Umhverfis- og skipulagsráð - og skipulagsráð

Umhverfis- og skipulagsráð

Fundargerð samgöngunefndar

Ár 2003, þriðjudaginn 18. nóvember kl. 10:00 var haldinn 65. fundur samgöngunefndar Reykjavíkur í Skúlatúni 2, 5. hæð.

Þessir sátu fundinn: Árni Þór Sigurðsson, Gísli Marteinn Baldursson, Hlín Sigurðardóttir, Kjartan Magnússon og Steinunn Valdís Óskarsdóttir.

Einnig komu á fundinn: Ásgeir Eiríksson, Baldvin Baldvinsson, Björn Ingi Sveinsson, Björg Helgadóttir, Haraldur Sigurðsson, Jóhannes Kjarval, Stefán Finnsson, Stefán Haraldsson, Stefán Hermannsson, Ólafur Stefánsson, Ólafur Bjarnason og Þorgrímur Guðmundsson.

Fundarritari var Þórhildur Lilja Ólafsdóttir.

Þetta gerðist:

1. Mál nr. 2003020067 Lagt fram yfirlit yfir viðskipti Gatnamálastofu Reykjavíkur við Innkaupastofnun Reykjavíkur í október 2003, dags. 06.11.2003.

2. Mál nr. 2003070033 Lagður fram úrskurður Skipulagsstofnunar vegna færslu Sæbrautar milli Laugarnesvegar og Kambsvegar í Reykjavík.

3. Mál nr. 2001030057 Lögð fram verkáætlun og drög að forsögn um skipulag miðborgar kringum TRH. Stefán Hermannsson framkvæmdastjóri Austurhafnar TRH og Jóhannes Kjarval arkitekt frá Skipulags- og byggingarsviði kynntu.

4. Mál nr. 2003080010 Evrópsk samgönguvika. Björg Helgadóttir formaður stýrishópsins kynnti.

Formaður lagði fram eftirfarandi tillögu:

Samgöngunefnd samþykkir að halda Evrópska samgönguviku árið 2004. Felur nefndin stýrihópum að starfa áfram og leita eftir samráði við Höfuðborgarstofu um framkvæmd vikunnar á næsta ári. Samþykkt samhljóða.

Kjartan Magnússon fulltrúi Sjálfstæðismanna óskaði bókað:

Undirritaður þakkar fyrir fram komnar upplýsingar og vill jafnframt ítreka þakkir sínar til þeirra sem störfuðu að dagskrá og viðburðum vegna samgönguviku. Formaður samgöngunefndar hefur þó ekki enn svarað spurningum varðandi umfjöllun fjölmiðla um bíllausa daginn. Eru þessar spurningar því hér með áréttaðar og óskað eftir því að formaðurinn svari þeim: Telur formaður samgöngunefndar að sá ferðamáti hans á bíllausa daginn, að fara ferða sinna um borgina í opinberri bifreið með einkabílstjóra, hafi verið í samræmi við hugmyndafræði bíllausa dagsins sem hann var helsti hvatamaður að og svo ötull við að kynna? Telur formaðurinn að fordæmi hans á bíllausa daginn, sem varð sérstakt umfjöllunarefni fjölmiðla, hafi verið til þess fallið að koma þeim skilaboðum til borgarbúa að eftir nær tíu ára valdatíma R-listans í borgarstjórn, séu almenningssamgöngur í Reykjavík raunhæfur valkostur við einkabílinn?

Árni Þór Sigurðsson formaður samgöngunefndar óskaði bókað;

Fyrirspurn Kjartans Magnússonar hefur þegar verið svarað og þótt hann sé ekki sáttur við svörin er það fyrst og fremst hans vandamál.

5. Mál nr. 2003080097 Lagt fram bréf forstöðumanns Verkfræðistofu RUT, dags. 12.11.2003, varðandi bílastæði við Birtingakvísl. Samþykkt að kynna málið fyrir íbúum hverfisins og fyrir Hverfaráði. Vísað til Gatnamálastjóra til afgreiðslu.

6. Mál nr. 2001090087 Lagt fram bréf formanns íbúasamtaka Grafarvogs, dags. 11.11.2003, varðandi beiðni um að settar verði aðreinar og fráreinar við gatnamót Víkurvegar og Fossaleynis. Vísað til Verkfræðistofu RUT

7. Mál nr. 2003110034 Kynnt tillaga að breytingum á umferðarskipulagi við Sundlaugarveg.

8. Mál nr. 2003110010 Lagt fram bréf bifreiðastjórafélagsins Frama, ódagsett, varðandi lokanir og leyfðan akstur, einnig lagt fram bréf Gatnamálastjóra, dags. 13.11.2003. Vísað til Verkfræðistofu RUT.

9. Mál nr. 2002040033 Lagt fram svar Gatnamálastjóra, dags. 13.11.2003 við fyrirspurn Kjartans Magnússonar fulltrúa Sjálfstæðismanna frá fundi nefndarinnar 4. nóvember sl. varðandi ófrágengið svæði milli Skúlagötu og Sæbrautar.

10. Mál nr. 2003070044 Lagt fram bréf yfirverkfræðings Verkfræðistofu RUT, dags. 14.11.2003, varðandi hljóðmön við Laufrima. Einnig lagt fram bréf Steinars Guðmundssonar, dags. 07.07.2003 um sama efni. Vísað til Verkfræðistofu RUT.

11. Mál nr. 2003100078 Lögð fram umsögn yfirverkfræðings Verkfræðistofu RUT, dags. 10.11.2003, varðandi umferðarljós við gatnamót Snorrabrautar og Bergþórugötu, einnig lagt fram bréf íbúa Karlagötu 1, dags. 26.10.2003 um sama efni. Samþykkt.

Mál nr. 2001040174 12. Lögð fram erindi sem borist hafa ritara samgöngunefndar. a. Umferð í Hlíðarhverfi, bréf formanns umferðarnefndar Hlíðarhverfis, dags. 03.11.2003. (Mál nr. 2001100104). Vísað til Verkfræðistofu RUT.

b. Bréf framkvæmdastjóra Kringlunnar, dags. 16.10.2003, varðandi Kringlugötu. (Mál nr. 2003100016). Vísað til Verkfræðistofu RUT og Gatnamálastjóra.

c. Bréf Karenar Ákadóttur og Sóleyjar Hjálmarsdóttur (ódags.), varðandi ósk um að sett verði upp umferðarljós á horni Holtavegar og Skipasunds. (Mál nr. 2003110019). Vísað til Verkfræðistofu RUT

d. Bréf íbúa við Karfavog, dags. 13.11.2003, varðandi mótmæli við gerð bílastæða við norðanverðan Gnoðavog. (Mál nr. 2001080028). Vísað til Verkfræðistofu RUT

Fleira gerðist ekki og var fundi slitið kl. 11:30

Árni Þór Sigurðsson
Gísli Marteinn
Hlín Sigurðardóttir
Kjartan Magnússon
Steinunn Valdís Óskarsdóttir