Umhverfis- og skipulagsráð - og skipulagsráð

Umhverfis- og skipulagsráð

Ár 2003, mánudaginn 2. júní, hélt stjórn Vinnuskóla Reykjavíkur 84. fund sinn. Fundurinn var haldinn á Skúlagötu 19 og hófst kl. 9,00. Mættir voru: Kolbeinn Óttarsson Proppé, formaður, Guðrún Ebba Ólafsdóttir og Stefán Þór Björnsson. Auk þeirra sátu fundinn Ellý K. J. Guðmundsdóttir, Guðrún Þórsdóttir og Arnfinnur U. Jónsson sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Skólastjóri lagði fram yfirlit yfir skráningar unglinga í Vinnuskóla Reykjavíkur m.v. 30. maí s.l. Fjöldinn er kominn um 10% yfir áætlaða tölu frá gerð starfsáætlunar s.l. haust. Borgarráði Reykjavíkur verður gerð grein fyrir stöðunni.

2. Skólastjóri gerði grein fyrir meðhöndlun umsókna frá unglingum um sumarstörf. Þær komu allar til skólans rafrænt en á heimasíðu Vinnuskólans eru upplýsingar um störfin og skráningarblað til að fylla út og senda. Svör með ráðningarstaðfestingu (vinnukorti) verða send til unglinganna rafrænt n.k. þriðjudag og miðvikudag. Í venjulegum pósti til nokkurra sem ekki höfðu gefið upp netpóstfang. Sumarstarfið hefst þriðjudaginn 10. júní.

3. Lagt fram bréf frá námsráðgjafa í Álftamýrarskóla með fyrirspurn um hvort þrjár stúlkur úr skólanum sem ætla að þiggja boð Landhelgisgæslunnar og Samtaka sveitarfélaga um vinnu um borð í varðskipi í sumar væru þann tíma á launum hjá Vinnuskólanum. Stjórnin var sammála um að þetta samrýmist ekki starfsreglum Vinnuskólans og verður fyrirspurninni því svarað neitandi.

Fundi slitið kl. 10,00

Kolbeinn Óttarsson Proppé
Guðrún Ebba Ólafsdóttir
Stefán Þór Björnsson