Umhverfis- og skipulagsráð - og skipulagsráð

Umhverfis- og skipulagsráð

UMHVERFIS- OG HEILBRIGÐISNEFND

Ár 2004, fimmtudaginn 14. október  kl. 12.00 var haldinn 144. fundur Umhverfis- og heilbrigðisnefndar að Skúlatúni 2, Reykjavík.  Fundinn sátu Katrín Jakobsdóttir, Sigrún Elsa Smáradóttir, Ólafur Jónsson, Jórunn Frímannsdóttir og Marta Guðjónsdóttir.  Auk þess sat Margrét Sverrisdóttir fundinn.
Enn fremur sátu fundinn Hjalti Guðmundsson, Þórólfur Jónsson, Rósa Magnúsdóttir, Ellý K.J. Guðmundsdóttir og Örn Sigurðsson, sem ritaði fundargerð.

Dagskrá:

1. Áheyrnarfulltrúi í umhverfis- og heilbrigðisnefnd.
Lagt fram bréf borgarstjórans í Reykjavík dags. 30. september 2004.
Formaður bauð Margréti Sverrisdóttur velkomna til starfa.

Umhverfismál:

2. Umhverfisvísar í Reykjavík samgöngumál í brennidepli
Lögð fram á ný  skýrsla Umhverfis- og heilbrigðisstofu.
Lögð fram greinargerð Finns Sveinssonar, Losun gróðurhúsalofttegunda frá samgöngum í Reykjavík, október 2004.
Finnur Sveinsson kom á fundinn.
Nefndin tekur undir þá hugmynd, sem fram kom á fundinum, að haft verði samráð við þá aðila, sem fjalla um upplýsingagjöf varðandi mengun frá samgöngum á Íslandi, varðandi framsetningu upplýsinga og gagna.

3. Nefnd um mótun stefnu í úrgangsmálum.  Tillögur til borgarráðs.
Tillögur lagðar fram á ný  til umsagnar.  Lögð fram umsögn Gróður fyrir fólk dags. 29. september 2004.
Nefndin lýsir ánægju sinni með framlagðar tillögur nefndar til mótunar stefnu í úrgangsmálum, en bendir á að að miðað við útkomuspár og óbreytt fyrirkomulag við leigu sorpbíla af Vélamiðstöð,  sem gerir ráð fyrir 11#PR hækkun leigu, er óvíst að sorphirðugjald að fjárhæð kr. 9.700 ári standi undir meðalraunkostnaði við sorphirðu, eins og nefndin stefndi að.

4. Heiðmörk starfs- og fjárhagsáætlun.
Lögð fram drög að fjárhagsáætlun Skógræktarfélags Reykjavíkur.
Helgi Gíslason, framkvæmdastjóri Skógræktarfélagsins, kom á fundinn.

5. Deiliskipulag í Laugardal.
Kynning.
Björn Axelsson, Skipulags- og byggingasviði, kom á fundinn.

Margrét Sverrisdóttir vék af fundi.

Heilbrigðismál:

6. Beiting þvingunarúrræða.
Lagt fram til kynningar bréf Umhverfis- og heilbrigðisstofu dags. 1. október 2004.

7. Útgefin starfsleyfi.

8. Útgefin hundaleyfi.

Önnur mál:

9. Starfs- og fjárhagsáætlun fyrir árið 2005.
Lagðar fram.

10. Aurburður í Úlfarsá.
Lagt fram bréf Veiðmálastofnunar dags. 13.október 2004.
Svava S. Steinarsdóttir, heilbrigðisfulltrúi, kom á fundinn.

11. Innkaupaskýrsla.
Lögð fram skýrsla Umhverfis- og heilbrigðisstofu dags. 12. október 2004.

12. Fundur Umhverfisnefndar Evrópusamtaka sveitarfélaga.
Lagt fram minnisblað Ellýjar K.J. Guðmundsdóttur dags. 12. október 2004.

13. Rafskautaverksmiðja í Hvalfirði.
Lögð fram orðsending Skrifstofu borgarstóra og borgarritara dags. 13. október 2004.  Enn fremur lögð fram tillaga Margrétar Sverrisdóttur.
Frestað.

14. Fyrispurn.
Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í nefndinni:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í Umhverfis- og heilbrigðisnefnd óska eftir upplýsingum varðandi fyrirhugaðan göngustíg við Ólafsgeisla.  Var upphaflega gert ráð fyrir þessum stíg á deiliskipulagi og samráð haft við íbúana og tillit tekið til athugasemda og óska þeirra varðandi staðsetningu hans?

Fundi slitið kl. 14. 10.

Katrín Jakobsdóttir
Sigrún Elsa Smáradóttir Ólafur Jónsson
Jórunn Frímannsdóttir Marta Guðjónsdóttir