Umhverfis- og skipulagsráð - og skipulagsráð

Umhverfis- og skipulagsráð

FRAMKVÆMDARÁÐ

Ár 2006, miðvikudaginn 31. maí, var haldinn 32. fundur framkvæmdaráðs. Fundurinn var haldinn í Skúlatúni 2 og hófst kl. 17:00. Þessir sátu fundinn: Anna Kristinsdóttir, Ívar Andersen, Jóhannes Sigursveinsson, Kjartan Magnússon, Kristján Guðmundsson og Margrét Sverrisdóttir. Einnig sátu fundinn: Hrólfur Jónsson, Ólafur Bjarnason, Stefán Haraldsson og Stefán Finnsson.
Fundarritari var Þórhildur Lilja Ólafsdóttir.

Þetta gerðist:

Mál nr. 2006050162
1. Lagt fram bréf varalögreglustjórans í Reykjavík dags. 19.05.2006, varðandi samþykkt lögreglunnar í Reykjavík á breytingu á umferð á Vesturgötu.

Mál nr. 2006040161
2. Lagt fram bréf varalögreglustjórans í Reykjavík dags. 18.05.2006, varðandi samþykkt lögreglustjórans í Reykjavík á biðskyldu á Vatnsmýrarvegi.

Mál nr. 200510009
3. Lögð fram skýrsla yfir yfirlit viðskipti Framkvæmdasviðs Reykjavíkurborgar við Innkaup og rekstrarskrifstofu í apríl 2006.

Mál nr. 2006050087
4. Lagður fram rafpóstur Guðlaugar K. Jónsdóttur dags. 12.05.2006, varðandi umferð við Breiðargerðisskóla.
Samþykkt að vísa málinu til hverfaráðs Háaleitis og Framkvæmdasviðs.

Mál nr. 2006050115
5. Lagt fram bréf skrifstofustjóra Umhverfissviðs dags. 15.05.2006, varðandi tillögu fulltrúa sjálfstæðismanna um upphituð bílastæði frá fundi Umhverfisráðs 15.05.2006, einnig lögð fram umsögn framkvæmdastjóra Strætó bs. um upphituð bílskýli dags. 10.05.2006.
Samþykkt að vísa málinu til Framkvæmdasviðs.

Mál nr. 2003050037
6. Lagt fram bréf byggingarfulltrúans í Reykjavík dags. 08.05.2006, bréf Guðbjarts Sigfússonar dags. 29.04.2006, bréf Guðrúnar K. Hafsteinsdóttur, dags. 10.05.2006, varðandi bílastæði við Stekkjarsel 1, beiðni um aðkomu.
Samþykkt að verða við beiðninni en það gert að skilyrði að þinglýst verði kvöð á eignina þessa að lútandi að umrædd innkeyrsla verði einungis leyfð meðan að núverandi eigendur neðri hæðar hússins við Stekkjasel 1, séu þinglýstir eigendur eignarinnar.

Mál nr. 2006050154
7. Lagt fram bréf formanns lóðarfélags Kögursels 2-50, dags. 22.05.2006, varðandi beiðni um lagfæringar á malbiki.
Samþykkt samhljóða að synja erindinu.

Mál nr. 2006050111
8. Lögð fram til kynningar skýrsla Geirs Gunnarssonar f.h. innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar vegna innra eftirlits hjá Bílastæðasjóði.

- Helgi Hjörvar tók sæti á fundinum kl. 17.30
.
Mál nr. 2006050173
9. Lagður fram rafpóstur íbúa við Arahóla dags. 04.05.2006, varðandi aðgerðir til úrbóta í umferðar og öryggismálum í Hólahverfi.
Samþykkt að vísa erindinu til afgreiðslu Framkvæmdasviðs.

Mál nr. 2006050174
10. Lagður fram rafpóstur íbúa við Nýlendugötu varðandi ósk um frágang á Nýlendugötu milli Ægisgötu og Norðurstígs.
Samþykkt að vísa erindinu til skoðunar á Framkvæmdasviði.

11. Mál nr.
Yfirverkfræðingur mannvirkjaskrifsstofu Framkvæmdasviðs, kynnti breytingar á Lönguhlíð.

12. Mál nr. 2006020273
Lagt fram bréf yfirverkfræðings mannvirkjaskrifstofu Framkvæmdasviðs dags. 29.05.2006, varðandi vástaði og endurbætur þeirra.
Samþykkt.

13. Mál nr. 2006020273
Lagt fram bréf yfirverkfræðings mannvirkjaskrifstofu Framkvæmdasviðs dags. 29.05.2006, varðandi uppsetningu gangbrautarljósa við Háaleitisbraut.
Samþykkt.

Mál nr.
14. Lagt fram bréf yfirverkfræðings mannvirkjaskrifstofu Framkvæmdasviðs ódags. varðandi uppsetningu gangbrautarljósa við Hamrahlíð
Samþykkt.

Mál nr. 2006020246
15. Lagt fram bréf framkvæmdastjóra Miðgarðs dags. 26.05.2006, varðandi þjónustu og menningarmiðstöð í Spöng.

Mál nr. 2006050181
16. Lögð fram skýrsla um nýtingu bílahúsa frá bílastæðasjóði.

Mál nr. 2006050087
17. Lagt fram svar skrifstofustjóra mannvirkjaskrifstofu Framkvæmdasviðs dags. 29.05.2006 við fyrirspurn Jórunnar Frímannsdóttur frá fundi ráðsins 8. maí 2006 varðandi gönguleiðir við KSÍ – Þrótt , Ármann, einnig lögð fram fundargerð varðandi undirbúning íþróttarhúss Ármanns Þróttar frá 15.05.2006.

Mál nr. 2006050050
18. Lögð fram að nýju fyrirspurn fulltrúa sjálfstæðismanna frá fundi Framkvæmdaráðs 8. maí 2006:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks í Framkvæmdaráði leggja til að hjólastígur við Lönguhlíð verði afmarkaður betur frá götunni t.d. með því að hjólastígurinn liggi hærra en gatan. Íbúar hafa áhyggjur af fyrirkomulagi umrædds hjólastígs þar sem gert er ráð fyrir að hann verði í sama plani og umferðin og einungis afmarkaður með eins konar bólum.
Samþykkt að vísa tillögunni til umsagnar Framkvæmdasviðs.

- Björk Vilhelmsdóttir tók sæti á fundinum kl. 17.40

Mál nr. 2006050053
19. Lögð fram að nýju fyrirspurn fulltrúa sjálfstæðismanna frá fundi Framkvæmdaráðs 8. maí 2006:
Framkvæmdaráð samþykkir að leita leiða til að bæta umferðaröryggi við svæði Íþróttafélags Reykjavíkur við Skógarsel. Mikilvægt er að bæta göngutengsl milli íþróttasvæðisins og nærliggjandi íbúðarhverfis og verði m.a. skoðuð smíði göngubrúar yfir Skógarsel eða gerð undirganga.
Samþykkt að vísa málinu til umsagnar Framkvæmdasviðs.

Mál nr. 2006050060
20. Lögð fram að nýju fyrirspurn fulltrúa sjálfstæðismanna frá fundi Framkvæmdaráðs 8. maí 2006:
Framkvæmdaráð samþykkir að leita leiða til að bæta göngu – og hjólatengsl milli Háaleitishverfis og Hlíðarhverfis og felur sviðstjóra að skoða smíði göngubrúar yfir Kringlumýrarbraut, sunnan gatnamótanna við Háaleitisbraut.
Samþykkt að vísa málinu til Framkvæmdasviðs.

Mál nr. 2006050061
21. Lögð fram að nýju fyrirspurn fulltrúa sjálfstæðismanna frá fundi Framkvæmdaráðs 8. maí 2006:
Íbúar við gatnamót Miklubrautar og Lönguhlíðar hafa ítrekað kvartað yfir ónæði vegna þungrar umferðar um brautina og slysahættu við húsagötu. Til að draga úr hljóðmengun og árekstrarhættu samþykkir framkvæmdaráð að reisa girðingu milli brautarinnar og húsagötunnar þar sem brautin liggur næst íbúðarhúsunum að sunnanverðu. Í samráði við íbúa verði m.a. skoðuð uppsetning á glerveggjum, svipuðum þeim og settir hafa verið upp til að afmarka biðstöðvar strætisvagna í Ártúnsbrekku. Stefnt verði að því að reisa umrædda girðingu í sumar.
Samþykkt að vísa málinu til Framkvæmdasviðs.

Mál nr.
22. Jóhannes Sigursveinsson lagði fram eftirfarandi tillögu:
Ég undirritaður legg til að Framkvæmdasvið kanni hagkvæmni þess að setja ljós í gangstéttasteina (næst götu) með tilliti til fegurðar og notagildis í stað lágreistra ljósastólpa.
Samþykkt að vísa málinu til Framkvæmdasviðs.

23. Fulltrúar í Framkvæmdaráði lögðu fram eftirfarandi tillögu:
Framkvæmdaráð samþykkir samljóða að ráðist verði í það að klukkan í gamla borgarstjórnasalnum verði lagfærð og nýjar gardínur settar upp í salinn.
Samþykkt samhljóða.

Fundi slitið kl. 17:55.

Anna Kristinsdóttir
Björk Vilhelmsdóttir Helgi Hjörvar
Jóhannes Sigursveinsson Kjartan Magnússon
Kristján Guðmundsson Margrét Sverrisdóttir
Ívar Andersen.