No translated content text
Umhverfis- og skipulagsráð
Ár 2003, þriðjudaginn 24. júní, hélt stjórn Vinnuskóla Reykjavíkur 85. fund sinn. Fundurinn var haldinn á Skúlagötu 19 og hófst kl. 9,00. Mættir voru: Kolbeinn Óttarsson Proppé, formaður, Guðrún Ebba Ólafsdóttir og Sigrún Jónsdóttir. Auk þeirra sátu fundinn Ellý K. J. Guðmundsdóttir, Guðrún Þórsdóttir og Arnfinnur U. Jónsson sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Skólastjóri lagði fram að nýju yfirlit yfir skráningar unglinga í Vinnuskóla Reykjavíkur m.v. 30. maí og 10. júní. Fjöldinn er kominn um 10% yfir áætlaða tölu frá gerð starfsáætlunar s.l. haust. Einnig var greint frá samþykkt borgarráðs þann 11. apríl á tillögu samstarfshóps um sumarvinnu skólafólks á ráðstöfun fjárveitinga vegna atvinnuátaks og þann 10. júní á tillögu fjármálastjóra um viðbótarfjárveitingu vegna sumarvinnu skólafólks.
2. Lögð fram beiðni frá samráðshópnum "Ljósberinn" um að fá að leggja fyrir unglinga í Vinnuskóla Reykjavíkur spurningakönnun um viðhorf unglinga til kynlífs og kynhegðunar. Stjórnin var sammála um að Vinnuskólinn geti ekki boðið aðstöðu sem tryggi að hver og einn geti svarað könnun sem þessari í einrúmi og af heilindum. Erindinu var hafnað af þessum ástæðum.
3. Lögð fram beiðni þriggja nema, sem fengið hafa styrk frá Nýsköpunarsjóði námsmanna til verkefnis sem kallast "Júlía og Júlía - rannsóknarleikhús", um að leggja fyrir unglinga í Vinnuskóla Reykjavíkur könnun á viðhorfum unglinga til jafnréttismála og fyrirmynda í fjölmiðlum. Erindinu var hafnað af sömu ástæðum og nefndar eru í 2. lið fundargerðarinnar.
4. Kynnt yfirlit um kaup og kjör unglinga í níu vinnuskólum á SV-landi, þar sem fram kemur vinnutími, launataxtar, tekjumöguleikar og starfsréttindi, s.s. orlof, lífeyrissjóður og veikindaréttur.
5. Næsti stjórnarfundur eftir sumarhlé verður föstudaginn 8. ágúst og þar eftir fyrsta föstudag í hverjum mánuði.
Fundi slitið kl. 10,10
Kolbeinn Óttarsson Proppé
Guðrún Ebba Ólafsdóttir
Sigrún Jónsdóttir