Umhverfis- og skipulagsráð - og skipulagsráð

Umhverfis- og skipulagsráð

VINNUSKÓLI REYKJAVÍKUR

Ár 2003, mánudaginn 14. apríl, hélt stjórn Vinnuskóla Reykjavíkur 82. fund sinn. Fundurinn var haldinn á Skúlagötu 19 og hófst kl. 9,00. Mættir voru: Kolbeinn Óttarsson Proppé, formaður, Guðrún Ebba Ólafsdóttir og Stefán Þór Björnsson. Auk þeirra sátu fundinn Ellý K. J. Guðmundsdóttir, Ómar Einarsson og Arnfinnur U. Jónsson, sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Formaður greindi frá starfi Samráðshóps varðandi sumarvinnu skólafólks en hópurinn hefur nú haldið 10 bókaða fundi. Á síðasta fundi Samráðshópsins þann 11. apríl s.l. var gengið frá tillögu hópsins til borgarráðs um ráðstöfun fjárveitingar til atvinnuátaks fyrir ungt fólk í sumar, sbr. samþykkt borgarráðs þann 25. febrúar s.l. Í bréfi Samráðshópsins til borgarráðs ds. 11. apríl 2003 er vakin athygli á að tillögur hans taka einungis á hluta af áætlaðri umframfjárþörf Vinnuskólans í ár.

2. Formaður lagði fram eftirfarandi tillögu: Stjórn Vinnuskóla Reykjavíkur samþykkir að leggja til við borgarráð að laun unglinga í Vinnuskólanum sumarið 2003 hækki um 3% frá því sem var 2002. Samþykkt með þremur samhljóða atkvæðum.

3. Störf leiðbeinenda og annarra fullorðinna starfsmanna hjá Vinnuskóla Reykjavíkur sumarið 2003 voru auglýst dagana 22. - 24. febrúar s.l. með umsóknarfresti til 21. mars. Upplýsingar um störfin eru á heimasíðu skólans og umsækjendur fylla út umsóknareyðublað á heimasíðunni og senda rafrænt til Vinnuskólans. Um 550 umsóknir hafa borist, þar af frá um 80 sem starfað hafa hjá skólanum áður, og ráðningarferlið er hafið með því að nýir umsækjendur eru kallaðir í viðtöl. Alls verða um 220 starfsmenn ráðnir í þessum flokki.

4. Skráning unglinga í sumarstörfin hófst 1. apríl og lýkur 30. apríl. Síðast í mars var ábendingu dreift til nemenda í 8., 9. og 10. bekk grunnskólanna í borginni. Bent var á upplýsingar á heimasíðu skólans, nemendur skrá sig þar og senda rafrænt til Vinnuskólans. Um 400 unglingar höfðu skráð sig í byrjun dags 14. apríl en áætlað er að alls 3.000 unglingar hefji störf hjá Vinnuskóla Reykjavíkur þann 10. júní n.k.

Fundi slitið kl. 10,15

Kolbeinn Óttarsson Proppé Guðrún Ebba Ólafsdóttir
Stefán Þór Björnsson