Umhverfis- og skipulagsráð
Skipulagsráð
Ár 2008, miðvikudaginn 19. mars kl. 09:08, var haldinn 128. fundur skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 3, 4. hæð. Viðstaddir voru: Hanna Birna Kristjánsdóttir, Gísli Marteinn Baldursson, Ólöf Guðný Valdimarsdóttir, Svandís Svavarsdóttir, Guðrún Erla Geirsdóttir og áheyrnarfulltrúinn Óskar Bergsson. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Magnús Sædal Svavarsson, Stefán Finnsson, Helga Björk Laxdal, Marta Grettisdóttir og Jón Árni Halldórsson. Auk þess gerðu eftirtaldir embættismenn grein fyrir einstökum málum: Jóhannes S. Kjarval, Margrét Þormar, Ágústa Sveinbjörnsdóttir, Margrét Leifsdóttir, Björn Axelsson og Haraldur Sigurðsson.
Fundarritari var Helga Björk Laxdal.
Þetta gerðist:
(A) Skipulagsmál
1. Þingholtsstræti 2-4. (01.117.0205) Mál nr. SN070801
breyting á deiliskipulagi reits 1.170.2
Skipulags-,arkitekta-/verkfrst, Garðastræti 17, 101 Reykjavík
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram umsókn Gests Ólafssonar, dags. 19. des. 2007, um breytingu á deiliskipulagi reits 1.170.2 vegna lóðanna Þingholtsstræti 2-4 og Skólastræti 1 skv. uppdrætti, dags. 8. janúar 2008. Um er að ræða tillögu að stækkun á kjallararými og hækkun á bakhýsi Þingholtsstrætis 2-4 og hækkun á Skólastræti 1. Tillagan var grenndarkynnt frá 24. janúar til og með 6. mars 2008. Athugasemd barst frá Kornelíusi Jónssyni Bankastræti 6, dags. 19. febrúar 2008 en einnig er lögð fram yfirlýsing Gests Ólafssonar, dags. 5. mars 2008 um útfærslu svala á Þingholtsstræti 2-4 og umsögn skipulagsstjóra dags. 14. mars 2008.
Jórunn Frímannsdóttir tók sæti á fundinum kl. 9:10.
Kynnt tillaga samþykkt með vísan til 12. gr. samþykktar um skipulagsráð og umsagnar skipulagsstjóra.
Ráðið beinir því til lóðarhafa að gæta sérstaklega að því við hönnun að útlit hússins taki mið af umhverfi sínu.
2. Naustareitur-Vesturhluti. Mál nr. SN070593
breyting á deiliskipulagi
Gláma,vinnustofa sf, Laugavegi 164, 105 Reykjavík
Að lokinni auglýsingu er lögð fram tillaga Glámu Kím dags. í september 2007 að breytingu á deiliskipulagi Naustareits. Í breytingunni felst m.a. sameining lóða og aukning á byggingarmagni. Einnig er lögð fram umsögn húsafriðunarnefndar ríkisins, dags. 23. okt. 2007. Auglýsing stóð yfir frá 28. nóvember 2007 til 11. janúar 2008. Athugasemdir bárust frá eftirtöldum aðilum: Áshildur Haraldsdóttir Túngötu 44, dags. 8. jan. 2008, Stefán S. Grétarsson Túngötu 44, dags. 8. janúar 2008, Ragnhildur Ásvaldsdóttir og Arnar Þórisson Vesturgötu 20, dags. 10. janúar 2008, Guðríður A. Ragnarsdóttir, dags. 11. janúar, Þórdís Gísladóttir Karlagötu 14, dags. 11. janúar, Vigdís Eva Líndal Tjarnargötu 28, dags. 11. janúar, Jón Óskarsson Norðurstíg 3, dags. 10. janúar, 4 íbúar Vesturgötu 20, dags. 8. janúar, Þorgerður Sigurðardóttir Ránargötu 5a, dags. 11. janúar, Óskar Jónasson, dags. 11. janúar, Marinó Þorsteinsson Vesturgötu 19, dags. 11. janúar, Björg E. Finnsdóttir, dags. 11. janúar, Þórður Magnússon, Bryndís H. Gylfadóttir og Guðjón I. Guðjónsson, dags. 11. janúar 2008, Torfusamtökin, dags.11. janúar 2008, Júlíana Gottskálksdóttir, mótt. 11. janúar, Sif Knudsen Vesturgötu 26b, dags. 12. janúar, Árný Ásgeirsdóttir, Stóragerði 23, dags. 12. janúar, María Sigfúsdóttir, dags. 11. janúar, Sigurlaug Stefánsdóttir Vesturgötu 26b, dags. 11. janúar, Jónína Óskarsdóttir Hagamel 28, mótt. 11. janúar, Pjetur Lárusson, dags. 11. janúar, Þráinn Guðbjörnsson Vesturgötu 26b, dags. 11. janúar, Einar Ólafsson Trönuhjalla 13, dags. 11. janúar, Margrét Aðalsteinsdóttir Laufásvegi 43, dags. 11. janúar, Þorgrímur Gestsson Austurgötu 17, dags. 11. janúar, Lára Einarsdóttir Vesturgötu 23, dags. 11. janúar, Jón Bergþórsson og Halla Önnudóttir Norðurstíg 5, dags. 11. janúar, Vésteinn Snæbjarnarson, dags. 11. janúar, Andrea Jónsdóttir Öldugranda 3, dags. 11. janúar 2008. Einnig er lögð fram hljóðvistarskýrsla VGK hönnunar dags. í desember 2007 og umsögn skipulagsstjóra um athugasemdir, dags. 10. mars 2008, breytt 19. mars 2008.
Björk Vilhelmsdóttir tók sæti á fundinum kl. 9:16.
Auglýst tillaga samþykkt með þeim breytingum sem fram koma í umsögn skipulagsstjóra.
Vísað til borgarráðs.
3. Lækjargata 12. (01.141.2) Mál nr. SN080082
breyting á deiliskipulagi reits 1.141.2
Eignarhaldsfélagið Fasteign hf, Bíldshöfða 9, 110 Reykjavík
THG Arkitektar ehf, Faxafeni 9, 108 Reykjavík
Lögð fram umsókn Eignarhaldsfélagsins Fasteignar hf. dags. 10. apríl 2007 um breytingu á deiliskipulagi reits 1.141.2 vegna lóðarinnar nr. 12 við Lækjargötu skv. uppdráttum teiknistofu Halldórs Guðmundssonar, dags. 3. febrúar 2008, breytt 18. mars 2008. Í tillögunni er gert ráð fyrir nýbyggingu á lóðinni og sameiningu lóðanna Lækjargata 12 og Vonarstræti 4 og 4B. Einnig er lagt fram minnisblað skipulagsstjóra dags. 19. mars 2008.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu þegar uppdrættir hafa verið lagfærðir í samræmi við athugasemdir í minnisblaði skipulagsstjóra.
Vísað til borgarráðs.
Ráðið vekur athygli á að samtíma tillögum að uppbyggingu á lóð Lækjargötu nr. 12 stendur einnig yfir metnaðarfull vinna að deiliskipulagi í Kvosinni. Í þeirri tillögu er mikil áhersla lögð á frágang gatna og gangstétta samhliða uppbyggingu og leggur skipulagsráð áherslu á að heildstæð útfærsla verði unnin alla Lækjargötuna að Tjörninni.
4. Korngarðar 1-3. (01.332) Mál nr. SN080148
breyting á deiliskipulagi Skarfabakka
Faxaflóahafnir sf, Tryggvagötu 17, 101 Reykjavík
Á fundi skipulagsstjóra 29. febrúar 2008 var lögð fram umsókn skipulagsfulltrúa Faxaflóahafna, dags. 27. febrúar 2008, um breytingu á deiliskipulagi Skarfabakka vegna lóðar nr. 1-3 við Korngarða skv. uppdrætti Ask arkitekta, dags. 22. febrúar 2008. Sótt er um breytingu á lögun og legu byggingarreits. Erindið er nú lagt fram að nýju ásamt nýjum uppdráttum mótt. 13. mars 2008.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu samkvæmt uppdráttum dags. 13. mars 2008.
Vísað til borgarráðs.
5. Sléttuvegur. (01.79) Mál nr. SN080066
breyting á deiliskipulagi
Arkhúsið ehf, Barónsstíg 5, 101 Reykjavík
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju tillaga Arkhússins ehf. dags. 23. janúar 2008 að breytingu á deiliskipulagi Sléttuvegs vegna lóðar merkt A1. Í breytingunni felst tilfærsla á byggingarreit, breyting á innkeyrslu, bílastæðum og aðkomu samkv. meðf. uppdráttum dags. 23. janúar 2008. Grenndarkynningin stóð yfir frá 30. janúar til og með 27. febrúar 2008. Athugasemdir bárust frá eftirtöldum aðilum: Húsfélagið Sléttuvegi 19-23, dags. 14. febrúar 2008. Einnig eru lagðar fram ábendingar lóðarhafa dags. 13. mars 2008 og umsögn skipulagsstjóra dags. 14. mars 2008.
Kynnt tillaga samþykkt með vísan til 12. gr. samþykktar um skipulagsráð og umsagnar skipulagsstjóra.
6. Suður Mjódd. (04.91) Mál nr. SN080191
breyting á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins
Lögð fram tillaga skipulags- og byggingarsviðs, dags. 14. mars 2008 að breytingu á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins vegna Suður Mjóddar.
Samþykkt.
(B) Byggingarmál
7. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð Mál nr. BN037965
Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð nr. 484 frá 18. mars 2008.
(C) Fyrirspurnir
8. Laxalón. (04.129.1) Mál nr. SN080153
(fsp) aukið byggingarmagn
Íslenskir aðalverktakar hf, Pósthólf 221, 235 Keflavíkurflugvöllu
Guðjón Magnússon, Fellsás 4, 270 Mosfellsbær
Á fundi skipulagsstjóra 7. mars 2008 var lögð fram fyrirspurn Guðjóns Magnússonar f.h. ÍAV, dags. 28. febrúar 2008, um aukið byggingarmagn á lóð Laxalóns. Erindinu var vísað til meðferðar umhverfisstjóra skipulags- og byggingarsviðs og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulags- og byggingarsviðs dags. 14. mars 2008.
Frestað.
Ráðið er jákvætt gagnvart uppbyggingu og landnotkun samkvæmt erindinu en beinir því til lóðarhafa að draga úr byggingarmagni með vísan til umsagnar skipulags- og byggingarsviðs.
(D) Ýmis mál
9. Afgreiðslufundir skipulagsstjóra Reykjavíkur. Mál nr. SN010070
fundargerðir
Lagðar fram fundargerðir afgreiðslufunda skipulagsstjóra Reykjavíkur frá 7. og 14. mars 2008.
10. Lambhóll V/ Þormóðsst 106111. (01.53-.-93) Mál nr. BN037977
lagt fram bréf
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa dgs. 14. mars 2008 vegna stöðvunar á óleyfisframkvæmdum við húsið Lambhól v. Þormóðsst.
Stöðvun byggingarfulltrúa staðfest.
11. Bræðraborgarstígur 31. (01.137.4) Mál nr. SN080164
orðsending
Á fundi skipulagsstjóra 7. mars 2008 var lögð fram orðsending borgarstjóra R06120095 frá 4. mars 2008 ásamt erindi Kvasir lögmanna f.h. Ólafs Björnssonar varðandi Bræðraborgarstíg 31. Erindinu var vísað til umsagnar lögfræði og stjórnsýslu og er nú lagt fram að nýju.
12. Húsverndarsjóður Reykjavíkur. Mál nr. SN080023
úthlutun styrkja 2008
Lögð fram tillaga að úthlutun styrkja úr Húsverndarsjóði Reykjavíkur fyrir árið 2008..
Framlögð tillaga samþykkt.
Vísað til borgarráðs.
13. Sóleyjarimi 13. (02.534) Mál nr. SN080143
málskot
Arkitektastofa Pálma Guðm ehf, Hafnarstræti 20, 101 Reykjavík
Á fundi skipulagsstjóra 29. febrúar 2008 var lagt fram málskot arkitektastofu Pálma Guðmundssonar vegna synjunar embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra 7. desember 2007 á fyrirspurn um breytta notkun Sóleyjarima 13 úr stofnanalóð í íbúðarhúsalóð. Erindinu var vísað til meðferðar í austurteymi arkitekta hjá skipulagsstjóra og er nú lagt fram að nýju.
Fyrri afgreiðsla skipulagsstjóra staðfest.
14. Skólavörðustígur/Bankastræti. (01.171) Mál nr. SN080157
endurnýjun götu lokaáfangi
Lagt fram til kynningar tillaga Kjartans Mogensen dags. 15. janúar 2008. að lokaáfanga endurnýjunar á Skólavörðustíg.
Kynnt.
15. Úlfarsfell. (02.6) Mál nr. SN070559
lóðarumsókn Reynimels ehf. (Quiznos Sub)
Reynimelur ehf, Birkigrund 46, 200 Kópavogur
Lögð fram orðsending skrifstofu borgarstjórnar, dags. 25. febrúar 2008, ásamt bréfi Reynimels ehf. (Quiznos Sub), dags. 21. s.m. varðandi lóð undir veitingastað í landi Úlfarsfells við Vesturlandsveg. Erindinu er vísað f.h. borgarráðs til meðferðar skipulagsráðs.
Afgreiðsla skipulagsstjóra frá 15. febrúar sl. er staðfest en þar var bókað að ekki er unnt að verða við erindinu þar sem ekki hafa verið skipulagðar lóðir á svæðinu sem uppfylla skilyrði umsækjanda. Athygli er vakin á því að ekki stendur til að breyta gildandi deiliskipulagi Úlfarsárdals til þess að útbúa slíka lóð.
16. Bergstaðastræti 12B. (01.180.2) Mál nr. SN080130
kæra, umsögn, úrskurður
Úrskurðarnefnd skipul/byggmál, Skúlagötu 21, 101 Reykjavík
Lagður fram úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála frá 4. mars 2008, vegna kæru á ákvörðun byggingarfulltrúa um að veita leyfi til að endurnýja byggingarleyfi að Bergstaðastræti 12b. Úrskurðarorð: Hafnað er kröfu kæranda um ógildingu á samþykkt byggingarfulltrúans í Reykjavík frá 8. janúar 2008 um að endurnýja áður veitt leyfi til að rífa framhlið hússins nr. 12b á lóðinni nr. 12 við Bergstaðastræti, reisa viðbyggingu meðfram allri hliðinni og koma fyrir í húsinu fjórum íbúðum og átta bílastæðum á lóðinni.
17. Vesturberg 195. (04.660.8) Mál nr. SN070400
kæra, umsögn, úrskurður
Úrskurðarnefnd skipul/byggmál, Skúlagötu 21, 101 Reykjavík
Lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála frá 11. mars 2008 vegna kæru á samþykkt borgarráðs Reykjavíkur frá 18. apríl 2007 um breytingu á deiliskipulagi fyrir Breiðholt III er fól í sér heimild til að byggja við og hækka fyrrum dæluhús Hitaveitu Reykjavíkur á lóðinni að Vesturbergi 195 í Reykjavík og breyta því í þriggja íbúða raðhús á tveimur hæðum með kjallara. Úrskurðarorð: Hafnað er kröfu kæranda um ógildingu samþykktar borgarráðs Reykjavíkur frá 18. apríl 2007 um breytingu á deiliskipulagi fyrir Breiðholt III er fól í sér heimild til að byggja við og hækka fyrrum dæluhús Hitaveitu Reykjavíkur á lóðinni að Vesturbergi 195 í Reykjavík og breyta því í þriggja íbúða raðhús.
18. Vesturberg 195. (04.660.8) Mál nr. SN080131
kæra, umsögn, úrskurður
Úrskurðarnefnd skipul/byggmál, Skúlagötu 21, 101 Reykjavík
Lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála frá 11. mars 2008 vegna kæru á samþykkt afgreiðslufundar byggingarfulltrúa 18. september 2007 að veita leyfi til að byggja við hús á lóðinni nr. 195 við Vesturberg. Úrskurðarorð: Framkvæmdir á lóðinni að Vesturbergi 195 í Reykjavík skulu stöðvaðar þar til endanlegur úrskurður liggur fyrir í máli þessu.
19. Vesturgata 24. (01.132.0) Mál nr. SN060664
kæra, umsögn
Lögð fram umsögn lögfræði og stjórnsýslu, dags. 4. mars 2008 vegna kæru til úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála vegna samþykktar skipulagsráðs 17. maí 2006 á deiliskipulagi Norðurstígsreits vegna Vesturgötu 24.
20. Blesugróf 27. (01.885.4) Mál nr. SN070700
breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 6. mars 2008, vegna samþykktar borgarráðs s.d. á afgreiðslu skipulagsráðs 27. f.m., varðandi breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar nr. 27 við Blesugróf.
21. Grjótháls, Vesturlandsvegur. Mál nr. SN070599
breyting á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2001-2024
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 6. mars 2008, vegna samþykktar borgarráðs s.d. á afgreiðslu skipulagsráðs 27. f.m., varðandi breytingu á aðalskipulagi við Grjótháls og Vesturlandsveg vegna stækkunar svæðis.
22. Gylfaflöt, Grafarvogi. Mál nr. SN070598
breyting á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2001-2024
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 6. mars 2008, vegna samþykktar borgarráðs s.d. á afgreiðslu skipulagsráðs 27. f.m., varðandi breytingu á aðalskipulagi í Grafarvogi vegna stækkunar athafnasvæðis við Gylfaflöt.
23. Tryggvagata 13. (01.117.4) Mál nr. SN070213
breyting á deiliskipulagi, höfuðstöðvar Ungmennafélags Íslands
Ungmennafélag Íslands, Laugavegi 170, 105 Reykjavík
Arkþing ehf, Bolholti 8, 105 Reykjavík
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 6. mars 2008, vegna samþykktar borgarráðs s.d. á afgreiðslu skipulagsráðs 27. f.m., varðandi breytingu á deiliskipulagi að Tryggvagötu 13 vegna höfuðstöðva Ungmennafélags Íslands.
24. Kaplaskjólsvegur 54. (01.517.1) Mál nr. SN080197
málsmeðferð vegna byggingarleyfisumsóknar
Einar Hjörleifsson, Granaskjól 3, 107 Reykjavík
Lagt fram bréf eiganda að Granaskjóli 3, dags. 13. mars 2008, varðandi málsmeðferð vegna byggingarleyfisumsóknar bílgeymslu á norðausturhlið lóðarinnar nr. 54 við Kaplaskjólsveg.
Á fundi skipulagsstjóra þann 9. janúar 2008 var lögð fram byggingarleyfisumsókn BN 036565 þar sem sótt var um leyfi að byggja bílgeymslu á norðausturhlið lóðar nr. 54 við Kaplaskjólsveg. Málið var grenndarkynnt 1- 29. október 2007. Athugasemdir bárust frá eigendum Granaskjóls 3. Jafnframt lá frammi umsögn skipulagsstjóra dags. 2. nóvember 2007. Við umræðu um málið á fundinum ákvað ráðið að mjókka bílgeymsluna um 2,9 metra og að hún næði að lóðarmörkum Granaskjóls 3, enda yrði bílgeymslan þó innan þeirra stærðarmarka sem fram koma í gr. 113.1 byggingarreglugerðar nr. 441/1998. Þessi ákvörðun skipulagsráðs var ekki bókuð með öðrum hætti en þeim að skipulagsstjóra og byggingarfulltrúa var falið að tilkynna umsækjanda um niðurstöðuna.
Samþykkt byggingarfulltrúa á umsókninni þann 4. mars sl. er því í fullu samræmi við vilja ráðsins í málinu.
(C) Fyrirspurnir
25. Reykjavíkurflugvöllur. (01.6) Mál nr. SN080110
(fsp) aðstaða fyrir Iceland Express
Flugstoðir ohf, Reykjavíkurflugvelli, 101 Reykjavík
Lögð fram afgreiðsla skipulagsstjóra frá 29. febrúar sl. á fyrirspurn Flugstoða dags. 12. febrúar 2008 þar sem óskað er eftir að setja upp farþegaafgreiðslu til bráðabirgða fyrir Iceland Express á Reykjavíkurflugvelli.
Skipulagsráð lagði fram eftirfarandi bókun:
Í ljósi umræðu sem verið hefur að undanförnu um þá beiðni Iceland Express að fá aðstöðu við Reykjavíkurflugvöll, vill skipulagsráð árétta að borgaryfirvöld höfðu engan annan kost en þann að synja þeirri beiðni enda lóðin sem um var sótt samningsbundinn framtíðaruppbyggingu Háskólans í Reykjavík. Í þeirri afgreiðslu fólst því hvorki afstaða né andstaða borgaryfirvalda til samkeppni í flugrekstri, heldur einungis sú staðreynd að umrædd lóð eru ekki til ráðstöfunar. Í ljósi umsóknar Iceland Express og umsóknar Flugfélags Íslands um breytingar á þeirra aðstöðu við flugvöllinn, er nú í gangi skoðun á þeim lausnum sem borgaryfirvöld telja sig geta boðið til að koma til móts við bæði þessi félög. Þær lausnir verða kynntar samgönguráðherra á fundi hans og borgarstjóra mánudaginn 31. mars næstkomandi.
(D) Ýmis mál
26. Reykjavik Energy Invest/Orkuveita Reykjavíkur, Mál nr. SN080201
skýrsla stýrihóps
Í framhaldi af bréfi borgarstjóra er lögð fram skýrsla stýrihóps um málefni Reykjavik Energy Invest og Orkuveitu Reykjavíkur.
Kynnt, frekari umræðu frestað.
Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl. 11:30.
Hanna Birna Kristjánsdóttir
Gísli Marteinn Baldursson Ólöf Guðný Valdimarsdóttir
Jórunn Frímannsdóttir Svandís Svavarsdóttir
Björk Vilhelmsdóttir Guðrún Erla Geirsdóttir
Óskar Bergsson
Afgreiðsla byggingarfulltrúa samkv. reglugerð nr. 161/2005
Árið 2008, þriðjudaginn 18. mars kl. 09:50 fyrir hádegi hélt byggingarfulltrúinn í Reykjavík 484. fund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn í fundarherberginu 4. hæð Borgartúni 3. Þessi sátu fundinn: Magnús Sædal Svavarsson, Þórður Búason, Bjarni Þór Jónsson, Björn Kristleifsson, Jón Magnús Halldórsson, Sigrún Reynisdóttir og Eva Geirsdóttir
Fundarritari var Bjarni Þór Jónsson.
Þetta gerðist:
Nýjar/br. fasteignir
1. Álftamýri 29-41 (01.280.303) 103668 Mál nr. BN037855
Helgi Þór Helgason, Álftamýri 31, 108 Reykjavík
Soffía Jónsdóttir, Álftamýri 31, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja garðskála við jarðhæð raðhússins nr. 31 á lóðinni nr. 29-41 við Álftamýri.
Málinu fylgir samþykki meðlóðarhafa áritað á uppdrátt og bréf dags. 19. febrúar 2008, þar sem samþykki sumra meðlóðarhafa eru dregin til baka eða skilyrt.
Stækkun: 18,13 ferm., 53 rúmm.
Gjald kr. 7.300 + 3.869
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
2. Ármúli 19 (01.264.104) 103531 Mál nr. BN037942
Eik fasteignafélag hf, Sóltúni 26, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að klæða bak- og tengihús með láréttri álbáruklæðningu og 2 mm. sléttri álklæðningu á atvinnuhúsnæðinu á lóð nr. 19 við Ármúla.
Meðfylgjandi er yfirlýsing burðarvirkishönnuðar dags. 11. mars 2008.
Gjald kr. 7.300
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
3. Baughús 10 (02.846.205) 109753 Mál nr. BN037895
Magnús Davíð Ingólfsson, Baughús 10, 112 Reykjavík
Kristín Guðmunda Halldórsdóttir, Baughús 10, 112 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að stækka íbúð á neðri hæð með því að grafa út sökkulrými og áður gerðri framkvæmd þar sem bílgeymslu er skipt í tvær einingar á lóðinni nr. 10 við Baughús.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 14. mars 2008 fylgir erindinu.Stærð stækkunar xx ferm. xx rúmm.
Gjald kr. 7.300 + xx
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Með vísan til umsagnar skipulagsstjóra er ekki unnt að fallast á stækkun íbúðar á neðri hæð.
4. Bitruháls 1 (04.303.001) 111018 Mál nr. BN037956
Auðhumla svf, Bitruhálsi 1, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að: Stækka umbúðalager við austurenda, gera kæligeymslur í enda pökkunarsalar og þar sem áður var geymsla og að setja gámahús til bráðabirgða í þrjú ár við kæligeymslu.
Stækkun 128,4 ferm., xxx rúmm. Samtals eftir stækkun 19.242,3 ferm., 119.447,8 rúmm.
Gjald kr. 7.300 + xxx
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.
5. Bíldshöfði 2 (04.059.201) 110568 Mál nr. BN037859
Umtak fasteignafélag ehf, Dalvegi 10-14, 200 Kópavogur
Sótt er um leyfi til að breyta þannig að það sé bætt við einum eldsneytisgeymi neðanjarðar og stækkað svæði fyrir metangáma, í þjónustuhúsi er milliloft minnkað, í verslunahús er sett hringhurð og breytt uppdeiling á utanhúss klæðningu hjá N1 á lóðinni nr. 2 við Bíldshöfða.
Stærðir minnkunar milliloft 19,2 ferm.
Gjald kr. 7.300
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.
6. Borgartún 8-16 (01.220.107) 199350 Mál nr. BN037947
Höfðatorg ehf, Lynghálsi 4, 110 Reykjavík
Sótt er um að byggja glerskála nefndan G1 á teikningu með burðarvirki úr stáli byggðan ofan á efstu plötu bílakjallara og er tengdur byggingum H1 og B1og nær upp 2 hæðir á lóðinni nefnda Höfðatorg sem er lóð nr. 8-16 við Borgartún.
Stærðir (ath þegar er samþykktur turnin H1 samtals 230027 ferm, 87774,7 rúmm.) glerskáli: 390,0 ferm. 3271,4 rúmm.
Gjald kr. 7.300 + 238.812
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.
7. Borgartún 8-16 (01.220.107) 199350 Mál nr. BN037829
Kaffitár ehf, Stapabraut 7, 260 Njarðvík
Sótt er um leyfi til að innrétta kaffihús (kaffitár) í einingu 0105 í byggingu nefndri B1 í Höfðatorgi á lóðinni nr. 8-16 við Borgartún.
Gjald kr. 7.300
Frestað.
Vísað til athugasemda eldvarnaeftirlits.
8. Borgartún 8-16 (01.220.107) 199350 Mál nr. BN037949
Höfðatorg ehf, Lynghálsi 4, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja 9 hæða skrifstofubygginga sem er að hluta 7 hæða með gler tengibyggingu upp að H1 sem er 19 hæða skrifstofubyggingu, auk þriggja hæða niður frá jarðhæð þar er m.a. geymslur bílstæði og tæknirými, byggingin er nefnd H2 og glerskálinn G2 á teikningum og er 5. áfangi í Höfðatorgi sem er á lóð nr. 8-16 við Borgartún.
Stærðir: -2 hæð 2086,3 ferm., -1 hæð 2328,5 ferm., 0 hæð 977,8 ferm. 1. hæð 1884,1 ferm. 2. hæð 1018,0 ferm., 3. hæð 1065,8 ferm., 4. hæð 1065,8 ferm., 5. hæð 1065,8 ferm., 6. hæð 1065,8 ferm., 7. hæð 1065,8 ferm., 8. hæð 550,1 ferm., 9. hæð 537,1 ferm., Samtals 14710,9 ferm 65504,3 rúmm.
Gjald kr. 7.300 + 4.781.814
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.
9. Dalbraut 16 (01.348.102) 178964 Mál nr. BN036740
Ingibjörg Karlsdóttir, Dalbraut 16, 105 Reykjavík
Sótt er um gluggapóstalausa svalalokun á íbúð 0202 í fjölbýlishúsinu á lóð nr. 16 við Dalbraut,
Samþykki sumra meðlóðarhafa fylgir erindinu dags. 11. júlí 2007. Yfirlýsing formanns húsfélags dags. 05. mars 2008.
Stærðir: 12,6 ferm., 34,1 rúmm.
Gjald kr. 6.800 + 2.489
Frestað.
Samþykki húsfélags skal liggja fyrir sbr, ákvæði fjöleignarhúsalaga nr. 26/1994.
10. Eirhöfði 18 (04.030.004) 110516 Mál nr. BN037863
Teknor ehf, Eirhöfða 13, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að koma fyrir millilofti og fyrir minni háttar breytingum á innra skipulagi í atvinnuhúsinu á lóðinni nr. 18 við Eirhöfða.
Stækkun: 31 ferm.
Gjald kr. 7.300
Frestað.
Vísað til athugasemda eldvarnaeftirlits.
11. Fagribær 2 (04.351.107) 111116 Mál nr. BN037919
Hjördís Eggertsdóttir, Fagribær 2, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi og stækka íbúð inn í áður bílgeymslu, til að byggja bílskúr og sólskála og koma fyrir auka bílastæði við einbýlishúsið á lóðinni nr. 2 við Fagrabæ.
Stækkun xx ferm., xx rúmm.
Gjald kr. 7.300 + xx
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
12. Fiskislóð 24-26 (01.087.702) 100014 Mál nr. BN037848
Lindberg ehf, Borgartúni 25, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta suðurenda hússins þannig að í stað vörugeymslu er innréttað fyrir fiskvinnslu með tilheyrandi kæli og frystiklefa, vinnslusal, skrifstofum og starfsmannarýmum í atvinnuhúsnæðinu á lóðinni nr. 24 við Fiskislóð.
Gjald kr. 7.300
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.
13. Fiskislóð 29 (10.891.02) 209682 Mál nr. BN036899
Bílaþvottastöðin Löður ehf, Bæjarlind 2, 201 Kópavogur
Sótt er um leyfi til þess að færa bílaþvottastöðina 7,4m nær götu vegna mistaka við útsetningu á sökklum á lóð nr. 29 við Fiskislóð.
Bréf hönnuðar dags. 15. september 2007 fylgir erindinu.
Gjald kr. 6.800
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
14. Fiskislóð 38 (01.087.302) 177045 Mál nr. BN037809
Fiskkaup hf, Geirsgötu 11, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja nýtt fiskverkunarhús með ásamt skrifstofum úr forsteyptum einingum á einni hæð sbr. jákvæða fyrirspurn BN37685 á lóðinni nr. 38 við Fiskislóð.
Stærðir xx ferm. xx rúmm.
Gjald kr. 7.300 + xx
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Samþykkt er takmarkað byggingarleyfi fyrir jarðvinnu og aðstöðugerð.
15. Fiskislóð 39 (01.086.601) 209697 Mál nr. BN037994
Formprent ehf, Hverfisgötu 78, 101 Reykjavík
Sótt er um takmarkað byggingaleyfi fyrir að vinna sökkla á lóð nr. 39 við Fiskislóð.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Samþykktin fellur úr gildi við útgáfu á endanlegu byggingarleyfi.
Vegna útgáfu á takmörkuðu byggingarleyfi skal umsækjandi hafa samband við yfirverkfræðing embættis byggingarfulltrúa.
16. Fossaleynir 19-23 (02.468.101) 180547 Mál nr. BN037786
Dalsnes ehf, Fossaleyni 21, 112 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir uppfærslu á brunahönnun atvinnuhússins á lóðinni nr. 19-23 við Fossaleyni.
Erindinu fylgir brunahönnunarskýrsla frá VSI dags. 16. apríl 2002 endurskoðuð 10. janúar 2008.
Gjald kr. 7.300
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
17. Freyjubrunnur 7-9 (02.695.703) 205727 Mál nr. BN037793
Guðbrandur Benediktsson, Gljúfrasel 14, 109 Reykjavík
Guðmundur Heiðar Magnússon, Gljúfrasel 9, 109 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta þakhalla og gera kjallara undir nýsamþykkt parhús á lóðinni nr. 7-9 við Freyjubrunn.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 14. mars 2008 fylgir erindinu.Stækkun: xx ferm., xx rúmm.
Gjald kr. 7.300 + xx
Synjað.
Samræmist ekki deiliskipulagi.
18. Garðsendi 4 (01.824.212) 108409 Mál nr. BN037954
Tomasz Ríkarður Tomczyk, Hofteigur 28, 105 Reykjavík
Sigríður Ása Harðardóttir, Grundarstígur 2, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir kvist á norðurhlið ásamt minnháttar tilfærslu á léttum millivegg í einbýlishúsinu á lóð nr. 4 við Garðsenda.
Stærð stækkunar ferm. lofthæð yfir 1,8 lofthæð eru 2,3 ferm. og rúmmetra stækkun er 2,3 rúmm.
Gjald kr. 7.300 + 168
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra til ákvörðunar um grenndarkynnigu vísað er til uppdrátta 01 dags. 10. mars 2008.
19. Gerðarbrunnur 16-18 (05.056.403) 206054 Mál nr. BN037099
Sigurbjörg Nielsdóttir Hansen, Brekkustígur 17, 101 Reykjavík
Guðlaug Kristófersdóttir, Dvergholt 17, 270 Mosfellsbær
Sótt er um leyfi til þess að byggja tvílyft parhús með innbyggðum bílgeymslum allt úr forsteyptum einingum á lóð nr. 16-18 við Gerðarbrunn.
Stærð: Hús nr. 16 (matshluti 01) íbúð 1. hæð 108,3 ferm., 2. hæð 79,8 ferm., bílgeymsla 23,3 ferm., samtals 211,4 ferm., 749,3 rúmm.
Hús nr. 18 (matshluti 02) er sömu stærðar og hús nr. 16 eða samtals 211,4 ferm., 749,3 rúmm.
Parhús er samtals 422,8 ferm., 1498,6 rúmm.
Gjald kr. 6.800 + 101.905
Frestað.
Vísað til fyrri athugasemda.
20. Gerðarbrunnur 28-30 (05.056.301) 206046 Mál nr. BN037724
Erlingur Þorkelsson, Langholtsvegur 2, 104 Reykjavík
Ágúst Steindórsson, Langholtsvegur 2, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir parhúsi byggt úr forsteyptum einingum á tveimur hæðum með innbyggðum bílgeymslum á efri hæð og einhalla þakformi á lóðinni nr. 28-30 við Gerðabrunn.
Meðfylgjandi er samþykki aðliggandi lóðarhafa dags. 23. jan. 2008 ásamt útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 15. febrúar 2008.
Stærðir: Hús nr. 28 Mhl. 01 kjallari 123,0 ferm. 1. hæð bílgeymsla 35,6 ferm. 1. hæð íbúð 82,6 ferm. Hús nr. 30 mhl. 02 kjallari 123,0 ferm., 1. hæð bílgeymsla 32,3 ferm., 1. hæð íbúð 84,3 ferm. Samtals 480,8 ferm., 1590,8 rúmm.
Gjald kr. 7.300 + 116.128
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
21. Hálsasel 54 (04.974.206) 113201 Mál nr. BN037951
Haukur Einarsson, Hálsasel 54, 109 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja steyptan stoðvegg á lóðamörkum meðfram gangstíg við hús á lóð nr. 54 við Hálsasel.
Gjald kr 7.300
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
22. Heiðargerði 70 (01.802.203) 107668 Mál nr. BN037940
Halldór Hauksson, Heiðargerði 70, 108 Reykjavík
Sumarlína Pétursdóttir, Heiðargerði 70, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja garðskála á steinsteyptum geymslukjallara, til að lyfta þaki á hluta húss og byggja kvist á norðvesturhlið og til að breyta innra skipulagi og útliti einbýlishússins á lóðinni nr. 70 við Heiðargerði.
Stækkun: xx ferm., 103 rúmm.
Gjald kr. 7.300 + 7.519
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
23. Hjarðarhagi 45-47 (01.543.211) 106436 Mál nr. BN037950
Glitnir fjármögnun, Kirkjusandi 2, 155 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að stækka nýsamþykktan pizzastað og laga lóð og aðkomu sbr. erindi nr. BN037760 dags. 19.2. 2008 á lóð nr. 45 (45 - 47) við Hjarðarhaga.
Stækkun 7 ferm., 19,5 rúmm.
Gjald kr. 7.300 + 1.424
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.
24. Hlíðarfótur 13 (01.757.201) 214259 Mál nr. BN037993
Háskólinn í Reykjavík ehf, Ofanleiti 2, 103 Reykjavík
Sótt er um takmarkað byggingarleyfi fyrir kjallara og veggjum 1. hæðar á lóð við Hlíðarfót 13.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Samþykktin fellur út gildi við útgáfu á endanlegu byggingarleyfi.
Vegna útgáfu á takmörkuðu byggingarleyfi skal umsækjandi hafa samband við yfirverkfræðing embættis byggingarfulltrúa.
25. Hofsvallagata -sundl. (01.526.101) 106073 Mál nr. BN037864
Hjalti Hjaltason, Hulduland 9, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að rífa söluturn og byggja nýjan á horni Hofsvallagötu og aðkeyrslu að Vesturbæjarlaug.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 14. mars 2008 fylgir erindinu.Stærðir: 27 ferm., 83,85 rúmm. Niðurrif 12 ferm., 27,6 rúmm. stækkun 15 ferm., 56,25 rúmm.
Gjald kr. 7.300 + 4.106
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
26. Hraunberg 8 (04.674.101) 112205 Mál nr. BN037741
Fjölbrautaskólinn í Breiðholti, Austurbergi 5, 111 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja tvær bráðabirgðakennslustofur úr timbri við Fjölbraut í Breiðholti á lóð nr. 8 við Hraunberg.
Meðfylgjandi er bréf frá skólameistara dags. 12.3. 2008 sem útskýrir málavöxtu.
Stærðir: Matshl. 05 - 71,5 ferm., 243,4 rúmm.
Matshl. 06 - 24,9 ferm., 76,3 rúmm.
Samtals 96,4 ferm., 319,7 rúmm.
Gjald kr. 7.300 + 23.338
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
Samþykktin gildir til ársloka 2009.
27. Hverfisgata 102B (01.174.108) 101586 Mál nr. BN036035
Sigmundur Sæmundsson, Grundargerði 10, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að hækka þak, byggja kvisti og svalir við þakhæð tvíbýlishússins á lóð nr. 102B við Hverfisgötu.
Málinu fylgir umsögn skipulagsfulltrúa frá 15. júní 2006,
ásamt útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 1. febrúar 2008.
Stærðir: Stækkun 57,2 ferm., 63,2 rúmm.
Samtals 251,2 ferm., 678,4 rúmm.
Gjald kr. 6.800 + 4.298
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst fyrir útgáfu á byggingarleyfi.
28. Jónsgeisli 91 (04.113.306) 189863 Mál nr. BN037914
Patron ehf, Ármúla 19, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir millilofti í atvinnuhúsnæðinu á lóð nr. 91 við Jónsgeisla.
Stærð 137,4 ferm.
Gjald kr. 7.300
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.
29. Kistumelur 20 (34.533.303) 206628 Mál nr. BN037557
Kistumelur 20 ehf, Suðurlandsbraut 18, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að flytja dreifistöð inn í hús sbr. samþykkt erindi BN036453 með breyttum lóðarhafa sbr. BN037267 í iðnaðarskemmu á lóð nr. 20 við Kistumel.
Stærðir: 1. hæð 2025 ferm., 2. hæð 267,8 ferm., samt. 2292,8 ferm., 16051,7 rúmm.
Gjald kr. 7.300
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Gera skal grein fyrir samþykkt OR vegna flutnings á dreifistöð.
30. Klapparstígur 35A (01.172.204) 101459 Mál nr. BN037926
Hótel Frón ehf, Laugavegi 22a, 101 Reykjavík
Landsþing ehf, Klapparstíg 35, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta matsal á 1. hæð í þrjú hótelherbergi og stækka herbergi húsvarðar í hóteli á lóð nr. 35 A við Klapparstíg.
Stækkun 2,8 ferm., 7 rúmm.
Gjald kr. 7.300 + 511
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
31. Kleifarvegur 8 (01.380.111) 104736 Mál nr. BN037946
Gísli Skúlason, Efstasund 18, 104 Reykjavík
Haukur Sigurbjörn Magnússon, Kleifarvegur 8, 104 Reykjavík
Kristján Thorlacius, Kleifarvegur 8, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir reyndarteikningar vegna eignaskiptasamnings af húsi á lóð nr. 8 við Kleifarveg
Gjald kr. 7.300
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst til þess að samþykktin öðlist gildi.
32. Klettagarðar 13 (01.325.201) 180007 Mál nr. BN037867
Bikar ehf, Mörkinni 3, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til breytinga á innra skipulagi miðað við nýlega samþykktar teikningar erindi nr. BN34126 í einingum 0101, 0102, 0201 og 0202 ásýnd hússins breytist þannig að nýr gluggi er á austurhlið breikkun vöruhurða á vesturhlið ásamt tilfærslu á gönguhurð á atvinnuhúsnæðinu á lóð nr. 13 við Klettagarða.
Meðfylgandi er bréf aðalhönnuðar dags. 21.febrúar 2008, brunahönnun Línuhönnunar dags. endurskoðun 25. febrúar 2008
Gjald kr. 7.300
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
33. Kvistaland 1-7 (01.863.301) 108806 Mál nr. BN037939
Hannes Frímann Hrólfsson, Hulduland 12, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi, koma fyrir nýjum gluggum í kjallara og stækka þá sem fyrir eru í einbýlishúsinu nr. 5 á lóðinni nr. 1-7 við Kvistaland.
Gjald kr. 7.300
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra með vísan til samþykktar frá 27. apríl 2004.
34. Kvistaland 10-16 (01.863.102) 108804 Mál nr. BN037948
Björn K Sveinbjörnsson, Bakkaflöt 8, 210 Garðabær
Svava Þorgerður Johansen, Bakkaflöt 8, 210 Garðabær
Sótt er um leyfi til að byggja einbýlishús úr steinsteypu á einni hæð með kjallara, sbr. nýsamþykkt erindi BN037226, á lóð nr. 12 (10 - 16) við Kvistaland.
Stærðir: 1. hæð íbúð 325,3 ferm., opin bílgeymsla 39,8 ferm. B - rými, kjallari 113,9 ferm.
Samtals 439,2 ferm., og B - rými bílgeymsla 39,8 ferm., 1431,7 rúmm., B - rými 123,5 rúmm.
Meðfylgjandi: Bréf frá hönnuði dags. 11.3. 2008 og tillaga að deiliskipulagi dags. 21.11. 2007
Gjald kr. 7.300 + 104.514
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.
35. Langagerði 126 (01.833.112) 108592 Mál nr. BN037933
Hörður Reynisson, Langagerði 126, 108 Reykjavík
Margrét Th Ingibergsdóttir, Langagerði 126, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að skipta í tvær íbúðir einbýlishúsinu á lóðinni nr. 126 við Langagerði.
Gjald kr. 7.300
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra vegna fjölgunar íbúða.
36. Langholtsvegur 162 (01.441.305) 105459 Mál nr. BN037932
Elín Rós Þráinsdóttir, Langholtsvegur 162, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að fjarlægja veggi í kjallara og styrkja gólfplötu með stábitum og bæta við geymslu innan íbúðar í þríbýlishúsinu á lóð nr. 162 við Langholtsveg.
Meðfylgjandi er yfirlýsing burðarvirkishönnuðar, dags. 10. mars 2008 ásamt minnkuðu afriti af burðarvirkisteikningu.
Gjald kr. 7.300
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
37. Lindargata 52 (01.153.202) 101099 Mál nr. BN037358
Jóhann Lúðvík Torfason, Lindargata 52, 101 Reykjavík
Margrét Lóa Jónsdóttir, Lindargata 52, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja við kjallara og fyrstu hæð austurhliðar þar sem kjallari er staðsteyptur og efri hæðin úr timbri og allur frágangur og deililausnir taka mið af upphaflegum stíl hússins á lóðinni nr. 52 við Lindargötu.
Meðfylgjandi er bréf Húsafriðunarnefndar dags. 20. nóvember 2007, umsögn Minjasafns Reykjavíkur dags. 20. desember 2007 ásamt úrskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 20. desember 2007. bréf aðalhönnuðar dags. 14. febrúar 2008.
Stærðir 16,6 ferm., 55,3 rúmm.
Gjald kr. 6.800 + 3.760
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
38. Lofnarbrunnur 16 (05.055.502) 206090 Mál nr. BN037771
Sparisjóður Hafnarfjarðar, Strandgötu 8-10, 220 Hafnarfjörður
Sótt er um leyfi til að bygggja staðsteypt fjórbýlishús á þremur hæðum auk bílgeymslu í kjallara þakformið er flatt og bogadregið inndreginn þriðja hæð með einni íbúð á lóðinni nr. 16 við Lofnarbrunn.
Stærðir kjallari 264,1 ferm., 1. hæð 212,3 ferm., 2. hæð 250,3 ferm., 3. hæð 191,1 ferm. Samtals 917,8 ferm., 2916,0 rúmm.
Gjald kr. 7.300 + 212.868.
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
39. Móvað 39 (04.773.502) 195938 Mál nr. BN037913
Erla Birgisdóttir, Móvað 39, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi efri hæðar og stækka þaksvalir einbýlishússins á lóðinni nr. 39 við Móvað.
Gjald kr. 7.300
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
40. Nýlendugata leikv. Mál nr. BN037925
Framkvæmdasvið Reykjavíkurborga, Skúlatúni 2, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að rífa og fjarlægja gamlan sökkul undan húsi sem er horfið fyrir löngu síðan á leikvelli við Nýlendugötu.
Gjald kr. 7.300
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
41. Sifjarbrunnur 32 (05.055.405) 211686 Mál nr. BN037777
Friðgeir Kemp, Eskivellir 9b, 221 Hafnarfjörður
Hulda Hákonardóttir, Eskivellir 9b, 221 Hafnarfjörður
Sótt er um leyfi til að byggja tveggja hæða einbýlishús með innbyggðri bílgeymslu, steinsteypt og klætt að utan með keramikflísum og sedrusviði, á lóðinni nr. 32 við Sifjarbrunn.
Stærð: 1. hæð íbúð 103,5 ferm., bílgeymsla 35,8 ferm., 2. hæð íbúð 150,8 ferm.
Samtals 290,1 ferm., 949,5 rúmm.
Gjald kr. 7.300 + 69.314
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
42. Sjafnarbrunnur 2 (05.053.702) 206140 Mál nr. BN037943
Frjálsi fjárfestingarbankinn hf, Lágmúla 6, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja átta íbúða staðsteypt fjölbýlishús með lyftu á fjórum hæðum, í kjallara eru bílageymslur og sérgeymslur ásamt tæknirými, á 1. hæð er anddyri hjóla og vagnageymsla og þjár íbúðir þar af ein fyrir fatlaða, á annari hæð eru þrjár íbúðir og á þriðju hæð eru tvær íbúðir á lóðinni nr. 2 við Sjafnarbrunn.
Stærðir kjallari bílgeymslur 417,2 ferm. geymslur 133,8 samtals 551,0 ferm., 1. hæð 356,5 ferm., 2. hæð 471,4 ferm., 3. hæð 319,9 ferm., samtals 1698,8 ferm., 5310,8 rúmm.
Gjald kr. 7.300 + 387.688
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
43. Skógarás 21 (04.386.502) 111537 Mál nr. BN037900
Skógarásverk ehf, Hraunbæ 111, 110 Reykjavík
Ágúst Alfreð Snæbjörnsson, Lækjasmári 21, 201 Kópavogur
Sótt er um leyfi til að byggja áður samþykktan blómaskála sbr. erindi BN035273 úr steinsteypu, timbri og gleri við einbýlishús á lóð nr. 21 við Skógarás.
Gjald kr. 7.300
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
44. Smiðshöfði 11 (04.061.203) 110606 Mál nr. BN037934
Fjártak ehf, Frostafold 97, 112 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir millilofti í einingu 0201 og 0202 í atvinnuhúsnæðini á lóð nr. 11 við Smiðshöfða.
Stærð millilofts 108,7 ferm.
Gjald kr. 7.300
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
45. Sporðagrunn 12 (01.350.203) 104131 Mál nr. BN037541
Höskuldur Ragnarsson, Sporðagrunn 12, 104 Reykjavík
Guðmundur G Símonarson, Sporðagrunn 12, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að stækka neðri hæðina til vesturs undir svalagólf ásamt svalalokun á efri hæð fjölbýlishússins á lóð nr. 12 við Sporðagrunn.
Meðfylgandi er samþykki meðeiganda dags. 3. janúar 2008.
Stærðir stækkunar íbúðar í kjallara 16,1 ferm., 48,3 rúmm.
Svalalokun íbúðar 1. hæðar 9,1 ferm., 21,0 rúmm.
Gjald kr. 7.300 + 5.059Grenndarkynningin stóð frá 24. janúar til og með 21. febrúar 2008. Engar athugasemdir bárust.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst fyrir útgáfu á byggingarleyfi.
46. Stórholt 47 (01.246.217) 103324 Mál nr. BN037269
Aðalbjörg Sigurþórsdóttir, Stórholt 47, 105 Reykjavík
Sótt er um að setja hurð þar sem er gluggi á nýlega samþykktum teikningum sbr. erindi BN036037 af bílskúr á lóð nr. 47 við Stórholt.
Gjald kr. 6.800
Frestað.
Vísað til fyrri athugasemda vegna glugga.
47. Sörlaskjól 24 (01.532.015) 106173 Mál nr. BN037865
Jón Garðar Guðmundsson, Tómasarhagi 51, 107 Reykjavík
Sótt erum leyfi til fyrir áður gerðri stækkun bílskúrs og til að hækka hús, byggja tvo nýja kvisti, breyta kvisti og gluggum sem fyrir eru, stækka svalir, grafa frá kjallara og breyta innra skipulagi einbýlishússins á lóðinni nr. 24 við Sörlaskjól.
Erindinu fylgir bréf hönnuðar dags. 26. febrúar 2008 ásamt útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 7. mars 2008 og umsögn skipulagsstjóra dags. 7. mars 2008.
Ennfremur bréf hönnuðar dags. 11. mars 2008 og yfirlýsing burðarvirkishönnuðar dags. sama dag.
Áður gerð stækkun bílskúrs: xx ferm., xx rúmm.
Stækkun húss: 47 ferm., 160 rúmm.
Gjald kr. 7.300 + 11.680
Frestað.
Vegna framhalds málsins er nauðsynlegt að fara eftir umsögn skipulagsstjóra.
48. Túngata 3 (01.161.113) 101208 Mál nr. BN037938
Ragnheiður Birgisdóttir, Túngata 3, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að fjarlægja millivegg, stækka hurðargat og setja nýtt hurðargat í íbúð á 2. hæð í sambýlishúsi á lóð nr. 3 við Túngötu.
Meðfylgjandi er umsögn burðarvirkjahönnuðar dags. 10. mars 2008, ásamt samþykki sumra eigenda ritað á teikningu.
Gjald kr. 7.300
Frestað.
Vantar að sýna burðarvirkisuppdrátt, er sagður fylgja en fylgir ekki.
49. Urðarbrunnur 110-112 (05.054.405) 205802 Mál nr. BN037941
Gunnar Rúnar Ólafsson, Öldugrandi 9, 107 Reykjavík
Helgi Hjörleifsson, Ásbraut 3, 200 Kópavogur
Sótt er um leyfi til að byggja parhús úr steinsteyptum samlokueiningum á tveimur hæðum með innbyggðum bílgeymslum á lóðinni nr. 110-112 við Urðarbrunn.
Erindi fylgir samþykki lóðarhafa aðliggjandi lóða áritað á uppdrátt dags. 5. mars 2008.
Stærð húss nr. 110: 1. hæð íbúð 119,8 ferm., 2. hæð íbúð 78,2 ferm, bílgeymsla 31,5 ferm.
Hús nr. 112: Sömu stærðir.
Samtals 459 ferm., 1688,2 rúmm.
Gjald kr. 7.300 + 123.239
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
50. Urðarbrunnur 128 (05.054.201) 205806 Mál nr. BN037875
Eyvindur Ívar Guðmundsson, Vesturberg 118, 111 Reykjavík
Eyrún Steinsson, Súluhólar 4, 111 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja xx einbýlishús á tveimur hæðum með innbyggðri bílgeymslu á lóðinni nr. 128 við Urðarbrunn.
Stærðir: xx ferm., xx rúmm.
Gjald kr. 7.300 + xx
Frestað.
Gögn allsendis ófullnægjandi.
51. Urðarbrunnur 44 (05.054.608) 211728 Mál nr. BN037831
Hringur Pálsson, Grænlandsleið 27, 113 Reykjavík
Iðunn Sæmundsdóttir, Grænlandsleið 27, 113 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja tveggja hæða einbýlishús úr forsteyptum einingum með innbyggðri bílgeymslu á lóðinni nr. 44 við Urðarbrunn.
Erindi fylgir yfirlýsing um stöðu vottunarferlis á forsteyptum einingum dags. 20. desember 2007 og vottun vegna framleiðslu á filigranplötum útg. 12. janúar 2006.
Stærð: 1. hæð íbúð 108 ferm., 2. hæð íbúð 65,8 ferm., bílgeymsla 30,8 ferm.
Samtals 204,6 ferm., 686,8 rúmm.
Gjald kr. 7.300 + 50.136
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
52. Urðarbrunnur 76-78 (05.054.507) 211732 Mál nr. BN037692
Guðjón Snæfeld Magnússon, Digranesvegur 36, 200 Kópavogur
Friðmar Leifs Bogason, Smyrilshólar 4, 111 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir staðsteyptu tveggja hæða parhúsi með einhalla þaki með innbyggðum bílgeymslum á efri hæð hússins á lóð nr. 76-78 við Urðarbrunn.
Stærð: hús nr. 76 mhl 01 1. hæð íbúð 112,1 ferm. 2. hæð bílgeymsla 29,6 ferm., íbúð 88,7 samtals 230,4 ferm., 884,7 rúmm., hús nr. mhl 023 1. hæð íbúð 151,7 ferm., 2. hæð íbúð 105,7 ferm., bílgeymslam 38,0 ferm. samtals 295,4 ferm., 1120,5 rúmm. Samtals 525,8 ferm., 2005,8 rúmm.
Gjald kr. 7.300+146.379
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
53. Úlfarsbraut 84-94 (02.698.604) 205747 Mál nr. BN037952
ORK ehf, Lágmúla 6, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja sex íbúða staðsteypt raðhús á þrem hæðum á lóð nr. 84 - 94 við Úlfarsbraut.
Stærðir: 1. hæð hver íbúð 75,1 ferm. samt. 450,6 ferm., 2. hæð hver íbúð 42,9 ferm., samt. 257,4 ferm., hver bílskúr 21,6 ferm., samt. 129,6 ferm., samtals öll hæðin 387 ferm. 3. hæð hver íbúð 91,3 ferm., samt. 547,8 ferm.
Samt. allt húsið íbúðir 1255,8 ferm., bílskúrar 129,6 ferm., Samtals 1385,4 ferm., 5458,0 rúmm.
Gjöld kr. 7.300 + 398.434
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
54. Vatnagarðar 20 (01.338.903) 103921 Mál nr. BN037944
Saxhóll ehf, Nóatúni 17, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja milliloft og innrétta þar skrifstofur, endurinnrétta 1. hæð undir millilofti og setja nýjan inngang og glugga á norðausturhlið húss á lóð nr. 20 við Vatnagarða.
Meðfylgjandi: A) Yfirlýsing frá burðarvirkjahönnuði. B) Staðfesting á kaupsamningi.
Stækkun 116,6 ferm. Samtals eftir stækkun 1810,5 ferm., 9692,4 rúmm.
Gjald kr. 7.300
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
55. Vatnsstígur 15 (00.000.000) 101021 Mál nr. BN037539
Jóhannes Nordal, Laugarásvegur 11, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja þakskála úr timbri og stáli, með klæðningu eins og núverandi bygging og rífa núverandi þakhýsi á þakgarði við íbúð 0302 á lóð nr. 15 við Vatnsstíg (Skúlagata 12)
Þakskáli eftir stækkun 37,9 ferm. og 104,0 rúmm. Stækkun 32,6 ferm. og 88 rúmm., niðurrif 5,3 ferm. og 16 rúmm.
Erindinu fylgir A) Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 25. janúar 2008 - B) Bréf frá hönnuði dags 5.2.2008 - C) Yfirlýsing frá VSÓ vegna brunahönnunar dags. 29.2.2008 - D) Samþykki stjórnar húsfélags fyrir breytingunni dags. 10.3.2008 ásamt eignaskiptayfirlýsingu sem heimilar stjórn þann gjörning.
Gjald kr. 7.300 + 7.300 + 6.424
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
56. Vesturberg 195 (04.660.807) 112031 Mál nr. BN037868
R.Guðmundsson ehf, Pósthólf 1143, 121 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir að breyta áður steyptum vegg í hlaðinn miðað við nýlega samþykkt erindi nr. BN36642 í raðhúsinu á lóð nr. 195 við Vesturberg.
Gjald kr. 7.300
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
Með vísað til úrskurðar úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála eru allar framkvæmdir óheimilar.
57. Vesturgata 54 (01.130.215) 100138 Mál nr. BN037957
Fasteignafél Suðurlandsb 22 ehf, Pósthólf 246, 121 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta eignarhaldi á geymslum 0002 og 0004 og staðfesta kvöð fyrir íbúð 0101 á Vesturgötu 52 um aðgengi að mælum í 0007 sbr. nýsamþykkt erindi BN037286 dags. 22. janúar 2008 í sambýlishúsi á lóð nr. 54 við Vesturgötu.
Gjald kr. 7.300
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
Þinglýsa skal kvöð um aðgengi að mælarými 0007.
Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst til þess að samþykktin öðlist gildi.
58. Vesturhús 9 (02.848.503) 109876 Mál nr. BN037858
Elvar Hallgrímsson, Vesturhús 9, 112 Reykjavík
Inga Margrét Guðmundsdóttir, Vesturhús 9, 112 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir staðsteyptri viðbyggingu á einni hæð með tilheyrandi breytingum á innra skipulagi tvíbýlishússins á lóðinni nr. 9 við Vesturhús.
Stærðir stækkunar 30,0 ferm., 87,0 rúmm.
Gjald kr. 7.300 + 6.351
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst fyrir útgáfu á byggingarleyfi.
Ýmis mál
59. Austurberg 1 (04.667.801) 112096 Mál nr. BN037983
Framkvæmdasvið Reykjavíkurborga, Skúlatúni 2, 105 Reykjavík
Á afgreiðslufundi byggingarfulltrúa þann 19. febrúar 2008 var samþykkt svohljóðandi mæliblað af Austurbergi 1: Óskað er samþykki byggingarfulltrúa til að sameina lóðirnar Austurberg 1 og Austurberg 1A í eina lóð eins og sýnt er á meðsendum uppdrætti landupplýsingadeildar dags. 15. febrúar 2008.
Tillaga að sameiningu lóða:
Austurberg 1 24971 ferm., Austurberg 1A 18493 ferm.
Samtals, ný lóð 43464 ferm.
Lóðin verður skráð skv. ákvörðun byggingarfulltrúa.
Sbr. samþykkt skipulagsráðs 6. september 2006 og Borgarráðs 14. september 2006, ásamt auglýsingu um gildistöku deiliskipulagsins í B-deild Stjórnartíðinda 23. nóvember 2006.
En á að vera:
Tillaga að sameiningu lóða:
Austurberg 1 (landnr.112096, staðgr. 4.667.801):
Skráð hjá FMR Austurberg 1 Lóðin er 24971 ferm, sbr. mæliblað útgefið 5. október 1982.
Austurberg 1A (landnr. 112098, staðgr. 4.667.803):
Skráð hjá FMR Austurberg, íþróttavöllur. Lóðin er 18493 ferm., sbr. mæliblað útgefið 5. október 1982.
Lóðirnar sameinaðar verði 43464 ferm, og verður lóðin tölusett nr. 1 við Austurberg skv. ákvörðun byggingarfulltrúa.
Bílastæðalóð fyrir Austurberg 1 og 1A (landnr. 112097, staðgr. 4.667.802) Skráð hjá FMR Austurberg 1.
Lóðin er 1934 ferm, sbr. mæliblað útgefið 5. október 1982.
Lóðin verður óbreytt, en verður skráð nr. 1A við Austurberg skv. ákvörðun byggingarfulltrúa.
Sjá samþykkt skipulagsráðs 6. september 2006 og samþykkt borgarráðs 14. september 2006. Auglýsing um gildistöku deiliskipulagsins var birt í B-deild Stjórnartíðinda 23. nóvember 2006.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Lóðamarkabreytingin tekur gildi þegar þinglýst hefur verið yfirlýsingu um breytt lóðarmörk.
60. Fiskislóð 34-38 Mál nr. BN037980
Faxaflóahafnir sf, Tryggvagötu 17, 101 Reykjavík
Óskað er eftir að gengið verði frá skráningu lóðarinnar nr. 34-38 við Fiskislóð í samræmi við nýtt mæliblað.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Lóðamarkabreytingin tekur gildi þegar þinglýst hefur verið yfirlýsingu um breytt lóðamörk.
61. Hverfisgata 32 (01.171.103) 101369 Mál nr. BN037963
Festar ehf, Sunnuvegi 1, 104 Reykjavík
Lagt fram Festa ehf, dags 11. mars 2008, vegna skilyrðis á byggingarleyfi fyrir niðurrifi á húsinu nr. 32 við Hverfisgötu.
Nei.
Ekki er unnt að falla frá skilyrði sem sett var við samþykkt á niðurrifi sþ. 21. ágúst 2007.
Vakin er athygli eiganda á að honum ber að halda húsunum mannheldum.
62. Hverfisgata 34 (01.171.105) 101371 Mál nr. BN037962
Festar ehf, Sunnuvegi 1, 104 Reykjavík
Lagt fram bréf Festa ehf, dags. 11. mars 2008, vegna skilyrðis á byggingarleyfi fyrir niðurrifi á húsinu nr. 34 við Hverfisgötu.
Nei.
Ekki er unnt að falla frá skilyrði sem sett var við samþykkt á niðurrifi sþ. 21. ágúst 2007.
Vakin er athygli eigenda á því að honum ber að halda húsunum mannheldum.
63. Kaplaskjólsvegur 54 (01.517.112) 105911 Mál nr. BN037964
Trausti Kárason, Kaplaskjólsvegur 54, 107 Reykjavík
Á afgreiðslufundi byggingarfulltrúa þann 4. mars var samþykkt bílgeymsla á lóðinni nr. 54 við kaplaskjólsveg þar sem stærðir voru bókaðar: 41,2 ferm., 107,8 rúmm.
Réttar stærðir eru: 31,2 ferm., 82,9 rúmm.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
64. Laugavegur 19-19B (01.171.110) 101376 Mál nr. BN037960
Festar ehf, Sunnuvegi 1, 104 Reykjavík
Lagt fram bréf Festa ehf., dags. 11. mars 2008, vegna skilyrðis á byggingarleyfi fyrir niðurrifi á húsinu
nr. 19B - bakhús við Laugaveg.
Nei.Ekki er unnta að falla frá skilyrði sem sett var við samþykkt á niðurrifi sþ. 21. ágúst 2007.
Vakin er athygli eigenda á að honum ber að halda húsunum mannheldum.
65. Laugavegur 17 (01.171.111) 101377 Mál nr. BN037961
Festar ehf, Sunnuvegi 1, 104 Reykjavík
Lagt fram bréf Festa ehf., dags. 11. mars 2008, vegna skilyrðis á byggingarleyfi fyrir niðurrifi á húsinu nr. 17A - bakhús við Laugaveg.
Nei.
Ekki er unnt að falla frá skilyrði sem sett var við samþykkt á niðurrifi sþ. 21. ágúst 2007.
Vakin er athygli eigenda á því að honum ber að halda húsunum mannheldum.
Fyrirspurnir
66. Álfheimar 2-6 (01.430.208) 105199 Mál nr. BN037953
Plúsarkitektar ehf, Laugavegi 59, 101 Reykjavík
Spurt er hvort endurinnrétta megi bakarí í verslunarrými í húsi á lóð nr. 6 við Álfheima.
Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingarleyfi.
67. Deildarás 2 (04.372.001) 111289 Mál nr. BN037222
Jóhannes S Guðbjörnsson, Deildarás 2, 110 Reykjavík
Spurt er hvort leyfi fengist fyrir að breyta legu bílskúrs og geymslu á lóðinni þannig að hann liggur samsíða götu og með yfirbyggða reiðhjólageymslu við norðurgafl þannig að samsíða Deildárási verði að hámarki hæð útveggja 1,8 m. samkv. meðfylgjandi gögnum af lóðinni nr. 2 við Deildarás.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 14. mars 2008 ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 14. mars 2008 fylgja erindinu.
Jákvætt.
Enda verði uppfyllt öll þau skilyrði sem koma fram í umsögn skipulagsstjóra frá 14. mars 2008 og umsækjandi láti vinna tillögu að deiliskipulagi.
68. Fiskakvísl 1 (04.236.301) 110935 Mál nr. BN037937
Karen Anna Guðmundsdóttir, Fiskakvísl 1, 110 Reykjavík
Spurt er hvort setja megi opnanlega svalalokun í íbúð 0201 í fjölbýlishúsi á lóð nr. 1 við Fiskakvísl.
Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingarleyfi og með fylgi samþykki meðeigenda sbr. ákvæði laga nr. 26/1994.
69. Fiskislóð 11-13 (01.089.103) 209663 Mál nr. BN037915
Fasteignafélagið Fisk 11-13 ehf, Fagrahvammi 8, 220 Hafnarfjörður
Spurt er hvort leyft yrði að setja manngengt milligólf í byggingu á lóð nr. 11 - 13 við Fiskislóð sbr. meðfylgjandi bréf arkitekts dags. 3.mars 2008.
Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðurm enda verði sótt um byggingarleyfi.
70. Frostafold 48-54 (02.854.304) 110037 Mál nr. BN037935
Matthías Einarsson, Frostafold 50, 112 Reykjavík
Spurt er hvort stækka megi byggingareit fyrir bílskúra við hús á lóðum nr 48 - 50 og 44 - 46 við Frostafold. Fordæmi fyrir slíku er á lóð nr. 68 - 74 við Fannafold.
Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum, enda láti fyrirspyrjandi vinna breytingu að deiliskipulagi sem grenndarkynnt verður berist umsókn.
71. Kjartansgata 9 (01.247.310) 103371 Mál nr. BN037922
Elsa María Ólafsdóttir, Hverfisgata 74, 101 Reykjavík
Spurt er hvort leyfi fengist fyrir svölum á 1. hæð til suðurs með tilheyrandi breytingu á glugga sem yrði breytt í svalahurð samkv. meðfylgjandi skissu af íbúðarhúsinu á lóðinni nr. 9 við Kjartansgötu.
Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum og með vísan til umsagnar skipulagsstjóra á fyrirspurnarblaði, enda verði sótt um byggingarleyfi sem með fylgi samþykki meðeigenda.
72. Kleppsvegur 90 (01.352.203) 104184 Mál nr. BN037936
Félagsbústaðir hf, Hallveigarstíg 1, 101 Reykjavík
Spurt er hvort rífa megi núverandi hús og byggja sambýli geðfatlaðra skv. meðfylgjandi frumdrögum á lóð nr. 90 við Kleppsveg. Meðfylgjandi er útskriftir úr bókum bygginga- og skipulagsfulltrúa.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.
73. Langholtsvegur 192 (01.445.109) 105562 Mál nr. BN037959
Inga Lóa Baldvinsdóttir, Langholtsvegur 192, 104 Reykjavík
Spurt er hvort útbúa megi aðra útgönguleið úr kjallara húss á lóð nr. 192 við Langholtsveg.
Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingarleyfi og því fylgi samþykki meðeigenda.
74. Lágmúli 5 (01.261.301) 103507 Mál nr. BN037931
Sjóklæðagerðin hf, Miðhrauni 11, 210 Garðabær
Spurt er hvort leyft yrði að klæða stillansa með segli sem á er prentuð meðfylgjandi auglýsing á atvinnuhúsinu á lóðinni nr. 5 við Lágmúla.
Jákvætt.
Leyfið gildir til aprílloka.
75. Rauðarárstígur 7 (01.222.110) 102846 Mál nr. BN037844
Erna Guðrún Sigurðardóttir, Rauðarárstígur 7, 105 Reykjavík
Eva Guðfinna Sigurðardóttir, Rauðarárstígur 7, 105 Reykjavík
Spurt er hvort leyfi fengist til að stækka glugga og gera svalir á austurhlið, nýjan kvist á suðurhlið með þaksvölum samkv. meðfylgjandi skissum af húsinu á lóð nr. 7 við Rauðarárstíg.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 14. mars 2008 ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 11. mars 2008 fylgja erindinu.
Jákvætt.
Já vegna svala en nei vegna kvists, enda verði sótt um byggingarleyfi.
76. Síðumúli 10 (01.292.301) 103798 Mál nr. BN037857
Haukur Ásgeirsson, Lindasmári 12, 201 Kópavogur
Spurt er hvort leyft yrði að byggja við hús og til að byggja milliloft eins og sýnt er á meðfylgjandi skissum af atvinnuhúsinu á lóðinni nr. 10 við Síðumúla.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 14. mars 2008 fylgir erindinu.
Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum, enda verði sótt um byggingarleyfi sem grenndarkynnt verður berist umsókn.
77. Skúlagata 17 (01.154.102) 174222 Mál nr. BN037916
Íris Hera Norðfjörð Jónsdóttir, Hraunbær 156, 110 Reykjavík
Spurt er hvort setja megi upp súpu- og salatbar á 1. hæð í húsi á lóð nr. 17 við Skúlagötu.
Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingarleyfi
78. Smáragata 3 (01.197.215) 102730 Mál nr. BN037924
Björn Skaptason, Skaftahlíð 16, 105 Reykjavík
Spurt er hvort leyfi fengist fyrir viðbyggingu við bílgeymslu samkv. meðfylgandi skissum af hússins á lóð nr. 3 við Smáragötu.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.
79. Stuðlasel 33 (04.923.407) 112628 Mál nr. BN037966
Áslaug Sigríður Svavarsdóttir, Stuðlasel 33, 109 Reykjavík
Geir Magnússon, Stuðlasel 33, 109 Reykjavík
Spurt er hvort byggja megi 4 x 4 metra sólskála við hús nr. 33 við Stuðlasel.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.
80. Vesturgata 52 (01.130.211) 100134 Mál nr. BN037955
Ásta Brynja Örnudóttir, Vesturgata 52, 101 Reykjavík
Spurt er hvort fjarlægja megi reykháf á 2. hæð í íbúð 0202 í húsi á lóð nr. 52 við Vesturgötu
Frestað.
Vantar álits burðarvirkishönnuðar og samþykki meðeigenda til að hægt sé að taka afstöðu til erindisins
Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl. 12:40.
Magnús Sædal Svavarsson
Bjarni Þór Jónsson Þórður Búason
Björn Kristleifsson Sigrún Reynisdóttir
Jón Magnús Halldórsson Eva Geirsdóttir