Umhverfis- og skipulagsráð - og skipulagsráð

Umhverfis- og skipulagsráð

UMHVERFIS- OG HEILBRIGÐISNEFND

Ár 2004, fimmtudaginn 9. september  kl. 12.00 var haldinn 142. fundur Umhverfis- og heilbrigðisnefndar að Skúlatúni 2, Reykjavík. Fundinn sátu Katrín Jakobsdóttir, Sigrún Elsa Smáradóttir, Egill B. Hreinsson, Ólafur Jónsson, Jórunn Frímannsdóttir og Marta Guðjónsdóttir.  Jafnframt sat fundinn Sveinn Aðalsteinsson.
Enn fremur sátu fundinn Guðmundur B. Friðriksson, Þórólfur Jónsson, Lúðvík E. Gústafsson, Rósa Magnúsdóttir, Ellý K.J. Guðmundsdóttir og Örn Sigurðsson, sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

Umhverfismál:

1. Elliðavatnsblettur 101, endurbygging sumarhúss við Helluvatn.
Lagt fram á ný bréf skipulagsfulltrúa, dags. 24. ágúst 2004.
Lögð fram umsögn framkvæmdastjórnar vatnsverndarsvæðis á höfuðborgarsvæðinu dags. 7. september 2004.
Nefndin samþykkti umsögnina með 5 samhljóða atkvæðum.

2. Settjarnir við Elliðaár Deiliskipulagstillaga.
Lagt fram bréf Skipulags- og byggingasviðs dags. 8. september 2004.
Gunnar Hjartarson, Gatnamálastofu, kom á fundinn.
Nefndin samþykkti með 5 samhljóða atkvæðum að gera ekki athugasemdir við tillöguna.

3. Endurbygging vélflugbrautar á Sandskeiði, Kópavogsbæ, Mosfellsbæ og Seltjarnarnesbæ.
Lagt fram til kynningar bréf Skipulagsstofnunar dags. 31. ágúst 2004.

4. Tengibraut milli Úlfarsfells í Reykjavík og Baugshlíðar í Mosfellsbæ. -  Ákvörðun um matsskyldu.
Lagt fram til kynningar bréf Skipulagsstofnunar dags. 9. ágúst 2004.
Lagt fram minnisblað Umhverfis- og heilbrigðisstofu dags. 9. september 2004 um áhrif framkvæmda vegna tvöföldunar Vesturlandsvegar á Úlfarsá.

5. Lesið í skóginn.
Ólafur Oddsson, Skógrækt ríkisins og Björn Júlíusson, Umhverfis- og heilbrigðisstofu, komu á fundinn og kynntu verkefnið.

Heilbrigðismál:

6. Málskot til Umhverfis- og heilbrigðisnefndar vegna synjunar á undanþágu frá banni við hundahaldi Austurbergi 28.
Lögð fram á ný umsögn Umhverfis- og heilbrigðisstofu, dags. 24. ágúst 2004.
Nefndin samþykkti með 6 samhljóða atkvæðum að vísa umsögninni til umsagnar umsækjanda.

7. Athugasemdir vegna höfnunar á umsókn um leyfi til hundahalds.
Lagt fram bréf Jóhönnu B. Þorsteinsdóttur dags. 6. september  2004.
Nefndin samþykkti með 6 samhljóða atkvæðum að staðfesta ákvörðun Umhverfis- og heilbrigðisstofu.

8. Hestasýningar í Egilshöll.
Lagt fram bréf Umhverfisráðuneytisins dags. 10. ágúst 2004 og tillaga að umsögn nefndarinnar dags. 8. september 2004.
Nefndin samþykkti umsögnina með 6 samhljóða atkvæðum.

9. Útgefin starfsleyfi.

10. Útgefin hundaleyfi.


Önnur mál:
11. Fyrirspurn
Fulltrúar D-lista lögðu fram svohljóðandi fyrirspurn:

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í Umhverfis- og heilbrigðisnefnd gerðu fyrirspurn 12. febrúar s.l. um sjóvarnargarð í Skildinganesi og í framhaldi af því var leitað álits Árbæjarsafns, sem telur að varðveita beri garðinn.  Þar sem lagfæringar hafa ekki enn hafist óskum við eftir upplýsingum um hvenær vænta megi að það hefjist.

12. Beiðni um upplýsingar:
Fulltrúar D- lista óskuðu eftir upplýsingum um fjölda geitungabúa, sem eytt hefði verið á vegum borgarinnar í borgalandinu.

Fundi slitið kl. 13.40

Katrín Jakobsdóttir
Sigrún Elsa Smáradóttir Egill B. Hreinsson
Ólafur Jónsson Jórunn Frímannsdóttir
Marta Guðjónsdóttir