No translated content text
Umhverfis- og skipulagsráð
VINNUSKÓLI REYKJAVÍKUR
Ár 2003, föstudaginn 8. ágúst, hélt stjórn Vinnuskóla Reykjavíkur 86. fund sinn. Fundurinn var haldinn á Skúlagötu 19 og hófst kl. 10,00. Mættir voru: Kolbeinn Óttarsson Proppé, formaður og Sigrún Jónsdóttir. Auk þeirra sátu fundinn Ómar Einarsson og Arnfinnur U. Jónsson sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Skólastjóri gaf munnlega skýrslu um meginþættina í sumarstarfi Vinnuskóla Reykjavíkur þetta árið. Starf unglinganna hófst 10. júní og lýkur í dag, 8. ágúst en á þessum 9 vikum gat hámarksvinnutími hvers og eins verið 30 dagar. Fjöldinn virðist hafa verið í nokkuð góðu samræmi við tölur sem kynntar voru á síðasta stjórnarfundi þann 24. júní s.l.
2. Greint frá erindi starfsmanns Hins hússins, sem starfar þar við "Tótalráðgjöf". Erindið, sem barst 15. júlí, var beiðni um að fá að leggja spurningalista fyrir 16 ára unglinga og eldri starfsmenn Vinnuskólans vegna þarfagreiningar á ráðgjöf fyrir ungt fólk. Erindið var afgreitt með höfnun á sama hátt og tvær hliðstæðar beiðnir sem stjórnin fjallaði um á 85. fundi sínum þann 24. júní s.l., sbr. 2. og 3. lið fundargerðar.
3. Kynnt ritið Reykjavík, Pure Energy, fylgirit Iceland Review nr. 2/2003. Í ritinu eru miklar upplýsingar um Reykjavíkurborg og starfsemi á vegum borgarinnar, þ.á.m. Umhverfis- og heilbrigðisstofu og Vinnuskóla Reykjavíkur.
4. Næstu stjórnarfundir verða fyrsta föstudag í hverjum mánuði kl. 10,00.
Fundi slitið kl. 11,00
Kolbeinn Óttarsson Proppé
Sigrún Jónsdóttir