Umhverfis- og skipulagsráð - og skipulagsráð

Umhverfis- og skipulagsráð

Ár 2003, föstudaginn 17. október, hélt stjórn Vinnuskóla Reykjavíkur 89. fund sinn. Fundurinn var haldinn á Skúlagötu 19 og hófst kl. 10,00. Mættir voru: Katrín Jakobsdóttir, formaður, Guðrún Ebba Ólafsdóttir og Sigrún Jónsdóttir. Auk þeirra sátu fundinn Ellý K. J. Guðmundsdóttir, Ómar Einarsson, Guðrún Þórsdóttir og Arnfinnur U. Jónsson sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Lagt fram bréf borgarstjórans í Reykjavík dagsett 14. október 2003 þar sem greint er frá samþykkt borgarráðs að 19.500.000 kr. af fjárveitingu til atvinnumála skólafólks verði varið til Vinnuskólans vegna aukins kostnaðar skólans.

2. Starfsáætlun Vinnuskóla Reykjavíkur fyrir árið 2004 lögð fram að nýju. Formaður sagði frá tillögum sem Samráðshópur um sumarvinnu ungs fólks er að vinna að og verða lagðar fyrir borgarráð. Þar verður lagt til að fjárveitingar til sumarvinnu ungs fólks verði hækkaðar og rammi Vinnuskólans árið 2004 verði hækkaður. Á móti leggi Vinnuskólinn fram áætlun um sparnað í rekstri. Formaður lagði fram tillögu um að vinnutími 14 og 15 ára unglinga í sumarvinnu hjá Vinnuskóla Reykjavíkur verði styttur úr 6 vikum í 5 vikur. Breytingin komi til framkvæmda sumarið 2004. Samþykkt með 2 samhljóða atkvæðum. Guðrún Ebba Ólafsdóttir sat hjá. Starfsáætlun Vinnuskóla Reykjavíkur fyrir árið 2004 var þá afgreidd með þeim breytingum sem tillagan hér að ofan greinir.

3. Skólastjóra var falið að leita eftir því að fulltrúi stýrihóps, sem undirbýr stofnun þjónustumiðstöðva í hverfum borgarinnar, komi á stjórnarfund þann 7. nóvember til að segja frá hugmyndum hópsins. Á stjórnarfundi þ. 5. desember verði kynning á Vertu til! samstarfsverkefni Sambands í slenskra sveitarfélaga og Áfengis- og vímuefnaráðs. Sbr. lið 5 á 88. fundi stjórnar Vinnuskóla Reykjavíkur.

Fundi slitið kl. 11,00

Katrín Jakobsdóttir Guðrún Ebba Ólafsdóttir
Sigrún Jónsdóttir