Umhverfis- og skipulagsráð
Ár 2003, þriðjudaginn 7. október kl. 09:00 var haldinn 61. fundur samgöngunefndar Reykjavíkur í Skúlatúni 2, 5. hæð.
Þessir sátu fundinn: Árni Þór Sigurðsson, Gísli Marteinn Baldursson, Haukur Logi Karlsson, Hlín Sigurðardóttir og Kjartan Magnússon.
Einnig komu á fundinn: Ásgeir Eiríksson, Baldvin Baldvinsson, Bjarnfríður Vilhjálmsdóttir, Ólafur Bjarnason, Ólafur Stefánsson, Sigurður Skarphéðinsson, Stefán Finnsson og Stefán Haraldsson.
Fundarritari var Þórhildur Lilja Ólafsdóttir.
Þetta gerðist: Mál nr. 2002120014 1. Lagt fram bréf borgarritara f.h. borgarráðs dags. 17.09.2003, um bann við bifreiðastöðum við Sunnuveg og bréf varalögreglustjórans í Reykjavík um sama efni.
Mál nr. 2003050355 2. Lagt fram bréf borgarritara f.h. borgarráðs dags. 17.09.2003, um að Efstaleiti verði aðalbraut milli Bústaðarvegar og Listabrautar og bréf varalögreglustjórans í Reykjavík dags.25.09.2003 um sama efni.
Mál nr. 2003010029 3. Lagt fram bréf Árna E. Albertssonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns dags. 16.09.2003, varðandi fyrirspurn um stæði fyrir leigubifreiðar.
4. Mál nr. 2003050005 Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 12.09.2003, um samþykkt borgarráðs um samgöngumál.
5. Mál nr. 2003050088 Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs á framkvæmdaráætlun gatna fyrir árið 2003, dags. 24.09.2003.
6. Mál nr. 2002020026 Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar f.h. borgarráðs dags. 10.09.2003, um samþykkt borgarráðs á að U-beygjur verði bannaðar á gatnamótum Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar sem og bréf varalögreglustjórans í Reykjavík dags. 17.09.2003, um sama efni.
7. Mál nr. 2003090025 Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar dags. 05.09.2003, varðandi tillögu borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um endurnýjun og viðhald gangstétta og göngustíga. Vísað til gatnamálastjóra.
8. Mál nr. 2002010013 Lagt fram bréf Hlöðvers A. Rafnssonar, f.h. Sverris A. Hlöðverssonar dags. 24.09.2003, vegna bifreiðarstæða við Ofanleiti 19-21, sem og bréf gatnamálastjóra dags. 31.10.2003, um sama efni. Samþykkt og vísað til borgarráðs.
9. Mál nr. 2003080096 Lagt fram bréf gatnamálstjóra dags. 25.09.2003, varðandi umferð bifreiða á göngustíg milli Smárarima og Rimaflatar. Samþykkt.
10. Mál nr. 2003080101 Lagt fram bréf gatnamálastjóra dags. 25.09.2003, varðandi lýsingu við Bankastræti 12. Frestað.
11. Mál nr. Lögð fram skýrsla framkvæmdastjóra Bílastæðasjóðs um innkaup samkvæmt 2. mgr. 27. gr. innkaupareglna Reykjavíkurborgar.
12. Mál nr. 2003030057 Lagt fram bréf formanns húsfélagsins að Skaftahlíð 8, dags. 16.03.2003, varðandi ósk um hraðahindrun á mót við Saftarhlíð 6, sem og bréf yfirverkfræðings verkfræðistofu RUT, dags. 01.10.2003. Samþykkt.
13. Mál nr. Kynning á endurnýjun Laugavegs frá Snorrabraut að Barónsstíg, Ólafur Stefánsson, verkfræðingur á Gatnamálstofu RUT kynnti.
14. Mál nr. Lagt fram bréf ritara samgöngunefndar dags. 03.10.2003, þar sem lagt er til að samgöngunefnd Reykjavíkur samþykki afgreiðslu erinda er borist hafa ritara samgöngunefndar. Samþykkt. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks í samgöngunefnd óskuðu bókað; Fulltrúar Sjálfstæðismanna taka undir óskir íbúa við Sörlaskjól um úrbætur í umferðar- og bílastæðamálum. M.a. er brýnt að fljótlega verði útbúin sérstök bifreiðastæði vegna hins vinsæla útivistarsvæðis við Faxaskjól og Ægisíðu.
15. Mál nr. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks í samgöngunefnd lögðu fram svofellda tillögu; Kvartanir hafa borist frá íbúum við neðanverða Ránargötu og Garðastrætis vegna ónæðis síðla nætur og eldsnemma morguns frá díselbifreiðum, sem eru í ferðum til og frá hótelum og gistiheimilum við Ránargötu. Er kvartað yfir því að bifreiðar þessar séu hafðar í gangi í götunni eða við gatnamót Ránargötu og Garðastrætis mun lengur en nauðsynlegt er til að sækja og láta af farþegar og farangur. Fulltrúar sjálfstæðismanna leggja til að sett verði upp skilti á þessum stað sem áminni bílstjóra um að láta ekki bílvélar vera í lausagangi á þeim tíma sem svefnfriður skal ríkja í íbúahverfum. Greinagerð fylgir tillögunni. Samþykkt að vísa tillögunni til verkfræðistofu RUT.
16. Mál nr. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks í samgöngunefnd lögðu fram svofellda bókun; Sjálfstæðismenn óska eftir því að lagfæringar verði gerðar sem fyrst á fjölförnum göngustígamótum í Laugardal. Gatnamótin eru milli aðalleikvangs, aðkomu að Valbjarnarvelli og Félagshúss Þróttar. Vegna hönnunargalla og rangrar staðsetningar niðurfalls myndast þar tíðum forarsvað í votviðri og svellbunki í frostum þannig að gangandi og hjólandi vegfarendum stafar hætta af. Nánari upplýsingar koma fram í meðfylgjandi tölvupósti frá Guðmundi Vigni Óskarssyni, framkvæmdastjóra Þróttar. Samþykkt að vísa tillögunni til gatnamálastofu RUT.
17. Mál nr. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks í samgöngunefnd lögðu fram svohljóðandi tillögu; Samgöngunefnd samþykkir að lagðar verði upphleyptar, hvítar rendur í því skyni að vera ökumenn við krappri beygju á Einarsnesi nálægt gatnamótunum við Gnitanes en á þeim stað hafa orðið mörg umferðaróhöpp. Slíkar rendur eru í notkun á Nesvegi á Seltjarnarnesi og hafa gefið góða raun. Samþykkt að vísa tillögunni til verkfræðistofu RUT.
18. Má nr. Lagt fram bréf framkvæmdastjóra Bílastæðasjóðs dags. 07.10.2003, varðandi niðurstöður starfshóps um sameiginlegar tillögur um breytingar á bílastæðagjöldum í miðborginni. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks í samgöngunefnd lögðu fram svofellda breytingartillögu; Samgöngunefnd samþykkir að aukastöðugjald vegna brota á reglum um notkun stöðureita í Reykjavík og gjaldtöku, sbr. F-lið 1.mgr. 108 gr. Umferðalaga, verði lækkað úr 1.500 kr. í 750 kr. Greiðslufrestur aukastöðugjalda verði 31 dagur eftir álagningu. Breytingartillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokks felld með 3 atkvæðum. Formaður lagði til að tillaga starfsópsins um staðgreiðsluafslátt og viðbótarálag vegna stöðvunarbrota yrði samþykkt. Samþykkt samhljóða
Formaður lagði til að tillaga starfshópsins um afnám ákvæða um leyfilegan hámarksstöðutíma á stöðumælasektum yrði samþykkt. Samþykkt samhljóða.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks í samgöngunefnd óskuðu bókað;
Fulltrúar sjálfstæðismanna fagna þeim sinnaskiptum sem orðið hafa á stefnu R-listans í bílastæðamálum með lækkun aukastöðugjalds úr 1.500 krónum í 950 ef greitt er innan þriggja daga. Sjálfstæðismenn hefðu þó viljað ganga lengra og lækka gjaldið niður í 750 krónur eins og fulltrúar kaupmanna og annarra rekstraraðila í Miðbænum hafa lagt til. Sjálfstæðismenn telja ekki nauðsynlegt að gera það að skilyrði fyrir lækkun aukastöðugjalds að það sé greitt innan þriggja daga frá álagningu. Reynslan hefur sýnt að svo skammur greiðslufrestur stuðlar að óánægju og streitu. Eðlilegt er að miða við 31 dags greiðslufrest enda eru starfsmenn Bílastæðasjóðs kappsamir við innheimtu álagðra gjalda. Allt frá því að R-listinn hækkaði aukastöðugjaldið í 1.500 krónur hafa sjálfstæðismenn bent á að það sé of hátt og skaði miðborg Reykjavíkur með ýmsum hætti. Engin sátt hefur verið með umrætt gjald enda hefur það fælt viðskiptavini jafnt sem rekstraraðila úr Miðbænum. Eftir að R-listinn þrefaldaði aukastöðugjaldið árið 2000 hafa fjölmörg fyrirtæki flutt starfsemi sína úr Miðbænum eða hætt starfsemi og hafa mörg þeirra nefnt bílastæðastefnu R-listans sem helsta orsakavaldinn. Með lækkun gjaldsins viðurkennir R-listinn í raun gjaldþrot stefnu sinnar í bílastæðamálum og fellst á þau rök gegn svo háu gjaldi sem fulltrúar sjálfstæðismanna, kaupmenn og viðskiptavinir hafa haldið fram árum saman.
Fulltrúar Reykjavíkurlistans í samgöngunefnd óskuðu bókað; Með samþykkt samgöngunefndar um að leggja til við borgarráð að lækka aukastöðugjald um 550 kr. ef greitt er innan 3ja daga, ásamt öðrum breytingum á bílastæðagjöldum, er komið til móts við sjónarmið Þróunarfélags miðborgar og markaðsnefndar miðborgar án þess að kollvarpað sé þeirri meginstefnu að uppbygging í bílastæðamálum sé kostuð af tekjum bílastæðasjóðs en ekki almennum útsvarstekjum borgarinnar. Þessari aðgerð er ætlað að hvetja til viðskipta í miðborginni en borgaryfirvöld leggja ríka áherslu á miðborgarmálin eins og kunnugt er. Tillögur meirihlutans byggja á nokkurra mánaða vinnu fulltrúa hagsmunaaðila í miðborginni og fulltrúa borgarinnar sem formaður samgöngunefndar hafði frumkvæði að að setja á laggirnar. Í þeim hópi er góð samstaða um tillögurnar og því ber að fagna. Sjálfstæðismönnum í samgöngunefnd væri meiri sæmd af því að styðja heilshugar við bakið á þeirri samstöðu. Þess í stað leggja þeir fram tillögur sem eru óábyrgar og einkennast af pólitískum yfirboðum sem ekkert mark er á takandi og í bókun þeirra eru settar fram hefðbundnar klisjur og fullyrðingar sem ekkert er á bak við.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks í samgöngunefnd óskuðu bókað; Við sjálfstæðismenn fögnum því að R-listinn skuli nú loks gefa eftir í misheppnaðri stefnu sinni í málefnum miðborgarinnar og styðjum staðgreiðsluafsláttinn heils hugar en áskiljum okkur að sjálfsögðu fullan rétt til að segja kost og löst á aðferðinni. Tillaga um lækkun aukastöðugjalds í 750 krónur er í fullu samræmi við vilja rekstraraðila í miðborginni og fyrri tillögur sjálfstæðismanna í þessum efnum. Kapphlaup bifreiðaeigenda við þriggja daga staðgreiðsluafslátt stuðlar að óánægju og streitu og væri eðlilegra að miða við mánaðar greiðslufrest eins og tíðkast víðast hvar á neytendamarkaði og við útgáfu opinberra sekta, t.d. hjá lögreglunni. Hugmyndin um afnám gjaldskyldu á laugardögum í tilraunaskyni er upphaflega komin frá rekstraraðilum í miðborginni og nýtur mikils stuðnings meðal þeirra. Því er vísað á bug að sú hugmynd sé óábyrg en með samþykkt tillögunnar hefði samkeppnisstaða verslana í Miðbænum verið bætt verulega, ekki síst gagnvart verslanamiðstöðvum sem bjóða ókeypis bílastæði allan ársins hring.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks í samgöngunefnd lögðu fram eftirfarandi tillögu; Samgöngunefnd samþykkir að í tilraunaskyni verði gjaldskylda á bílastæðum í miðborginni felld niður á laugardögum. Markmið tilraunarinnar er að fjölga viðskiptavinum í miðborginni og bæta samkeppnisstöðu hennar gagnvart öðrum verslunarmiðstöðvum sem bjóða viðskiptavinum sínum ókeypis bílastæði allan ársins hring. Meta skal árangur tilraunarinnar að ári og taka ákvörðun um framhaldið.
Tillagan felld með þremur atkvæðum.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks í samgöngunefnefnd óskuðu bókað; Flest skrifstofufólk á frí á laugardögum og þá er því mun minni ásókn í bílastæði í Miðbænum en á virkum dögum. Að teknu tilliti til þessara staðreyndar og vilja rekstraraðila í Miðbænum styðja sjálfstæðismenn þær hugmyndir eindregið að gjaldskylda stöðumæla verði felld niður á laugadögum í tilraunaskyni og telja að það myndi tvímælalaust stórefla samkeppnisaðtöðu miðborgarinnar. Skorum við R-listann að endurskoða afstöðu sína til þessarar tillögu.
19. Mál nr. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks í samgöngunefnd lögðu fram svofellda tillögu á fundi samgöngunefndar 2. september sl. Samgöngunefnd samþykkir að viðskiptavinum Bílastæðasjóðs verði gefinn kostur á því að greiða fyrir bílastæði úr GSM- símum. Markmið tillögunnar er að bæta þjónustu við viðskiptavini Bílastæðasjóðs og efla Miðbæinn. Slíkur greiðslumáti hefur nú þegar rutt sér til rúms víða erlendis, orðið þar til hagræðis fyrir bíleigendur jafnt sem rekstraraðila bílastæða og stuðlað að aukinni ánægju viðskiptavina. Framkvæmdastjóra Bílastæðasjóðs er falin framkvæmd málsins og óskað er eftir því að hann leggi tillögur um slíkar GSM- lausnir fyrir nefndina innan þriggja mánaða.
Lagt fram bréf framkvæmdastjóra Bílastæðasjóðs dags. 07.10.2003, þar sem fram kemur að stefnt sé að upptöku gsm – greiðslukerfa fyrir stöðu og miðamæla. Fyrir árslok 2003 verði Bílastæðasjóður búinn að stilla upp skilmálum sem rekstraraðilar slíkra kerfa þurfi að uppfylla.
Fleira gerðist ekki og var fundi slitið kl. 10:10
Árni Þór Sigurðsson
Kjartan Magnússon Haukur Logi Karlsson
Gísli Marteinn Baldursson Hlín Sigurðardóttir