Umhverfis- og skipulagsráð - og skipulagsráð

Umhverfis- og skipulagsráð

VINNUSKÓLI REYKJAVÍKUR

Ár 2003, föstudaginn 3. október, hélt stjórn Vinnuskóla Reykjavíkur 88. fund sinn. Fundurinn var haldinn á Skúlagötu 19 og hófst kl. 10,00. Mættir voru: Katrín Jakobsdóttir, formaður, Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir og Sigrún Jónsdóttir. Auk þeirra sátu fundinn Ellý K. J. Guðmundsdóttir, Soffía Pálsdóttir, Guðrún Þórsdóttir og Arnfinnur U. Jónsson sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Lagt fram bréf borgarstjórans í Reykjavík ds. 18. september s.l. þar sem segir: Á fundi borgarstjórnar í dag var samþykkt að Katrín Jakobsdóttir taki sæti og formennsku í stjórn Vinnuskólans í stað Kolbeins Óttarssonar Proppé til 1. desember n.k.

2. Kynnt 8 mánaða uppgjör fyrir Vinnuskóla Reykjavíkur og útkomuspá fyrir árið 2003.

3. Lögð fram fyrstu drög að starfsáætlun Vinnuskóla Reykjavíkur fyrir árið 2004. Frestað.

4. Könnun á viðfangsefnum unglinga sumarið 2003, sem samþykkt var á síðasta stjórnarfundi að gera, er í fullum gangi. Niðurstöður verða kynntar á stjórnarfundi 7. nóvemver n.k.

5. Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins lagði fram eftirfarandi tvær tillögur: Stofnun þjónustumiðstöðva Á fundi borgarráðs 28. janúar s.l. var samþykkt að hugmyndir um þjónustumiðstöðvar í borgarhlutum eða hverfum borgarinnar yrðu útfærðar og jafnframt að tillögurnar yrðu mótaðar í samráði við viðkomandi fagnefndir. Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í stjórn Vinnuskóla Reykjavíkur gagnrýnir að slíkt samráð hafi enn ekki átt sér stað og fer fram á að þegar á næsta fundi verði málið á dagskrá stjórnarinnar. Samþykkt samhljóða.

Forvarnarverkefni Vertu til! er samstarfsverkefni Sambands íslenskra sveitarfélaga og Áfengis- og vímuefnaráðs um að efla forvarnir í sveitarfélögum landsins. Markmið starfsins er í fyrsta lagi að vímuvarnir verði viðurkenndur málaflokkur í öllum sveitarfélögum landsins; í öðru lagi að sveitarfélög móti forvarnarstefnu sem sé öllum sýnileg og komi til dæmis fram á heimasíðu byggðanna; og í þriðja lagi að stefnan verði byggð á breiðum grundvelli og sameini alla lykilaðila í uppeldi fólks. Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í stjórn Vinnuskóla Reykjavíkur óskar eftir að verkefnið Vertu til! verði kynnt í stjórn Vinnuskólans við fyrsta hentugleika. Samþykkt samhljóða.

Fundi slitið kl. 11,00

Katrín Jakobsdóttir Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir
Sigrún Jónsdóttir