Umhverfis- og skipulagsráð - og skipulagsráð

Umhverfis- og skipulagsráð

Fundargerð samgöngunefndar

Ár 2004, þriðjudagurinn 06. janúar kl. 09:00 var haldinn 67. fundur samgöngunefndar Reykjavíkur í Skúlatúni 2, 5. hæð.

Þessir sátu fundinn: Árni Þór Sigurðsson, Gísli Marteinn Baldursson, Hlín Sigurðardóttir, Kjartan Magnússon og Steinunn Valdís Óskarsdóttir.

Einnig komu á fundinn: Baldvin Baldvinsson, Björn Ingi Sveinsson, Haraldur Sigurðsson, Jóhannes Kjarval, Margrét Harðardóttir, Ólafur Bjarnason, Ólafur Stefánsson, Pétur Fenger , Salvör Jónsdóttir, Sigurður Skarphéðinsson, Smári Ólafsson, Þorgrímur Guðmundsson, Stefán Haraldsson, Stefán Hermannsson og Örn Steinar.

Fundarritari var Þórhildur Lilja Ólafsdóttir.

Þetta gerðist:

Mál nr. 2003020067 1. Lagt fram yfirlit yfir viðskipti Gatnamálastofu Reykjavíkur við Innkaupastofnun Reykjavíkur í nóvember 2003, dags. 03.12.2003.

Mál nr. 2003050005 2. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. 05.12.2003, varðandi breytingar á 2. mgr. 11. gr. samþykktar fyrir samgöngunefnd.

Mál nr. 2003090089 3. Lagt fram bréf varalögreglustjóra, dags. 10.12.2003, varðandi samþykkt borgarráðs um að banna bifreiðastöður við norðurkant Sogarvegar, milli Réttarholtsvegar og Grensásvegar.

Mál nr. 2003120005 4. Lagt fram bréf yfirlögregluþjónsins í Reykjavík, dags. 31.10.2003, varðandi uppsetningu á hraðaljósmyndavélum og beiðni um lagfæringar á búnaði fyrir myndavélarnar.

Mál nr. 2003070055 5. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. 17.12.2003 varðandi endur upptöku máls um stoðvegg á lóðarmörkum Hrísateigs 16. Einnig lagt fram bréf borgarritara, dags. 09.12.2003, bréf gatnamálastjóra, dags. 01.10.2003, sem og minnisblað Bjarka Guðmundssonar f.h. Línuhönnunar, dags. 03.02.2003, allt varðandi málefni Hrísateigs 16.

Mál nr. 2002070112 6. Lagt fram bréf yfirverkfræðings verkfræðistofu RUT, dags. 30.12.2003, varðandi 30 km hámarkshraða innan hverfa sem samþykkt voru af samgöngunefnd til framkvæmda. Vísað til lögreglustjóra til afgreiðslu.

Mál nr. 2003040040 7. Lagt fram erindi Atla Más Jósafatssonar, dags. 10.12.2003, varðandi aðgerðir vegna umferðarþunga við Holtaveg og Langholtsveg. Einnig lögð fram umsögn forstöðumanns Verkfræðistofu RUT, dags. 05.01.2004. Samþykkt.

Mál nr. 2003110061 8. Lagt fram bréf Magnúsar Bergssonar, dags. 27.11.2003 f.h. Landssamtaka hjólreiðamanna, varðandi beiðni um hjólreiðabraut meðfram Vesturlandsveginum að byggðarkjarna Kjalarness. Einnig lögð fram umsögn forstöðumanns Verkfræðistofu RUT, dags. 02.12.2003. Samþykkt.

Mál nr. 2001080028 9. Lögð fram umsögn forstöðumanns Verkfræðistofu RUT, dags. 01.12.2003, varðandi mótmæli við gerð bílastæða við norðanverðan Gnoðavog, sem og erindi eigenda Karfavogs 43, dags. 13.11.2003. Samþykkt

Mál nr. 2001040174 10. Lagt fram bréf ritara samgöngunefndar, dags. 06.01.2004, varðandi erindi sem borist hafa nefndinni. Samþykkt.

Mál nr. 2003020109 11. Kynning á leiðarkerfi Strætó b.s. Pétur Fenger aðstoðarframkvæmdastjóri Strætó bs. og Smári Ólafsson kynntu.

Mál nr. 2003120041 12. Kynning á TRH. Margrét Harðardóttir arkitekt og Örn Steinar kynntu.

Steinunn Valdís Óskarsdóttir fór af fundinum kl. 10:30

Fleira gerðist ekki og var fundi slitið kl. 11:30
Árni Þór Sigurðsson
Gísli Marteinn
Hlín Sigurðardóttir
Kjartan Magnússon