr. SN080395
Kæra
Lagt fram bréf frá úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála dags. 28. maí 2008 ásamt kæru dags. 19. mars 2008 þar sem kærð er breyting á deiliskipulagsáætlun Stóragerðis 40-46 sem var samþykkt á fundi skipulagsráðs þann 13. júní 2007. Breytingin var auglýst þann 26. febrúar 2008.
Vísað til umsagnar lögfræði og stjórnsýsla.

21. Hólmsheiði - nafngiftir, Mál nr. BN038457
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa dags. 4. júní 2008 um torg- og götuheiti í athafnahverfi í Hólmsheiði.
Bréf byggingarfulltrúa samþykkt.

22. Tryggvagata 13. (01.117.4) Mál nr. SN080403
bréf Ungmennafélags Íslands
Á fundi skipulagsstjóra 6. júní 2008 var lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 29. maí 2008 vegna samþykktar borgarráðs s.d. að vísa bréfi Ungmennafélags Íslands frá 21. s.m. til framkvæmda- og eignasviðs og skipulagssviðs.
Vísað til meðferðar skipulagsstjóra.

23. Gylfaflöt suður. (02.575) Mál nr. SN080180
nýjar atvinnulóðir, breytt deiliskipulag
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 29. maí 2008 vegna samþykktar borgarráðs s.d. á bókun skipulagsráðs frá 21. s.m. um auglýsingu á tillögu að breyttu deiliskipulagi á Gylfaflöt suður.

24. Garðhús 37, (02.840.201) Mál nr. BN038497
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa dags. 10. júní 2008 vegna stöðvunar óleyfisframkvæmda á lóð nr. 37 við Garðhús.
Skipulagsráð staðfesti stöðvun framkvæmda.
Bréf byggingarfulltrúa samþykkt.

25. Sumarleyfi skipulagsráðs, Mál nr. SR080003
Lögð fram tillaga formanns skipulagsráðs að fundadagskrá sumarið 2008.
Samþykkt að fella niður fundi dags. 25. júní, 23. og 30. júlí.

Fundi slitið kl. 10:45

Ólöf Guðný Valdimarsdóttir
Kristján Guðmundsson Snorri Hjaltason
Svandís Svavarsdóttir Stefán Benediktsson
Oddný Sturludóttir Brynjar Fransson

Afgreiðsla byggingarfulltrúa samkv. reglugerð nr. 161/2005

Árið 2008, þriðjudaginn 10. júní kl. 09:53 fyrir hádegi hélt byggingarfulltrúinn í Reykjavík 492. fund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn í fundarherberginu 4. hæð Borgartúni 3. Þessi sátu fundinn: Magnús Sædal Svavarsson, Bjarni Þór Jónsson, Björn Kristleifsson, Þórður Búason, Sveinbjörn Steingrímsson og Eva Geirsdóttir.
Fundarritari Bjarni Þór Jónsson.

Þetta gerðist:

Nýjar/br. fasteignir

1. Austurstræti 20 (01.140.503) 100863 Mál nr. BN036829
Sund ehf, Kringlunni 4-6, 103 Reykjavík
Hressingarskálinn ehf, Austurstræti 20, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir breytingum á innra skipulagi þannig að áður Ömmukaffi og veitingastaðurinn Hressingaskálinn verða sameinuð í eina einingu með því að opna á milli eininga og breyta áður eldhúsi Ömmukaffis í bar á lóðinni nr. 20 við Austurstræti. Jafnframt er sótt um leyfi fyrir staðsetningu á sex tveggja manna veitingaborðum á gangstétt Austurstrætis.Meðfylgjandi er bréf gatna- og eignaumsýslu dags. 9. júní 2008.
Gjald kr. 6.800 + 7.300
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

2. Austurstræti 3 (01.140.213) 100834 Mál nr. BN038382
Ahmet Hakan Gultekin, Básbryggja 9, 110 Reykjavík
Sótt eru um leyfi til að staðsetja 10 borð og 27 stóla á gangstétt við húsið Austurstræti 3 samþykki eigenda ódagsett fylgir.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 6. júní 2008 fylgir erindinu ásamt umsögn gatna- og eignaumsýslu dags. 9. júní 2008.
Gjald kr. 7.300
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

3. Álfabakki 7 (04.602.801) 111717 Mál nr. BN038447
Olíuverslun Íslands hf, Pósthólf 310, 121 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innréttingu í afgreiðslusal bensínstöðvar á lóð nr. 7 við Álfabakka.
Gjald kr. 7.300
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

4. Árvað 3 (04.731.101) 203628 Mál nr. BN038343
Fasteignastofa Reykjavíkurborg, Skúlatúni 2, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að reisa 7 færanlegar kennslustofur og 3 tengiganga við Árvað 3 Norðlingaholti.
Málinu fylgir bréf Framkvæmda- og eignasviðs dags 22. maí 2008 vegna kennslustofu með fastanr. 226-3380, mhl. 09-0101.
Frestað.
Vísað til athugasemda eldvarnaeftirlits.

5. Bakkagerði 13 (01.816.405) 108123 Mál nr. BN038339
Brynjólfur Þór Brynjólfsson, Ólafsbraut 21, 355 Ólafsvík
Ragnheiður Jónsdóttir, Ólafsbraut 21, 355 Ólafsvík
Sótt er um leyfi til að byggja við og til að breyta innra skipulagi einbýlishússins á lóðinni nr. 13 við Bakkagerði.
Stækkun 34,2 ferm., 122,6 rúmm.
Gjald kr. 7.300 + 8.950
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

6. Baldursgata 39 (01.181.211) 101765 Mál nr. BN038448
Hásteinar ehf, Laufásvegi 63, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja ofan á og innrétta átta hótelíbúðir í íbúðarhúsinu á lóð nr. 39 við Baldursgötu.
Stækkun: xx ferm., xx rúmm.
Gjald kr. 7.300 + xx
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.

7. Blikastaðavegur 2-8 (02.496.101) 204782 Mál nr. BN038350
Stekkjarbrekkur ehf, Smáratorgi 3, 201 Kópavogur
Sótt er um leyfi til að byggja úr stálgrind klæddri samlokueiningum á steyptum undirstöðum verslunar- og þjónustumiðstöð N-1 með verslun, veitingasölu og dekkjaverkstæði ásamt sjálfvirkri þvottastöð og eldsneytissölu á lóð nr. 2-8 við Blikastaðaveg.
Meðfylgjandi brunahönnun dags. 20.5.2008
Stærðir: 1. hæð 1.972,5 ferm., 14.236,2 rúmm., milligólf 574,5 ferm., þvottastöð 143,6 ferm., 689,3 rúmm.
Samtals A-rými 2.690,6 ferm., 14.925,5 rúmm.
Dæluskyggni 205,8 ferm., gasgeymsla 9,9 ferm. 12,8 rúmm.
Samtals B-rými 215,7 ferm., 12,8 rúmm.
Neðanjarðargeymslur 143,1 rúmm.
Samtals 15.081 rúmm.
Gjald kr. 7.300 + 1.100.913
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

8. Boðagrandi 9 (01.521.405) 105956 Mál nr. BN038449
Framkvæmda- og eignasvið Reykja, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja við og breyta innanhúss núverandi leikskóla Grandaborg á lóð nr. 9 við Boðagranda.
Meðfylgjandi er gátlisti yfir aðgengi og lóðarteikning.
Stærðir: Stækkun 212,2 ferm., 647,6 rúmm.
Samtals eftir stækkun 653,3 ferm., 2531,5 rúmm.
Gjald 7.300 + 47.275
Frestað.
Vísað til athugasemda eldvarnaeftirlits.

9. Borgartún 18 (01.221.001) 102796 Mál nr. BN038124
BYR sparisjóður,höfðust,farstýr, Borgartúni 18, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi allra hæða ásamt því að grafa gryfju meðfram hluta suðurhliðar og koma fyrir gluggum og rennihurðum í mötuneyti í kjallara. Útgönguleið frá fyrstu hæðinni er tryggð með brú yfir gryfjunni í atvinnuhúsnæðinu á lóð nr. 18 við Borgartún.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 9. maí 2008 fylgir erindinuMeðfylgjandi er staðfesting Almennu verkfræðistofunnar vegna burðarvirkis dags, 13. mai 2008.
Gjald kr. 7.300
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
Þinglýsa skal samrunaskjali.

10. Borgartún 25 (01.218.101) 102773 Mál nr. BN038320
Fasteignafélagið Sjávarsíða hf, Borgartúni 25, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til breytinga á innréttingum á 1. hæð atvinnuhúss á lóð nr. 25 við Borgartún.
Gjald kr. 7.300
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst til þess að samþykktin öðlist gildi.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

11. Breiðhöfði 3 110566 Mál nr. BN037910
B.M.Vallá hf, Pósthólf 12440, 132 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja kjallara og hæð við atvinnuhúsið á lóðinni nr. 3 við Breiðhöfða.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 4. apríl 2008 og 6. júní 2008 fylgja erindinu.Stærð: Kjallari 110,3 ferm., 1. hæð 118,5 ferm.
Samtals nýbygging 228,8 ferm., 859,9 rúmm.
Gjald kr. 7.300 + 7.300 + 62.773
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

12. Bústaðavegur 151 (01.826.102) 108439 Mál nr. BN035844
Atlantsolía ehf, Lónsbraut 2, 220 Hafnarfjörður
Sótt er um leyfi fyrir þriðju eldsneytisdælunni til suðurs með tilheyrandi stækkun afgreiðsluplans og minnháttar aðlögun hæðarlegu lóðar á lóð Atlantsolíu nr. 151 við Bústaðaveg.
Útskrift úr gerðabók embættsafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 4. maí 2007 fylgir erindinu.
Gjald kr. 6.800
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

13. Dragháls 28-30/F..... (04.304.301) 111020 Mál nr. BN038145
SG Fjárfestar ehf, Fosshálsi 27-29, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til byggja staðsteypt atvinnuhúsnæði á þremur hæðum í samræmi við það sem búið er að byggja auk þess rífa það sem fyrir er á lóðunum nr. 28-30 við Dragháls mhl 03 og einnig hluta af mhl 02 sem tengist samliggjandi atvinnuhúsnæði við Fossháls nr. 27-29 á lóð nr. 28-30 við Dragháls.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 9. maí 2008 fylgir erindinu.
Stærðir niðurrifs xx ferm., xx rúmm. stærðir nýbyggingar xx ferm., xx rúmm.
Gjald kr. 7.300 + xx
Frestað.
Vísað til fyrri athugasemda á umsóknarblaði.

14. D-Tröð 6 (04.765.706) 112507 Mál nr. BN038430
Sigvaldi Hafþór Ægisson, Viðarás 93, 110 Reykjavík
Sótt er um endurnýjun á byggingaleyfi sbr. erindi BN001847 frá 25.4.1990, sams konar erindi BN020796 var frestað 11.4.2000 vegna stækkunar hesthúss úr timbri á lóð nr. 6 við D-tröð Selási.
Meðfylgjandi er bréf frá stjórn Víðidalsfélagsins dags. 31.5.2008 og samþykki meðeigenda dags. 1.9.2007
Gjald kr. 7.300
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

15. Efstasund 90 (01.412.003) 105035 Mál nr. BN037996
Bjarki Þór Atlason, Efstasund 90, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til fyrir þremur kvistum og reyndarteikningu af grunnmynd kjallara og fyrstu hæðar einbýlishússins á lóð nr. 90 við Efstasund. Ástandslýsing dags. 1. mars 2008 fylgir erindinu.
Stærðir: 5,6 ferm. yfir 1,8 m. 15,3 rúmm.
Gjald kr. 7.300 + 1.117
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

16. Fiskislóð 38 (01.087.302) 177045 Mál nr. BN038260
Fiskkaup hf, Geirsgötu 11, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að stækka fiskverkunarhús til austurs miðað við nýlega samþykkt erindi nr. BN37809 þar sem sótt var um leyfi til að byggja nýtt fiskverkunarhús ásamt skrifstofum úr forsteyptum einingum á einni hæð sbr. jákvæða fyrirspurn BN37685 á lóðinni nr. 38 við Fiskislóð.
Stærð stækkunar 425,9 ferm., 3177,2 rúmm.
Gjald kr. 7.300 + 231.935
Frestað.
Vísað til athugasemda eldvarnaeftirlits.

17. Freyjubrunnur 13 (02.695.705) 205729 Mál nr. BN038283
Þorvaldur Gunnlaugsson, Brúnás 15, 210 Garðabær
Sótt er um leyfi til að byggja úr staðsteypu tvílyft einbýlishús með einhalla timburþaki á lóð nr. 13 við Freyjubrunn.
Stærðir: 1. hæð íbúð 120,3 ferm., bílgeymsla 28 ferm. samtals 1. hæð 148,3 ferm. 2. hæð íbúð 148,1 ferm.,
Samtals íbúð 268,4 ferm.,
Allt húsið 296,4 ferm., 1,028 rúmm.
Gjald kr. 7.300 + 7.300 + 75.044
Frestað.
Lagfæra skráningartöflu.

18. Funahöfði 19 (04.061.002) 110601 Mál nr. BN038076
Húsaleiga ehf, Hagasmára 1, 201 Kópavogur
Sótt er um leyfi til breytinga á nýsamþykktu, BN037693, byggingaleyfi, m. a. að fækka baðherbergjum, færa ræstingu, breyta annarri og koma fyrir tæknirými í skrifstofuhúsinu á lóð nr. 19 við Funahöfða.
Erindi fylgir umboð hönnuðar til undirritunar teikninga.
Gjald kr. 7.300
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

19. Gerðarbrunnur 36-38 (05.056.303) 206058 Mál nr. BN038432
Theódór Gylfason, Þingvað 11, 110 Reykjavík
Örn Svavarsson, Laufrimi 30, 112 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja parhús á tveimur hæðum með innbyggðum bílgeymslum á lóð nr. 36-38 við Gerðarbrunn.
Hús nr. 36: 1. hæð íbúð 125,7 ferm., 2. hæð íbúð 83,5 ferm., bílgeymsla 33,7 ferm. Samtals 242,9 ferm., 852,9 rúmm.
Hús nr. 38: Sömu stærðir.
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

20. Grensásvegur 3-7 (01.461.001) 105664 Mál nr. BN038370
Raftæknistofan hf, Grensásvegi 3, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að klæða húsið Grensásvegur 3-5 utan með sléttri álklæðningu og breyta þakklæðningu úr bárujárni í þakpappa. Samþykki meðeigenda Grensásvegar 3-5 fylgir.
Gjald kr. 7.300.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.

21. Grettisgata 29 (01.173.135) 101552 Mál nr. BN038357
Ágúst Guðmundsson, Grettisgata 29, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að hækka um eina hæð, byggja kvist á bakhlið og svalir á götuhlið tvíbýlishússins (Mhl. 2) á lóð nr. 29 við Grettisgötu.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 6. júní 2008 ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 5. júní 2008 fylgja erindinu.Stækkun 67,9 ferm., 233,2 rúmm.
Gjald kr. 7.300 + 17.024
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Sérstök athygli er vakin á umsögn skipulagsstjóra.

22. Grettisgata 58A (01.190.113) 102388 Mál nr. BN035020
Arna Kristín Einarsdóttir, Grettisgata 58a, 101 Reykjavík
Hilmar Þorsteinn Hilmarsson, Grettisgata 58a, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja viðbyggingu við suðurhlið, endurnýja kvist á suðurhlið og til að endurnýja klæðningu kvists á norðurhlið einbýlishússins á lóðinni nr. 58A við Grettisgötu.
Stærð: Stækkun 65,9 ferm., 168,7 rúmm.
Gjald kr. 6.100 + 10.291
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

23. Grjótháls 1-3 (04.302.401) 111016 Mál nr. BN038315
Grjót eignarhaldsfélag ehf, Digranesvegi 30, 200 Kópavogur
Sótt er um leyfi fyrir reyndarteikningum vegna brunamála og lokaúttektar sbr. erindi BN030473 samþykkt 30.8.2005
Gjald kr. 7.300
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

24. Grjótháls 1-3 (04.302.401) 111016 Mál nr. BN038455
Grjót eignarhaldsfélag ehf, Digranesvegi 30, 200 Kópavogur
Sótt er um leyfi til að fjarlægja óberandi milliveggi í skrifstofurými norðvesturhluta 3. hæðar húss á lóð nr. 1-3 við Grjótháls.
Gjald kr 7.300
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

25. Gvendargeisli 168 (05.134.701) 190285 Mál nr. BN038438
Framkvæmda- og eignasvið Reykja, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta, aðallega í kjallara, samþykktum teikningum sbr. erindi BN036424 samþ. 5.9.2008, af Sæmundarskóla á lóð nr. 168 við Gvendargeisla.
Gjald kr. 7.300
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

26. Holtavegur 8-10 (01.408.101) 104960 Mál nr. BN038261
Landsafl ehf, Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík
Sótt er um nýja gönguhurð í viðbyggingu til norðurs, einnig ýmsar innréttingabreytingar og leiðréttingu skráningartöflu í verslunarhúsnæði við Holtagarða á lóð nr. 10 við Holtaveg.
Meðfylgjandi er bréf frá arkitekt, dags. 27.5.2008 þar sem allar breytingar eru taldar upp
Gjald kr. 7.300
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

27. Hólmsland (08.2--.-99) 113490 Mál nr. BN038336
Sigurlína Konráðsdóttir, Hraunbraut 18, 200 Kópavogur
Sótt er um leyfi til að rífa sumarhús og byggja nýtt úr timbri á lóðinni Hólmsland.
Niðurrif: Fastanr. 205-7694, mhl. 12 merkt 0101 sumarbústaður H9 og mhl. 13 merkt 0101 geymsla H9.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 6. júní 2008 ásamt umsögn umhverfisstjóra skipulags- og byggingarsviðs dags. 6. júní 2008 fylgja erindinu.
Stærð: 101,3 ferm., 330,5 rúmm.
Gjald kr. 7.300 + 24.166
Synjað.
Með vísan til umsagnar umhverfisstjóra er ekki heimilt samkvæmt aðalskipulagi Reykjavíkur að reisa nýbyggingu að þeirri stærð sem sótt er um.

28. Hverfisgata 74 (01.173.008) 101499 Mál nr. BN038437
Hverfisgata 74,húsfélag, Hverfisgötu 74, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að rífa núverandi svalir og byggja nýjar og stærri á suðurhlið húss á lóð nr. 74 við Hverfisgötu.
Meðfylgjandi er samþykki húseigenda á Hverfisgötu 72 og 76.
Gjald kr. 7.300
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.

29. Hæðarsel 22 (04.927.506) 112762 Mál nr. BN038440
Pétur J Eiríksson, Hæðarsel 22, 109 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja við vesturhlið einbýlishússins á lóð nr. 22 við Hæðarsel.
Stækkun 20,8 ferm., 64,3 rúmm.
Gjald kr. 7.300 + 4.694
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

30. Jónsgeisli 37 (04.113.701) 189818 Mál nr. BN038218
Ólafur Kárason, Jónsgeisli 37, 113 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja lagnarými og hjólageymslu úr steinsteypu við einbýlishús á lóð nr. 37 við Jónsgeisla.
Samþykki nágranna á Jónsgeisla 39 fylgir.
Stærðir: Steyptur pallur 85,3 ferm., lokað lagnarými með mannopi 38 ferm. 100,7 rúmm., hjólageymsla B-rými 47 ferm., 124,6 rúmm. Samtals 85,3 ferm., 226 rúmm.
Gjald kr. 7.300 + 16.500
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.

31. Klettháls 9 (04.346.101) 188541 Mál nr. BN038222
Glitnir fjármögnun, Kirkjusandi 2, 155 Reykjavík
Formvélar ehf, Kletthálsi 9, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að stækka stágrindarhús til austurs (sbr. synjað erindi nr. BN38019) sem nemur 4,8 m í atvinnuhúsnæðinu á lóð nr. 9 við Klettháls.
Meðfylgjandi er bréf kaupleigusamningshafa við lóðarhafa dags. 29. apríl 2008.
Stærðir stækkunar 133,9 ferm., 808,9 rúmm.
Gjald kr. 7.300 + 59.049
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst fyrir útgáfu á byggingarleyfi.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

32. Kúrland 1-29 2-30 (01.861.401) 108796 Mál nr. BN038467
Bent Snæfeld, Kúrland 14, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að endurnýja skjólvegg á lóðamörkum í örlítið breyttri mynd og endurbæta garð við raðhús á lóð nr. 14 við Kúrland.
Meðfylgjandi er samþykki meðeigenda í raðhúsinu ásamt bréfi frá Mörkinni lögmannsstofu dags. 3. júní 2008.
Gjald kr. 7.300
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

33. Lambhagavegur 23 (02.684.101) 189563 Mál nr. BN038358
Hafberg Þórisson, Vesturlbr Lambhagi, 113 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja gróðurhús úr stáli, áli og gleri á lóð nr. 23 við Lambhagaveg.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 6. júní 2008 fylgir erindinu.Stækkun: 1.689,4 ferm., 9.189 rúmm.
Gjald kr. 7.300 + 670.797
Synjað.
Er ekki í samræmi við ákvæði deiliskipulags hvað hæð og umfang varðar.

34. Lambhagavegur 9 (02.647.502) 211678 Mál nr. BN038100
Eirvík fasteignir ehf, Suðurlandsbraut 20, 108 Reykjavík
Eirvík-heimilistæki ehf, Pósthólf 8874, 128 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja verslunar- lager- og skrifstofuhúsnæði sem er með burðarvirki að mestu úr steypu og stálgrind að hluta, byggingin er á fjórum hæðum að hluta, með lagerrými í kjallara ásamt opnum bílgeymslu við suðurendan, húsið sem er með flötu þakformi á lóðinni nr. 9 við Lambhagaveg.
Meðfylgjandi er brunaskýrsla 2. apríl 2008.
Meðfylgjandi einnig vottorð vegna framleiðslu á holplötum
Stærðir: 1. hæð 1.460,9 ferm., 2. hæð 268,8 ferm., 3. hæð 663,9 ferm., 4. hæð 219,2 ferm. B-rými 252,9 ferm., 904,8 rúmm. Samtals 2.612,8 ferm., 11.943,0 rúmm.
Gjald kr. 7.300 + 871.839
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

35. Laugavegur 73 (01.174.023) 101570 Mál nr. BN038439
Arnar Hannes Gestsson, Birkihlíð 48, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að stækka veitingastað í kjallara húsins Laugavegi 73 þar sem áður var óráðstafað rými. Einnig er sótt um heimild til útiveitinga í porti framan við inngang.
Gjald kr 7.300
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

36. Laugavegur 83 (01.174.125) 101600 Mál nr. BN038396
Marteinn Helgi Sigurðsson, Laugavegur 83, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að stækka 4. hæð og byggja 5. hæð ofan á úr stáli og timbri með steypta gaflveggi á steyptu húsi á lóð nr. 83 við Laugaveg.
Meðfylgjandi er samþykki meðeigenda ásamt útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 6. júní 2008.
Stækkun: xxx ferm., xxx rúmm.
Gjald kr. 7.300 + xxx
Synjað.
Samræmist ekki ákvæðum deiliskipulags.

37. Lyngháls 2 (04.326.401) 111049 Mál nr. BN038354
Freyr ehf, Lynghálsi 2, 110 Reykjavík
Vífilfell hf, Stuðlahálsi 1, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir stoðvegg á lóðamörkum Stuðlaháls 1 og Lyngháls 2.
Gjald kr. 7.300
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

38. Lyngháls 4 (04.326.402) 180304 Mál nr. BN038060
Grjótháls ehf, Skúlagötu 63, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja steinsteypt milliplan í bílgeymslu við atvinnuhús á lóð nr. 4 við Lyngháls.
Stækkum vegna millilofts 611,9 ferm., stærðir eftir stækkun 6521,3 ferm.
Gjald kr. 7.300 + 7.300
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

39. Lækjartorg 1 (01.140.309) 100842 Mál nr. BN038324
Fasteignir ríkissjóðs, Borgartúni 7, 150 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja skyggni yfir bakinngang á Héraðsdómi Reykjavíkur í húsi á lóð nr. 1 við Lækjartorg (nr. 19 við Austurstræti).
Meðfylgjandi er samþykki fulltrúa Eiktar h.f. fasteignafélags. Meðfylgjandi er einnig samþykki lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Gjald kr. 7.300
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.

40. Melgerði 6 (01.815.501) 108023 Mál nr. BN036577
Einar Helgason, Melgerði 6, 108 Reykjavík
Elín Arndís Gunnarsdóttir, Melgerði 6, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja anddyri, til að hækka þak, breyta kvistum og til að byggja bílskúr við einbýlishúsið á lóðinni nr. 6 við Melgerði.
Grenndarkynning stóð frá 23. ágúst til og með 20. september 2007. Engar athugasemdir bárust.
Málinu fylgir samþykki lóðarhafa Melgerðis nr. 8 dags. 23. maí 2008 og samþykki lóðarhafa Mosgerðis 1 dags. 6. júní 2008.
Stærðir: Stækkun Mhl. 01 33 ferm. og 100,2 rúmm. Mhl. 02 (bílskúr og geymsla) 36 ferm. 86,4 rúmm.
Samtals 69 ferm., 186,6 rúmm.
Gjald kr. 6.800 + 12.689
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
Sveinbjörn Steingrímsson vék af fundi við afgreiðslu málsins.

41. Miðtún 10 (01.223.005) 102880 Mál nr. BN037784
Indriði Helgi Einarsson, Miðtún 10, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta og fjarlægja veggi og koma fyrir stálbitum í staðinn í fjölbýlishúsinu á lóðinni nr. 10 við Miðtún.
Umsögn burðarvirkishönnuðar er árituð á uppdrátt og erindi fylgir umboð dags. 18. febrúar 2008.
Einnig fylgir samþykki meðlóðarhafa dags 2. júní 2008.
Gjald kr. 7.300
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.

42. Mímisvegur 2-2A (01.196.107) 102648 Mál nr. BN038405
Auður Gná Ingvarsdóttir, Hvassaleiti 34, 103 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að breikka kvist vegna einföldunar á burðarvirki miðað við nýlega samþykkt erindi nr. BN36053 á suðurvesturþekju fjölbýlishússins á lóð nr. 2 við Mímisveg.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 6. júní 2008 fylgir erindinu.Stærðir stækkunar: 2,2, ferm., 8,7 rúmm.
Gjald kr. 7.300 + 6.395
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst fyrir útgáfu á byggingarleyfi.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

43. Rituhólar 8 (04.646.612) 111979 Mál nr. BN038444
Þröstur K Sveinbjörnsson, Rituhólar 8, 111 Reykjavík
Ólafur Magnússon, Rituhólar 8, 111 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að gera við steypuskemmdir, klæða með 30/60 cm flísaklæðningu á álleiðara og endurgera handrið úr áli á íbúðarhúsi á lóð nr. 8 við Rituhóla.
Gjald kr. 7.300
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

44. Sandavað 1-5 (04.772.202) 195954 Mál nr. BN038443
Sandavað 1-5,húsfélag, Sandavaði 5, 110 Reykjavík
Gissur og Pálmi ehf, Staðarseli 6, 109 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að fella niður brunaviðvörunarkerfi í bílgeymslu fjölbýlishússins á lóð nr. 1-5 við Sandavað.
Gjald kr. 7.300
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

45. Selvað 7-11 (04.772.203) 195955 Mál nr. BN038442
Selvað 7-9-11,húsfélag, Selvað 11, 110 Reykjavík
Gissur og Pálmi ehf, Staðarseli 6, 109 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að fella niður brunaviðvörunarkerfi í bílgeymslu fjölbýlishússins á lóð nr. 7-11 við Selvað.
Gjald kr. 7.300
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

46. Skildinganes 44 (01.676.005) 106920 Mál nr. BN038460
Ingvar Vilhjálmsson, Skildinganes 25, 101 Reykjavík
Helga María Garðarsdóttir, Skildinganes 25, 101 Reykjavík
Birna Geirsdóttir, Skildinganes 42, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir steypta veggi og heitan pott á lóð við einbýlishús samþykkt 19.6.2007 sbr. erindi BN035664 á lóð nr. 44 við Skildinganes.
Gjald kr. 7.300
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

47. Skúlagata 15 (01.154.101) 101116 Mál nr. BN038441
Þorp ehf, Bolholti 4, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir ljósaskilti austanvert á skúr á bensínstöð Atlantsolíu á lóð nr. 15 við Skúlagötu.
Gjald kr. 7.300
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

48. Skúlagata 17 174222 Mál nr. BN038297
Íris Hera Norðfjörð Jónsdóttir, Hraunbær 156, 110 Reykjavík
Brennheitt ehf, Dugguvogi 23, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að innrétta hluta 1. hæðar einingar nr. 0105 og 0106 sem veitingastað fyrir léttar veitingar (súpu og salatbar) jafnframt er erindi nr. BN038224 dregið til baka í atvinnuhúsnæðinu á lóð nr. 17 við Skúlagötu.
Gjald kr. 7.300
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

49. Skúlagata 40 (01.154.401) 101132 Mál nr. BN038302
Gulleik ehf, Skúlagötu 40, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir minnháttar breytingu á innra skipulagi þannig að í stað nudd og hárgreiðslu verði nudd og baðstofa með veitingasölu í einingu 0201 í fjöleignahúsinu á lóð 40 við Skúlagötu.
Meðfylgandi eru upplýsingar vegna samstarfssamnings og sameign fyrir eininguna frá aðlhönnuði.
Meðfylgjandi er einnig pölvupóstur Guðmundar Kristjánssonar hrl. dags.28.5.2008
Gjald kr. 7.300
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

50. Skútuvogur 2 (01.420.001) 105165 Mál nr. BN038450
Klasi hf, Bíldshöfða 9, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi, stækka húsnæði Vodafone, ný vörumóttaka og lager, ný verslun ÁTVR í atvinnuhúsi á lóð nr. 2 við Skútuvog.
Meðfylgjandi er brunahönnun dags. 31.maí 2008
Stærðir: Eldra hús 5.964,7 ferm., 27.634,1 rúmm.
stækkun 38,3 ferm., 128,8 rúmm.
Samtals: 6.003,2 ferm., 27.769,9 rúmm.
Gjald kr. 7.300 + 9.402
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

51. Sóleyjargata 15 (01.185.401) 102185 Mál nr. BN038445
Birgir Birgisson, Sóleyjargata 15, 101 Reykjavík
Kristín Fjóla F Birgisdóttir, Sóleyjargata 15, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum á tvíbýlishúsinu á lóð nr. 15 við Sóleyjargötu.
Gjald kr. 7.300
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

52. Stóragerði 42-44 (01.803.101) 107721 Mál nr. BN038182
Sérverk ehf, Askalind 5, 201 Kópavogur
Sótt er um leyfi til að byggja fjórtán íbúða fjölbýlishús með svalagangi, fjórar hæðir og kjallari með bílgeymslu fyrir fjórtán bíla á lóðinni nr. 42-44 við Stóragerði. Húsið verður staðsteypt, einangrað að utan og klætt flísum
Erindinu fylgir minnisblað um hljóðvist frá Línuhönnun dags. 9. mars 2007 ásamt útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 9. maí 2008.
Stærð: Kjallari geymslur 265,6 ferm., bílgeymsla 554,7 ferm., 1. 2. og 3. hæð 585,7 ferm., 4. hæð 360,4 ferm.
Samtals 2.937,8 ferm., 8.908,7 rúmm.Gjald kr. 7.300 + 650.335
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

53. Urðarbrunnur 10 (05.056.202) 205770 Mál nr. BN038415
Svanur Sigurðsson, Kristnibraut 45, 113 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta þakhalla og hækka neðri hluta þaks í nýsamþykktu einbýlishúsi sbr. erindi BN037624 dags. 19.2.2008 á lóð nr. 10 við Urðarbrunn.
Meðfylgjandi er bréf arkitekts dags. 28.5.2008
Stækkun 29,9 rúmm.
Heildarstærð eftir stækkun 879,1 rúmm.
Gjald kr. 7.300 + 2.183
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

54. Urðarbrunnur 60 (05.054.502) 205793 Mál nr. BN038469
Margrét Kristjana Sverrisdóttir, Grenimelur 29, 107 Reykjavík
Pétur Sævald Hilmarsson, Grenimelur 29, 107 Reykjavík
Sótt er um takmarkað byggingarleyfi fyrir jarðvinnu á lóðinni nr.60 við Urðarbrunn.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Samþykktin fellur úr gildi við útgáfu á endanlegu byggingarleyfi.
Vegna útgáfu á takmörkuðu byggingarleyfi skal umsækjandi hafa samband við yfirverkfræðing embættis byggingarfulltrúa.

55. Úlfarsbraut 30-32 (02.698.406) 205714 Mál nr. BN038332
Gunnar Gunnarsson, Jónsgeisli 15, 113 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta miðað við nýlega samþykkt erindi BN35471 þannig að í kjallara þar sem áður var óuppfyllt rými er er orðrið að notarými að hluta með gluggabreytingu á vesturhlið og gluggalaus geymslurými að hluta á parhúsalóðinni nr. 30-32 við Úlfarsbraut.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 6. júní 2008 fylgir erindinu.Stærðir: Gluggalaust geymslurými xxx ferm. xxx rúmm.
notarými xxx ferm. xx rúmm.
Gjald kr. 7.300 + xxx
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

56. Vatnagarðar 20 (01.338.903) 103921 Mál nr. BN038356
Saxhóll ehf, Nóatúni 17, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta inngangi á norðurhlið ásamt tilfærslu á bílastæðum miðað við nýlega samþykkt erindi nr. BN37944 á lóðinni nr. 20 við Vatnagarða.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 6. júní 2008 fylgir erindinu.Gjald kr. 7.300
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

57. Þingholtsstræti 30 (01.183.502) 101980 Mál nr. BN038406
Þingholtsstræti 30,húsfélag, Þingholtsstræti 30, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að endurbyggja sólskála, stækka kvisti og svalir og breyta gluggum í Þingholtsstræti 30. Samþykki meðeigenda fylgir erindinu.
Útskrift úr gerðabók embættisafgeiðslufundar skipulagsstjóra frá 6. júní 2008 fylgir erindinu.Gjald kr 7.300.
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

58. Þjóðhildarstígur 1 (04.112.101) 188026 Mál nr. BN038303
KFC ehf, Garðahrauni 2, 210 Garðabær
Sótt er um leyfi fyrir staðsteyptu atvinnuhúsnæði klæddu timburlistum með flötu þakformi, húsið er á einni hæð með millilofti að hluta auk skriðkjallara undir veitingastaðin KFC á lóðinni nr. 1 við Þjóðhildarstíg.
Stærð: Kjallari F rými 312,1 ferm., 1. hæð 545,0 ferm., 3.026,9 rúmm.
Gjald kr. 7.300 + 220.963
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

59. Þverholt 11 (01.244.108) 180508 Mál nr. BN038451
Þverholt 11 ehf, Suðurlandsbraut 52, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til breytinga á á innra skipulagi nýútgefins byggingaleyfis, BN035760, vegna íbúðar- og atvinnuhússins á lóð nr. 11 við Þverholt.
Gjald kr. 7.300
Frestað.
Vísað til athugasemda eldvarnaeftirlits.

60. Ægisíða 86 (01.543.116) 106425 Mál nr. BN038338
Gísli Hauksson, Ægisíða 86, 107 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir svölum á 2. hæð, síkka glugga og koma fyrir dyrum í húsinu á lóðinni nr. 86 við Ægisíðu.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 30. maí 2008. fylgir erindinu.
Gjald kr. 7.300
Frestað.
Lagfæra skráningu.

Ýmis mál

61. Fríkirkjuvegur 11 (01.183.413) 101973 Mál nr. BN038422
Framkvæmda- og eignasvið Reykja, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík
Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúa á skiptingu lóðarinnar Fríkirkjuvegur 11 og afmörkun tveggja nýrra lóða úr henni í samræmi við meðfylgjandi tillöguuppdrátt.
Tillaga að skiptingu lóðarinnar:
Fríkirkjuvegur 9 (landnr. 101974, staðgr. 1.183.414):
Lóðin er talin 1800 ferm. Lóðin reynist 1816 ferm.
Bætt við lóðina frá Fríkirkjuvegi 11 224 ferm, sbr. samkomulag frá 12. september 1975.
Lóðin verður 2040 ferm. Kvöð um gangstétt lögð á lóðina meðfram Fríkirkjuvegi.
Fríkirkjuvegur 11 (Landnr. 101973, staðgr. 1.183.413)
Lóðin er talin 3567 ferm. Lóðin reynist 3588 ferm.
Tekið af lóðinni og bætt við Fríkirkjuveg 9 -224 ferm.
Tekið af lóðinni undir nýja lóð Fríkirkjuvegur 11A
-763 ferm.
Tekið af lóðinni undir nýja lóð Fríkirkjuvegur 11B
-1698 ferm. Lóðin verður 903 ferm.
Fríkirkjuvegur 11A, ný lóð (staðgr. 1.183.419.)
Lóðin verður 763 ferm.
Fríkirjuvegur 11B, ný lóð (staðgr. 1.183.420).
Lóðin verður 1698 ferm.
Jafnframt er lagt til að lóðirnar verði númeraðar eins og lagt er til á uppdrættinum.
Ath. Lóðarmarkabreytingin sem samþykkt var í byggingarnefnd 25. september 1975 hefur ekki verið þinglýst.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Lóðarmarkabreytingin tekur gildi þegar þinglýst hefur verið yfirlýsingu um breytt lóðarmörk.

Fyrirspurnir

62. Álfsnes 125650 (00.010.000) 125650 Mál nr. BN034318
Ingibjörg R Þengilsdóttir, Þverholt 15, 270 Mosfellsbær
Spurt er hvort setja megi niður 2-4 stór hjólhýsi tengd núverandi vatnslögn og rotþró á sumarbústaðarlóðinni Perluhvammur á Álfsnesi.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 6. júní 2008 fylgir erindinu.
Nei.
Með vísan til útskriftar úr gerðabók skipulagsstjóra frá 6. júní 2008.

63. Barmahlíð 54 (01.710.111) 107151 Mál nr. BN038364
Ómar R. Valdimarsson, Barmahlíð 54, 105 Reykjavík
Spurt er hvort byggja megi brú af svölum yfir á bílskúr og þaðan niður í garð við hús á lóð nr. 54 við Barmahlíð.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 6. júní 2008 fylgir erindinu.
Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingarleyfi sem grenndarkynnt verður ef berst.

64. Bergþórugata 21 (01.190.217) 102420 Mál nr. BN038446
Samhugur ehf, Langagerði 116, 108 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að hækka hús, gera kvisti og innrétta íbúð í risi, byggja svalir og útbyggingar á öllum hæðum fjölbýlishússins á lóð nr. 21 við Bergþórugötu.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.

65. Blikastaðavegur 2-8 (02.496.101) 204782 Mál nr. BN038421
Birgir Teitsson, Víðihvammur 20, 200 Kópavogur
Spurt er hvort steypa megi veggi umhverfis flóttastiga frá millipalli frá leigurými 0 og færa flóttastigann nær horni.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 6. júní 2008 fylgir erindinu.
Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingarleyfi.

66. Bústaðablettur 10 (00.000.000) 108934 Mál nr. BN038279
Jón Trausti Halldórsson, Bústaðablettur 10, 108 Reykjavík
Spurt er hvort leyfi fengist til að endurnýja hús í samræmi við eldri uppdrætti á lóðinni nr. 10 við Bústaðablett.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 6. júní 2008 ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 27. maí 2008 fylgja erindinu.
Nei.
Með vísan til umsagnar skipulagsstjóra.

67. Fossagata 11 (01.636.607) 106724 Mál nr. BN038425
Rannveig Þorvaldsdóttir, Fossagata 11, 101 Reykjavík
Þrúður Arna Briem Svavarsdóttir, Fossagata 11, 101 Reykjavík
Spurt hvort stækka megi bílskúr til vesturs og tengja hann íbúðarhúsinu á lóðinni nr. 11 við Fossagötu.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.

68. Funafold 3 (02.861.002) 110152 Mál nr. BN038363
Rúnar Birgisson, Funafold 3, 112 Reykjavík
Aðalbjörg Albertsdóttir, Funafold 3, 112 Reykjavík
Spurt er um leyfi til að byggja 12 ferm (4,8x2,5) garðhús á lóðarmörkum Funafoldar 1 og 3 auk skjólveggjar fyrir Funafold 3.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 6. júní 2008 fylgir erindinu.
Nei.
Með vísan til umsagnar skipulagstjóra.
Jafnframt er fyrirspyrjenda bent á að staðsetja garðhús innan byggingarreits.

69. Hraunbær 102B (04.343.301) 111081 Mál nr. BN038312
Sjálfstæðisflokkurinn, Pósthólf 5296, 125 Reykjavík
Spurt er hvort stækka megi skrifstofu Sjálfstæðisflokksins um 50 ferm. undir bílastæði á lóð nr. 102 B við Hraunbæ.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 6. júní 2008 fylgir erindinu.
Jákvætt.
Með vísan til umsagnar skipulagsstjóra að fyrirspyrjandi láti vinna tillögu að breytingu á deilskipulagi sem síðar verður grenndarkynnt.

70. Hverfisgata 39 (01.152.423) 101068 Mál nr. BN038272
Zoran Kokotovic, Rauðarárstígur 1, 105 Reykjavík
Spurt er hvort innrétta og reka megi veitingasölu á jarðhæð húss á lóð nr. 39 við Hverfisgötu.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 6. júní 2008 ásamt umsögn skipulagsstjóra frá 5. júní 2008 fylgja erindinu.
Jákvætt.
Að teknu tilliti til þeirra þátta sem fram koma i umsögn skipulagsstjóra enda verði sótt um byggingarleyfi.

71. Hæðargarður 8 (01.818.004) 108161 Mál nr. BN038433
Gunnlaugur Sveinn Ólafsson, Hæðargarður 8, 108 Reykjavík
Spurt er hvort skipta megi þvottahúsi í sameign í tvo séreignarhluta, hvort skipta megi sameiginlegri lóð í tvo séreignarhluta og hvort byggja megi eitt bílastæði á lóð.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.

72. Kleppsmýrarvegur Esso (01.428.004) 105187 Mál nr. BN038388
Orkuveita Reykjavíkur, Bæjarhálsi 1, 110 Reykjavík
Spurt er um staðsetningu nýrrar dreifistöðvar OR á lóð Olíudreifingar við Kjalarvog.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 6. júní 2008 fylgir erindinu.
Jákvætt.
Er í samræmi við deiliskipulag. Sækja skal um byggingarleyfi.

73. Klettháls 13 (04.346.701) 188543 Mál nr. BN038434
Hekla hf, Pósthólf 5310, 125 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að koma fyrir skiltum eins og sýnt er á meðfylgjandi myndum við atvinnuhúsið á lóð nr. 13 við Klettháls.
Neikvætt.
Miðað við framlögð gögn.

74. Skálagerði 9 (01.805.003) 107761 Mál nr. BN038419
Kristján Freyr Karlsson, Skálagerði 9, 108 Reykjavík
Spurt er hvort stækka megi svalir út fyrir gafl með það í huga að loka þeim síðar og byggja bílskúr/-skýli við hliðina á göngustíg og rafmagnshúsi við fjölbýlishús á lóð nr. 9 við Skálagerði.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.

75. Skriðustekkur 2-8 (04.616.001) 111830 Mál nr. BN038435
Högni Guðmundsson, Skriðustekkur 6, 109 Reykjavík
Anna Ástveig Bjarnadóttir, Skriðustekkur 6, 109 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði byggja nýjan og stærri bílskúr, áfastan húsinu eins og sýnt er á meðfylgjandi skissum af einbýlishúsinu nr. 6 á lóð nr. 2-8 við Skriðustekk.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.

76. Smáragata 10 (01.197.406) 102741 Mál nr. BN038256
Guðmundur Ingi Hauksson, Smáragata 10, 101 Reykjavík
Katla Maríudóttir, Aðalstræti 11, 450 Patreksfjörður
Spurt er hvort rífa megi bílskúr og byggja annan við einbýlishús á lóð nr. 10 við Smáragötu.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 6. júní 2008 ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 30. maí 2008 fylgja erindinu.
Jákvætt.
Að teknu tilliti til ákvæða í umsögn skipulagsstjóra enda verði sótt um byggingarleyfi sem grenndarkynnt verður.

77. Stangarhylur 7 (04.232.204) 110849 Mál nr. BN038402
Byggingafélagið Burst ehf, Bæjarlind 14-16, 201 Kópavogur
Spurt er hvort setja megi upp nýtt flettiskilti við hús á lóð nr. 7 við Stangarhyl.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 3. júní 2008 og umsögn umhverfis- og samgöngusviðs dags. 5. júní 2008 fylgja erindinu.
Nei.
Staðsetning skiltisins uppfyllir ekki fjarlægð frá stofnbraut samanber umsögn umhverfis- og samgöngusviðs.

78. Tunguháls 3 (04.327.501) 111061 Mál nr. BN038397
Orkuvirki ehf, Tunguhálsi 3, 110 Reykjavík
Spurt er hvort rífa megi einnar hæðar vöruskemmu og byggja þriggja hæða hús auk kjallara í staðinn á lóð nr. 3 við Tunguháls.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 6. júní 2008 fylgir erindinu.
Jákvætt.
Er í samræmi við deiliskipulag. Sækja skal um byggingarleyfi.

79. Urðarbrunnur 94 (05.054.304) 205800 Mál nr. BN038428
Marías Sveinsson, Langholtsvegur 132, 104 Reykjavík
Gyða Guðmundsdóttir, Langholtsvegur 132, 104 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að byggja einbýlishús, tvær hæðir og kjallara skv. meðfylgjandi skissum á lóð nr. 98 við Urðarbrunn.
Málinu fylgir bréf lóðarhafa dags. 30. maí 2008.
Neikvætt.
Með vísan til athugasemda skipulagsstjóra á fyrirspurnarblaði.

80. Urðarstígur 13 (01.186.508) 102293 Mál nr. BN038417
Árni Grímur Sigurðsson, Urðarstígur 13, 101 Reykjavík
Steinunn Þórðardóttir, Urðarstígur 13, 101 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að sameina í eina eign ósamþykkta íbúð í kjallara og íbúð á 1. hæð fjölbýlishússins á lóð nr. 13 við Urðarstíg.
Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingarleyfi.

Fundi slitið kl. 12:45.

Magnús Sædal Svavarsson
Bjarni Þór Jónsson Þórður Búason
Björn Kristleifsson Sveinbjörn Steingrímsson
Eva Geirsdóttir