Umhverfis- og skipulagsráð - og skipulagsráð

Umhverfis- og skipulagsráð

FRAMKVÆMDARÁÐ

Ár 2006, miðvikudaginn 26. júní, var haldinn 33. fundur framkvæmdaráðs. Fundurinn var haldinn í Skúlatúni 2 og hófst kl. 08.30. Þessir sátu fundinn: Óskar Bergsson, Kristján Guðmundsson, Stefán Benediktsson, Ívar Andersen, Stefán J. Stefánsson, Svandís Svavarsdóttir, Ragnar Sær Ragnarsson og Kjartan Eggertsson. Einnig sátu fundinn: Hrólfur Jónsson,  Ólafur Bjarnason og Stefán Haraldsson.
Fundarritari var Ágúst Jónsson.

Þetta gerðist:

1. Formaður bauð nýtt framkvæmdaráð velkomið til starfa.
Formaður gerði grein fyrir kjöri í framkvæmdaráð.

Þessir voru kjörnir:
Aðalmenn.
Af B-lista:
Óskar Bergsson.
Af D-lista:
Ragnar Sær Ragnarsson, Bolli Thoroddsen og Kristján Guðmundsson.
Af S-lista:
Stefán Benediktsson og Steinunn Valdís Óskarsdóttir.
Af V-lista:
Árni Þór Sigurðsson.

Varamenn.
Af B-lista:
Hrólfur Ölvisson
Af D-lista:
Ívar Andersen, Óttarr Guðlaugsson og Davíð Ólafur Ingimarsson.
Af S-lista:
Stefán J. Stefánsson og Guðrún B. I. Le Sage de Fontenay
Af V-lista:
Tryggvi Friðjónsson.

Áheyrnarfulltrúar af F-lista:
Kjartan Eggertsson, aðalmaður og Margrét Sverrisdóttir, varamaður.

2. Kosning varamanns.
Að tillögu formanns var Kristján Guðmundsson kjörinn varaformaður framkvæmdaráðs með 4 samhljóða atkvæðum.

Mál nr. 2005100009
3. Lögð fram skýrsla samkvæmt 27.gr. innkaupareglna Reykjavíkurborgar, yfirlit yfir viðskipti Framkvæmdasviðs Reykjavíkurborgar við Innkaupa- og rekstrarskrifstofu í maí 2006.
Formaður óskaði þess að útboð gatnaframkvæmda í yfirlitum þjónustu- og rekstrarsvið verði sundurliðað betur.
Svandís Svavarsdóttir óskaði eftir að lagt yrði fram yfirlit yfir 30-km svæði í Reykjavík.

Mál nr. 2006060054
4. Lagt fram bréf skrifstofustjóra Framkvæmdasviðs, dags. 13.06.2006, varðandi aðilabreytingu að lóð nr. 12 við Iðunnarbrunn.
Samþykkt.

Mál nr. 2006060028
5. Lagt fram bréf skrifstofustjóra Framkvæmdasviðs, dags. 21.06.2006, þar sem lagt er til að Frjálsi Fjárfestingabankinn verði lóðarhafi lóðar nr. 13-17 við Ferjuvað í stað Benedikts Jósepssonar.
Samþykkt.

Mál nr. 2005010046
6. Lagt fram bréf skrifstofustjóra Framkvæmdasviðs, dags. 20.06.2006, þar sem lagt er til að Dýralæknaþjónusta Hafnarfjarðar ehf. verði lóðarhafi lóðar nr. 95 við Jónsgeisla í stað fyrri lóðarhafa.
Samþykkt.

Mál nr. 2006060127
7. Lagt fram bréf byggingarnefndar Hlíðarendasvæðis og Knattspyrnufélagsins Vals, dags. 14.06.2006, varðandi framkvæmdir á svæði knattspyrnufélagsins og fjárframlög í því sambandi.
Ómar Einarsson, sviðsstjóri ÍTR, kom á fundinn vegna þessa máls.
Erindið samþykkt samhljóða og vísað til borgarráðs.

Mál nr. 2005100157
8. Rúnar Gunnarsson, deildarstjóri á mannvirkjaskrifstofu gerði grein fyrir stækkun viðbyggingar við Ölduselsskóla um u.þ.b. 156m².
Rætt um notkun lausra kennslustofa.
Framkvæmdaráð óskar eftir að lagt verði ráðið yfirlit yfir lausar kennslustofur þar sem m.a. komi fram fjöldi lausra stofa sem eru í notkun, verðmæti þeirra, meðal aldur og endingartími, kostnaður við flutning stofa og ennfremur yfirlit yfir frístundaheimili í þessu sambandi.
Framkvæmdaráð samþykkti samhljóða fyrirhugaða stækkun viðbyggingar við Ölduselsskóla.

Mál nr. 2006060121
9. Kynnt kaup Reykjavíkurborgar á Hesthálsi 14, sem samþykkt var í borgarráði 22. júní sl., en gert er ráð fyrir að koma þar fyrir aðstöðu fyrir Strætó bs.

Mál nr. 2006060163
10. Lagt fram bréf ritara framkvæmdaráðs, dags. 22.06.2006 um embættisafgreiðslu þriggja erinda sem borist hafa framkvæmdaráði.
1. Bréf formanns Félagsmiðstöðvarinnar Grettisgötu 89, dags. 14.06.2006, varðandi bílastæði fyrir fatlaða.
2. Bréf rekstrarstjóra Umferðarmiðstöðvarinnar, dags. 1.06.2006, um gerð bílastæða.
3. Rafpóstur Hrafns Óttarssonar, dags. 13.06.2006, varðandi opin svæði í Seljahverfi.
Bréf ritara samþykkt.
Jafnframt samþykkir ráðið erindi varðandi bílastæði fyrir fatlaða við Grettisgötu 89.

11. Lagt fram erindisbréf borgarstjóra, dags. 22.06.2006, fyrir starfshóp vegna umhverfis- og hreinsunarátaks í Reykjavík.
Ennfremur greinargerð Framkvæmdasviðs, ódags.

12.Lögð fram starfsáætlun Framkvæmdasviðs fyrir árið 2006 og upplýsingahefti fyrir framkvæmdaráð.

Fundi slitið kl. 10:55.

Óskar Bergsson
Kristján Guðmundsson Svandís Svavarsdóttir
Ragnar Sær Ragnarsson Ívar Andersen.
Stefán Benediktsson Stefán J. Stefánsson
Kjartan Eggertsson