Umhverfis- og skipulagsráð - og skipulagsráð

Umhverfis- og skipulagsráð

Skipulagsráð

Ár 2008, miðvikudaginn 4. júní kl. 09:00, var haldinn 137. fundur skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 3, 4. hæð. Viðstaddir voru: Hanna Birna Kristjánsdóttir, Ólöf Guðný Valdimarsdóttir, Kristján Guðmundsson, Stefán Benediktsson, Björk Vilhelmsdóttir og áheyrnarfulltrúinn Brynjar Fransson. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Magnús Sædal Svavarsson, Ágúst Jónsson, Marta Grettisdóttir og Elín Ósk Helgadóttir. Auk þess gerðu eftirtaldir embættismenn grein fyrir einstökum málum: Jóhannes Kjarval og Margrét Þormar.
Fundarritari var Helga Björk Laxdal.

Þetta gerðist:

(A) Skipulagsmál

1. Afgreiðslufundir Skipulagsstjóra, Mál nr. SN080388
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar skipulagsstjóra Reykjavíkur 30. maí 2008.

2. Baldursgötureitur 1. (01.186.3) Mál nr. SN070031
deiliskipulag, reitur 1.186.3
Teiknistofan Tröð ehf, Hávallagötu 21, 101 Reykjavík
Að lokinni hagsmunaaðilakynningu er lögð fram tillaga teiknistofunnar Traðar dags. 29. nóvember 2007, að deiliskipulagi Baldursgötureits ásamt skuggavarpi, forsögn og samantekt skipulagsfulltrúa, dags. 8. mars 2007 og húsakönnun Minjasafns Reykjavíkur nr. 138, dags. 2008. Reiturinn afmarkast af Freyjugötu, Baldursgötu, Þórsgötu og Njarðargötu. Hagsmunaaðilakynning stóð yfir frá 28. des. 2007 til 11. janúar 2008 og var framlengd til 28. janúar 2008. Athugasemdir bárust frá eftirtöldum aðilum: Björg Finnsdóttir Þórsgötu 20, dags. 7. jan., Áshildur Haraldsdóttir, dags. 7. jan., Helga Þorsteinsdóttir Freyjugata 17b, dags. 3. jan., Guðríður Jóhannesdóttir Þórsgötu 16, dags. 7. jan., Lára V. Júlíusdóttir Freyjugötu 17a, dags. 5. jan., Katla Sigurgeirsdóttir Þórsgötu 22a, dags. 9. jan., 10 íbúar að Þórsgötu 19, dags. 6. janúar 2008, Steinunn Jóhannesdóttir og Einar K. Haraldsson Þórsgötu 18, dags. 11. janúar, Kári Sölmundarson og Auður Þórsdóttir Þórsgötu 18a, dags. 10. janúar, Anna Pálsdóttir Lokastíg 24, dags. 11. janúar, Bergljót Haraldsdóttir og Sigtryggur Magnússon Lokastíg 5, dags. 11. janúar, Kristín B. Óladóttir Þórsgötu 16a, dags. 11. janúar, ályktun frá fundi 10 íbúa á reitnum, mótt. 11. janúar, Borgarlögmenn f.h. eiganda Freyjugötu 17a, dags. 12. janúar 2008.

Sóley Tómasdóttir tók sæti á fundinum kl. 9:12. Gísli Marteinn Baldursson tók sæti á fundinum kl. 9:14
Athugasemdir kynntar.
Frestað.

3. Elliðabraut 4-6, 8-10 og 12. (04.772.3) Mál nr. SN080281
breytt deiliskipulag vegna Elliðabraut 12
Strengur Byggingar ehf, Lágmúla 6, 108 Reykjavík
Kristinn Ragnarsson,arkit ehf, Suðurlandsbraut 4A, 108 Reykjavík
Á fundi skipulagsstjóra 25. apríl 2008 var lögð fram umsókn og tillaga KRark ehf. dags. 22. apríl 2008 f.h. Strengur byggingar ehf. varðandi breytt deiliskipulag á lóðunum nr. 4-6, 8-10 og 12 við Elliðabraut. Í breytingunni felst að stækka byggingarreit til suðurs og bílageymslu undir neðstu hæð. Erindinu var vísað til umsagnar í austurteymi arkitekta hjá skipulagsstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 9. maí 2008. og nýrri tillögu dags. 14. maí 2008.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu.
Vísað til borgarráðs.

4. Jafnasel 6 – 10. (04.993.1) Mál nr. SN080380
Breyting á deiliskipulagi
Brimborg ehf, Bíldshöfða 6, 110 Reykjavík
Jón Róbert Karlsson, Hagasel 7, 109 Reykjavík
Lögð fram umsókn Arko fyrir hönd Brimborgar móttekin 27. maí 2008 um breytingu á deiliskipulagi á lóð 6-10 við Jafnasel skv uppdrætti.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu.
Vísað til borgarráðs.

5. Kárastígsreitur austur. (01.182.3) Mál nr. SN070351
Reitur 1.182.3, deiliskipulag
Lögð fram tillaga ARKHD dags. 2. júní 2008 að deiliskipulagi reits 1.182.3 sem afmarkast af Skólavörðustíg, Frakkastíg og Kárastíg ásamt húsakönnun Minjasafns Reykjavíkur nr. 137 og umsögn húsafriðunarnefndar, dags. 29. febrúar 2008.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu.
Vísað til borgarráðs.

(B) Byggingarmál

6. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa. Mál nr. BN038420
fundargerð
Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð nr. 491 frá 3. júní 2008.

7. Urðarbrunnur 42. (05.054.607) Mál nr. BN038247
nýbygging
Bjarni Sigurðsson, Katrínarlind 1, 113 Reykjavík
Sigurlaug Gissurardóttir, Katrínarlind 1, 113 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja staðsteypt einbýlishús á tveimur hæðum með innbyggðri bílgeymslu, klætt báruðum álplötum og steinflísum á lóðinni nr. 42 við Urðarbrunn.
Stærð: 1. hæð íbúð 138,3 ferm., 2. hæð íbúð 87,2 ferm., bílgeymsla 43,2 ferm.
Samtals 268,7 ferm., 966 rúmm.
Gjald kr. 7.300 + 70.518
Ráðið gerir ekki athugasemdir við að veitt verði byggingarleyfi þegar uppdrættir hafa verið lagfærðir í samræmi við athugasemdir.
Vísað til fullnaðarafgreiðslu byggingarfulltrúa.

8. Úlfarsbraut 30-32, (02.698.406) Mál nr. BN038332
breyting-stækkun kjallara
Gunnar Gunnarsson, Jónsgeisli 15, 113 Reykjavík
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 27. maí 2008 þar sem sótt er um leyfi til að breyta miðað við nýlega samþykkt erindi BN35471 þannig að í kjallara þar sem áður var óuppfyllt rými er er orðrið að notarými að hluta með gluggabreytingu á vesturhlið og gluggalaus geymslurými að hluta á parhúsalóðinni nr. 30-32 við Úlfarsbraut.
Stærðir: Gluggalaust geymslurými xxx ferm. xxx rúmm.
notarými xxx ferm. xx rúmm.
Gjald kr. 7.300 + xxx
Ráðið gerir ekki athugasemdir við að veitt verði byggingarleyfi þegar uppdrættir hafa verið lagfærðir í samræmi við athugasemdir.
Vísað til umsagnar skipulagsstjóra.

(C) Fyrirspurnir

9. Kjalarnes, Hof. Mál nr. SN080178
(fsp) uppbygging, deiliskipulag
Skipulags/arkitekt/verkfrst ehf, Garðastræti 17, 101 Reykjavík
Á fundi skipulagsráðs 9. apríl 2008 var lagt fram bréf Gests Ólafssonar f.h. skipulags- arkitekta og verkfræðistofunnar ehf., dags. 3. apríl 2008 ásamt skissum mótt. 3. apríl 2008 um uppbyggingu í landi Hofs á Kjalarnesi. Erindinu var vísað til skoðunar í vinnu við endurskoðun Aðalskipulags Reykjavíkur 2001-2024.
Erindinu er vísað til skoðunar í stýrihóp um endurskoðun skipulags á Kjalanesi.

10. Baldursgata 32. (01.186.3) Mál nr. SN080336
(fsp) uppbygging á lóð
G.Gunnarsson ehf, Lágmúli 7, 108 Reykjavík
Teiknistofan ehf, Brautarholti 6, 105 Reykjavík
Á fundi skipulagsstjóra 23. maí 2008 var lögð fram fyrirspurn T.ark, dags. 15. maí 2008, um mögulega uppbyggingu á lóðinni nr. 32 við Baldursgötu. Einnig lagt fram skuggavarp dags. 21 ágúst 2006 síðast breytt 18. maí 2008.
Erindinu var vísað til umsagnar í vesturteymi arkitekta hjá skipulagsstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt drögum að umsögn skipulagsstjóra dags. 29. maí 2008.
Vísað til meðferðar í vinnslu deiliskipulagstillögu Baldursgötureits 1.

(D) Ýmis mál

11. Miðborgarvakt skipulagsráðs, Mál nr. SN080387
Hljómalindarreitur kynning.

Laugavegur 4-6 kynning.

Gísli Marteinn Baldursson vék af fundi kl. 11:15. Sóley Tómasdóttir vék af fundi kl. 11:17. Þá var búið að afgreiða alla liði fundargerðarinnar nema lið nr. 11

12. Borgarvernd, húsvernd. Mál nr. SN070387
stefnumótun í borgar- og húsverndarmálum
Lögð fram 8. drög að skýrslu vinnuhóps um stefnumótun í borgar- og húsverndarmálum dags. 2. maí 2008.
Hjörleifur Stefánsson arkitekt, kynnti.
Vísað til skipulagsstjóra.

13. Fríkirkjuvegur 11. Mál nr. SN080385
lóðabreytingar
Framkvæmda- og eignasvið Reykja, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík
Lagt fram bréf skrifstofustjóra Framkvæmda- og eignasviðs, dags. 27. maí 2008, varðandi breytingar á lóð nr. 11 við Fríkirkjuveg skv. mæliblaði, dags.26. maí 2008. Óskað er eftir skiptingu lóðarinnar og afmörkun tveggja nýrra lóða út úr henni.

Samþykkt með vísan til d-liðar 12. gr. samþykktar um skipulagsráð.

Fulltrúar Samfylkingarinnar Björk Vilhelmsdóttir og Stefán Benediktsson sátu hjá við afgreiðslu málsins. Fulltrú Vinstrihreyfingarinnar Græns framboðs Sóley Tómasdóttir greiddi atkvæði gegn tillögunni og óskaði bókað: Fulltrúar Vinstri grænna hafa frá fyrstu tíð lagst gegn sölu hússins við Fríkirkjuveg 11 og er rétt að árétta þá afstöðu nú þegar lóðamörk vegna sölunnar eru afgreidd í skipulagsráði. Hallargarðurinn á, ekki síður en húsið, að vera í eigu og á forræði almennings.

14. Kjalarnes, Grundarhverfi. Mál nr. SN080375
framkvæmdaleyfi fyrir uppbyggingu aðalfráveitukerfis
Orkuveita Reykjavíkur, Bæjarhálsi 1, 110 Reykjavík
Lögð fram umsókn Orkuveitu Reykjavíkur, dags. 14. maí 2008 um framkvæmdaleyfi fyrir uppbyggingu aðalfráveitukerfis í Grundarhverfi á Kjalarnesi með tilheyrandi hreinsi- og dælustöðvum.
Samþykkt með vísan til c-liðar 12. gr. samþykktar um skipulagsráð.

15. Reykjavíkurflugvöllur, lóðarumsókn fyrir flugskýli.. (01.64) Mál nr. SN080096
Norðurflug ehf
Norðurflug ehf, Kringlunni 4-6, 103 Reykjavík
Á fundi skipulagsstjóra 4. apríl 2008 var lögð fram umsókn Norðurflugs ehf., dags. 31. mars 2008, um lóð í flugvallargeira 3M fyrir flugskýli, ásamt umsögn Flugstoða dags. 12. febrúar 2008. Erindinu var vísað til umsagnar í vesturteymi arkitekta hjá skipulagsstjóra og er nú lagt fram að nýju. Einnig lögð fram orðsending skrifstofu borgarstjórnar, dags. 7. apríl 2008 með ítrekun á erindinu, og minisblað skipulagsstjóra dags. 2. júní 2008.
Minnisblað skipulagsstjóra samþykkt.

16. Reynisvatnsvegur. (05.119.6) Mál nr. SN080381
erindi frá íbúasamtökum Grafarholts og Úlfarsárdals
Guðmundur Hrafn Arngrímsson, Katrínarlind 1, 113 Reykjavík
Lagt fram bréf Guðmundar Arngrímssonar f.h. Íbúasamtaka Grafarholts og Úlfarsárdals, dags. 19. maí 2008, varðandi Reynisvatnsveg og skipulags á Reynisvatnsheiði/Hólmsheiði.

17. Gamla höfnin. (01.0) Mál nr. SN080373
hugmyndasamkeppni
Faxaflóahafnir sf, Tryggvagötu 17, 101 Reykjavík
Lagt fram bréf Faxaflóahafna, dags. 19. maí 2008, varðandi hugmyndasamkeppni um þróun og framtíð skipulagssvæðis Gömlu hafnarinnar frá D-reit og Ingólfsgarði í austri að Eyjargarði í vestri.
Samþykkt að tilnefna Gísla Martein Baldursson sem fulltrúa skipulagsráðs í stýrihóp um hugmyndasamkeppni Faxaflóahafna.

18. Skólavörðustígur 42. (01.181.405) Mál nr. BN038427
lagt fram bréf
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa dags. 29. maí sl. vegna stöðvunar óleyfisframkvæmda á lóðinni nr. 42 við Skólavörðustíg.
Bréf byggingarfulltrúa samþykkt.

19. Ægisgata 10. (01.131.213) Mál nr. BN038426
lagt fram bréf
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa dags. 28. maí sl. vegna stöðvunar óleyfisframkvæmda á lóðinni nr. 10 við Ægisgötu.
Bréf byggingarfulltrúa samþykkt.

20. Úlfarsárdalur. Mál nr. BN038429
nafngiftir
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa dags. 2. júní 2008 vegna nafngifta í Úlfarsárdal.
Bréf byggingarfulltrúa samþykkt.

21. Spilasalir og rekstur spilakassa. Mál nr. SN070037
skýrsla samráðshóps
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 22. maí 2008, varðandi samþykkt borgarráðs s.d. um að vísa skipulagsþætti tillagna í skýrslu samráðshóps um forvarnir gegn spilakössum og spilasölum frá 8. apríl 2008 til skoðunar skipulagsráðs.

22. Suðurlandsvegur. (05.8) Mál nr. SN080133
deiliskipulag settjörn
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 22. maí 2008, vegna samþykktar borgarráðs s.d. á auglýsingu á tillögu að deiliskipulagi settjarnar við Suðurlandsveg.

23. Hólmsheiði við Suðurlandsveg - athafnasvæði A3. Mál nr. SN060676
deiliskipulag
Arkís ehf, Aðalstræti 6, 101 Reykjavík
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 22. maí 2008, vegna samþykktar borgarráðs s.d. á bókun skipulagsráðs frá 14. s.m. um auglýsingu á tillögu að deiliskipulagi á athafnasvæði A3 á Hólmsheiði.

24. Árbæjarsundlaug. (04.364.7) Mál nr. SN080392
fyrirheit um sölu byggingarréttar
Lögð fram orðsending borgarstjóra dags. 13. maí 2008. Einnig er lagt fram bréf skrifstofustjóra Framkvæmda- og eignasviðs dags. 21. maí 2008, einnig er lögð fram útskrift úr gerðabók Framkvæmda- og eignaráðs dags. 27. maí 2008 þar sem samþykkt var tillaga skrifstofustjóra Framkvæmda- og eignasviðs Reykjavíkur fyrirheit til Árbæjarþreks ehf. um sölu byggingarréttar fyrir líkamsræktarstöð á lóð Árbæjarsundlaugar við Fylkisveg,

Fundi slitið kl. 11:30.

Hanna Birna Kristjánsdóttir

Ólöf Guðný Valdimarsdóttir Kristján Guðmundsson
Stefán Benediktsson Björk Vilhelmsdóttir
Brynjar Fransson