Umhverfis- og skipulagsráð - og skipulagsráð

Umhverfis- og skipulagsráð

Umhverfis- og samgönguráð

Ár 2009, þriðjudaginn 8. desember kl. 14.00 verður haldinn 40. fundur umhverfis- og samgönguráðs í Hofi að Borgartúni 12-14. Fundinn sátu Gísli Marteinn Baldursson, Áslaug Friðriksdóttir, Gerður Hauksdóttir, Brynjar Fransson, Dofri Hermannsson, Friðrik Dagur Arnarson og Dagný Ósk Aradóttir Pind. Enn fremur sat fundinn Guðsteinn Haukur Barkarson. Jafnframt sátu fundinn Þórólfur Jónsson, Gunnar Hersveinn, Ólafur Bjarnason, Ellý K. Guðmundsdóttir og Örn Sigurðsson, sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Siðareglur fyrir kjörna fulltrúa hjá Reykjavíkurborg.
Lagt fram bréf borgarstjórans í Reykjavík dags. 21. október 2009.

2. Grenndargarðar við Stekkjarbakka. Lögð fram skýrslan „Smálönd – grenndargarðar til matjurtaræktar í þéttbýli“vegna tilraunaverkefnis í samstarfi Umhverfis- og samgöngusviðs Reykjavíkurborgar og Garðyrkjufélags Íslands sumarið 2009.

3. Grasagarðurinn í Reykjavík – árskýrsla. Lögð fram ársskýrsla Grasagarðsins.

4. Skólagarðar Reykjavíkur – ársskýrsla. Lögð fram ársskýrsla 2009.

5. Umferðartalningar 2009. Lögð fram skýrsla Umhverfis- og samgöngusviðs.

6. Umferðarhraði á völdum leiðum. Lögð fram skýrsla Umhverfis- og samgöngusviðs.

7. Hraðahindranir – 30 km svæði. Tillögur. Lagt fram bréf borgarstjórans í Reykjavík dags. 4. nóvember 2009.
Samþykkt einróma að vísa tillögunni til umsagnar Umhverfis- og samgöngusviðs.

8. Öskjuhlíð – Vesturhlíða að lóð Ásatrúarfélags. Lagt fram bréf Umhverfis- og samgöngusviðs dags. 3. desember 2009.
Frestað.

9. TR – bráðabirgðaafnot. Lagt fram bréf TR dags. 3. desember 2009.
Umhverfis- og samgönguráð leggst einróma gegn erindinu.

10. Könnun á ferðavenjum Reykvíkinga. Kynnt niðurstaða könnunar.
Eygerður Margrétardóttir kom á fundinn.

11. Hjólreiðaáætlun. Kynning.
Pálmi Freyr Randversson kom á fundinn.

12. Loftslagsráð Reykjavíkur – tillaga.
Lögð fram á nýju svohljóðandi tillaga fulltrúa Vinstri grænna:
Fulltrúi Vinstri grænna í umhverfis- og samgönguráði leggur til að umhverfis- og samgöngusviði Reykjavíkurborgar verði falið að hefja nú þegar vinnu við að koma á fót Loftslagsráði Reykjavíkur. Ráðið verði þverpólitískur starfshópur stjórnmálamanna og embættismanna í Reykjavík og hlutverk þess verði að meta og endurskoða allar áætlanir borgarinnar í skipulags-, samgöngu- og umhverfismálum í samræmi við niðurstöður vísindamanna um loftslagsbreytingar af völdum manna. Loftslagsráðið beri einnig ábyrgð á því að Loftslags- og loftgæðastefnu Reykjavíkurborgar sé framfylgt.
Tillögunni fylgdi greinargerð.
Fundarritari dró til baka óviðeigandi ummæli um málflutning fulltrúa Vinstri grænna.
Frestað.

13. Hverfisgata – bætt ímynd götunnar. Lagt fram bréf borgarstjórans í Reykjavík dags. 20. nóvember 2009.
Samþykkt einróma að fela Samgöngustjóra að gera umsögn um erindið.

14. Innleiðing vistvænna innkaupa. Lagt fram bréf borgarstjórans í Reykjavík dags. 13. nóvember 2009.

15. Fundargerðir.
a. Lögð fram til kynningar fundargerð 267. fundar stjórnar Sorpu bs.
b. Lögð fram til kynningar fundargerð 127. fundar stjórnar Strætó bs.

16. Kerfisáætlun 2009. – Afl- og orkujöfnun. Lagt fram bréf borgarstjórans í Reykjavík dags. 9. nóvember 2009.

17. Staðsetning á útilistaverkinu Vörðu eftir Jóhann Eyfells. Lagt fram bréf Menningar- og ferðamálasviðs dags. 25. nóvember 2009.
Umhverfis- og samgönguráð gerir ekki athugasemdir við erindið.

18. Sala bílastæðahúsa. Lagt fram á ný bréf borgarstjórans í Reykjavík dags. 4. september 2009 og bréf ásamt umsögn Bílastæðasjóðs dags. 2. nóvember 2009. Umhverfis- og samgönguráð gerir ekki athugasemdir við umsögn Bílastæðasjóðs og vísar henni til borgarráðs.

19. Uppsögn Flugstoða á samningi við Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins.
Lagt fram bréf Flugstoða ohf. dags. 19. október 2009, bréf borgarstjórans í Reykjavík dags. 28. september 2009 og bréf Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 8. október 2009 til kynningar.

20. Tillaga um Laugarnes.
Fulltrúar Samfylkingar lögðu fram svohljóðandi tillögu:
Fulltrúar Samfylkingarinnar í Umhverfis- og samgönguráði leggja til að náin samvinna Umhverfis- og samgöngusviðs, Menningar- og ferðamálasviðs, Framkvæmdasviðs og Skipulagssviðs verði hafin við að bæta umbúnað og aðstöðu til útivistar, sögu- og menningarupplifunar í Laugarnesi. Samhliða hefjist vinna að verndaráætlun fyrir Laugarnes þar sem samhengis náttúru- og fornminja, sem og listræns gildis svæðisins verður virt og verndun mörkuð til framtíðar. Sviðin sameinist um að taka frá fjármagn til þessa starfs á árinu 2010.
Tillögunni fylgdi greinargerð.
Frestað.

Fundi slitið kl. 16.35.

Gísli Marteinn Baldursson

Áslaug Friðriksdóttir Gerður Hauksdóttir
Brynjar Fransson Dofri Hermannsson
Friðrik Dagur Arnarson Dagný Ósk Aradóttir Pind
Guðsteinn Haukur Barkarson.